Lögberg - 11.11.1915, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1915.
XöqbeiQ
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd., Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JÚL. JÓHANNESSON, Editor
J. J. VOFNI, Business Manauer
(Jtanáskrilt til blaðsin^:
THE C0LUM|BU\ PIJE5S, Ltd., Box3172, Winnipeg, Haq-
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, l^an.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
Stríðið.
Nú hefir þetta stríS staðið yfir í fimtán mánuði.
Þegar það skall á mundi engum hafa komið til hug-
ar að það yrði eins vxðtækt og alvarlegt og raun er á
orðin.
Skoðanir manna þá yfir höfuð voru svo skiftar
og á reiki, einsj og eðlilegt var. Þetta skall á eins
og þruma tir heiðskýru lofti. Þegar enginn átti sér
neins ills von.
(Sönnunin fyrir því að þetta kom á óvörum er sú,
auk ótal margs annars, að Englendingar voru alger-
lega óviðbúnir. Jafnvel mestu og beztu menn Breta-
veldis; þeir sem framsýnastir og hyggnastir teljast,
létu sér ekki detta neitt slíkt í hug.
Edward Grey lávarður, sem manna bezt hefði átt
að hafa hugmynd um það sem var að gerast, hefir
lýst því yfir sjálfur að hann hafi einskis striðs átt
von um langan tima.
Það var álitið að Englendingar, Rússar og Frakk-
ar í bandalagi, mundu geta ráðið niðurlögum á Þjóð-
verjum og Austurríkismönnum á stuttum tima og án
mjög mikils mannfalls eða kostnaðar.
En timinn hefir leitt í ljós hið gagnstæða. Þjóð-
verjar hafa búist undir þetta stríð meira en nokkum
grunaði og þarf því á meira liði og tilkostnaði að
halda en ætlað var.
Hér í Canada, eins og á Englandi, voru menn atíð-
vitað ekki við þessu búnir, og skoðuðu það í fyrstu
í alt öðru ljósi en þeir hljóta að gera nú.
Samt sem áður má svo segja að þegar menn voru
búnir að átta sig á því, hvaðan veðrið stóð og hverj-
ar voru orsakir þess að þá stæði canadiska þjóðin
sem einn maður með einni skoðun og einu takmarki,
í því að leggja fram alt það, er mögulegt var brezka
ríkinu til liðs í þessu mikla stríði.
Pólitískar skoðanir héldu aö sjálfsögðu áfram að
vera eins breytilegar og andstæðar og þær höfðu áð-
ur verið að öðru Ieyti, en um stríðið urðu menn brátt
samdóma yfirleitt.
Stjórnmálaforingjarnir voru hliðstæðingar á op-
inberum samkomum i sameiginlegri vörn; hversu mjög
sein þá greindi á í öðru, þá var þetta þeirra samhygð-
armál; hversu snarplega sem þeir skiftust á vopnum
á öðrum svæðum opinberra málefna, þá tóku þeir hér
höndum saman. Meira að segja hversu ólikar skoð-
anir sem þeir höfðu haft á hermálum, var allur
ágreiningur lagður niður þegar hér kom.
Sambandsstjórnin hafði auðvitað alt framkvæmd-
arvaldið i sínum höndum í þessu máli, en andstæð-
ingar stjórnarinnar, með Laurier í broddi fylkingar,
lögðu fram alt sitt lið til þess að hjálpa stjóminni í
því að afskifti hennar af striðinu og framkvæmdir
mættu sem mestu til vegar koma.
Það var öllum lýðum ljóst að hermálastefnur
Bordens og Lauriers upp á síðkastið höfðu verið and-
stæðar, þó Borden til skamms tíma hefði fylgt ná-
kvæmlega sömu stefnu og Laurier hefir altaf gert.
Stefna Lauriers var sú að Canada kæmi sér upp
herskipa flota, er landið ætti sjálft, sér til varnar ef
á þyrfti að halda, og auk þess rjkinu í heild sinni.
Kvað hann Canada þá vera við því búna að ljá móð-
urlandinu, Englandi, þessi herskip mönnuð og vopn-
uð þeim til liðs ef þörf gerðist.
Stefna Bordens eða conservativa aftur á móti var
sú að gefa Englandi ákveðna miljónatölu úr ríkis-
fjárhirzlunni til styrktar enska flotanum heima á
Englandi.
Með þvi að smíða skipin hér og eiga þau sjálfir
voru Canadamenn að gefa sinni eigin þjóð atvinnu
í fyrsta lagi. Hitt að senda féð út úr landinu var
að svifta Canadamenn því starfi, sem þeir áttu heimt-
ing á að fá og njóta.
í öðru lagi var það óendanlega meiri hjálp Eng-
lendingum að fá flota frá Canada almannaðan og al-
tilbúinn, eins og verið hefði, ef stefnu Lauriers hefði
verið fylgt.
Englendingar eru engir fátæklingar; þeir þurftu
ekki á peninga gjöfum að halda frá frumbýlingunum í
Canada; en það hefði komið sér vel fyrir þá að fá
mönnuð skip þegar í nauðir rak. Með stefnu Lauriers
heföi Canada nú átt i§ herskip á takteinunum
og hefði það ekki verið lítil hjálp; en í stað þess
vom ekki til nema tvö skip, sem Laurier var búinn að
koma upp áður en hann fór frá.
Til J>ess að sýna að hér er með rétt mál farið,
þarf ekki annað en fletta upp ríkisskýrslunum. Þar
sést það að auglýst var eftir tilboðum til þess að
smiða herskip fyrir canadiska flotann i júlímánuði
1910; meira en ári áður en Laurier fór frá völdum.
Nitján félög svöruðu Jæssari auglýsingu. Stjómin
varð að setja ýms skilyrði til tryggingar og voru það
aðeins 13 félög sem þau skilyrði gitu uppfylt; síðar
kom það i ljós að þau urðu aðeins tíu. Þessum fé-
lögum öllum voru sendar upplýsingar; af þeim sendu
sjö tilboð samkvæmt settum reglum og sendu banka-
ávísun fyrir ábyrgðarfé því er krafist var.
Fjórða febrúar 1911 var sent út stjómarbréf við-
vikjandi tilboðum undirritað af G. J. Desbarats að-
stoðar flotamálaráðherra. Var það í þessu bréfi, sem
hér segir: “Fjögur stór hreskip af Bristol flokknum,
sem eru heljarstór skipj beztu tegund; ennfremur 6
minni herskip af beztu tegund ætlar canadastjórnin
að láta smíða og óskar eftir tilboðum á þeim.. Fyrsta
stórskipið verður að vera fullgert innan þriggja ára
frá undirskrift samningsins og eitt stórt (crusier)
skip á ári eftir það. Tvö hinna smærri herskipa
(torpedo) verða að vera fullgerð innan þriggja ára
frá undirskrift samingsins og eitt skip eftir það á
hverjum 9 mánuðum. Öll eiga skipin að vera smíðuð
og fullgerð innan sex ára.”
Það var ennfremur gert að skilyrði að skipin
yrðu að vera smíðuð í Canada og þar sett upp her-
skipasmíða stöð, fullkomin í alla staði. Seinasta til-
boð varð að vera komið í hendur stjórnarinnar ekki
síðar en 1. maí 1911. Sjö félög buðust tu að taka
þessu. Eitt félagið bauðst til að byggja skipasmíða-
stöð í Canada, sem kostaði frá $125,000 til $1,500,000.
Sjö áreiðanleg félög voru þannig við því búin og
til þess fús að smíða flota fyrir Canada með cana-
diskum verkamönnum, úr canadisku efni, og í land-
inu sjálfu. Sum þessara félaga voru meðal stærstu
herskipa smiða félaga í heimi.
Til þess að sýna að hægt var að smíða þessi skip
hér má geta þess að canadiskt skipasmíðafélag smíð-
aði neðansjávarbáta nýlega og reyndust þeir svo vel
að fjórir þeirra ferðuðust með eigin afli til Dardanella
sundsins, og þykja vera meðal beztu sxipa Danda-
manna.
Samningunum um skipasmíðina var frestað þang-
að til eftir kosningarnar 1911, en þær kosningar voru
aðallega um viðskiftasamninginn við Bandaríkin.
Þær kosningar fóru þannig að auðvald og kúgunar-
afl landsins vann sigur á málefni alþýðunnar. Þegar
Borden kom til valda lá það auðvitað beint við að
hann héldi áfram með það sem svo langt var komið;
en það brást.
1909 hafði Borden flokkurinn ákveðið fylgt þess-
ari sömu flotamálastefnu, en Nationalistamir voru
henni andstæðir, hann komst að fyrir þeirra fýlgi og
var því af þeim neyddur til að ganga gegn eigin lof-
orðum. Hann hélt því aldrei áfram með að láta
smíða canadiska flotann.
Engum dettur í hug að álíta að nokkur landráð
eða ótrúmenska af ásettu ráði gagnvart brezka ríkinu
eða Canada hafi þar ráðið huga Bordens.
Um það efast enginn að hann sé inst í eðli sínu
ríkinu trúr; en það voru pólitísku böndin, sem glöptu
honum sýn eða leiddu hann þann óheillaveg sem
raun varð á.
Svo skall stríðið á og þrátt fyrir það þótt ekki
hefði verið að faríð eins og heillavænlegast var að
undanfömu, þá fanst Laurier það sjálfsagt að taka
öllu eins og það var og vinna í einingu með Borden
að hermálunum, eins og þau lágu fyrir.
Til þess að sýna hversu alment álit Laurier fékk
fyrir framkomu sína í því máli má geta þess hvað
íhaldsblöðin sögðu um hann þegar hann komst á fæt-
ur aftur eftir leguna á sjúkrahúsinu nýlega. Meðal
annars birtist þetta í “Montreal Star”, sem er eitt
aðalmálgagn conservativa í Austur Canada, 2. októ-
ber 1915:
“Bati Sir Wilfrid Lauriers og koma hans frá
sjúkrahúsinu, veldur almennri gleði í öllu Canadariki.
Sir Wilfrid er mikilhæfur og viðurkendur áhrifa-
sterkur leiðtogi í opinberum málum. Jafnvel þessi
stundarveikindi hans eru svo mikill skaði fyrir þjóð-
líf vort, að það veldur hugraun og áhyggjum. Þjóð-
in í heild sinni finnur til þess að hana hefir vantað
eitthvað; en nú er, sem betur fer, úr því bætt og Sir
Wilfrid orðinn heill heilsu aftur.
Stefna Sir Wilfrids síðan stríðið hófst hefir ver-
ið slik að vinir hans mega vera stoltir af og þjóðin
í heild sinni þakklát og ánægð. Hvað svo sem þeir
hafa sagt eða gert sem minna. kveður að, þá er það
víst að Sir Wilfrid hefir lagt niður alla flokkshugsun
og flokksbrellur á þessum alvarlegu tímum.
Hann hefir staðið alvarlega og opinberlega stjórn-
innii við hlið í störfum hennar til þess að neyta alls
afls í einingu þeirri, er stríðið heimtar, og hefir
hann hvað eftir annað beitt sinni miklu mælsku og
sannfæringarafli tíl þess að hvetja menn til þátttöku
í vernd rikisins í þessu atriði, — hefir hann jafnvel
lagt heilsu sína í stórhættu til þess að vinna brezka
ríkinu ómetanlegt gagn á þennan hátt. Það má svo
að orði komast að hahn hafi farið beina leið af stríðs-
velli ræðupallsins á hospítalið.
Með sína æfilöngu ást á þjóðfrelsisstjóm og ein-
staklingsfrelsi hefir Sir Wilfrid ávalt verið reiðu-
búinni að berjast gegn prússnesku einveldi.
Hann hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði
þessi orð í ræðu, sem hann hélt í Sherbrooke: “Þetta
stríð er orusta milli þýzks og brezks fyrirkomulags:
Brezkt fyrirkomulag þýðir frelsi, þýzkt fyrirkomulag
þýðir harðstjórn. Það er af þessum ástæðum að vér
sem Canadamenn skoðum þetta stríð umfram alt vort
stríð.”
Þegar stríðið byrjaði fyrst þá lýsti hann því yfir
í þinginu að barátta bandamanna væri barátta fyrir
frelsi og þjóðstjórn á móti harðstjórn og einveldi.
Öll canadiska þjóðin gleðst yfir því að svo ótrauð-
ur Iiðsmaður fyrir grundvallarlegu frelsi, er enn þá
einu sinni orðinn fær um að taka upp vopnin.”
Þessi kafli úr einu allra fremsta blaði conserva-
tiva, er aðeins eitt dæmi af ótal sem sýna hversu
hæfileikar og einlægni og þjóðhollusta Lauriers er
metin, ekki einungis af þeim er honum fylgja, heldur
einnig andstæðingum hans.
McDonald lögin.
Hvað þau gera og hvað þau gera ekki.
Eins og kunnugt er lofaði Norris stjórnin því að
bindindismenn mættu sjálfir undirbúa lagafrumvarp,
er þeir gerðu sig ánægða með um takmörkun áfengis-
sölu í fylkinu. Átti svo að bera það frumvarp undir
atkvæði fólksins, við fyrsta tækifæri.
Það er mönnum 'eirmig ljóst að bindindismenn
hafa þegar ákveðið þá stefnu, er þeir taka í þessu
máli, og er hún sú að biðja um þau lög staðfest, er
þeim var lofað fyrir 15 árum, en J>eir voru sviknir
um. Þau lög eru kend (við Hugh John McDonald
sökum þess að hann var þá stjómarformaður í
Manitoba.
Lögin eru löng, eins og gefur að skilja og því ekki
sem auðskildust; auk þess eru þau ekki í allra hönd-
um; margir hafa, ef til vill, áldrei séð þau.
Nú er það áríðandi, að það sem atkvæði á að
greiða um sé ljóst í hugum fólksins, svo ekkert sé um
að villast. Þess vegna hefir siðabótafélag Manitoba
dregið saman í stutt atriði og auðskilið alt það sem
lögin gera að því að takmarka vínsölu, og eins það
sem þau gera ekki.
Þess ber vel að gæ;ta að lögin eru ekki algerð
vínbannslög. Þau fara eins langt í þá átt og lög geta
farið, en fylkið hefir ekki heimild til þess að semja
algerð vínbannslög, þótt ótrúlegt sé. Það er sam-
bandsmál og utan valdatakmarka fylkisstjórnarinnar.
Það sem hér segir, er það sem lögin gera.
1. Bannar öllum að selja áfengi innan fylkis, nema
lyfjasölum.
2. Afnemur þar af leiðandi alla vínsölu á öllum
gistihúsum (hótelum), í skemtifélögum (clubs)
og heildsöluhúsum.
3. Leyfir að áfengi sé selt sem meðal, til iðnaðar og
efnafræðisrannsókna, og til altarisgöngu. En það
verður að vera selt í þessu skyni aðeins í lyfjabúð-
um.
4. Leyfir sjúkrahúsum og sjúklingum eftir læknis-
ráði að hafa áfengi um hönd.
5. Leyfir læknum og meðalafræðingum að kaupa
áfengi til notkunar.
6. Leyfir húsráðendum að hafa áfengi á heimili sinu
til prívat nautnar; því aðeins þó að það sé ekki
keypt innan fylkis.
7. Bannar að hafa áfengi þannig í gistihúsum,
skemtifélögum, verzlunarstöðum, sknifstofum, og
svo framvegis.
8. Ákveður þunga refsingu og sekt þeim sem lögin
brýtur.
Það sem lögin gera ekki.
1. Banna ekki tilbúning áfengis í fylkinu. Til þess
hefir fylkið ekki vald, það er í höndum sambands-
stjórnarinnar.
2. Bannar ekki flutning áfengis inn í fylkið frá
öðrum fylkjum eða öðrum löndum. Það er einn-
ig utan valdatakmarka fylkisstjórnarinnar, en í
hóndum sambandsstjórnarinnar. En engum er
heimilt að selja það nema lyfjafræðingum.
Þetta eru aðalatriði laganna. Þótt þau séu ófull-
komin að ýmsu leyti, þá fara þau eins langt og fylkið
hefir vald til. Þau hafa verið reynd lögfræðislega
fyrir hæstu dómstólum ríkisins og staðist þá. Þess
vegna er ekki hægt fyrir vinsalana að tefja fyrir því
að lögin komist i gildi með hártogunum eða mála-
rekstri og þau hafa verið samþykt af öllum bindind
is- og siðabótafélögum fylkisins. Þau verða borin
undir almenn atkvæði í marzmánuði næstkomandi, og
er það þá um að gera að allir bindindisvinir og
brennivínsandstæðingar verði samtaka.
Aðalhættan er fólgin í því að menn verði of vissir
um sigur. Traust er gott og nauðsynlegt, en oftraust
er skaðlegt og hættulegt. Þess mega bindindismenn
vera vissir að vínsalar neyta allra bragða til þess að
fella lögin við atkvæðagreiðsluna. Þeir eru þektir að
því að láta sér ekki alt fyrir brjósti brenna 0g má
búast við öllum hugsanlegum og óhugsanlegum brell-
um við atkvæðagreiðsluna í vor. Er því áríðandi að
standa setn einn maður og beita öllum þeim heiðar-
legur áhrifum sem til eru máli sínu til sigurs.
Fyrst og fremst þurfa allir bindindismenn að
vera á sama bandi; i öðru lagi þurfa þeir að hafa
öll ærleg áhrif á aðra og í þriðja lagi er um að gera
að þeir allir komi á atkvæðisstaðinn.
Skömm fyrir Canada.
8,562 hestar voru keyptir í einu til stríðsins í fyrra
haust. Af þeim voru aðeins 6,700 í þolanlegu ásig-
komulagi þegar til Englands kom. 481 voru seldir á
uppboði í Quebec fyrir sama sem ekki neitt, en fjölda
marga varð að drepa, því enginn vildi þig*gja þá fyrir
neitt. Sumir hurfu og hafa aldrei fundist.
í þingskýrslum Englands (Hansard) 10. marz
1915 á bls. 1406, stendur þetta: Mr. Rendall spurði
aðstoðarhermálaritarann hvort hann viti að hermála-
deildin hafi um nokkurn tíma heimilað slátrunarhús
hesta í viðarbyggingum meðfram aðalveginum frá
Avonmouth til Shirehampton; hvort hanrx vm ao
ýldulyktin af hrossskrokkunum sé stöðug og berist
langar leiðir, svo að ómögulegt sé að fara eftir vegin-
um án þess að anda að sér heilsuspillandi lofti. Hvort
hann viti að landfarsótt af illkynjaðri hálsveiki hafi
átt sér stað í Avonmouth, sérstaklega meðal skóla-
bama, sem verði að fara framhjá þessu stúrhýsi dag-
lega; og hvort hann geti séð svo um að slátrunarhús-
ið verði flutt í burtu lengra frá veginum.
Mr. Tennant svaraði þannig: “Slátrunarhúsið
sem um er að ræða, sem er aðeins bráðabyrgðar
bygging, varð að vera bygt hjá góðum vegi, og það
eins fljótt og hægt var til þess að geta tekið á móti
hestunum sem varð að drepa þegar þeir komu frá
Canada.”
Sumir hestamir voru haltir, aðrir meiddir; sumir
tannlausir, aðrir eineygðir. Sumir voru milli þrítugs
og fertugs að aldri — J>ó ótrúlegt sé þá sannaðist
það fyrir rannsóknarrétti. En J>eim er ekkert hegnt,
sem seldu og sviku og stálu.
NORTHERN CROWN BANK
A»ALSKRIFSTOPA í WINNTPEG
Höfuðstóll (löggiltur) ~ - $6,000,000
Höfuðstóll (greiddur) - - - $2,850.000
STJÓRNKNT>TJR :
Formaður.........._ - - Slr I>. H. McMILLAN, K.C.M.G.
Vara-formaður - -- -- -- -- Capt. WM. ROBINSON
Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN. H. T. CHAMPION
W. J. CHRISTIE, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVEL
Allskonar bankastörf afsrreidd. — Vðr byrjum reikninsra við ein-
staklinsra eða félös off sann*;jarnir skilmálar veittir. — Avísantr aeldar
til hvaða staðar sem er á Islandi. — Sérntakur saumur Kefinn sparl-
sjóðs innlögum, sein byrja má með elnum dollar. Rentiir lasrðar vlð
á hverjum sex mánuðum.
T E. THORSTEINSSON, RáSsm»iiur
Gor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man.
THE DOMINION BANK
Mr KUMtiNU B. IIUI UI. X P., frr» H. U. MATTHKWS ,-VlM-l'rm
C. A. BOGERT. Generai Managnr.
Stofnsjóður..................$6.000.000
Varasjóður og óskiftur gróði.. . . $7,300,000
SP/ÍRISJODSDEILD
er ein deildin I öllum útibúum bankans. par m& ávaxta
$1.00 eSa meira. Vanalegir vextir greiddir.
I>aS er óhultur og þægilegur geymslustaður fyrir spari-
skildinga yðar.
Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager.
Selkirk Branch—M. S. BURGF.lt, Manager.
St. Louis Fur&Hide Cd.
736 Banning St., Winnipeg
t
Sendið oss húÖir yðar
kálfskinn og kindarskinn,
ull og alskonar loðskinn.
Vér getum borgað yður
allra hæsta verð og borg-
um út í hönd við móitöku.
Vér kaupum lifandi hæns
endur, gæsir, tyrkja, smjör
og ejjg einnig slátruðsvín
Um allar upplýsingar sem þér ósk-
ið eftir má skrifa oss um á ísl. og
vér svö um á yðar eigin máli. Nefn-
ið Lögberg þegar þér skrifið.
Prívat veðurathuganir
á hverju heimili
Áreiðanlegur veðurmael
ir, nákvæmur hitamæltr.
Rétt stærð er 13 þml.á hæð
óhjákvæmilegt hjá öllum
bændum, verzlunarmönn-
um, embættismönnum.bif
reiðarmönnum, í stuttu
máli öllum sem ættu að
vita fyrirfram hvernig
veðrið verði. Sparar bæði
peninga og tíma
V e ð n r m æ I i r
sem spáir v-ðri mörgum
klukkustundam fyrirfram
Aðeins $2 var áður $3
Sama verð í allri Canada og Ðandaríkj-
um. Fyrirfram borgun.
Sendið $2,00 í póstávísu^i eða “Ex-
press” ávisun eða í trygðu bréfi og
verður þá hitamælir sendur tafarlaust.
Alvin Sales Co.
Dept. 24 - P.O. Box 66
WINNIPEG, CANADAl
“Ví»t er það skrítið, en satt er
það samt.”
Eitt af aöalumrætSuefnum bæjar-
ins og blaöanna um nokkra daga
að undanförnu, hefir verið að-
finningarræða, sem Robson dóm-
ari hélt um ráðsmensku bæjar-
stjómarinnar. Ræðan var flutt
fyrra mánudagskveld á fundi
verzlunarmannafélagsins.
Komst hann að þeirri niður-
stöðu að bænum væri svo ráSlaus-
lega stjómaS í flestu tilliti, aS
ekki væri viS unandi. Bærinn
ætti ýmsar gróðastofnanir, sem
ættu að gefa af sér stórfé, ef
skaplega væri á haldið, og væri
regluleg auðsuppspretta ef þær
væru í hagsýnna manna höndum.
En í stað þess kvað hann flestar
þessar stofnanir annaShvort vera
þungar ómagabyrgðar á herðum
gjaldenda eða gersamlega arðlaus-
ar, þegar bezt léti. r.t ekkí væri
hér um óráðvendni að ræða, kvað
hann það liggja í augum uppi að
það væri ráðleysi, óstjóm og
skortur á hagsýni, sem drægi bæ-
inn árlega niður í hyldýpi skulda
og skatta.
Robson dómari kvað nauðsyn
aS skifta um ráðsmenn, sópa og
hreinsa: “Hér er brýn þörf á
nýjum vöndum,” sagði hann.
Enn fremur lagði hann það til
að skipuð væri rannsókn á með-
ferð t>æjarfjár. Slóðaskapur,
þekkingarleysi, eftirlitsskortur og
deyfð sagði hann að væri alráS-
andi í bæjarstjórninni og Jæir,
sem þar ættu sæti, alls ekki verk-
inu vaxnir í neinum skilningi.
OrS dómarans voru eins og eld-
ur í sinu. Sumir stukku upp til
handa og fóta af gremju og reiði
og kváðu þetta sleggjudóm, á eng-
um sönnunum bygðan. A'örir tóldu
dóminn réttan og þetta orð í tíma
töluS. Yfir höfuB vakti ræSan af-
armikla eftirtekt, og ekki ólíklegt
aB hún hafi alvarlegar afleiSingar
að einhverju leyti.
Robson stendur betur að vigi
að vita um hvað hann talar, en
flestir aðrir í þessu efni. Hann
hefir verið umboSs- og úrskurðar-
maður opinberra stofnana hér i
fylkinu, og þannig gefist kostur á
nánari rannsókn en alment gerist.
Það er því tæplega hægt að huma
fram af sér dóma hans eða ákær-
ur.
Viti bæjarstjórnin sig seka um
það sem henni er boriB á brýn, þá
er hætt við að henni verði ekki um
þaS að láta rannsaka, eins og
Robson stakk upp á; sé hún aftur
á móti saklaus af ákærunum, þá
yrði það að sjálisogou hennar
fyrsta verk að heimta rannsókn
tafarlaust; en það hefir hún ekki
gert enn þá að minsta kosti.
En þaS sem er skrítnast og
samt satt í sambandi viS þetta
mál, er þaS að landi okkar Ami
Eggertsson flutti hér um bil sömu
ræðuna á kjósendafundi í Weston,
viku áður en Robson kom með
hana. AuSvitaS vom orö og
setningaskipun mismunandi, en á-
kærumar og staShæfingamar, og
rökin og tillögumar nákvæmlega
eins.
Er enginn efi á þvi aS þessi
ræða Robsons verður Áma til
ómetanlegs stuðnings við kosning-
arnar; og það af tvennum ástæð-
um.
í fyrsta lagi vekur hún grun
um ódugnað ef ekki óráðvendni
þeirra, sem nú standa fyrir bæj-
armálum, og sýnir mönnum þann
sannleika að hollara muni að
skifta um. Arni hefir því miklu
betra tækifæri til þess að ná
kosningu, einmitt fyrir þá sök.
í öðru lagi sýnir þetta ljóst og
áþreifanlega hversu glöggskygn
og framsýnn og djarfur maSur er
í kjöri þar sem Ámi Eggertsson er,
kjósendur minnast þess að hann
hreyfði fyrstur þessu stóra máli
og fékk með ræðu Robsons stað-
festingu eins áhrifamesta dómara
ríkisins fyrir því að orð hans hafi
verið sönn og tillögur hans skyn-
samlegar.
ÞaS er skrítið, en samt er það
satt, að reynt var að humma fram
af sér með þögninni ákærur og til-
lögur Árna. Líklega ekki ein-
göngu af því að hann er íslend-
ingur, en sjálfsagt meðfram. AS-
allega hefir það auðvitaS verið
fyrir þá sök aS hlutaðeigendur
vissu sig seka og þagnardauðinn
er þess konar málum altaf þægi-
legur. En þegar J>ögnin var rof-
in af rödd, sem allir urðu að
heyra, þá var ekki hægt að sofa
lengur og það varð að reyna mót-
mæli. En öll mótmæli eru árang-
urslaust; sekir menn játa aldrei
nema þeir séu neyddir til þess
með rannsókn. Rannsókn er því
það sem bæjarmenn etga að krefj-
ast; og rannsókn er það sem
stjórnendur bæjarins eiga að
krefjast, ef þeir vita hendur sínar
hreinar.
I