Lögberg - 18.05.1916, Side 1
Peerless Bakeries
Heildsöluverzlun
Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað
til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar
og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri
iðn. Kringlur og tvibökur einnig til sölu. Pantanir frá
verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar.
C. HJALMARSON, Eigandi,
1156-8 lng;ersoll 8t. - Tals. G. 4140
ÞETTA PLÁSS ER
TIL SÖLU
29. ARGANGUR
WLNNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18. MAÍ 1916
NÚMER 20
TYRKINN ER KOMINN I HANN
KRAPPANN FYRIR RÚSSUM
Rússar þrengja nú svo aö
Tyrkjum í Asíu að skamt er talið
til algerös sigurs þar eystra. Tyrkir
eru svo aö segja inniluktir milli
herfylkinga Rússa. Hafa, Rússar
þegar komist suður til Mosul í
Assyriu viö ána Tigris og koma
þeir þar meö ofurefli aö baki
Tyrkjahers. Er búist viö aö þeir
ekki einungis hertaki hina fom-
helgu borg Bagdad, heldur einnig
alt svæðið á milli Tigris og Efrats
ánna. Annar her Rússa hefir þeg-
ar komist inn í Mesopotamia og er
á góðum vegi meö að taka Mosul.
Aðalerfiðleikamir aö yfirstíga áöur
eru þeir að ná bænum Jeztreh-Ibn-
Omar, sem er víggirt borg á eyju
í Tigris ánni 130 mílur suðaustur
af Diarbekr; en ekki þykir líklegt
að sá bær standizt lengi ofurefli
Rússa. Annar her Rússa er 200
mílum sunnar og er hann á leiðinni
til Bagdad; er her Tyrkja allur
dreiföur og tvístraður og getur því
litla mótstööu veitt, þykir það nú
þegar víst að Nikulás hertogi muni
hertaka Kut-et-Amara og hefna
þannig fyrir Townsend. Þykir það
hafa verið heilla ráö, þegar Nikulás
var sendur frá Rússlandi austur
þangað.
Stríðsfréttir
Þjóðv. hafa viöurkent að skip-
inu Sussex hafi verið sökt af þeirra
völdum; en jafnframt kveðast þeir
hafa hegnt skipstjóranum fyrir, sem
verkiö lét vinna.
Wilsoiv Bandaríkjaforseti hlýtur
alment lof fyrir svar sitt til Þýzka-
lands. Hann lýsti því þar yfir að
hann léti alt standa við svo búiö
þangað til ef Þjóðverjar sýndu það
að þeim væri ekki alvara með lof-
orð sín. En ekki kvaöst hann þurfa
þeirra tilsögn í afskiftum sínum af
öðrum löndum t. d. Englandi.
Ákvæði hafa verið gerð um það
að þeir Englendingar sem eru hér
í Canada séu ekki skyldir til þess'
að fara í herinn þótt herskylda sé
komin á Englandi, og það þótt þeir
séu á hernaðar aldri.
John Denniston, flugfarinn frá
Winnipæg, lét líf sitt 4. maí á loft-
ferð yfir orustuvöllinn í Evrópu.
Rússar eru nú aðeins 100 mílur
frá Bagdad; halda þeir stöðugt
áfram að vinna á Tyrkjum; tóku
frá þeim sex vopnabúr og nokkrar
herbúðir fyrra miðvikudag og all-
marga fanga. Er það talið aðeins
tímaspursmál að þeir vinni með öllti
þar eystra; enda er svo að sjá sem
Tyrkjasoldán sjái það í hendi sér,
því hann kallaði á ráðstefnu trún-
aðarmenn sína nýlega, til þess að
ræða um frið.
Frakkar söktu hervöruskipi fyr-
ir Þjóðverjum í Adriahafinu á
fimtudaginn var.
Dr. Simpson hefir verið útnefnd-
ur aðstoðar herstjóri yfir þeim vör-
um sem lækningum heyra til í
“Hughes” herbúðunum, þar sem
bróðir Sam Hughes ráðherra er
foringi.
Bandaríkjaforsetinn hefir sent
harðort skjal til Breta, þar sem
rétti þeirra er stranglega mótmælt
til þess að handtaka eða tefja póst
á milli Bandaríkjanna og annara
landa. Fulltrúi Englendinga í
Washington sem Cecil Spring Rice
heitir hefir lýst því yfir að Bretar
geti ekki hætt að skoða póstsend-
ingar, en lofi því aftur á móti að
valda svo litlu tjóni og töfum sem
mögulegt er.
300 Austurrískir herfangar í
Kopuskasing, 60 mílur frá Coch-
rane í Ontario gerðu upphlaup
fyrra miðvikudag. Herliðið bældf
uppreistina niður og var einn af
föngunum skotinn til dauðs en 9
særðust.
Sagt er að það hafi komist upp
að Austurríkismenn hafi verið að
búa til byssur í verksmiðju nálægt
Tyndall í Manitoba. Hefir her-
nefnd verið skipuð til að rannsaka
málið, en ekkert ákveðið er um það
sagt enn þá.
Poincaré forsætisráðherra Frakka
lýsti þvj yfir á mánudaginn að ekki
væri um neinn frið að tala fyr en
'Þjóðverjar beiddust hans. Það
kæmi ekki til nokkurra mála að
bandamenn byrjuðu á friðarsamn-
ingum.
Almennar fréttir.
Ferð Asquiths virðist ekki ætla
að hafa eins fljótan árangur og við
var búist. Hann bauð írum að
miðla þannig málum að þeir gengju
inn á að herskylda kæmist þar á
gegn því að þeir fengju heima-
stjórn. En Ulstermenn (þeir af
írum sem eru mótmælendatrúar)
neita því; vilja ekkert með heima-
stjórn hafa að gera; telja það víst
að þá verði kaþólskir menn á ír-
landi í meiri hluta og ráði lögum og
lofum; en það segja þeir óþolandi
að lifa undir stjóm kaþólskra
manna. Er þar því ennþá lítil
málamiðlunar von.
Rannsókninni um brunann i
Ottawa er nú lokið, en skýrsla enn
ekki gefin. Líklegt er talið að
kveikt hafi verið í byggingunni, en
hvemig og af hverjum vita menn
ekki.
Á sunnudaginn var afarmikill
stormur í Minnesota og hækkaði
svo i ,skógavatninu (Lake of the
Woods) að ekki eru dæmi til ann-
ars eins. Vatn flóði inn í hús i
bæjum og þúsundir dala skaði varð
á eignum manna.
Kosningar eiga að fara fram til
fylkisþings á mánudaginn í
Quebec; hafa þar 25 þingmenn
verið kosnir gagnsóknarlaust, 22
framsóknarmenn og 3 íhaldsmenn.
Er enginn efi talinn á þuí að fram-
sóknarflokkurinn- verði kosinn með
miklum meiri hluta.
Stærsta hafnarkornhllaða í heimi
var opnuð í Montreal á mánudag-
inn. Frú Borden opnaði hana, en
Borden flutti ræðu.
Graham fangavörður í Stoney
Mountain segir það ósatt er Percy
Hagel ber á þá er fangelsinu
stjórna. Dr. Dumas, sem nýlega er
kominn þaðan tekur í sama streng,
en Hagel hefir skorað á þá báða aö
mæta sér á opinberum fundi og
kveðst liann reiðubúinn að sanna
hvert einasta atriði er hann hafi
sagt.
Talið er nú liklegt að William
Randolph Hearst verði einn þeirra
er stungið verði upp á til þess að
sækja um forseta kosningar fyrir
sérveldismenn (DemocratsJ í
Bandaríkjunum i ár. George
Sutherland frá Chicago, útgefandi
blaðanna “Western British Ame-
rican” og “Canadian American”
var á ferð í Winnipeg á mánudag-
inn og sagði þessar fréttir. Hann
kveður jafnvel ekki óhklegt að
Hearst verði útnefndur fremur en
Wilson.
Umbœtur á fangelsum.
Siðbótafclagiö í Manitoba tekur
máliö til meöferöar.
Siðbótafélagið i Manitoba hefir
ákveðið að hlutast til um það að
bætt verði meðferð á föngum í
fylkinu og grenslast eftir hvaða
umbætur stjórnin skuli beðin að
gera. Þetta var ákveðið ný-
lega á framkvæmdarfundi fé-
lagsstjómarinnar, og voru þessir
menn kosnir í nefnd til að athuga
málið og gera tillögur í þvi:
D. B. Harkness (formaður, séra J.
E. Hughson D.D., Dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson, F. M. Battram og A.
M. Fraser.
Nefndin tekur þegar til starfa
og ferðast að líkindum um fylkið
til þess að skoða þar fangelsin á
ýmsum stöðum og kynna sér ásig-
komulagið þar. Nefndin hugasr
sér að hafa skýrslur Carrans dóm-
ara sér til leiðbeiningar og tekur
einnig til athugunar staðhæfingar
þær, sem Percy Hagel hefir gert
um fangavistina. •
Þegar skýrsla nefndarinnar verð-
ur lögð fyrir stjórnamefnd félags-
ins á fundi hennar, sem haldinn
verður einhverntíma fyrir 6. júní,
þá verður lögð áherzla á að bæta
það fyrst sem allra mest þörf er á,
og eftir að félagið hefir samþykt
þær tillögur, verða þær bornar upp
fyrir stjórninni.
Kona í skóiaráð.
Skólaráðskosning í fjórðu kjör-
deild í Winnipeg fer fram bráð-
lega. Er þar um þá nýjung að ræða
að kona er í kjöri, frú Hample, sem
minst var á í síðasta blaði. Hún
er f jölhæf kona og vel gefin: auk
þess vön félagsmálum og opinber-
um störfum.
Eins og það er áríðandi að hafa
góða og réttláta, frjálslynda og
framfarasama stjórn og löggjafa,
eins er það mikils vert ekki síður
að fólkið noti sér frjálsa löggjöf
og jafnrétti, þegar lögin leyfa.
Manitobastjórnin hefir veitt
konum jafnrétti við menn, bæði til
atkvæðagreiðslu og þngsetu; er
það samkvæmt beiðni og langvar-
andi kröfum fólksins sjálfs. Og
stjórnin hefir sýnt að hugur fylgir
þar athöfnum, því hún hefir hvað
eftir skipað konur í trúnaðarem-
bætti síðan hún komst að; sérstak-
lega þó í skóla- og mentamálum.
Allur fjöldi skólakennara í þessu
landi eru konur, enda er það viður-
kent að kenslustörf láti þeim vel,
sérstaklega unglingakensla, sem
mjög er eðlilegt, þar sem bezt fer
á því að kennarinn sé að vissu
leyti eða í vissum skilningi foreldri
jafnt sem lærimeistari.
Það ætti ekki að þurfa að brýna
það fyrir fólki hvílík nauðsyn er á
að konur sitji í skólaráði til jafns
við menn ef kostur er á. Að hafa
menn í skólaráði eingöngu er sama
sem að láta menn stjóma heimili
eingöngu; það er óheillavænlegt,
hversu vel sem valið væri.
Nú stendur þannig á hér í bæ,
að svo að segja alt skólaráðiö eru
karlmenn—aðeins ein kona, en við
þessar kosningar sækir önnur kona
og verða þær því tvær ef hún verð-
ur kosin, sem tæpast þarf að efa
og alls ekki ætti að þurfa að efa.
Má það i)ieð engu móti minna
vera en að tvær konur sitji í skóla-
ráði í jafnstórum bæ og Winnipeg
er.
Þessi kosning mun vera sú fyrsta
sem fram fer hér síðan kvenrétt-
indálögin voru afgreidd frá þing-
inu, og væri það fólkinu sjálfu van-
virða mikil ef það notaði ekki
fyrsta tækifærið sem gefst til þess
að sýna að hugur hefir fylgt máli,
þegar það krafðist þessara réttar
bóta.
íslendingar voru fyrstu menn að
krefjast kvenréttinda, þeir ættu að
sýna það við þessar kosningar að
öll íslenzk atkvæði yrðu greidd með
frú Hample.
223. Canadíska-Skandi-
nava herdeildin.
Ýfirstjórn 223. herdeildarinnar
Skandinavisku hefir skrifað Lög-
bergi og óskað eftir að frá því væri
skýrt að liðsöfnun gangi ekki eins
fljótt og æskilegt væri. Deildin
þarf að hafa vissa tölu fyrir mán-
aðamótin til þess að geta komist til
aðalheræfingastöðvanna og þykir
það illa farið og Skandinövum ó-
samboðið ef hún yrði kyrsett fyrir
þá sök að ekki fengist nógu margir
menn til þess að ná hinni ákveðnu
tölu.
Yfir höfuð er deildin skipuð
völdum mönnum og margir af em-
bættismönnum hennar eru íslenzkir
menn alþektir. Hefir þeirra áður
verið getið i Lögbergi, en hér skal
þeirra helztu getið enn á ný og sjá
þá Landarnir í hvaða félagsskap
þeir verða þegar í deildina kemur.
Herra A. L. Johannson í Van-
couver hefir tekið að sér hersöfnun
i British Columbia og fer þar um
öll skandinavisk héruð. Marinó
Hannesson lögmaður undirherfor-
ingi er á förurn til Edmonton og sér
um Iiðsöfnun í Alberta. W. Lindal
lögmaður, undirlierforingi ferðast
um oaskatchewan í sömu erindum,
sömuleiðis B. Hjálmson undirher-
foringi frá Wynyard, H. Johnson
go G. O. Thorsteinson undirfor-
ingjar, báðir skólakennarar, safna
liði i kring um Lundar; Ásgeir
Fjeldsted undirforingi vinnur í
Norður Nýja íslandi og S. E. Sig-
urðsson undirforingi hefir einnig
veriö þar; J. Benson undirfor'ngi í
Selkirk og K. J. Austinn i suð-
austur hluta fylkiisns, en Jipseph
Thorson lögmaður, undirforirigi er
austur í Ontario.
Nýr íslenzkur læknir.
Hér birtist ntynd af ungum
ntanni efnilegum, sem á stuttum
tima hefir komist með heiðri i gegn
um erfitt nám, þótt hann hafi að
því leyti staðið illa að vígi að
verða að byrja námið áður en liann
hafði haft tækifæri t'il þess að til-
einka sér fullkomlega enska tungu.
Sveinn E. Bjömsson læknir er
fæddur í október mánuði 1885 á
Lýtingsstöðum í Vopnafirði og al-
inn upp þar í héraðinu. Faðir
Sveins er Efrikur Björnsson sem
þar bjó og Aðalbjörg kona hans'
Jónsdóttir.
Sveinn fiuttist hingað vestur ár-
ið 1905 og byrjaði nám á Wesley
skólanum tveimur árum síðar; þarf
til þess bæði þrek og hæfileika áð
leggja út á langt og erfitt náms-
skeiið þegar maður er kominn hing-
að aðeins fyrir tveimur ámm og
því hálf mállaus, og eiga að keppa
við þá sem héV eru fæddir og upp
aldir.
Fjögur ár var hann á Wesley
skólanum, en byrjaði læknisfræðis-
Dr. S. H. Bjot.isson.
nám 1911 og hélt því áfram stöð-
ugt þangað til að hann útskrifaðist
í vor með góðrli einkunn og ágætum
orðstýr.
Það er ekki vort að leika spá-
menn, en megi draga ályktanir af
eðlilegum rökum þá ætti Dr. S. E.
Björnsson að eiga fagra framtið
fyrir höndum og verða góður lækn-
ir.
í þeirri stöðu fremur en nokkurri
annari er það samvlizkusemi sem
mest á ríður. Og þeir sem þennan
lækni þekkja efast ekki um það að
sjúklingar hans megi bera til lians
fullkomið traust.
Sannleikurinn er sá að örfáir
menn á hans aldri eru jafnmikiilli
stillingu og gætni gæddþ- og hann,
og þegar þeir eiginleikar taka hönd-
um saman við góða mentun, þá er
framtíðin trygð í þeirri stöðu.
Hvar Dr. Bjömsson sezt að er
akki ráðið enn; þó er líklegt að
hann taki sér bólfestu einhversstað-
ar í Saskatohewan. Hann ætti að
velja sér íslenzka bygð, því þær eru
margar læknislausar og hafa manna
þörf í þá stöðu.
Hugheilar óskir sendir Lögberg
þessum nýja lækni.
Sir Roger Casement
í Lögbergi var nýlega getið um
mann er Rogers Casement heitir
og samsæri hafði gert við Þjóð-
verja til þess að senda her yfir til
írlands. Var hann tekinn fatsur
og hafður i varðhaldi í Lundúna-
tuminum svokallaða.
Hann kom fyrir rétt á laugardag-
inn og var kærður fyrir landráð.
Varöi hartn mál sitt sjálfur án
nokkurs lögmanns. Þess er vert
að geta að Casement hefir vakið
eftirtekt og hana mikla fyr en í
þetta skifti, þótt á annan hátt væri.
Árið 1911 varð hann svo að segja
heimsfrægur maður fyrir það að
koma upp grimdarverkum sem enskt
leðurlíkisfélag (Rubber Company)
hafði framið á innlendum mönnum
í Putumayo.
Þegar Casenvent konv fyrir rétt-
inn var honum samhliða annar mað-
ur, sem Daniel Julian Bailey heitir,
kærður einnig um landráð.
Casenvent hafði upphaflega pré-
dikað það fyrir írskum föngum á
Þýzkalandi að írland græddi á þvv
að Þjóðverjar ynnu stríðið; hafði
hann reynt að fá þá til þess að
ganga v lið með þeinv. Lofaði hann
þeinv er í slíka herdeild gengju að
þeir yrðu sendir á fund keiasrans í
Berlin, sem heiðursgestir hans. Ef
Þjóðverjar ynnu í sjóorastu, þá
ætlaði Casement að fara með þá til
írlands og hefja uppreist gegn
Englandi; en ef Þ jóðverjar töpuðu,
þá átti hver fanganna að fá $50 til
$100 og fria ferð til Bandarikjanna.
Svo að segja engir af irsku föngun-
um fengust til að gera þetta. Síð-
an fór Casement til írlands og kom
þangað á fötsudaginn langa með
20,000 byssur; var þá Bailey með
honum og annar maður, er Mon-
teith heitir og ekki hefir náðst.
Bailey kveðst hafa farið með
Casement i þeim skilningi að þetta
væri aðeins leikur til þess að kom-
ast frá Þýzkalandi. Stóð þá Case-
rnent upp og mælti: “Þessi
maður er saklaus” og benti á Bailey,
“það lvlýtur að vera af misskilningi
að hann er í haldi.” Kvaðst hann
skyldu kosta lögmann til að verja
Bailey, sem væri bláfátækur maður.
Fyrsta vitnið sem fram kom var
John Robinson frá Belfast, sem
hafði verið herforingi á Þýzkalandi,
Kvað hann 4000 vrska fanga hafa
hlustað á Casement v Limburg á
Þýzkalandi og hefðu aðeins 50 til
60 af þeim fallist á skoðun hans.
Talið er vvst að Casement verði
skotinn.
BITAR i
Gaman verður að sjá hvemig
Snjólfskan tekur sig út í Heimsk í
dag.
Vér höfum verið að lesa Hregg-
vizkuna og fundist hún einu sinni
ekki vera bitavirði.
“Enginn heilbrigður maður fer
út og hengir sig í dag aðeins vegna
þess að hann veit að hann á ein-
hvern tíma að deyja” sagði Dr.
Guðnv. Finnbogason.
Heimsk telur það undur og stór-
merki að eitt einasta verk (lögreglu
byggingin) skyldi vera leyst af
hendi á 16 ára stjómartíð Roblins
án ]vess að þjófnaður sannaðist á
stjórnina i sambandi við það.
$41,000,000 (f jörutíu og eina
miljón) höfðu þeir geymt svona
hinseginn fjármálahermennirnir í
Ottawa. Þeir segjast ætla að skila
þvi aftur. — Hvað ætli hefði orðið
um þessar $41,000,000 ef framsókn-
armenn hefðu ekki heimtað rann-
sókn?
Fangavörðurinn v Stoney Moun-
tain kveður það ósatt er Percy
Hagel segir um illa meðferð fanga.
Hvers vegna ætli lvann hafi ekki
borið á móti skýrslum Currans
dómra, sem lýsti þó miklu svívirði-
legri meðferð á föngunum en
Hagel gerði?
Telegram segir að það sé vel
farið að Ottawa þinginu verði slit-
ið, þvv framsóknarmenn hafi ekk-
ert gert þar annað en koma óvirð-
ingu á þjóðina. — Blaðið hefir tals-
vert fyrir sér í þessu, það er óvirð-
ing fyrir þjóðina hversu óráðvand-
iega hefir verið farið með miljónir
dala af almennu fé, og framsókn-
armenn ljóstuðu þvv upp. Hefðu
þeir þagað þá hefði enginn vitað
um það úti í frá.
Séra J. N. McLean sagði nýlega
eftifarandi skritlu : Maður kom til
læknis og kvaðst vera veikur, en
ekki vita hvað að sér gengi. Lækn-
irinn skoðaði hann og sagðist sjá
að hedinn v honum væri bilaður;
væri honum því bezt að skilja hann
eftir svo hann gæti gert við hann.
Sjúklingurinn hlýddi því og fór
síðan. Svo líður og bíður og hann
kemur ekki eftir heilanum. Ein-
hverju .sinni mætir læknirinn hon-
um á götu og segir: “Hvers vegna
kemurðu aldrei ? eg er fyrir löngu
búinn að gera við heilann.” “Eg
held eg sleppi því” svaraði maður-
inn, “eg þarf ekki á honum að
halda lengur, því eg hefi fengið
embætti hjá stjóminni.”
Bæjarfréttir.
Frú Lára Bjamason var 74 ára
gömul í fvrradag (þriöjudag).
Árni Gíslason lögnvaður frá
Minneota er á ferð í bænum; fer
hann norður til Nýja íslands og
dvelur þar nyrðra nokkra daga. —
Góða líðan segir hann þar syðra,
s'áning fremur seina sökum kulda
og vætu, en ekki þó til skaða. Lik-
legt þykir honum að Roosevelt og
Wilson verði í kjöri sem forseta-
efni.
Ur bygðum
Islendinga.
Prince Rupert.
Húsfrú Jóhanna Sigrvður Filip-
pusson frá Óslandi andaðist á spv-
talanum v Prince Rupert á páska-
daginn 24. apríl, eftir þriggja vikna
þunga sjúkdómslegu. Hún var 39
ára að aldri þegar hún lézt. Jarð-
arför hennar fór fram þann þriðja
í páskum, og voru þar viðstaddir
nær allir Islendingar úr íslenzku
bygðinni og Prince Rupert.
Hennar er sárt saknað af böm-
um og ekkjumanni, og verður henn-
ar síðar getið í Lögbergi.
Nýja fsland.
Dr. Guðmundur Finnbogason
hefir haldið hér fyrirlestur sinn um
viðhald íslenzks þjóðemis. Það er
víst um það að margir höfðu hlakk-
að til að hlýða á þennan hugðnænva
höfund, enda urðu menn ekki fyrir
vonbrigðum. Skemtilegra erindi
hefir ekki verið flutt hér um slóðir
svo eg muni en fyrirlesturinn var,
og verður víst ekki fyr en ef Dr.
Guðm. Finnbogason heiðraði oss
aftur með komu sinni og flytti er-
indi hér.
Magnús Einarsson (Miðhúsaf
kom til bæjarins á mánudaginn
norðan frá M'ikley, þar sem hann
hefir dvalið í vetur hjá Vilhjálmi
Sigurgeirssyni póstmeistara. Hann
fer þangað norður aftur núna um
helgina, unir sér vel v eyjunni og
ber eyjarskeggjum bezta orð.
Hann sagði frá því að vegleg
veizla hefði verið haldin þar ytra
nýlega. Var það í tilefni af tvenn-
um brúðkaupum. Theodór Þórð-
arson og Þorelifur Hallgrímsson
gengu að eiga sína systurina lvvor,
dætur Jóns Hoffmans, sá fymefndii
Sigriði, en hinn svðarnefndi Elin-
borgu. Höfðu foreldrar brúðanna
boðið fólki úr öllunv húsum eyjar-
innar heim til sin og var þvi veitt
af mikilli rausn. Þar voru sanvan-
komnlir yfir 100 manns. Ræður
fluttu þar Páll Jacohsson á Stein-
nesi, Márus Doll og Þorbergur
Fjeldsted. Magnús Einarsson
flutti þar eftirfarandi kvæði:
“Þá sól um vor v heiði hlær
og hljómar fuglakliður,
í ungum hjörtum ástin grær
hvar eining býr og frtiður
og böndum tengist sál við sál
að settum drottins völdum,
og ástar kyndist bál við bál
á blíðum sumar kvöldunv.
Nú bindast ekta böndum hér
tvenn brúðhjón ung og fögur,
það kveikir yndi og kæti mér
að kveða við þau bögur
með hjartans ósk að æfibraut
tíl unaðs verði báðum
og gæfunnar í gullið skaut
þau gangi vafin dáðum.
Og eins að hjarta óskum vér
að aldrei gleðin dvíni,
en kærleikssól, sem kæti lér
með krafti á þau skvni;
og drottiinn þeirra bú og bæ
með báðum styrki höndunv;
þau græði lof um lönd og sæ
að lífsins hinstu ströndum.
Minnesota.
Mrs. Oddur Eiríksson fór til
Roqhester fyrra föstudag og dóttir
hennar Ellen með henni; hún fór
þangað til lækninga.
Mrs. A. H. Rafnsson kom heim
til Minneota fyrra fimtudag frá
Rochester, hafði verið þar að leita
lækninga við augnveiki hjá Mayo
bræðrum.
Ungur sonur þeirra hjóna Péturs
Magnússonar í Minneota og konu
hans lézt nýlega. Hann var aðeins
fárra mánaða ganvall.
Séra Friðrik Friðriksson fór til
Minneapolis fyrra miðvikudag og
dvaldi þar viku tíma og hélt guðs-
þjónustur meðal íslendinga í
Minneapolis og St. Paul. Þeir eru
orðnir þar fjölmennir.
Norður Dakota.
Fyrra Iaugardag andaðist kona
Jóns Þórðarsonar 71 ára gömul að
Mountain. Hafði verið veik lengi.
Séra F. J. Bergmann kom suður
til þess að jarða hana.
Móðir Daða Jónssonar á Gardar
andaðist að Upham nýlega.
Matsöluhús í Akron í Ohio
hrundi á mánudaginn var af
sprengingu sem varð v næsta húsi.
Fimtán manns mistu þar lífið og
fjöldi meiddist.
Merkur maður.
Engin þjóð í þessu fylki lagði
betur fram krafta sína í nýafstað-
inni atkvæðahríð en íslendignar.
Engum þjóðflokki var það eins
mikið áhugamál að baráttan ynnist.
Enginn þjóðflokkur greiddi hlut-
fallslega eins mörg atkvæði með
vínbanninu, það sést greinilega á
skýrslununv, eins og bent hefir ver-
ið á i Lögbergi.
En ætti að þakka sigurinn einum
manni fremur öðmm, þá er hann
ekki íslendingur. Sá er yfirhers-
Rev. J. N. MeLean.
höfðingi var alls liðsins og öllum
hreyfingum stjórnaði og öll ráð
lagði á heitir J. N. McLean prestur.
Hann er skrifari Siðbótafélagsins
v Manitoba og lenti þvi eðlilega
þjmgsta byrðin á honum.
Það er ekki öllum gefið að fylgja
máli fram með fullu afli og áhuga,
en gæta þess jafnframt að vera
sanngjarn og víðsýnn. Það eru
hin sterku einkenni séra McLeans,
og þess vegna vanst honum eins
vel og raun varð á.
Að slaka aldrei til um hænufet,
en gripa þó aldrei til ójafnaðar í
orði né athöfnum, það er list sem
fáir kunna.
Auk þessara einkenna er það eitt
sem sérstaklega veitir séra McLean
leiðtoga hæfileika og áhrif. Það
er sá þiðleiki í viðmóti og svipbirta,
sem allir hljóta að laðast að.
Jafnvel á stundunv sorganna er
þetta einkenni það senv bezt er tek-
ið eftir i framkomu hans.
Ritstjóri Lögbergs hefir átt þess
kost að kynnast þessunv nvanni öðr-
um betur, nú í seinni tíð senv sam-
verkamaður hans í Siðbótafélaginu ;
kynast honum sem sterkum og
staðföstum hershöfðingja á timum
striðs og ofsókna; kynnast honum
sem fagnandi sigurvegara að end-
aðri baráttu; kynnast lvonum glöð-
um og gæfusömum í hópi ástvin-
anna og kynnast honum á stundum
sorgarinnar við gröf konunnar
hans.
Og það er sama hvernig á hefir
staðið, séra McLean hefir ávalt
komið fram þannig að styrkur hans
hefir birst þvi betur, senv þekking-
in á honum hefir aukist og lífið hef-
ir snúið að honum fleiri hliðunv.
Hefði nokkur maður verið sá
senv efast lvefði unv einlægni Mani-
toba stjórnarinnar i bindindismál-
inu áður, þá hlyti sú efasemd að
lvafa horfið með öllu þegar séra
J. N. McLean var til þess valinn ab
sjá um það i nafni stjórnarinnar að
lögunum sé franvfylgt. Fyrsta júní
þegar nýju lögin komast í gildi, fell-
ur vínsöluleyfis nefndin gamla úr
sögunni og önnur ný kemur í
staðinn. Það verður sérstök deild
i stjóminni, og er séra McLean til
þess kvaddur að stjóma henni.
Þótt allir bindindismenn í Mani-
toba hefðu sjálfir átt að skipa í það
embætti, þá mundu þeir ekki hafa
komiö sér sanvan um nokkurn ann-
an nvann, en einmitt þennan.
Almennur fögnuður allra sið-
bótamanna er því í ljósi látinn yfir
þessari útnefningu og almennar
þakkir þeirra fluttar stjórninni.
Sprenging varð fyrra mánudag
i Atlas púðurhúsinu í Lake
Hopatcong v New Jersey og eyði-
Iögðust þrjú hús og miklar eignir,
en um 50 nvanns mistu lífið, eftir
fréttum, sem þó eru óglöggar.
Skólamálið hefir verið tekið upp
i þinginu i Ottawa. Vilja frakk-
neskir menn ekki láta hluta sinn og
kveða rétti sínum hallað ef máli
þeirra verði ekki gert hærra undir
höfði en öðrum tungum. vilja ]>eir
komast að málamiðlun um sérrétt-
indi, en hinir neita.