Lögberg - 15.07.1915, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚLI 1915.
Á vœngjum morgunroðans.
Eftir
LOLIS TRACY.
Taung S’Ale liaföi skift um föt, svo Jenks þekti
hann ekki þegar hann kom fyrst auga á hann. Reyk-
urinn var minni þogar niöur kom. Hann sá aö
nokkrir sjómenn voru komhir á land.
“Hafið augun hjá ykkur!” hrópaði hann. “Ef
nokkur ræningi hreyfir sig, þá rotið hann tafarlaust.”
En höfðingi ræningjanna var úr sögunni; nú var
ekkert aS óttast. 4
Brezkur liSsforingi stóS við stigann þegar þau
komu niSur og sagSi:
“‘ÞaS lítur út fyrir aS viS höfum komiS þegar
mest reiS á. Ekki vænti eg aS þiS hafiS veriS á
Sirdar?”
“ViS erum þau; einu sem af komumst.”
“Að eins þið tvö ”
“Já. Þessari konu, Miss Iris Deane, og mér
skolaði á land.
“Miss Deane! Er þaS mögulegt? ÞaS gleSur
mig. Sir Arthur Deane er meS okkur á Orient!”
“Orientf’
Iris vissi varla hvaS hún átti af sér aS gera, hún
sá hina snotru einkennisbúninga og glaSlegu andlit
ensku* sjómannanna og henni fanst svo nýstárlegt að
heyra móSurmál sitt á vörum annara en elskhuga
síns, að henni fanst hún vera komin í nýja veröld.
“Já,” sagSi foringinn og brosti. “ÞaS liggur
þama skamt undan landi.”
Iris fanst hún ekki skilja neitt í því sem fram
fórj hún snéri sér aS Robert:
“HeyrirSu þaS? Hann segir aS faSir minn sé á
næstu grösum. Fylgdu mér til hans.”
“Þess þarf ekki meS,” sagði HBsforinginn. “Hann
er á leið til lands. Hann ætlaði aS koma meS okkur,
en skipstjórinn aftók það, því viS sáum aB óeirS var
á landi.”
■ Foringinn hafSi rétt aS mæla. Þ.ótt Iris vöknaði
um augu af gleði, þá sá hún samt að gráhærður öld-
ungur sat við hliðina á foringja í einkennisbúningi í
skutnum. Báturinn var á leiS til lands. Innan fimm
mínútna átti hún von á að hitta föBur sinn.
“Viltu gera svo vel aS segja mér hvað þú heitir?”
spurSi foringinn.
“Eg heiti Anstruther—Robert Anstruther.”
Iris hélt í handlegginn á honum og tók vel eftir
svarimi.
Svo hann sagSi til hins rétta nafns síns. Hann
ætlaði að bjóða heiminum byrginn við hliS hennar.
Hún skotraSi ástþrungnum augum til hans um leið
og hún sagSi:
^Já, kafteinn Anstruther úr indverska hemum.
Ef hann vill ekki segja yður alt sem hann hefir gert,
þá spyrjið mig. Hann hefir aftur og aftur forSaS
mér frá bráBum bana og barist einsamall við áttatiu
lævisa óvini.”
Foringinn kærði sig ekki úm áð láta hana telja
upp fleiri af afreksverkum Roberts. Hann andvarp-
aSi, Sjómenn andvarpa jafnan þegar þeir sjá fall-
egar stúlkur og lesa má á brjósti þeirra og bakf og
úr hverri hreyfing þeirra, orði og augnatilliti skín
þetta eina orð: “TrúlofuS!”
En þessi sjómaður gat verið mjög kurteis,
“Mr. Anstrather virðist hafa lokið viS verkið;
það er ekki mikið eftir fyrir okkur aS gera, Miss
Deane,” sagði hann. “Get^ menn mínir orðið aS
nokkm liSi?” bætti hann við og snéri sér aS Robert.
“Eg held aS gott væri aS draga þangiS af eldin-
um svo reykurinn minki. Ekkert væri heldur á móti
því, aS senda nokkra menn norSur á eyna til að smala
þeim ræningjum saman sem uppi standa og reka þá
í greipar þeirra, sem séndir vom á land við syðri
víkina. Alir Ján, Indverjinn sem þama stendur,
getur vísað þeim leiS; hann er vinur okkar.”
ASkomumaSur rendi augunum um bergiS og tók
þegar eftir stigunum og hellinum. Hann kom einn-
ig auga á þá sem dauðir lágu eSa meSvitundarlausir.
Þeir sem gátu hreyft sig höfSu skriSið í burtu þegar
fyrsta kúlan sprakk.
“Hve lengi voruS þiS uppi á pallinum?” spurði
hann.
"Rúmar þrjátíu klukkustundir.”
“Það hefir veriS harður bardagi!”
“HarSari en nokkurn grunar,” sagði Anstruther.
“ViS höfum að minsta kosti séð fyrir fjömtíu af
hópnum.”
“Haldið þér að þér getiS tekið þá höndum sem
eftir eru, án þess aS fórna fleiri mannslífum?”
spurði Iris.
“ÞaS er undir þeim sjálfum komið, Miss Deane.
Menn mínir munu ekki eyða einu einasta skoti á þá,
ef þeir veita ekki mótstöðu.”
Robert horfði á bátinn sem var á leiSinni aS landi.
Enn þurfti að biða nokkrar mínútur áður en hann
kendi grunns.
“Má eg biðja þig að gera svo vel og segja mér
nafn þitt?” sagSi hann. j
Lögbergs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ
AÐ GERAST KAUPANDI AÐ
BLAÐINU. PANTIÐ STRAXl
“Playdon—Philip H. Playdon, undirforingi.”
“Veistu hvaða þjóð hefir helgaS sér þessa eyju?”
“Engin, eftir því sem eg írekast veit. Á landa-
bréfinu er hún talin “óbygð”.”
“Þá,” mælti Anstruther, “nefni eg þig Mr. Play-
don og alla aöra sem hér eru viðstaddir, til vftnis um
aS eg, Robert Anstruther, fyrrum( foringi í Indlands
her, lýsi yfir því fyrir hönd mína og Miss Iris Deane,
að viS höfum slegiS eign okkar á þessa eyju í nafni
hans hátignar Breta konungs, aS viS erum sameig-
endur hennar og krefjumst eignarréttar á öllu sem
finst í henni og á.”
Tilheyrendurna forðaði á þessum íormála. Iris
var sú eina sem hafði grun um hvar fiskur lægi
undir steini.
“Eg býst ekki við að neinn kæri sig um að hafa
hana af ykkur,” sagði foringinn alvarlega. Hann hélt
að einveran hefði lamað hann og hann væri ekki með
öllum mjalla, en þó virtist honum hann sjaldan hafa
séð mann sem bæri gleggri inerki þess, aS hann væri
með réttu ráöi.
“Þakka þér fyrir,” sagði Robert jafn rólega, þótt
honum meira en dytti í hug aB hlæja aö Pláydon.
“Þessi munnlega yfirlýsing verSur að nægja fyrst
um sinn. En þegar mér vinst tími til festi eg upp
skriflega tilkynning fyrir framan hellismunnann.”
Playdon hneigöi sig til samþykkis. Robert bjó
yfir einhverju sem komumönnum var ókunnugt um.
Playdon bauð nokkrum af mönnum sinum aS fylgja
Robert og Iris niöur að ströndinni, en bað Mir Jan
að koma með sér norður á eyna, samkvæmt ráðlegg-
ing Roberts.
Báturinn var nokkra faBma frá landi þegar þau
Robert komu niður á ströndina. Gamall maður sat
í skutnum og starði áhyggjufullum augum á land.
Þegar Iris kom auga á hann, hljóp hún niður'í fjör-
una og gætti þess ekki aS hún vöknaði í fæturna.
“Pabbi! Pappi!” hrópaði hún og teygöi fram báð-
ar hendurnar. “ÞekkirSu mig ekki, pabbi?”
Sir Arthur Deane starði á manninn og konuna
sem stóðu á ströndinni og því áhyggjufyllri varð
hann sem nær dró landi. Þetta var síðasta eyjan
sem hugsanlegt var að hyldi gimsteininn, sem hann
var að leita að. 1 margar vikur hafSi hann árang-
urslaust siglt um Kínverska hafið, leitaS í Borneo og
Java og ótal smærri eyjum.' En hvergi s/iust nein
merki þess, að Sirdar hefði boriS þar að landi.
Hvergi hafSi hann fundið neitt nema auön og
tómleik; honum fanst hafiS sem þögul gröf. Hann
hafði ekkij fundið svo mikiö sem bút af segli eða
bjarghring er beint gæti honum á leiS. Hver einasti
skipstjóri sem fór um Kinverska hafið vissi hvað
fyrir haföi komiS. Sirdar hafði farist í ofviðrinu
17. eSa 18. marz og enginn haföi komist af. Um þaS
var engum blööum að fletta. Skipsbátar gátu að
engui liöi komiS í þvíliku ofviðri.
ÞaS Vár óvinnandi verk, aS rannsaka hvert sand-
rif og hvern skógi vaxinn hólma í Kinverska hafinu.
Orient gat ekki annað gert en siglt með fram helztu
eyjum og spurst fyrir hjá sjómönnum og fiskimönn-
um. Nóttina áður en Orient kom til Regnboga
eyjar, hafSi þaS legiS undir einni af stærri eyjun-
um skamt fyrir sunnan. HafSi þá Malaji komið til
þeirra og sagí þeim, sjálfsagt í von um að fá þókn-
un fyrir, að skamt norður frá væri fitil eyja. Væri
þar mjög reimt og auk þess væru þar tvær hvítar
vofur, karlmaður og kvenmaSur. Hafði einn af
kunningjum hans, Taung S’Ali, komið þangaö af til-
viljun og mist mestan hluta liðs síns. En Taung
S’Ali væri hamslaus eftir stúlkunni. Nú heföi hann
farið þangað herferS, og strengt þess heit, að ná
stúlkunni eða falla að öBrum kosti. Reimt hefði
verjS á eynni i mörg ár. Faöir hans og afi heföu
komið þar og þakkað sínum sæla að komast þaðan
heilir á húfi og Taung S’Ali mundi aldrei komast
þaöan lifandi.
' Þegar þeir heyrSu þessa sögu, datt þeim strax í
hug aS þarna kynnu aS vera skipbrotsmenn frá
Evrópu, þó ekki væru þeir af Sirdar. En skpiiS
var á norðurleið og hlaut því að fara fram hjá eynni.
Léttu þeir akkerum í þaS mund, að þeir næðu þang-
aS skömmu eftir að dagur ljómaöi.
Þegar til eyjarinnar kom sáu þeir hvaS á seyöi
var og skökkuðu leikinn.
Sir Arthur Deane horfði fast á hjúin sem komu
meS hásetunum niður á ströndina; en hvorugt þeirra
gat verið dóttir hans. Hann hallaöist fram á hend-
ur sér og saknaðar tár stóðu í augum hans þegat
Iris kallaði: ,
“Pabbi, pabbi! ÞekkirSu mig ekki?”
Hann þaut á fætur, skjálfandi af gleðiblandinni
undrunT
“Já, elsku pabbi. ÞaS er eg, litla stelpan þín.
Hér er eg heil á húfi. Oh ,eg —” hún strauk úr
augunum með hnúunum — “eg sé þig ekki fyrir
tárum.”
Sjómennimir áttu fult í fangi meS aS halda Sir
Arthur í bátnum og báturinn ruggaði svo mikiö viS
umbrotin í gamla marminum, aö ein árin brotnaði.
Þegar báturinn kendi granns hljóp Sir Arthur
Deane á land og Iris flaug upp í fangiö á honum.
Sjómennimir hörfuSu frá og hópuðust í kringuin
Anstruther. Þótt hann svaraSi spaugi þeirra og
gamanyrðum og segði þeim ágrip af því sem á dag-
j ana hafði drifið, hafði hann augun stöðugt á mæð-
{ginunum. Honum fanst hann heyra hvert orð er
{ þeim fór á milli.
Eftir nokkra stund kallaði Iris:
“Robert, komdu hingaB.”
ÞaS1 var undarlegt að hún skyldi “þúa” hann og
kalla hann Rogert, en nota ekki ættarnafniS. Sir
Arthur Deane kunni þessu illa, jafnvel þótt hann
mætti ekki meS oröum lýsa fögnuði sínum yfir því,
aS hafa fundiö dóttur sína glaöa og heila heilsu.
Anstruther gekk til þeirra.
“Þetta er faðir minn”, sagSi hún og röddin titr-
aði af gleði. “Og, pabbi, þetta er Robert Anstruth-
er, yfirforingi. Honum á eg, næst guði, mest aS
þakka líf mitt. Hann hefir dögum oftar frelsaö mig
úr lífsháska siðan Sirdar strandaöi.
ÞaS átti ekki viS aS spyrja neins. Sir Arthur
Deane tók ofan hattinn og rétti fram hendina:
“Anstruther,” mælti hann. “Eg fæ aldrei full-
launað yður þann velgeming, að þér færið mér
dóttur mina lifandi. Og þér hafið gert meira en að
frelsa hana úr lífsháska; eg á yður mitt eigiS líf
aö launa. Eg hefði ekki afboriö það til lengdar að
sjá á bak dóttur minni.”
Robert rétti fram hendina.
“Eg held, Sir Arthur, að eg eigi ySur meira aS
þakka. Sumt er dýrmætara en svo, að það verði
mælt eða metið og þar á meðal er það, aS leiSa dótt-
ur ySar heilai heim. Sú hamingja hefir mér hlotn-
ast.”
GamJa manninum var svo mikiS niöri fyrir, aS
hann mátti ekki mæla. Robert snéri sér þvi að Iris
og mælti.
“Eg held að faðir þinn ætti að fara með þig út á
skip. Þar er kannske eitthvað af fötum, sem þú
getur farið í; þú þarft líka aS hvíla þig og fá eitt-
hvað aS boröa. Svo geturðu komiS aftur á land meS
Sir Arthur og þá- getumi viS sýnt honum1 eyna. Þú
getur stytt honum stundir með sögum þangaS til þið
komiS aftur.”
Sir Arthur tók strax eftir hvernig þau töluSust
viS. ÞaS var auðséö, aS þau voru meira en; kunn-
ingjar; þau voru elskendur. Robert og Iris höfðu
hvort í sínu lagi og áni þess að taka saman ráð sín,
ásett sér að reyna ekki aS hylja ást sina; það var
lítilsviröing á ást þeirra. En hvað gat Sir Arthur
Deane gert? Eins og nú stóð-á, gat hann ekki með
nokkru móti látiSi vanþókmm sína í ljós; þaB heföi
veriS ókurteisi. Honum hafði oröiS svo mikið um
aö hitta dóttur sína, aS hann gat ekki hugsaS skýrt.
En eitthvaS varS hann aS segja, þó honum fyndist
hugsanimar snúast og flækjast hver um aðra.
“ÞaS er heilla-ráS,” sagöi hann og geröi sér upp
kurteisi. Það er ekki óhugsandi aS lns gen funaiö
eitthvað skárra til að fara í en þessa fataræfla.
Gamall kunningi hennar er fika á skipinu. Lord
Ventnor er í förinni en bjóst -ekki viS að viS fynd-
um Iris á þessari úthafs eyju. Eg er viss um aS
honum þykir vænt um —”
BlóSiö steig Anstruther til höfuðsins, en Iris
greip fram í:
“Hvers vegna kom hann meS þér?”
Sir Arthur geröist alvarlegur en sagöi hlýlega:
“Hann bar sig lítiS betúr en eg, elsku bam.”
“Hvers vegna? hvers vegna?”
Iris var róleg. Henni fanst hún geta boSið öll-
um heiminum byrginn þegar hún vissi af Robert viS
hlið sér. Honum fanst -augnaráð dóttur sinnar
ganga i gegnum merg og bein. Þegar hún skildi
við hann síðast hafði hún veriö glöð og áhyggjulaus
eins og fiðrildi á fífli. Nú var hún orðin ráöin og
roskin kona. Hann valdi þá leiðina sem hann hélt
að væri greiðfærust, þótt hann mætti þessari óvæntu
mótstöðu.
“Það var ekki nema eölilegt að tilvonandi eig-
inmaöur þinn reyndi að finna þig, hvort sem þú
varst lífs eða liöin.”
“Tilvonandi—eiginmaSur—minn?”
“Það getur verið aS þér finnist ekki rétt að orða
þaö svo. En þú hlýtur þó að muna, að Lord
Ventnor —”
“Elsku pabbi,” sagði Iris alvarlega,” tilvonandi
eiginmaður minn stendur hérna! ViS hétum hvort
ööru trygðum þegar viS sáum ekki annaö fyrir en
opinn dauSann. ÞaS heit var staðfest fyrir augliti
drottins og hann hefir blessaS okkur. Lord Ventnor
hefi eg engu lofaS. Hann er auk þess vondur mað-
ur og á ekkert gott skiliS af mér. Ef þú að eins þekt-
ir 'hann, mundirtiu ekki nefna nöfn okkar saman
ESa heldur þú þaö, Robert?”
Sir Arthur vissi ekki hvaS til bragðs skyldi taka.
Fyrir fám mínútum haföi hann ekki ráöiö sér af
kæti yfin því að hafa heimt dóttur sína úr helju.
Nú varö hann annaöhvort aö láta kalla sig harð-
brjósta föSur eSa samþykkja ráðahag, sem honum
þótti ískyggilegur. Að vísu hafði maSurinn bjarg-
að lífi dottur hans, en að öðru leyti var hann svo
óálitlegur, að honum fanst ekki getaS komiö til
nokkurra mála aö gera hann aö tengdasyni 'sinum.
HvaS gat hann gert? HvaS gat hann sagt til aö
miðla málum?
Anstruther skildi betui; hugarstríö gamJa manns-
ins en Irs. Hann lagöi hendina hlýlega á öxl
stúlkvmnar.
“FariS að ráðum mínum, Sir Arthur, og þú lika,
Iris,” sagði hann. “Þetta er óhentugur tími til að
gera út um þessi mál. Eg skal fást viS Lord
Ventnor. Eg geri mig ánægöan meS aö leggja
dómsúrskurSinn í yöar hendur, Sir Arthur. Þér
munuð á sínum tíma fá að heyra allan sannleikann.
Far þú út á skip, Iris. Taktu á móti Lord Ventnor,
eins og þú mundir taka á móti vini. Eg veití aS þú
giftist honum aldrei. Eg þori að treysta þér.”
Þegar hann sagði þetta fór bros um varir hans.
“TrúiS þiSj mér, þiS getiö haft nóg a§ hugsa og
tala um í dag, þó þið minnist ekki á Lord Ventnor.”
“Eg er ySur mjög þakklátur,” sagSi barónninn
lágt, þó honum þætti súrt í brotiS. Hann var svo
veraldar vanur, aS hann vissi aS þetta var heilræði
og heilræöi var hann jafnan fús til aS þiggja, jafn
vel þó þau kæmu frá hrafni eSa tóu.
“Þettá mál er þá útkljáð aö sinni,” sagði Robert
brosandi. Hann vissi, aö gamli maðurinn skildi
ekkert í því sem var að gerast.
Þól Robert væri illa til fara og villimannslegur í
útliti, var eitthvað í atferli hans og tali, sem laSaði
og æsti Sir Arthur. Hann langaði því aö tala við |
hann enn um stund og beindi talinu i aðra átt.
“Hvemig stendur á því,” mælti hann. “aö þér
voruð á Sirdar? Eg hefi nöfn allra farþega og
skipsmanna; en nafn yöar er þai; ekki.”
“ViS því er ekki haldur að búast. Egj var bryti
á skipinu og kallaöi mig Robert Jenks.”
“Robert Jenks! Bryti!”
Lengi gat ilt versnað. Skipseiganda hefði ekki
brugðið meira þó engill af himni heföi birst honum.
“Já. Þaö' er nokkuð af sannleikanum sem eg
lofaði aS segja yður áður en lyki.”
Iris þótti nóg af slíku komiS.
“Komdu .pabbi,” sagði hún glaðlega. “Mér er
svo mikil forvitni á aö sjá hvaö mikiö þið hafiö af
kvenfatnaöi í skipinu. Eg hefi óbilandi trú á brezka
flotanum. En ef Orient, skip hans hátignar kon-
ungsins, hefir kvenfatnaS í búlka, þá ættu jafnvel
þeir vantrúuðu að sannfærast um yfirburði hans.”
Sir Arthur Deane félst á aS fylgja dóttur sinni út
á skip og hjálpaði henni upp í bátinn, þótt hún væri
miklu færari um að hjálpa honum. Þegar þau
voru sest niður, flaug báturinn á svipstundu fyrir
jöfnum og hröðum áratogum frá landi. .
Playdon var á stærð við Robert. Gerði hann
þjóni sínum boð og kom báturinn um hæl með hann
til lands. Þjónninn haföi með sér skrín fult af föt-
um. Innan fárra mínútna var Anstruther orðinn
nýr rrfaöur.
Hinum dauöu var, að boöi Roberts, kastað í lón-
ið, hinir særðu voru bornir inn í kofann svo skips-
læknirinn gæti búið um sár þeirra og Mir Jan var
látinn litaí á-þá sem uppi stóSu. Þegar hann hafði
alla talið, bæði lifandi og dauða. kvað hann engan
vanta.
Robert festi upp skriflega tilkynningu um þaö,
aS hann slæi eign sinni á eyna. Gátu skipsmenn síst
skiliö í hvemig á því stóð, að hann gerði það.
Anstruther varöist allra frétta er hann var spuröur
hvaS honum gengi til, en var því fjölorðari um bar-,
dagann. Einkum gaf hann þeim glögga hugmynd
um hugrekki og1 djörfung stúlkunnar er barist haföi
viö hlið hans .
Áheyrendurnir hlustuSu hugfangnir á sögu hans.
Þegar hann hafði lokið við aö segja frá helztu af-
reksverkum þeirra, sagði foringi þeirra er sendir
höfðu verið til að sökkva bátum ræningjanna:
“ViS þurfum ekki að klappa þér lof í lóía. ViS
öfundum þig meira en svo að viö fáum því meö
oröum lýst.”
“ÞaS geri eg að minsta kosti,” sagði einn í hópn-
umi. Hann var lágvaxinn, en þéttur á velli og hugöi
aS komast í sjóliösforingja stöðu, ef honum entist
aldúr til\þess. Hann var einn þeirra sem hafði séð
Iris.
Robert þagöi þangaö til hláturinn minkaöi.
“Eg var foringi í índverska hernum,” sagði hann,
“en fyrir sex mánuSum var eg dæmdur af herrétti
og rekinn úr hemum. Falsvitni lugu upp á mig
svívirðilegu broti, en eg vonast til aö eg geti sannað
sakleysi mitt áöur en lýkur. Nú sem stendur til-
heyri eg ekki hemum. Miss Deane kallaði ntig liös-
foringja í ógáti, Mr. Playdon.” 1
Þeim brá meira við þessar óvæntu fréttir en þó
kúla hefði sprungið viö hliSina á þeim, Dæmdur af
herrétti- Rekinn úr ‘hernum! Enginn sem ekki hef-
ir sjálfur veriS liösforingi skilur til hlýtar hve mikil
smán loðir við þann sem fyrir þessu verður.
Anstruther vissi glögt hvaö hann var að gera og
honum fanst hann ekki eiga erfitt meö það. Hann
vissi að sagan mundi verða hljóSbær jafnskjótt og
Lord Ventnor heyrði nafn hans. ÞaS hefði líka
veriö ódrengilegt að láta hina gestrisnu og kurteisu
brezku herforingja umgangast hann eins og jafn-
ingja sína, þar sem honum hafði veriö hrundið úr
flokki þeirra, þó með lygmn væri gert. Á meðan svo
stóð gat hann ekki talist lagsbróöir þeirra og hann
jyi'ARKET IJOTEL
ViB sölutorgiC og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Vinna fyrir 60 menn
Sextíu manns geta fengið aSgang
aS læra rakaraiSn undir eins. Tll
Þess aS verSa fullnuma þarf aS ein»
8 vikur. Ahöld ókeypis og kaup
borgaS meSan verlS er aS læra. Nem-
endur fá staSi aS enduSu námi fyrlr
$15 til $20 á viKu. Vér höfum hundr-
uS af stöSum þar sem þér getiB byrj-
aS á eigin reikning. Eftirspum eftlr
rökurum er æfinlega mlkil. SkrlfiB
eftir ökeypis llsta eSa komiS ef þér
eigiS hægt meS. Til þess aS verSa
góSir rakarar verSiS þér aS skrifast
út frá Alþjóða rakarafélagt.._.
International Barber College
Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan
viS Maln St., Wlnnlpeg.
V • » t 1 i t r-
K M •; ' ! ' L
í \j iiiU í I L
' n
AJ v L- r ■
J. C. MacKinnon
ELECTRICAL CONTRACTOR
Sher. 3019 588 Sherbrooke St.
Bjór sem vert er a<f biðja um og
bjór sem vert er að hafa á heimili
ávalt
Yfftrs
í merkur- eða pottflöskum, hjá
vínsölum eða beint frá
E. L. DREWRY, Ltd.
Winnipeg
Isabef CleaningS Pressing
Establishment
J. W. QUINN, eigandi
Kunna manna bezt að fara
með
Loðskinnaföt
Viðgerðir og breyt-
ingar á fatnaði.
Garry 1DS5 83 isabel St.
horni McDermot
Umboðsmenn Lögbergs.
hrylti viS aS villa þeim sýn. 1 /
Forínginn sem æöstur var í tigninni, varS, söknm
stööu sinnar, aö segja eitthvað.
“Þetta voru bölvaöar fréttir,” sagði hanrf hrana-
lega.
“Eg varö að segja ykkur sannleikann, gat hvorki
né vilcfi leyna honum.”
Hann brosti sakleysislega eins og barn, er hann
sá hvað hermönnunum varð mikiö um er þeir heyrSu
sögu hans. Hann hafði sjálfur verið foringi og vissi
að hann var fyrirlitlegur í augum þeirra og hann
mat þá meira fyrir; hermannshjarta þeirra var óspilt.
Þá kendi sárt í brjósti um Robert. Bersýnilega
var hann hverjum manni hughraustari og þraut-
betri, hógvær og lítillátur; en samkvæmt lögum
þeirra var hann samt af'hrak veraldar. Hann var
svo hreinskilinn og opinskár aö honum kom bersýni-
lega ekki til hugar aö segja hálfan sannleikann, þótt
hann meö því gæti unniS sér stbndar vinfengi eöa
viröingu á þann hátt. Hann talaöi ekki sem brota-
maBur, heldur sem sá, sem talar við þá sem hafa
veriö og eiga eftir aS verða stallbræöur hans og
jafningjar.
‘ Foringinn tók aftur til máls:
“Mér er óhætt að fullyrSa, að hver einasti maS-
ur á skipinu vorkennir þér. Því hvað sem þú kant
aS ’hafa gert fyrir þér, jafi\el þó þú kunnir aS vera
strokumaður og hafir flúið úr fangelsi undan rétt-
mætri hegningu, þá hljóta allir aS dáðst að snarræði
þínui og þreki og karlmensku er þú heiir sýnt síöan
þú komst til þessarar eyöieyju. Skylda okkar er
auðsæ. ViS flytjum þig, ásamt hinum, til Singapore.
Á leiðinni sting eg því sem þú/ hefir sagt okkur að
yfirforingjanum svo lítiö ber á. En við urngöng-
umst þig eins og jafningja okkar, að ^vo miklu leyti
sem því verður við' komiö.
i Þó enginn segði neitt, var auðséð á svip hinna,
aS þeir féllust á þessa ráöagerö. Robert skifti litum.
Þetta voru heillyndir menn og velviljaðir!
“Eg verö að láta það nægja, að þakka ykkur
fyrir,” sagöi hann; röddin titraði. “Stundum er
góðsemi og velvild annara engu léttari byrði en of-
sóknir og rangsleitni.”
J. A. Vopni, Harlington, Man.
Ólafur Einarsson, Milton, N.D.
K. S. Askdal, Minneota, Minn.
J. S. Wium, Upham, N.D.
G. V. Leifur, Pembina.
J. S. Bergmann, GarSar, N.D.
Jón Pétursson, Gimli, Man.
S. S. Anderson, Kandahar, Sask.
Jón Ólafsson, Leslie, Sask.
A. A. Johnson, Mozart Sask.
S. Loptsson, Churchbridge, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, Sask.
Paul Bjarnason, Wynyard, Sask.
J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask.
C. Paulson, Tantallon, Sask.
Olg. FriSriksson, Glenboro,
Albert Oliver, Brú P.°., Man.
Joseph Davidson, Baldur, Man.
Ragnar Smith, Brandon, Man.
D. Valdimarsson, Wild Oak, Man.
Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man.
S. Einarsson, Lundar, Man.
Kr. Pétursson, Siglunes, Man.
01. Johnson, Winnipegosis, Man.
A. J. Skagfeld, Hove, Man.
GuSbr. Erlendson, Hallson, N.D.
O. SigurSsson, Burnt Lake Alta.
/Sig. Mýrdal, Victoria, B. C.
Th. Simonarson, Blaine, Wash.
S. J. Mýrdal, Point Roberts.
SigurSur Jónsson, Bantry, N.D.