Lögberg - 27.05.1915, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
27. MAÍ 1915.
Á vœngjum morgunroðans.
Eftir
LOUIS TRACY.
“Eg var aö rannsaka loftgöngin, en ekki aS
leita að gulli,” sagSi hann. “Þér muniS aS ljósiS
blaktaSi þegar -viS vorum aS grafa í hellinum um
daginn.”
“U-”
“Mér var svo mikiS niSri fyrir þegar viS fundum
gulliö, aS eg gaf þessu þá lítinn gaum. Vegna þess
aS ljósiö blaktaSi hlaut loft aS ^streyma í gegnum
bergiS. Þar sem loft streymir, hlýtur aS vera op.
Þegar eg var út i skóginum i dag datt mér i hug,
aS skeS gæti, aö ekki væri langrar-stundar verk, aS
grafa göng úr hellinum upp á pallinn. Ómakiö borg-
aSi sig vel. BergiS er orSiS svo meirt af áhrifum
lofts og vatns, aS þaS er óvíöa haröara en þur götu-
leir. Eg er þegar búinn aS grafa göng tólf feta
löng.”
“Til hvers geriö þér þaö
“Nú sem stendur höfum viö aS eins framdyr til
aö komast upþ á pallinn; viS veröum aö klifra upp
bergiS. Þegar eg hefi lokiö viö göngin, sem eg
vonast til aö veröi áöur en sól sígur næst af lofti, þá
höfum viS einnig bakdyr. AuSvitaö gejtí óvæntir
erfiöleikar oröiS á leiöinni. Ef sprungan/er bugöótt,
verS eg aö hætta viö gröftinn; en eg vonast til aS
hún liggi beint upp á pallinn.”
“Eg sé ekki aö þessi göng geti orSiö okkur aö
neinu liSi.”
“Þau geta oröiS okkur aö miklu liöi. Því víSar
sem viö getum veitt óvinunum árás, því skeinuhætt-
ari verSum viö þeim. Eg efast um aS þeir geti
nokkum tíma tekiö af okkur hellinn, ef viS verjumst
þaöan, en eg get komist upp á pallinn er mér lízt
og oröiS þeim skeinuhættur. Ef yöur gildir einu
þótt þér séuö einsamlar í myrkrinu, þá ætla eg aö
grafa dálítiS meira viö lampaljósiö.”
En Iris var ekki um þaö-gefiS. Hún hafSi ekki
þrek til aS vera einsömul. Einveran haföi slæm: áhrif
á hana. Hana langaöi til aö tala.
“Eg skal þá tala viö yöur,” sagöi Jenks, “ef þér
spyrjiS mig ekki um þaö sem eg er búinn aö segja
yöur fyrir mörgum vikum.”
“Eg lofa því. Þér getiS sagt mér eins mikiö eSa
HtiÖ og yöur þóknast. Segiö mér frá því þegar þér
voruS dæmdir fyrir herrétti.”
Hann sá ekki viökvæmnina og blíöuna er skein
úr augum hennar, en málrómurinn var svo mjúkur
og þýöur aö hann varö aö láta aö ósk hennar. En
svo var honum þaö ógeSfelt, aö hann sagSi eftir
litla þögn: i L
“Þaö er andstyggilegt umtalsefni.”
“Finst yöur þaö ? Mér finst þaS ekki. ViS er-
um vinir, þótt ekki sé langt síöan viö kyntinnst, en
viS höfum kynst betur síSustu sex vikumar en marg-
ir sem dvaliö hafa návistum í jafn mörg.ýir. GetiS
þér ekki treyst mér?”
"■ Treyst henni? Ilann brosti glaSlega. Svo
sagöi hann hægt og stilt: “Jú, eg get treyst ySur.
Eg ætlaSi aö segja yöur þá sögu einhvern tíma
seinna. Hvers vegna skyldi eg ekki geta gert þaö
í kveld?”
Iris var hulin í skugga kvöldsins. Hún dró
nistiö úndan hálsmálinu og hélt því í lófa sínum.
Hún haföi grun um nokkurn hluta sögunnar. Hinn
hluta hennar lét hún sér í léttu rúmi liggja.
“Þaö er undarlegt,” sagöi hann, “aö þér skylduS
miöa viö sex ár áöan. ÞaS em nákvæmlega sex ár
síöan rósturnar byrjuöu.”
“Viö Lord Veutnor?” sagöi Iris í hugsunarleysi.
“Já. Eg var þá undiríoringi. Kunningi minn í
Simla' vissi aö eg var vel aö mér í innlendum málum
svo hann ráölagöi mér aS sækja um embætti í Ind-
landí og ég félst á þaö. Hann gaf mér beztu meS-
mæli og mér var lofaö embætti næst þegar þaS losn-
aSi ef eg gifti mig.”
Hann sagöi síðustu orðin mjög hægt og óskýrt.
Iris varö syo mikiö um er hún heyrði hvert skilyröí
haföi verið sett, að hún misti nistiö úr hendinni og
hallaöi sér áfram svo bjarminn frá eldsglæöunum
skein á andlitiö á henni. Sjómaðurinn tók eftir er
skrautgripurinn hrökk úr hendi hennar.
“HvaS er þaö sem er svona fagurt á brjóstinu á
yður?” spuröi hann.
Hún greip nistiö aftur i flýti. “Þaö er eini
skrautgripurinn sem eg á eftir,” sagSi hún, “afmæl-
isgjöf frá pabba þegar eg var tíu ára gömul. En
haldiö nú áfram meö sögu yöar.”
“Eg haföi ekki hugsað mér aö giftast í bráö svo
mér var ógeöfelt aS ganga aö þessu skilyröi. Eg leit
þó eftir kvonfangi cg hélt aö mér heföi tekist aö
Lögbercjs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ
AÐ GERAST KAUPANDI AÐ
BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI
finna konu efni. Eg skildi bendingar hennar þann-
ig, aS þar hélt eg aS mér yröi ekki á bug vísaö. Hún
var lagleg, fjörug, fyndin, iökaSi margskonar íþrótt-
ir og haföi ljómandi’ fallegar tennur. Ef menn færu
eftir sömu reglum þegar þeir velja sér konu og þeg-
ar þeir kaupa hest, þá —”
“VeriS ekki ruddalegir. Var hún reglulega
falleg?”
“Eg held þaS. Allir sögöu aö hún væri falleg.”
“En hvaö hélduö þcrY’
“Eg var hlutdrægur þá. Eg hefi seð 'nana síSan
og hún eldist illa. Hún er gift og eftir þrítugs ald-
urinn varö húií ákaflega holdug.”
Jenks hitti á rétta strenginn. Iris settist niður og
hlustaöi með athygli.
“TafliS unniö,” hugsaSi hann.
“Viö trúlofuöumst,” sagöi 'hann upphátt. “Hún
hét Elizabeth — Elizabeth Morris. Undirforingj-
arnir kölluöu hana “Bessie”; en það skiftir litlu.”
“ÞiS giftust þó ekki, gerðuS þiö þaö?” sagöi Iris
hvatlega.
“Nei; guöi sé lof! ÞaS gerSum viS ekki,” sagði
hann meö akafa. “Skömmu eftir að viö höföum
heitiö hvort ööru trygðum fór hún um 'hitatímann
með frænda sinum til Simla. Þar kyntist hún Lord
Vetnor. Ef yöur er það ekki rnjög á móti skapi, þá
ætla eg aö hlaupa yfir kafla úr sögunni — en þá
skyldi eg hvers vegna flestir Englendingar, sem í
Indlandi dvelja, fara venjulega til Englands til kvon-
bæna. Eg fór kvnnisför til Simla og dvaldi þar í
tíu daga. Lenti eg þá í áflogum viö Vantnor út úr
konu sem ekki var skóþvengs viröi og lá viS< aö eg
fengi haröa áminningu fyrir. Eg misti síöustu von-
ina um aö hljóta embættiö sem eg haföi sótt um og
hélt aftur til 'herdeildar minnar. Eftir nokkra um-
hugsun hrósaöi eg happi yfir því, hve lánsamur eg
'haföi veriS.”
“AS vera laus viö Miss Morris?”
“Já. Elizabeth var nú úr sögunni. Eg einsetti
mér fyrst eg slapp svona vel úr klónumi á Ventnor
eftir áflogin, að veröa góöur liðsforingi. Þegar
stjómin, fyrir rúmu ári, gerði útboö eftir sjálfboö-
um til að stofna kínverska herdeild, sendi eg umsókn
og fékk aögang. Eg var svo heppinn' aS lenda i
sveit gamla vinar mins Costobells' ofursta. En illur
andi sendi Lord Ventnor austur á bóginn. Við hitt-
umst ööru 'hvoru og þaö var bersýnilegt aö vináttu'
þeliö haföi ekki vaxið. Hesturinn minn reyndist
betri en hans — veslings Soldán! Hvar skyldi hann
nú vera niður kominn?”
“KölluSuö þér hestinn ySar Soldán?”
“Já. Eg keypti hann í Meerut, tamdi hann
sjálfur og flutti hann meS mér til Kína. Eg elskaði
hann næst brezka hernum.”
Nú var Jenks alveg búinn að jafna sig og eöli-
legurtilfinningablær var i málrómnum. Iris hlustaði
meö vakandi athygli.
“Costobell varö veikur,” hélt Jenks áfram, “og
þaö var hlutskifti mitt aö gegna störfum hans því
yfirforinginn var fjarverandi. Kona ofurstans greip
tækifæriö aö daöra við Lord Ventnor, er maður henn-
ar var veikur. Eg var svo mikill einfeldningur aS
skifta mér af atferli þeirra og áminti hana hógvær-
lega, en þaS var nóg til þess, að hún gerðist svarinn
fjandmaður minn. Þau bmgguöu mér óbeinlínis
banaráö. Hann var gamall óvinwr minn og vildí
losna við mig, en hún hélt aö eg mundi koma upp
um sig er bóndi hennar kæmi aftur á fætur. Hún
tæld'i mig því til aS fvlgja sér út í 'horn á íþrótta-
velli í Hong Kong aS næturlagi og þóttist þurfa! að
leita ráöa hjá mér. Að undirlögöu ráði bar Lord
Ventnor þar aS og fór um mig svívirðilegum orðum;
okkur lenti í handalögmáli og eg gekk af honum því I
nær dauðum.”
Iris mundi glögt hve bágt Jenks haföi átt með aö !
tala um þennan atburö, er þau af tilviljun höföu!
einu sinnii minst á hann. Nú reyndi hann aö segja i
söguna sem nákvæmast og halla á engann. Hvaöa
breyting hafði orðiö í brjósti 'hans? Hún kreisti |
nistiS í lófa sér. Hún var í engum vafa um aS hún
vissi það.
“Endirinn get eg sagt í fám oröum,” mælti hann. |
“Hvaö stoðuðu allar staðhæfingar mínar gegn hinum
óræku sönnunum er Lord Ventnor og fylgj^ona^
hans höfðu aö bera á móti mér? Maöur hennar
jafnvel trúöi henni og varö einnig óvinur minn.
Veslings konan! Mér liggur við aö vorkenna henni.
Nú 'hefi eg sagt yöur söguna. Hér er eg!”
“Er hægt aö eyðileggja framtíð manns meö svo
einföldutn ráðum?” sagði Iris í hálfum hljóðum.
Hún haföi lag á aö láta ekki meöaumkvun sína bein-
línis í ljós.
“Svo virðist þaö vera. En eg hefi mín laun út-
tekið í ríkulegtun mæli. Ef eg hitti Mrs. Costobell
nokkurntíma, þá skal eg þakka henni fyrir greiðann.”
ÞaS kom fát á Iris og roðablæ sló á andlit henn-
ar og háls.
“Hvers vegna ætliS þér aS gera þaS?” spuröi
hún. Jenks var aS rísa á fætur, annaS hvort heyröi
hann ekki, eöa þóttist ekki heyra að rödd hennar
titraöi.
“Vegna þess að þér sögðuö mér einu sinni, aS
þér munduö aldrei giftast Lord Ventnor og eftir aS
þér hafið heyrt þaS sem eg hefi sagt yður, þá er eg
viss um að þér geriS þaS ekki.”
“Svo þér treystið mér þá?” sagði hún svo lágt
að varla heyröist.
Hann slökti orðin sem brunnu fremst á vörum
hans og sagði með glaðlegu brosi:
“Þér 'hafið tafið mig, Miss Deane. Við erum
búin að hjala svo lengi, að eldurinn er oröinn leiöur
á okkur. Flýtið yður í rúmið.”
Iris tók í handlegginn á honum.
“Eg ætla að biðja guö almáttugan í kveld og á
hverju kveldi upp frá þessu,” sagði hún með hátíð-
legri alvöru, “um að þvo nafn þitt svo það verði
eins hreint í augum almennings og það er í minum.
F.g er vissi um aö hann bænheyrir mig.”
Hún hvarf inn í herbergi sitt, en Jenks fanst hann
hafa, hina engilfögru veru fyrir augunum eftir sem
áöur. Hainn þakkaöi guSi fyrir þær þrengingar er
höfSu orSiS til þess aS hann komst í kynni við þessa
konu. Hann hafði fariS um hrjóstruga eyðimörk,
en því erfiðari sem leiðin er, því fegnari verSur
ferðamaðurinn aS hitta gróSurblett. Hann hvorki
vissi né kærði sig um að vita hvað framtíSinj bar í
skauti sínu. Hann var ánægöur meS aö vita þaS,
hvort sem honum entist aldur í mörg ár eða aðeins
eina stund, að hann skipaSi æösta sæti í helgidómi
einnar óflekkaðrar sálar. Hann gleymdi þreytu,
áhyggjum, sárum endurminningum og yfirvofandi
hættu í návist hennar. Hún var honum fyrir öllu.
Honum var litið upp í alstirndan himininn. Tign og
kyrö náttúrunnar hrifu hann svo hann gerði einnig
bæn sína.
Nóttin var yndisleg. Hitann, eftir sólríkan dag,
lagöi út frá sandi og klettum, en hafrænan kældi
loftið svo þægilegt var að sofa, jafnvel undir berum
himni. En Jenks langaöi ekkert til að ganga til
hvílu. Tris hafði farið með lampann inn til
sín og var búin aS slökkva. Hann vildi ekki
raska ró hennar, svo hann tók. harpeiskenda viöar-
grein, kveikti á henni í hálfbrunnum glæöum og fór
inn í hellinn.
Hann fór þangaö til þess að líta á það sem hann
haföi gert og íhuga hvort betra mundi aö byrja að
miorgni ofan frá eöa aS neðan. Vegna þess hve
erfitt var aS höggva bergið yfir höfði sér og hætt
var við að göngin mundu hrynja, áleit hann, að ráS-
legra mundi aö grafa niður frá pallinum, þótt ábætir
væri að verða fyrst að lyfta því sem losnaöi upp á
pallinn og síðan koma því aftur niður af pallinum.
Til að flýta fyrir, bar hann öll áhöld út úr hellinum
og helti vatni í eldsglæðurnar.
Þannig gekk 'hann frá eldinum á hverju kveldú
Að vísu var tafsamara aS tendra eld aö morgni. En
hann gætti allrar varúðar. Ef ekkert benti á manna-
bygö á eynni, voru meiri líkur til aS ræningjarnir
fyndu ekki “hreiöriS”. '
Aö því búnu fór hann inn í kofann. En þegar
hann var aö fara úr stígvélunum, heyrðist byssuskot
i fjarska. KyrS og þögn næturinnar virtist marg-
falda hávaðann. Hann hlustaði örfá augnablik og
huggaSi sig í bili við þá barnalegu von, að hugsast
gæti, aS skjaldbaka hefði enn leikiS á hann. En
skothríöin sem heyröist litlu síðar lagði þá von hans
í hjartastaö. '
MorSvargarnir voru komnir aS landi! Þeir
höfðu komið hljóðlega um miðja nótt. Þeir höfðui
hugsað sér aö koma óvörum aö íbúum Regnboga-
eyjar, en var heilsað meö skoti er þeir stigu á land,
Þeir svöruðu með 'hagladrífu er öll lenti í skóginum,
en við það varS svo mikill hávaði um alla eyna, aS
jafnvel sjösofendur hefðu vaknaö við hann.
Iris kom alklædd fram i dyrnar eftir örlitla stund.
“Þeir eru komnir!” hvíslaði hún.
“Já,” sagði hann fjörlega. Jenks var miklu
glaöari og öruggari þegar hann horfðist í augu við
líkamlegar hættur en þegar hann átti í fangbrögðum
við Kupid. “Farið upp stigann! VeriS snarar í
snúningum! Þeir koma ekki fyr en eftir hálftíma
ef þeirn veröur svona mikiö um hverja smávegis
mótspyrnu. En viS skulum samt gæta allrar varúS-
ar. KastiS niður köðlunum þegar þér komið upp.
Þeir eru tilbúnir.”
•Hann hélt í stigann á rneðan hún var aö komast
upp svo hann væri stöðugri. Skömmu seinna heyröi
hann röcjd hennar.
“LátiS mig ekki bíða yðar lengi!”
Kaöal endamir komu niður. Hann brá þeim um
föt, járnkarl, öxi, hamar og annað smávegis, herti
fast að og Iris dró upp böggulinn. Hann hljóp inn
í kofa þeirra og dreifði fötum þeirra og öSru dóti
um gólfiö. Því næst tók hann byssurnar, lagði þær
á öxl sér, hljóp upp stigann, dró hann og kaðlana
upp á pallinn og hringaSi hvorttveggja laglega upp.
“Munduö þér að taka sjóhattinn meS yður?”
sagöi hann snögglega er hann var að ljúka við
verkiö.
“Já.”
“En biblíuna?”
“Já. Eg haföi hana undir höfðinu. Eg gleymdi
heldúr ekki Tennyson.”
“Nú fer gamaniS að grána,” sagSi hann alvarlega.
“Þetta er upphaf þrautanna er við eigum fyrir
höndum aS þola.”
“Því fyr sem þær byrja, því fyr taka þær enda.
Eg treysti yður fullkomlega. Ef það er vilji guðs,
þá sigrum viö þær. Og enginn er yður hæfari til
að vera verkfæri í hendi hans.” •
XI. KAPÍTULI.
Bardaginn.
Sjómaðurinn mundi svo glögt hvar útverðir hans
stóðu, aö hann sá í huga sér hverja hreyfing óvin-
anna. AUir fuglar eyjarinnar þutu upp meö háværu
vængjataki viö fyrstu skothríðina. Jenks geröi ráð
fyrir að ræningjarnir hefðu safnast saman á strönd-
inni er þeir vom búnir að skjóta á hræöur hans, eða
höggva þær niður með hinum hárbeittu Malaja
sverðum.
Þeir báru ráö sín saman um hvað gera skyldi,
og þrátt Jyiir líxm í holunni afréðu þeir að halda upp
á eyna. Þegar þeir höfðu gengið fáa faöma rákust
þeir á hina leyndu þræði og samstundis reið skot af.
Þeir svöruðu meö dynjandi skothríð. - Þetta var
þeim meira en nóg. Enginn þorði aS ganga feti nær
bústaö hinna dauöu. Þéir afréöu aö ganga aöra leiS
upp á eyna.
“Með þessu áframhaldi,” sagði Jenks, “koma
þeir ekki hingað fyrir dögun.”
“Mér liggur viS að óska að þeir væru komnir,”
sagöi Iris lágt.. “ÞaS er svo óttalegt aö bíöa hér og
hlusta í myrkrinu.”
Þau lágu á fatadulum, er þau höföu komiS upp á
pallinni og- störðu á tunglsljósiS niöri í slakkanum
Bergiö var hulið dimmum skugga þeim megin er þau
voru. Jafnvel þó þau stæöu upprétt, sáust þau ekki
neöan af sléttunni, þvi svo skuggsýnt var á pallinum.
Hann snéri sér við og tók í hönd 'hennar. Hönd-
in var köld og þvöl, en hún titraði ekki meira en
hendin á honum.
“Ræningjamir eru mildu hræddari en þér,” sagöi
hann og hló við. “Svo grimmir og hugaðir sem þeir
kunna að vera þá þora þeir þó ekki aö mæta vofmn.”
“Þaö er slæmt aS við getum ekki vakið upp draug
handa peim aö glíma viö. Allir draugar sem eg hefi
heyrt getið um hafa verið hlægilegir. En hvers
vegna skyldu þeir ekki einstöku sinnum geta orðið að
liði?”
Jenks setti hljóöan viö þessa spurningu. Hann
var að hugsa sig um. Hann vissi, þó Iris væri það
huliS, aS í kjarrinu skamt frá brunninum var nokk-
uð sem var vel falliS til að búa til vofu úr. En, til
þess þurfti hann fosfór og ýmislqgt fleira.
Hann varS órólegur er hann íhugaði hve heimsku-
legt það var að hugsa sér að geta gripiS til slíkra
ráöa, er hami varð aS 'híma á lítilli klettasyllu á eyði-
ey langt út í Kínverska hafinu.
“HvaS gengur aS yður?” spuröi Iris.
Hannl sagði henni hvaS hann vantaði tii að geta
búiö til vofu. Þau gátu ekki annaS gert en beöið.
“Eg veit ekkcit um fosfór,” sagði hún, “en þér
getiS sýnt kynleg fyrirbrigði meS brennisteini, og
þaS er gamall stokkur meö norskum eldspýtum í her-
berginu minu. Muniö þér ekki eftir því? Stokkur-
inn var í vasa yöar og þér ætluðuð aö kasta honum.
En hvaS eruS þér aö gera?”
Jenks var búinn aS kasta stiganum fram af
brúninni og var bersýnilega í þann veginn að fara
ofan.
“VeriS óhræddar,” sagöi hann; “eg veiii ekki
fimm mínútur í burtu.”
“Ef þér fariö mður, verö eg að fara meö yöur.
Eg get ekki haldist hér viö einsömul.”
“Geriö þaö fyrir mig aS hindra mig ekki,” hvísl-
aði hann innilegum bænarrómi. “Þér megið ekki
fara ofan. Eg vil ekki eiga þaö á hættu, aö þér j
komið meö mér. Ef þér eruö kyrrar hér uppi getið
þér aðvaraö mig ef nokkuö er grunsamt. Ef við |
förum bæöi niöur er okkur meiri hætta búin. Takið
vel eftir hvort þeir koma ekki neöan frá Skjaldböku-
vík. Þeir sem aðra leiö fara koma ekki fyr en löngu
seinna.”
Hún lét til leiöast þó hana fýsti ekki aö gera
þetta. Plún var dauðhrædd um aS hann færi sér að
voða.
Hann hvarf niöur af brúninni. Næst sá hún
hann i tunglsljósinu skamt frá brunninum. Þar
beygöi hann sig niöur í kjarrið og hafSi eitthvaS
hvítt í fanginu seni hann setti fyrir framan hellis-
dyrnar. Hann gekk aftur að brunninum og sótti!
aöra byröi. Svo hljóp hann inn í húsiS. Dyrnar
sáust ekki ofan af pallinum og henni lá viö aö hníga
niður af hræðslu í fáein augnablik. Þegar minst
varði heyrSi hún þrusk. Það var auöheyrt aS hann
var á leiðinni upp stigann. Þegar hann kom upp á
brúnina sagöi hún og var með öndina í hálsinum:
“Fariö ekki aftur frá mér. Eg þori ekki aS vera
einsömul.”
j Hann 'hélt að bezt væri að Spekja hana meö þvi
aö vekja forvitni hennar. Hann hélt áfram að
draga upp stigann með annari hendinni, en 'hina réjiti
hann aö henni. Var sem ljósleitar þokuslæður í
ormslíki kviknuðu á hendinni.
“Þér mintuö mig á aö reyna þetta og eg gat ekki
látið þaö ógert.”
“HvaS hafiS þér gert?”
“Sett vofu í hellinn.”
I “Hvernig gátuð þér þaö?”
“Það var ekkert skemtilegt verk, en neyðin kenn-
ir naktri konu að spinna.”
Hún heyröi að hann kæröi sig ekki um aS hún
spyrði frekar um þetta, enda heyröist mannamál í
sama bili til vinstri handar.
“Þeir hafa fariö þessa leið, eins og mig grunaöi,”
sagöi JenksL í hálfum hljóðum.
Það var aö nokkru leyti misskilningun SkothríS
kvaö viö úr skóginum. Var því auSsætt, aö sumir
komumanna aö minsta kosti, höföu fariS skemstu I
leiö. Skömmu seinna sáu þau hvar foringinn, ásamt
fimm eSa sex fylgisveinum, stóS í fjörunni. Mátti
af þvf ráöa, aS þeir höfðu vogaö aö fara fram hjá
gröf kynbræöra sinna.
Þeir fóru 'hægt og gætilega, stönsuðu í öðru
hvoru spori og hlustuöu. Foringinn bar gljáandi
“parang” (Malaja sverö) í vinstri hendi; hinir báru
byssur en sverö hengu viö belti þeirra. Þeir lædd-
ust eins og rándýr er liggur fyrir bráð. Þau Iris
sáu þá glögt, því tunglið skein í heiði.
Jenks datt í hug, að réttast mundi að skjóta hóp-
inn niður þegar í stað. En hann hætti við það. Hann
hafði miðað allan útbúnaS sinn við það, að reyna aS
villa þeim sýn, láta þá halda aS þau væru farin í
burtu. Hann áleit þaS óráðlegt, að hefja bardaga aö
fyrra bragði, miklu betra aö komast hjá öllum blóðs-
úthellingum ef unt var.
Ástin veikir dómgreindina; þaö sannaðist á Jenks.
Ef hann hefði lagt foringjann að velli, hefði áhlaup
óvinanna að minsta kosti oröið vægara,; var enda vel
líklegt aö þeir heföu haldiö til baka viS svo búið.
Ef 'hópurinn sem á eftir kom hefði fundið foringj-
ann dauöan og Jenks hefði gert að þeimi snarpa at-
lögu, var ekkert liklégra en að þeir hefðu flúið sam-'
stundis.
Ef Jenks hefði valið þessa leið var sennilegt að
innan klukkustundar frá því hópurinn lenti, hefði
hann flúið og hver þakkað sínum sæla að komast lífs
í\í. En það er þýSingarlaust að tala um það sem
mátt hefði verða. Þeir læddust fram hjá brunnin-
um og voru á leiö aö hellismunnanum er einn þeirra
kom auga á húsið.
jVj .4 RKET JJQTEL
vi6 sölutorgie og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Vinna fyrir 60 menn
Sextlu manns geta fengiS aSgang
atS iæra rakaraitSn undir eins. Tii
þess aS verða fullnuma þarf aS ein«
8 vikur. Ahöld ökeypis og kaup
borgaö meöan veriS er atS læra. Nem-
endur fá staöi aö enduöu náml fyrlr
$15 til $20 á viKu. Vér höfum hundr-
uö af stööum þar sem þér getiö byrj-
aö á eigin reikning. Eftirspurn eftir
rökuinm er æfinlega mikil. Skrifiö
eftir ökeypis lista eöa komið ef þér
eigið hægt meö. Til þess að verö»
góöir rakarar verðiö þér að skrifast
út frá Alþjóða rakai'afélagt.__
International Barber College
Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan
viö Main St., Wlnnlpeg.
J. C. MacKinnon
ELECTRICAL CONTRACTOR
Sher. 3019 388 Sherbrooke St.
DREWRY’S AMERiCAN STYLE
Rice Beer
S3.00 kassimeð24 merkurflöskum
$1.00 skilað aftur þegar kaSsa og
-------flöskum er skilað.
$2.00 kostar Jdví bjór kassinn.
$1.00 tylftin af merkurflöskum.
Hví skylduð þér borga $1.75 til
$2.2ófyrir tylftina af öðrum bjór?
Pantið hjá kaupmanni yðar
eða beint frá
E. L. Drewry,ltd.
Winnipeg
Isabel CleaningS Pressing
Establishment
J. W. QUINN, eieandi
Kunna manna bezt að fara
með
Loðskinnaföt
Viðgerðir og breyt-
ingar á fatnaði.
Garry 101 81 isabel St.
horni McDermot
Umboðsmenn Lögbergs,
J. A. Vopni, Harlington, Man.
Ólafur Einarsson, Milton, N.D.
K. S. Askdal, Minneota, Minn,.
J. S. Wium, Upham, N.D.
G. V. Leifur, Pembina.
J. S. Bergmann, Garöar, N.D..
Jón Pétursson, Gimli, Man.
S. S. Anderson, Kandaliar, Sask.
Jón Ólafsson, Leslie, Sask.
A. A. Johnson, Mozart Sask.
S. Loptsson, Churchbridge, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, -Sask.
Paul Bjarnason, Wynyard, Sask.
J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask.
C. Paulson, Tantallon, Sask.
Olg. FriSriksson, Glenboro,
Albert Oliver, Brú P.°., Man.
Joseph Davidson, Baldur, Man.
Ragnar Smith, Brandon, Man.
D. Valdimarsson, Wild Oak, Man.
Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man.
S. Einarsson, Lundar, Man.
Kr. Pétursson, Siglunes, Man.
Ol. Johnson, Winnipegosis, Man.
A. J. Skagfeld, Hove, Man.
GuSbr. Erlendson, Hallson, N.D.
O. Sigurösson, Burnt Lajce Alta..
Sig. Mýrdal, Victoria, B. C.
Th. Simonarson, Blaine, Wash.
S. J. Mýrdal, Point Roberts.