Lögberg - 23.09.1915, Blaðsíða 8
8
LOöBiillG, FIMTCJDAGINN 23. SEPTEMBER 1915
Blue
RibboN
Goffíeh
Blue Ribbon
KAFFI
og Bökunarduft
Er morgunkaffí yðar
bragðgott og keimhreint?
Ef ekki, þá biðjiÖ næst um BLUE
RIBBON kaffi og takið eftir hve
munurinn er mikill.
Yður mun undra og þér munuð
verða ánœgðir, Blue Ribbon kaffi,
bökunarduft, krydd er alt sömú teg-
undar, það bezta.
Kvenfélagsins í Skjaldborg stendur
í tvö kvöld Föstudag og Laugardag
24. og 25. Sept. Ágætir eigulegir
hlutir á söluborðunum, ásamt kaffi
með öðru góðgœti. Alt með mjög
sanngjörnu verði. Gott músic bœði
kvöldin.
sem settist á reykháfinn á smjör-
geröarhúsinu féll niður um stromp.
inn ogj var dauður þegar hann
náðist.
Daginn eftir tóku börnin í þorp-
inu sig til og jörðuðu storkinn með
mikilli viðhöfn. “Líkið var lagt
i litla kistu sem skreytt var 42
krönsum, sem börnin höfðu sjálf
up i seglbáti sem var svartur öðru-
megin en hvítur hinumegin.
Hann hafði hjólhest með í förinni
og hjólaði á land upp, en Öróinn
og hræðslan óx í bænum. Urðu
menn svo smeikir að senda varð
eftir hreppstjóranum. Fann laga-
vörðurinn manninn að máli og
kvaðst hann heita Jens Andersen
Or bænum
Giiðsþjónustur sunnud. 26. Sept,-
(1) í Mozart kl. 11, (2)f í Kynyard
kl. 2 og (3) í Kandahar kl. 7 e. h.
Séra N. S. Thorláksson prédikar.
Allir velkomnir. H. S.
“Systra-kveld” hjá stúkunni Skuld
miðvikudaginn í næstu viku (29.
Sept.J. Allir íslenzkir Goodtempl-
arar velkomnir.
Myndasýningum þeim úr stríðinu
mikla, er halda átti að Lundar 28. þ.
m. og að Markland 30., er vegna
vissra orsaka frestað um óákveðinn
tíma.
Herra Chr. Eiríksson frá Pebble
Beach, Man., kom til borgar að fá
ráð við sjóndepru, sem á hann sækir
síðan hann varð fyrir áverka fyrir
nokkrum árum, og fór ekki erindis-
leysu til Dr. Jóns Stefánssonar. Mr.
Eiríksson og synir hans eiga væna
landspHdu á fallegu nesi við Dog
Lake, liggja löndin saman og eru
tv'ær mílur á lengd meðfram vatn-
inu. Vel árar þar sem annarsstaðar,
en grasvöxtur v'arð í rýrara lagi i
sumar vegna þurka. Urðu þeir feðg-
ar að sækja heyskap yfir vatnið i
fyrsta sinni. Bygðin hjá Dog Lake
tekur miklum framförum árlega;
fyrir austan vatnið, milli þess og
járnbrautar, eru þýzkir landnemar,
pólskir og hollenzkir og keppa fast
til j arðyrkj u og akraverks. — Frost
voru í hverjum mánuði þar í sumar,
eyddist garðamatur en korn stóð af
sér frostin.
Pann 15. þ.m. var Miss Halldóru
Hermann veitt kennarastaða við á-
framhaldsskóla, Central High School,
hér i Winnipeg. Um nokkur undan-
farin ár hefir hún kent í barnaskól-
um borgarinnar.
Herra Magnús Pétursson, bóndi að
Langruth, Man., kom til borgar fyrir
helgina, með konti sína, að leita
henni heilsubótar. Dr. Brandson skar
til meinsemdar hennar á föstudaginn
og tókst vel. Mgnús er kynjaður úr
Árnessýslu, af hinum beztu ættum
þar, dóttursonur hins orðlagða bú-
manns, Magnúsar í Bráðræði og
fóstraður af honum, í æsku. Magn-
ús er fom Alaskafari, fór þangað
tvívegis og farnaðist vel, maður
fyrirleitinn, vel stiltur og vinsæll.
Hann er nú seztur um kyrt að búi
sínu og unir vel hag sínum.
Eg hefi nú nægar byrgðir af
‘granite” legsteinunum “góðu”,
stöðugt við hendina handa öllum
sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja
þá, sem hafa verið að biðja mig um
legsteina, og þá, sem ætla að fá sér
legsteina í sumar, að finna mig sem
fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að
gera eins vel og aðrir, ef ekki betur.
Yðar einlægur,
A. S. Bordal.
Bréf
sem verðskuldar að það sé lesið af
öllum Vestur-íslendihgum.
Árborg,, 12. Sept. 1915.
Rev. R. Marteinsson,
Kæri vin !
Eg legg hér innan i bankaávísun
fyrir $24, sem eg gef til viðhalds
Jón Bjarnasonar skóla. Eg hefi 12
manns í heimili: 10 börn og svo við
hjónin. Verður það þá ekki nema
$2 á mann. Ef margir leggja sam-
an til að styðja þá stofnun, segjum
að efnaðir familíumenn gæfu $1 fyr-
ir hvern, sem þeir ættu í familíu,
sumir meira, sumir minna, eftir efn-
um, þá mundi okkar íslenzki háskóli
verða þjóðarsómi eins og hann þarf
að verða.
Með beztu óskum tíl þín og
þinna,
S. M. Sigurðsson.
Þetta ofanritaða bréf þarf ekki
að útskýra, en sannarlega ætti það
að verða Vestur-íslendingum hvöt
til þess að taka höndum saman um
Jóns Bjamasonar skóla.
R. Martéinsson.
Hjartfólgið þakklæti vottum við öll
um þeim, sem lögðu blómsveiga a
kistu Pálma Einarssonar, og einnig
öllum þeim, sem heiðruðu minningu
hans með því að vera v'iðstaddir,
þegar hann var jarðsunginn.
Aðstcmdendur hins látna.
Síðastliðið sunnudagskveld flutti
séra Friðrik Friðriksson kveðjuræðu
sína til Fyrsta lút. safnaðar fyrir
fjölmenni miklu. Á miðvikudags-
kv'eld í þessari viku kveður hann
Bandalag Skjaldborgarsafnaðar á
fundi þess félags, en í kvcld ff'n!tu’
dagj verður hann t síðasta skifti í
þetta sinn á fundi með Bandalagi
Eyrsta lýt. safnaðar og verður þar-
eflaust margt félagsmanna til að
kveðja hann.
Hr. Þorsteinn Johnson bóndi í
Argyle var hér á ferð um helgina.
Hann sneri heimleiðis aftur í þessari
viku miðri.
Mrs. W. H. Paulson frá Leslie,
Sask., kom til borgar í fyrri viku á-
samt tveim dætrum sínum, og hefir
dvalið hér stðan. Áður en hún snýr
heimleiðis aftur, ætlar hún að bregða
sér suður til Mountain, • N.D., að
heimsækja systur sínar þar. Eldri
dóttir hennar Verður hér eftir við
skólanám í vetur.
Tíð hefir verið köld og vætusöm
að undanfórnu og hefir það tafið
mjög fyrir þreskingu hveitis og ann-
ars jarðargróðurs. En nú tvo þrjá
síðustu daga hefir verið sólskin og
hitar svo bændur hafa getað stundað
vinnu sina óhindrað.
Miss Steina J. Stefánsson auglýsir
í þessu blaði, að hún veiti tilsögn í
ensku og öðru alþýðuskólanámi^þeim^ y£jr fjjótið 0g- láta sverfa til stáls
við Serba. (Það muTi vera ráðið,
Ný herferð.
Hinir þýzku bandamenn hafa
byrjað nýja herferð á Balkan-
skaga. Þeir l^afa. safnað drjúgum
liði og skotfærum á Donárbökk-
um undanfarnar vikur og nú er
rimman byrjuð með ákafri skot-
hríð yfir Doná á Serba her. Eftir
þá skothríð ætla þeir að brjótast
sem læra vilja til nokkttrrar hlítar
Miss Stefánsson er af kunnugum
sögð vel fallin til þess starfs, fyrir
kunnáttu sakir, bæði í enskri og ís-
lenzkri tungu. og líkleg til að koma
námsfólki sínu, hvort sem er ung-
lingar eða fullorðnir, á góðan rek-
spöl.
Hr. Jóhann Sigurðsson frá Gimli
kom til borgar og var skorinn upp af
dr. Brandson eftir helgina. Er á
góðum batavegi.
Ráðamenn bæjarins, með borgar-
stjóra í broddi fylkingar, hvetja bæj-
arbúa til að brenna helzt við í vetur
en ekki kolum, til þess að sem flestir
geti haft atvinnu af skógarhöggi, er
annars mundu verða atvinnulausir
og hljóta að v'erða bænum til byrði.
J. C. McRae, er hér var lengi yfir-
maður lögreglunnar, hefir verið sett-
ur yfir lögreglulið fylkisins, hefir
titilinn “Commissioner” og hefir alt
annað starf en “Chief” Elliott, að
sögn, er lengi hefir æðstur verið í
þvi liði.
BAZAR
Kfenfélagsios í Fyrstu lútersku
kirkju stendur í tvo daga, þann 5.
og 6. Október. Munum eftir hon-
um.
að brjóta þá á bak aftur og með
aðstoð Búlgara vaða suður í
Tyrkjalötul og bjarga Tyrkjanum
úr greipum bandamanna. Að svo
stöddú. vita menn ekki hvað
Rúmenar og Grikkir muni taka til
bragðs, en um Búlgara þykjast
menn vita, að þeir hafi fengið lof-
orð um stóra landauka, ef þeir
sitji hjá eða berjist með þýzkum,
þeir stefna saman þegn og þræl
og vigbúa sig í ákafa. Svo er og
um Rumena og Grikki, að þeir
hafa vigbúinn her og vænta menn
bráðlega tiðinda af Balkan.
Austan Svartahafs hafa Rússar
byrjað sókn á 'hendur Tyrkjum og
virðist horfa til mikillar hryðju á
þessari heljarslóð.
Fyrir gjafir til Gamalmennaheimil-
isins á Gimli. sem auglýstar eru í
þessu blaði, biður stjórnarnefndin
blað vort að flytja gefendunum, svo
og þeim, sem gekst fyrir að safna
gjöfunum, alúðarþakklæti sitt. Gjaf-
imar, að upphæð $62.75, eru þegar
afhentar féhirði stofnunarinnar, hr.
Jónasi Jóhannessyni, 675 McDermot
Ave.
Stórskota hríð.
Af viðureigninni á hinum vestri
vígvöllum er hið sama að segja og
áður, að Italir sækja á í fjöllunum
og ná ýmsum stöðum úr hendi
Austurríkismanna, en verða að
berjast um hvert fótmál og sækist
seint. Á Frakklandi duna stór-
skotin milli fjalls og fjöru, eink-
anlega láta Bretar skoíin ríða á
vígstöðvar þýzkra á Belgiu strönd,
bæði af sjó og landi. Margir stað-
ir eru nefndir, þarsem sóknin er
áköf af beggja hendi og virðist
enginn hörgull á skotvopnum
Þjóðverja. Til áhlaupa hefir ekki
komið síðan þýzki krónprinsinn
lagði fram miklum her i Argonne
og var stöðvaður með ógurlegu
mannfalli.
1 Bardals Block finnið þér mig,
enn á ný reiðubúinn til að gera alt
gull og úrsmíði eins vel og ódýrt og
hægt er. Gömlu viðskiftav'inir mínir
ættu ekki að gleyma þessu.
G. Thomas.
Til sölu
80 ekrur af góðu landi skamt frá
Gimli. Upplýsingar að Lögbergi hjá
ritstjóra.
Hvaðanœfa.
— Roosevelt, fyrrum forseti, er
á dýraveiðum í norðurhluta
Quebec fylkis og hyggur þar gott
til veiða
— Ákafur fellibylur geysaði yf-
ir Bari, sjóborg á Italíu, 5. þ. m.
Þrettán mistu lífið og skaðinn er
metinn til margra miljória.
— Borgarráðið í Berlín hefir
aftur leyft bökurum að búa til
brauð úr hveiti eingöngu og nota
megi alt að 30% af hveiti í rúg-
brauð.
a
Sterkur jarðskjálfti gekk yf-
ir Guatemala og Salvador 7. þ. m.
svo talsvert af höfuðborginni í
Guatemala hrundi. Jarðskjálftans
varð viðar vart, en haldið er að fá-
um hafi hann orðið að fjörtjóni.
—Vélstjórinn á járnbrautarlest, er
gengur milli Coronation og Ker-
robert, misti lífið i járnbrautarslysi
skamt frá landamærum Alberta og
Saskatchewan fylkja og kyndarinn
fékk svo stór brunasár, að hann var
fluttur á spítala. Fjórir hveitivagn-
ar og gufuvélin fóru út af brautinni.
Ekki hefir frézt um orsakir.
—Sagt er að hermenn þeir frá
Sewell, sem leyfi fengu til að vinna
um tíma við uppskeruna, muni fá
marga meðverkamenn sína til að
ganga í herinn að haustvinnu af-
staðinni.
—í ráði er að láta um 6,000 her-
menn, sem við æfingar eru í Sewel,
fara fótgangandi alla leið hingað til
Winnipeg og skal með því reyna þá
í þrautseigju. Um sex daga er búist
við að þeir verði á leiðinni. í bæn-
um eiga þeir svo að setjast að í hin-
um ýmsu herskálum stjórnarinnar.
búið til. 70 börn fylgdu fuglinum og vera verzlunarmaður frá Ny-
til “grafar” og sungu nokkur er-jkjöbing. Bátinn hefði hann keypt
indi sem tvö úr hópnum höfðu sett af manni sem nú sæti í fangelsi og
Iægi
saman.
Bömin fylgdust öll að inn í
þorpið. Bakarabúð stóð við veg-
inn. Þegar þau komu að búðinni,
stóð eigandinn í dyrunum og gaf
börnunum sína fimm aura kökuna
hverju og brjóstsykursmola i vas-
ann. “Sorgarathöfnin” endaði því
á óvenjulegan hátt, því bömin
hrópuðu þrefalt “húrra” fyrir bak-
aranunt og komu hlæjandi heim til
sín með munninn fullan af sæl-
gæti.
Vígsla Gamalmenna-
heimilisins
Gamalmennaheimili kirkjufélags-
ins verður vígt, ef Guð lofar, sunnu-
daginn 3. Október. Athöfnin hefst
með guðsþjónustu í lútersku kirkj-
unni á Gimli kl. 11 f.h., en sjálf
vígslan fer fram á heimilinu kl 3 e.
h. Reynt verður að gera athafnir
þessar sem hátíðlegastar. Öllum,
sem liknarstarf þetta láta sig varða,
er boðið að sækja vígslu-samkomur
þessar, bæði þeim, sem búsettir eru á
Gimli og í því nágrenni, og eins
þeim öllum, er komið geta frá fjar-
lægari stöðum.
Winnipeg, Man., 21. Sept. 1915.
B. J. Brmdson,
formaður stjórnarnefndar Gamal-
menna-heimilisins.
Tilkynning.
Ákvarðað er, að vínbanns (Xocal
OptionJ kosning fari fram í Gimli-
bæ um leið og bæjarstjómarkosning-
ar í n.k. Desembermánuði, og eru
allir menn og konur, sem unna bind-
indismálinu og velferð bæjarins
beðnir að skrifa undir bænarskrá þá,
sem fyrirskipuð er i “The Liquor
License Act”, vínbanninu tilheyr-
andi. Bænarskráin verður hjá und-
skrifuðum til undirskriftar fyrir alla
þá, sem rétt hafa til að skrifa nöfn
sín á hana. G. Templarastúkan á
Gimli vonar að sérhver ærlegur mað-
ur og kona, piltur og stúlka, styðji
þetta góða málefni, sem af öllum
sannleikselskum ntönnum er álitið
að vera eitt hið allra mesta framfara
spor til blessunar í hverju því bygð-
arlagi, ]>ar sem það er stigið.
Gimli, 14. Sept. 1915.
S. Björnsson.
Auglýsing.
Hinn 4. Október 1915 verður op-
mn fundur haldinn fyrir stúkuna
Framþrá, I.O.G.T., Nr. 164, Lundar,
Man. Samkoman byrjar kl. 8.30 að
kveldinu. Fer þar fram eftirfylgj-
andi skemtiskrá:
Ræða um bindindi, 5 eða fleiri
söngvar, kappræða, og upplestrar-
samkepni milli sex unglinga. Veit-
ingar verða til sölu á staðnum.
Enginn sá, sem bindindi ann í
Álftavatnsbygð, má láta sig vanta.
Samskota verður leitað fyrir sjúkra-
sjóð stúkunnar, en inngangur ekki
seldur.
Lundar, Man., 20. Sept., 1915.
Forstöðunefndin.
Tilsögn í ensku
og alþýðuskólanámi
Margir landar, sem nýkomnir eru
að heiman eiga erfitt með að fá vinnu
af því þeir skilja ekki né tala þessa
lands mál.
Aðrir stija á sama stað ár eftir ár
og fá ekki verðskuldaðar stöður af
því þeir hafa ekki átt kost á að læra
að lesa og skrifa ensku rétt.
í mörgum tilfellum, þar sem for-
eldrar eiga bágt með að koma börn-
um sínum á skóla, (‘ekki sízt ef þau
eru orðin stálpuð fyrir þann bekk er
þau sitja \) þá er það- nærri undan-
tekningarlaust af því að þau eiga í
stríði með eina eða fleiri námsgrein-
ar og fá ekki sérstaka tilsögn í þeim.
Enn aðrir unglingar hafa hætt í
lægri bekkjunum, en langar nú þegar
komið er á fullorðins árin, til þess
að byrja á einhverri nýrri atvinnu-
grein fyrir útheimtir i það minsta al-
þýðuskólamentun til grundvallar—en
geta ekki fengið sig til að setjast
aftur í skólabekk með börnum
niega eyða árum í það.
Stúdentar utan úr bygðum eiga
oft örðugt með ýmsar greinar náms
síns, aðallega af því þeir eru stirð-
ir í ensku. Sérstaklega er það “com-
position”, málfræði og “literature.”
Undirrituð vill veita tilsögn, mót
mjög sanngjarnri borgun, hverjum
þeim, sem þessu líkt stendur á fyrir.
Til þeirra, sem eru viljugir að taka
tilsögn með öðrum, eru þrjár lexíur
('hálfur annar kl.tími í hvert skiftij
fyrir dollar. Fyrir sérstaka tilsögn
('einn nemandi út af fyrir sigj 50c>
á kl.tímann. Borgist vikulega eða
eftir samningi.
Ef nógu margir nemendur fást,
verð eg til að taka á móti þeim í
hentugri kenslustofu 1. Okt. næst-
komandi.
Skrifið mér sem fyrst, öll sem
viljið sinna þessu.
Vinsamlegast,
Steina J. Stefánsson,
650 Maryland St.
Jarðarför storksins.
Storkurinn er einn af dálætis-
fuglum Dana, eins og margra ann-
ara þjóða. Einu sinni kom stór
storkahópur að litlu þorpi og sett-
ust fuglamir á reykháfana. En
svo illa tókst til, að einn þeirra
Epla-Jens.
Nú á tímum þarf ekki mikið til
að hræða fólk í löndunuml í grend
við ófriðinn og einkum þeim sem
að sjó liggja. Þáð hefir þvi vakið
talsverða athygli og óró í austur-
hluta Sjálands að bátur hefir ein-
att verið þar á sveimi með strönd-
um fram með einum manni og hef-
ir horfið jafn snögglega og honum
hefir skotið upp úr djúpinu.
Stundum hefir maðurinn komið á
land og sjómönnum sýnst hann
ekki mundi vera mikill sjómaður.
Einu sinni kom hann til Höjer-
annan bát ætti hann sem nú
í lamasessi í Kallehave. Ekki
kvaðst hann hafa ætlað að lenda í
Höjerup, en orðið að flýja þang-
að fyrir vindi og sjó. Enn, frem-
ur kvaðst hann vera sá hinn sami
er Kjögebúar hefðu orðið smeikir
vð : júlí mánuði, en hann væri
meinleysingi sem engum gerði ilt.
Þegar hreppstjórinn hafði ráð-
fært sig við sýslumann var mann-
garminum sleft. En ekki leið á
löngu, að strandverðir fyndu I>át-
inn. Þótti þeim hann svo kynleg-
ur, að þeir gerðu lögreglunni að-
vart og var “skipstjóri” enn grip-
inn höndum. En lítið varð úr
rannsókn og málaferlum. Mað-
urinn átti marga kuriningja í þessu
bygðarlagi og allir vissu að hann
var meinleysisgarmur, sem aldrei
hafði neinum manni mein gert,
hélt sér uppi á að selja ávexti og
kryddmeti og var aJment kallaður
Epla-Jens.
WILKINSON & ELLIS
Matvöru iog Kjötsalar
Horni Bannatyne og IsabeljSt.
Sérstök kjörkaup á hverjum Föstu- og Laugardegi. Sím-
ið oss eftir kjörkaupum á hænsum, öndum, tyrkjum,
smjöri og eggjum. GŒÐA VÖRUR FYRIR LITLA PENINGA
Tals. Garry 788
H* m
W. H. Graham |
KLÆDSKERI
♦ ♦
Alt verk ábyrgst.
Síðasta tízka
♦ ♦
190 James St. Winnipeg
Tals. M. 3076
♦
♦
—
?
♦
+
♦
rrALS. G. 2252
Royal Oak Hotel
GHAS. GUSTAFSON, Eigandi
Eina norræna Kótelið í bænum.
Gisting og máltíðir $1.50 á dag
Sérstakar máltíðir 35c.
Sérstakir skilm álar fyrir stöðuga gesti
281-283 Market St., Winnipeg
5Ȓ
Gjafir til Gamalmenna-
heimilisins
Safn.' á Gimli af hr. Birni Jónssyni.
S. Björnsson .$1, B. H. Jónsson $2,
Mrs. Guðfinna Jónsson $1, Elías Jó-
hannsson $1, S. P. Tergesen $1, Mrs.
Sigurðsson 25c, Mrs. Ingibj. Bjarna-
son 25c, V. Stefánsson 50c, Jóhann
Sigurðsson $10, Jón Þórðarson 50c, |
Sig. Þórðarson 50c, E. Sv'einsson 50
c.. G. B. Jónsson 50c, Guðm. Guð-
mundsson $1, Hans Jónsson $1, Mr.
og Mrs. S. Th. Kristjánsson $2, i
Miss Elín Magnússon 25c, Miss Elín
Arason 25c, Kr. S. Þorsteinson $1,
Rev. C. J. Ólson $1, Miss Kristín
Brynjólfsson 25c, Mrs. H. Brynj-
óKfsson ‘25c, Mrs. Th. Gíslason 50c,
Mrs. C. O. L. Chisweíl $10, S. Thor-
son 50c, P. Oddson 25c, B. Þórðar-
son $1, A. G. Pálsson $1, Þórður
Þórðarson $1, Magnús Halldórsson
$1, J. J. Sólmundsson $1, Daði Hall-
dórsson $1. M. M. Holm 50c, Arn-
leifur Arason 50c, Jósef H. Hansson
50c, G. J. Johnson 25c, Miss Benn-
etta Th. Benson 25c, Árni Johnson
50c, Jón Jónsson 50c, Miss Guðr.
Ambjörg Johnson 25c, V. J. ‘Arna-
son 50c., B. B. Jónsson 50c, Árni
Gottskálksson $1, Gísli Jónsson $1,
Joseph Pétursson $1, Theodor Pét-
urssqn $1, ónefndur 50c, S. G. Thor-
arensen 25c, Jón Einarson $1, Dani-
el Danielsson $1. Miss L. Frímansson
50c., Hannes Kristjánsson 50c, G.
Guðmundsson $1, ónefnd 50c, G.
Sveinsson $1, 'J. Knútsson 25c, J.
Mýrmann 50c, Mrs. E. Guðmundsson
25c, ónefnd 50c, Ó. Árnason $1,
Sölvi Egilsson 50c, Þ. Pálmason 50c,
Mrs. J. Jósefsson $1, Mrs. G. Hann-
esson 50c.—Samtals $62.75.
Leikhúsin.
WALKER.
^y/mpoiáM cf/2ua&ty
c^2q/ue-uA^>
0yfi'tÆsöbö
Q Fq^ct/bó
550ÁainSfWawipeb(anatía
Eruö þér reiðubúnir
að deyja?
ef ekki, þá finnið
E. H. Williams
Insurance Agent
800 Llndsay Block
Phone Maln 2075
tJmlioðsmaðnr fyrir: The Mut-
ual Lífe oí Canada; The Dominlon
of Canada Guar. Aceldent Co.: og
og einnig fyrir eldsábyrgðarfélög,
Plate Glass, BifreiSar, Burglary
og Bonds.
aftur
næstu
Ágætar kvikmyndir verða
sýndar í Walker leikhúsinu i
viku, er heita “Via Wireless” og
hafa ekki verið áður sýndar í Vest-
ur-Canada. Þær verða sýndar alla
vikuna með ‘matinees’ á hverjum
degi kl. 2.30. Þetta er löng og flókin
ástasaga, þar sem tveir keppa uni
ást sömu stúlkunnar, annar með und-
irferli og svikum en hinn með dugn-
aði. Virðist um tíma, sem svika-
ne hrappurinn ætli að bera hærra hlut,
en þegar skipbrot slítur svikaþráð ó-
þokkans og sviftir hann lífi en hinn
biðillin verður til að bjarga lífi stúlk-
unnar, má nærri geta hver endirinn
verður. Gail Kane og Bruce McRae
leika tvö af aðal hlutverkunum.
DOMINION.
Næstu viku verður hinn ágæti og
alþekti leikur “Cameo Kirby” leikinn
í Dominion leikhúsinu. Þessi leikur
var fyrst sýndur fyrir hér um bil
fimm árum. Léku þau Nat. C.
Goodwin og Maude Fealy þá aðal-
hlutverkin. Annað félag flutti frægð
Ieiksins um allan Vesturheim með
Henry E. Dixon og May Buckley í
aðal hlutverkunum. Það er efamál
hvort mögulegt væri að finna sam-
hentara “par” á meðal “föstu” leik-
endanna en þau Frank E. Camp og
Önnu Bronaugh til að leika aðal-
hlutverkin í “Cameo Kirby.” Önnur
persónan er léttlynd og spilafífl, Hin
er djúphyggin stúlka, sem sýnir mátt
Avenlegs þreklyndis þegar í nauð-
'irnar rekur. Leikurinn er undur fag-
ur, fer fram í Suðurríkjunum litlu
fyrir þrælastríðið.
PANTAGES.
Hinn ágæti leikari Carter verður
höfuð, herðar, brjóst, bolur og því
nær fætur Iika á sýningarskránni í
Pantages leikhsinu næstu v'iku. Mr.
Carter kemur ekki að eins fram í
einu hlutverki, heldur má heita, að
hann gangi eins óg rauður þráður í
gegnum alt prógramið. Carter sýnir
fyrst ótal brögð og sýningar, sem
hann hefir fullkomnað sig í á ferð-
um sínum um Austurlönd. “The Li-
ViðgerSum sérstakur gaumur gefinn
Alt verk ábyrgst í 12 mánuði
BDAVIS Úrsmiöur,
. LJr\ V GiillsmiÖur
Á8ur hjá D. R. Dingwall, Lld.
874 Sherbrook St., Winnipeg
Nálœgt William Ave.
Til Leigu
Sex herbergja hús áToronto
stræti nálœgt Sargent Ave.
Verður laust 16. Sept., með
gasi og ljósum og (Hot Wat-
er Heating) fyrir $15.00 um
mánuðinn. Og 1 1 herberg-
ja hús á Alverstone Stræti,
fæst að öllu eða að parti með
afar vægum skilmálum yfir
vetrar mánuðina. Listhaf-
endur snúi sér til
S. Vilhjálmssonar
637 ALVERSTONE ST.
on's Bride” er áhrifa mikill leikur;
stúlku er kastað í ljónagröf, en hún
kemst undan á meira en undarlegan
og merkilegan hátt. Kely og Viol-
etta, Carson Brothers, fimleikamenn,
Hopkins og Axtell, öll gleðja þau á-
horfendurna með nærveru sinni.
ORPHEUM
Vikan sem byrjar 26. Sept. verður
samkvæmisvika í Orpheum leikhús-
inu. Miss Caroline Whfye vþrðttr
aðal leikkonan. Hún lék aðal hlut-
verkin í “The Jewels of the Ma-
donna” og “The Secret of Suzanne”,
hvorttvegja ágætir söngleikir. Billy
Weston syngur þar söngva sína, og
hefir hann orðið stórauðugur fyrir
það, hve vel honum tekst að sýna
sv'ipbrigði. Margir fleiri nafntogað-
ir menn og ágætir leikir verða sýnd-
ir þessa viku og mun engan iðra, sem
þangað fer eina kvöldstund og jafn-
vel ekki heldur þó oftar væ'ri.
Hvað er tromp?
Bráðum byrja klúbbskemtan-
ir og spilatími ársins. Þá þurf-
ið þér ný spil. Vér seljum
allar beztu tegundir af
Spilum
verðið er svo lágt að þér getið
byrgt yður vel upp.
FRANK WHALEY
ílrcscripticin Dnjggtst
Phone Sho>-br. 258 og 1130
Homi Sargent og Agnes St.
Meðala
ráðlegging.
SANOL LÆKNAR nýrna og
blöCru sjúkdöma. VerS $1.00.—
Sanol Anti-diabetes læknar þvag
sjúkdðma. Sanol Blood Bulld-
er enduroærir blðöiS. Sanol dys-
pepsia salt bætir melting-una.—
RáBleggingar ðkeypis. Læknis-
skoðun ef um er be8i8. — Sanol
fðn Sher. 4029. 465 Portage ave.
C. H. DIXON,
Lögfræðingur, Notary Public.
508 Portage Ave., W.pg
Tals. Shcrbr. 4111
LögfraeðÍ8legar ráðleggingar gefnar
fyrir 50c., með pósti fyrir$1.00,
Sakamálum sérstakur gaumur gefinn
Lán — Renta — Innheimtun
Nýjustu tæki
GERA OSS MÖGU-
LEGT AÐ FRAM-
LEIÐA PRENTUN
SEM GERIR VIÐ-
SKIFTAVINI VORA
ANÆGÐA
The Columbia Press,
L-imiteci
Book, and Commercial
Printer8
Phone Garry2156 P.O.Box3I72
WINNIPEG
Matreiðslu-stór
úr járni og stáli
Nýjar—á öllu verSl.
Sl.00 vlð móttöku og Sl.00 á viku
Saumavélar, brúka8ar og nýjar;
mjög au8veldir borgunarskilmálar.
Allar vi8ger8ir mjög fljðtt og vel af
hendi leystar. pér getið nota8 bif-
rei8 vora. Phone Garry 821.
J. E. BRYANS,
531 Sargcnt Ave., Wlnnipeg.
H. EMERY,
liorni Notre Darae og Gertie Sts.
TALS. GARKY 48
Ætli8 þér a8 flytja y8ur? Ef
y8ur er ant um a8 húsbúnaSur
y8ar skemmist ekki I flutningn-
um, þ& finniB oss. Vér leggjum
sérstaklega stund á þá iSnaBar-
grein og ábyrgjumst a8 þér ver8-
18. ánægS. Kol og vi8ur selt
lægsta ver8i.
Bnggage and Express
Land til sölu
á Point Roberts, Wash., 17
ekrur, með nýlegu húsi ogöðr'
um umbótum. Um nánari
upplýsingar, verð og borgunar-
skilmála, skrifið
TH. SIVERTZ,
Point Roberts, Wash.