Lögberg - 16.09.1915, Blaðsíða 4
4
LOttBtiRG, F’IMTUDAGl NN 16. SEPTEMBER 1915
LOGBERG
OeflB út bvem ílmtudag at
The Columbla Press, Ltd.
Cor. WllUam Ave &
Sherbrooke Street.
Wlnnlpeg. - - Manltoba.
KRISTJAN SIGURÐSSON
Edltor
J. J. VOPNI.
Business Manager
Utanáskrlft tll blaSsins:
Tbe COLUMBIA PKESS, Ltd.
P.O. Box 3172 VVinnlpeg, Man.
Utanáskrlft ritstjórans:
EBITOR LÖGBERG,
P.O. Box 3172, Winnlpeg,
Manitoba.
TALSIMI: GARRY 2156
Vrerð blaðslns : 62.00 uin árið
vini sína; hinir þýzku og austur-
rísku höfðu óþrjótandi birgiSir
skotvopna, er þeir beittu af öllu
megni, svo að ekki varð rönd við
reist, og auk þess óvígan her,
meiri en sögur fara af í nokkurri
herferð. Ennfremur er þaö mál
manna, að undanhaldinu hafi verið
vel stjórnað af Rússa hálfu, þó að
alls hafi þeir látið yfir miljón
manna, frá því í maí-byrjun, er
flestir hafa verið teknir til fanga.
Alt um það náðu Þjóðverjar ekki
þeim tilgangi sínum, að rjúfa fylk-
ingar Rússanna, er jafnan héldu
nppi bardögum, eyddu bygðum,
| brendu akra og höfðu með sér alt,
smátt og stórt, er óvinum þeirra
gat að haldi komið. Þeir tóku nið-
ur vélar í verksmiðjum og sendu-
austur á Rússland, en eyðilögðu uni haft af hluttöku íslenzkra
I þær, er þeir fengu ekki flutt með manna í þeim liðsafnaði, sem nú
Sanngirni.
Svo sem kunnugt er urðu margir
bændur á vissum svæðum vestan-
lands svo illa staddir af óáran,
árið sem leið, að hlaupa varð undir
bagga með þeim til útsæðiskaupa,
og til að kaupa bústofn, er margur
varð að farga sér í skaða, að miklu
leyti, er ekkert var fóðrið. Þessi
styrkur, sem Dominion stjórnin út-
vegaði, eða lagði til úr landsjóði,
nam mörgum miljónum. Nú vill
hún að komið sé að skuldadögun-
um og hefir lagt svo fyrir, að
bændur borgi af uppskeru sinni,
sumir alt lánið, sumir helming, eft-
ir tilgreindum ástæðum, auk
áskildra .vaxta.
Þessi krafa þótti þegar hörð og
jafnvel ósanngjöm. Kaupmanna
ráðið í Regina, höfuðstað Saskat-
chewan fylkis, þarsem flestir lán-
takendur eiga hima, hefir nú kveð-
ið upp úr og samþykt áskorun til
stjórnarinnar, að vera ekki frekari
í kröfunum, heldur er business
menn gerast, og jafna endurgreiðslu
lánanna niður á þrjú eða fjögur ár,
að minsta kosti.
Áskorun þessi var studd með
gildum rökum. Kunnugir segja,
að bændur, sem enga uppskeru
fengu síðasta ár, muni lítinn eða
sér. Allan kopar og messing og
annað er þýzka vanhagar mest um
til vopnasmíða, tóku þeir með sér,
jafnvel klukkur úr öllum kirkjum.
Hvarsem vígi var til fyrirstöðu,
veittu þeir viðnám og gerðu mikinn
mannskaða sínum óvinum.
Þjóðverjar ætluðu sér, svo sem
margoft hefir sagt verið, að gera
útaf við hinn rússneska her, svo að
engrar mótstöðu væri af honum að
vænta í næstu misseri, og þeir gætu
beitt mestöllum kröftum sínum á
öðrum vígvöllum. Þ.að hefir ekki
tekizt. Og nú ræða menn um það
sem mest, hverju fram muni vinda,
hvert ráð þýzkir uni taka, elta
Rússa inn á land þeirra, eða láta
fyrir berast á þeim slóðum, er þeir
hafa þegar unnið. Það þykir sum-
um óráðlegt fyrir þá, að rekast
undir veturinn austur eftir snævi
þöktum sléttum Rússlands, langt
frá aðal-bækistöðvum sínum, en
sumum þykir það enn óráðlegra, að
eiga herinn rússneska óunninn til
fulls og sækja birgðir allar, er þeir
þurfa á að halda, langar leiðir um
*
hertekið land. Því það ber öllum
saman um, að Rússar séu ódeigir
og örugggir að byrja sókn, nær sem
þeir hafa aukið lið sitt og komið
sér upp skotbirgðum sem nægja.
Það er eitt vist talið, að langt sé
enn þartil úrslitin sjást til fullnustu
á eystra vígvelli, með þvi að oft
hafi Rússum þungt veitt hernaður
við þá sem ráðizt hafa inn á land
alla, svo varla er unt að ætlast á
með nokkurri vissu, hversu margir
íslendingar hafa gengið undir heri
fána landsins. Þeir sem fóru
með fyrstu fylkingunum, munu
hafa verið milli 20 og 30. Síðan
hafa nokkrir farið smátt og smátt,
með varaliði því er héðan hefir
sent verið öðru hvoru í vetur, en
um tölu þeirra er víst öllum ókunn.
ugt. Óhætt mun þó að gera ráð
fyrir, að þeir skifti tugum. Af
þeim sem í bardaga hafa verið, er
kunnugt um að fjórir hafa verið
handteknir, tveir orðið óvígir, en
einn dáið af sárum. Þessir voru
allir í hinum mannskæðu orustum
norður af Ypres, þarsem herlið
vors lands gafst svo ágætlega vel.
Af þeim fregnum sem vér höf-
stendur yfir, virðist mega ráða, að
þeir dragi sig ekki í hlé. Aðrir
landsins borgarar leggja sig meira
og meira fram, eftir því sem fram
líða stundir, meira og meira lið
safnast, víðsvegar um landið, og er
gott til þess að vita, að íslenzkir
þegnar hérlendir eru ekki annara
eftirbátar.
j þeirra, en jafnan orðið ofan. á að
engan afgang hafa af andvirði upp- . , „ . . , .. „
ö , , . . ; lokunum og sigrað hma horðustu
skerunnar í ár, þegar þeir væru
búnir að kaupa nauðsynjar sínar til
vetrarins. Þeir hefðu flestir eða
allir orðið að fá lán hjá verzlunum,
til þess að komast af síðastliðinn
vetur, og með endurborgun þeirra
mættu þeir til að standa í skilum.
Það væri áreiðanlegt, aðl fáir
bændur mundu hafa nóg til allra
þarfa og geta fengið sér nægilegt
útsæði í vor, ef gengið væri ríkt
eftir kröfum stjórnarinnar.
j herskörunga, er þá sóttu 'heim, svo
j sem Karl 12. Svíakonung og
j Napoleon mikla, er báðum reið að
; fullu hernaður þeirra inn á hinar
í víðu sléttur Rússa ríkis.
Ný meðferð sakamanna
1 seinni tíð hefir mikið verið
rætt og ritað um það, að ekki bæri
almenningi að hefna sín á þeim
sem brytu landslög, með því að
þröngva kosti þeirra, eftir að þeir
eru- sviftir frjálsræði, heldur sé
það hverju þjóðfélagi fyrir beztu,
að reyna að betra þá sem þannig
er ástatt fyrir, svo að þeir verði
ekki fjandmenn alníennings, að
lokinni fangavist, heldur nýtari
menn en áður, ef svo mætti verða.
f mörgum löndum eru ráðstaf-
anir í þessa átt þegar gerðar. þar
á meðal hér í Canada, þarsem af-
brotamönnum er ætluð vinna á
víðavangi, helzt á bújörðum, sem
eru almenings eign og unnið er á
af glæpamönnum nær eingöngu;
það þykir hollara, heldur en að
hálda þeim innan fjögra veggja,
innan um fjölmenni, er eitt eða
tvö illmenni geta eitrað. Hér í
Manitoba er litillega byrjað á
þessu, sem frægt er orðið, og verð-
ur án vafa gerð gangskör að mál-
inu, af hinni nýju stjórn, þegar
hún hefir umsvif til.
Frægt er það orðið hér í álfu,
sem fram hefir farið í stærstaj
fangelsi Bandaríkjanna, sem nefnt|
er Sing' Sing, í New York. Þar er
nýlega skift um fangavörð, og
heitir sá Osborn, sem við hefir
tekið, og fylgir hinni nýju stefnu,
að fara liðlega með fangana, en
beita ekki hörðu við þá. Mr.
Richard Harding Davis hefir lýst
Herstjóm Þjóðverja veit það vel, fange-j;'nu °g því sem þar fer fram,
að þessi landauki, sem þeir hafa ^ier ,
I unnið, er ekki þess virði, er þeir ellefu árum sígar yar þag ”
! hafa lagt í sölurnar fyrir hann, nema óhafandi. En í þau sjötíu ár, sem
i þeim takist um leið að ganga milli síðan eru liðin, hafa betri og stærri
bols og höfuðs á hinum rússneska *lus veriS bygð ár frá ári á hverju
j her.
Rússum er mest um það vert, að
götuhomi í New Ýork og í hverri
stórborg Ameríku geta contractar-
ar rifið niður himinskaga og bygt
liggur annan j hans sfag; á nokkrum mán-
Samskonar ályktanir verða vænt-
anlega samþyktar og sendar stjóm ' ha]da saman m sínu; hftt
inni af öðrum félögum vestanlands,; þe|m 5 léttara rúmi> hvort óvinir uðum.
og rammar skorður reistar við því, þejrra taha smaa esa stóra sneið af • En Sing Sing er nákvæmlega
að bændum verði íþyngt umfram landj þeirra j svipinilj ef þgjm aB. eins og það var árið 1835, að því
eins tekst að halda hinum lifandí
vamarmúr lítt skertum. Tíminn
er þeirra bezti bandamaður. Og
það setn sanngjamt og hæfilegt er.
Einstakir menn hafa sýnt bændum,
sem fyrir óhöppum urðu, mikla
drenglund og nærgætni, kaupm. um- þaS hefir þegar sýnt sig> aí5 hin
liðið þá og hlaupið undir bagga rússnesha þjóíS og þing er einhuga
með þeim, og heildsölumenn afturjum ag efla herinn Qg leggja fram
umliðið kaupmennina. Það er
sannarlega 'hægt að ætlast til þess
að stjómin sýni ekki borgurum
landsins meiri harðneskju.
Herferð Þjóðverja á
Rússlandi.
alla k,rafta til að styrkja varntr
landsins. Allur iðnaður landsins
er nú til þess settur að vinna að
hervörnum og búa til skotfæri og
auk þess munu bandamenn Rússa
| leggja þeim það til er þeir kunna.
j Það er til dæmis sagt, að Japanar
hafi tekið að sér að senda þeim
---- 30 þús. sprengikúlur á hverjum
Frá því Þjóðverjar og Austur- degi. Hvað sem öðru liður, þá má
rikismenn hófu herför sína gegn eiga það víst, að undanhald hins
Rússum þann 2. mai í vor, hafa | rússneska hers er aðeins ráð til
hinir síðarnefndu sannað það samajþess að standa betur að vígi til
og aðrir í þessu stríði, fyrst að
engin vigi, hversu sterk sem eru,
standast þær byssur sem hinir
þýzku hafa yfir að ráða og i öðm
Iagi, að svo mikið er undir vopn-
unum komið í stríði þessu, að eng-
inn þarf að hugsa til að reisa rönd
við hinum þýzku, nema þjóðirnar
standi sem einn maður bak við her-
inn, að framleiða skotfæri og her-
gögn. ' l
Um það ber flestum eða ölium
saman, að undanhald Rússa hafi
stafað af því fyrst og fremst, að
þeir höfðu ekki skotvopn á við ó-
sóknar, þegar timi er
og tækifæri býðst.
til kominn
Hlutduld íslenzkra
manna.
Vér flytjum i þetta sinn mynd
af sjö íslenzkum mönnum, er
gengið hafa í herinn, og hefir
blað vort jafnan leitast við að
flytja upplýsingar um þá af voru
kyni, sem til hernáðar hafa farið,
frá því striðið hófst. Þvi miður
hefir ekki verið unt að telja þá
undanskiidu, að með hverju ári
hefir það orðið óvistlegra og óholl-
ara og ósamboðnara almenningi.
Það tilheyrir miðöldunum, það er
samboðið pislartólum hinna myrku
alda, hnútasvipum og fingraskrúf-
um; það er meira að segja ekki svo
langt síðan. að menn voru “hengd-
:r upp” i Sing Sing og hýddir með
barefli. í fangelsi þessu eru 200
klefar, sem enginn sólargeisli hefir
gægst inn í, í 80 ár. Eg hef kom-
ið inn í þá á heitum júní dögum,
og séð veggina blauta og smitandi
af raka. Þessir klefar eru svo
smáir, að sá sem snýr sér við í
þeim, verður að koma við ein-
hversstaðar og þurka bleytuna af
veggjunum. Klefarnir eru óhollir,
fullir af kvikindum og leggur af
þeim fúa og rotnunarlykt. Hversu
margir hafa þar látið lifið, mist
vitið, orðið farlama af gigt eða
aumingjar af öðrum veikindum,
kemst víst aldrei upp.
í þann tíð sat hver um annan í
fangelsinu, hver og einn njósnaði
um aðra og reyndi að koma sér í
mjúkinn með fréttaburði. Hver
grunaði annan og óttaðist svik,
fangaverðir létu kaupa sig til að
koma morphini og whisky til fang-
anna, snéru svo við blaðinu og
reyndu að ná í álit með því að
koma því upp að fangarnir hefðu
þetta um hönd. Hver fanganna
sat um hinn og fangaverðimir
gildniðu fyrir sína starfsbræður.
Aðal umsjónarmaður fangelsa
hafði sína spæjara, fangavörður
THE DOMHNiON BANK
8tr HDta.MJ B. IMII.ICU. M P„ ITm W D. MATTHJKWH .VIoa-Pvw,
C. A. BOGEKT, Geueral Mauager.
Borgaður liöfuðstóll...........
Varasjóður og óskiftur ábatl
$6.000,000
$7,300,000
BYRJA MA SPAKISJÓÐSREIKNING MEÐ $1.00
I>aS er ekki nauðsynlegt fyrir þig að biða þangað til þú
átt álitlega upphæS til þess að byrja sparisjóðsreikning við
þennan banka. ViBskifti má byrja með $1.00 eða meiru, og
eru rentur borgaðar tvisvar á ári.
aðra og svo koll af kolli.
Þetta breyttist þegar Thomas j
Mott Osborn tók yfirstjóm í Sing,
Sing, og lýsir Mr. Davis hans fram-
ferði þannig: „
Hann leyfði föngunum að tala
saman, hann tók gæzlumenn úr
verkastofum, matsölum .og útiveru
görðum. Fangamir hafa nú eftir-
litsmenn úr sinum eigin hóp á
þessum stöðum. Hann aftók þá
hegningu, sem alræmd var, að setja
fanga er eitthvað höfðu brotið, í
myrkvastofu. Ennfremur fól hann
föngunum sjálfum áð leggja refs-
ingar á þá sem gegn fangelsis regl-
um brjóta, en að vísu eru þeir úr-;
skurðir lagðir undir dóm hans
sjálfs. Hann leyfði föngunum að
skrifa eins mörg bréf og þeir vildu.
í stað þess að loka þá inni á
sunnudögum og helgidögum, er
föngunum nú leyft, að eyða þeim
dögum undir beru lofti.
Um daga hinnar fyrri fanga-
stjórnar var svo til hagað, að ef til
dæmis. helgidag bar upp á sunnu-
dag, eins og fjórða júlí bar upp á
sunnudag í ár, þá voru fangarnir
lokaðir inni frá því á laugardegi til
þriðjudags, svo að þar af leiðandi
hötuðu þeir sunnudagana og álitu
þá aðeins til þess gerða að koma
fram grimd og óverðskuldaðri refs-
ingu við sig.
Eitt af því sem Osbom gerði,
var að leyfa mönnunum að reykja
í útivemstundunum, sömuleiðis að
vera i samskonar nærfatnaði, og
hafa samskonar hálsbúnað og aðrir
menn. Þetta kann að þykja smá-
vægilegt, en það er samt satt, að
mennimir fengu meiri virðingu
fyrir sjálfum sér, er þeir losnuðu
við fangaskyrtumar og allir, sem
ráð höfðu á, notuðu sér strax þetta
leyfi.
Fangamir hafa mestalla stjóm
sín á meðal, í sínum höndum, kjósa
dómara, nefndir til ýmsra hluta,
eftirlitsmenn og þar fram eftir
götunum. Ein nefnd þeirra nefn-
ist “velferðarnefnd”, hún hefir
samið skrá um ivilnanir sem
föngunum hafa verið veittar, og á
þeirri skrá nefna þeir þá fyrsta,
að þeim var leyft að klæðast eins-
og aðrir menn. Aðrar sem þeim
þykir mikið í varið af þeim 25, sem
á skránni standa, eru þessar:
Nú er leyft að senda okkur
tóbak til að reykja.
Allir mega nú taka á móti gestum
einu sinni á mánuði.
Fangar mega hafa hönd yfir frí-
merkjum sínum og geta með því
móti hjálpað hver öðrum.
í stað þess að vér vorum áður
lokaðir inni, hver í sínum klefa, á
kveldin, er oss nú boðið, að hlýða
á fyrirlestra, vera við kvikmynda-
sýningar, söngva, hraðritunar lær-
dóm, simritunar eða teikningar.
Að föngunum er leyft að
vera við greftrun foreldra og
einkavina sinna.
Að þeim er leyft að kveðja ástvini
sína, er koma að sjá þá, með kossi.
Þetta eru dæmi þeirra ívilnana,
sem hin nýja fangelsisstjórn hefir
veitt föngunum. Um afleiðingarnar
eru menn ekki á eitt sáttir. Sumir
álasa Osborn harðlega fyrir þessa
ráðabreytni. Það er sagt, að leti og
stjórnleysi sé að færast í vöxt.
Tveir fangar liafa strokið, og er
mikið úr því gert. Mr. Davis lýsir
árangrinum með nokkrum dæmum af
því sem hann hefir sjálfur séð.
Þann 3. Júlí var baseball leikur í
fangelsisgarðinum. Milli garðsins og
Hudson fljótsins eru háar járngrind-
ar og er fjörutíu feta víður geiri á
milli grindanna og fljótsbakkans.
Til þess að vera utan grinda og gæta
knatta, sem út fyrir grindurnar kynnu
að fara, höfðu þeir kosið George
Straber, er dæmdur hafði verið i
margra ára fangelsi.
Til þess að strjúka var nú það
mesta unnið, að vera kominn út fyrir
girðingarnar, og jiað því fremur sem
gæzlumenn voru engir í varðturnum.
í þeirra stað voru vopnlausir fangar,
kosnir úr hópi sinna félaga. George
var syndur eins og selur. Svo sem
hundrað fet frá honum var krökt af
allskonar farkostum á ánni, er voru
á ferð upp og ofan. Enginn gætti að
honum. Allir voru innan girðing-
anna og sneru baki að honum, til að
horfa á leikinn. Hann þurfti ekki
annað að gera en hrista af sér skóna,
stinga sér í vatnið og renna sér yf-
ir til bakkans Jersev megin eða til
næsta gufubáts. Ekki mundu báts-
menn láta druknandi mann hjálpar-
lausan, ef honum skyti upp við borð-
stokkinn, heldur innbyrða hann og
fara sína leið með hann, ef hann
bæði þess. En George sneri baki við
freistingunni og fljótinu. Hann hafði
sína skyldu að vinna; hann varð að
gæta knattanna sem aíleiðis fóru.
Alt í einu heyrði hann að baki sér,
að hrópað var á hjálp. Enginn
heyrði það nema hann, því að allir
hinir stunduðu til leiksins af alhug;
jafnvel þeir, sem i varðturnunum
stóðu. Svo að þeir sáu ekki George
hrista skóna af fótum sér og stinga
sér í fljótið. Þeir sáu ekki, að hann
synti um 300 fet út á fljótið, þangað
sem smábátur var á hvolfi, og sótti
þangað stúlku og pilt, í tveimur ferð-
um. Þeir vissu ekki neitt um þetta
fyr en eftir á, er fangar 6Ögðu frá
því, er staðið höfðu við glugga í
spítala fangelsisins, og horfðu á
hvað gerðist. Þegar það var búið,
barði George að hliði fangelsis garðs-
ins og kraflðist inngöngu.
“Hleypið mér inn,’ ’mælti hann,
“eg verð að fara í klefa minn og
skifta um föt.” ,
Þeir hleyptu honum inn. Flótta-
færið var farið hjá. Hann var aft-
ur kominn inn fyrir grindurnar, á
röngu hliðina við þær.
Úr Tyrkjaveldi.
Drepið hefir verið á hversu fast
Tyrkir sækja það, að útrýma
Armeniumöimum og er það sannað
með mörgum sögusögnum að 300
þúsundir hafi drepntr verið af
þeirri ólánssömu þjóði í sumar.
Helztu menn Tyrkja lýsa því ber-
lega, að þetta sé aðeins byrjun þess
mikla verks, að útrýma með öllu
kristnum mönnum úr Tyrkjaveldi
og segja, að næst skuli tekið til við
Grikki, þar búsetta. Síðan skuli
Gyðingar annað hvort drepnir eða
úr landi keyrðir. Um missionera
frá Ameríku er hið sama sagt, að
þeir skuli ekki líðast, heldur rekn-
ir úr landi, því að nú er heróp
Tyrkjans: Tyrkjaveldi fyrir Tyrki
og enga aðra.
Sendiherra Bandaríkja í Con-
stantinopel hefir boðið Tyrkja-
stjóm a§ láta flytja úr landi til
Ameriku, svo mikið sem hægt er,
af þeim Arméniumönnum sem eftir
lifa og er það boð þegið af Tyrkja-
stjórn. Það mun kosta stórmikið
fé, ef gert verður í stórum stíl, því
að fólk þetta er allslaust; að flytja
og fæða og klæða hvern kostar ekki
minna en 100 dali og síðan verður
að sjá þessu fólki farborða, þegar
til þessarar álfu kemur. Það mun
vera ráð sendiherrans, að samskot
séu tekin í hinum ýmsu ríkjum
vestantil í Bandaríkjum, til þess að
flytja þangað eins margt af fólki
þessu, og hvert getur á móti tekið.
Ekki er greinilega sagt frá, hversu
þessari ráðagerð reiðir af.
Þeir sem kunnugir eru í Tyrk-
landi kenna Þjóðverjum um of-
sóknir gegn Armeniumönnum, með
því að þeir gera ekkert til að aftra
þeim níðingsverkum sem á þeim
eru framin.
Jafnan ganga sögur af því,
hversu báglega er ástatt í Tyrkja-
veldi; Rússar meina siglingar um
Svartahaf, bandamenn um Mar-
mara haf og með þeim ógurlegu
bardögum, sem staðið hafa við
Hellusund, er mannfall í liði þeirra
orðið svo mikið, að þeir fá varla
bætt í skörðin.
Kosningar í P.E.I.
í Prinne Edward Island, sem er
fylki útaf fyrir sig, á eyju fast við
Canada strönd, standa til nýjar
kosningar. Forsætisráðherrann
þar heitir Mathieson, búinn að vera
við völd siðan 1911. Hann hefir í
kaup $2,700 en aðrir meðlimir
ráðaneytis hans aðeins 1200 dali á
ári. Þingmenn eni þrjátíu aö tölu,
fimm kosnir af “hærri gjaldend-
um” hinir af öllum kjósendum;
þeir fá 200 dali í kaup fyrir sitt
ómak. Kosningar fóru lengi vel
fram í beyranda hljóði, en eru nú
leynilegar. Það hefir lengi haldizt,
að stjómin þar hefir verið af sama
flokki og sú sem við völd er í
Ottawa, sú sem þar komst að 1911
er donservative, og þykja lítil lík-
indi til að þar á verði breyting.
Aðeins tveir liberal þingmenn náðu
þingsæti síðast.
NORTHERN CROWN BANK
ABALSKRIFSTOFA t WINNIPEG
Höfuðstóll (löggiltur) - - - $6,000,000
Höfuðstóll (greiddur) ... $2,850.000
STJÓRNENDUR :
Formaður........... - - Slr D. H. McMILLAN, K.C.M.G.
Vara-formaður - - - - - Capt. WM. ROBINSON
Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, II. T. CHAMPION
W. J. CHRISTIE, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVEL
Allskonar bankastörf afgreidd. — Vér byrjum relknlnga við ein-
staklinga eða féiög og sanugjamir skilmálar veittlr. — Avísanlr seldar
til livaða staðar sem er á íslandl. — Sératakur gaumur gefinn sparl-
sjóðs innlögum, sem byrja má með clnuin doUar. Kentur lagðar við
á liverjum sex mánuðum.
T. E. THORSTETNSSON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man.
Biðlund.
Franskur höfundur og blaða-
maður, Pierre Mille, hefir nýlega
sagt litla sögu í “Le Temps”.
Pierre Mille dvelur i Paris.
Segir hann að maður úr norður
Frakklandi, sem hann hafði aldrei
áður séð, hafi heimsótt sig. 1
byrjun stríðsins hafði manninum
hepnast að flýja undan Þjóðverj-
um og komst til Hollands. En
eftir lítinn tíma varð heimþráin svo
sterk, að þrátt fyrir allar hörm-
ungar og hættur, varð hánn að
halda aftur heim til ættjarðar sinn-
ar. Nú var hann kominn á fund
Milles til að segja honum hvernig
umhorfs var í bænum þar sem
hann hafði búið.
Bærinn lá allur í rústum. Óvin-
irnir höfðu kveikt í honum til að
hylja ránin og hylja verk sprengi-
kúlnanna. Kirkjan var orðin að
grjóthrúgu. Veggirnir á tveimur
eða þremur húsum stóðu uppi lítt
skemdir, en þökin voru brotin að
mestu leyti. í útjaðri bæjarins var
gröfin stóra, þar sem leyfum gam-
almenna, kvenna og barna hafði
verið kastað og þakið yfir með
mold og grjóti.
Mille ásakaði sig fyrir það, að
hann væri orðinn svo vanur að
heyra þessu líkar sögur, að hann
fyndi lítið til þótt hann heyrði þær.
Flóttamaðurinn kvað óþarft fyrir
hann að ásaka sjálfan sig fyrir það.
Þá hefir líkt fariö tynr okKur
báður, sagði hann. Mér brá ekk-
ert þegar eg kom í bæinn, og ekki
heldur þótt eg sæi ekki nema litla
ösku og steinhrúgu eftir af mínu
eigin húsi; eg var búinn að sjá
það alt í huganum áður. Eg
mundi ekki 'hafa trúaðj þvi, þó
einhver hefði sagt mér það áður,
að nokkur mundi geta mætt ógæfu
sinni með svo köldu blóði. En nú
finst mér það skiljanlegt. Sumt
er þó svo átakanlegt, að það jafn-
vel kemur tárunum fram í augun
á þeim, sem halda að þeir séu
orðnir svo harðir, að ekkert fái
bugað þá.
Þér kann að virðast það svo
smávægilegt, að ekki sé vert að
færa það í frásögn. En eg vonast
þó til að þú hlægir ekki að mér.
Þú ert svo kunnugur, að þú veist,
að margir af borgarbúum áttu
hunda.í En þegar íbúarnir flúðu
eð£ voru brytjaðir niður * urðu
hundamir eftir. En óskiljanlegt
er mér, hvemig þeir hafa df-egið
fram lífið. En svo mikið er víst,
að margir þeirra em lifandi og
sitja oft í stórhópum við göturnar
sem liggja inn í borgina.
Þeir sitja oft tímum. saman
hreyfingarlausir, sorgbitnir og
áhyggjufullir á svip. Fyrir fleir-
um hefir farið líkt og, mér, að
heimþráin hefir knúð þá til baka.
Þá keum rþað fyrir, að einn úr
hópnum þekkir húsbónda sinn og
sá bíður ekki boðanna.
Þú ættir bara að sjá aðfarirnar.
Þegar hundarnir sjá mann sem
ekki er í einkennisbúningi, reisa
þeir upp eyrun og einblína á mann_
inn. Þegar minst varir hleypur
einn upp úr hópnum og flaðrar
upp um gamla húsbóndann, gjálfr-
ar af gleði og sleikir á honum
hendurnar og andlitið. En hinir
sitja eftir og virðast hálfu 'hrygg-
ari eftir en áður. Sumir væla og
gelta þangað til maðurinn hverfur,
en hreyfa sig hvergi; þeir sitja og
biða og vona.
Eg skal segja þér, mælti gestur-
inn að lokum, það þarf meira en
mann sem er í meðallagi harð-
brjósta til að tárfella ekki þegar
þessu fer fram.
Settur til Ioftvarnar.
Til þess að stýra vörnum gegn á-
rásum loftskipa, er jafnan leita til
hryðjuverka á Englandi og einkum
London í seinni tíð, er settur Sir
Percy Scott, einn hinn snjallasti til
að finna nýjungar í fallbyssugerð og
notkun, af þeim mörgu. sem við þá
hluti fást á Englandi. Þó að skemd-
ir af völdum þýzkra loftskipa haf.
verið litlar til þessa, þá kann svo til
að bera, að þau valdi tjóni, og þvi
vilja Bretar gera við, með því að
setja sinn snjallasta stórskotamanLi
til að verja Lundúnaborg fyrir áras-
um þeirra.
Veiðifarir.
Um hádegi á þriðjudag var búið
að biðja um og borga fyrir 2,077
veiðileyfi í fylkinu, en þáð er nálægt
einu þúsundi færra en í fyrra. — Nú
verður veiðilögum stranglega fylgt,
einkum að því leyti, að enginn drepi
meira en 20 endur á dag. Eftirlits-
menn eru v'ið hverjar járnbrautar-
rstöðvar, er taka hvern tali, sem ber
byssu og heimta að fá að sjá veiði-
leyfi hans. Þeim sama verða gefn-
ar góðar gætur, þegar hann kemur
aftur og þá skoðað í pokann hjá hon-
um, svo og allir fuglar taldir, sem
sendir verða í bæinn með Express,
eða á annan hátt, eftir því sem viö
verður komið.
Flestir fara niður í Rauðárósa, því
að þar er mikið um endur í ár, miklu
meir en annars staðar að sögn, svo og
við Poplar Point, og aðra staði þar
í grend.
Hvaðanæfa.
—Þýzka stjórnin hefir enn fengið
$10,000,000 að láni hjá Krupp félag-
inu í Essen. Stórtækastur kvað Col-
ogne bankinn hafa orðið að þessu
sinni; hann lánaði 45 miljónir marka.
';^ÍSiS^SW
—Vilhjálmur keisari hefir sæmt
von Mackensen svörtu arnar orðunni,
en það er æðsta virðingarmerkið, er
keisarinn á til í eigu sinni.
K?ri. •'ORQnPIM
—Ungverjar segja, að Austurrík-
ismenn og Ungverjar hafi til 1. Ág.
mist 2,500,000 manns síðan stríðið
byrjaði, en ítalir hafi mist 140,000
síðan þeir tóku til vopna.
• r .
—Þýzka stjórnin hefir afhent
Spánverjum $48,000 sem skaðabætur
fyrir sjö Spánverja, er mistu lífið í
umsátinni um Liege í Ágúst 1914.
—Baron von Diller er skipaður
landstjóri í þeim hluta Póllands, sem
Þjóðverjar og Austuríkismenn hafa
tekið af Rússum.
Ástabréf.
Ástabréf verða fremur en öll önn-
ur bréf að sýna sanna mynd af huga
bréfritarans. Þess vegna getur þú
ekki skrifað ástabréf fyrir mig og eg
ekki fyrir þig. Einföld setning, sem
þú segir með þinum eigin orðum,
getur verið þeim, sem les þau, þús-
und sinnum meira virði en hálf blað-
síða af fegurstu orðum úr penna
annars manns. En eins og mat-
reiðslubækur eru ekki óþarfar, þótt
kökur og sætabrauð hafi sinn keim
eftir því hver býr þau til, eins eru
ýmsar reglur, sem vert er að muna,
þegar ástabréf eru skrifuð, eins og
hver önnur bréf.
Hvert ástabréf er skrifaður koss.
Þegar það er heilbrigt og bréfritar-
inn einlægur, þá er það samsafn eða
summa alls þess, sem gott er. Ástin
vekur þá geðshræring, sem hægast er
að sýna.
Barnið sýnir ást sína með því að
slíta upp lítið og jafnvel visið blóm
við veginn og gefa þér, skóladreng-
urinn með því að gefa kennaranum
rautt epli, unnustinn sendir kærust-
unni ljóðabók eða brjóstsykur, hund-
urinn leggur fótinn eða trýnið á kné
þér og kisa færir þér dauða mús.
Allir geta skrifað ástabréf.
Það þarf ekki mikla rnentun til að
geta skrifað fögur ástabréf. Fátæk
og ómentuð stúlka ofan úr sveit á
Nýja Englandi druknaði fyrir rúmu
ári. í fórum hennar fundust að
minsta kosti hundrað ástabréf, sem
þóttu svo óvenjulega fögur, að sum
hafa verið prentuð. Þau voru geðs-
hræringar festar á pappírinn með
einföldum orðum.
NútíSar ástabréf.
Kvenhöfundur hefir sagt, að stúlk-
ur nú á tímum séu ólíkar systrum
sínum, sem uppi voru fyrir hundrað
árum, sv'o ekkí sé lengra til tekið.
Ef hugsunarháttur nútíðarinnar hef-
ir breytt skáldsögum og leikjum og