Lögberg - 04.05.1916, Page 1

Lögberg - 04.05.1916, Page 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérataklega vel af manni sem er meistari Iþeirri iðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 11 B6-8 ln£ersoll 8t. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. MAÍ 1916 NÚMER 18 Herskyldu frumvarp er borið upp í þinginu á Englandi í dag. Talið vístað það verði sam- þykt. Stríðsfréttir Þýzkur fallbyssubátur skaut á tvo bæ. í Englandi fyrra þriðjudag. Þeir hétu Lowestoft og Yarmouth. í fyrri staönum varö tálsveröur skaöi; fáeinir menn mistu lífiö og 3—4 hús voru eyðilögð. í hinum bænum varö skaðinn svo aö segja enginn. Efrimátstofu þingmaður í Wash- ington frá sérveldisflokknum ('De- rmocrats) 1 sti því yfir á miðviku- daginn að hann hefði ioöo bréf, þar siem á hann sé skorað að hefja sterkan andróður gegn því, að haldið sé áfram að selja hervörur og skotvopn til Evrópu. Bretar halda 36,000 tunnum af amerísku rúgi i Kirkwall á norsku gnfuskipi. Ástæðan er taiin sú að skipiö sé keypt frá Hollandi og fyr- ir þaö hafi veriö borgaö með þýzkri mint. Sagt er að brezka neðansjávar- bátnum E.-22 hafi verið sökt af þýzku skipi. Talsvert af enskri herdeild varð að gefast upp í Egyptalandi á páska- daginn og var handtekin. Átti sú fleild við ofurefli að etja og varðist lengi, en mátti ekki við margnum. Utanríkisritari Bandaríkjanna éLansing), sendi skeyti til Bret- lands í vikunni senr leið og krafðist þess að 38 fangar væru látnir laus- ir. sem telcnir höfðu vei'ð af ame- ríska gufuskipinu Kína nálægt Shanghai. Eru rnenn þessir Þjóð- verjar, Austurríkismenn og Tyrkir. líretar halda því f-am að þeir hafi lekíð mennina af þ' > að þeir hafi verið : samsæri að vinna skaðsemd- arvcrk gegn Englan h Uppreistin á írlandi var bæld niður á laugardaginn, í bráðina að minsta kosti; en um það eru menn alment hræddir að þar logi upp aft- ur þegar minst vari. Þjóðverjar gerðu harða árás á her bandamanna hjá Dauðsmanns hæð á laugardaginn, en urðu þó frá að hverfa og biðu mikið manntjón. 707 manns voru teknir fastir, af þeim sem uppreistina gerðu á ír- landi. Fréttir hafa komið um það að Þjóðverjar hafi í hyggju að sökkva hverju skipi sem vistir flytji til Englands, hvaða þjóðar sem sé. Þjóðverjar náðu hersvæði frá Rússum suður af Narocz vatni milli Stanarocze og Stachowee á föstudaginn og hertóku um 6000 fanga. Hæsti réttur Bandaríkjanna hef- ir úrskurðað að Timothy Tribich Lincoln, fyrverandi þingmaður á Englandi verði að fara heim til þess að standast rannsókn. Lincoln hef- ir játað það á sig að hann sé njósn- ari og peningafalsari. Fréttir frá Englandi segja að 800 rnanns hafi fallið af Winnipeg- herdeildinni í orustunni sem ný- lega var í Flanders. Það þykir líklegt að þessi frétt sé orðum aukin. Tveim stórunr skipum söktu Þjóðverjar nýlega fyrir Englend- ingum, þau hétu “City of Luck- now” og “Teal”. $10,000,000 er sagt að skaðinn hafi orðið af uppreistinni á írlandi að því er eignir snertir. Mestan skaða gerði eldurinn. Uppreistin á írlandi hélt áfrarn eftir að siðustu fréttir voru skrif- aðar, og kvað svo mikið að því að alt Irland var sett undir herrétt fyrra miðvikudag. Höfðu þá upp- reistarmiennimir tekið nokkrar stór- byggingar í Dublin. Sir John Max- well, sem stjórnaði bezta liðinu í Egyptalandi, var sendur þangað með fullvddi til þess að taka til sinna ráða í meöferð málsins í öllu landinu. Edward' Carson og John Redmond, sem erfiðastir iiafa stundum verið að undanförnu, ern ejndregið á móti þessari uppreisn og hjálpa ensku stjóminni eftir mætti. Almennar fréttir. Edward Farrer, frægur biaða- maður og trúnaðarmaður Laurier- stjómarinnar áöur fyr, andað'st i Ottawa á fimtudagsmorguninn. Hann var gamall Winnipegbúi. \rar hann ritstjóri blaðanna “Tímes” og “Sun”. Áður fyr var hann við rit- stjórn blaðsins “Toronto Daily Telegraph” og “The Mail”, síðar blaðsins “New York World” og “Toronto Globe”. Hann var fyrst kaþólskur prestur, en hneigðist frá því og að blaðamensku. Eldur kom upp í vopnabúrinu í Ottawa fyrra miðvi'kudag. Skað- inn er talinn um $5,000 og veit eng- inn mn orsök eldsins. Er þó álitið aö ikviknað hafi af vindli. Thos . H. Johnson ráðherra og Waugh bæjarstjóri í Winnipeg fóru á fimtudaginn að skoða járn- brautinu á blaytusvæðinu og landið þar í kring. Er búist við að John- son hugsi sér að láta gera góðan skurð þar i gegn í vor til þess að þurka landið, þvi mikið er af akur- landi í grend við Winnipeg ef það væri þurkað. Sáning er ailment byrjuð í Mani- toba, þar sem ekki er of blautt, en svo að segja helminguritrn af öllum sléttunum umhverfis Portage la Prairie eru undir vatni. Dr. R. M. Simpson, sá er riðinn er við Roblin málin, kom hingað fyrra þriðjudag. Er hann laus þangað til mál hans kemur fyrir gegn $50,000 veðfé. “Dætur rikisins” (l. O. D. EJ héldu þitrg hér í bænum í vikunni sem leið og voru þar mættir um 80 fulltrúar. Höfðu þær safnað $45,- 000 árið sem leið. Var miklu meira en helmingi þess safnað úti á landi. 28.000 manns' hjá akuryrkju- verkfærafélögum og jámbrauta í Ghicago gerðu verkfall í vikunni senr leið og krefjast þess að þurfa ekki að vitrna lengur en 8 tíma á dag. Svo varð hitinn mikill milli þeirra er verkfallið gerðu og hinna senr móti þeim stóðu að kalla varð til lögreglunnar. Sagt er að um 50 vitni verði leidd fram i máli Dr. R. M. Simpsons. Verða þar að koma franr öll þau sönru vitrri senr yfirheyrð voru i ráðlierramállunum, því vitnisburð- urinn verður að vera frá fyrsta nranni, en ekki tekinn upp úr öðr- um skjölum, þótt eiðfest séu. Mathers dómari hefir gefið skýrslu sína í sambandi við bygg- inguna á réttarhúsinu, og hefir þar ekkert fundist er glæpsanrlegt verði talið. Tekur lrann Jrað sérstaklega i franr aö Dr. Montague hafi í sanr- ningum um það verk gætt liags- muna fylkisins. Mikið er enn ó- borgað þeim er vierksamninga höfðu frá aðalvenkstjóranum, en samning- ar við þá eru þannig að stjórnin ber enga ábyrgð á þeim, og þarf því ekki að borga meira en henni gott þykir eða hún telur sanngjanrt. AMs' eru þessum smærri félögum óborgaðir $109,000, en stjórnin á aðeins óborgaða $4,900; hefir þvi C. H. Simpson aðalmaðurinn haft í sinn vasa um $100,000. Maltfólagshúsið í St. Boniface brann á föstudaginn var, er skaðinn metnnn á $350,000. Brann ]rar mikið af komi. Enginn veit um orsök eldsins. Manitobastjómin hefir grætt $43-543 ' marzmánuöi; alls voru tekjurnar yfir $150,000. Fylkið hefir grætt um $160,000 síðastliðna fjóra mánuði. Eldur kom upp i St. Charles hóteltnu hér í bænum á laugardag- inn og varð skaðinn $5,000. Hafði kviknað í eldhúsinu. Manntjón varö ekkert. Mikið er talað um þá uppástungu Hjálprreðishersins að flytja hingað 5000 ekkjur fallinna hermanna frá Englandi. Hafa flestir þá skoðun að það sé í alla staði óráðlegt og er nú talið víst að ekkert verðii úr. Stríðsfréttir.................... Bandamenn sikutu niður fjögur þýzilc loftskip á fimtudaginn, senr köstuðu sprengikúlum á bæi á Frakklandi. Varð lítill skaði af kúllunum. Brezka herskipið Russell rakst á tundurdufl i Miðjarðarhafinu í viktinni sem leið og fórust 100 manns. Þjóðverjar söktu nýlega enska skipinu Industry, og var skipshöfn- inni bjargað af Bandaríkjaskipinu Finland. Charles Townsend yfir herfor- ingi brezka liðsins í Mesojrotamiu, sem hefir verið umsletinn i bænum Kut-el-Anrara af her Tyrkja síðan í Desember mánuði, gafst upp með menn sína í vi'kunni sem leið, en áð- ur en hann gafst upp er sagt að hann haffi eyðilagt byssur og áhöld í bænum, til þess að Tyrkir hefðu þess ékki not. — Townsend lrers- höfðingi hafði tekið Ixeinn 3. júnt 1915, en Tyrkir settust um hann 3. desiember; er talið víst að vista- skortur hafi orðið til þess að Townsend varð að gefast upp. Með lronum voru teknir 13,000 manns. I bænum Sarajevo i Bosniu voru 16 manns dæmdir til dauða nýlega og 68 í fangelsli fyrir landráð. Það var í þessum bæ sem ríkiserfinginn frá Austurriki og koita hatrs' vortt myrt. Samsæri hefir komist upp í Tyrtklandi, sem hafði það fyrir markmið að myrða soldán og tvo ráðherra hans, setja á fót nýja stjórn og breyta öllu fyrirkomulagi. Tveir aðalsbomir menn vortt meðal samsærismannanna. Þeir eru nú allir fytlir herrétti og er talið víst að þeir verði liflátnir. Það þykir tíðindum sæta að Bretakonungur og Asquith forsæt- isráðhérra sátu lengi á ráðstefnu á föstudaginn. Eru miklar getgátur um það um hvað þeir lrafi rætt og þykjast sunrir vita til þess eða hafa grun um, að eitthvað sé alvarlegt á seyði nreð stjórn.ma—jafnvel stjórn- arski fti. Sex Þjóðverjar senr voru her- fangar i Letbridge lrafa sloppið. höfðu þeir grafið unr 100 feta löng göng 4/2 fet niðri í förðinni og komist þar út; höfðu þeir náð í verkfæri úr eldhúsinu til þess að vinna verkið með. Frá Islandi. Húsið 10C við Lækjargötu í Reykjavík brann 27. marz. Var það kallað Waages húsið. Tvær fjölskyldur voru i húsinu; Magnús Blöndal verzlunarfulltrúi niðri, en Lárus Fjeldsted málaflutningsmað- ur uppi. Tengdanróðir Magnúsar á níræðisaldri var borin út og burt frá eldinum. Fröken Ragnheiður Blöndal var hætt komin i eldinum, sviðnaði hár Irennar og fékk hún brunasár á andliti og höndunr. Slökt var áður en húsið brynni alt og ekki konrst eldurinn út þótt stór- viðri væri og þótti það þrekvirki af eldliðinu. Ditlev Tliomsen átti húsið. Hlaðafli bæði á seglskip og botn- vörpunga 29. marz. Báti hvolfdi við Landeyjasand 23. nrarz; komust menn af, en tveir ]>eirra meiddust mikið og dó annar litlu síðar. Var það sigurgeir Ein- arsson bóndi i Hlíð, kvæntur mað- ur og tveggja barna faðir. Dómur er fallinn í málinu milli Sigurðar læknis' Hjörleifssönar og ísafoldar út af samningsrofi, er honuni var sagt upp ritstjórnar- starfi 1913. Vann hann málið og fékk sér dæmdar 1650 kr. skaða- bætur, en undirréttur hafði dæmt honunr 2800 kr. Hafísinn er sagður horfinn um mánaðarmótin marz og april. Frú Kristjana Hafstein varð fyr- ir slysi 25. nrarz, datt á götu og fót- brotnaði. Miðstöðvarlritun á nú að setja í Laugamesspítalann. hefir verið sanrið um það við Ólaf Hjaltested og er lrann erlendis til þess að kaupa hitunartækin. Sweitzers björgunarfélagið ætlar að konra upp viðgerðanstöð fyrir botnvörpunga í Reykjavík og jafn- vel skipasmíðastöð ; er verkfræðing- ur nýkominn i þeini erindum. Guðmundur Þórarinsson 65 ára gamall bóndi í Vestmannaeyjum féll útbyrðis af báti við Alsey 27. marz og druknaði. Var að flvtja fé i eytra, en bátinn fylti. Mál 'það senr Sigurður læknir Hjörleifsson höfðaði gegn Ártra Jó- hannessyni bankaritara út af þeim hluta ritstjórnarlaunanna við Isa- fold 1912—1913, sem Ámi átti að borga, hefir verið dæmt í yifirrétti, og vann Sigurður. Hann hafði tapað fyrir undirrétti. Lögrétta frá 5. apríl segir slænra tíð, sérstaklega á ÁTorðurIandi, en fiskiafla góðan. Séra Haraildur Nielsson flutti nýlega fyrirlestur unr afstöðu sína til kirkjunnar. Kveðst hann vera nær frumkristninni en prestar væru nú alment. Benedikt Jóhannsson frá Lindar- götu 4 í Reykjavík dó af slysi 3. april. Var hann við botnvörpuveið- ar á bátnunr “Rán”; hafði vörpu- vírinn brokkið úr skorðum og sleg- ið manninn svo að hann beið bana af. Skip er “Hernrann” hét frá Vatnsleysu fórst nýlega og druknuðu þar Jressir menn: Sig- urður L. Jónsson 38 ára, kvætnur niaður og átti 3 börn. Helgi Jón- asson 33 ára, kvæntur og átti 2 börn; Jón bróðir Helga 23 ára. Jón Runólfsson 23 ára; Sigurður Gisla- son kvæntur 58 ára frá Kletti í 1 Borgarnesi; Sveinbjöm sonur hans 21. árs, og Guðbrandur Áma- son 20 ára frá Miðdalskoti í Laug- ardal. Sömuleiðis druknaði maður er Ögnrundur hét af vélabátnunr “Sæborg” frá Vatnsleysuströnd. “Vísir” getur þess að þrátt fyrir ]rað þótt frakknes k fiskiskip séu enn eigi á fiskimiðunr íslands, þá hafi sanrt spítalafélag tslands i Dunkerque á Frakklandi fyrir milligöngu frakkneska ræðismanns- ins látið opna franska spitalann sem bygður hefir verið í Vest- tnannaeyjum til afnota hinum mörgu sjómönnum þar, islenzkum og enskunr. Franski ræðismaðurinn mun vera Halldór læknir Gunnlaugsson. Þórarinn Þorláksson lrefir ný- lega lokið við málverk sem sýnir út- sýni frá Laxfossi í Mýrasýslu með Baulu í baksýn. Seldist málverk ]>etta undir eins. Keypti það Thor kaupm. Jensen fyrir 500 krónur. Fyrir skönrmu var þess getið i Lögbergi að Bandarikjamenn ætl- uðu að senrja sögu Anreríku í myndastyttum meðfram California firðinum og ætti Þórfinnur Karls- efni binn islenzki að verða fyrsti kaflinn í þeirri sögu. Bandamenn Irafa samið við F.inar Tónsson myndlröggvarann fræga, senr nú dvelur i Reykjavík, unr það að gera þessa mynd; hefir hann þegar gert uppkast af lrenni og á hún að birtast í “Óðni” innan skamms. eftir því sem Lögrétta segir. Ritstjóróói Lögréttu Þorsteinn Gislason hefir fengið föðurnafn sitt Gíslason lögfest sem ættarnafn fyr- ir sig, konu sina og börn. “Fréttir” segja frá því að Ás- geir Pétursson kaupmaður á Ak- ureyri lrafi nýlega keypt gufuskipið Kristján IX. af Sameinaða gufu- skipafélaginu fyrir 320,000 krónur. Tveinr dögum eftir kaupin gat hann selt það fyrir 50,000 kr. hærra verð en hann keypti það fyrir, en hafn- aöi boðinu. Hann hefir skipið til flutninga Sami maður keypti ný- lega fjögur mótorskip i Dannrörku, senr eiga að stunda síldarveiði. Steingrínrur læknir Matthíasson er nýkominn heim úr Þýzkalands- för sinni. Dvaldi hann alllengi í Berlín og kveður þar nriklu ódýr- ara að lifa en i Kaupmannahöfn. w fsl’enzku kolin. senr Guðmundur E. Guðmundsson hefir verið að vinna að undanförnu, hafa verið rannsökuð af svenskunr efnafræð- ingi. Telur hann þau allgóð til húsahitunar, en ekki til notkunar á skipunr, það er að segja það af þeini senr rannsakað lrefir verið ; en með því að það er tekið ofarlega álítur efnafræðingurinn að þau nruni verða góð einnig til þess þeg- ar neðar komi í nániuna. ...... 'W W' Gunnar Ólafsson kaupmaður í Vestnrannaeyjum er skipaður norskur ræðismaður í Vestmanna- eyjunr. Y fyr síldarmatsmenn eru skipað- ir af ráðherra Snorri Sigfússon á ísafirði og Jón Scheving á Seyð- isfirði. Landsbankinn ætlar að byggja stórt og vandað lrús fyrir sjálfan sig norðan við Hafnarstræti; hefir lrann beðið unr 1,500 fermetra keypta hjá bænunr í þvi skyni. Stærsta íbúðarhús i Reykjavík með mörgum íbúðum heitir “Bjamaborg”; ]>að hús ætlar bær- inn að kaupa til þess að bafa það handa þurfamönnum, er bærinn verður að sjá um. Verðið er 38,- 000 kr. “Njörður” lieitir nýtt blað, sem farið er að koma út á ísafirði; er ritstjóri þess séra Guðmundur Guð- mundsson fyrrum prestur i Gufu- dal. * 26. febrúar voru boðnar upp 9 kýr í Reykjavík; þrjár seldust á 255> 265 og 285 kr., en hinar voru boðanr inn aftur þvi aðeins voru boðnar i þær 240 til 270 kr. og þótti það ekkert verð. Englendignar gerðu upptækan bögglapóst sem fór frá íslandi til útlanda nreð Gullfossi i marzmán- uði. Símon Dalaskáld segir “Vísir” nýlátinn norður í Skagafirði. Merkis kona látin. Kona séra J. N. McLean, skrif- ara siðbótafélagsins lézt á heimili sínu fyrra þrtðjudag eftir ör- stutta legu. Hún var merk kona og vel gefin og önnur hönd manns síns í hinu mikla verki, sem hann hefir með höndum; er að henni mik- ill mannskaði. Hún lætur eftir sig tvo unga drengi. Unglingar í hernnm. Kvenfélög bæjarins hafa haldið fundi til þess að tala um og mót- mæla því að drengir innan 18 ára séu teknir í stríðið. Voru þær all- ar á eitt sáttar um það að slíkt væri óhæfa í öllum skilnihgi. Þetta væru óharðnaðir unglingar, óákveðnir í hugsunum og óhjákvæmilega til lít- ils gagns. Hermanna ekkjnr. Hjálpræðisherinn konr fram með þá uppástungu að flytja hingað vestur 5000 ekkjur fallinna her- manna frá Englandi, ásamt börnum þeirra, og vildi fá til þess' einhvern styrk frá stjórninni. Konur i Winnipeg héldu fund til þess að mótmæla þessu og sömuleiðis verkamenn. Er því líklegt að það verði ekki að framkvæmdum. Eignasala. Eignir i Winnipeg sem ekki hafa verið greiddir skattar af fyrir árið !9i3 og áður, verða innan skamms seldar á uppboði. AIls eru skattar sem frá þeim tíma eru fallnir í gjalddaga $600,000, eða mikið yfir lrálfa miljón. Eru þannig miklu fleiri eignir en dæmi séu til áður í sögu bæjarins. Sprengiknla í töskn. Grunur féll á mai)n er Newton heitir í Buffalo um það að hann færi með sprengiefni i fórum sín- unr fyrra föstudag. Var hann tek- inn fastur og pjönkur hans rann- takaðar; fundust þá margar sprengi- kúlur í tösku sem hann hafði með- ferðis og er ætlað að með Jreim hafi átt að sprengja upp lrergagnaverk- smiðjur í Canada. Stórkostlegur bruni. Fyrra föstudag brann til kaldra kola stór bygging í Iowa; var það ein af byggingunr háskólans, þar sem námsmenn hafa sofið. Enginn veit um orsök brunans en skaðinn er metinn á $350,000. Samsœri kemst upp. Maður var nýlega tekinn fastur og er í gæzluvarðhaldi í Bandaríkj- unum. Hann er þýzkur og heitir Horst Von Der Goltz. Hefir hann gefið skriflega játningu um það, eftir því sem skýrt er frá á Eng- landi fyrra föstudag. að hann lrafi verið einn af mörgunr samsæris- mönnunr til þess að vinna skenrdir og manntjón hér í Canada. Meðal annara sem með þeini voru í sam- særinu voru þeir Boy-Ed og Von Papen. Ætluðu þeir að sprengja upp verksmiðjur, brýr og bygging- ar og þar á meðal berbúðimar i Valcartier. Mentamálaþing. 25., 26. og 27. þ.nr. fmánudag, þriðjudag og nriðvikudag) var hald- ið kennaraþing í Winnipeg þar sem 1000 kennarar víðsvegar að úr fylk- inu voru saman komnir. Þingið var haldið i Kelvin skólanum. Dr. Thornton mentamálaráðherra, Dr. Stewart frá Ninette, og fleiri merk- ir menn fluttu þar ræður. Stór bruni í Winnipeg, $400,000 skaði. Bygg- ing Stovel prentfélags- ins brennur til kaldra kola. Bókmentir. Nýr leikur var sýndur hér á fimtudaginn og föstudaginn í Good- templarahúsinu. Hann er frum- saniinn á ísienzku, og er höfundur- inn Arni leikari Sigurðsson. Leik- urinn lreitir “Lygasvipir” og er efn- ið þetta. Fullorðinn kaupm. er kvæntur ungri konu. Hann ann lrenni hug- ástum, en er lítið heima, með því að hann er niðursokkinn i verzlun- arstörf sín. Konan tekur engan þátt í störfum hans og ber hann einn saman allar áhyggjur. Mað- urinn heitir Hinrik Johnson, en kona hans María. Maður er nefndur Sam Good- man, kemst hann í kynni við maríu og nær þannig valdi yfir henni að hún lofar að strjúka með honum. Telur hann henni trú um að Hinrik þyki ekkert vænt um hana, en sjálf- ur kveðst hann geta veitt henni al- sælu þá, sem ástin hafi í för með 9er. Þá kemur til sögunanr nraður, sem heitir Jón Sigurðsson Jónsson, rammur íslendingur. Hafði hann sett sér það mark að segja aldrei ósatt, hvernig sem á stæði og hver sem í hlut ætti. Hann ræðst sem vinnumaður hjá Hinrik. Hafði hann aldrei getað haldið neintri stöðu fyrir þá sök að hann sagði æfinlega satt, var þvi altaf rekinn. Eru sérlega hlægileg dæmi sögð um það, þegar hann var að segja fólki sannleikann og móðgaði það. Hann segir Hinrik alt satt, sem hann kemst að unr konu hans og henni eins eftir Hinrik. Kemst hann að því að Maria ætlar að strjúka nreð Sanr, en segir henni frá því að Sanr hafi verið rekinn frá verzlun fyrir þjófnað, eigi alls fyrir löngu; auk þess segir hann henni frá því að Sanr eigi bæði kontt og börn. Verð- ur María frá sér numin af sorg og vonbrigðunr og ákveðttr að lrætta við áfornr sitt. Þegar Sanr kemur að sækja lrana, neitar hún að fara, en fyrst hefir Jón Sigurðsson Jóns- son tekið á móti honum. Eru fund- ir þeirra nrjög hlægilegir, en jafn- franrt alvarlegir. Nú er María í vandræðtttn, því nraður hennar veit að hún ætlar að strjúka. Verður honum svo mikið unr það að hann býst til 'þess að yfirgefa heimilið og láta henni það eftir. En María biður Jón Sigurðs- son Jónsson eins og guð sér til hjálpar að sætta Hinrik við sig nreð því að segja lronum að hann hafi logið þvi að hún ætlaði að strjúka. Jón er tregur til, en lætur þó loksins tilleiðast, af því hatrtr kennir í brjósti um konuna. Fer hann til Hinriks og kveðst hafa logið upp allri sögunni unr Maritt og Sanr. Verður það til þess að Hinrik tekur konu sitra i sátt, en rekur auðvitað Jón Sigurðsson Jónsson. fFrh.J. Almennar fréttir. Verkamenn í kornhlöðununr i Fort Willianr geröu verkfall á mánudagsmorguninn og krefjast hærra kaups en þeir lrafa. Námunrenn í Baiidaríkjunum hafa gert verkfall og kref jast hærra kaups'. Samkomulagi var stungið upp á i New York á mánudaginn, þar senr tilboð verkveitenda er þannig að það hækkar alls kaup námumanna unr $9,000,000 næstu fjögur ár, ef samningar takast. Sá flokkur Indiána í Britislr Col- umbia senr Nisga kallast sendi tvær sendinefndir á fund sam- bandsstjómarinnar unr helgina senr leið, til þess aö kvarta yfir nreðferð á sér af hálfu stjórnarinnar i 'Britislr Colunrbia. Hafði stjórnin tekið sig til og selt lönd þeirra, en þeir kváðust aldrei ltafa látið þatt laus. Krefjast þeir þess að þetta sé lagfært og lofaði Borden að ratrnsaka málið. Mjög þykir óvíst unr framtíð Lloyd George, sagt að sambands- menn i þinginu ('Unionistar) séu ófúsir á að viðurkenna hann sem leiðtoga og hinir enn þá fráhverf- ari þvi að gefa sig honunr á vald í sanreiningarstjórn (coalition). Fyrirlestur Dr. Guðm. Finnbogason flytur fyrirlestur á eftirfylgjandi stöðum og tímum; Lundar kirkju, Mánudag 8. Maí Klukkan 8 e.h. Otto Unitarakirkju Þriðjud. 9. Maí Klukkan 2 e.h, Vestfold skóla, Þriðjud. 9. Maí Klukkan 8 e.h. Silver Bay, Miðvikud. 10. Maí Klukkan 8 e.h. Hayland Hall, Fimtudag 11. Maí Klukkan 2 e.h. Aðstoðarfélag stofnað Almennur fundur nreðal Skandi- nava var haldinn á laugardaginn var til þess að stofna aðstoðarfé- lag, til liðs Skandinavisku deildinni nr. 223. Forseti fundarins var Thos. H. Johnson ráðherra. 36 innrituðust í félagið og var sam- þykt tillaga um það að gera alt mögulegt til þess að hvetja kven- fólk utanbæjar, þar sem menn hafa koniið frá í deildina, til þess að stofna aðstoðardeildir, er vinni í samræmi við þá sem er í bœnum. Kvenfólkið í Langruth i Manitoba stofnaði fyrstu deildina og sendi herdeildinni $140 hermönnunum til þæginda; var þeirri upphæð safn- að í strjálbygðu, nýju héraði. Mrs. O. Albredhtsen kona yfir- foringja deildarinnar var kjörin forsætiskona félagsins í einu hljóði. Mrs. Thos. H. Johnson heiðursfor- sætiskona, Mrs. O. Lund varafor- sætiskona fyrir norska partinn, Mrs. M.H.Hannesson varaforsætis- kona fyrir íslenzka partinn; kosn- ing varaforsætiskonu fyrir svenska partinn var frestað til næsta fund- ar, sömuleiðis fyrir danska partinn. Mrs. G. A. Axford var kosin skrif- ari félagsins og Miss S. J. Stefáns- son viðskiftaritari; féhirðis kosning var frestað. Allar embœttiskonur voru kosnar í einu hljóði. |Thos. H. Johnson ráðherra. sem er formaður borgaranefndar þeirr- ar sem í sambandi við deildina vinnur, óskaði hinu nýmyndaða fé- lagi til allra lreilla og lýsti óbland- inni ánægju sinni yfir því að Skandinavar—bæði menn og konur, ynnu saman í einingu sem þjóðholl- ir þegnar að velferð rikisins. BITAR Kannske Snjólfur vilji gera svo , vel og leggja út á íslenzku orðið “Sergeant”? Ásmundur Jóhannsson fór norð- t ur til Selkirk nýlega. — Skyldi j nokkuð birtast í Heimsk i dag? Mrs. Madeline Tahnage Force i Astor eyðir $27,593 árlega til upp- eldis fjögra ára syni sinum. Svona stórbrjáluð kona ætti að vera í fangelsi eða á vitlausra spítala. Vinur vor Ámi Sveinsson nrælist til þess að ekki sé minst á að elli- mörk sjáist á ritsnriði Magnúsar 1 Skaptasonar. Þau tilmæli eru auð- ; vitað af brjóstgæðunr sprottin og | eru því virðingarverð. Snjólfur heldur að England sé alt Bretaveldi; ]>að er álika rétt og ef einhver segði að Snjólfur væri öll islenzka þjóðin. — En svo held- ur hann nú kannske að það væri ekki fjarri sanni. Hreggviður segir að "Rósa” hafi sagt orðrétt það senr lrann skrifaði lrenni unr samtal okkar—með öðr- um orðum hann segist bafa logið. Hann um það. Svo Hreggviður hefir aldrei fyr sagt ósatt á æfi sinni. Þá ætti að fyrirgefa honum í ]>etta s'kifti. Snjólfur sagði í Heimskringlu í hitteð fyrra að Jóhann Snjólfsson gæti lræft 22 sinnunr á mínútu fyr- ir ofan mitti. Það er 1320 sinnum á klukkustund eða 13,200 á dag nreð tiu tínra vinnu eða 396,000 sinnum á nránuði eða 7,920,000 á 20 mánuðum. Hefði hann þvi verið sendrtr strax t striðið, þá væri hann nú búinn að drepa 8,000,000 (átta miljónir) Þjóðverja, þótt ]>eir séu ekki taldir senr lrann lrefði skotið fyrir neðan nritti. Lesandi Lögbergs spyr hvort réttara sé að skrifa “Hreggviska” eða “Hreggvizka". Það er réttara að skrifa z, af þvi “ð”ið fellur úr. Aftur á nróti er Snjólfska skrifað nreð “s”.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.