Lögberg - 24.06.1915, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚNl 1915.
Á vœngjum morgunroðans.
Eftir
LOUIS TRACY.
Iris losaöi sig úr.faSmi hans. Nú var hún feimin
þó gleSin fylti sál hennar.
“Svo þér elskiö mig?” sagöi hún lágt og óskýrt.
Augun tindruöu, hún var rjóS í andliti og munnur-
inn hálfopinn.
Hann dró hana aftur að sér og kysti hana blíð-
lega. Nú hafSi hann hrundið öllum -efa á brott.
Hann gilti einu hvaS framtiSin bar i skauti sínu —
hann átti hana og enginn annar; enginn mannlegur
máttur gat aðsk'ilið þau framar. Hanni varð frá sér
numinn af hinum skæra dýröarljóma er honum fanst
fylla sál sína. Ást hennar hafðí gefið' honum styrk
Goliats og staðfestu Davíðs. Hann var í engum vafa
um, að honum tækist að frelsa hana úr hættunum
sem umkringdu þau. Sá ræningi var enn ekki fædd-
ur. er væri þess megnugur að hrífa hana frá honumi.
Hann lagaði lokk í hárinu á höföi hennar og
strauk hlýlega á henni kinnina, þótt höndi hans væri
óhrein, útitekin og hörð. Sannfæringin um það, aö
hanu átti þessa inndælu konu heillaði hann. Hann
trúði1 varla augum sínum og eyrum er hann sá Iris
hvíla sér við brjóst og hjala um sin hjartans mál eins
og bam.
“En eg vissi þaö, eg vissi þáð,” sagöi hún í
hálfum hljóðum. “Þér voruð ekki eins varkárir og
þér héldúð aSi þér væruð; þér komuö upp um yður.
;Þér skrifuöuö mér leyndannálið og þó þér segðuö
mér það ekki, þá fann eg orð yðar á sandinum og
hefi geymt þau sem næst hjarta mínu.”
HvaSa kvennamas var þetta? Hann hélt henni
svo langt frá sér, að hann gæti sem bezt horft i aug-
un á henni.
“Það er satt, alveg satt,” sagöi hún og dró nistiöi
út úr barmi sínum. “ÞekkiS þér ekki rithönd yöar,
eða voruö þér ekki alveg vissir um aö þér í raun og
veru elskuðuð mjg?”
Elsku, góði! Nú loksins mátti hún segja þessi
indælu orð og hún hugsaði sér að hún sk>'ldi nota
sér það. Þau handléku bréfsneplana og skoöuöu þá.
Þarna var þaö aftur — “Eg elska yöur” — tvítekið.
Hún sagöi honum! með ákafa, en roSnaöi þó dálítið
utn leið, hvernig hún, af tilviljun, hafði séS nafn sitt
á einum miöanum. Það var ekki rangt gert af henni,
eða var þaö það, að taka upp þennan pappírssnepil,
eða hina aöra, sem hún gat ekki komist hjá aö' sjá
og sögöu henni sannleikann svo ljóst og afdráttar-
laust? Rangt! Það var svo rétt og sjálfsagt, aöi
hann varö aö kyssa, hana aftur til að fullvissa hana
enn betuú um þá sannfæring sína.
Slíkar gælur og ástaratlot virðast fjarstæða, þeg-
ar þess er gætt, aö þau kúröu undir segldúk á kletta-
þrepi og á næstu grösum voro ótal blóöþyrstirl ræn-
ingjar, sem.sátu um líf þeirra. Oss virðist bezt viö
eiga að ástaæfintýri fari fram í laufríkum skógum,
blómþöktum göröum eða tjölduöum stofum. En þaö
veit sá sem alt veit, áö menn og konur hafa elskast
og sýnt hvert öðro ástaratlot og gera það sjálfsagt
eins lengi og heimur stendur, án þess að skeyta umi
staö né stund.
Eftir ofurlitla stund hélt Iris áframi;
“Roiært — nú verð eg að fá að segja Robert og
“þú” — nei, hei, lofaðu mér að tala, nú, jæja, elsku
Robert. nú gildir mig einu hvernig veltist. ÞaS hef-
ir liklega verið illa gert og heimskulegt af mér aö
tala eins og eg gerði áður en — áður en þú kallaðir
mig Iris. En segðu mér eitt og segðu mér þaö strax
— hvers vegna kallaðiröu mig Iris?”
“Þú getur fengið skírnarvottana »til að ráða þá
gátu.”
“Vertu nú ekki með þessar vífilengjur. Hvers
vegna gerðiröu þaö?”
“Af því eg gat ekki stilt rhig um það. . Það hrökk
út úr mér án þess eg vissi af því.”
“Hve lengi hefirðu hugsað um mig með) því
nafni? Hve lengi hefirðu hugsað um mig sem Iris
þina?” i
“Ávalt síðan eg sannfærðist um að einhversstað-
ar í veröldinni væri kona sem eg gæti elskað og elsk-
að gæti mig aftur á móti.”
“En einu sinni hélztu að sú kona héti Elizabeth?”
“ÞaS voru blekkingar og hyllingar. Þess vegna
voru þeir sem gáfu þér nafn svo vitrir.”
Nú varð stundarþögn. Þau urðu rólegri og stilt-
ari. Það var orðiS svo bersýnilegt að þau elskuSk.ist,
að þau urðu að bera lotning fyrir ást sinn!. Ef til
vill varð Iris fyrri til aö taka eftir þessu.
“Fyrst eg get ekki fengið þig til að tala með
skynsemi,” sagði hún, “þá verð eg að reyna að vekja
meðaumkum þína. Eg er svo svöng og svo þyrst.”
Hún hafði varla boröað nokkurn bita um mið-
daginn. Þá var hún svo hugsjúk og kviöafull. Nú
hafði vaknað ný von í brjósti hennar, ný tilvero þrá.
Uvort sem hún átti aö lifa hálfa stund eða hálfa öld,
Lögbenjs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ
AÐ GERAST KAUPANDI AÐ
BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI
þá ætlaði hún aldrei, aldrei að yfirgefa hann og auð-
vitað mundi hann aldrei, aldrei skiljast við hana.
Sumt er ó’hugsanlegt að fyrir geti komiS og þar á
meöal var það, aö þau gætu nokkurn tíma skilist að.
Jenks kom með kex, dós af niöursoönu keti og
kampavínsbollann.
“ÞaS er aS vísu farið að dofna,” sagði hann og
rétti henni drykkinn, “en annars er finið i sjálfu sér
svo gott, að skál þín væri drekkandi í því.”
Henni fanst hún aldrei áöur hafa tekið eftir því,
hve bros hans var töfrandi.
“Eg er alveg aö kafpa af hita,” sagöi hún. “Þessi
heitu föt —”
Hún þagnaði skyndilega. Þetta var í fyrsta
skiftiS sem hún mundi eftir hvers konar fötum hún
var í síSan hún var “Miss Deane” og hann “Mr
Jenks.”
“Það eru ekki fötin sem þjá þig; þú kvelst af
loftleysi,” sagði sjómaðurinn. “LoftiS er hreyfing-
arlaust undir seglinu, en viö veröurn að' sætta okkur
við það til sólarlags. En — hvaö er þetta?”
Það; var eins og létt högg væri bariS á seglið
yfir höfSum þeirra. Iris kvaðst hafa heyrt þetta
þrisvar eSa fjórum sinnum, en hefði haldiS1 aS þaS
stafaði af vindblæ, sem hreyft hafS'i seglið.
Jenks haföi veriö svo varkár, að gægjast einstöku
sinnum. út undan tjaldskörinni, en ekkert séð til
ræningjanna. Hann taldi sér trú um, að meira en
lítið mundi þurfa til að þeir hættu sér i skotmál áöur
en skygði.
Þau biðu og hlustuðu þegjandi. En þá var
klappað á tjaldið á öðrum staS en áður. Þeim virt-
ist báöúim sem eitthvað hefði falliö á skýli þeirra.
“Viö skulum sjá hvað um er a$ vera,” sagði sjó-
maðurinn. Hann, skreið út undan skörinni og komi
eftur með tvær smáörvar í hendinni.
“Þaö stóðu sjö örvar í tjaldinu,” sagði hann.
“Þær sýnast ekki vera þættulegar. Þetta hefir ind-
verski vinur minn sjálfsagt átt við, þegar hann
varaði mig við trjánum til hægri handar.”
Hann sagði Iris ekki frá öllu sem Indverjinn
hafði sagt honum. Það var óþarft að hræða hana að
ástæðuliausu. A meSan þaú, voru aö skoða skot-
vopnið, kom enn þá ein neðan úr dalnum og festist
i þakinu.
Öroarskaftið var hér uro bil tiu þumlunga langt
°g gert úr harSviði. Við annan endann var fest hár-
beitt fiskbein og ekki vandlega gengið frá samskeyt-
unum. Iívorki yoru fjaðrir né strengskora á örinni.
Þetta virtist fremur vera xbarnaleikfang en vopn
þeirra manna sem gátu barizt með blýi og stáli.
. Jenks skildi ekki hvernig á því stóð, aö þeír
skyldu hafa þetta leikfang meS höndum. Eflaust
höfðu þeir tröllatrú á því; að öðrum kosti mundu
þeir ekki hætta sér úr fylgsnum sínum til aS skjóta
þvi upp á pallinn.
“En hvernig skjóta þeir þessum örvum?” spuröi
lris. “Kasta þeir þeim?”
“Eg skal segja þér þaö bráöum,” svaraði hann
og þreif byssul sína.
i “Farðu ekki strax út,” sagöi hún í bænarrómi.
“Þeir geta ekki grandað okkur. ViS fræöumst kann-
ske, meira með því að bíöa. Þessi örvahríði stendur
ekki í allan dag.”
En þá kom ör í bogadreginni línu; hún hitti ekki
tjaldið en lenti fáum þumlungum frá hendinni á
stúlkimni. Hún tók hana upp. Oddurinn haföi
brotnað er örin lenti á pallinum.
Iris leitaði að brotinu og fann það.
“Sko,” sagði hún. “Það er eins og oddinum hafi
veriS difiS í eitthvað. Hann er meö öðrum lit.” 1
Brúnirnar á Jenks sigu. Gamlar sögur komu
fram í huga hans. Nú skildi hann hvernig á örvun-
unt stóð.
“FTeygðu örvaroddinum,” hrópaði hann.. “Fljótt!”
Iris horfði á hánn undrandi en hlýddi þó strax.
Jenks helti svo sem munnsopa af kampavíni í dæld
í pallinum og stakk örvaroddi niður í pollinn. Eftir
örfá augnablik varð vinið grænleitt, en beinið hvítt.
Þá sá hann hvers kyns var.
“Þetta eru eitraöar örvar,” sagði hann, “og er
skotið með loftbyssum. Eg hefi aldrei séð þær áður,
en oft lesiði um þær. Bambursstengurnar sem ræn-
ingjarmr báru um herðar sér, eru áhöldin sem þeim
er skotið meö. Beinununt hefir verið difið í eitraS-
an vökva, sero fæst úr “upas” trénu (eitur-tré).
Elsku Iris, ef einhver örin hefði rispað þig, þá hefðu
dagar þinir verið taldir.”
Hún fölnaöi er hún heyröi þetta og færði sig
fjær. Örvarnar urðu að eiturslöngum i augum henn-
ar. Þótt höggormi hefði verið kastaö fyrir fætur
hennar, heföi hún ekki orðiö jafn hrædd, því hann
hefði hún mátt drepa og hann hefði ekki notað eitr-
ið til annars en verja sig meö.
Enn þá féll ör á tjaldiö. Þaö var auðséS að
ræningjarnir ætluöu ekki að láta staðar numið fyr
en fæir hæföu skotmarkiS.
Jenks var að velta því fyrir sér, hvort betra
mundi fyrir þau að hreyfa sig og láta ræningjana
halda að þeirn heföi tekist að særa þau ólæknandi sáti,
eða bíða þangaS til næsta ör félli, hlaupa þá út og
reyna að skakka leikinn með byssukúlum.
Hann afréð að bíða. Flann langaði til að skjótaf'
óvinunum skelk í bringu, færa þeim neim sannmn
um aS hann væri við öllu búinn og gæti goldið þeim
“rauðan belg fyrir gráan.”
Iris félst ekki á þessa ráðagerö hans. En Jenks
vas í svo mkilum vígahug, að hún varð aöl beygja sig
fyrir vilja hans. öldur ástarinnar uröu að brotna á
skeri nauðsynjanna.
Hann þurfti ekki lengi að bíða. Enn féll ör og
hann hljóþl fram á pallbrún. Hann gægðist fram á
milli stráanna. Þrír ræningjar voru niðri á sléttunni.
en sá fjórði sat upp á trjágrein. Hver þeirra haföi
sína loftbyssu. Sá sem á greininni sat var að stinga
ör inn í pípu sína. Hinir horföu á hann.
Jenks miöaði byssu sinni. hlevpti af skoti og sá
sem; á greininni sat steyptist á höfuöið niöur af
greininni og í sama bili féll einn af félögum hans.
Einn hljóp inn í skóginn en sá fjórðl rasaöi um
reyrpipu sína og kúla reif stykki úr höfðinu' á hon-
um. Því næst skaut Jenks á hverja bambursstöng
er hann sá. þar til alfar voru brotnar. Iris var föl
og( óttaslegin er hann kom aftur til hennar. :
“Hér eftir verður ekki mörgum eitruðum örvum
skotið á Regnboga eyju.” sagði hann og var glaöur
í bragSi.
En Irís yar annars hugar og áhyggjufull.
“ÞaS er hörmulegt,” sagöi hún, “að viö verðum
að kaupa líf okkar með því aö svifta aðra menn Hfi.
Getum viö ekki boSið þeim neitt, ekki lofað þeim
einhverju svo aö’ þeir hættu umsátinni?”
“Alls engp. Þeir ero aldir upp við það, aö níö-
ast á náunga sínum. Eg tek heldur ekki nær mér að
skjóta þá en að skjóta leirdúfur, eða óðan hund.”
“En, elsku Robert, hve lengi geturh við varist?”
; “Nú er gaman að heyra til þín! Ertu strax orðin
leiS á mér?”
Hann var aö .reyna aö beina hugsunum hennar
frá þessu atriöi, því tvisvar haföi hún int aö þessu
síöasta klukkutímann. Hún skildi hvað hann fór,
svaraði engu, en leit til hans og brosti íbyggilega.
Jenks settist því við hlið hennar og tók aö íhuga
ástæður þeirra. Hann ásetti sér að leyna hana engu.
Ef þeim tókst ekki að ná vatni um nóttina, ef ræn-
ingjarnir lintu ekki umsátinni næsta dag, var útlitiS
slæmt; en þau gátu samt komist lífs af. Bezt aö
fela alt vísdómi guðs á vald.
Hún fann að hann vár ófús til aö tala mikiS um
hvernig baráttu þeirra kynni að Ijúka. En hún hélt
áfram að tala um þau efni og sýndi nreö þvi aö hún
var þrálát eins og margar aðrar Evu dætur.
“Robert!” hvíslði hún. “Þú lætur mig aldrei
falla í hendur ræningjahöfSingjans; ætlarðu að
gera það ?”
“Ekki á meðan eg lifi.”
“Þú verSnr að lifa. SkilurSu það? Eg bauöst
til að faræ með þeini til að frelsa þig, En eg mundi
hafa dáiÖ— eg hefði sjálf tekið af mér lífið. Robert.
elsku Robert, mundu það, aö eg verð að deyja á
undan þér.”
Hann laut niður og var gagntekinn af örvæntingu.
Orð hennar hljómuðu einsi og líksöngslag yfir hinni
nýfæddu ást. Honum virtist þau vera sem dropi í
hinul mikla fljóti lífsins — fljótinu sem hafði runn-
ið frá eilífð og átti að renna til eilífSar. Tvær veik-
ait bólur flutu á fljótinu, einn dag, eitt ár eða einn
áratug og léku sér í sólskininu; þá brustu þær. Stóö
ekki á sama hvernig þær hnigu, hvort þær féllu fyrir
sverðseggjum eöa ' langvinnum sjúkdómum? Þær
hurfu — hurfu aftur niSur í hyldýpiö) — og aðrar
komu í þeirra stað .skreyttar öllum regnbogans Hturo,
en jafn veikbygöar. Hættan sem yfir voföi og al-
vörutal stúlkunnar knúSu fram þessar döpru hug-
leiðingar. (
“Iris,” sagði hann alvarlega og innilega, “hvað
sem fyrír kann aö koma, nema ef eg hníg örendur
niður við fætur þína, þá lofa/eg þér því, aS viö
skulum verða samferða yfir landamærin. Lendi
hegningin á mér, ef viö höfurn valið röngu leiÖina.
Og nú,” bætti hann viS með áherzlu, “nú skulum
við hætta aö tala um líkklefann. Eg kannast ekki
við að eg sé kominn þangað, fyr en hurðin lokast að
baki mér. Og þú verður að fara að orðum minum.”
ÞaS var sem fjör og lifsþrpttur streymdi úr frá
honum. Iris brosti aftur.
“Þú ættir líka aö muna þaöi,” hélt hann áfram,
“aö tuttugu og einn er fallinn af liði ræningjanna,
en við höfuirí engan mist.”
“Bölsýnismenn mundu ekki kalla það mikinn
sigur.”
“Þeir eru léttvægir heimildarmenn. Þeir vita
ekkert um þaö sem hér er aö gerast.”
“FaSir minn sagði stundum á þingi, að þeir sem
vissu minst töluðu oft bezt. Höfuöið á sumum verð-
ur of þungt af sannleiksatriöum.” y
Nú töluðu þau saman meö svo miklu fjöri og létu
svo mörg gamanyrð'i fjúka, aS enginn mundi hafa
trúað því, að þau hefðu verið aS enda við aö komia
sér saman um hvað gera skyldi, ef ræningjarnir bæru
hærra hlút. Engilsaxar eru’ gæddir því þreki, aö
geta tekið hönnungum og dauða með jafnaðargeði og
ró. KvíSi getur gripið þá er þeir liugsa til þess, aö
eiga aðl skilja við ástvini sína í síðasta sinn. En
hann hefir ekki tök á þeim til lengdar. Þeir kunna
aS! déyja eins og hetjum sæmir.
Sólin hné til viðar, og stjörnurnar gægðust fram
á dökkblárri himinhvelfingunni. Maöurinn og kon-
an biöu meö þolinmæði eftir dómi örlaganna.
ÁSur en dagsljósiö dó tók Jenks alla örvarodd-
ana og muldi þá undir hælnum. Fegin hefðu þau
Iris dregiöi sig út úr skýlinu þegar svöl kvöldgolan
tök að leika' um láð og lög; en þau máttu ekki láta
sér koma til hugar aS framkvæma það. Nokkrar
stundir hlutu að liða áður en tunglið1 kom upp og ef
óvinirnir kærðu sig um að nota þann tíma til aö
áreita þau meö örvum, varð segliö að vera brynja
þeirra og skjöldur.
Sjómaðurinn starði fast og lengi á brunninn.
Brunnfata þeirra lá á bakkanum. Honum’ datt í
hug að reyna að ná vatni. tlann þurfti að læðast
örfá skref eftir sléttunni; það var hættuspil. En á
tveim minútuni mundi hann geta náö í vatn sem héldi
í þeim Kfinu i marga daga.
-ÞaÖ var hættulitið að fara niður bergið. Skömmu
eftir sólarlag var þaö hjúpað svarta myrkri, því
rökkrið er stutt í hitabeltinu. Hættulegast var aö
fara tvisvar yfir hvitan sandinn, ef ræningjamir
lægju í leyni á bak við kofann eða í skóginumi
Hann áleit sig ekki meiri mann en hann var.
Hann vissi, að hingað til hafSi hann gengið sigri
hrósandi af hófminum, vegna þess aö byssa hans
var betri en þeirra. Ef hann átti aö mæta stórum
hóp á sléttlendi í návígi, var honum dauðinn vís.
Ef Iris hefði ekki verið við hliö hans mundi hann
ekki hafa látiÖ sér hættuna fyrir brjósti brenna.
Hann gat ekki farið þessa glæfra för, án þess aö
ráðfæra sig við hana. Hann sagði henni því hvað
honum hafði hugsast að gera, en hún tók því fjarri
að hann reyndi það.
“Það getur vel skeð, að Indverjinn geti hjálpað
okkur,” sagöi hún. “En hvernig sero það tekst, þá
skulum við aö( minsta kosti bíða þangaö til tunglið
kernur upp. Þetta er skuggalegasti tíminn. Viö
viturn ekki hvað fyrir lcann að koma þangað til
tunglið kemur upp.”
Hún hafði varla slept orðinu þegar skothríö dundi
yfir þau, frá hægri fylkingararmi óvinanna. Hver
einasta kúla flaug mörgum fetum fyrir ofan höfuöin
á þeim; það er annars alkunnugt, að þegar skotið er
til marks í myrkri, hættir mörgum til að miða of
hátt. En þegar kúlurnar hittu bergið, sem var mjög
málroi blandað, flugu neistar í allar áttir. Sá Jenks,
aö óvinir hans mundu af því geta ráöið, hve fjarri
fór markinu. Hann skipaði Iris að hnipra sig inn
í hornið, þar sem hættan var lítil eða engin. Svo
tók hann byssu og lagði hana í þær tréskorður, er
hann hafði til þess ætlað, ef áhlaup, yrði gert úr
þessari átt og skaut þrem skotum á bergsnösinu, and-
spænis, en þar virtust óvinirnir hafa valið sérl vígi.
Ein kúlan að minsta kosti náði því marki er henni
var ætiað. Hann heyrði undrunar hróp og kvalavein
og næsta skothríö kom neöan frá láglendinu. Þau
skot gátu ekki grandað pallbúum, en hann lét skot
hríðina dynja á hópinn, ef ske kynni a5 Tionum með
því móti gæti tekist að tvístra þeim og hræöa, því
ekkert er auSveldara en að skjóta fram hjá marki i
myrkri. Jenks þóttist verðai þess áskynja, aö bloss-
amir úr byssu hans leiöbeindu ræningjunumi, því aö
nú flugu kúlurnar rétt viö eyrun á honuro og í sama
bili hófst skothríS frá bergsnösinni af nýju.
Allar tilríunir hans til að hrekja þá þaðan mis-
hepnuöust. Kúlum rigndi nú niður á pallinn; suroar
lentu í forða þeirra og skemdu hann og rifu seglið
og Iris gat jafnvel verið hætta búin.
Þaði var engin furða þótt honum tækist ekki að
hrekja þá af snösinni. Þeir lágu auðvitaS á bak viö
nibbur og steina, svb þaS var hreinasta tilviljun ef
honum tækist að hitta nokkurn þeirra, jafnvel þó
bjart hefði veriö. En hann varð. aö hrekja þá þaö-
an. Að öðrum kosti gat þetta næturáhlaup orðið
hættulégra en hann hafði búist við.
. “Líöur þér vel, Iris?” kallaöi hann.
“Já, góS5,” svaraði hún.
“Breiddu vel yfir þig dálitla stund, einkum höf-
uSiö og herðarnar. Þeir skulu fá aö hætta þessum
gauragangi. Þeir hafa fundið á okkur veika blett-
inn, en eg get gabbaö þá og tafið fyrir þeim.’’
Hún spuröi ekki hvað 115.1111 ætlaðist fyrir. Hann
heyrði skrjáfa í seglinu þegar hún dró það upp yfir
heröarnar. Jafnskjótt lét hann stigann síga niöur af
brúninni og tók sjálfur að fara niöur eftir stiganum.
Hann haföi marghleypu eina vopna. Svo var dirnt,
aö óvinirnir sáu hann ekki. Þegar ’hann kom niöur
hikaði hann við og hlustaði. Ekkert hljóð heyrðist
nema skothljóSin sem kváðu viö í tvö hundruS og
fimmtíu feta fjarlægð. Hann vafði stigann upp svo
endinn var tvö fet frá jörSu. Því næst skreið hann
hljóðíega meö fram berginu svo sem tuttugu faðrna.
Hann nam staðar hjá litlu tré og beygöíi sig til aö
ná einhverju sem var grafið niSur við rætur þess.
N!ú heyrði hann hljóðskraf ræningjanna og hann gat
greint nokkra þeirra, þá sem lágu í sandinitim. Af
því gat hann ráðið hve hættulegt væri fyrir hann að
reyna aö komast aö brunninum. Þeir hlutu aö sjá
hann óðara en hann hætti sér út úr skugganum næst
berginu. Hann hélt nokkrum sekúndum lengur
kyrru fyrir en hann liefði þurft, því honum var for-
vitni á að reyna að fræöast Htils ‘háttar um aðstööú
óvinanna, ef unt væri.
Alköf skothriö rak hann á stað. Ilann flýtti sér
til baka sömu leið og hann hafði komlð. Iris var
einsömul á pallinum. Hann vissi ekki hvað fyrir
kynni aíT koma. Honum fanst hann hafa dvaliö of
lengi fjarri henni. Hann þráði að heyra rödd henn-
ar og vita með vissi, að öllu værf óhætt.
Honum brá mjög í brón er hann nálgaöist upp-
göngustaS’inn. Stiginn sveifl^Sist ofur lítið til. Ein-
hver var uppi í tröppunum. Hann hljóp til, þótt
hættulegt væri að láta mikið á sér bera og þreif í
endann á stiganum, sem haföi fallið niður viö hreyf-
inguna. Þegar hann steig i neðstu rimina sagði Iris
með öndina í hálsinum og rétt viö eyrað á honum:
“Robert, hvar ertu?”
“Hérna!” kallaði hann. { sania bili hné hún í
fangið á honum.
Hróp og köll kváðu nú við frá húsinu og víðs-
vegar að frá sléttunni. Ræningjarnir höfSú oröið
þeirra varir.
“Upp!” hvíslaöi hann. “Flýttu þér eins og þú
getur, en haltu þér samt fast. Dauðinn er vís ef þú
dettur. Upp!” .
“Ekki án þín!”
“Upþ, i guðs bænum faröu upp! Eg kem á hæl-
ununi á þér.”
Hún lagði á stað upp stigann. Hann tók langa
taug sem hann hafði haldið á milli tannanna, út úr
sér, dró hana lítið eitt til sín og lagði samtímis á
stað upp eftir stiganum. Þegar hann var kominn hér
um bil tiu fet frá jörðu, stríkkaði á bandinu. Tveir
ræningjar komu, hlaupandi frá húsinu og æptu sem
óðir væru.
“Haltu áfraVn,” sagöi hann viö Iris. “Láttu þér
ekki bregðia hvað sem á’ gengur. Eg er á hælunum
á þér.”
“Mér er borgið,” sagði hún og stóð á öndinni.
Jenks þreif skambyssu sína annari hendi, en hélt
sér meS hinni, snéri sér við til hálfs í stiganum og
skaut að ræningjunum tveimur, sem nú voru rétt
komnir að stiganum. Þeir stönsuðu er skotið reið af.
Hann vissi ekki og lét sér í léttu rúmi liggja, hvort
hann haföi sært þá eða ekki. Þeir urðu hræddir og
það var nóg. Stór hópur ræningja kom hlaupandi;
þeir höfðu heyrí óp og köll þeirra sem næstir voru.
IVJARKET | j OTEL
ViB sölutorgið og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi; P. O’CONNELL.
Vinna fyrir 60 menn
Sextlu marms geta fengiS aígang
a6 læra rakaraiSn undir eins. Til
þess að verSa fullnuma þarf aiS ein»
8 vikur. Ahöld ókeypis og kaup
borgað meSan vferitS er a8 læra. Nem-
endur fá staSi aS enduðu námi fyrlr
$15 til $20 á víku. Vér höfum hundr-
u8 af stöSum þar sem þér geti8 byrj-
a8 á eigin reikning'. Eftirspurn eftir
rökurum er æfinlega mikil. SkrifiB
eftir ökeypis lista e8a komi8 ef þér
eigiS hægt me8. Til þess a8 verBa
góSir rakarar verSi8 þér a8 skrifast
út frá AlþjóSa rakarafélagt..„.
International Barber College
Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan
vi8 Main St„ Winnipeg.
J. c. MacKinnon
ELECTRICAL CONTRACTOR
Sher. 3019 588 Sherbrooke St.
Sumarið—og
I merkur- eða pottflöskum, hjá
vínsölum eða beint frá
í L. Drewry, Ltd.
Winnipeg
Isabel Cleaning& Pressing
Establishment
J. W. QUINN, cígandi '
Kunna manna bezt að fara
með
Loðskinnaföt
Viðgerðir og breyt-
ingar á fatnaði.
Garry 1098 83 isabel St.
horni McDermot
Umboðsmenn Lögbergs.
J. A. Vopni, Harlington, Man.
Ólafur Einarsson, Milton, N.D.
K. §. Askdal, Minneota, Minn.
J. S. Wium, Upham, N.D.
G. V. Leifur, Pembina.
J. S. Bergmann, Garðar, N.D.
Jón Pétursson, Gimli, Man.
S. S. Anderson, Kandahar, Sask.
Jón Ólafsson, Leslie, Sask.
A. A. Johnson, Mozart Sask.
S. Loptsson, Churchbridge, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, Sask.
Paul Bjarnason, Wynyard, Sask.
J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask.
C. Paulson, Tantallon, Sask.
Olg. Friðriksson, Glenboro.
Albert Oliver, Brú P.°., Man.
Joseph Davidson, Baldur, Man.
Ragnar Smith, Brandon, Man.
• D. Valdimarsson, Wild Oak, Man.
Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man.
S. Einarsson, Lundar, Man.
Kr. Pétursson, Siglunes, Man.
01. Johnson, Winnipegosis, Man.
A. J. Skagfeld, Hove, Man.
Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D.
O. Sigurðsson, Burnt Lake Alta.
Sig. Mýrdal, Victoria, B. C.
Th. Simonarson, Blaine, JVash.
S. J. Mýrdal, Point Roberts.