Lögberg - 23.09.1915, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1915
LUKKUHJOUÐ.
Eftir
LOUIS TRACY.
Honum fanst hvorttvegg-ja í senn, sem hann sæti
í sínu eigin herbergi, en sæi þó út i endalaust djúp
rúmsins. í>ótt hann hefði aldrei áður séð auðnina,
fanst honum hún koma sér kunnuglega fyrir sjónir
og hann horfði á hana sem sá er kemur til átthaganna
eftir langa burtuveru.
Þó var ekki laust við að hann fyndi til kvíða og
hræiðslu. Hann reyndi að hrista þa ora af ser j en
hann gat það ekki. Honum fanst þögnin vita á yfir-
vofandi hættu. Hann vissi ekki hve lengi hann hafði
staðið þannig, þegar hann heyrði að á bak við hann
var sagt mjúkri röddu:
“Ert það þú, Mr. Royson?” Hann vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið, en þegar hann loksins kom
til sjálfs sín, sá hann, að Miss Fenshawe stóð skamt
frá honum.
“Fyrirgefðu” stamaði hann. “Eg var — svo
annars hugar — yfir þessari undrasýn —”
“Að þú heyrðir ekki til mín,” tók hún fram í og
hló við. “Þú þarft ekki að biðja afsökunar á þvi.
Eg er með flókaskó á fótunum svo það er engin
furða þó eg svifi hljóðlaust að eins og vofa. En mér
þótti vænt um að finna þig. Eg var hrædd um að
þú hefðir yfirgefið okkur án minnar vitundar.”
“En hvernig hefði eg átt að gera það, Miss
Fenshawe ?” spurði hann og vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið.
“Fyrir alla muni talaðu ekki svona hátt,” sagði
hún svo láum rómi að varla heyrðist. “Eg' hefi verið
hálftíma að leita að þér. Eg kom tvisvar hérna fram
á, en þú stóðst í svo dökkum skugga, að eg kom ekki
auga á þig, svo mér var orðið órótt, því einn af há-
setunum sagði mér, að þú værir ekki í herbergjum
þínum.”
Dick tók eftir því, að hún var að reyna að hylja
óróann og áhyggjurnar sem hún bar í brjósti og hafði
sagt honum frá. Var það ekki í meira lagi einkenni-
legt, að hún skyldi leita á fund hans, standa hjá hon-
um i svarta myrkri fjarri öðrum skipverjum og telja
honum harmatölur sínar, þótt hún bersýnilega vildi
láta sem minst á þvi bera, að hún hefði gert það?
Hann stilti sig því og lét sem mestan karlmensku-
blæ heyrast í málrómnum. _____
“Eg gróf mig 'héma niður til þess að geta sem
bezt notið útsýnisins að næturlagi,” sagði hann. “Eg
get fullvissað þig, Miss Fenshawe um það, að eg
hafði enga hugmynd um að þú værir að leita aS mér.
Þ.að var af tilviljun að mér tókst að hola mér hér
niður.”
Hún hló aftur þíðlega og það var eins og henni
ykist hugur og þrek.
“Stór maður en lítið skip — er það ekki svo að
skilja?” sagði hún. “En segðu mér, Mr. Royson,
hvemig á því stóð, að merkisberinn í lífvarðarsveit-
inni kallaði þig “King Dick” um morguninn, þegar
þú bjargaðir mér úr lífsháskanum?”
Þó stúlkan hefði hugsað sig um heilan dag til að
geta sem bezt komið Royson í bobba, þá hefði henni
ekki getað betur tekist. . /
“Það er engin furða þó þú spyrjir, Miss Fens-
hawe,” kallaði hann.
“Ó. ekki svona hátt! Eg hefi alt af haldið, síðan
eg fyrst sá þig, að þú mundir bara brosa jafnvel þó
þú sæir himinn og jörð forganga, en’samt er eins
og þér verði orðfall við að heyra þessa meinlausu
spurningu sem bara er sprottin af kvenlegri forvitni.
Viltu virkilega ekki lofa mér að vita hvernig á því
stóð, að þú fékst þetta uppnefni? Eða er það ekki
uppnefni?”
“Engum vilcli eg fremur trúa fyrir því en þér,”
sagði hann. “En lofaðu mér því, að hlæja ^kki að
mér, þó eg kunni að segja þér meira en þú ferð
fram á.”
“Er eitthvað spaugilegt í sögunni líka?”
“Eg veit ekki. Eg er kannske ekki óvilhallur
dómari. Það er auðvelt að segja þér hvers vegna
eg var kallaður “King Dick” þegar eg var í skóla.
En það er ekki nema inngangurinn að sögu minni.
En eg hefi það fyrir satt, að eg sé kominn í beinan
ættlegg frá Richard Englakonungi fyrsta með því
nafni.”
“Nú er eg hissa!”
“Það er engin furða þótt þú sért vantrúuð, en—”
“Því heldurðu að eg trúi þvi ekki?”
“Fyrirgefðu, Miss Fenshawe. Eg er efablandinn
líka þessa stundina. En svo mikið er víst að sagan
hefir ekki verið véfengd í margar aldir. Nafnið er
nokkur hluti sögunnar.- Á æskuárunum gortaði eg
auðvitað af þessu. Eg var iðinn við líkamsæfingar
Lögbergs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ
AÐ GERAST KAUPANDI AÐ
BLAÐINtí. PANTIÐ STRAXl
og þegar konungablóð og líkamsæfinga þrá blandað-
ist saman í huga skólabræðra minna og hvorttveggja
snérist um mig, þá var leiðin ekki löng að uppnefn-
inu. En það undarlegasta og óskiljanlegasta er það,
að núna, þar sem eg stóð og horfði á ljósgeislana
leika á vatninu og eyðimörkinni, þá fanst mér eg
einnig vera skyldur Rikarði konungi ljóns-
hjarta og líkur að því leyti að eg elsk-
aði þetta land, þráði að vinna stórvirki í af-
kymum þess eins og hann og fanst eg geta fyrirlitið
og hlegið að allri mótspymu eins og hann. Manstu
hvað hann var hugaður? Hann 'hræddist ekkert.
Einn af vinum hans sagði um hann, að þó að engill
af himnum hefði skipað eða ráðlagt honum að hætta
við áform sín, þá mundi hann hafa vísað 'honum á
dyr með fyrirlitning. Eg veit það vel, að eg er tá-
tækur og megna ekki mikið, en mér hefir verið geíið
að skilja tilfinningar mikilmennisins og konungsins
þegar aðrir vilja sveigja vilja hans. Eg á jafn erfitt
með að framkvæma það sem eg vil og Richard sjálf-
ur, þegar hann sat í fangelsi í Austurríki. En eg
óska þess og bið, að einhver helg vætt leysi af mér
böndin og að mér auðnist að leysa af hendi það verk
sem samboðið sé ættingja þess, er barðist fyrir og
dreymdi um konungsríki hér syðra fyrir átta hundr-
uð árum.”
Royson kastaði höfðinu á bak aftur og benti
þangað sem Jaffa og Jerúsalem standa. Hann var
annars hugar af töframætti hinnar líðandi stundar.
Ilann hafði slitið öll bönd og skorið niður vefinn sem
flækist fyrir fótum manna í stórborgunum og leggur
óþægileg bönd á samtal og viðskifti. manna. Hann
talaði við Irene eins og æskumaður mundi tala við
þá stúlku, sem hann vonaðist til að mtmdi bera með
sér sigurkransinn. Og orð hans slóu. samstiltan
streng x sál hennar. Hún gleymdi einnig siðareglum
samkvæmislífsins.
“Hamingjan gefi að þér hepnist það,” hvíslaði
hún. i “Og það sem meira er um vert, eg trúi ekki
öðru en þér hepnist það. Þess vegna er eg nú hér
komin. Eg er komin hingað til að biðja þig að fara
ekki af skipinu fyr en eg býð þér. Gerðu það fyrir
mig og fyrir þann sem eg elska.”
Ef öðruvísi hefði ástatt verið, hefði honum hlotið
að finnast þetta í meira lagi einkennileg bóft. En
eins og n ústóð á virtist það eðlilegt svar við hinni
heitu ósk hans txm sigur. Hann snéri sér við og leit
í augu hennar. Hún stóð svo nálægt honum að hann
sá ljósgeislana speglast í tæru djúpi augnanna. Hann
fann ilminn af nærveru hennar og honum fanst geisl-
ar fegurðar hennar leika um sig sem sólarljós. Hann
rétti út hendina og lagði hana á öxl hennar; hún
færði sig ekki undan.
“Eg.þarf engu að lofa þér, Miss Fenshawe,”
sagði hann og virtist erfitt um málið. “Eg hefi
tvisvar neitað að ganga af skipinu, þó eg hafi verið
beðinn að koma til Englands til að taka við arfi sem
eg hefi verið sviftur með röngu móti. Richards ætt-
in er þrálát, en hún er líka trú og stöðug í rásinni.
Eg held að þú hafir orðið til að hrífa mig úr vesal-
dórni og jafnvel örvænting. Þú þarft, þess vegna
ekki að óttast, að eg yfirgefi þig.”
“Þú hefir létt byrði af hjarta mínu,” sagði hún
hlýlega. “Þú ert eini maðurinn innanborðs, sem
mér finst eg geti reitt mig á. Eg er hrædd um að
afi hafi verið leiddur í gönur á skammarlegan 'hátt,
en eg get ekki komið honum að liði vegna sannana-
leysis. En það vildi svo til, að eg heyrði áðan á
samtal þar sem nafn þitt bar á góma; nú segir| mér
enn þyngra hugur um ferðina og hefir mér þó aldrei
litist á hana. Eg verð að segja þér frá því. Barón
von Kerber vantreystir þér af því þú ert göfugmenni.
Og hann er hræddur um að þú vinnir eins og göfug-
menni ef þú átt að velja á milli hagsmuna hans eða
þess sem hann vill vera láta og ’heiðurs þins. Og
síðan bréfið kom til þín í dag —”
“Já, frú,” heyrði hann að Stump hrópaði ofan af
stjómarpallinum, ‘fMiss Fenshawe er fram á hjá Mr,
Royson. Það er yndislegt að fara um skurðinn þeg-
ar nóttin er jafn fögur og hún er nú.”
Þau furðaði stórum á því, öll þrjú, að Stump
skyldi kalla jafn hátt og hann gerði; það var engu
Iíkara en hann ætlaðist til að sem flestir 'heyrðu það.
Dick vissi að hann var góðhjartaður, en hann var
lika gæddur skarpri sjón.
■* VI. KAPITUU.
Við hliðið.
“Hvers vegna felurðu þig hér, Irene?” hrópaði
Mrs. Haxton um leið og hún nálgaðist þau og fór
niiklu hraðari skrefum en hún var vön. “Eg er búin
að leita að þér alstaðar.”
“Eg hefif ekki falið mig og þú 'hlýtur að hafa
hlaupið yfir talsvert stóran blett og ekki leitað al-
staðar mjög vel”, sagði Irene svo kuldalega að Roy-
son dáðist að.
“En Mr. Fenshawe sendi mig eftir þér. Jlann er
búinn að bíða í tuttugu mínútur við spilaborðið og
spilamaður hans er enn ókominn.”
“Eg hefði ekki trúað því um afa, að hann gæti
verið svona miskunnarlaus. Að hugsa sér annað eins
og að sitja hér við spil! Hver mundí trúá því, að
nokkur mundi vilja sitja lokaður innan fjögra veggja
við spilaborð, þegar útsýnið er jafn töfrandi og það
er hér? Eg skal svei mér ekki verða lengi að koma
honum upp á þilfarið. Góðar nætur, Mr. Royson.
Þakka þér fyrir góða skemtun og fræðslu. Egi trúi
ekki öðru en eg standist nú próf í sögu og landafræði
Suezeiðisins.”
Royson lyfti húfunni og þakkaði guði fyrir að
konur voru kænni og slingari en karlmenn. Mrs.
Haxton virtist ekki sjá hann. Hún hafði varla talað
við hann eitt einasta orð síðan þau fyrst hittust í
Marselles og ef hann hefði verið hégómagjam að
eðlisfari, mundi slíkt hirðuleysi af hendi fríðrar
konu hafa getað veitt honum nægilegt umhugsunar-
efni. En ekki er óhugsandi að Mrs. Haxton hefði
sámað, ef hún hefði vitað, hve lágt og þröngt rúm
hún skipaði í huga hans þar sem hann gekk á eftir
henni aftur eftir þilfarinu. Irene gekk á undan
þeim, léttstíg og lipur í hreyfingum og raulaði fjör-
ugt lag fyrir munni sér, en þagnaði í miðju kafi til
að biðja Stump um að reiðast ekki þó hún kynni að
leiða nokkur aðskotadýr inn í hið litla ríki hans.
Hún var nógu ung til að láta sér í léttu rúmi liggja,
þótt hún vissi að Mrs. Haxton hefði komið áð þegar
síst skyldi. Hún vissi, að hún þráði að eignast vin
— einhvern sem ekki var jafn þrár og Mr. Fenshawe
— vin sem hún gæti leitað ráða hjá og hjálpar þegar
á móti blés. Royson var hetja i augum hennar.
Hvers vegna skyldi hún þá fremur leita til annars en
hans? Það var að minsta kosti ekki hætt við að
hún gerði það 'hér eftir. Dick hélt lika, að um Suez
skurðinn lægi ein leiðin til himnaríkis sælu á jarðríki.
Royson las aftu’r bréfið frá Forbes áður en hann
lagðist til svefns. Þá tók hann fyrst eftir því, að
það hafði verið handleikið óþyrmilega. Ef Kerber
hefði ekki vitað um efni bréfsins, hafði tilgáta 'hans
um, að það væri frá London ekki við annað að styðj-
ast en það, að frimerkið var enskt. Þegar hann
mintist þess, að lrene hafði gefið honum í skyn, að
ekki væri alt með feldu á skipinu og þegar hann sá,
að bréf hans hafði verið opnað, þá fanst 'honum út-
litið ískyggilegt. Það leit helzt út fyrir, að barónn-
inn væri hræddur um að hann væri, það sem honum
hafði verið boðið að vera — hálaunaður njósnari í
þjónustu Alfieris. llonum var forvitni á að vita,
hve traust tök Italinn hafði á manninum. Hann vissi
að von Kerber hafði ferðast einn sins liðs frá London
i þeirri von, að geta forðast alla sem höfðu ?' a
honum; en honum hafði bersýnilega mistekist það.
Þáð var einnig augljóst, að hvorki Mr. Fens'hawe
né frændkona .hans né Mrs. Haxton reyndu að leyna
dvalarstað sínum, því hann hafði séð getið um ferða-
lag skipsins í Lundúnablaði. Ekki var von Kerbers
getið þar, en annara fyrirmanna skipsins var getið.
Hvers vegna var honum þá svonai ant um að skips-
höfnin þegði? Hvers vegna tók hann sér þá svona
nærri, að einn þeirra fengi bréf frá Englandi? En
Royson var of glaður í huga til að hugsa mikið um
einkamál annara. Hann brosti og roðnaði lítið eitt
um leið er hann mintist þess, hvö innilega og hrein-
skilnislega Irene hafði talað við hann og hann einsetti
sér alvarlega,, að þegar þau hittust í næsta skifti, þá
yrði hann vel að gæta tungu sinnar, svo hann hlypi
ekki í gönur, því ekki var* víst, að stúlkan yrði þá i
jafn góðu skapi.
Út frá þessum hugleiðingum sofnaði hann og svaf
vært og hafði enga hugmynd um samtal sem fór fram
skamt frá honum og snérist um hann.
Von Kerber hafði notað tækifærið þegar Mr.
Fenshawe og konumar fóru niður, að taka Stump
tali einslega.
“Við komum til Suez á morgun,” sagði hann, “og
þá er síðasta tækifær'ið til að losna við þá sem þú
álítur að elcki séu hæfir til að fara lengra.”
“Já,” sagði Stump, “en eg hefi ekki sett neinn
þeirra á svarta listann. Ilið eina sem mér þykir að
er það, að þeir eru óþarflega margir.”
“Svo þú álítur þá alla trxxverðuga, já?”
“Það má trúa þeim til hvers sem vera skal.”
"Þá eru þeir eftir mínu 'höfði. En segðu mér
skipstjóri, geturðu losnað við Mr. Royson? Eg býst
við að hann sé góður sjómaður, en eg efast samt ekki
um, að þú getir komist af án hans.”
Stump var hygginn og næsta skarpskygn. Hann
skildi strax hvað von Kerber fór og það bætti
ekki fyrir honum.
“Mr. Royson ?” sagði hann snögt og með gremju-
blæ í málrómnum. “Hvað hefirðu út á hann að
setja? Hann er bezti maðurinn af allri áhöfninni
að undanskildum Mr. Tagg.”
“Það getur vel verið. En eg hefi' ástæðu til að
ætla, að hann vilji komast sem fyrst til Englands.”
“Ekki hefir hann sagt það.”
“Ef til vill hefir hann ekki sagt þér það; en eg
veit að honum leikur hugur á því og eg kæri mig
ekki um að leggja þröskuld á leið hans, fyrst við höf-
um nógu margt fólk þó hann fari. Það er ekki laust
við að eg sé í klípu, því Mr. Fenshawe þykist eiga
honum talsvert upp að unna. Mér þætti því vænt um
ef þú vilcMr borga honum út kaup sitt á morgun og
greiða honum það ríflega, ásamt sómasamlegum
ferðakostnaði, svo hann geti komist sem greiðlegast
heim.'f
“Hvað segirðu?” sagði Stump og reri sér órólega
undir augnaráði von Kerbers. “Er þér alvara?”
“Já, mér er full alvara.”
“Það er þá bezt að þú gerir það sjálfur. Þú réð-
ir hann eins og okkur. Mér fellur vel við piltinn
og mér þykir slæmt að láta hann fara. Nei, eg geri
það ekki. Það er ekki i mínum verkahring. Hann
mimdi flagga öðrum fjöðrum ef hann væri að engu
nýtur. En hann er bezti maður og eg er einn af
þeim sem sakna hans, ef hann fer. Ef þú trúir mér
ekki, þá skaltu spyrja Tagg. Hann les menn út
þegar hann sér þá i fyrsta sinn; þú getur reitt þig
á það. Hann hefir ekki enn gleymt handtökum hans.
þegar skríllinn réðist á þig í Marseilles.”
Stump var í mikilli geðshræringu; annars hefði
hann ekki haldið svona langa ræðu. Von Kerber sá
að honum hafði mishepnast atlagan, Stump 'hafði
sakað hann um vanþakklæti.
“Ef þú Iítur svona á það,” sagði hann kuldalega,
“þá( getum við slept því fyrst um sinn. Eg gerði
þetta í bezta skyni og ætlaði að vinna Royson þarft
verk. Mér stendur á sama hvort hann verður kyr
eða fer. Viltu vindling? Þú vilt heldur pípu, já?
Jæja, góðar nætur, skipstjóri góður. Eg býst ekki
við að öldurnar vaggi okkur í værðina í nótt.”
Þegar von Kerber var farinn út, gekk Stump upp
á stjórnpallinn: Tagg var þar fyrir.
“Þ.essi árans þýzki durgur vill láta mig reka
Royson,” sagði hann ólundarlega.
“Reka Royson? En sá fyrirsláttur! Fyrir hvað?”
“Hann þóttist gera það í bezta skyni og vera að
vinna Royson þægt verk; en eg vissf nú betur en það.
Það er ekki eftir hans^kokkabók að annar stýrimað-
ur standi á tali við frænku skipstjórans í skugganum.
Þú mátt reiða þig á það, Tagg, að þessi Mrs. Hanton
er þröngsýn skepna og það gaf henni byr undir
báða vængi, þegar hún hitti þau á tali áðan.”
“Eg hefi alt af lxaldið, að hún hefði talsvert af
kattamáttúru,” sagði Tagg. “Og hvað sagðirðu?”
“Hvað eg sagði! Eg sagði honum, að hann gæti
gert þetta þokkalega verk sjálfur. En hann gerir
það ekki, það geturðu hengt þig upp á, sanna þú til.”
Stump reyndist skarpskygn spámaður, þótt Dick
vissi ekki hvað þeim von Kerber hafði á milli farið
fyr en löngu seinna. En af tilviljun komst hann að
því, að Irene hafði fulla ástæðu til að óttast að hann
yrði beðinn að fara af skipinu. Það var siðari hluta
næsta dags. • Aphrodite rann fyrir fullum seglum og
stinnings vindi suður á bóginn. Royson hafði farið
upp í reiða til að lagfæra eitthvað. Þegar hann var
á leiðinni ofan aftur, heyrði hann mannamál; seglið
skygði á hann en 'hann sjálfur var umræðuefnið.
Mrs. Haxton og von Kerber höfðu gengið fram á
og hölluðust út á borðstokkinn. Grunaði þau síst af
öllu, að maðurinn sem þau voru að tala um, væri fá-
um fetum fyrir ofan höfuðin á þeim og heyrði hvert
ogð sem þau sögðu, þótt seglið hyldi hann.
Eg varð alveg hissa þegar eg sá að hann var ekki
sendur í land með hafnsögumanninum í Suez,” ’heyrði
hann að konan sagði. “Hvernig sem högum hans
kann nú að vera háttað, þá er hann náskyldur auð-
ugum barón og, líklegt að hann erfi stórfé þegar
stundir líða. Það er bandvitlaust af þéjr að hafa
slikan' mann í förinni.”
“Nú, eg bað Stump að láta hann fara, en hann
þverneitaði,” sagði baróninn ergilega.
“Nú gengur yfir mig. Eru ekki þessir menn
þjónar þínir?”
“Jú, að vissu leyti. En reyndu að skilja mig,
Maud. Eg varð að vera vandur í valinu þegar eg
réði mennina, anngrs mátti búast við að þeir svikju
okkur þegar mest reið á. Ef þú hefir þorpara í
þjónustu þinni, þá máttu búast við að þeir hagi sér
eins og þorparar, já? Stump fellur vel við Royson,
svo hann sagði að þar sem eg hefði ráðið hann, þá
yrði eg líka að segja honum upp vinnunni. Og þú
veist mjög vel, ef þú bara vilt líta á málið með still-
ingu, að ef eg gerði annað eins og það, þá gæti varla
hjá þvi farið, að það vekti giaxn hjá Fenshawe, en
það er einmitt það sem við verðum að reyna «xB
forðast.”
“En eg held þú hafir samt farið illa að ráði þínu.”
“Þú ættir ekki að segja þetta, nema þú getir sagt
mér hvernig eg gat betur gert; eg var í klípu. Og
um hvað ertu 'hrædd? Honum er ekki síður ant um
að ferðin hepnist en okkur hinum og honum verður
vel borgað, ef alt gengur að óskum.”
“Þú ert enginn bragðarefur og samsærismönnum
mundi þykja lítið til þin koma, Franz,” sagðj Mrs.
Haxton og hló kuldahlátur. “Ef þú værir eins fær
og þú heldur að þú sért, þá vissirðu að slíkur maður
getur sýrt allan hópinn með siðakenningum sínum.
Og þegar á reynir, þá verður þessi stúlka hans hægri
hönd. Hún hefði Iíka átt að vera kyr heima. Hvaða
vitleysa! Ef þú hefðir látið mig hafa hönd í bagga,
þá væri hvorugt þeirra hér nú. Eg segi þetta ekki
að eins til að móðga þig, eins og þú virðist halda,
heldur einnig og miklu fremur til að vara þig við.
Vertu á verði og hafðu augun opin, Franz. Okkur
hefir gengið ferðin of vel. Enginn hefir náð háu
takmarki án þess að rekast á óþyrmilega á leiðinni
og nú erum við ekki langt frá Fimm-Hæðum.”'
Þau fóru! sína leið. Dick færði sig aftur upp í
reiðann þangað til hann kom svo hátt, að hann sá
yfir alt þilfarið og fór ekki aftur niður fyr en
“Maud” og “Franz” voru komin á hinn enda skips-
ins. Síðan þau stigu á skipsfjöl höfðu þau heitið
“Baron von Kerber” og “Mrs. Haxton” þegar aðrir
voru viðstaddr. Hvað átti þessi skollaleikur að þýða?
Von Kerber hafði verið furðu hreinskilinn í Mar-
seilles. Það var meira en vafasamt um árangur ferð-
arinnar, því forráðamenn hennar höfðu bygt von
sína og áætlanir á tvö þúsund ára gömlum skjölum
og það var deginum ljósara að ferðin var hættuleg.
Mr. Fenshawe og Irene hlaut báðum að vera full
kunnugt urn hættuna og það var ólíklegt að þau kynnu
ekki að meta viðleitni skipverja að koma skútunni
heilu og höldnu sem fyrst og greiðlegast að settu
marki. Hvemig stóð þá á þvi, að von Kerber og
Mrs. Haxton höfðu ráðabrugg í frammi á laun,
ískyggilegt ráðabrugg? Og hvers vegna óttuðust þau
áhrif þau er hugsanlegt var að ungur og óþektur
maður kynni að hafa á skipshöfnina ?
“Egyptaland er ráðgátunnar land,” sagði Dick við
sjálfan sig og starði á rauðleita fjallahnjúkana, sem
risu eins og vofur eða verðir upp úr auðninni. “Þáð
er bezt fyrir mig að reyna að líkjast Sphinx líkneskj-
unum. Eg skal hafa augun opin og þegja.”
En hann gleymdi því, að eitt af aðal einkennum
líkneskjanna er þolinmæðin, því næsta dag var hann
órólegur og óánægður vegna tilbreytingarleysisins.
Aphrodite skreið fyrir seglum fimm hundruð mílur
suður á bóginn; þá lægði vindinn og gerði blíðalogn.
Vélarnar tóku þá við og skútan varð að gufuskipi.'
En hvort sem hún gekk fyrir vindi eða gufu, þá fór
hún hægt. Ferðin um Rauðahafið skildi eftir augljós
merki á skipinu; málningin hrundi af því og það
jafnvel rifnaði út frá naglahausum. Tjöld vom þan-
in yfir þilfarið til að hlífa fyrir sólargeislunum, en
hitinn var því nær jafn óbærilegur eftr sem áður.
Og áhrif hitans voru auðsæ. Stump vár sjálfur eins
og stór ketill, en Tagg var ekki ólíkur eldibrandi í
blautum dulum. Hásetamir virtust hálfærir af hita-
veiki. Þeir flugust stundum á og rifust eins og
grimmir hundar sér til dægrastyttingar.
jyjARKET TJOTEL
Við sölutorgiC og City Hall
Sl.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Furniture
Overland
J. C. MacKínnon
ELECTRICAL CONTRACTOR
Sher. 3019 588 Sherbrooke St.
-* ~
Viðfeldinn bjór
Bjórinn sem þér líkar
Kassar með heilflöskum eða hálf-
flöskum frá ölgerðarhúsinu eða kaup-
manni t>ínum.
E. L. DREWRY, Ltd.
Winnipeg
Isabel Cfeaníng & Pressing
Establishment
J. W. QUINN, eieandi
Kunna manna bezt að fara
með
Loðskinnaföt
Viðgerðir og breyt-
ingar á fatnaði.
Garry 1098 SO isabel St.
horni McDermot
Umboðsmenn Lögbergs.
J. A. Vopni, Harlington, Man.
Ólafur Einarsson, Milton, N.D.
K. S. Askdal, Minneota, Minn.
G. V. Leifur, Pembina.
J. S. Bergmann, Garðar, N.D.
Jón Pétursson, Gimli, Man.
S. S. Anderson, Kandahar, Sask.
Jón Ólafsson, Leslie, Sask.
A. A. Johnson, Mozart Sask.
S. Loptsson, Churchbridge, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, Sask.
Paul Bjarnason, Wynyard, Sask.
J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask.
C. Paulson, Tantallon, Sask.
Olg. Friðriksson, Glenboro.
Albert Oliver, Brú P.°., Man.
Joseph Davidson, Baldur, Man.
Ragnar Smith, Brandon, Man.
D. Valdimarsson, Wild Oak, Man.
Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man.
S. Einarsson, Lundar, Man.
Kr. Pétursson, Siglunes, Man.
01. Johnson, Winnipegosis, Man.
A. J. Skagfeld, Hove, Man.
Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D.
O. Sigurðsson, Burnt Lake Alta.
Sig. Mýrdal, Victoria, B. C.
Th. Simonarson, Blaine, Wash.
S. J. Mýrdal, Point Roberts.
SiguiUur Jónsson, Bantry, N.D.
Aðeins $2.00 á
ári fyrir Lögberg
og premíu þar að auki
stærsta íslenzka
fréttablað í heimi
gjörist kaupandi þess.