Lögberg - 24.06.1915, Síða 5

Lögberg - 24.06.1915, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1915. 5 Heimalandið. (Lag: Hotne, sweet Hotne.) Vér hugsum til þín, ísland, í svölum noröur sæ, þú sögu v'orrar heimkynni, faldað gljáum snæ, meö sól um vorsins nætur og noröurljósin skær, og niðinn hárra fossa og vötnin silfurtær Vor saga, sál og mál er hnýtt með helgum taugum viö hjarniö þitt og bál. Vér hugsum til íslands. Já, þar er þjóöin vor og þar má rekja feðranna stór og göfug spor. Vér elskum forna hreysti og dygöir, þor og dáö, og drengilega breytni, með frægö og snilli-ráð. Vor saga, sál og mál er hnýtt með helgum taugum við hjarnið þitt og bál. Þér heill, vort kæra landið, þitt allra alda skeið sé ætíð bjart og fagurt sem norðurljósin heið; og gef þú hverju barni viö brjósta þinna yl þau blóm, er skreyta þjóðlífið hinstu stunda til. Vor saga sál og mál er hnýtt með helgum taugum við hjarnið þitt og bál. M. Markússon. Þetta kvæði er til blaðsins komið með ummæl- um söngmanns (]. EinarssonarJ, á þá leið, að það fari prýðilega undir laginu, að samstöfum og á herzlum, svo og tilmælum til íslenzkra söngmanna, að syngja þetta kvæði á samkomum við hið fræga og fagra lag.—Ritstj. að ykkar vegur sé til frelsi og fram- ans fram undan, en laus við glys og tál. Lífsskeið ykkar heimsins ólgu hafni, heit svo styrkist kærleiks ástarbönd; helgan Drottins hafið kross i stafni, haldið beínt að sælli friðarströnd. Veika bæði’ og vanmáttuga’ að styðja vejitist ykkur lifsins gleði su. Þýðum Drotni þekk sú reynist iðja, þrautum hrindir, eykur sælu’ og trú. Guðdóms fagrir geislar ykkur hlúi, gæfan vaxi’ og hrygðar svæfi gos. Drottins náðin dýr hjá ykkur búi-, dafni og þróist lífsins sólar bros,. Mrs. Margrét Sigurðsson. Heimskringla og sam- vizkan. JAðsent gaman og alvara). Eftir langan skilnað hittust þær Heimskringla og Samvizkan í vikunni sem leið á skrifstofunni. “Hversvegna datt hún, Gudda?” kajsaði Heimskringla hálfvand- ræðalega til samvizku, þegar hún sá hana koma inn. Samvizkan leit á hana alvöruþrungnum aug- utn, eins og kennari á bam það, sem ekki kann lexiuina sína og sagði: “Þú átt líklega við hverjum var að þakka að hún Gunna flaut. Það máltæki lýtur að þeim úrelta sið, er konum var gerð vatns- skirsla eða vatnspróf í fyrri daga, og kemur ekkert við kálsburði eða flór. En hvernig líður þér ann- ars? Er ekki strákurinn farinn að ganga saman í þér? Eg hefi ver- ið að hugsa um, að það gæti verið gott að eiga athvarf víða, einsi og Hr. Simpson, og hálfgert dottið í hug að fá kytru hjá þér.” H: “Ja, hvern hefði grunað það á góunni, að við ættum eftir að finnast svona bráðlega, og fara kannske að búa saman. “Hvernig stendur á öllum þessum ósköp- um?”í Pukrinu er sleft í blöðin, svo þau eru orðin fast að þvi eins fróðleg og Fróði, og, “landsins æðstu menn eru sakaðir um fjár- drátt og þjófnað, menn, sem hafa verið virtir og elskaðir” __” S.: “Þú veizt það vel að þeir hafa ekki verið það; og lengi verið grunaðir um græzku. H.: Ó, það held eg þú eigir nú bágt með að segja, þeir hefðu ekki haldið sér við eins lengi og þeir gert hafa, nema fyrir það að þeir hafa haft elsku og virðingu manna, í ofanálag á þennan einstaka heið- arlegleik, sem eg hefi haldið að almenningi svo þráfaldlega. S.: Vertu ekki með nein láta- læti. Þú kant “statistikina” yfir síðustu kosningar, og þær þar á undan, og þar á undan, og þú veizt sándhneyxlið og hin hneyxl- in, Gimli, Macdonald o. s. frv., O- s. frv. Þeir hafa haldið sér við á fýlunni, eins og Þjóðverjar halda skotgröfum sínum með eit- urleftinu. Þeir gerðu pólitikina svo daunilla, “svo sauruga, skitna, svívirðilega og ærulausa”, að beztu rnenn fvlkisins, margir hverjir, vildu ekki nærri henni koma, en hina dró daunninn að, vitaskulct. Þetta var lagið þeirra. Sem bet- Ur fór, eigum vér til menn, sem þora að vaða bæði eiturleftin býzku og Roblinfýluna, til aðl gera hvorumtveggju þau skil, sem þeir hafa unnið til.” H.: “Oss kemur ekki til hugar að bera sök eða sakir af neinum. en hvers vegna þurftu þessi ósköp að koma fyrir, að hinir merkustu menn skuli nú vera sakaðir um að stela ekki fáeinum dollurum, held- ur þúsundum. Ástæðan er aug- Ijós. Leir eni að stela í kosning- ar sjóð. Er það ekki betra en hitt að stela handa sjálfum sér?” S.: “Þú blekkir engan með þessu hjali, Kringla mín. Hvað eru þeir að gera annað en stela handa sjálfum sér, þó þeri leggi stuldinn í sjóð, sem þeir svo verja til að kæfa sannleikann og fylla kjósendur með lygum og mútum til þess að þeir fái haldið launum sínum og metorðum. Hvem mun viltu gera á þjóf þeim, sem stelur brauði handa sjálfum sér, og hin- um, sem stelur peningum til að ná i brauð handa sjálfum sér? Hef- urðu ekki líka frétt, að þeir hrifs- uðu öll launin síðasta mánuðinn, þó að þeir sæi sér ekki fært að beita þrásetu mánuðinn út til að eignast þau með einhverju réttu yfirskyni ?” “'En hvemig í ósköpunum stendur þá á þessu?” anzaði Heimskringla með gleiðgosalegu Farisea glotti um subbu andlitið, alt kámugt af Ottawa sætindumi og óþvegið að vanda. “Það er hugs- unar hátturinn, sem er orðinn svona úldinn, rotinn og saurugur. Dollarinn er dýrkaður — alt er falt fyrir hann.” S.: “Þú hefir hausavíxl á því. Hugsunarhátturinn er einmitt kominn af því að búa við annað eins reyfarafargan svo ámm skifti Hugsað'u þér eina tylft eða hálfa af “kavalérunum” frá Stony Mountain skipaða í æztu embætti fylkisins og fylkisfénu varið í for- tölur fyrir almenningi að “virða þá og elska”, óspilt hugarfar yrði ekki lengi að sýkjast — hvað hald- ið þið! Það álit yrði ekki lengi að komast í móð, að allir væru meS sama marki, allir væru þjófar og bófar — hvað haldið þið! Ekki lengi þar til því yrði haldið að manni, eins og þú gerir, að kosn- ingar sjóður sé ætlaður til þess að múta kjósendum, og þingmaður “verði að kaupa allar “tuskurnar” ef ekki með peningum og brenni- víni, þá með loforðúm o. s. frv., eins og orð þín hljóða. í stuttu máli, margir mundu brátt ekki feima sér við að tala eins og þú talar, slá úr og i eins og þú gerir. Spilling hugarfarsins talar út úr þér. Berðu þig að taka sinna- skiftum.” Þega? hér var komið, var Kringla staðin upp, — írauð í framan nokkuð svo; hvort heldur til íiö veita Samvizkunni athvarf eða vtsa henni á dyr, verður fram- tíðin að1 sýna. Borgin á múlanum. Anso er lítill bær í þeim hluta Pyreneafjalla er telst til Spánar. íbúar bæjarins halda fast við forna siði og láta breytingar nú- tímans lítt á sig býta. Vegir eru ógreiðir og fáir ferðast því um þann hluta fjallanna, er, bærinn stendur í. Frásögn sú sem hér fer á eftir, er höfð eftir manni, sem gerði sér það ómak að sjá bæinn með eigin augum. Fyrir nokkrum árum var gam- anleikur sýndur í Paris, sem átti að fara fram í fjallaþorpi eöa litlum bæ á Spáni. Leikararnir voru klæddir miðaldarbúningi, húsakynni voru gamaldags og miðaldarblær hvíldi yfir ölluin leiknum. Nokkru- seinna rakst eg á franskan sjónleikahöfund á járnbrautarlest og tók hann tali. Barzt ræðan brátt að byggingarlist miðaldanna og hnignun Spánar. Bar okkur margt á góma og þar á meðal leikurinn, sem mér var þá í fersku minni. Kom það upp úr kafinu, að hann var höfundurinn. Eg sló honum gullhamra með þvi, að hann ætti auðugt og fjölskrúð- ugt ímyndunarafl, er honum hefði tekist að smíða svo fagran og áhrifamikinn leik. En hann nett aði því h'arðlega. Að undanskild- um smálagfæringum og breyting- um sem listin krefðist, kvað’ hann leikinn vera sanna mynd af litlu þorpi er stæði langt upp í Pyrénea- fjöllum. íbúar þorpsins héldu sínum gömlu siðum og venjum, klæddust samskonar fötum og þeir hefði gert fyrir mörg hundr- uð árum og flest hús væru með fornaldarsniði. Þetta kvað hann hafa vakið undrun sína og aðdáun og orðið til þess að hann hetði samið leikinn; en fáu væri breytt og ekkert væri nýtt. í heilt ár hélt eg uppi spurnum um þenna bæ, er höfundurinn hafði sagt mér að’ héti Anso. Eg hitti marga ferðamenn, er flækst höfðu um flest lönd jarðarinnar, en enginn hafði komið þar og fá- ir könnuðust við nafnið. Loksins hitti eg á mann á sölutorgi i St. Jean-de-Luz, sem hafði það að at- vinnu að hvetja hnífa og önnur eggjárn. Hann kallaði þorpið “undraþorp” og “draumaþorp” og “huldu-” og “hugsjónaþorp”, og fatnaður fólksins væri nokkuð sem vert væri að sjá og tala um. Hafði þessi maður þó flækst með vél sína um landið þvert og endi- langt. Lítið gat hann frætt mig um torfærur er á leiðinni kynnu að vera. Svo mikið vissi hann þó, að hverfisteini, sem ekki var stærri en sá sem hann hafði meðferðis, mátti aka eftir brautinni sem lá inn í þorpið. I bæklingum sem ferðamönnum eru ætlaðir segir, að Anso standi í dal í Pyreneafjöllum er teljist til Aragon fylkis, að þar endi tuttugu og fimm kílómetra langur aukaveg- ur og að ekki verði komist nær þorpinu með járnbraut en til Jaca, en sú stöð er í fjörutíu kíló- metra fjarlægð. Eftir frásögninm að dæma virðist hægast að komast til Jaka frá Frakklandi. Þeirri leið virt- ist mér óþarflega nákvæmlega lýst, en þess var hvergi getið hvar heppilegast væri að fara, er að sunnan var komið. Eg varð því að finna hana sjálfur. Eg var staddur i Fuenterrabia; þar var uppi fótur og fit því Helga vikan stóð yfir og þá er þar margt um nfanninn. Virtist enginn mega vera að sinna mér. Vorið var komið niður við ströndina, en eg vissi, að enn var vetur upp til fjalla, en fáir virtust muna eftir því, er þeir sögðú mér til vegar. Eg hafði vanist á þann sið Spán- verja að segja “manana” og eg dvaldi svo lengi í Fuenterrabia að eg var kallaður “maðurinn sem ætlaði að leggja á stað til Anso á morgun.” Eg útbjó mig þannig, að eg gæti gengið pokkuð af leiðinni ef á þyrfti að’ halda, hafði litla hliðar- tösku, sem eg ætlaði aldrei að skilja við mig og aðra nokkuð stærri, sem eg ætlaði að láta flytja á þann hátt sem bezt gengi. Þetta var ekki i fyrsta skiftið sem eg hafði ferðast um strjálbygða útkjálka Spánar og vissi því, að þar geta ferðamenn komist ferða sinna þótt þeir hafi lítinn farang- ur meðferðis. Mér hafði verið sagt, að aðbúnaðurinn sem eg hafði í Fuenterrabia væn jafn- vel fátæklegri en nokkur maður, sem væri að brjótast áfram á ; listabrautinni, hefði átt við að [ búa; en eg vissi, að dagamir sem [ eg dvaldi þar, mundu verða óhófs- | dagar, í samanburði við þá sem lágu fram undanl mér. Eg vaknaði við það, að regn og stormur buldu á glugganum mín- um um morguninn þegar eg loks- ins ætlaði að leggja á stað, svo mér lá við að bíða enn “næsta dags”. En hugrekkið kom með morg- unkaffinu og dagsbirtunni, svo eg lagði á stað, með töskuna við hlið mér, fótgangandi til Irun; þaðan fór eg á járnbrautarlest til Pamp- Iona. Til Irun fór eg meðal annars til þess að fá flakkarabúning, sem var svo marglitur, óhreinn og stagaður, að þegar eg var komlnn í hann, var eg líkari hræðu á akri en menskum manni, svo engum gat komið til hugar að það væri ómaks- ins vert að reyna að ræna rrilg. „HOLLANDIA SYSTEM“ Banar veggjalús og öllum skriðkvikindum VÉR FYLLUM EKKI ALT MEÐ^REYKNÉ HELDUR GERUM VÉR ÍBÚUM NEINN USLA. Engin lykt né önnur óþægindi. Oll vinná tekin í ábyrgð um heilt ár. Símið eftir upplýsingum og prísum. Engin borgun tekin fyrir að skoða hús. Símið M. 6776 M. G. NIEHORSTER & CO. 508 McGreevy Blk. - Portage Avenue Alls ekki þýzkt félag Þessarar varúðar er naiuðsynlegt að gæta fyrir þá, semt ferðast í strjálbygðum héruðum. í töskunni voru nokkur teikniáhöld og myndavél. Engir samferðamanna minna frá Irun til Pamplona, gátu frætt mig. um Anso eða hvernig hægast mundi að komast þangað. Eg af- réð þvi að nátta mig í Pamplona og reyna að fá þar einhverjar upplýsingar, ef unt væri. Eins og víða annarsstaðat á Spáni, var jámbrautarstöðin skamt frá bænum. Af tölu og útliti hótelvagnanna sem á stöðinni biðu, gat eg ráðið í hve stór og fjöl skrúðugur bærinn mundi vera. Með því að svo mikill munur virtist vera á þeim hótelum sem seldu fæði og húsnæði fyrir sex pesetur á dag og þeim sem ekki tóku nerna fimm, þá afréð eg að( setjast að þar sem dýrara var að dvelja og eg varð að kannast við, að þar var margt sem bar vott uml að eg væri enn þá ekki kominn út úr hinum siðaða heimi. Þegar eg fór inn í hótelið, tók eg eftir því, að þar stóð gamall maður, sem eg áleit að mundi vera förukarl eða beiningamaðúr. En þegar eg settist til borðs um kveldið, var gamli maðurinn orðinn að þjóni og gekk mér fyrir beina. Hann hafði farið í stélfrakka, sem hvorki var jafnóhreinn né rifinn og vestið eða brækurnar. Sá öld- ungur fræddi mig á því, að eg gæti komist næsta áfangann í raf- magns sporvagni ef eg vildi vakna I klukkan sex að morgni. Eg setti það ekki fyrir mig og lét ekki á mér standa, Farseðlá salinn sagði mér, að ef eg færi ekki lengra en til Llenena með sporvagninum, þá gæti eg komtst þaðan lengra áleiðis með bifreið. Sporvagnarnir voru af nýjustu gerð. brautin hin vandaðasta, leiðsluþræðimir héngu á jám- I stólpum og vagnstjórinn var klæddur í einkennisbúning. Það var nýstárlegt að sjá svona vand- aðan útbúnað og alt sem viðkom) sporbrautinni var gerólíkt flestu öðru, sem fyrir augun ber á þess- um slóðum. Brautin lá upp trjá- laust og gróðurlaust land og engin manneskja virtist dvelja á milli þorpanna og bæj'anna, sem öll standa á hæðum og hálsum. Eiri sléttan virtist að nokkra leyti um- kringd himinháum hömrum. Brauin liggur á árbakka á þessum slóðum og við stefndum á miðbik hamrabeltisins; áin rennur í sömu | átt. Við’ færðumst nær hömrun- um og ekkert op sást eða skarð fyr en við komum fast upp að klettunum. Þá sást móta fyrir litlu skarði eða gljúfri sem átn rann eftir. Brautin lá eins nærri ánni og verða rnátti og sumstaðar voru grafin stutt göng og skörð böggvin í bergið til að gtytta leið og gera brautina greiðari yfir- ferðar. Ekki veit eg hve mörgum fjallshnjúka bæjum við fóram fram hjá; þó man eg vel eftir Aoz, Urros, Empalme og Artieda. Þegar til Llenena kom, beið þar bifreið og vagn er þrjú múl- dýr gengu fyrir. Eg settist við hliðina á bifreiðarstjóranum. Sagði hann mér, að þótt fólk væri flutt í bifreið, þá væra póstsend- ingar fluttar með gamla laginu. Vegurinn var brattur og bugð- óttnr og við áttum að sækja á brekkuna. Við vorum á einum af þjóðvegunuin sem liggur til Jaca. Ökumaðurinn skildi mig eftir hjá litlu veitingahúsi, því þaðah hélt hann upp eftir Roncel dalnum, en ferð rninni var heitið tii Berdun; sá bær stendur í mynni Anso dals- ins. ÖIl voru veitingahúsin með veg- um fram í þessum landshluta, hvert öðra Jík. Venjulega sést enginn stafur, ekkert orð, er gefi til kynna, að það sé veitingahxis. Á neðsta gólfi er hesthúsið og er jafnframt forstofa, eldiviðarhús og skemma. Bifreiðarstjóranum datt ekki í hug að stansa í slíku húsi; hann var upp úr því vaxinn. Hópurinn sem beðið hafði mið- dagsverðar var stórskorinn. Flest vora það stórvaxnir og vöðva- stæltir menn. klæddir í sauðskinns og geitaskinns föt. Þeir ala mestan hluta aldur sins á ánum í landinu. Þegar eg sagði ssssunautum mínum hvert ferðinni væri heitið, fræddi einn mig á þvi, að hann væri á leið til Berdun, og ef eg vildi vera honurn samferða, ■ þá gæti hann reitt tösku mína. Hann reyndist betri samferðamaður en mér leyst í fyrstu. Hann lofaði mér jafnvel að hvíla mig á hesti sínum. Hann hafði umsjón með tuttugu og fjögra kílómetra langri símalínu og varð að fara meðfram henni einu sinni í viku hverri. Tvisvar varð hann að klifra upp í símastaura til að festa þráð er losnað hafði. Hann var gagn- kunnugur siðum og háttum hér- aðsbúa og kvað lifnaðarháttu alla svo 1 ka því er var á miðöldum, vegna þess að meiri hluti yngri kynslóðarinnar flyttist til Buenos Ayres; þeir yrðu eftir sem minst kvæði að og tápminstir væru. Við skildum hjá veitingahúsi er stóð við rætur hæðar þeirrar er Berdun stendur á. bamterðamað- ur minn ráðlagði mér að gista í bænum því að Anso dalurinn væri þess verður, að fara um hann þeg- ar bjart væri. Eg hélt að eg væri orötnn svo mörgu misjöfnu vanur eftir fjögra mánaða ferðalag í Andalusiu að eg kifti mér ekki upp við neitt. Annan eins aðbúnað og eg varð að sætta mig við í Berdun hefi eg þó aldrei fyrir hitt. Þvottavatninu varð eg að hella út um gluggann og þegar veitingakonan heyrði að eg var að bregða Iokum fyrir hurðina að svefnherbergi mínu, kom hún með öndina í hálsinum og sagði, að það mætti eg ekki gera, því tveir menn ættu að sofa í hinu rúminu sem var í herberg- inu. Eg þóttist vera sofnaður þegar þeir komu inn; annar var ungur, en hinn var kominn til ára. Pilturinn hafði vindil í munni og húfu á höfði og hreyfði hvoragt fyr en hann var kominn upp i rximið. Ósjálfrátt duttu mér í hug sögur af ferðamönnum er höfðu verið myrtir og stundum fundust löngu seinna í klettaskorumi eða holurn undir kjall'aragólfi. Báðir voru þeir horfnir um morguninn þegar eg vaknaði. Eg bað veitingakonuna að koma tösku minni með vagni sem von var á um kveldið og lagði á stað fót- gangandi- Eg gat ekki haft hug- ann af töskunni sem eg skildi eft- ir, því konan var í meira lagi ískyggileg. YFramh.J. Leikhúsin. WALKER. Anna Pavlowa, hin rússneska dans- mær, sem skáldin hafa ort um, mál- arar hafa tnálað og myndhöggvarar liafa mótað í leir, kemur nú í fyrsta skifti til Vestur Canada og leikur í Walker leikhúsinu á föstudaginn og Iaugardaginn í þessari viku og mat- inee á laugardag. Þótt hún fari um þvert landið frá hafi til hafs, leik- ur hún hvergi nema í Walke'r. í fylgd hennar er feikna stór hljóð- færaflokkur. — Á föstudagskvöldið leikur hún í Amarilla. Á laugar- daginn, “matinee”, leikur hún í “Tappen-Fee” eða “Fairy Doll” og ýmislegt flfeira. Tjöldin eru eftir rússneska listamanninn Matislav Dobounghinsky.. DOMINION. “America’s Little Sweetheart”, Marv Pickford, heldur áhorfendun- um í Dominion leikhúsinu hugfangn- um næstu viku, því þá leikur hún í hinum “ágæta leik “Fanchon the Cricket”. Mary leikur hina óspiltu sveitastúlku, sem rís upp úr hatri og fyrirlitning sveitunga sinna og kemst alt upp á hæsta tind ástar sjálfsfórnar, er hún leggur líf sitt í hættu fyrir mann þann, er hún elsk- ar. ‘“Fanchon the Cricket" er fyrsta myndin, sem systkin Mary Pickfords hafa leikið, þau Lorette og Jack. Þessar myndir hafa aldrei áður v'erið sýndar í leikhúsum í Winnipeg. Æjttu því allir, sem unna “Maríu okkar”, og þeir eru margir, að nota sér tækifærið og sjá hana í Dominion næstu viku. PANTAGES. Sex ágætum leikjum eiga menn von á í Pantages næstu viku, ekki einum í senn heldur öllum sex við hverja sýningu. Efst á blaði er Þetta erum vér Tbe Coast Lumber Yards, Ltd. 185 Lombard Sl. Phone M■ 765. Þrjú yards Það kostar yður EKKERT að reyna Record áður en þér kaupib rjómaskilvindu. RECORD er einmitt skilvindan, sem bezt á vitS fyrir bændur, er hafa ekki fleiri en 6 KÝR I»eg;ar |>ér reyniíi þessa vél, munuS þér brátt sannfærast um, a« hún tekur öllum öörum fram af sömu stívrö og veröi. Ef þér notiÖ RECORD, fái« þér meira smjör, hún er auðveldari meðferöar, traustari, auöhreinsaöri og seld svo lágu veröi, aÖ aörir greta ekki eftir leikiÖ. SkrifiÖ eftir söluskilmálum og: öll* um upplýsingum, til The Swedish Canadian Sales Ltd. 234 Logan Avenue, Winnipegr. hann skilaði honum veskinu vant- aði 400 krónur, svo bóndi leitaði ásjár lögreglunnar. Slátrarinn var tekinn fastur og fimdust 300 kr. i vösum hans og fyrir rétti sann- aðist að stúlkan var konan hans og var alment kölluð “Krítarstryk”. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu, að eflaust hefði bóndinn ekki mist nema 300 krónur, hann hefði verið á drykkjuslarki heilan dag og hefði því auðvitað eitt 100 krónum. hinn óviðjafnanlegi söng og dans- leikur “Cupid’s Cafev; í ! honutu leika tólf manns og þar á meðal Hugh M. Smith og Horace Reyn- olds. “Cupid’s Cafe” hefir verið samið mitt á meðal vor í Calgary. Leikurinn hefir verið saminn af Karl Milligan ráðsmanni Pantagðs leik- þaðan. Láttu leirinn þorna. Geir var elsti maðurinn í þorp- inu. Hann samdi sig lítt að hátt- um og siðum yngri kynslóðarinn- ar og þó elskuðu hann allir. Hann hafði lært kurteisi og háttprýöi að fornu; margir tóku hann sér til fyrirmyndar þó fáum gengi vel að feta x fótspor) hans. Yngra fóikið í litla þorpinu kallaði hann afa, en þeir sem eldri voru köll- uðu hanri pabba. Einu sinni þegar Geir sat fyrir utan dyrnar á húsi sínu, bar þar að ungan mann, er var mjög reiði- legur á svip. Geir spurði hann hverju gremja hans sætti. Hann kvaðst vera á leiðinni heim til manns, sem hefði móðgað sig stórkostlega og ætlaði nú að láta hann biðja sig fyrirgefningar. “Drengur minn,” sagði Geir gamli. þótt.ham aS visu ætti tall ejn, sem haf8i or5 f rir hinum v,S ftillvaxinn mann farSu. aS; Honum |innir a]dreí E . raSum minum þo « se gam.lli|ki a morgnana h rjar hann 4«ý/ eg elska nSrnn gerSu þaS l.ka , fær vœr5 j en „m mi5næui 7 Það sem bu kallar moögfun er likt xt' •<. v • . « og leinnn; hun nkur x burtu ef j vel virtur> ; aSal tímariti sveita-og hun fær að þoma. Bxddu þanga* j ^^6™ málefni þessarar álfu, t.l ykkur er rannin reiðin, þa|a8 kvörtun hinna fátæku kvenn’ jafnast mxskhðm af sajlfu ser og ; leigubæIum stórborgarinnar, sé á fynrhafnarlaust. Ef þu h.ttxr gild*stu rökum ^ Q’ aö manninn a meðan þu ert í því ? • r * , , • , , a • , ,• , ! heilsu þjoðannnar se stofnað1 í skapi sem þu ert nuna, lendir alt L,■ , . ., , /' .. . 1 voða, eftir þvi sern timar hða, i rifnldi og djupið a millum ykk-!„,QJe < • , Á, , , „ - - - - v y rneð þeim latlausa havaða, sem nu Hávaði og heilsa Á fundi nokkrum í Philadelphia fyrir nokkram árum voru allmarg- ar konur, sem áttu ‘heirna í stór- um leiguhúsum, og xxnnu hart við fátækt og basl, spurðar að því, hvað þeim þætti þyngst, a f öllu því böli, sem þær ættu við að búa. Þær tóku ekki til drykkfeldni bænda sinna, eða bág húsakynni eða aðrar hvimleiðar fylgikonur fátæktarinnar, — heldur hávaða. “Hávaðinn fer með okkur,” sagði ar breikkar.” Hinn ungi riiaður sefaðist við orð Geirs gamla og fór hvergi. En áður en sól var sigin kom sá sem móðgað hafði piltinn og bað hann fyrirgefningar. Bóndinn og “krítarstrykið” Bóndi nokkur danskur kom kauptún sem oftar og hafði feng- ið sér í meira lagi netian í því. Þegar á daginn leið rakst hann á slátrara bxtð, heilsaði slátraranum gerist hvarvetna. Vxslndamenn segja, að enginn vafi sé á, að há- vaði hafi áhrif á heilsuna. Einn vel kendur læknir, sem sérstaklega hefir lagt fyrir sig að stunda eyrnaveiki, segir svo, að eyrna- sjúkdómum fjölgi, eftir því sem hávaðinn eykst, og muni heyrnin smátt og smátt veikjast hjá fólk- inu, sem elzt upp við hávaða, 1 kynslóð eftir kynslóð. Hainm seg- ir, að eyrað þurfi hvíldár með1', ekki síöur en augað dimmu. Það eru meir en 20 ár siðan því hæversklega og stúlku semi var hjá var ^a^ið fram af læknum, að af honum í búðinni. Þegar þeir hávaðanum stafaði það, hversu höfðu talast lítið eitt við og sagt brjalæði færi í vöxt. Gegn- hvor öðrum til nafns, kom það!um ^ skemst leið til heilans, upp úr kafinu, að þeir vora gaml-' sú áreynsla á taugamai, sem ir leikbræður. Slátrarinn bauð nú I hávaði veldur, verður þreytandi bónda heim til sín og sagði að j f ramkallar neurasthenia , eða stúlkan gæti vísað honum leið, tauSasDppleika. það væri vinnukona sín. Bóndi Sum rnikils metin lækninga lagði á stað með stúlkunni, en tímarit ráða læknum stöðugt til slátrarinn kom á eftir og gekk þess, að vinna á móti óþarfa há- fram á þau, Með því að bóndi reysti, er þau segja skaðlega fyr- þóttist hafa drukkið heldur miikið ir taugakerfið og heilsu við- um daginn, bað hann vin sinn fyr- kvæmra. Það virðist yfirleitt vera ir peninga veski sitt, en i því áttu skoðun lærðra manna, að háreysti að vera 709 krónur. En þegar sé skaðlegt fyrir heilsuna. Stærð No. 20 “Eg flyt betri hlut inn í Canada en áður Kefir þekst í landinu“ THE <iv^r Al J GUFU SUÐUVÉL og BÖKUNAROFN IDEAL’ MeS ‘•IT>EAIi" gufu suSuvél getiS þér sofjiS allan miSdegismatinn, frá súpu til eftirmatar, ásamt Bllu. sem þar er á milll, yfir einum eldi. á hvaSa eldavél sem vera skál; fariS í burtu: ekkert getur brunniS, skorpnaS, þornaS, gufaS upp eSa orSiS ofsoSiS. IDEAL GUPU SuSuvéi sparar meiri vinnu en nokkurt annaS áSur þekt á- I--------—---------- hald viS niðursuðu ávaxta og matjurta. j SkrifiS eftir verSlista og frekari upplýsingum. 287 Princess St. Winnipeg LOUIS McLAIN _________ UmboSsmenn fyrir Canada. rOLEDO COOKER CO., Toledo, Ohio, hinir elnu, er búa til “IDEAL” gufu suð-vélar. Klippið ör þenn- an miSa; hann er $1.00 virSi sem afborgun á Ideal suSuvél; gildir til 15. Júlí. — Oss vautar umhoðs- j mcnn í hverri ! borg. ■ *___________________________________________ AJú-* „ timbur, fjalviður af öllum ^yjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís- legri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. Ætíð glaðir aðsýna þó ekkert sé kéýpt. The Empire Sash & Door Co. -----------------— Limited --------------■--— HENRY AVE. EASt - WINNIPEG

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.