Lögberg - 11.11.1915, Síða 6

Lögberg - 11.11.1915, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1915. .Y.'.'.V. !*%••••» ••••! PllRITy FtOUR “More Bread and Better Bread V Bókmentir Niðurl. Það sannast á Þorskabít, sem Fjallaskáldiö segir, “Þótt þú lang- förull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns reimalands mót” og virðist það vera sameiginlegt öllum þeim er yrkja hér vestra, þótt á misjöfnu stig sé. Þorskabítur kveður fósturjörð- inni heit og einlæg ástaljóð og færir þar viða hugsanir sínar i fagran búning. Sum ættjarðar- kvæðin hans eru þrungin at djúpri tilfinningu fyrir erfiðleik- um landsins eða þjóðarinnar og ósk um breytta og bætta hagi. Má þar til nefna kvæðið “Minni ís- lands” á bls 8. Þar er þetta meðal annars: “Vér sendum þer hugskeyti hrað- fleyg í ljósálfa myndum, sem herskarar eldlegir birtist í yl- þiðum vindum er svífi, þá frosttárum silfruðum himinn grætur til sofandi þjóðar i húmskugga miðsvetrar nætur.” Á bls. ii er þetta í “Minni Is- lands: “Það eru engin látalæti, leiðum við þig flest, inn í hjartans æðsta sæti eins og heiðursgest.” Þessi orð eru bæði fögur og blátt áfram, eins og töluö frá sonar- hjarta til móður. Siðar í sama kvæðinu lýsir skákiið tilfinningum vorum eftir því hvort vel gekk eða móti blés á ættjörðinni. “Kættumst, þá úr kvl af skjöldum, kappinn gat sér lyft, reiddumst þegar þræls af völdum þú varst rétti svift; grættumst þegar börn þín bana biðu’ á sultartíð; hétumst þegar hundar Dana hýddu frjálsan lýé.” Eitt kvæðið heitir “Vísur um Island” og eru þær meistaralega gerðar bæði að rimi og fegurð; skáldið leiktir sér þar með íslenzka tungu í dýrum hætti svo fimlega að maður hlýtur að dást að. Þar er t. d. þetta: > “Hlæjandi disirnar dala drægju þig til þeirra sála sæirðu’ af bláfjalla brúnum bæi með hágrænum túnum.” Kvæðið “Eiriksjökull er reglu- legt listaverk, þó fáeinir formgall- ar finnast á því. Er þar svo að segja rakin saga landsins. Skáld- ið gerir jökulinn að persónu í ljóði sinu og talar við hann. Er í þvi viðtali minst á alla aðaldrætti sög- unnar. Sagt frá því að jökullinn sem er jafngamall landinu sjálfu hafi horft á alt sem þar gerðist; horft á frægðir og ljóma fomald- arinnar, afreksverk forfeðra vorra I og formæðra. Sagt frá kúgunar-' böndum sem á þjóðina hafa verið lögð; hörmungum er hún varð að þola, og svo að endingu sagt frá aftureldingu með von um fulla birtingu og heiðan dag. Náttúru- lýsingar í ]>essu kvæði eru einstak- lega fagrar. Það er auðséð og heyrt að andinn hefir komið yfir hann og hvílt yfir honum á meðan hann gekk með þetta kvæði og fæddi það. Nokkur háfleyg kvæði hefir Þorskabitur orkt um náttúmfræði, heimspeki og trúarbrögð. Em þau allmisjöfn. Eitt ber langt af þeim öllum og tekur flestu fram, sem, ort hefir verið meðal vor af því tagi. Það er “Halley’s halastjam- an”. Til þess að njóta þess kvæðis, njóta kenningar þess og fegurðar, þarf að lesa það alt og lesa það vel. Þess konar ljóð yrkir enginn sá er hugsunarlítið anar áfrám; þar er þetta gullfallega erindi: “Hvaðan ertu’ úr alheimsgeimi r Enginn vegabréf þitt sá. Ertu bara svona á sveimi sí og æ og til og frá? Nei, þér drottinn sólna setti sérstakt verk, er gegna hlauzt. Minstu .agnir hvað þá hnetti — hann ei skapar tilgangslaust.” Það væri synd að minnast á •kvæði Þorskabíts án þess að benda á vísur til Steingríms Thorsteins- sonar. Þar er þetta: “Berast létt frá smæstu smæð — smátt því skáldin finna — upp til guðs í hæstu hæð hreimar tóna þinna. Ardagssól þá signir fjöll söngva þúsund munnar, seiða þig í sumarhöll sjálfrar náttúrunnar. Kvæðadís úr ljóssins lind lauguð, himinborin, þar í engil meyjar mynd mætir þér á vorin.” Þessi seinasta vísa er ein hinna allra fegurstu sem bókmentir vor- ar eiga. Þorskabitur er umfram alt al- a S ö L, S K I N. Matthias Jochumson Hann er áttræður í dag. Hann er svo mikið æskuskáld og sólskinsskáld að bezt þótti eiga við að Sólskin fiytti ekkert ann- að í þetta skifti en kvæði eftir hsnn cg n yr.d af hcnum. Barna bœn. Ó, faðir, gjör mig lítið Ijós um lífs míns stutta skeið til hjálpar hverjum hal og drós sem hefir vilzt af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig ljúflings lag sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf, að styðja hvern sem þarf, unz alt það pund, sem guð mér gaf eg gef sem bróðurarf. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. Til Bjössa litla. Góða barnið, Bjössi minn, brosi niður á glókoll þinn sólin blíð og signi þitt saklaust höfuð, barnið mitt. Aftur lifna foldin fer, fuglar verpa, ærin ber, rjúpan á í runni bú, rís úr dái flugan nú. Sjómenn róa’ og sækja ver, sveimar kjói’ að gamm sér, vellur spói sætan söng, syngur lóan dægur löng. Svona fagran guðs um geim gleðin okkur sækir heim; guð er að leiða ást og yl allrar sinnar skepnu til. Þar sem flugan féll í dá föðuraugað góða sá lifnar nú sá litli fans \ og lofar gæðsku skaparans. Hann sem orminn hulinn sér hvemig skyldi hann gleyma þéi og föðurbrjóst þér fela sitt, föðurlausa barnið mitt? Það er hjartans huggun mín, herrans auga sér til þín, þó að fylgi mæðan mér og mamma verði fjarri þér. Elska, biddu, bam mitt, hann! bregðast þá ei gæfan kann, þó að svíði sorg og hel. Sonur blíði, farðu vel. Alexander. Langur þráður leynir sér litlum oft í hnykli, indælt væri’ ef yrði’ úr þér Alexander mikli. Sigrún. Signi þig, fagra Sigurrún sólin á meðan ljómar hún, en þegar dagur byrgir brá blessi þig sérhver stjarna þá. vöruskáld, en þó bregður hann fyrir sig nöpru háði öðm hvoru og ferst það mætavel. Þ^nnig er í kvæðinu “Heilræði” á bls. 125. Þar er þetta meðal annars: “Viðskiftum við aðra í á þig láttu’ ei snúa. Ef þú hefir hag af því horfðu’ ekki’ í að ljúga.” í samræðum aðra við ei mátt keppinn vera. Minst að skýra málefnið mest er um að gera. Vertu þar sem vald er mest, varast hlutinn minni, eftir því sem borgast bezt breyttu stefnu þinni. ' Svo þig fyrir mikinn mann meti fólksins grúinn ávarpaðu aldrei þann .illa sem er búinn.” Og seinasta vísan þar er svona: “Ef þú rekja heyrir hann ( fátæklinginn) harma tölur sínar, láttu einhvern andskotann upp í hlustir þínar.” Smellna vísu hefir skáldið ort um dansinn, hvemig sem unga fólkinu kann að 'geðjast að henni: “í höfðinu forðum vitið var og vann að bótym, nú er það orðið alstaðar í afturfótum.” Erfiljóð Þorskabits eru mörg gullfalleg, t. d. eftir Áma Svein- bjömsson, Eyjólf Magnússon ('ljóstoll), séra Lárus Thorarensen og Sigurð póst. í kvæðinu eftir Áma er þetta: “Þú ert genginn, góður drengur! Gröfin fengið hefir sitt. Heim á vengi lífsins lengur Iitur enginn blómið þitt. Líf er mikið líkt — ef gáum — ljósi, er þykir brenna fljótt, eða kvikmynd, er vér sjáum augnablik, en hverfur skjótt. En um Eyjólf segir hann; “Þönglabökkum þjóðlífs frá þú hefir tekið feginn síðsta stökk, og stígið á ströndina hinum megin. Eftir dauðann ólánsmann Oddborgarar segja: “Enga köllim átti hann aðra’ en lifa’ og deyja.” Eins og allir skilja er hér að- eins drepið niður, hér og þar, en ekki ritdæmt ítarlega, né um alt. Þó má ekki sleppa einu kvæði, sem fyr var minst á, það er “Ást í meinum”, eflaust langmesta kvæðið í bkinni; reglulegt skáld- verk frá upphafi til enda og sum- staðar frábærlega fagurt. En sá galli er á að þetta kvæði hefði alls ekki átt að prentast; það flytur óheilla kenningu, sem hættuleg er og viðsjárverð. Allir menn eru undir þau lög seldir að bera ábyrgð verka sinna — eða þeir eiga að vera það — þeir sem sér- staka hæfileika hafa þegið af | hendi náttúmnnar t. d. ljóðalist og skáldskapargáfu, eru siðferðis- lega skyldir að beita þeim þannig að heillir stafi af, en forðast að láta ljóð sín verða að ásteitingar- steini. Þetta kvæði, sem hér er um að ræða, er þess eðlis og er svo vandað að öllum búningi og framsetningu, og svo hrifandi þar að auki, að lestur þess getur orðið upphaf að þungu böli. Sumir halda þvi fram að skáld- inu séu engin takmörk sett, en það er herfilegasti misskilningur; hann hefir ekkert vald til þess að vinna tjón með ljóðum sínum, eða kenn- ingum þeirra. Það er ekkert minni synd fyrir skáldið að láta menn lesa frá sér sannarlegt siðferði, en fyrir vínsalann að láta menn drekka frá sér vitið. Sig. Júl. Jóhannesson. Til Vestur-Islendinga. Nefnd sú hér í Winnipeg, sem staðið hefir fyrir hlutasölu í “Eim- skipafélagi íslands”, hefir nýskeð fengið svolátandi bréf frá forstöðu- nefnd félagsins í Reykjavík, dags. 29. Sept. síðastl.: “Hinn 1. Júlí síðast liðinn var gjalddagi síðustu greiðslu hlutafjár Vestur-Islendirrga í H.f. Eimskipa- félags Islands. Samkvæmt þeim skýrslum, sem oss hafa borist, hafa Vestur-íslendingar lofað um 200,000 kr. í hlutafé, en af þeirri upphæð er ekki komið í vorar hendur meira en 139,974 kr. 42 aurar, og vantar því um 60 þús. kr. til þess að Vestur- íslendingar hafi staðið í skilum við félagið. Það hvílir sú skylda á félagsstjórn- inni, að ganga ríkt eftir því, að alt lofað hlutafé félagsins sé borgað á réttum tíma, enda hefir oss tekist, að fá fullnægt fyrir löngu hlutafjár loforðum manna hér heima. Vér höf- um átt nokkrar bréfaskriftir um þetta við gjaldkera nefndarinnar í Winnipeg, en sjáum oss nú knúða til þess að snúa oss til yðar sem for- martns nefndarinnar með þeim til- mælum að þér hlutist til um að greitt verði nú þegar það, sem enn er ógreitt af hlutafé Vestur-Islend- inga. Af vorri hendi hefir áður í bréf- um til gjaldkera nefndarinnar verið sýnt fram á það, hvílíkt tjón það er fyrir Eimskipafélagið að Vestur- íslendingar standi ekki í sk-lum við það, og teljum v'ér óþarft >ið endur- taka það hér, enda liggur það í aug- um uppi. Með mikilli virðingu, H.f. Eimskipafélags íslands. Sveinn Björnsson, Eggert Clesson. Ol. Johnsen, Jón Guðmundsson, J. E. Frið- geirsson, Halld. Daníelsson. Hlutasölunefndin hér finnur sér skylt að auglýsa bréf þetta orðrétt, svo að sjást.megi hv'ernig forstöðu- nefnd félagsins á íslandi skoðar af- stöðu vor Vestmanna gagnvart því. Nefndin hér leyfir sér því að mæl- ast mjög alvarlega til þess við alla þá, sem gerst hafa hlutahafar í Eim- skipafélaginu, að þeir nú borgi til féhirðis nefndarinnar alt það, sem þeir eiga ógoldið af hlutafé sínu, eins fljótt og þeitn er það frekast mögu- legt. Það er óneitanlega Eimskipa- félaginu mikill bagi, að verða að borga vexti af jafngildi þeirrar upp- hæðar. sem Vestur-íslendingar eiga ógoldið í hlutum þeirra og sem fvrir nokkru hefðu átt að vera borgaðir til félagsins að fullu. Þess má og geta, að v'egna at- vinnuskorts og sívaxandi verðs á lífsnauðsynjum þeirra, er búa i borg- um og bæjum hér vestra, má búast við, að ekki borgist öll þau loforð, sem nefndin hefir bygt áætlanir sín- ar á; og þar sent hins vegar upp- skeran af ökrum: bænda hefir á þessu hausti orðið óvanalega góð, þá leyfir nefndin sér að mælast til þess l við þá bændur, sem enn þá ekki hafa [ gerst hluthafar í félaginu, að þeir nú ! riti sig fyrir hlutum í því, með því að senda skriflega tilkyaningu um það til féhirðis, herra Th. E. Thor- feteinssonar, ráðsmanns North. Cr. bankans hér í borg. íslendingar á Islandi hafa fyrir löngu borgað að fullu öll loforð sín til félagsins og eru enn á ný'teknir að leggja fé í þriðja skipið, sem félagið ætlar að láta smíða, eins og auglýst hefir verið. Nefndinni v'æri því mjög kært, að vestur-ísl. hluthafamir gerðu sitt ítrasta til þess að greiða loforð sín sem fyrst og einnig það, að sem flestir nýir hluthafar gefi sig fram við féhirði vorh hér, með þá hluta- upphæð sem þeir finna sér fært að annast, til styrktar félaginu. Þess skal að síðustu getið, að hr. Sveinn Björnsson hefir nýlega sent nefndinni hér lög þau frá Alþingi í fyrra, sem konungur Dana samþykti með undirskrift sinni þann 30. Nóv. 1914, sem veita1 2 Vestur-íslending- um sæti i stjórn félagsins. Winipeg, 4. Nóv. 1915. B. L. Baldwinson, ritari nefndarinnar. ELDSPÍTNA TAL Vér höfum nú búið til eldspítur í 64 ár, til dag- legrar brúkunar og aðrar tegundir. Vorar sérstöku eldspítur eru “The Gaslighter“ sem er 4 1-4 þml. á lengd [brennur í 35 sekúndir í hvaða veðri sem ■ r] “Wax Vesias“ fyrir þann sem reykir og margar aðrar tegundir. Til heimabrúkunar eru mrst notaðar ”SlLENT 5“ Til allrar brúkunar, biðjið kaupmann yðar um EDDY'S ELDSPÍTUR tífl/m CANADAÍ, FINEST THEATW því að biðja um skrásetningar blöð j hjá búnaðardeildinni í Winn.peg og | 1 gera það tafarlaust og senda með því i J gjaldið, sem eru $2.00. Sömuleiðis |-----------—--------------- j þarf að senda vottorð um ætterni I.EIKUItlNN AI.I.A pKSSA VIKU j hestanna og senda alt í ábyrgðu' I,il sýnnr sis í lieila viku. byrjar með 1 v,réfi ménudegi 8. Nóv. með Mats á Miðvikudast og Uaugardag HIN CANADISKA LEIKKONA MARGABET — A—N—G—I,—I—N — Mánudag, priðjudag og Föstudag og eftir hádeiíi á Laugardag leikur hún Frá Búnaðardeild Manitoba. Hcstakynbóta l'ógunum verður að framfylgja. Allir Manitoba bændur og þeir, er ala upp hesta, gleðjast eflaust við þær fréttir, að fylkisstjórnin hefir lýst [iví yfir, að eftir 8. Nóv. 1915 löðlist hestakynbóta lögfn fá 1914 fullkomið gildi. Nýju lögin ákveða, að allir kyn- bótahestar skuli skrásettir með ná- kvæmu eftirliti. Það er því áríð- andi að byrja skrásetninguna sem fyrst, þar sem þessi fyrsta skrásetn- ing í fylkinu tekur talsverðan tíma. Búnaðardeild fylkisstjórnarinnar er að senda út nákvæmar upplýsing- ar um lögin ásamt umsóknar eyðu- blöðum. Allir kynbótahesta eigend- ur, sem skrásettu hesta sína árið sem leið, fá þessar upplýsingar með pósti. Búnaðardeildmni er það á- hugamál að ná í alla, sem flutt hafa kynbótahesta inn í fylkið síðan skrá- sett v'ar seinast, og eru allir ámintir um að biðja umt skrásetningarblöð sem fyrst. Enga kynbótahesta, sem eki eru reglulega skrásettir og skoð- aðir, verður leyft að nota í Manitoba 1916, og búnaðarde'ldin æskir sem beztrar samvinnu allra, til þess að starfið geti byrjað sem allra yrst. Svo er til ætlast, að skoðun og skrásetning fari fram á hagkvæmum stöðum til og frá í fylk'nu. Jafn- skjótt og ferðaáætlun skoðunarmann- anna hefir verið samin, verður aug- lýsing fest upp í hverju héraði og frá því skýrt hvar og hvenær skoðun fari fram í héraðinu. Sérstök tilkynning um skoðwiina verður einnig send eigendum kyn- bótahesta. Allir kynbótahesta eigendur ættu Fylkjanöfn á hospitalsdeildum. Sjúkrahúsið á Frakklandi,* sem búið hefir verið út til lækninga særðum hermönnum, flestum frá Canada með canadiskum læknum og canadiskum hjúkrunarkonum, hefir verið skýrt “Canada” og er það í deildum, sem hver um sig heitir fylkisnafni. Eru þar deild- imar: “Quebec”, “Ontario”, “Nowa Scotia”, “New Brunsvick”, “Prince Edward Island”, “Mani- toba”. Saskatnhewan”, “Alberta”, “British Columbia”, og “Yukton” og “Ottawa”. Deildirnar eru þvx ii og rúma 750 manns allar til samans. 8000 hafa þegar verið þar. og aðeins 44 dáið. Aðeins 500 af þessum 8000 hafa verið Can- adamenn. Álitið er*að helmingi fleiri læknar og hjúkrunarkonur séu við þetta hospítal en nauðsyn- legt sé eða þörf sé á. Venustiano Carranza. forseti Mexicos, hefir lýst því yfir að engum sérstökum trúar- flokki verði veitt nein sérréttindi, og kaþólskir menn verði þar á engan hátt ofsóttir. En aðvörun srefur hann kaþólskum um það að láta trúmál afskiftalaus. Carranza hefir einnig komið á þeim nýjung- um að hann hefir skift upp öllu auðu stjómarlandi í smábletti, sem fátækir menn geta fengið til heimilis réttar. Þau< lönd sem einstakir menn og félög áttu áður verða ekki tekin al peirri. Enn fremur hefir hann keypt 5 loft- skeyta áhöld af beztu tegund, til þess að koma á þaðan loftskeyta- sambandi þaðan milli Bandaríkj- anna og Canada. Vikuna frá II. Nóv. leikur hin mikla leikkona —MARGARET ILLINGTON—• I hinum mikla nýja leik Henry Arthur Jones “THE LIE.” Mats. á Miðvd. og Laug.d. Veró aS kveldi $2.00 til 25c. Mats. $1.50 til 25c. Tvær vikur byrjar Mánudag 22. Nóv. Matinee cL glega Heimsins 8. undur eftir D. W. Griffith THE BiRTH 0F A NATI0N S ó L S K I N. Cr FriSþjófi. Vorið kemur, kvaka fuglar, kvistur grænkar, sunna hlær, isinn þiðnar, elfur dansa ofan þar sem dunar sær, Rós í gegn um reifar brosir rjóð og hýr sem Freyju kinn; brjósti manna vorið vekur von, með hlýjan unað sinn. Sumarvísa. Nú kveður gamli Kári sinn kalda vetrar stól; í garð með gullnu hári nú gengur drótning. sól. Frá hlýjum himinsölum nú hlær hin svása dís og breytir bleikum dölum í bjarta paradís. Opnaðu bœinr. Opnaðu bæinn, inn með sól! öllu gefur hún líf og skjól, vekur blómin og gyllir grein, gerir hvern dropa aðalstein. Opnaðu bæinn. Opnaðu bæinn, unga sál, inn með fegurð og guðlegt mál; inn með alt hreint, og hitt á brott, himnesk náð er að læra gott. Opnaðu bæinn. Opnaðu bæinn, hjartans hús helgi sér elskan líknarfús, þar sem að aumir aðgang ta englar ei heldur sneiða hjá Opnaðu bæinn. Vetlingarnir. Vetlingarnir voru gull vann þá drós úr kærleiksull, prjónaði þá með trú og trygð, en tvinninn var úr skírri dygð. Fósturiandsins Freyja. Fósturlandsins Freyja, fagra vana dís móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís; blessað sé þitt blíða, bros og gullin tár; þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. fslandsvísa. Sit þú fósturfoldin mín frjáls í segulheiði. Sé hver vagga signuð þín og sérhvert dáins leiði. Or Skuggasveir i Mér sýndi þokan svarta hve sviplegt lífið er, en blessuð sólin bjarta á bak við myrkrið fer. Til Svavars litla. Aftur—upp aftur er aldanna líf, aftur—upp aftur sem blaðið á hníf, aftur—upp aftur unz ætm'er tull, ánægjan farin og brotin vor gull. Blessuðu vinir frá bemskunnar tíð bræður og systur um grundir og hlíð, ljúfvinir beztu, sem litið eg hef, lesið hér dálítið minningar stef. Hvern á eg fyrstan að nefna á nafn; nóg var í kotinu góðvina safn, Neitað um far. Þegar Cunard linu skipið fór af stað frá Liverpool til New York á föstudaginn afsögðu kind- ararnir að vinna ef á skipinu yrðu fluttir írskir menn á herþjónustu ah'ri, sem auðsjáanlega væru að flýja af landi burt til þess að svíkjast undan herþjónustu. Stjórnendur skipsins tóku í sama strenginn og var mönnunum ekki leyft far. Blað upptœkt. Blaðið “London Globe” og prentsmiðja þess var gert upptækt af lögreglunni á föstudaginn var. Þótti það hafa flutt greinar hættu- legar fyrir þjóð og land. "Kveðju og þakkarorð” Mér er það ljúft og skylt að þakka öllum löndum mínum sem mér gafst kostur á að sjá og ná til og bera erindi mitt upp við á ferð minni til Lundarbúa, og allra annara í þeim bygðarlögum sem ferð min lá um í síðast liðinni viku, fyrir þær hlýju og mannuo- legu undirtektir sem þeir gáfu mér svo að segja undantekningar- laust.- — Já, sannarlega má eg vera þeim þakklátur fyrir alla þá velvild og greiðvikni sem þeir létu mér í té. Og gladdi það mig sérlega, hvað þessi okkar fyrsta líknarstofnun á alment nú þegar miklum vinsældum að fagna á meðal Islendinga. Og þessi fyrsta tilraun, þó lítil sé, þar sem eg að- eins hafði 4 daga til að ferðast um afar víðáttumikla nýlendu, er skýr vottur þess, hversu heimilið “Betel” má vænta af Vestur-Is- lendingum i framtíðinni og hvað Islendingar eru í eðli sínu, og að það eru þó til málefni sem þeir sýnast fúsir og viljugir til að sameina krafta sína um. Eg verð svo í sambandi við þessa ferð mina að geta þess, að þó að árangur af henni yrði hinn æskilegasti sem hægt var að hugsa sér að hann gæti orðið und- ir núverandi kringumstæðum manna alment, þá var það æði stórt svæði, ú t frá Lundar þar sem var ómögulegt að fá tíma til að komast yfir. Til allra þeirra og annara sem eg ekki átti kost á að fá að sjá, vildi eg góðfúslega biðja að snúa sér til eftirgreindra manna með það sem þeir hefðu í hyggj11 að leggja fram til styrktar jiessu málefni. Það eru þeir séra H. Leó, Kristinn Goodman og Kristján Backman, Lundar; eftir því sem hægast verður að ná til hvers fyrir sig. Þetta eru þeir einnig beðnir að hafa í huga sem af góðvilja lofuðu tillagi til “Betel”, en ekki höfðu peninga við hendina þar sem eg hitti þá. Eg vil og geta þess að herra Jónas K. Jónasson, Dog Creek P. O.— þar alþektur kaivpmaður — bauðst til að taka að sér að veita móttöku öllum tillögum sem landar á því svæði vildu láta af hendi rakna. Eg hefi af þessari fyrstu ferð minni í þessum erindagerðum fengið i huga mínimi fullvissu fyr- ir því að landar hérmegin hafsins verða samtaka við þetta sameigin- lega líknar- og kærleiksverk, að sjá þessu unga fósturbarni þeirra, “Betel”, borgið. Að þeir muni veita því gott uppeldi, það er trú mín og vissa. Og að síðustu: \’æri ekki óhætt að álykta að með því að styrkja þetta líknarfyrir- tæki með fjárstyrk og á annan hátt í orði, séu hverjir þeir er það gera að opna sér “hlið him- ins — frá því sjónarmiði skoðað. Þess skal og að siðustu getið að kvitteringar fyrir allar gjafir og tillög verða auglýst í íslenzku vikublöðunum og “Sameining- unni”. Með vinsemd og kærleika Yðar G. P. Thordarson. Sjötíu ára. braustur eins og fimtíu ára. Vitnisburður Mrs. Whitehead um Dodds Kidney Pills. Saskiitcliewan kona rðlegsui’ öllum, sem lasnir eru, að hrúka Dodd’s Kidney Pills. Goschen, Sask. ------------ (Sér- stakt). “Eg er bráðum orðin 70 ára gömul, en eg er elns frlsk og eg værl fimtug.” petta er það, sem Mrs. David Whitehead segir. Hún er vönduð og merk heiðurskona og nýt- ur mikillar virðingar hér. Og Mrs. Whitehead gleymir ekki að geta þess að hún þakkar þaS Dodd’s Kidney pillum, hversu hraust hún er. “Eg var svo lasburSa”, segir hún, "aS þaS leiS oft yfir mig. Eg hélt áð veiki mln stafaSi frá nýrunum og eft- ir aS eg las auglýsingu reyndi eg Dodd’s Kidney Pills. Nú er lasleiki minn allur horfinn; eg sef betur og er ekki sí-þreytt eins og eg var áSur. Eg ráSlegg öllum konum, sem þjást eins og eg gerSi, aS taka Dodd’s Kid- ney Pills.” þúsundir manna og kvenna I Cán- ada eru reiSubúin aS segja hiS sama um Dodd’s Kidney Pills. I>ær yngja fölkiS upp vegna þess aS þær hreinsa blóSiS og gefa þvi llkamanum nýtt líf og krafta. Dodd’s Kidney Pills, 50c. askjan eSa 6 öskjur fyrlr $2.50 hjá öllum lyf8ölum eSa hjá Dodd’s Medi- cine Co., Ltd., Toronto, Ont.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.