Lögberg - 16.09.1915, Blaðsíða 3
r mvttiAGINN 16. SEPTEMBER 1915
3
Eldgosið á Ambrim eyju
Nýju Hebridis eyjarnar, sem svo
eru kallabar, liggja í subur hluca
Kyrrahafsins, hér um bil 1400
mílur norSaustur frá Sydney í
Ástraliu. Þær eru i hinum mikla
eyjabálki sem ligguri víb og dreif
í þessum hluta Kyrraliafsins og
þekur nærri 5000 mílna langt svæöi
frá suöri til noröurs. Eldfjalla og
jaröeldalínan sem Hggur meðframi
og eftir Kyrrahafinu, liggur yfir
Nýju Hebridis eyjarnar. Allar
hafa eyjamar orðiö til viö elds-
umbrot; þrjú eldfjöll eru ái eyj-
unum sem oft gjósa.
Presbyterar höföu komiö sér upp
trúboösstöö og spítala á mnni und-
urfögru Ambrim eyju; telst sú
eyja til Nýju Hebridis eyjanna.
Hæöirnar umhverfis spitalann voru
klæddar laufríkum skógi og'
skrýddar hinum fegurstu blómum
og lostætustu ávöxtum. í litlu
rjóöri, inniluktu í suðrænum unaði
og suðrænni fegurö, stoö litla
hverfiö, sem upp hafði risiö um-
hverfis hinn rúmgóöa og vel út
búna spítala. Læknirinn, Dr. Bawe,
var jafnframt kennari og andlegur
leiötogi þeirra sem Nýja Sjálands-
kirkjan haföi fengið til aö setjast
að í húsum er hún 'haföi gera látiö
í grend viö spítalann. Kom spítal-
inn því aö miklu meira liöi eftir að
fólkinu fjölgaði og trúboöinu varð
meira ágengt. Engan grun höfðu
hjúkrunarkonur og læknar um, aö
spítalinn stæði yfir lokuðum eld-
gíg. Ef nokkurn hefði grunaö þaö,
mundi engum hafa komiö til hug-
ar aö reisa hann á þeim staö. Þeg-
ar eldgosið, sem hér veröur stutt-
lega lýst, bar aö höndum, var svo
að segja hvert rúm bygt í spítalan-
um.
Á miðri eynni, í svo sem tíu
mílna fjarlægö frá spítalanum var
eldfjalliö Benbow. Var þaö nefnt
eftir ensku herskipi sem kom þar
um það leyti, sem Norðurálfumenn
fyrst settust aö á eyjum þessum.
Þetta eldfjall haföi gosiö því nær
hvíldarlaust öldum saman. v Þaö
sendi gufustróka upp í loftiö dag
sem nótt og þegar skygöi af nóttu,
glóöu eldtungumar meö litlu milli-
bili, eins og ljósgeislar frá blikvita.
Hinir innbornu þjóöflokkar ugöu
ekki aö sér, héldu aö þeir heföu
ekkert aö óttast og ræktuðu ávexti
og aldin alt aö öskubreiðunni. í
grend viö Benbow vom nokkrir út-
dauðir eldgígir og þótt gufustrók-
ar stæðu stundum upp úr þeim
voru þeir taldir hættulausir og álit-
iö, aö þeir mundu ekki framar á
sér bæra svo hætta stæði af.
í byrjun desember mánaöar 1913
rumskaði hinn geygvæni vættur
sem sofiö hafði í hundruð eöa þús-
undir ára og braust um meö heljar
tökum. Jarðskjálfta hafði oröiö
vart áöur en eldurinn braust út.
Urðu þeir haröari og þéttari þang-
að til undarlegt ský hjúpaöi fjallið
og um'hverfið. Myrkara enl svart-
asta Lundúnaþoka reis það upp úr
iðrum jarðar sem geysimikil súla
er breiddist út eins og limar á tré
og féll yfir bygðimar.
Hinir innlendu íbúar í þorpum
á ströndinni héldu að skógareldur
hafði komið upp um miðbik eyjar-
innar. En þegar myrkrið fáll á
gengu flestir úr skugga um, að
annan alvarlegri atburð hefði aö
höndum borið, en jafnframt gat að
líta svo hrikafagra syn, að fáum
auðnast aö sjá nokkuð því likt.
Jörðin virtist hafa opnast á fullu
tíu mílna leið og lifandi eldtungur
gusu upp úr gjánni og leiftmðu við
himinn. Á einumi stað, er virttst
vera nálægt miðbiki eldhafsins, j
höfðu myndast sex gosop, hvert)
örskamt frá ööru og vellandi eld-1
stólpar ólguðu upp úr gigunum. j
Umhverfis eldstólpana var albjart!
þótt dimt væri af nótt og ösku- j
mökkur hyldi stjörnur himinsins og
þeir sem bjuggu á eyjum í grend-
inni sáu stórfenglegri sýn en sést
hafði í manna minnum. 1 Stórfljót
af glóandi eldleðju flutu út frá hin-
um nýmynduðu gígum og svo miK-
ið barst að af hraunflóðinu að það
komst ekki fyrir í einni kvísl. Hátt
upp í fjallshliðinni skiftist hraun-
leðjan í breiðar kvislar, sem aftur
greindust sundur i aðrar smærri
eftir því sem neðar dró og runnu
alt til sjávar. Sumir ibúar Paama
eyjarinnar sáu eldelfurnar glögt
ofan úr fjallshliðum og alt þangað
til þær lentu i hafinu. í nætur-
myrkrinu var engu líkara en gló-
andi slanga liðaðist á milli hæð-
anna og hnjúkanna og skriði á haf
út. Það er hægra að1 hugsa sér
en lýsa því sem á gekk þegar eld-
urinn kom út í hafið. 1 Svo var
gufan mikil, að ekki var öðru lík-
ara en að nýr gígur heföi opnast á
hafsbotni. Eldgosið stóð alla nótt-
ina með dunum og dynkjum, eins
og skotið væri af ótal fallbyssum.
Spítalalæknirinn, aðstoðarmenn
og sjúklingar, sem svo voru hraust-
ir, skemtu sér alla nóttina við að
horfa á eldinn og héldu aö sér
væri ekki hin minsta hætta búin.
Hið versta sem læknirinn hélt aö
fyrir gæti komið var, að hraun-
flóöiö steyptist niður eftir dalnum
á bak við spítalann. En meö þvi
að allháar hæöir luktu sþítalann
þeim megln, þótti, honum þó ólík-
legt aö slíkt kæmi fyrir. Hér um
bil mílu noröaustur frá þorpinu
rann hraunstraumur til sjávar.
Þegar læknirinn sá það, hélt hann
að spítalanum væri borgið. Þeim
sem í þorpinu bjuggu þótti svo
gaman að horfa á hraunkvíslina,
að margir geröú sér lítiö fyrir og
fóru eins nærri leðjunni og þeir
gátu hitans vegna og tóku myndir
af flóðinu.
Sá armur flóðsins sem fólkið úr
spítalanum horfði á ruddist 1
gegnum hávaxinn skóg. Trén
kiptust upp, féllu niöur i eld'hafið
og veltust um eins og leiksopp r.
Eldkvíslin var hér um bil tólf
mílna löng frá eldgíg til sjávar,
rúmlega hundrað faðma, breið og
fór hér um bil fjórar mílur vegar á
klukkustund hverri. Þá vissi
hvorki læknirinn né neinn dauö-
legur maður, að goslínan, sem lá
frá norðri til suðurs, ia undir
spítalanum. Það vissu menn ekki;
fyr en seinna, eftir aö eldgosið var
afstaðið og eldstöövamar voru
rannsakaðar. Nýir eldgígar opn-
uðust með fárra mínútna millibili
og hver nýr gígur var nær spítal-
anum, en sá næsti á undan. Um
morguninn þegar byrjaði að birta
af degi var gígaröðin komin fast
að hæðunum á bak við spítalann
og biksvartur revkmökkur þyrlaö-
ist upp í minna en mílu f jarlægö.
En þorpsbúar héldu að kviknað
heföi í skóginum og ekkert væri
enn aö óttast. En litlu seinna kom
verzlunarmaður, sem átti tvo syni
í spítalanum og rak verzlun skamt
frá. Hann var í mótorbát og
sagöi að mökkurinn kæmí úr nýj-
um eldgig, sem opnast hefði aö
hæðabaki. Um sama leyti komu
eyjarskeggjar er bjuggu í smá
þorpum upp frá ströndum og kváðu
jöröina enn hafa opnast og dalur-
inn á bak við 'hæöirnar væri fullur
af glóandi hraunleðju og liti út
sem logandi stöðuvatn. þeir
kváðu mörg þorp þegar hafa
brunnið og eldurinn hefði innilukt
önnur, sumir íbúanna hefðu komist
undan með naumindum, en aðrir
brunniö inni. Flestir hinna eldri
höfðu böm í fanginu, en gamal-
menni voru öll eftir skilin; þau
urðu að þola sinn dóm.
Þegar þessar fregnir komu til
spítalans var gangskör þegar að því
ger, að koma sjúklingunum úr
spítalanum. Kona hafði nýlega al-
ið barn; hún var sú fyrsta er borin
var út úr spítalanum ásamt syni,
sínum. Á meðan verið var að
koma sjúklingunum út úr spítal-
anum og niður í bátana, opnaðist
enn nýr gígur; sá var ekki meira
en tæpa voo faðma frá spíttlanum.
Spítalabáturinn var sendur hlaðinn
sjúklingum áleiðis til Malekula
eyjar; hún er í fimtán mílna fjar-
lægö frá Amibrim. Þegar báturinn
— það var mótorbátur ■— var kom-
inn fáa faöma frá landi, bilaði vél-
in, svo læknirinn varð að róa í
smábát út í hann, til að gera við
vélina. Þegar hann kom aftur að
landi, sá hann konu sína ásamt
mörgum öðrum koma hlaupandi
niður á ströndina. Enn hafði
hættan færst nær. Dr. Bowie
sagði Mr. Bailey, aðstoðarmanni
sínum, að hann yrði að skreppa inn
i spítalann til að gæta að hvort all-
ir hefðu komist undan. Þeir urðu
aö hafa hraðan á borði, því þeir
sáu. að reykjarstrókar gusu upp úr
brekkunni fyrir ofan spitalann.
Þeir hlupu sem fætur toguðu inn
í spitalann og komust aö raun um
aö þaðan voru allir famir. Þeir
flýttu sér ekki minna til baka, því
þeim fanst jöröin ganga í bylgjum
undir fótum sér.
Þegar þeir komu niður í vörina
beið þeirra önnur þraut. Sjórinn'
var sjóðheitur við lendinguna og
svo mikil ylgja var í sjónum að
halda varð bátnum spölkom frá
landi. Læknirinn hélt að sín síö-
asta stund væri upp runnin. En til
allrar hamingju fundu þeir kassa
á ströndinni, köstuðu honum út í
sjóinn og hlupu af honum upp í
bátinn. Eyjarskeggjar gripu til
ára, en ekki höfðu þeir langt farið,
þegar jöröin umturnaðist með
braki og brestum og spítalinn
hrundi og hvarf eins og spilahús.
Eldgigur haföi opnast undir spítal-
anum og koldimmur reykjarmökk-
ur, mörg hundraö feta hár þeyttist
upp þar sem spítalinn hafði staðið
og fylti loftiö af sandi og ösku.
Ef fólkið hefði haldið kyrriy fyrir
i spítalanum fám minútum lengur,
hefði hver manneskja farist.
En það var engin sæla að sitja i
litlum báti, opnum, í fárra faðma
fjarlægð frá eldflóðinu og ösku-
regninu. Þeir sem í bátnum voru,
héldu að hver mínútan væri: sú siö-
asta. En hjálpin var nær en þá
grunaöi. Maður nokkur er Filver
hét og bjó á Pentecost eyjunum,
hafði haft auga á eldinum alla
nóttina. Hann 'hafði séð, aö eld-
urinn færðist jafnt og þétt nær
spítalanum og því sett fram stóran
bát til að hjálpa ef á þyrfti að
halda. Hann kom þegar mest reið
á. Þegar hann kom voru þeir
Bowie svo illa staddir að þeir voru
að ráðgast um, hvort nokkuð mundi
betra að drukna í sjónum' en eld-
hafinu. En stærri báturinn var
miklu fljótari í förum svo þeir
komust brátt úr aHri hættu.
Skömmu seinna mættu þeir kaup-
fari frá Malekúla. Tók það viö
konum og unglingum og bömum,
en nokkrir snéra aftur viö til eyj-
arinnar til að freista hvort ekki
mætti takast að bjarga fleirum.
Við lendinguna i Craig Cove beið
stór hópur eftir hjálp. Þegar þeir
nálguðust lendinguna opnaðist gíg-
ur í hafsbotni og eyju skaut upp
skamt frá landi. Olli það svo mik-
illi ólgu og boðaföllum, að ekki
var viðlit aö lenda á þeim stað.
Bentu þeir því þeim sem á landi
biðu, að ganga yfir langan háls og
mæta bátnum í lítilli vík. Þar
tókst þeim að bjarga öllum hópn-
um, en þá var báturinn drekkhlað-
inn. Þegar þeir héldu frá landi,
sáu þeir marga farast í eldinum,
en sumir hlupu á sæ út undan
hitanum.
Kaupfarið náði heilu og höldnu
til Malekúla um daginn. Skip
voru send úr öllum nærliggjandi
eyjum og ýmsum fjarlægum stt>.">-
um til Ambrim, til að hjálpa þeim
sem enn voru á lífi; var því haldið
áfram í þrjá daga. Um þrjú þús-
und manns vora flutt til Malekúla
og full sjö hundruð til Paama eyj-
ar.
Mörg þorp lögðust í eyði fyrir
eldinum og mörg hundruð innlendra
manna mistu lífið. Sumir sem
fyrst vora sagöir látnir, höfðu þó
komist lífs af á dásamlegan hátt.
Hátt uppi í hliðumi eldfjallsins
stóö þorp sem hét Meltungur; þar
höfðu innlendir menn aðal-bæki-
stöð sína á eynni. Þegar jarð-
skjálft^ns varð fyrst vart hafði
jörðin rifnað í sundur alt umhverf-
is þorpið og þegar eldurinn fyrst
gaus upp úr fjallinu vall eldleðjan
samstundis upp úr sprungunum
umhverfis þorpið. Flestir hinna
yngri og hraustari hlupu þá á
braut til að forða lífi sínu og kom-
ust til spítalans og var bjargað það-
an. En áður en þorpstjórinn lagði
á stað, safnaði hannl öllum gamal-
mennum, sem ekki voru einfær
saman í skólahúsið, dró að þeim
talsverðan vistaforða og skipaði
þeim að biðja um miskunn guðs;
að því búnu fór hann leiðar sinnar
og var bjargað ásamt öðrum þorps-
búum.
En með því að Meltungan þorpið
var í uppvarpa línunni, höfðu menn
enga von um, að fólkið sem var
eftir skiliö í skólahúsinu mundi
komast lifs af. Þannig leiö heil
vika eða meira; þá rénuðu eldgosin
og mistrið minkaði. Þegar hraun-
ið storknaði svo það var mann-
gengt, lögðu tveir eða þrír fullhug-
ar upp að leita þorpsins. Má nærri
geta hve hissa þeir urðu og glaðir,
er þeir fundu skólahúsið lítt lask-
að og öll gamalmennin heil á húfi.
En hörð hafði eldraunin verið.
Eldstólpar höfðu staðið upp úr
gjánum alt umhverfis, hraun-
straumar runnið til beggja hliða og
svo mikið féll af ösku, sandi og
vikri, að koldimt var um 'hádegi
sem um miðja nótt væri, og stund-
um var svo heitt að þau bjuggust
við að kafna á hverri' stundu. En
hin langa nótt tók enda og allur
hópurinn komst lífs af til að segja
söguna.
Hinir innlendu þjóðflokkar á
eynni voru mjög hjátrúarfullir og
þegar eldgos ganga fyllast þeir ótta
og skelfingu, halda að guð þeirra
hafi reiðst. Nú vildi svo tii, að í
þessu eldgosi féll sú tegund ösku
og hrauns, sem þeim er minst um
gefið. Til þess að sefa reiði guö-
anna, sendu þeir því marga menn
með bagga af kókoshnetum á bak-
inu. Skyldu þeir kasta hnetunum
í gíginn sem friðarfórn. Þégar
þetta reyndist árangurslaust, sök-
uðu þeir hverir aðra um gosið og
börðust sin á milli. Gerðu þeir
þannig sitt til að fjölga þeim sem<
lifið mistu. Svo skamma stund
hafði verið unnið að trúboði á
eynni, að 'hjátrúin og hindurvitnin
stóðu enn í blóma.
Nokkru eftir að gosið var afstað-
ið sendi brezka stjórnin herskipið
Sealark til að rannsaka eldsvæðrö
og mæla eyna af nýju. Landmæl-
ingamennirnir komu að öllum eld-
gígunum. En svo var eyjan breytt,
að erfitt var að sjá hvar þorp og
hús höfðu staðið. A margra mílna
Iöngu svæði með ströndum, þar sem
alt hafði verið þakið fegursta suö-
rænum gróöa, sást engin lifandi
skepna, jafnvel ekki stingandi strá.
Fimm hundruð feta hár fjallgarð-
ur hafði risið upp og lá þversum
yfir dalinn á bak við spítalann og
þar sem spítalinn stóð var tólf
faðma djúpt stöðuvatn. Eldgíga-
röðin liggur upp á eyna þaðan sem
spitalinn stóð. eins og áður er getið.
Ekkert sást af því, sem áður hafði
glatt augað og létt lífið. Það
verður vissulega langt þangað til
þeir sem af komust, gleyma eld-
gosinu mikla á Ambrim eyjunni.
Fyrir norðan.
Heirn að Hólum.
Eg kom að Hólum í Hjaltadal 10.
Júlí síðastl. Daginn áöur hafði
verið þar 22 stiga hiti. Þegar við
komum þangað, var hitinn 2 stig,
með þoku á fjöllum og úrfellis-
hraglanda. Því miöur var veðrið
fyrir norðan fyrra hluta sumars
oftar líkt því, sem það v'ar 10. Júlí
en sumarblíðunni þ. 9.
Það er stórstaðarlegt á Hólum.
Tvö stór hús, annað úr timbri, hitt
úr steini, handa skóla og heimafólki
—auk kirkjunnar sjálfrar og allra
annara húsa, þar á meðal torfbæjar,
sem enn stendur, en ekki er búið i.
Samt fundum við enn meifra til þess,
þegar við riðum þar í garð í þessti
leiðinlega veöri, hve alt var sópaö
og fágaö umhverfis húsin. En mest
til þess, hve viðtökur skólastjóra
voru ástúðlegar.
Þegar viö v'öknuðum morguninn
eftir, var veður hið versta. Hita-
mælirinn á núlli. Norðanstormur
með úrkontu. Snjór kominn ofan
undir túnið. Mikil ófærð komin af
snjó í fjöllin, sögðu þeir, sem fóru
yfir Heljardalsheiði samdægurs.—
Daginn eftir fór eg yfir tún, sem
var alþakið snjó, á Enni í Viðvíkur-
sveit.
Kirkjan á Hólum.
Hún er fremur óálitleg að utan.
Ekki óáþekk ])ví, að hún gæti verið
mikil geymsluskemma. Svo virðist,
sem turn hljóti að hafa verið fyrir-
hugaður af byggingameistaranum.
En hann hefir ekki komið. Þegar
inn er komið, v'erða áhrifin öll önn-
ur. Vera má, aö helgi staðarins fái
nokkuð á hugann. En i hlutföllunum
er einhver vegleg einfeldni. Nú get-
ur engum blandast hugptr um, að
þetta hús hefir verið reist til þess
aö vera guös hús.
Inni kirkjunni eru 4 dýrgripir, all-
ir gamlir — auk legsteinanna í gólf-
, inu: Altaristafla, prédikunarstóll,
, skirnarfontur og krossmark. Þessir
j munir eru leifar af fornri dýrð. Þeir
gera viðurstygð eyðileggingarinnar
enn átakanlegri. Eg er ekki svo
kunnugur, að eg viti, hve miklu
kirkjan hefir verið svift. Víst er um
það, að í henni hefir verið fjöldi af
myndum, sem allar eru farnar. Eitt-
hvað af þeim er hér á Forngripasafn-
inu. Milligerðin mikla milli kórs og
forkirkju er farin. “Frúarstúkan'’
og “Biskupsstúkan” eru farnar með
öllu sínu myndaskrauti. Fornu, út-
skornu sætin, úr framkirkjunni eru
farin, og í stað þeirra komnir til-
komulausir nýtízkubekkir, alv'eg ó-
þolandi við hliðina á dýrgripum for-
tíðarinnar. Munirnir fyrir bragðið
orðnir skrælingjalega sundurleitir, og
hinn forni vegsemdarsvipur kirkj-
unnar með öllu horfinn.
Eg skil ekki, hvernig Norðlcnd-
ingar, sízt Skagfirðingar, fá unað
þessu um sinn merkasta stað. Mér
finst, aö þeir ættu ekki aö linna lát-
um, fyr en kirkjan hefir bæði fengiö
aftur þá muni sína, sem til veröur
náð, og aö ööru leyti þá fegurð og
þann samfelda tignarsvip, sem á
henni var, þegar henni var mestur
sómi sýndur. Tilefnið er nú sér-
stakt, þar sem farið er að nota kirkj-
una af nýju til prestvígslu. En á
engu sérstöku tilefni ætti að vera
þörf, til þess að það sjáist, að
mönnum standi ekki á sama um ann-
an eins stað ættjarðar sinnar eins og
dómkirkjuna á Hólum.
Búskapurinn.
Eg var á Norðurlandi frá 8. Júlí
til 15. Ágúst. Mestallan Júlímánuð
voru sífeldir kuldar. Hitinn v'enju-
legast frá núlli til 5 stig, þar sem eg
var staddur. Og áður höfðu kuld-
arnir verið álíka, nema dag og dag.
Mig stórfurðaði á því, hvað túnin
spruttu, þrátt fyrir kuldann. Það
leyndi sér ekki, að þau eru nokkurn
veginn ódrepandi, þar sem góð rækt
er í þeirn. Ekki allfáir sögðu mér,
að hjá sér heföi töðufall orðið í
meðallagi. Hjá flestum mun þaö þó
hafa orðið töluvert minnna, einkum
þeint, sem slógu snemma. En merki-
legt samt í mínum augum, hvað gras-
iö var mikið á túnunum.
Þar á móti v'oru grashorfur lengi
afarillar utan túns. Síðustu vikurn-
ar spratt jörð nokkuð, en sumstaðar
mun grasvöxtur hafa beðið þann
hnekki af kuldanum, að hann haföi
ekki mikið gagn af hlýindunum,
þegar þau loksins komu.
Ekki v'oru bændur samt neitt dauf-
ir í dálkinn, enda höfðu naumast
verulega ástæðu til þess. Einn bónd-
inn sagði mér, að hann hefði að
jafnaði fengið 8 kr. fyrir hvert kind-
arreifi. Peningarnir voru að streyma
inn í sveitirnar fyrir hestana, um
200 kr. fyrir þriggja og fjögra vetra
mesta, sem lítið eða ekkert hefir
verið kostað til, og langtum meira
fyrir suma. Eg heyrði sagt, að einn
skagfifzki bóndinn hefði selt þá 22.
Svo er fjárverðiö, sem í vændum er
i haust. Alt hefir hækkað i verði,
sem selt er. Vegabótamenn keyptu
mjólk fyrir 18 aura langt uppi i sveit.
Einn bóndi, sem bú reisti í vor, keypti
ærnar á 40 kr. Margir töldu þaö fá-
sinnu þá. Ekki v'antar mikið á, að
afuröir ærinnar þetta eina sumar
borgi ærvtrðið alt.
Fólkið vill búa.
Mikið hefir veriö um þaö talaö, að
fólkið tolli ekki i sveitunum, sé friö-
laust eftir því að komast í kaupstað-
ina. Mér virðist það ekki nema hálf-
ur sannleikur. Með vaxandi menn-
ing sveitafólksins hefir ástin á sveit-
unum áreiðanlega eflst. Sjálfsagt
eiga bændaskólarnir drjúgan þátt í
því. Hinu verður ekki neitað, aö
fólkið er fremur ófúst á að vera í
v'innumensku. Eg gæti trúað því, að
það sé eitt af merkismálunum, sem
vitmönnum bændastéttarinnar ríður á
að ráða fram úr, að finna fyrirkomu-
lag, sem vinnufólkið sættir sig við og
ekki lamar hættulega hagnað bænd-
anna. Fremur ósennilegt er, að það
sé í raun og veru ókleift.
Það sem búlaust fólk í sveitunum
þráir mest, er að geta reist bú sjálft.
Þaö vil langhelst vera kyrt í sveit-
inni. En það vill “eiga með sig
sjálft.” Og engin jörö fæst, hvorki
til byggingar né kaups. Væri nokk-
ur jörð seld fyrir norðan, þá hefði
hún sjálfsagt hækkað mikið úr því
verði, sem hún v'ar. í fyrir fáum ár-
um. Samt má aö líkindum ekki
draga of miklar ályktanir af einu
koti, sem keypt var fyrir fátim árum
fyrir 2,000 kr., en- selt í vor fyrir
5,200, því að það kot er mjög nærri
kauptúni, og kaupandi átti þess sér-
stakan kost að gera sér mikið úr því.
En hvað um það—menn hafa sterka
trú á búskapnum, — þó að þeir berji
sér svona við og viö, — bæöi þeir
sem reka hann og þeir sem ekki eiga
þess kost að eiga við hann fyrir
sjálfa sig.
Fjöldi manna þráir ekkert annað
fremur en að mega rækta landið, geta
ræktað það. Allur meginhluti lands-
ins liggur annað hvort ónotaður, eða
þá ekki notaður nema að ofurlitlu
leyti. Menn eiga þess engan kost
að nota það. Og menn eru ávíttir
fyrir það að leita burt. Þetta er alt
saman nokkurn veginn svo öfugt og
andhælislegft, sem það getur verið.
Peninga vantar.,
Menn virðist ekkert greina á um
það, að jarðræktin svari kostnaði.
Menn eru sammála um það, aö mér
skilst, aö hún sé öruggasti atvinnu-
vegur landsmanna. Meðal annars
hefir þetta sumar sýnt þaö á Norö-
urlandi. En þaö er fyrst og fremst
peningaleysið og óhentug lánskjör,
sem stýfla framfarirnar og reka fólk-
ið burt úr sveitunum.
Það er eitt af þeim vandamálum,
sem stjórnmálamenn okkar verða að
ráða fram úr. í þessu efni er ekki
til neins að vísa mönnum á hinar og
aðrar dygðir, sem eigi að íleyta öllu
áfram. Það þarf aö útvega peninga
til þess að rækta landið, eins og til
annara framfara. Og þá peninga,
sent landbúnaðinum eru ætlaðir,
verður jafnframt að nota til þess að
fjölga býlunum. Með öðru móti er
ókleift að halda í sv'eitunum meiru
en litlu broti af þeini l'jölda, sem þar
ætti að vera og þar gæti lifað góðu
lífi.
Eitt dœmi.
Eg ætla aö endingu að minnast á
eitt dæmi peningaleysisins, sem sá
maður sagði mér sjálfur, er í hlut á.
Hann keypti jörðina af landssjóði
i fyrra, vor, og greiddi þá afborgun,
sem áskilin var. Jörðin er i veði
fyrir því sem eftir stendur. Hann
tók við henni með bæjargreni, sem
með öllu var ólíft í. Siðan hefir
hann reist mikið og vandað steinhús,
sem væntanlega stendur margar
aldir og fullnægir húsnæðisþörfum
þeirra, sem á jörðinni búa fram-
vegis. Lántökumagn jarðarinnar vex
ekkert við þefta. Hann fær ekki
einn eyri meira út á jöröina, þó hann
hafi gert þetta.
Nú hagar svo til á jörðinni, að
stórt svæði, þar sem aldrei hefir
verið sleginn nokkur baggi og ein-
göngu er bíthagi, liggur ágætlega
við vatnsveitu. Kostnaðurinn hefir
veriö athugaöur nákvæmlega. Hann
mundi verða um 2,000 kr. Ráðu-
nautur Búnaðarfélagsins áætlar, að
þegar vatnsveitan væri komin í lag,
mundi mega heyja á þessu svæði um
2500 hesta árlega.
En maðurinn vissi ekki af neinni
þeirri stofnun í landinu, sem mundi
lána þessar ^00 krónur til þess aö
koma upp þessum slægjum.
Er það undarlegt, að framfarirnar
séu nokkuð hægfara hjá okkur, með-
an við búum við annað eins ástand?
Einar Hjörleifsso.
—Lögrétta.
Nútíðar eldspýtur
eru afleiðingar af 60 ára reynslu í eldspýtna tilbún-
ingi á Keimsmarkaðinum.
EDDY’S “Silent Parlor”
Eldspýtur ef rétt er haldið á og þeim strokið yfir
Krufótt efni, er ábyrgst að gefi stöðugt og bjart ljós.
The E. B. Eddy Company,
Limited,
HULL, CANADA
Skaði af hagli í Saskat-
chewan.
Svo segir ritari haglskaðanefnd-
ar í Saskatchewan, að bændur í
því fylki hafi orðið fyrir skaða
af hagli, er nemur aö minsta kosti
$3,000,000,000. Af þessum skaöa
fæst aðeins helmingurinn bættur,
með því að vanrækt hafði verið að
kaupa ábyrgð á uppskerunni, af
þeim sem fyrir skaöanum urðu.
Skaðinn var mestur í héruð-
um, kendum við Balcarres, Lipton
og Abernathy, og í þeim sveitum
hafði nær enginn bóndi keypt
haglskaða ágyrgö, hvorki gegnum
sveitafélag né hjá einstakra manna
félögum. Þessi kunnugi maöur
segir skaðann helmingi meiri en í
fyrra, og spáir að haglskaðanefnd-
in veröi að borga út yfir i miljón
dali til þeirra, sem haglskemda
ábyrgö höfðu keypt. í Young
héraði ónýttist uppskera á ioo
sectionum, er ábyrgð var keypt á
hjá ýmsum félögum.
Nýjar vígvélar.
Svo segir í blööum syöra, að
Bretar hafi smíða látið hin ógur-
legustu vígabákn, sem nokkru
sinni hafa sést, þó að leynt hafi
farið og séu þau tilbúin að send-
ast á vígvöll. Þau eru kölluð víg-
drekar til hemaðar á landi, stáli
varin, þau vaða yfir vígskurði,
yfir djúpar ár og senda dauða og
bráðan bana á allar hliðar tuttugu
mílur út frá sér.
Þessi bákn eru knúð af gasolin
vélum afar sterkum, renna a stai-
hjólum, sjötíu og fimm feta viö-
um, varin sex þumlunga þykkum
stálplötum, og hafa fallbyssur meö
14 þml. hlaupvídd, er snúa má í
liring og er stjórnað af mönnum
úr stálturnum, en byssur þessar
draga tuttugu mílur.
Ekkert nema fjöllin getur staö-
ið fyrir þessum stálreiöum, þær
mundu ösla gegnum 'hverja' bygg-
ingu sem væri, einsog tröll um
hávaxinn akur. Þetta stendur í
blöðunum, og má vel vera að þjð
sé satt.
Gjöf frá Indlandi.
Einna frægastur indverskra
höfðingja er sá sem nefnist
Gaekvar of Baroda. Hann hefir
lagt fram 160 þús. dali til flug-
véla geröar handa hinum brezlka
her. 1 vetur leið keypti hann stór-
skipið Empress of India og lét
útbúa það sem spitalaskip handa
indverskum hermönnum, er sárir
yrðu á vigvelli. Hann hefir boðið
Bretastjórn allan auð sinn og alt
herlið sitt í stríðið.
Angora geitur.
í vetur leiö fékk blað vort fyrir-
spurn frá einum áskrifenda, um
geitnahald i þessu fylki og hvar þær
mundi hægt að fá til kaupa, ásamt
tilvisun um meðferö þeirra. Hjá
akuryrkju deikl fylkisstjómarinnar
var þá engar upplýsingar um þetta
rnál að fá, sá sem þar þótti mest
vita haföi heyrt um einn stað hér
þarsem þær voru haldnar, en vissi
ekkert J>ar um að öðru leyti. Nú
höfum vér rekist á grein um þetta
efni, í blaði. að austan ('Montreal
Weekly Witness), er hór birtist
ágrip af.
Sá sem ritar um búfræði í þaö
blað, segir hentugt að halda geitur
í þessu landi, hvarsem land er þur-
lent, og helzt hálent lika. Geitur
þola vel kulda og þurfa varla ann-
að en skjól, ef þær liafa sæmilegt
fóður og gott drykkjarvatn. Þess-
ar geitur gera tvennskonar gagn.
Þær gefa af sér “mohair”, strý eða
geitarull, ef svo mætti segja, og
])ær eyða runnum og ryðja þar með
land sem til ræktunar er ætlað.
Þetta strý er dýr verzlunarvara,
og kom áður eingöngu frá Litlu-
Asiu, þar sem Angora geitin átti
sitt upprana heimkynni. Hún 'hef-
ir síðan dreifst til annara landa,
einkum Suður Afriku, svo og til
Bandáríkja og lítilsháttar til
Canada. Hver sem hug hefir á
geitarækt getur aflað sér þekking-
ar á því efni, með því að skrifa til
Department of Agriculture Ottawa,
eftir Pamphlet No 12 of The
Sheep and Goat Division of The
Livestock Branch. Sá bæklingur
er með myndum og öllum upplýs-
ingum viðvikjandi meðferð þessara
skepna, þar á meðal eru bréf fr!á
ýmsum bændum í Bandaríkjum og
Canada, er geitur hafa og segja
sína reynslu af því. — Á íslenzku
er til ritgerð um geitarækt, í Ár-
manni á Alþingi, %ætlega vel rit-
uð, af þeim nafnkenda manni Bimi
á Lundi, er mikla reynslu haföi í
þvi efni, en aö vísu voru það ekki
Angora geitur, sem hann hélt.
Skifting verka.
Biskupinn i Lincoln á Englandi,
sem nýlega er látinn, var allra
manna vinsælastur, blátt áfram og
skemtinn, og eru fjölda margar
sögur hafðar eftir honum. Þessi
er ein: “Þegar eg var nýlega orö-
inn prestur, var eg eitt sinn á ferð
i Hálöndum Skotlands ásamt em-
bættisbróöur mínum, mér eldri, er
var mikill vexti og þreklegur.
Einn daginn vorum viö ferjaðir
yfir stórt vatn og skall á okkur
ofsarok á þvi miðju. Ferjukarlinn
og eg rerum einsog viö gjátum,
en þaö vildi ekki duga, okkur rak
undan vindinum þar að sem björg
voru fyrir. Minn sterki embættis-
bróöir lá á hnjánum í skut og baðst
fyrir, því að tvísýnt var um líf
okkar. Þá kvað ferjumaður upp
úr, liklega óánægður með það sem
mínir mjóu handleggir orkuðu á
róðurinn.
“Nei, tarna dugar ekki; þú verö-
ur aö róa, með digra svírann, og
hann krangi hérna getur beðið
í staðinn.-’
Hvaðanœfa.
—Maður fanst dauður í Rauðánni
einn daginn, Pringle að nafni, fyrr-
um deildarstjóri í verzlun Ashdowns
harövörufélagsins. Buxnavasar voru
úthverfir, er líkið fanst, og af því
kom upp grunur, að rán og morð
hefði fram farið, en gullúr fanst á
líkinu og yfir hundrað dalir í pen-
ingum, og eftir ítarlega rannsókn
komst lögreglan að því, að maöurinn
hefði dottið i ána. Hinn framliðni
var vel efnaður.
—Þegar Mr. W. J. Bryan, fyrrum
ráðgjafi, kom niður af ræðupalli í
Kingman. Kansas, rauk að hontim
garnall alskeggjaður bóndi af þýzk-
um ættum og rak að honum remb-
ingskoss. Bóndi sveif svo snögglega
að Bryan, aö hann gat ekki vikið sér
undan. Bónda hafði geðjast svo vel
að framkomu Bryans, aö hann hafði
lofað honum kossi, er hann sæi hann.
Henda amerisk blöð mjög gaman að
þessu.
—Carl Respa frá Detroit var tek-
inn fastur á sumarbúastað sínum, er
stendur viö Detroit ána í Canada, og
fluttur til Walkerville, grunaöur um
aö vera meðsekur i tilrauninni er
gerð var til að sprengja upp Peabody
bygginguna í Walkerville; hann er
af þýzkum ættum. Félagi hans Leffler
hefir v'erið dæmdur í tíu ára hegn-
ingarhússvinnu.
—Sagt er að þrjú til fimm hundr-
uð manns af ítölskum ættum komi
vikulega til New York á leið austur
um haf til að berjast við hlið bræðra
sinna fyrir ættjöröina.
—Austurrískur skósali í Vinar-
borg var dæmdur í fimtán ára fang-
elsi fyrir aö hafa selt hermönnum
skófatnað sem aðrir höfðu afsagt
að kaupa vegna sviksamlegrar gerö-
ar. Viöa er pottur brotinn, en sín er
aðferðin í landi hverju við aö
spengja þá.
—Þýzkarar í Bandaríkjum gang-
ast um þessar mundir fyrir öflugum
samtökum sín á meðal um að berjast
á móti demókrötum við næstu kosn-
ingar, og er taliö vjst, að þeir hafi
náð niu af hverjum tíu kynbræöra
sinna á það bandiö.