Lögberg - 16.09.1915, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.09.1915, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1915 5 Bændur takið eftir! Allir kornkaupmienn, seni auglýsa á þessari blaösíön, liafa löguxnj samkvæmt leyfi til aö selja hveiti fyrir bænöur. peir hafa elnnig, sam- kvæmt kornsölulögum Canaöa, lagt fram svo mikið tryggingarfé, að Canaöa Grain Commission álítur að þeir geti borgað bændum fyrlr alt það kom, er þcir scnöa þeim. Iáigberg flytur ckki auglýsingar frá öðr- um kornsölum en þcim sem fuiliiiegja ofangreinöum skilyrðum. TIIE COIjCMBIA PKESS, 1/11). The Ogilvie Flour Mills Co. WINNIPEG, Man. Limitod Æskja hveitis er sendist til THE OGILVIE ELEVATOR Fort William, Ontario Nýjustu tæki. Rúmar 2.000,000 bushels SK.RIFIÐ EFTIR “SHIPPING BILLS” OG ÖÐRUM UPPLYSINGUM. Licenced Bonded Simpson-Hepworth Co., Limited 446 Grain Exchange, Winnipeg Góðir kornsölumenn fyrir bœndur að skifta við Hveitiprísarnir verÖa breytilegir og kornsölumenn geta orðið yður að liði. VÉR HÖFUM STAÐIST REYNZLU TÍMANNA Tuttugu og tveggja ára trú þjónusta í þarfir kornyrkju- manna stendur á bak við nafnið: Herbert H. Winearls Aðal skrifstofa: Útibú: 237 Grain Exchange Union Bank Building WINNIPEG BRANDON Eins og að undanförnu er mér ant um að komast að sem beztum kjörum fyrir mína gömlu viðskiftamenn og geta orðið mörgum nýjum að liði í ár. SK.RIFIÐ EFTIR WINEARLS: “HELPFUL HINTS T0 GRAIN SHIPPERS”. NÝ ÚTK0MIÐ. K0STAR lOc. VIÐSKIFTAMENN FÁ KVERIÐ ÓKEYPIS. ÞAÐ SPARAR YÐUR PENINGA. KORNYRKJUMENN pegar ágæt uppskera er I nánö eins og nú er hún, hugsa bændur að vonum mest um tekjurnar, hvernig þeir geti selt hveitiiS til þess að fá sem mest i aöra hönd. Bændur sannfærast um þaS með hverju ári, aö rá'Ölegt sé að senda hveiti'S í heilum vagnhlössum og aS bezt er fyrir þá aS skifta viS áreiSan- lega umboSsmenn, sem bera hag þeirra fyrir brjösti og útvega þeim hæsta markaSsverS, þegar þeir vilja selja hveitiS, skýra þeim frá markaSsverSi og gefa þeim góSar bendingar. Bartlett and Langille, 510 Grain Exchange, eru verki sinu vaxnir og áreiSanlegir umboSsmenn, og bændur geta trúaS þeim til aS selja vel fyrir sig. Mr. Langille hefir lengi veriS Cliief Deputy Grain Inspector. Geta bændur þvi fyllilega treyst honum til aS líta eftir skoðun, gcymslu og vigt kornsins. Hann litur sjálfur eftir hverju vagnhlassi, sem þeim er sent. þeir eru "licensed” and “bonded”, svo bændur geta fyllilega treyst þeim. Drjúga borgun fyrirfram fá þeir, sem vilja geyma hveiti sitt I von um hærra verS slSar meir. SkrifiS oss eftir öllum upplýsingum hveiti vlSvIkjandi. ötulir umboSsmenn geta veriS til ömetanlegs gagns fyrir alla hveitisala, Komist í kynni viS þá og sendiS hveiti ySar til BARTLETT & LANGILLE 510 GRAIN EXCHANGE, - WINNIPEG lifnaöarháttum, þá hljóta ástabréfin einnig að hafa breyzt. Áöur þótti mest til þeirra kvenna koma, er auðmjúkastar voru og und- irgefnastar og jafnvel hugsunarlaus- astar. Ástabréfin fengu blæ á sig af þessum hugsunarhætti. Mennirn- ir þóttust fúsir til að ganga í dauð- ann fyrir ást sína og þar fram eftir götunum. En elskendumir mintust sjaldan á að þá langaði til að lifa og lifa sem lengst til að stríða og berjast og sigra hvort við annars hlið. En ástabréf ættu einmitt að fjalla um það sem fyrir kemur í daglega lífinu. Þau geta eins verið ástabréf fyrir það og engu síður. Eða mundi nokkrum manni mislíka þó hann fengi bréf og einn kaflinn væri eitt- hvað á þessa leið: “Eg elska þig svo heitt, að mig langar til að geta orðið þér að einhverju liði á hverjum ein- asta degi sem guð gefur yfir. Eg þrái það, sem þú þráir og elska það, sem þú elskar. Eg hefi lært talsvert í hússtjórn og hagfræði, og þegar eg er orðin “stór”, ætla eg að skrifa bók um hvorttveggja; þá verðurðu hreyk- inn af mér.” Körhtm og konum þykir vænt um að þeim sé hrósað; því verður að vera talsvert af hrósi í ástabréfum. En það er nauðsynlegt að blanda hrósið með einhverju alvarlegu, ein- hverju sem verulegur kjarni er í. Mörgum er bezt lagið að skrifa ástabréf á kvöldin. Skrifaðu þá alt sem þér dettur í hug og hikaðu ekki við að nota hin stærstu og heitustu orð, sem þú átt til í eigu þinni, eri sendu það ekki fyr en að morgni. Láttu bréfið "kólna”. Lestu bréfið að morgni áður en þú lokar því. Þá finnurðu ýmislegt, sem þú vilt breyta. En hvorki máttu stryka yfir né bæta inn í. Þess vegna verðurðu að skrifa það alt upp aftur. En enginn getur skrifað ástabréf fyrir annan. Seztu því við borðið, lokaðu augunum og haltu höndunum um eyrun svo ekert glepji þig, hugsaðu þig um góða stund, taktu svo penann og—hlýddu rödd hjarta þíns. Þingsetning á Rússlandi Enskur blaðamaður lýsir því, er Dúman kom saman þann dag er ár var liðið frá því stríðið hófst. Þann dáö bar upp á sunnudag, en ekki létu þingmenn það fyrir standa, heldur settu þingið þann dag. Klerk- ar aðstoðuðu, og var þar mikill fjöldi “Af klerkum og af kapalínum og kórdjáknum í rykkilinum”, en búnaður rússneskra klerka er orð- lagður, af þykku silki, alldýru. Þeg- ar forseti hringdi bjöllu sinni, voru allir í sætum, nema þeir æstustu, sem varla geta tekið þátt í þingstörf- um fyrir ofsa. Þingsalurinn er aflangur, með hringsettum sætum. Fyrir miðjum langvegg situr forseti með varafor- seta á hvora hlið, og er pallurinn undir sætum þeirra það hár, að hann tekur upp yfir öll sætin. Framund- an honum er ræðustóll, því að eng- inn má tala úr sæti sínu, heldur verð- ur að tala frá ræðustóli, og heyrist þannig betur til ræðumanna. Margir prestar sitja á þingi, allir á hægri hlið við forseta, og á þann bekk sitja þeir, sem engar breytingar vilja hafa. Það er fallegt að sjá prestabekkina, því að þeir eru veg- lega búnir í silkihempur, gráar, blá- ar og mórauðar með gullkeðjur um hálsinn og gpillkrossa á bringu. Þeir eru flestir stórvaxnir, bæði háir og bringubreiðir og virðast hafa yfir sér þungan tignarsvip, er engin breyting fái bifað. Skamt þaðan er sæti forsetans. Han heitir Rodxian- ko, þreklegur maður, hærri en aðrir, raddmikill og góður ræðumaður. Hann hélt þingsetningarræðuna, og kvað svö að orði, að ekki hefðu ein- ungis orðið breytingar á ráðaneytinu í seinni tíð, heldur hefði það alger- lega skift um ham og anda. En áður en hann hélt ræðu þessa, las hann upp erindi frá keisara og sungu þingmenn þjóðsönginn að því loknu, og fór vel. Þar næst benti forseti á autt þingsæti og kvaddi þingmenn til að sýna virðingu með því að standa á fætur, þeim, sem það átti, en sá hafði mist lífið í þjónustu hins rauða kross. Þegar forseti drap á trúa samvinnu banda- manna Rússa, kváðu við fagnaðar- læti þingheims, og sneru allir sér þangað, sem sendiherrar sátu á þing- svölunum. Sendiherrar stóðu upp i móti, frá Englandi, Frakklandi, ítalíu og Japan, og hneigðu sig. Eftir þetta byrjuðu þingmenn á ræðum sínum, er allar hnigu að því að skamma hermála ráðaneytið. Allir flokkar eru sammála um það, að embættismenn í því ráðaneyti eigi að þola þunga lagarefsing. Tillaga um það á að berast upp, ekki af hinum æstu breytingamönnum, held- ur af manni úr íhaldsflokknum. Sá heitir Bobrinsky greifi og»var bæði hlegið og klappað að hans orðum. Ræða hans er kröftug og snjöll: — “Eg held hér á sönnun fyrir því, að 18. Júní svaraði stórskotadeild ráða- neytisins erindi frá verzlunarmála- ráðaneytinu um hergögn, því, að það gæti ekkert í því máli gert, fyr en ráðaneytið sendi tvær rúblur í stimp- ilgjald á skjal nokkurt.” “Vér skorum á stjórnina að hætta við skriffinsku sína og vinni af kappi og krafti að herbúnaði.” “Látum oss muna þau orð Hindenburg’s, að sú þjóðin, sem þróttugast hafi skapið og mestan vilja, muni vinna sigur.” Eftir það rekur hv'er ræðan aðra í sama anda. Sumar eru beizkar, sumar fullar af háði, en allar koma í einn stað niður. Enginn leggur stjórninni liðsyrði. “Hugsið ekki, að það sé nóg”, segir Miliukoff, sá sem bezt er þektur í útlöndum af rúss- neskum þingmnnum, “að reka her- málaráðherrann úr embætti. Hvorki þjóðin né herinn mun gera sig á- nægðan með það. Það verður að ransaka þeirra gerðir fyrir dómi. Þcir sem skotfæraskorturinn er að kenna, verða að þola refsingu, hversu hátt sem þeir kunna að standa.” Sá heitir Soukhamlinoff, sem mest er hamast að, og er hátt settur hers- höfðingi. Hann var áður í miklu afhaldi, og trúðu menn því, að hann hefði komið nýju skipulagi á herinn. Einhver gaf honum nafnið “Kitch- ener Rússlands”, en nú dettur engum í hug að mæla honum bót. Hvala kraftar. Skozkt hvalaveiðaskip var á Veið- um suður í Atlantshafi í sumar ,kom í hvalavöðu og skutlaði þrjá. Þeg- ar sá þriðji kendi skutulsins tók hann viðbragð og rendi sér á skipið með miklum hraða. Það var hvatur hvalur gamall afarstór. Svo mikið var höggið, er hann greiddi járnskipinu, að það sökk eftir nokkrar mínútur og var það með naumindum, að hásetar björguðust í bátana. Um afdrif hvalsins fara engar sögur. Bretar og Frakkar í Serbíu. Svisslendingur ferðaðist til Serbiu til að kynnast ástandinu þar af eigin reynd. Skrifar hann all- langa ritgerð um ferð sína í sviss- neska mánaðarritið Bibliotheque Universelle. Fanst honum einkum mikið til um starf bandamanna til hjálpar særðum og sjúkum meðal landsmanna, Mikinn mun kveður hann á aðferð Breta og Frakka og framkomu allri. Hann segir að Bretar komi til Serbiu með ákveðið verk fyrir augum. “Þ.eir virðast hafa séð alt fyrir og alt er í röð o'g reglu.” Þeir hafa alt með sér sem með þarf til að taka á móti sjúklingum, jafnt hið smæsta sem hið stærsta. Ekki er heldur þeim útbnúaði gleymt sem verkafólkið þarf með til þess að geta liðið vel og það megi heilsu| halda og allir eru tilbúnir að taka til starfa jafn- skjótt og þeir koma þangað sem ferðinni er heitið. “Jafnskjótt og þeir koma í spítalann eða sjúkra- húsið, eru þeir einir um hituna og stjóma öllu sjálfir og þar fær helzt enginn annar nærri að koma. Þeir láta eins og þeir séu ‘heima hjá sér og skifta sér ekki af því sem aðrir segja, hvorki boði þeirra né banni. Spitalinn verður líkt og lítið brezkt ríki. Þegar Frakkar koma hafa þeir ekki jafn skýrt mark fyrir augum. Þeir ganga í þjónustu Serbnesku stjómarinnar og fara að öllu eftir fyrirmælum hennar. Þannig kveðst höfundur hafa hitt tvo franska unglingsmenn sem höfðu verið vél- stjórar og ökustjórar í franska liernum í meira en fimm mánuði; þeir komu beint frá Paris og skildu ekki eitt orð í máli landsmanna. Seinna sama dag kvaðst hann hafa séð þá með sinn mutorvagninn hvom á hinurn illa gerðu götum í Kragujevatz. Frakkar, þegar þeir koma til Serbiu, gera sér far um að kynnast sem flestum og eignast sem flesta kunningja og vini bæði á meöal hermanna og annara; á þann 'hátt læra þeir málið smámsaman þótt oft gangi illa. Höfundur getur þess, að þótt starfsaðferð Breta og Frakka sé svo gerólík eins og lýst hefir verið, þá leysi báðir starf sitt í raun og veru jafn vel af hendi, báðir komi bræðmm sínum að svipuðu liði þátt á talsvert ólíkan hátt sé. Höfundur kveður Breta, Frakka og Rússa leggja Serbum alt það lið er þeir megi við koma. Á það ekki síður við um úthúnað allan á vígvelli en í sjúkrahúsum. Fólk frá öllum löndum banda- manna sést á strætum úti í borgum og bæjum Serbiu og einnig frá ýmsum hlutlausum löndum; má þekkja þjóðemið á einkennisbún- irigunum og hafa flestir orðabók i vasanum, því fáir kunna mál lands- manna. Líður sjaldan á löngu þegar þeir tala við innfædda menn, að þeir þurfi ekki að hjálpa sér með orðabókinni. Það er sagt að aldrei hafi jafnmörgum þjóðum áður lent saman í Serbiu og verður líklega langt að bíða, að það komi aftur fyrir eftir að stríðinu lýkur. Hjónaefni. Fátt þykir kvenfólki eins gaman eins og að stofna tilhugalíf og hjú-| skap með gjafvaxta persónum, og gott hvort karlmenn hafa ekki gam- an af því líka. Nokkuð er, að vin- sælt umræðu efni er það, hver verða skuli kona ríkiserfingjans brezka. Tiginborin kona, með prinsessu nafnbót, hefir nýlega gef- ið út dávæna bók um gjaforð með konungbornu fólki í Evrópu, og lýsir þar hverri konungborinni mey, sem komin er yfir fermingu, fríðleik hennar eða hinu gagnstæða, likamlegum og andlegum kostum og ágöllum, arfsvonum og öllu sem hyggið bónda efni mundi vita vilja um konuefni sitt. 1 þessari bók segir prinsessa þessi. að vænlegasta konuefni sé elzta dóttir Rússa- keisara, hin fríðasta mær, vel gef- in og vel upp alin með þróttuga skapsmuni, er hún hafi góða stjóm á. Það konuefni kýs hún fyrir sitt leyti til handa erfingja ríkis vors, og styður sitt mál með þeim orðum Victoriu drotningar, er hún óskaði þessa ráðahags, skömmu fyr- ir dauða sinn. Olga heitir stúlkan og er seytján mánuðum yngri en pilturinn, sem verið er að gefa henni. Bjórnson o* flugurnar 1 flestum siðuðum löndum er að minsta kosti talsvert talað um út- rýming flugna. Maður sem ekki lætur nafn síns getið segir, að það sé eftirtektarvert, að Björnson hafi orðið einna fyrstur manna til að segja flugum stríð á hendur í Noregi. Þegar eg var ungur, segir höfundur, kom eg oft til Björnsons og þegar tímar liðu fram sat eg oft löngum tímum í Anlestað. Þá átti Björnson í stöðugum ófriði við flugumar bæði í hesthúsi, fjósi og í íbúðarhúsinu. Hann gaf okkur flugnaveifu og sá átti á engu góðu von, sem ekki hrúkaði hana eins oft og Björnsson vildi vera láta. Hann lét hreinsa og skafa og mála og kalka öll útihús. Skorkvikindaduft, eða hvað það nú var, stóð í öllum gluggum og mér liggur við að halda að það liafi staðið í hverjum krók og kyma. Hann liljóp oft og æddi um, eins og hann væri ekki með öllum mjalla; var þá á flugnaveiö- um. Enginn var þá óhultur fyrir hnífilyrðum og ákurum. Aldrei hefi eg þekt nokkurn mann, sem hefir látið sér jafn ant um gott mál- efni og liann. Hús sem flugur eru í er ekki mannabústaður, sagði hann, það er svínahús. Við vorum á flugnaveiðum allan daginn og fengum ýmist lof eða last fyrir, eftir því hve vel okkur gekk. Og hann gerði meira en berja á flug- unum heima fyrir ;hann prédikaði um skaðsemi flugna fyrir nágrönn- um sínum og gerði sér ferðir heim til þeirra til þess að kenna þeim að útrýma flugum. Bjömson varð jafnan nokkuð ágengt hvar sem hann lagði hendurnar að. Svo var einnig hér. Þaö var að orðtaki haft, að hvergi i landinu væri jafn lítið um flugur í húsum og í ná- grenninu við Bjömson. CANADA FINEST TNEATE5 Alla þessa| viku Tvisvar á dag 2,30 og 8.30 Heimsins mesti kvikmyndaleikur “The Spoilers” úr bók Rex Beach. Í níu þáttum Áhrifamikil, stórkostleg og falleg mynda- sýning Verð á kveldin: og laugard. Mat. 50cog25^ Gallery lOc Aðrar Mat. Fullorðnir I5c. börn lOc. Arðsöm atvinna. í Madrid er atburður á allra vör- um, sem nýstárlegur þykir, að betlari er þar nýlega dauður, sem skildi eft- ir sig eignir virtar á 170 miljónir. Romagoras hét þessi betlari og var það vani hans, að hafast við í ein- hverri kirkjunni ásamt konu sinni, biðja um peninga fyrir matarbita, og varð þeim vel til, því að þau litu aumlega út, voru illa klædd og mög- ur og næsta vesalleg. Þau hófðu þann sið að liggja á hnjánum svo klukkutímum skifti fyrir einu altari æirkjunnar eða^ sitja á kirkjutröpp- unum. Þar mötuðust þau, en mat- urinn var aldrei annað en þurt brauð og ávextir. Þau vildu helzt ekkert þiggja annað en peninga, þó að þau að vísu tækju við öllu, sem að þeim var rétt. Til húsanna hjá hjónum þessum var móðir hóndans, er var enn aum- ingjalegri útlits en þau. Hún drógst á hverjum degi með miklum erviðis- munum út á stræti, að afla sér ald- ina til matar; hún var illa lynt og ó- vinsæl og var altítt að nágrannar vöknuðu við það, þegar leið á nótt- ina, að hún var i háa rifrildi við son sinn og tengdadóttur. Þegar Romagoras dó, kom það fram, sem öllum þótti merkilegt, að sá betlari hafði verið auðúgasti mað- urinn í Madrid; hann átti meiri auð | heldur en hertoginn af Sev'illa, sem talinn er auðugastur allra höfðingja á Spáni, og meiri heldur en greifinn Romanones, fyrrum ráðaneytis for- seti á Spáni, og talinn er auðugastur maður í því landi.’ Romagora skildi eftir sig arf, er nam 170 miljónum pesetas, í peningum á spönskum, frönskum og enskum bönkum, svo og i jarðeignum í ýmsum löndum, bæði í Evrópu og í Ameríku, og í ýmsum fasteignum; þar með er talin höll á bezta stað í París, virt á 10 miljónir franka. Ein búð á neðsta gólfi þess stórhýsis gefur af sér 80 þús. franka i ársleigu. í erfðaskrá betlarans er svo tekið til, að biskuparnir í Madrid, Barce- lona og Buenos Ayres, skuli erfa auðinn. Kerlingu sinni ánafnaði hann ýmsar fasteignir, er hverfa skulu undir biskupana að henni lát- inni. En jafnskjótt og þessi auð- maður í betlara gerfi gaf upp öndina, hvarf hún úr Madrid, skildi þó eftir bréf, er sagði sv'o, að hún færi til staðar nokkurs, en kæmi aftur innan lítils tíma. Þegar ekki varð af því að hún kæmi aftur, skrifaði biskup- inn í Madrid henni til og bað hana að koma og skifta arfinum. En hún svaraði honum ekki og lét ekkert á sér bera. Svo er sagt að gamla kon- an sé í kyrþey að gera ráðstafanir til málsóknar út af arfinum; þykist vera afskift og vill með engu móti þola það. Biskupana langar að vísu í auðinn, en bjóða góð boð til forlík- unar og vilja hafa gömlu konuna góða, heldur en að láta lögmenn ast á beggja kostnað. Til kaups. Einu sinni var lítill drengur .— ósköp litill drengur, með tindrandi augu og hrokkið hár. Hann átti heima í einhverju fátækasta út- j liverfi höfuðstaðarins og þegar I liann var orðinn svo stór, að hann hafði vit á að veltast ekki fyrir hestum og vögnum á götunni, var hann sendur út á stræti og torg til að betla. Það var komið haust og kalsa veður var á; drengurinn var renn- votur og gat varla hreyft sig fyrir þreytu. Þegar hann kom heim að kofa sínum heyrði hann mannamál inni fyrir — málróm karlmanna. sem hann þekti ekki. Þótt hlýtt og bjart væri inni, knúði forvitnin liann til að stansa fyrir utan glugg- ann og hlusta; hann kveið fyrir aö koma inn fyrst ókunnugir menn voru fyrir. Glugginn var opinn til hálfs. “Já, ef —” ‘Já, ef okkur líst á piltinn þá skaltu fá 50 dali fyrir hann.” “Sextíu!” hrópaði kvenmaður; það var frænka drengsins. “Pontus er sannarlega svo mikils virði og þó meira væri!” En Pontus átti hvorki föður né móður; hann átti hvergi höfði sinu að að halla, nema hjá frænku sinni. Nú stóð hann fyrir utan gluggann og skalf — skalf svo hann gat hvorki hrært legg né lið. Aibert Gough Supply Co. Wall Street and Kildonan West ALSKONAR BYGGINGAEFIMI Talsimar: Sher. 3089 oe St. Jonn 2904 SEGID EKKI “EG GET EKKI BOI1GAÐ TANNLÆKNI NÚ.” Vér vitum, að nú gengur ekki alt a8 úskum og erfltt er atS elgnast skiidlnga. Ef til vill, er oss þatS fyrir beztu. patS kennir oss, sem verSum a6 vinna fyrir hverju centi, aS meta gildi peninga, MINNIST þess, a8 dalur sparaCur er dalur unninn. MINNIST þess einnig, a6 TENNUR eru oft meira virSi en peningar. HEILIÍRIGDI eé fyrsta spor tll hamingju. þvl ver6I6 þér a8 vernda TENNURNAR — Nú er tíininn—liér er staðurinn tll að láta gera t!8 tenniir yðar. Mikill sparnaður á vönduðu tannverki EINSTAKAR TENNUR $5.00 HVER BESTA 22 KAR. GULL $5.00, 22 KARAT GULLTENNUR Verð vort ávnlt óbreytt. Mörg liundruð manns nota sér hlð l&ga verð. HVERS VEGNA EKItl pú ? Fara yðar tilbúnu tennur vel? e8a ganga þær 18ulega úr skorSum? Ef þær gera þa8, flnnl8 þá tann- lækna, sem geta gert vel vi8 tennur y8ar fyrlr vægt verð. EG slnni yður sjálfur—Notlð flmtán ára reynslu vora við tannlæknlngar $8.00 HVALBEIN OPIÐ A KVÖLDUM DE. FAESONS McGKEEVT BLOCK, PORTAGE AVE. Telefónn M. 699. Uppl yflr Grand Trunk farbréfa skrifstofu. \Tr * •• 1 * timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur ogals- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís- legri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. Ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG Þetta erum vér Tbe Coast Lumber Yards, Ltd. 185 Lombard St. Phone M. 765. Þrjú yards “Fimtíu dali,” endurtók maður- inn. “Þú mátt þakka fyrir að fá svo mikið. Það er fullgóð borgun fyrir götustrák, sem ekki er fullra níu ára gamall. En fer hann ekki að koma?” “Jú, eg vonast eftir honum á hverri stundu,” sagtn frænka drengsins. “Fáðu þér aftur í glasið á meðan þú bíður. Við komr i um okkur saman um verðið, Þeg-1 ar þú bara sérð Pontus — hann er stór og rösklegur drengur eftir aldri. Pontus stóð fyrir utan gluggann og studdist upp við vegginn. Hurfu allir drengir frænku hans á þenn- an hátt? “Farinn heim,” hafði hún verið vön að segja. Alt hringsnér- ist i höfði drengsins. “Og þú ábyrgist að drengurinn bæði dansi vel og leiki vel á munn- hörpu?” “Já, það get eg fullvissað þig um. Reyndar hafði eg hugsað mér að koma honum að hjá farandleik- urum.” Þetta kom lífinu í fæturnar á Pontus — hann hljóp og hljóp, sem hraðast hann mátti og það var líkt og fæturnir keptust við hugann sem fvrst í burtu. Hann vissi ekkert hvert hann fór, en loks féll hann um trjá- stofna. Það var svo dimt, að ekki sást út úr augunum. Hann var að eins betlari og átti engan að í víðri veröld og gat ekkert nema grátið. Þegar hann vissi aftur í þennan heim lá hann í mjúku rúmi og fyrir framan rúmstokkinn sat kona við sauma sina, Hann opnaði augun. og hugsaði sig um og honum gat ekki betur skilist, en hann hlyti að vera í himnaríki. Honum fanst alt vera svo likt þvi, sem sunnudagsskóla kennarinn hafði sagt að umhorfs væri þar. Alt var svo yndislegt og fagurt. Eftir litla stund komj maður að rúminu. “Sefur hann enn þá?” sagði hann. “Veslings drengurinn!” “Já,” sagði konan. “En veistu livað eg hefi verið að hugsa um?” Það kostaryður EKK.ERT að reyna Record áíur en þér kaupið rjómaskil vlndu. RECORI) er einmitt skilvindan, sem bezt á vitS fyrir bændur, er hafa ekki fleiri en 6 KÝR I»egar |>ér reynitS þessa vél, munutt þér brátt Hannfæra«t um, atS hún tekur öllum öttrum frain af tömn staerð og vertSi. Ef þér notiÖ RECORD, fái« þér meira emjör, hún er auöveldarl metSfertSar, traustari, auÖhreiniMiÖrl *>K seul hvo láft'u veröi, aö aÖrir auta ekki eftir lcikið. SkrifiÖ eftir göluakilmálum og öli- um upplýKÍnftum, til The Swedish Canadian Sales Ltd. 234 Loftan Avenue, Winnipeft. “Mig grunar það,” sagði maður- inn. Svo kom löng þögn. Eoks- ins sagði hann: “Þú hefir verið að hugsa um drenginn, sem við höfum aldrei eignast — bróður hennar Betu litlu.” “Já, eg var einmitt að hugsa um hann. En við vitum ekki hver á þetta barn,” bætti hún við og varð daufari í bragði. “Reyndar er hann svo illa útlítandi, að ekki virðist vanþörf á að hann eignaðist heimili; aumingja bamið !” Nokkrum dögum semna kom prúðbúinn maður inn til frænku hans, gerði sig heimakominn og settist við borðið án þess honum væri boðið það. Hann tók hálfflösku af brenni- víni upp úr vasa sínum og sagðist vera foringi umferðaleikenda, sem liann nefndi með nafni. Kvað hann nokkra “gamla kunningja” sína hafa vísað sér til hennar. Hann spurði hvort hún hefði ekki dreng — dreng sem gæti sungið dálítið — dreng sem væri námfús og þægur — hún vissi hvemig drengurinn ætti að vera. Það stóð ekki á svarinu. “Eg sé strax að þú ert maður sem óhætt er að treysta og sem kann að þegja! Eg hefi að vísu engan dreng núna sem stendur, en eg er viss um að eg get útvegað tvo ágæta drengi fyrir jól.” Maðurinn hlustaði á konuna með athygli og skenkti í staup hennar. Svo spratt liann á fætur og rauk út. “Drengurinn hefir víst sagt rétt frá,” mælti hann. “Og við nóg af vitnum. Takið hanal” Tveir lögregluþjónar ruddust inn í húsið og tóku konuna. En bóndinn sem hafði þóst vera foringi uqiferðaleikenda hélt heim til sín. Þegar hann kom heim til sín tók hann litla betlarann í fang sér og spurði hvort hann vildi vera kyr. Pontus gat engu orði upp kom- ið. En varimar titruðu af ótta og fögnuði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.