Lögberg - 16.09.1915, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.09.1915, Blaðsíða 1
PENINGAR FYRIR BÆKITR,—Hæstu prísar og skærustu skildlngar borga8ir fyrir 11. útg. Encyclo- pedia Britannica, Book of Knowledge, Stoddard’s Lectures, nýjar skáldsðgur og skðiabækur I baryli.— Bækur, frímerki, fáséSir gripir og myndir keyptar, seldar eSa teknar I skiftum. púsundir útvaldra bóka, nýrra og gamallá, fyrir hálfvirSi eSa minna. Stærsta úrval fornra og fágætra bðka vestanlands. Sérstök kjörkaup og kaupbætir um stundarsakir. — Allir velltomnir aS skoSa. “Ye Olde Book Shop”, 253 Notre Bame Ave. gegnt Grace Church. Ph. G. 3118. Két stjjnnreítifliíi. Búnaðar stjórnardeild Canada lætur stimpla két af öllum ske^num, sem slátrað e>- í þeim stofnunum, sem hún hefir eftirlit meC: ,,Canada approved.“ Vor aðferð er að selja aðeins két af heilbrigðum skepnum. Gætiðað stimplinum. FORT GARRY MARKET CO., Limited 330-336 Garry St. Phone M. 9200 28. ARGANGUR 1 efri röS frá vinstri: — Pte. Alex. Davidson, Baldur, 61st Battalion; L. Magnússon,, Wpeg, Signaller 61st Batt.; Pte. B. Eiríksson, Shoal Lake, Mach. Gun. Sect. 61st Batt.; Pte. J. S. Eiríksson, Shoal Lake, L. S. Horse. —• 1 lægri röð: S. Finbogason, Baldur, Co’y Signaller 61st; G. Jóhannesson, Wpeg, 61st Batt.; og T. Jóhannsson, Wpeg, 61st Batt. — Af þeim sjö íslenzku hermönnum, sem hér eru sýndir. eru sex úr 61. hersveitinni, en einn úr riddaraliöi Strathconas. Margir fleiri íslending- ar eru í herliöinu, en ekki náöist til þeirra er myndin var tekin. Kunn- ugur maöur veit um þessa þar auk þeirra, sem á myndinni eru: Serg. W. Johnson, 61st Batt., sonur Guöm. kaupm. í Winnipeg; Pte. Hjörtur Olson, Brandon, L.S.H.; Arthur Dalmann, Wpeg, í hornleikaraflokki 44. Batt.; Lance Corp. Julius Alfred, Winnipeg, L.S.H.; H. J. Johnson og sonur hans, 44. Batt., sem sögumaöur veit engin deili á. Ávarp Loyd George. Ófriðarborfur. Á Englandi virðist Lloyd George^ Rúmeniumenn safna liði á vest- ganga fram fyrir aöra. til aö eggja arj iandamrerum sínum, þar nærri almenning til aö leggja fram alla sem Austurríkismenn hafa dregið krafta í þeirri raun sem hinu jjq Saman. Sagt er að stjómin hafi brezka ríki er að hendi borin, sem tekiö að sér allar jámbrautir tii sýnir sig í ávarpi er hann hefir ný- hgsflutninga og sé búin að1 taka lega birt, og segir svo, meöal ann- ana hesta og farkosti í landinu til ars: 1 sinna þarfa. Ibúar Rumeniu eru ‘‘Ekkert getur veitt oss yfirhönd, um átta miljónir og her þeirra um nema þaö, að leggja fram það hálf miljón, vel búinn aöj vopnum bezta og ýtrasta sem í voru valdi og vel æföur, aö sögn. stendur.” I ______________ Sjö íslenzkir hermenn í Sewell “Beitum vér nú öllu, sem vér eigum til, til þess aö vinna upp þaö sem áfátt er?” “Eáum vér alla þá menn, sem á þarf að halda til bardaga næsta ár, til að láta ekki 'hrekjast, þó ekki sé meira?” Ávarp hans er skoðað sem for- máli aö ýtarlegri aögeröum, jafn- vel til lögboðinnar herþjónustu skyldu, og segja kunnugir, aö ráða- neyti Asquiths sé ekki á sama máli í því efni, vilji sumir lögtaka her. skylduna, en sumir standa því í móti. Víst er, aö Lloyd George álítur velferð og sigurvon ríkisins undir því komna, að allir synir þess leggi sig fram til aö verja það, ella muni ógæfa af hljótast. Churchill og Bonar I,aw og nokkrir aörir ráögjafar eru taldir honum sam- þykkir um aö lögtaka herskyldu,( en aörir eru því mótfallnir, og einkum er verkalýöur á Englandi því mótsnúinn, aö því er virðist. Eigi aö siöur eru líkur til að það mál veröi kappsmál þar í landi, áður langt um líður. Tekju auki á Bretlandi. Bretar verja um 20 miljónum dala á dag til hernaöar og er nú aö því komið, aö þau miklu útgjöld verði að nokkru greidd meö nýjum sköttum. Þing er þar nýlega kvatt til funda og er búizt við aö stjórn- in leggi fyrir það tillögur um nýj- ar skatta álögur. Tvennt er til nefnt, aö hækkaður veröi tollur á innfluttum varningi og sérstaklega að tekjuskattur veröi stórlega færö. ur upp. MeÖ því móti er til þess ætlast, aö efnaöa fólkið beri mest- an hluta skattabyrðarinnar. — Þýzkir segja, aö um 350 mil- jónir í gulli sé enn í einstakra manna vörzlum á Þ'ýzkalandi, en í svissneskum blööum er vikiö á þaö, aö þaö sé úr landi komið, meö því aö þýzkir auömenn hafi í kyrþey komiö auðæfum sinum til annara landa hlutlausra, og liggi mikið af þýzku gulli í bönkum Svisslands. Hernaður á Frakklandi. Þar hafa Bretar fært út kvíarn- ar, svo aö um eina miljón her- manna hafa þeir þar á vigvelli og varöa um 100 mílur skotgrafa. Undanfarna viku hefir skothríö staöið þar, grimm og hörö. Þýzki krónprinsinn lagði frarn öllu liði sínu til áhlaups þarsem heitir Argonne, eftir ógurlega stórskota- hríö, sem stóð í marga sólarhringa, náöi lið hans nokkrum skotgröfum Frakkanna, en varð að sleppa þeim jafnharöan. Stórmikiö liö mistu þýzkir i því áhlaupi, 100 þúsundir manna aö sögn og þykir sýnt, að svo traustar séu fylkingar Breta og Frakka meö þeim umbúnaöi og vígvélum sem þeir hafa, aö ekki vinni á, þó að þýzkir dragi mikið lið aö sér. Hershöfðinginn Joffre brá sér til vigstöðva Itala, og hafði þar fund meö konungi og æztu herstjórnum hans, en áöur hafði hann átt tal viö Kitchener. Þykir líklegt, aö þeir hafi allir ráöagerö nokkra með höndum, um samvinnu og samtök í herstjórninni, er síöar muni fram koma. Skipsyélar skemdar. Á skipinu St. Louis, sem er i förum milli Ameríku og Englands, henti það þegar skipiö kom á hem- aðarsvæðiö, 150 mílur út af ír- lands strönd, að vélar skipsins hættu. Eftir stutta rannsókn komst þaö upp, að olian sem borin var á vélamar hafði verið skemd með þvi, aö smámuldu gleri var bland- að í hana og rákuðust meö því ein- hverjir partar í henni, og skemd- ust, svo aö ekki uröu brúkaðir. Þegar þetta kom fyrir hljóp sá fyrir borð, er aöallega stundaöi aö bera á vélarnar, hann náöist lifandi, en dó skömmu síöar. Skipið komst til hafnar og var gert viö þaö sem bilað var. Af þessu má sjá, hve mörg ráð eru við höfð til að hindra siglingar, af þeim sem Þjóðverjum vilja liö veita. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1915 NÚMER Italir sækja sig. Þó að nú sé veðrátta farin aö harðna í fjöllunum, sækja Italir ótrauðir á sína óvini mörg þúsund fet yfir sjávarmál, eftir einstigum, þröngum fjalladölum og brekkum. Ýmsir staðir eru nefndir, þarsem viðskifti þeirra og Austurrikis- manna fara fram, en yfirleitt virð- ast vígin austurrísku torsótt. Vikuna sem leið lögðu Italir undir sig fimtán sveitir eða hreppa í landi því er þeir keppa eftir, Trentino, en flest þorp eyðileggja austurríkismenn áður þeir skiljast við þau, brenna húsin og sprengja upp mannvirki og leggja bygöina í auðn, en íbúamir flýja til Italiu, allir sem því fá viö komið, Vígin austurrisku, sem varið hafa Trent, eru sögö á heljar þröm komin, sundmð af skotum Itala og sum í rústum og muni ekki langt um líða þartil þau komist á vald ítala. Skip í báli. Stórskipið Santa Anna lagði upp frá New York fyrir nokkrum dögum, með 1600 ítalska liðsmenn, er áleiðis fóru til vígvallar, fúá ýmsum pörtum þessarar heimsálfu. Meðal þeirra voru um 40 ítalskir menn frá Winnipæg. Þegar skip- ið átti eftir nokkrar dagleiðir til Azor eyja, kviknaði í því, og urðu menn hræddir um, að manntjón hlytist af. En eldinn tókst að slökkva, áður meir yröi að og náði skipið böfn án hjálpar. Afar ná- kvæmar varúðar reglur höfðu eig- endur þess, áður þaö lagði af stað, héldu sterkan vörð yfir því í skipa- kvíum New York borgar og grand- skoöuðu hvern böggul sem meö þvi var sendur, til þess að ganga úr skugga um, aö óvinimir kæmu ekki í það sprengivélum eöa tundri. Ekki hefir frézt um upptök brun- ahs eða orsakir. Búlgarar kvaddir heim. Búlgaria hefir staðið í samning- um að undanfömu og leitaö fast eftir því, hvar bezta kosti sé að fá. Margsagt er, að Tyrkir hafi boöið að láta af hendi lönd viö hana og stendur það i blöðum dag eftir dag, að þeir muni þá og þegar afhenda þau. Jafnframt er þess getið, að Serbia sé fús til að láta af hendi Macedoniu við hana gegn samþykki Búlgariu um að Serbar fái Croatiu, Slavoniu og Bosniu, ef sigur vinn- ist á Austurríki. Að ekki verði úr- skurðarins í aðra hvora áttina lengi að bíða, sést ef til vill á því, að Búlgarar kalla sína liðsmenn heim til herþjónustu er í öðmm löndum eru staddir, og þykir þaö vita á, aö þeir muni mjög bráðlega hefja herskjöld. Manntjón í bruna. Á sveitaheimili ekki mjög langt frá Brandon brunnu sjö menn inni í lilöðu er þeir sváfu i. Þelr voru að þreskja og sváfu á hlöðulofti, allir nema verkstj órinn, er leitaði náttstaðar á næsta bæ, í íbúðar- húsinu svaf bóndinn og fólk hans. Það vaknaöi við bjarmann af bál- inu, en gat ekki gert annað en hleypt skepnum út úr úthýsum, en hlaðan var svo brunnin, að þaðan varð engu bjargað. Tólf hestar brunnu þar inni, auk mannanna. Álitið er, að mennimir hafi kafnað í reyk og aldrei reynt til leita út. Bein þeirra fundust í öskunni, mjög brunnin. Þrír mennimir voru canadiskir, fjórir Pólskir. Sakamálin. Til þess að stýra vömum í kæru- málum á hendur þeim Roblin og félögum hans, eru fengnir tveir lögmenn austan úr landi, Johnson frá Toronto, er þar þykir allra fær- astur í sakamálum og annar til, en þeim til aðstoðar eru þeir Hastings og Andrews. Af hálfu þess opin- bera aðstoða Bonnar í sókninni þeir Craig og Coyne, velþektir lög- menn hér. Málinu er ekki svo langt komiö ennþá, aö farið sé aö yfirheyra vitni, en flest eru þau hér til staðar, sem stjómarinnar lögmenn ætla sér aö leiða. Meðal þeirra er Horwood, fyrrum bygg- ingaráöanautur fylkisins. Ekkert skip í ár. Herra Árni Eggertson símaði til Islands fyrirspurn um hvort von væri á skipi þaðan til þessarar álfu í ár, og fékk það svar frá f ramkvæmdarst j óra Eimskipaf é- lagsins, að engin skip mundi það senda hingað á þessu ári. Tilefnið var meðal annars að um 20 ís- lenzkir sjómenn eru staddir i Hali- fax og leituðu til hr. Eggertson, um upplýsingar þessu viðvíkjandi. Jafnframt fékk hann bréf frá íramkvæmdarstjóra félagsins, er tjáir greinilega ástæðuna, sem sé þá, að enginn flutningur sé fyrir skipin til New York, að þessu sinni, en mikið fyrir þau að flytja milli Islands og Noröurlanda. “Skipunum ge®gur vel,” segir i bréfinu, “fullffermi báðar leiðir. Goöafoss hefir fengið loftskeyta- tæki og vér búumst við að Gullfoss fái þau í næstu ferö, í Kaupmanna- liöfn.” Bréfið endar á því, að til tals hafi komið, að setja tvær ferðir til New York á ferðaáætlun skip- anna næsta ár (1916). Elt og eyðilagt. Eitt af hinum stóru loftskipum Zeppelins er flaug til London ný- lega, og kastaði sprengikúlum yfir borgina, flaug lamaö til bæki- stöðva sinna í Zeebrygge, og sást þaðan að það lækkaði í lofti, þartil það datt í sjóinn. Þýzkir sendu vopnað skip að hjálpa því, er dró loftskipið inn á höfn. Rétt í því kom flugvéla hópur Breta, er elt höfðu loftskipið, og létu ekki hræð- ast af skotum þýzkra, heldur flugu nærri og létu sprengikúlumar dynja á flugbelgs bákninu er á höfninni lá, þangað til hann sprakk og sundraðist í smáar agnir. Þlá flugu hin brezku loftskip sína leið, og varð skothríð þýzkra þeim að engu meini, en þarsem sprengikúl- ur þeirra höfðu komið niður, var valur þýzkra hennanna og sjóliða. Þannig gafst þeim förin til London og dráp nokkurra sakleysingja, kvenna og bama. Svo segir í skýrslu ný útkom- inni frá flotamála ráðgjafanum Balfour, að ekki hafi einn einasti hermaður eða sjóliöi Breta mist lifið eöa meiöst af völdum Zeppelin loftfara, heldur aðeins konur og börn og menn, sem ekki báru vopn eða voru í hemum. Um 190 manns hafa mist lífið af þeirra völdum og álíka margir meiðst, eigna spell hefir ekki orðið stór- mikil og engin vígi né vamir skemst af þeirra völdum. Til- gangur þessara loftskipa herferða þýzkra er náð, ef hann skyldi vera sá, að bana bömum og konum, en ef sá er ekki tilgangurinn meö her- ferðum þessum, virðast þær koma Þjóðverjum að litlu haldi. Vel þegin skilaboð. Sú saga er sögð úr skotgröfunum af sósíalista foringjanum Vauder- velde, úr Belgíu, að af borginni Arras er ekki annað eftir en húsarústir. 26,000 íbúar voru í borginni, en af af þeim eru að eins 1,200 eftir, er liafast við í kjöllurum og þeim fylgsnum, sem eftir standa, með því að jafnan slær þar niður sprengikúlu öðru hvoru. A þeim parti vígvallar eru ekki nema 10—12 faðmar milli skotgrafanna ensku og frönsku. Það var einn daginn, er hinn belgiski sósíalista foringi var í skotgröfunum frönsku, að rakki kom labbandi þangað. Við hálsinn á honum var festur miði og stóö þetta á honum: “Látiö yfirliöann Dripois vita, aö kona hans og barn em í Lens (en sá staður er á valdi þýzkraj. “Þeim líð- ur vel og senda ástarkveðju.” Sir Wilfrid í bata. Sir Wilfrid Laurier varð að hætta við ferðalag, er hann hafði ráðið um Ontario, í þvi skyni aö hvetja menn til herþjónustu, vegma meinsemdar í kjálkanum. Hann hef-> ir legið á spítala um nokkum tíma, til lækningar, er sagt, að vel hafi tek- izt aö gera við meinsemdina, 0g sé hann nú í afturbata. Meiniö hafði stafaö frá skemdri tönn, er hann hafði lengi dregið aö láta gera viö. Komnir heim. Á feröalagi til Englands og víg- vallar hafa verið þeir Sir Robert Borden og hermálaráðgjafinn Sam Hughes og eru komnir heim aftur heilir á húfi. Báðir heyrðu fall- byssu skot þýzkra og litu á víg- skurði. Sam var líka við hersýn- ingar hins canadiska liðs á Eng- landi. Konungur veitti honum herratign, svo að hann verður hér- eftir kallaður Sir Sam, áöur var búið að.veita honum hershöfðingja tign, svo aö hann hefir ekki farið varhluta af framanum, síöan stríö- iö byrjaði. Hann veitti fjölda- mörgum nafnbætur, svo aö nú er orðið fult af “honorary colonels”, hvarsem litið er, og ætti það að hjálpa til að vinna stríðið. # Herferðin eystra. Nikulás 'hertogi er farinn til þeirra stöðva, þarsem honum er ætlað að stýra her, en það er í Kákasus, móti Tyrkjum, aö því er menn halda, þvi aö varakonungur i Kákasus er hinn nýi titill hans. Keisarinn hefir sjálfur æztu her- völd, en undir hontim stjórnar hers- höfðinginn Ruszky her þeim er verst Hindenburg og hans 'hund- marga her, frá Riga og suður í land. Á því svæöi hefir það gerzt undanfarna viku, að Hindenburg hefir brotizt nokkru lengra en áð- ur og náð til jámbrautar, sem hann sótti eftir, en Rússar vörðu honum svo vikum skifti. Sunnantil hefir herstjóm Ivanoff af Rússa hendi og hefir nokkur hluti liðs hans, sá sem syðstur er, barið af 'höndum sér her austurrískan og þýzkan síðar, tekið 30 þúsund fanga og drepið margt af liði þeirra í stór- um orustum. Þar er sókn af Rússa hendi, allhörð. Við Riga virðist lítiö miða. Grimm viðureign hefir staðið all- langt suðaustur af þeirri borg við brú nokkra, þarsem heitir Fried- rintbadt. Verja Rússar brúna, svo að Þjóðverjar ná ekki yfir aö komast, en stundum gera Rússar áhlaup, aö reyna að ná henni, en hvorugir vinna þar á öörum. Svo segir Ruszky, að aldrei skuli þýzk- ir ná til Pétursborgar. með því aði á þeirri leið séu vígi fyrirtaks góð, enda muni Rússar hafa nóg lið og skotfæri, þegar frá líði og verði þýzkum þá ofurefli að sækja þang- að. Mótstaðan suöur af Riga hef- ir veriö öflug og örugg undanfama viku. Um viðskifti í miðju landi. þar- sem Leopold Bæjara prins sækir frant með Mackenzen á miðher Rússanna, fara engar sögur. Þar em mýrar afarmiklar og torsóttar, sérstaklega nú, er haustrigningar eru byrjaðar; fyrir því sækist þeim seint. enda lengist jafnan sú leið er þeir þurfa að flytja um vistir og skotfæri, og lengist viö það hali þeirra. Búnaðarskólinn endur- bœttur. Eitt af viðfangsefnum Norris stjómarinnar er það, að koma betra skipulagi á mentamál fylkisins, og hefir hún þegar byrjað á búnaðar- kenslunni. Sá sem veitt hefir bún- aöar háskólá fylkisins forstöðu að undanfömu, Black að nafni er leystur fná embætti, með mikilli kurteisi, og annar til þess ráöinn og jafnframt kosnir velkendir bú- menn til aö vera í ráöum meö ak- uryrkju ráðgjafanum, í stjóm bún- aðarkenslu i fylkinu. Þeir era sinn úr 'hverjum fjórðungi fylkisins og er tvent eftirtekta vert um þá nefnd, fyrir utan að í henni eru viðurkendir vitmenn til búskapar, annað að þeir fylgja allir fast “mixed farming”, og mun af því mega ráða, hvert stefnt verður eft- irleiðis í kenslu búnaðar í þessu fylki, og hitt, að einn af nefndar- mönnum er kvenmaður. Hún heitir Mrs. Thomas, og henni er ætlaö aö gefa ráð og leiðbeiningar um kenslu húsmæöra efna, sem á búnaöar háskólann ganga. Þaö má eiga það vist, aö búnaöar kensl- an í fylki von^hefir gott af stjórn- arskiftunum, ekki síðar en önnur opinber málefni. Skotfœra smíð í Canadaj Með kappi hefir veriö starfað að því að smíða skotfæri í Canada, og er sagt, aö þegar hafi pöntuð veriö hér i landi skotfæri fyrir 150 miljónir dala. Fulltrúi Lloyd; George, aö nafni Mr. Thomas, er um þessa álfu ferðast í því skyni að greiða fyrir því máli, átti ný- lega fund með embættismönnum verksmiðju eigenda félagsins og helztu bankastjórum þessa lands, og lauk þeim fundi meö því, aö skotfæri voru pöntuð hér í viðbót fyrir 50 miljónir dala. Svo er tal- að, að verksmiðjur vestanlands fái sinn hlut af því verki, eftir því sem því verður viö komið, en þær verksmiðjur veröi látnar sitja fyrir, sem verkið geti unniö fyrir lægst verð á setn skemstum tíma. Manntjón hins brezka ríkis. Þann 21. ágúst voru særðir handteknir og fallnir af liöi hins brezka ríkis, alls 381,983. Þann 31. maí síðastliöinn var manntjón- ið 258,090. Af því sést að mann- missir í sumar hefir veriö að jafn- aði um 1500 á dag, en fram til mai loka var þaö 2000 á dag að jafnaði. Mest mannfall hefir átt sér staö á Gallipoli skaga, síöan þar var byrj- aö að herja á landi fyrir alvöra. Manntjón á Frakklandi í hinu brezka liði hefir verið tiltölulega lítið í sumar síðan orustan mikla stóð viö Ypres. Van Horne látinn. Sir William Van Horne er lát- inn í Montreal, 73 ára gamall. Hann var um langt skeið aöal- framkvæmdarstjóri C. P. R. jám- brautarfélagsins, maður stjðrnsam- ur og fær til fégróöa. Hann var fæddur og uppalinn í Bandaríkj- um en fenginn hingaö til jám- brauta starfa og má af því marka hve mikið var í hann spunnið, að hann komst í æðstu stöðu þess fé- lags er hann var fyrir og gerðist vellauðugur. Hann hafði hug á griparækt og hafði búgarö nálægt Selkirk, er margir kynbótagripir komu frá. Hann tók þaö líka fyr- ir, er hann eltist, að safna mál- verkum og hjálpaði morguml fá- tækum listamanni með því móti. Upphlaup í Portugal. Það ér ekki nýtt, aö fróttir koml af óróa í því lýðveldi, sem stofnað var fyrir nokkram árum með dæmafáum hryöjuverkum. Síöan hefir aldrei lint hryöjuverkum þar. Ein uppreisnin var bæld þar niður í sumar. Nú er önnur komin í framkvæmd, og er herlögum lýst yfir noröurparti landsins, og bar- dagar haldnir í Lisbon og í öðrum helztu bæjum landsins. Konungs- sinnar sækja kappsamlega eftir að kollvarpt lýðveldinu, og þeim fylgja víst prestar að málum, og því er ófriður þessi svo langvinnur og seinunninn. , Bannlög McDonalds. kosin af forsprökkum bindindis- manna. Á allfjölmennum fundi, er fulltrú- ar nokkurra bindindisfélaga og safn- aða héldu í borginni undanfarna viku, var það samþykt, að nefna hin margumtöluðu og alkunnu bannlög Macdonalds, sem æskilegust til að bera undir atkvæöi allra fylkisbúa, og var samþykt. að biðja stjórnina að taka þau að sér. Nefnd var kos- in til að eiga tal við Hon. A. B. Hudson og biðja stjórnina um að bera frumvarpið undir atkvæði fyrir 1. Desember. En meö því aö stjórn- in hefir í mörg horn að líta og margt þarf undir þing að búa, er þess Varla að vænta, að þing verði kall- að saman fyr en um sama leyti og vant er, eða i fyrsta lagi í Janúar- mánuði. Stjórnin tekur að sér aö bera upp á þingi frumvarp það, er bindindismenn og safnaöafulltrúar hafa komið sér niður á, svo og að bera þaö undir atkvæöi almennings. —Fundarmenn komu sér saman um, að afla sér 50 þús. dala til að vinna að framgangi málsins, ráða ræðu- menn til að feröast um og safna at- kvæöum, svo og útvega útfarinn mann i kosningum, til aö stjórna aðgerðum þeirra. Hvaðanæva, —Einn auðugasti og bezt þekti hóteleigandi í Vancouver, Cotting- ham að nafni, gekk á vald lögregl- unnar einn daginn , með því að bú- ist er við að hann verði sakaður um víg. Hann átti sér vinkonu og gekk til hennar snemma morguns, en er hann koin inn, steypti sér maður út um glugga á herbergi hennar; Cott- ingham skaut konuna í bræði og er henni ekki ætlað líf. Vegandinn er skilinn við konu sína og vinkonan við mann sinn. — í Los Angeles er ein kona í bæjarstjórn og bar svo við einn daginn, að borgarstjóri brá sér burtu. Hann setti miss Lindsay í sinn stað og þótti bæjarbúum ný- stárlegt, að hafa stúlku fyrir æzta stjómara. Þeir fundu ekki mis- muninn, enda stóð stjóm hennar ekki nema einn dag. — Nýlega er dáin á gamalmenna heimili i Brooklyn 107 ára gömul kona. Fara ekki sögnr af, að dvergar hafi áður náö svo háum aldri. Hún var aðeins hálft þriöja fet á hæð og ekki fullra 25 punda þung. — Standard Oil félagið í New Jersey hefir fært daglegan vinnu- tíma niður í átta stundir. Sagt er aö þetta ákvæði nái til 25,000 manna. — 900 verkamenn Hendey maslcínufélagsins í Torrington, Conn. lögöu nýlega niöur vinnu, höfðu krafist 8 stunda vinnu og 15% launahækkun. Félagiö neit- aði að ganga að kröfunum. — Þinghlé stendur yfir á Grikklandi frá ’. september til 28. október. Ekki hefir forsætisráö- herrann enn gert heyrinkunnugt hverri stefnu veröi fylgt í utanrík- ismálum. — Parisarblaðið “Le Temps” segir aö sökum hins mikla mann- skaða er oröiö hafi í liði Þjóö- verja á Rússlandi, séu þeir nú aö bjóða út síðustu mönnunum er þeir lögum samkvæmt geti kallaö til vopna. Byggir blaðið þetta á opinberam skýrslum. Þjóðverjar missa um 300,000 manns mánaðar- lega og “Le Temps” býst viö, aö áður en lýkur muni sextán ára gamlir drengir berjast viö hliö sextugra öldunga. Blaöið byggir skoðun sina á opinberam þýzkum embættis skýrslum. —Tveir hnefabokkar Ieiddu saman hesta sína í New York, sem nafn- kendastir eru hér í álfu í sínum þyngdarflokki, þeir Gibbons frá St. Paul og McFarland frá Chicago. 45 þúsundir borguöu hátt aðgöngugjald til aö sjá þá beita hnefunum í tíu lot- um, þar á meðal margt kvenfólk. Sá frá St. Paul þótti duga betur. —Danska kaupfarið Fróði, yfir 2,000 tons, varö fyrir þýzkum kaf- bát, er sökti því i Norðursjó; átján manns björguðust af skipshöfninni. Sama dag var norska skipinu “Glimt” grandað á þeim slóðum. Hina þýzku mun hafa grunað, aö skipin hefðu meðferöis vörur til brezkra hafna. —1 Alberta kom snarpur gaddur fyrir helgina, er drap óslegið korn á sumum stöðum, og skemdi allvíða korn, svo að skaði mun verða af því æði mikill. Umhverfis Calgary var frostið einna mest. Frá Fjallaskáldinu Aðsent. “Eg mér kýs þíns anda báls Y1 að hýsa í brjósti sjálfs. Þér aug-lýsi, þó til hálfs, Þökk fyrir vísur Fjósa-Páls.” Th. S. Stefhendan. Vísa er “löndum” lángefin, Létt en vönd. Þín dansar inn, Skiftir ei höndum hendingin, Handa-böndin óslitin. 5. G. S. Skipakoman. —Tekið undir við Jón frá Sleðbrjót. Sit eg út’á yzta sandi. Er að rökkva og deprast sýn, Komin eru ýms aö landi Ó-sjófær—en hin í strandi— Morgun-skipin min. Þó á eg úti æsku-vilja Enn á reki milli bylja. 8-9-’15. Stephan G. Stephansson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.