Lögberg - 23.03.1916, Side 4
4
LÖGBERO, FIMTUDAGINN 23. MARZ, 1916
% 0 il b C' n
GefiÖ út Kvern Fimtu ag af The C« 1-
umbii Preis, Ltd.,Cor. VFilliam Ave. &
Sherbrook Str., Wjnntp« g, Man.
TALSIMI: CkRRY 2156
SKI. JUI...IÓII Ed tot
|. J. VOt'.M, Hiisiiicsm AI.iniuicr
Ut * náskrift ti blaðstns:
THt CULHIU\ RtH*. Ltd , Box J17 2, Winnipeg. Wlan.
U anáíkrift riistjór ns:
EUTCR ICOERC, 8ox 3172 rfin.iipog, N)an.
VEKÐ BLAÐSINS: *2 «>0 um Arið.
Hvert stefnir?
(Framh.).
Grein sú sem hér er um að ræða, hefir vakið
meiri hugarhreyfingar og eftirtekt en nokkuð
annað, sem ritað hefir verið vor á meðal um langa
líð. Hver greinin á fætur annari hefir birzt um
hana í blöðunum og hver fyrirlesturinn eftir ann-
an hefir verið fluttur um hana.
pað er alveg eins og þegar stórviðri skellur á
eftir blæjalogn og rótar þeim djúpum, sem hreyf-
ingarlaus hafa verið. pað er alveg eins og Hannes
Hafstein hafi óskað og hitt á óskastundina.
pað hversu miklum hreyfingum greinin hefir
komið af stað, er þess ljós vottur hversu djúpar
rætur það mál á í hjörtum þjóðarinnar, sem hér
er aðallega um að ræða. pað er ráðningin á gát-
unni: “Hvemig getum vér bezt og lengst haldið
við íslenzku þjóðemi og tungu hér í álfu?”
pað má vel vera að sumt af því sem sagt hefir
verið í sambandi við greinina, sé aðeins af flokks-
fylgi annars vegar og flokksandstæði hins vegar.
En það er þó sanni nær að það hafi flest komið af
því að skiftar séu í raun og sannleika skoðanir
manna um leiðir að sameiginlegu takmarki.
íslendingar eru flestir einlægir í því að vilja
halda tungu og þjóðareinkennum sem bezt og sem
lengst, en eins og þeim er þar alvara, eins er þeim
líka alvara með það að þeir sjá sína leiðina hver,
sem þeir telja sigurvænlega í þeirri baráttu.
pegar um þjóðemis viðhald var rætt í fyrri
daga, þá horfði málum við á annan hátt en þeim
gerir nú; þá voru útflutningar frá íslandi hingað
í fullu fjöri; tugir hundraða komu hingað árlega;
jafnvel þúsundir sum árin. pjóðarbrotið hér
vestra fékk því nýtt blóð, alíslenzkt og mikið að
vöxtum á hverju ári. Flestir þeirra sem að heim-
an komu voru komnir til fullorðins ára; lögðu
margir alls ekki út í það að læra enska tungu og
öðrum gekk það seint; enda ekki vaknaður sannur
skilningur á því hversu mikil nauðsyn bæri til þess
að nema hana sem fyrst og sem bezt.
Af þessu leiddi það að íslendingar héldu sig -
saman í hópum hvar sem þeir voru og höfðu lítið
saman við aðrar þjóðir að sælda, nema rétt ein-
staka maður, sem af einhverri tilviljun — ein-
hvérjum óhöppum sem sumir kölluðu það — sem
lenti meðal hérlends fólks og samdi sig að siðum
landsmanna að fullu og öllu, en tapaði þá auðvitað
pokkru af sínum fyrri þjóðareinkennum.
pað bar tæplega við í þá daga að gifting meðal
Islendinga og hérlendra manna ætti sér stað. fs-
lendingar voru fremur í niðurlægingu, í vissum
skilningi; ekki sem íslendingar, heldur sem út-
lendingar. Og í orðinu “foreigner” sem þýðir í
raun réttri aðeins útlendingur, faldist eitthvað
meira og dýpra; á bak við það orð var sköpuð fyr-
irlitningarhugsun; hungsun sem gaf það til kynna
að þeir sem það ætti heima um, væru menningar-
lega á lægra stigi; óupplýstari, ófágaðri, siðlaus-
ari. petta var auka merking, sem orðinu var gef-
in og það heldur þeirri merkingu enn. Orðið út-
lendingur er hér í iandi haft sem óvirðingarorð
eða lítilsvirðingarorð.
Steingrímur Thorsteinsson skýrði einhverju
sinni í latínuskólanum gríska orðið “Barbaros”.
pað þýðir upphaflega aðeins útlendingur; maður
sem er af öðru þjóðarbergi brotinn en Grikkir.
En seinna fékk það aðra merkingu svo ákveðna
að hún varð að orðtæki svo að segja um heim all-
' an. Sú merking var niðrandi. Steingrímur sagði
að með orðinu sem upphaflega táknaði útlending-
ur, hefðu Grikkir síðar meint; “búralegur, óhefl-
aður, durgslegur, dónalegur, ómentaður, skræl-
ingjalegur.” Og um alla Evrópu voru þeir síðar
nefndir “barbarar”, sem ekki þóttu hafa á sér sið-
menningar merki. petta er þýðingin á bak við
orðið, þegar hérlendir menn kalla oss útlendinga.
En kemur þetta málinu nokkuð við? Er þetta
ekki sagt úti á þekju ? Nei, því fer fjarri. Hver er
aðal hugsun séra Bjöms í niðurlagi greinar hans?
Hvað er það sem hann gerir að brennidepli í henni
og beinir öllu að? pað er tillagan um aukna sam-
vinnu, aukna þekkingu, aukinn bróðurhug með
fslendingum austan hafs og vestan.
Oss skilst að hann finni til þess að vér erum
að verða “útlendingar” í augum bræðra vorra
heima og þeir í augum vorum hér vestra. Oss
skilst að hann beri kvíðboga fyrir því að sú hugs-
un eða tilfinning vaxi, ef ekki sé í tauma tekið,
og færi þjóðarbrotin eftir því lengra hvort frá
Öðru sem árum fjölgi.
pað er hugsunin sem þjóðin hefir mótað í
málshættinum “svo fymast ástir sem fundir”.
sem liggur til grundvallar fyrir þessari grein séra
Bjöms. Jafnvel ástvinir gleyma hverjir öðrum
ef höf skilja eða fjarlægðir um langan tíma.
pað er “fjarlægðin” í öllum skilningi, §em öllu
því versta hefir komið til leiðar í heiminum. Allur
flokkarígurinn hér meðal vor er til kominn af
andlegri fjarlægð—mikið af misskilningi. Menn
sem staðið hafa í mismunandi flokkum berjast
hvorir gegn öðrum með penna og tungu, oft þann-
ig að þeir hafa svo að segja ekkert persónulegt
saman að sælda—þeir eru of andlega fjarlægir til
þess að þekkja hver annan eins og þeir eru í raun
réttri; og það er víst ef meiri persónukynni ættu
sér stað, mundi minni rígur ríkja meðal margra
manna. Oss dettur í hug saga sem séra Haraldur
Níelsson sagði einhverju sinni á opinberum fundi
í Reykjavík. Hún er þannig: “Maður var á ferð
í þoku; alt í einu sér hann fram undan sér voða-
legt skrímsli; það var fyrst og fremst stórt eins
og fjall, og svo hafði það enga ákveðna lögun. En
það hreyfðist og köm beint á móti manninum
Hann varð frá sér numinn af hræðslu og skelfingu.
En hann varð samt að halda áfram, og því veitti
hann eftirtekt, að eftir því sem skrímslið kom nær,
eftir því minkaði það. Loksins fékk það ákveðna
lögun og var orðið að heljarmiklum risa. En ris-
inn minkaði líka smátt og smátt eftir því sem
saman dró, og loksins var þetta réttur og sléttur
maður. Og ekki nóg með það; þegar mennimir
mættust fundu þeir það út að þeir voru bræður;
en báðum sýndist hvorum um sig að hinn vera
voðaskrímsli meðan þeir voru fjarlægir og þokan
vilti þeim sjónir.”
pað er einmitt fjarlægðin og vanþekkingar
þokan sem henni fylgir, sem staðið hefir í vegi
fyrir greiðri og góðri samvinnu fslendinga austan
og vestan. Og þegar útflutningurinn að heiman
minkar, eða jafnvel hættir, þá minkar kynningin
enn þá meira, nema því að eins að ný ráð séu upp
fundin.
Vér segjum þegar útflutningamir minka, og
segjum það mið fullri hugsun og fullri alvöru.
peir sem vestur fluttu fóru vegna þess að þeir
voru ekki ánægðir og leituðu sér því betri og
bjartari framtíðar. Heima var flest á eftir tím-
anum; lokið lá þungt og óhreyfanlegt yíir gull-
kistunni—fiskimiðunum, svo ekki náðist sá auður
sem þar var fólginn.
Fossamir voru ótamin villudýr, sem ekki var
hægt að færa sér í nyt. Landið var peningalaust
og enginn arður í aðra hönd þótt unnið væri. Af
þessum ástæðum flýðu margir landið, en ekki af
því að þeir hefðu ekki þúsund sinnum heldur kos-
ið heimavistina.
Nú er þetta breytt. Lykillinn er fundinn að
gullkistunni og lokinu lyft. Beizlið á fossana er
í smíðum og tamningin þegar byrjuð. Pening-
amir streyma inn í landið fyrir auknar afurðir
og nýjan iðnað. Fólkið stendur á tímamótum
stórkostlegra breytinga; nóttin er svo að segja
liðin og í austri blasir við upprennandi sól langs
og ljósauðugs dags. Vonir fæðast í brjóstum ís-
lenzkra bama og móðurhöndin heima fyrir nær á
þeim sterkari tökum. útflutningamir hljóta að
minka svo að segja í réttum hlutföllum við það
sem hagur þjóðarinnar batnar.
En hvar stöndum vér þá hér vestra?
Utan úr þjóðarbroti voru molast og týnist
smátt og smátt óhjákvæmilega. íslenzkar stúlk-
ur giftast hérlendum mönnum og íslenzkir piltar
hérlendum stúlkum. Áður var það mjög sjald-
gæft vegna þess að vér vorum skoðaðir “útlend-
ingar” í verri merkingu orðsins og það þótti van-
virða ensku blóði að blandast oss; enda flestir af-
hrak ensku þjóðarinnar í þá daga sem hjónabands
leituðu meðal vor. Dæmi þess eru ljósari en lýsa
þurfi. En þetta er breytt. Gifting milli vor og
þeirra er nú svo að segja vikulegur viðburður. En
hvað leiðir af því ? Flest íslenzka fólkið sem hér-
lendu giftist, hverfur með öllu úr hópi vorum; fé-
lagslega að minsta kosti. peir og þær sem frá oss
giftast skilja Ensku, en þeir og þær sem af öðru
bergi eru brotin skilja ekki fslenzku, verða því af-
leiðingamar óhjákvæmilega þær að bæði hjónin
dragast algerlega inn í hérlenda félagsskapinn.
petta er eðlileg rás viðburðanna og verður ekki
hindruð, þótt menn fengnir vildu. pannig brotn-
ar smátt og smátt af þjóð vorri hér og tapast.
Vér erum hér eins og jaki á stóru hafi, sem
hrekst fyrir ótal straumum, utan úr skörunum eða
röndunum molast og bráðnar daglega, en ekkert
eða lítið bætist við. Er það ekki eðlilegt að þeir sem
á jakanum standa líti í kring um sig og séu óró-'
legir? Er það ekki praktiskara og eðlilegra að
gera sár grein fyrir hinu óhjákvæmilega og bera
ráð sín saman við aðra um hvað gera skuli, áður
en jakinn er svo brotinn að þar er ekki vært
lengur?
Eigum vér að horfa þegjandi og hljóðalaust á
öll brotin fljóta burtu og berast út í haf með alls-
konar straumum, eða eigum vér að reyna að neyta
nýrra ráða til þess að halda brotunum annars
vegar og fá styrk að heiman hins vegar?
Giftingar út úr þjóð vorri fjölga stórum.
flutningur að heiman inn í þióð vora hér minkar
að sama skapi. Liggur það ekki í augum uppi
að hvaða skeri ber, ef ekki er .með einhverium
ráðum í tauma tekið? (Frh.).
Bandaríkin og Canada.
pví er oft haldið fram hér að auðvaldið í
Bandaríkjunum haldi fastari tökum á þióðinni, en
það gerir í Canada. pví er haldið fram að auð-
valdið hafi þar fleiri og meiri hlunnindi og gjaldi
minna í ríkisfjárhirzlunar hlutfallslega.
Auðvitað eru höfð endaskifti á sannleikanum,
þegar þessu er haldið fram, annaðhvort af ásettu
ráði eða þekkingarleysi. peir sem verið hafa álíka
lengi í báðum ríkjunum,—mörg ár í hvoru og tek-
ið eftir því sem fram fór, hafa sannfærst um að
auðvaldið og pólitíska spillingin er á hærra stigi
og hættulegra hér en þar; eða svo hefir það verið
hingað til að minsta kosti. pessu til sönnunar
mætti nefna mörg dæmi ef þyrfti.
Eitt dæmi skal dregið fram hér til þess að
sýna hversu auðfélögunum er hlíft í Canada, í
samanburði við það sem á sér stað syðra. pað eru
skattar sem jámbrautarfélögin gjalda í hvoru
ríkinu fyrir sig, sem minst skal á.
Ritstjóri í Ontario og fyrverandi þingmaður,
er H. J. Pettypiece heitir heíir ritaö um þetta efni
og tekur hann aðallega samanburð af Ontario
fylki; en sama hlutfall gildir í allri Canada.
f Ontario eru 9,500 mílur af járabrautum,
sem virtar eru á $570,000,000 eða $60,000 hver
mila. Skattar sem þessar brautir allar til sam-
ans borguou 1914 voru $1,017,000, eóa minna en
2 af 1000.
Landbúnaðurinn í Ontario er virtur á $1,341,-
000.000, er þar í talið land, byggingar og verkfæri.
Skattgreiðslu veromæti þess eru $730,000,000 og
skattar greiddir af því árið 1914 voru yfir $8,000,-
000 eoa meira en 6 af 1000, ef mióao er vio alment
verðgildi, en yfir 12 af 1000 ef miöað er við skatt-
greioslu verö. Síðan þessar skýrslur birtust hefir
sérstakur aukaskattur verió lagóur á þessar eignir.
Samanburður á járnbrautasköttum í Ontario
og nágrannanki þess fylkis, Michigan, er mjög
fróðlegur, sérstaklega vegna þess ao mörg hinna
sömu járnbrautarfelaga eru í báöum stöounum—
sama brautin beggja megin línunnar.
í Ontario eru 9,500 milur af járnbrautum, en
í Michígan 8,000 mílur. Árið 1914 borguðu jára-
brautirnar í Ontario í fjárhirzluna $1,0x7,000, eða
$107 á miluna; en í Michigan borguóu þær á sama
ári $4,400,000 eða $550 á míluna.
Grand Trunk félagið hefir 3,080 mílur af járn-
brautum í Ontario, en 803 mílur í Mishigan. pað
félag borgaði í sköttum í Ontario $330,000 eða
$107 á miluna, én sama félag borgaði í sköttum í
Michigan $570,000 eða 712 á míluna.
Michigan Central félagið hefir 615 mílur af
járnbraut í Ontario og 1040 mílur í Michigan.
Skattar sem það greiddi í Ontario 1914 voru $62,-
000 eða $100 á míluna, en í Michigan $1,152,000
eða $1,100 á míluna.
St. Clair Tunnel félagið er að hálfu í Michigan
en að hálfu í Ontario—borgar $700 skatt í Ontario
og $28,000 í Michigan.
Grand Trunk félagið eitt í Michigan borgar
því í sköttum meira en helminginn á við það sem
öll jámbrautarfélögin borga í Ontario.
Michigan Central félagið í Michigan borgar í
sköttum í því ríki meira en öll járabrautarfélögin
borga til samans í Ontario.
Fyrir svefnvagna og matsöluvagna er borgað
í Ontario $3,300, en í Michigan $12,500.
Félög sem lána vagna greiða $27,000 í skatta
í Michigan, en ekkert í Ontario.
Og þrátt fyrir þetta er bæði vöruflutningsgjáld
og fargjald hærra í Ontario en í Michigan.
í Ontario hafa jámbrautarfélögum verið
greiddar $23,000,000 í peningum, $8,000,000 í
óbygð; en í Michigan hefir þeim ekkert verið
gefið né veitt.
Pettypiece ritstjóri bendir á að þar sem land-
búnaðurinn verði svo að segja að bera alla skatta-
byrði landsins, þá sé þessi munur á skattgreiðslu
af búnaði og skattgreiðslu af járnbrautum afar
ósanngjara.
f sambandi við þennan samanburð, skal hér
enn einu sinni gripið tækifærið til þess að minna
bændastéttina á það hversu kostum þeirra er
þröngvað á ýmsan hátt hér í landi en hagur auðfé-
laganna verndaður.
pað sést hér að þeir verða að greiða í skdtta
sexfalt við það sem jámbrautarfélögin greiða.
pað er vafasamt hvort þjóðin stynur undir
nokkrum þyngri bagga en einmitt jámbrautarfé-
Iögunum. Fyrst og fremst hefir þeim verið gefið
of fjár—hundrað miljóna í peningum úr vasa
fólksins; í öðru lagi hefir þjóðin fyrir utan þessa
beinu gjöf lagt sér á herðar—eða réttara sagt lið-
ið það að sér væri lögð á herðar—sligandi skulda-
byrði í ábyrgðum, sem auðvitað lamar lánstraust
þjóðarinnar og veiklar hana í fjárhagslegu tilliti
út á við; í þriðja lagi hafa járnbrautarfélögin
verið látin fara eins og engisprettur um landið,
til þess að hrifsa miljónir ekra, sem hefðu átt að
vera eign fólksins—og voru það í raun réttri.
Félögunum hefir verið leyft af fulltrúum
fólksins að vclja úr öllu yrkilegu landi það sem
þeim sýndist. pessu landi halda þau svo óyrktu
og skattfríu meðan fátækir synir þjóðarinnar eru
með bognu baki og kreptum höndum að rækta sína
litlu bletti og kúgast við að borga af þeim skatta
jafnframt. Svo þegar hin starfsama hönd bónd-
ans hefir slitið sér út við það að auka virkilega
verðgildi lands síns, þá rísa félögin upp og setja
okurverð á þetta land, sem þau létu rangláta
ráðsmenn fólksins gefa sér.
Og ekki búið með það; hveitið sem bændurair
framleiða með súrum sveita er þeim bannað að
selja á næsta markaði og sektir lagðar við, og
jámbrautarfélögin ganga þar í samband við hina
svokölluðu stjórn og neita að flytja vörur landsins
nema fyrir uppsprengt verð—langt um hærra en
annarsstaðar þekkist þar sem eins stendur a.
Og Canada bóndinn tekur þessu öllu með þögn
og þolinmæði enn þá. — Já, enn þá. — Hversu
lengi verður það?
pessi grein er ekki löng, og samanburðurinn
er aðeins á eintoi tegund auðfélaga og bændum,
en það er svona í öllu öðru.
I
W
THE DUMIMUN liAAk
■» »um >ll B. UM KK, M H.. Hrm * |> MATTBJCWN Hw-fn,
C. A. HtKíKKT. Ornrril Miiumm.
KtornsjTifiur............... . ..
Vui’UNjóðnr og óuklftur irróðl. .
Sl *.\ 111 s.1 «>t»s I >KI I 1»
S6.niiii.min
, . S7,3(ICI.I>IHI
er eln rteililin I öllum úlihóum baukans. j>ar mft ftvaxta
JI.Oii eða meira. Vatialrgii’ vextir itieirtrtír
|>af er óhultur og' þæg'legur geymslustaður fyrlr spari-
skllrtlnga yðar.
Nntre lliiine llranch—iV. M. II.A.YIll,TON, IManager.
Selklrk Itraneli—M. S. HdKliKK, Munatter.
Ámœlisefnin. Þú vanda býðst um vantrú mína, drýginn — í vafa-bið Jafn vissan þér, að sólin sigrar skýin Þó svæfum við. Þú vitnar, einu tök á sárum taugum Sé trúin þín — Eg lifði eins, þó loka sýndust augum ÖIl ljósin mín. Þú flnnur mun á burðum okkar beggja — En byrgir ]>að, Að þreyttur hef’ eg þorað eins að leggja Á þrota-vað. Þér maklegt finst, að reynslu mína rengi Þar ringull hver, Þó ótta’.aust að efstu hvílu gengi Á undan |>ér. 7. marz 1916. Stephan G. Stephansson.
Fróðleikur.
Þreskivélar í Manitcba áriS iqi^
voru 4102; er það 132 fleira en ár-
inu áöur.
726,725 pund af osti voru búin
11 í Manitoba árið 1915, en tveim-
ur árum áður var það ekki nema
403,000 pund.
52,7 L2 ekrur af landi voru not-
aðar til að sá í þær mais í Mani-
toba árið 1915. Ári áður voru
þær aðeins 30,430. Maisrækt vex
hér árlega.
Árið 1914 voru 286,433 sv'n 1
Manitoba, en 1915 ekki nema 225,-
416. Svin er eina tegund dýra, sem
þar hefir fækkaS.
Nautgripir í Man'toba 1915 voru
631,005 en 1914 aðeins 498,040.
í Manitoba voru framleidd 104,-
655. pund af hunangi árið 1915.
f Manitoba hefir verksmiðju-
smjör aukist um 1,000,000 árið
1915 og heima ti’.búið smjör um
260,000 pund, ostur um 25,000 pd.,
og tekjur fyrir mjólk og mjólkur-
afurðir hafa aukist um $427,000.
Ekrafjöldi af landi sem einstök
félög halda.
1. The Canadian North West
Co. 369,500 ekrur.
2. The Canadian Northem
Prairie Land Co. 67,000 ekrur.
3. Hudsono Bay Co. 4,000,000
ekrur.
4. Canadian Pacific Railway
Co. 8,000,000 ekrur.
5. Canadian Northern Railway
Co. 850,000 ekrur.
Silarliusa blaðið.
('Framh.).
Heimskringla hneykslast á því
að Lögberg sku!i taka vínauglýs-
ingar, og sakar stundum ritstjórann
um það og stundum ekki. En hve-
nær hefir komið út eintak af
Heimskringlu síðan núverandi rit-
stjóri hennar tók við henni, án
þess að hún hafi flutt brennivíns-
auglýsingu ?
Þegar hún getur sýnt það og
sannað að hún sjálf flytji þær ekki,
þá fyrst getur hún ætlast til þess
að tillit sé tekið til orða hennar í
þessu efni eða því trúað að hún sé
einlæg. Á meðan hún sjá’.f gerir
það sem hún átelur aðra fyrir, dylst
það engum að hún talar af hræsni
—af sínu eigin.
Hér skal aðeins minst á Heims-
kringlu síðan núverandi ritstjóri
hennar tók viö; lengra væri ekki
sanngjarnt að fara.
Sérstaklega særir það hinar vi?5-
kvæmu tilfinningar b’aðsins aiS
Lögberg skyldi flytja vinauglýsing-
ar í jólablaðinu. Um það atriði
getur ritstjóri Lögbergs aðeins vís-
að til þess er hann hefir áður sagt.
En þess er þó vert að geta. hvilik
erkihræsni það er sem fram kemur
í þessari árás eða vand’.ætingu
Heimskringlu. Ef Heimskringla
hefði varið jólablöð sín fyrir
brennivínsauglýsingum, þá hefði
hún átt tilkall til áheyrnar. En
lítum á jólablað hennar í fvrra und-
ir stjóm þess sem nú ræður henni.
Það kom út 17. desember. Þar er
fjórði partur úr elleftu blaðsíðunni
gleiðletruð brennivinsauglýsing. í
þeirri auglýsingu eða grein er j>etta
meðal annars:
Til þess aS auka jólagleSi gesta
þinna, ættuS þér aS síma Main 4021
viSvíkjandi öltum z'ínum og öSrum
áfengisdrykkjum, sem þér þarfnist.
Vér höfum allra beztu tcgundir af
þess konar og einnig vora sérstöku
tegund "THE MAPLE LEAF”.
Vér æskjuni' nýrra viSskifta. Vér
ábyrgjumst aS gera alla ánægSa.
Alt sent heim til ySar skilvíslega og
tafarlaust.
Bréflegum pöntunum nákvæmur
gaumur gefinn og fljótt afgreidd-
Þessum pistli fylgir svo löng
upptalning þeirra góðu brennivíns-
tegunda, sem menn geti fengið sér
í jólagjafir.
í sama blaði er fjórði partur allr-
ar fjórtándu blaðsíðu gleiðletruð
brennivínsauglýsing með þessari
fyrirsögn:
‘‘Fyrir jólagestina".. Og svo eru
taldar upp allar mögulegar áfeng-
istegundir með miklu lofi.
í þessu jóiablaði var því meira
en há!f blaðsíða með brennivínsaug-
lýsingum, fyrir utan allar smærri
af sama tagi.
“En þetta var í fyrra” segja
menn. “Blaðið hefir tekið sinna-
skiftum síðan.”
Lítum á jólablaðið í ár til þess
að sannfærast. Þar er ein brenni-
vínsauglýsing, sem tekur yfir
meira en þriðjung af heilli síðu,
fyrir utan a!lar smærri. Þar er
j>etta meðal annárs: '
“Canadas stærsti vínkja’lari. ViS
höfum gert okkur sérstakt far um
aS selja beztu tegundir af vínum
og alls konar áfengi. HefurSu verS-
listaf Ef ekki þá skrifaSn eftir
honum. VaS er leiSbeinir til kjör-
kaupa. Póstpantanir sendar óSara
til Manitoba, Saskatchezvan, Al-
berta, Ontario,
Kampavín, hiS allra kostbæartsa
vín sem Frakkland framleiSir;
frægt fyrir sína sætu angan og
Ijúffenga bragS, sem ekkert annaS
vín kemst í hálfkvisti viS. NiSur-
sett verS svo fátækir og ríkir geti
keypt.
MeS beztu jólagjafanna fyrir
vin, bróSir eSa eiginmann.”
Þetta var i jólablali Heims-
kringlu núna, svo það er ekki að
1 furða þótt það særi viðkvæmni
| hennar að Lögberg skyldi auglýsa