Lögberg - 16.09.1915, Blaðsíða 7
IíOQBKRG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1915
f
FRETTIR FRA ISLANDI.
Eimskipið “Goðafoss” kemur
til Akureyrar.
Kl. 9 aö kvöldi 2. Júlímánaöar eim-
aöi skipiö “Goöafoss” inn fyrir Odd-
eyrartangann, og 10 mínútum síöar
kastaði þaö akkerum fyrir utan innri
hafnarbryggjuna.
Fjöldi Akureyrarbúa stóð á bryggj-
unni og hornleikaraflokkur bæjarins
spilaöi ýms þjóðlög.
Veður var hið fegpirsta, slíkt sem
óvíða er að sjá nema við Eyjafjörð.
Sólin var í náttmálastað, og til suð-
vesturs, yfir Hofsfjalli, ljómaði hún
ennþá og sendi gullrauða geisla-
strauma gegnum skýin ofan á fjörö-
inn, sem lá spegilfagur og skær út til
hafs, og endurkastaði geislum upp á
hlíðamar beggja megin og upp á
fjöllin fram af Leirunni og fram
með Eyjafjarðará, fram í dal, og upp
á skýin, sem lágu eins og silfurofinn
dúkur með fram fjallabrúnunum og
skygðu á fjörðinn. En hlíðarnar
stokkroðnuðu á báðar kinnar, er þær
sáu sina eigin fegurð og sólarinnar í
sjónum: Árskógsströnd, Möðruvellir
oe Kræklingahlíð að vestan, alt suð-
austur að Súlum, en Látraströnd,
Svalbarðsströnd og Vaðlaheiði að
austan, ljómuðu eins og gullskreyttir
múrveggir á undrahöll íslands norð-
anvætta.
Gólf þess var fjörðurinn sjálfur,
fagurblár eins og skygður Saphir, en
geilsum ofin regnský og þokuský
voru þakið.
Fram af Leirunni breiddust út
dökkgrænar grundir eins og teppi, en
tignir gestir gætu setið að veizlu.—
höfðinn og brékkan fyrir ofan b»inn
líktust borði eða hápalli, þar sem
Um leið og skipið hafnaði sig, spil-
aði hornflokkurinn lagið: “Ó fögur
er v'or fósturjörð”. Allir þekkja vís-
una:
“Ó fögur er vor fósturjörð
um fríða sumardaga,
er laufin grænu litka börð
og leikur hjörð í haga,
og dalur lyftir blárri brún
mót blíðum sólarloga,
og glitrar flötur, glóir tún,
og gyllir sunna voga.”
Betri lýsing, en þessi vísa er, mun
örðugt að fá eða finnna á útliti
landsins hér við fjörðinn, eins og
það var þetta kvöld. Hver hending
hreif, hvert orð snerti hjörtu þeirra
er heyrðu. —
Bæjarstjórinn Páll Einarsson gekk
nú fram að skipinu og flutti þar
stutta en skörulega ræðu í nafni bæj
búa Akureyrar. Sagði skipkomu
þessa vera merkan atburð — vegna
þess að “Goðafoss” væri hið fyrsta
—annað en “Gullfoss” haffært skip.
sem íslendingar hefðu látið byggja,
og sem væru þjóðareign. Kv'aðst
hann vona, að “Goðafoss” yrði jafn-
heillarikur fyrir Norðurland sem
“Gullfoss” væri þegar orðinn fyrir
Suðurland — og bað svo Akureyrar-
búa lýsa fögnuði sínum yfir komu
skipsins með þrisvar þreföldu húrra.
Og múgurinn, sem viðstaddur var,
gerði það.
Því næst talaði bæjarstjórinn enn
þá nokkur orð um hina nýfengnu
stjórnarskrá og hinn nýfengna fána.
Kvað það fagnaðarefni fyrir Islend-
inga að hafa fengið löggjafarvaldið
meir en fyr i sínar hendur, og kvaðst
vona, að almenningur mundi læra að
elska þrílita fánann, sem hann hafði
þá sér við hlið, og sem er næsta svip-
aður norska flaggginu, nema hvað
rauðu og bláu litirnir standa þar öf-
ugt, n.l. rauður litur í krossi íslenzka
fánans þar sem norski fáninn hefir
bláan lit. Bæjarstjórinn bað áheyr-
endur að lýsa ánægju sinni yfir fán-
anum með því að hrópa þrisvar þre-
falt húrrra. Og múgurinn gerði það
fjörugt.
Að því búnu kallaði bæjarstjórinn
á skipstjóra og bað hann velkominn
í nafni Akureyrarkaupstaðar.
Framkvæmdarstjóri skipsins, hr.
Nielsen, þakkaði með nokkrum prýð-
ivel völdum orðum. — Kvað sér og
sinni þjóð, Dönum, sönn ánægja að
því að sjá slík fyrirtæki sem bygg-
ing nefndra skipa, á jafnmiklum ó-
aldartímum og af jafnlítilli þjóð. —
Islandi væri þetta fyrirtæki til sóma
og hann vonaði að það yrði þjóðinni
til gagns.
Að þessari ræðu lokinni spilaði
hornaflokkurinn þjóðsöng Islands,
eftir skáldið séra Matth. Jochums-
son, og leið hver tónalda hrein og
skær út yfir hafið og svo til skýja út
í geiminn. Þeir sem kvæðið þekkja
vita, að skáldið fyrirsegir þar dauða
Islands eins og smáblóms og getur
ekkert um “annað líf” eða endur-
fæðing landsins. —
Að því búnu steig konsúll Otto
Tulinius á ræðupallinn, bað “Goða-
foss” velkominn og afhenti skipstj.
ljósmynd af Goðafossi, nafna skips-
ins, sem gjöf frá verzlunarmanna-
félaginu.
Var svo atburði þessum lokið.
Fóru þá ýmsir bæjarbúar upp á
skipið, aðrir fóijh heim. Eh homa-
flokkurinn spilaði nokkra | Jjóð-
söngva og skemtanir héldust fram
undir miðnætti.
Þetta kvekl kl. 11—12 gaf að líta
miðnætursól íslands í allri sinni dýrð.
Það er sjón sem enginn, er hana
hefir séð gleymir, því hún er óvið-
jafnanlega fögur. Það er þá, að
“kvöld og morgun mynnast”, það er
þá að sólin heldur sigurför sína, í-
klædd logablæju og stigur léttfætt
yfir fjörðinn og felur sig svo um
stundark'orn á bak við Látrabjarg,
áður en hún byrjar dagsferð sína á
ný.
Hafir þú, sem þetta les, aldrei séð
þessa undrasjón, þá hefir þú aldrei
litið einn af helgidómum íslands —
né eina skrautmynd heimsins, sem
að eins sést frá Akureyrarbæ.
Hún ein er meira virði en mörg
þúsund fánar og söguríkari en mörg
þúsund ljóð — rétt eins og Goðafoss
sjálfur í “gljúfradalnum” eystra er
tilkomumeiri en nokkurt skip úr
járni eða eik, og niður hans segir
meira en nokkur hornasöngur.
Hvað á “Gullfoss” þessi að gera
fyrir ísland?
Hvað á'“Gullfoss” að gera?
Flytja vörur og ferðamenn til og
frá íslandi, eða bara til að láta menn
vita, að Ísland sé til og eigi stórfelda
fossa, er Gullfoss og Goðfoss heita?
Óskandi að þetta skip og félagi
þess “Gullfoss” yrði alþýðu íslands
að verulegu gagni í bráð og lengd,
og fólkið, sem hrópaði nífalt húrra í
gærkvöldi, fái heillaóskir sínar upp-
fyltar.
En hvenær ætli Goðafoss í Skjálf-
anda og Gullfoss í Hvítá fái nokkuð
gagnlegt og þjóðþarft verk að
vinna? F.B.A.
-—Islendingur.
Héraðssamkomu
héldu Þingeyingar 19. þ.m. ('Júní á
Breiðumýri í Reykjadal.
Samkoman hófst nieð iðnaðarsýn-
ingu, sem þingeyskar konur höfðu
stofnað til.
Gat þar að líta margan eigulegan
grip, unninn af kvennahöndum, en
fátt var þar smíðisgripa frá karl-
mönnum.
Tilgangnr iðnsýninga er sá, að
sýna á hvaða stigi þjóðin standi sem
iðnaðarþjóð. Þær eru því nokkurs-
konar próf, sem þjóðin tekur í þess-
ari grein.
Sé litið á þessa þingeysku iðnaðar-
sýningu sem próf, er sýslubúar hafi
gengið undir, er bersýnilegt að kon-
ur sýslunnar bera höfuð og herðar
yfir karlmennina í iðnaði.
Engin húsgögn sáust þar eða smíð-
aðir munir að heitið gæti. En kven-
fólkið hafði þakið alla veggi sýning-
arsalsins og öll borð af sínum varn-
ingi, svo ekki var gómstór blettur ó-
notaður.
Hvað því hefir valdið, að hagleiks-
menn sýslunnar lögðu ekki meira til
þessarar sýningar, en þeir hafa gert,
er ekki gott að segja. En sennilega
hefir það verið tómlæti og annað
ekki.—Islendingur.
Reykjavík, 11. Ágúst 1915.
Það er styzt að segja, að það eru
framleiðendur útflutts varnings, scm
aðallega taka gullið upp úr grjótinu
í ár hér á landi. Þó eru engir að
líkindum, sem græða eins geipilega
og algerlega fyrirhafnarlaust eins og
sveitabændur. Gærurnar og haustull-
in flugu upp úr von og viti í haust
sem leið. Ullarverðið í sumar er
komið upp í kr. 4.90 fyrir kg. af ull,
þ.e. kr. 2.45 fyrir pundið, en það er
helmingi hærra en nokkur dæmi eru
til áður. Stórbóndi á Norðurlandi
seldi hér um daginn ullina sína fyrir
þetta verð og fékk alls um 5,000 kr.
fyrir hana. En ullina er nú ekki auð-
ið að ná í með tolli í þetta sinn, þ.e.
a.s. vorullina. Þessi sami bóndi sel-
ur og mikið fé á hverju hausti, og
gerir hann ráð fyrir að fá í haust 50
kr. fyrir hvern fullorðinn sauð. —
En það eru fleiri en sveitabændurn-
ir, sem raka saman peningum á stríð-
inu. Sjávarútvegurinn stórgræðir
einnig í ár, þar sem lýsi mun vera í
120—130 kr. tunnan og saltfiskur
(nr. 1) í 120 kr. og þar yfir skp. En
þó er gróði sjávarútvegsins ekki
sviplikt því eins mikill tiltölulega, og
kemur það af því, að salt, sem til út-
vegsins heyrir, hefir stigið stórum í
verði; kol hafa tvöfaldast í verði, og
kaup hefir einnig hækkað. Bregðist
síldveiðin, verður það stór hnekkir
fyrir útgerðarmenn, en v'erði hún
sæmileg, þá er enginn efi um hitt, að
síldin veröur í geipi-verði — sumir
tala jafnvel um 50 kr. fyrir tunnuna.
Hvað kjötverð verður í haust, er
ekki gott að vita, en varla verður
það minna en tvöfalt á við vanalegt
v'erð.
Lagaprófessors-embættið, sem E.
Arnórsson ráðherra gegndi áður, er
nú auglýst laust og umsóknarfrestur
til 15. Sept. Byrjunarlaun 3000 kr.,
en fara hækkandi upp í 48500 kr.
Miðfjarðar-læknishérað er auglýst
laust. Árslaun 1,500 kr.
Settur sýslumaður í Árnessýslu er
Eiríkur Einarsson lögfræðingur frá
Hæli.
Beinhákal kom nýlega í síldarnet
hér úti í flóanum, frá skipinu “Nora”
og dró það hann í land hér vestan
við höfnina. Lengd hans er 8,10
metrar, en ummál framan við bak-
ugga 4.90 metrar. Lifrin var 6 tunn-
ur, Beinhákarl kvað vera sjaldgæf-
ur hér syðra og er talað um að troða
út skrápinn handa náttúrugripasafn-
inu.
Dáin er hér í bænum 1. þ. m.
Bergljót Árnadóttir, ekkja Sigurðar
kaupmanns í Reykjavík Magnússon-
ar bónda í Bráðræði, Jónssonar.
Börn þeirra eru: Jón Hjaltalín hér-
aðslæknir í Rvík, Magnús yfirréttar-
málafl.m., Ingvar stúdent, Ingibjörg
kenslukona og Guðrún.
Dáinn hér í bænum í morgun (5.)
Helgi Pálsson, faðir Einars Garð-
yrkjumanns.
Eins og að undanförnu lokuðu
bankarnir hér 2. Ágúst og flestum
búðum lokað kl. 4. Skemtun var á
íþróttavellinum um kvöldið. — Þar
Var dregið um happadrættis-miða 1-
þróttasambandsins og komu upp nr.
2077 ffar til Khafnar á 1. farrými
Gullfossý nr. 1337 ('ferð til Noregs
á 1. farrými Björgvinjarskips) og
nr. 23 (far til Kaupmannahafnar á
2. farrými Goðafoss).
Goðafoss kom til Kaupmannahafn-
ar 29. f.m., beina leið frá Fáskrúðs-
firði og varð ekki fyrir neinum töf-
um á leiðinni.—Lögrétta.
Akureyri, 2. Júní 1915.
Verkamannafélagið hér í bænum
hefir kært til stjómarráðsins yfir
kolaverðinu hér. Hefir þetta borið
þann árangur, að verðlagsnendin
hefir fýrirskipað hámark kolaverðs-
ins 30 kr. tonnið. fVar áður 45 kr.J.
Þegar þetta varð hljóðbært, hugðu
menn gott til að fá ódýr kol. En er
til átti að taka, voru öll kolin seld og
lofuð. Er nú mælt, að kol séu með
öllu ófáanleg hér í bæ, og sýnist því
svo, að hin síðari villan ætli að verða
argari hinni fyrri. Málið mun á ný
Vera komið fyrir stjórnina og verð-
lagsnefndina. — Eftir að ofangreint
var sett í blaðið kom út auglýsing
frá hr. Ragnari Ólafssyni um það,
aö hann seldi kol fyrst um sinn.
Verð 45.00 kr.
Fjárkláðinn er nýlega fundinn á
þrem bæjum í Öxnadal fVarmavatns-
hólum, Bessahlöðum og Geirhildar-
görðum). Enn fremur er fjárkláði
kominn upp á tveim bæjum í Keldu-
liverfi: Keldunesi og Þórunnarseli.
—Islendingur.
Reykjavík, 25. Ágúst 1915.
Dáin er í Landakotsspítalanum
hér í bænum kvöldið 23. þ.m. frk.
Anna Sigríður Arasen, eftir þunga
legu. Hún var dóttir Ara Arasens
læknis á Flugumýri í Skagafirði,
fædd þar 1. Des. 1853.
Páll J. Torfason fjármálamaður
er nýlega kominn heim hingað eftir
nær ársdvöl í Danmörku. Hann
hefir stofnað og látið skrásetja hér
félag, sem heitir “Aktieselskabet Is-
lands Salt og kemiske Fabrikker.” —
Það á að starfa að saltvinslu hér
við land og ætlar einnig að fást við
að vinna olíu úr kolum eða surtar-
brandi. í stjórnarnefnd félagsins
eru P. J. Torfason, P. G. Utzon
Buck og Chr. Grauballe, en fram-
kvæmdarstjórinn heitir Einar Lyt-
ken, og er hann hér nú að kynna sér
verkefni félagsins.
“ísland,” hið nýja og vandaða skip
Sam. gufuskipafél. kom hingað í
morgun, og er' það fyrsta ferð þess
milli landa. Þ-að mun vera vandað-
asta farþegaskip, sem hér hefir verið
i förum. Skipstjóri á því er Aasberg-
kafteinn, sem áður var skipstjóri á
“Botníu” og mörgum er hér að góðu
kunnur. — Lógrétta.
Björg Bjarnardóttir, kona Finn-
boga kaupm. Lárussonar í Gerðum,
andaðist á heimili þeirra 9. f.m.
Bjjörg sál. fæddist jí Garðhúsum í
Reykjavík 19. Sept. 1875.—lsafold.
Reykjavík, 6. Ágúst. 1915.
Ægissíðu, 4. Ágúst. — Einmunatíð.
Nýting ágæt. Heyskapur á Mýrum
bezta lagi. Erfitt að ná af valllendi
sakir stöðugra þurka. — Nýlátin er
frú Anna frá Múla, tengdamóðir
Gríms Thorarensens í Kirkjubæ.
Eyrarbakka 5. Ág. — Ágætur afli
hér. Miklir þurkar, alt að skrælna
og brenna. — Rigningar og ótíð í
Mýrdalnum að sögn.
Vænar kartöflur koma nú upp úr
görðunum á Reykjum í Mosfells-
sveit hjá Óskari garðyrkjumanni
Halldórssyni. Vísi voru sendar þrjár
kartöflur þaðan í gær og vógu þær
40, 37 og 31 gram og er það óv'enju-
legt svo snemma sumars. Útsæðið
var danskt og hafði Óskar selt um
300 tunnur af því út um land. —
En fremur hefir hann reynt norskt
útsæði frá Þrándheimi og gefst það
vel. Langmest notar hann þó ísl.
útsæðiskartöflur og lætur vel af því
hvernig spretti af þeim í sumar og
býst við að fara að selja þær kartöfl-
ur um miðjan mánuð.—Vísir.
Fjárlagafrumvarpið á
Alþingi.
Tekjur landsins er ætlast til að
verði á fjárhagstímabilinu 4,203,700
krónuir.
Skattar og tollar er ætlast til að
verði 3 miljónir 763 þús. kr. Þ if
er hæstur tollui af kaffi og sykri.
3,000,000 kr. Fer það nærri því scm
hann hefir reynst undanfarin ár.
Næstur er vörutollur , 750 þús. Þá
tóbakstollur 420 þús., símatekjur
380 þús. og pósttekjur 250 þús., út-
flutningsgjald 300 þús., aukatekjur
150 þ*ús., ábúðar og lausafjársskatt-
ur 108 þús. Allir aðrir liðir eru
undir 100 þús. kr. Lægstur er erfða-
fjárskattur, 9 þús. kr. bæði árin.
Tekjur af fasteignum landsjóðs
(Ijörðum, ,-kirkjum, silfurbergsnám-
um og Ræktunarsjóði samtals 56,200
kr. Viðlagasjóðstekjur 248,900 kr.
Ýmsar greiðslur og endurgjöld 15,600
kr. Úr ríkissjóði Danmerkur 120,000
kfónur.
Tekjuáætlunin er mestmegnis mið-
uð Við meðaltal síðustu ára og farið
heldur varlega í sakirnar.
Útgjöldin eru áætluð 4,333,341 kr..
92 au.
Koma fyrst greiðslur af lánum
tæp hálf miljón króna.
Til alþingis 80 þús. kr.
Dónrgæsla og lögreglustjórn (a.)
um 174 þús. og (b) 125 þús. kr.
Læknaskipun um 380 þús. kr. Þar
SUCCESS BUSINESS C0LLEGE
WINNIPEG, MANITOBA
Byrjið rétt og byrjið nú. I-æriS verzlunarfræði — dýrmætustu
þekkinguna, sem til er t veröldinni. Lærið í SUCCESS, stærsta og
bezta verzlunarskólanum. Sá skóli hefir ttu útibú I tlu borgum Can-
adalands—hefir fleiri nemendur en allir keppinautar hans t Canada
til samans. Vélritarar úr þeini skóla hafa hæstu vcrðlaun.—útvegar at-
vinnu — hefir beztu kennara — kennir bókhald, stærðfræði. ensku,
hraðritun, vélritun, skrift og að fara með gasoltn og gufuvélar.
Skrifið eSa sendiS eftir upplýsingum.
F. G. GARBUTT
President.
D. F. FERGUSON..
Principal
Members of the Commercial Educators' Association
E. J. O SULUIVAN,
M. A. Pres.
Stofna'ð 1882. — 33. Ar.
Stærsti verzlunarskóli t Canada. Býr fólk
undir einkaskrifara stöSu_ kennir bókhald,
hraSritun. vélritun og aS selja vörur.
Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunm.
Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, einkum
kennarar. öllum nemendum sem það eiga
skilið, hjálpað til að fá atvinnu. SkrifiS, kom-
iS eSa fóniS Main 45 eftir ókeypis verSlista
meSmyndum.
THE YVINNTPEG BUSINESS COLUEGE
222 Portage Ave. Cor. Fort Street.
Enginn kandídat atvinnulaus.
Business and Proíessional Cards
Dr. Bearman,
Þekkir vel á
Augna, eyrna, nef, kverka sjúkdóma
og gleraugu.
Skrifstofutímar: 10-12, 2-5 og 7-8
Ta.ls. 4-370 215 8 imerset Blk
Dr. R. L. HURST,
Member of Royal Coll. of Surgeons,
Eng., útskrifaSur af Royal College of
Phj-siclans, London. SérfræSlngur í
brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum.
—Skrifst. 305 Kenuedy Ðldg., Portage
Ave. (á móti Eaton’s). Tals. M. 814.
Heimili M. 2696. Ttmi tll viStals:
kl. 2—5 og 7—8 e.h.
Dr. B. J.BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
TELKPHONE GARRY320
OrFICB-TfMAR: 2—3
Heimili: 776 VictorSt.
Telephone garry 321
Winnipeg, Man.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
fslenzkir lógfræSingar,
Skrifstofa:— Room 8ii McArthur
Building, Portage Avenue
Áritun: P. O. Box 1658.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
GARLAND & ANDERSON
Ami Anderson E. P Garlaa^
IÖGFRÆÐINGAR
801 Electric Railway Chambars
Phone: Main 1561
með talin sjúkrahús o. fl.
Samgöngumál 1,383,810 kr.
/a) Póstmál 267,200 kr.
(b) Vegabætur 325,300 kr.
(c) 1. Strandferðir 137,000 kr.
2. Eimsk.fél. Isl. 80,000 kr.
3. Bátaferðir á flóum o.sfrv.
96,000 kr.
(d) Hraðskeytasamband um 350
þús. kr.
(e) Vitamál 127,450 kr.
Kirkju- og kenslumál 740,000 kr.
(a) Andlega stéttin um 112,000 kr.
(b) Kenslumál—
1. Háskólinn 137,000 kr.
2. Mentaskólinn 81,000 kr.
3. Gagnfræðaskólinn á Akureyri
um 36,000 kr.
4. Kennaraskólinn 30,000 kr.
5. Stýrimannask. unt 16,000 kr.
. 6. Bændakensla 37,400 kr.
7. Iðnfræðsla 15,200 kr.
8. Verzlunarskólinn 10,000 kr.
Húsmæðrafræðsla 2,400 kr.
10. Ljósmæðraskólinn 8,000 kr.
11. Kvensk. Rvíkur 28,600 kr.
12. Bamafræðsla 156,800 kr.
('Barnaskólar 30 þús. hvort
árið og fars'kólar 20 þúsund
hvort áriðý.
13. Lýðskólar 42,000 kr.
14. Ýms kensla 25 þús. kr.
Vísindi, bókmentir, listir um 186
þús. kr. Þar með talið fé til rann-
sókna, styrkir til félaga og einstakra
manna.
Verkleg fyrirtæki um 465,000 kr.
1. Búnaðarfél. íslands 108.000 kr.
2. Búnaðarfél. 44,000 kr.
3. Vatnsvirki um 20,000 kr.
4. Járnbrautarranssókn 18,000 kr.
5. Sandgræðsla 10,000 kr.
6. Skógrækt 30,000 kr.
7. Fiskiveiðasjóður 12,000 kr.
8. Landhelgissjóður 10,000 kr.
9. Fiskifélagið 25,000 kr.
10. Bjargráðasjóður 40,000 kr.
11. Vestmanneyjahöfn 62,000 kr.
12. Brimbrjótur í Bolungarvík 20,-
000 kr.
Óviss útgjöld 20,000 kr.
Úr viðlagasjóði má veita samtals
alt að 55,000 kr.—SuSurland.
Eyrarbakka, 31. Júlí 1915.
Aflabrögð hafa verið ágæt hér
austan fjalls þessa viku. Einn bátur
hefir gengið héðan af Eyrarbakka og
þrír af Stokkseyri og allir mokfiskað
(30 60 í hlutj. Aflinn er langmest
langa, þorskur og keila. Síld hafa
sumir bátamir veitt þetta 10—20 tn.
í róðri. Síldin er seld jafnharðan til
\ estmanneyja, það sem ekki er not-
að til beitu í bráðina. Langræði er
svo mikið, að bátarnir eru 2 sólar-
hringa í róðri, og gengur alt vel í
þessari gæðatíð. Það má heita, að
ekki hafi sézt brimboði nú í þrjár
vikur; sér oftast ekki fyrir brim-
garðinum. Er ]jað sjaldgæft.
Hinn 6. Maí síðastl. andaðist kon-
an Sigríður Gísladóttir í Saurbæ í
ölfusi, fullra 87 ára að aldri.
Eyrarbakka 1. Ágúst 1915.
Slátturinn stendur nú sem hæst.
Tún hafa víða sprottið dável í nær-
sveitunum og nýting afbragðsgóð.
Útjörð er mjög misjöfn, votlendi v'el
sprottið og má slá og hirða tafar-
laust. Harðvelli víða illa sprottið
og bítur illa á.
Vatnsskortur er víða orðinn til
stórbaga. Langt siðan farið var að
brynna fénaði í ^lóanum og á
Reykjanesi syðra. Mánlytufénaður
gerir ekki nærri fult gagn á Reykja-
nesi vegna vatnsskorts. Aftur er
sögð óþurkatíð í Skaftafellssýslu og
jafnvel undir Eyjafjöllum, svo að
töður bliknuðu á túnum.
Á Vesturlandi er sögð ágæt tíð.
Heyskapur ágætur í Borgarfirði og
Dölum.
Norðanlands hefir txðin. verið erf-
ið alt til þess að ísinn fór. Síðan
hafa v'erið þokur og nepjusúld. Jörð
illa sprottin og óþurkar.
Af Austfjörðunx er sögð óþurkatíð
og aflafátt nema á vélabáta, og þó
ekki mikið.
Skemdir á kálgörðum urðu miklar
hér í sýslunni í norðanbálviðrinu um
miðjan síðasta mánuð. Nokkuð var
þó farið að lagast í görðum og
komnar góðar horfur undir mánaða-
mótin. Hitarnir þessa viku og lát-
lausir þurkar setla nú alveg að gera
út af við garðana. Farið að fölna
kartöflugras í sandgörðum. Sumir
hafa vökvað garða sína öðru hvoru;
það ætti að duga, ef ekki þrýtur
vatnið.
Laxveiði er nú hætt í Ölfusá.
Hefir orðið varla í meðallagi að töl-
unni, en laxinn var vænn og jafnar
það nokkuð upp.—Suðurland.
Hvaðanœfa.
— Prins der Nederlanden,”
hollenskt, var fyrsta skipið sem
kom til New York frá Haiti eftir
upphlaupið sem þar hafði staðið.
Sögðu farþegar að ástandið 'hefði
verið mjög ískyggiiegt á eynni,
þar til hinir amerisku hermenn
gengu þar á land og sbiltu til frið-
ar. (
—Nærri lá að Gustaf Svíakor.ung-
ur slasaðist 26. Ágúst. Þegar hann
var að fara inn í járnbrautarvagn,
rann lestin á stað svo hann misti
nandfestu og féll. Annar íóturinn
lenti á milli vagnsins og gangpalls-
ins og meiddist konungur talsvert.
Nú er hann á góðum batavegi.
Dr. O. BJORNSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
. rELEPHONElG(RRv32»
Officetímar: 2—3
HEIMIUl
764 Victor atr*et
rELEPHONEl GARRY T63
Winnipeg, Man,
Joseph T. Thorson
íslenzkur lögfræðingur
Arltun:
CAMPBELL, PITBLADO & COMPANY
Farmer Building. • Winnipeg Man.
Phon* Main 7540
Dr. W. J. MacTAVISH
Offick 724J Aargent Ave.
Telephone Aherbr. 940.
( 10-12 f. m.
Office tfmar 3-5 e. m.
( 7-9 e. m.
— Heimili 487 Toronto Street —
WINNIPEG
tklbphonk Sherbr. 432
Dr- J. Stefánsson
401 BOYD BLDG.
Cor. Portage and Edmonton
Stundar elngöngu augna, eyrna,
nef og kverka sjúkdóma. — Br
aC hltta frá kl. 10—12 f. h. og
2—5 e. h. — Talsími: Maln 4742.
Helmill: 105 Ollvia St. Talsíml:
Garry 2315.
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKNIR.
ENDERTON BUILDNG,
Portage Ave., Cor. Hargrave St
Suite 313. Tals. main 5302.
Fagnaðarefni.
1 litlum þýzkum bæ, sem stend-
ur í afskektu héraði og fá dagblöð
koma gerði bamakennarinn sér
það að reglu, að segja bömunum
síðustu stríðsfréttir, áður en þau
fóru heim á kveldin. Sögðu þau
svo fréttirnar á götunni og hróp-
uðu og kölluðu hvert í kapp við
annað.
Ibúar bæjarins voru orðnir svo
vanir að fá fréttimar á þennan
hátt, að margir stungu höfði út
uni gluggana til að heyra sem
bezt hvað bömin sögðu, þegar þau
fóm fram hjá, því oft var erfitt
að greina orðin fyrir “húrra”-
hrópunum.
Einu sinni hrópuðu bömin
hærra og fóru með meiri fagnað-
arlátum en nokkru sinni áður.
Þjóðverjar hlutu að hafa unnið
stóran sigur og fleiri lögðu nú við
hlustirnar en nokkru sinni fyr.
Þegar bömin færðust nær
heyrðist glögt að þau sögðu:
“Húrra, það er búið að kalla
kennarann okkar i stríðið, húrra!”
Dr. A. A. Garfat,
TANNLÆKNIR
614 Somerset Bldg.
WINNIPEC,
Phone Main 57
MAN.
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI:
Homi Toronlo og Notre Dame
Phone
Oarry 2988
Uelmllla
Oarry 898
J. J. BILDFELL
FA8TEIQNA8ALI
Room 520 Union Bank - TEL. 2885
Selur hús og lóOir og annast
alt þar aölútandi. Peningalán
J. J. Swanson & Co.
Verzla með faeteignir. Sjá um
leigu á húsum. Annast lán og
eldsábyrgðir o. fl.
504 The Kcnslngton,Port.*8mlth
Phone Maln 2597
S. A. 8IOURD8QN Tals Sherbr| 2786
S. A, SIGURÐSSON & CO.
BYCCIflCAMEþN og F/\STEICNI\SALAR
Skrifstofa:
208 Carlton Blk.
Talsími M 446«
Winnipeg
Columbia Erain Co. Ltd.
H. J. LINDAL L. J. HALL6RIMS0K
íslenzkir hveitikaupmenn
140 Grain Exchango Bldg.
Sálmabókin.
Hin nýja sálmabók ldrkjufé-
lagsins er nú til sölu hjá féhirði
félagsins herra Jóni J. Vopna.
Utanáskrift Box 3144 Winnipeg
Man. Afgreiðsla á skrifstofu
Lögbergs.
Bókin er sérstaklega vönduð að
öllum frágangi. Kostar $1.50,
$2.25, $2.75, eftir gæðum bands-
ins; allar í leðurbandi. —
Þessi sálmabók inniheldur alla
Passíusálma Hallgríms Pétursson-
ar og einnig hið viðtekna messu-
form kirkjufélagsins og margt
fleira, sem ekki hefir verið prent-
að áður í neinni íslenzkri sálma-
bók.
A, S. Bardal
B43 SHERBROOKE ST.
sebir líkkistur og aunast
om úiiarir. Allur útbún-
aðor sá bezti. Ennfrem-
ur selur bann allskonar
minnisvarOa og legsteina
ra'B. He-mili Ga.rry 2181
n OfTice „ 300 og 375
Skrifstofutímar: Tals. I^. 1524
10-12 f.h. og 2-4 e.h.
G. Glenn Murphy, D.O.
Osteopathic Physician
637-639 Somerset Blk. Winnipeg
Tals. G. 2292
McFarlane & Cairns
æfðustu skraddarar í Winnipeg
335 (lotre Dams Ave.
l dyr fyrir vestan Winnipen leikhús
Vér leggjum eérstaka Aherzlu & aC
selja meðöl eftxr forskriftum lækna.
Hin beztu melöl, sem haegt er að í&.
eru notuS etngöngu. pegar þér kom-
IS meS forskrlftlna tll vor, meglS þér
vera vlss um aS fá rétt þaS sem
læknlrinn tekur tll.
COLCLEUGH ék CO.
Xotre Danie Ave. og Sherbrooke St.
Phone Garry 2690 og 2691.
Glftlngaleyflsbréf seld.
Lœrið símritun
Lærift simritun; járnbrautar og
verzlunarmönnum kent. Verk-
leg kensla. Engar námsdeildir.
Einstaklings kensla. SkrifiS eft-
ir boðsriti. Dept. “G’’, Western
Schools, Telegraphy andf Rail-
roading, 27 Avoca Block, Sargent
Ave., near Central Park, Winni-
peg. Nýir umsjónarmenn.
D. GEORGE
Gcrir við allskonar húsbúnað og
býr til að nýju.
Tekur upp gólfteppi og leggur þau
á aftur
Sanngjarnt verð
Tals. G. 11 1 2 369 Sherbrooke St.
The London & New York
Tailoring Co.
Kvenna og karla skraddarar og loðfata
salar. Loðföt sniðin upp, hreinsuð etc.
Kvenfötum breytt eftir nýjasta móð.
.Föt hreinsuð og pressuð.
642 Sherbrooke St. Tais. Garry 2JÓ8
Mrs. E. Coates-Coleman,
Sérfræðingur
Eyðir hári á andliti, vörtumog
fæðirfgarblettum, styrkir veikar
taugar með rafmagni o. s. frv.
Nuddar andlit og hársvörð.
Biðjið um bækling
Phone M. 9%. 224 Smith St.
Thorsteinsson Bros.
& Company
Byggja hús, selja lóðir, útvegm
lán og eldsábyrgð
Fón: M. 2992. S15 Somenet Bld«.
Helmaf.: G. 7SS. Wlnlpec, Hsn.
E. J. Skjöld,
Lyfsali
Horni Simcoe & Wellington
Tsls. Garry 4368