Lögberg - 01.06.1916, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.06.1916, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlua Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari Iþeirri ðn. Kringlur og tríbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. c. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 Insersoll 8t. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN I. JÚNÍ 1916 NUMER 22 SÍÐASTI DAGUR BAKKUSAR í GÆR I ÖLLUM VÍNSÖLU OG VEITINGAHÚSUM MANITOBA •>--------------------------- Fimtíu ára strííS hefir verið háS hér í Manitoba gegn hættulegasta óvini sem mapnkynið þekkir. Stríð- ið byrjaði hægt og seint, en smáóx og magnaðist þangað til aðalorust- an hófst fyrir sextán árum og hefir hún staðið yfir svo að segja hvíld- arlaust ávalt síSan. Margir hafa falliö og margir uppgefist; oft hafa vonleysisský hulið sigursólina; oft hafa liCiö langir tímar sem ekkert hefir sést ávinnast, en altaf hefir hríðinni verið haldið áfram, altaf nýir liðsmenn komið í stað hinna föllnu og altaf ný vopn smíðuð í stað þeirra sem slitnuðu eða brotn- uðu; altaf ný vígi bygð þegar önn- ur voru rifin niður, og altaf voru menn í liðinu sem vissan töldu sig- ur, ef ekki sér þá börnum sínum. Og nú eru vonir þeirra rættar og starf þeirra borgað. io. júní í fyrra sumar stóð úrslitaorust:an yfir; þá var unninn sá sigur sem stærstur verður ávalt talinn í sögu þessa fylkis; þá var aðalvirki óvin- arins brotið. 13. marz í vor stóð svo síðasta skorpan og þá var dauða dómurinn kveðinn upp yfir óvætt- inum. Frá þeim degi hafa menn verið önnum kafnir að taka gröfina og í gær var hann grafinn með mik- illi gleði allra sannra þjóðvina. Og þótt dauðadómurinn væri þannig að áhrif illvirkjans hafi hér enn þá grið að nokkru leyti, þá eru þau hverfandi í samanburði við það sem áður var. Það er nú ódugnaði bindindismanna að kenna ef þeir ekki ganga svo rækilega frá þessum hálfdauða illvirkja, að hann taki síð- ustu andvörpin eftir örstutta stund. Stríðsfréttir Bretakonungur skrifaði undir herskyldulögin 23. maí, þar sem hver karlmaður milli 18 og 41 eru skyldir til hernaðar. Áður en lög- in 'komust í gildi voru sjálfboðar orðnir 5,000,000 og þykir það lýsa miklum áhuga og alvöru. Svo er sagt að Salandra forsæt- isráðherra á ítalíu sé á ferð til Eng- lands á ráðstefnu við Asquith. Hvert erindið er, vita menn ekki, en talið er víst að það sé eitthvað i sambandi við striðið. Wilson Bandaríkja forseti hefir sent afar harðort skjal til Breta þar sem aðförum þeirra er mót- mælt, er þeir hindra og tefja póst- flutninga hlutlausra þjóða. Tele- gram segir að þetta skjal sé talið alveg eins harðort og síðasta skeyt- ið sem Wilson sendi Þýzkalands- keisara viðvikjandi neðansjávar hemaðinum. Engelndingar hafa nýlega tekið fjögur kaupskip frá hlutlausum þjóðum: Danska skipið “United States” á leið frá New York til Kaupmannahafnar og skipið “Helli- golar” á leið frá Kaupmananhöfn til New York með flutning, fólk og póst. Svenska skipið “Nordland” á leið frá Boston og New York til Gautaborgar og hollenzka skipið “Maartensdikk” á leið frá Rotter- dam til New York. Uppþot allmikið var á Þýzka- landi á fimtudaginn. Það var i bænum Frankfurt við ána Main. 350 konur sem bjargræðisskortur þrengdi að fóru í þyrpingu í gegn um bæinn, báru svarta poka, sem tákna hungur og sungu jafnaðar- manna öngva; ruddust þær inn í kjötsölubúð og þar var alt tekið sem ætt var. Lögreglan átti fult í fangi með að stöðva þær og lauk því þannig að 18 konur særðust af skotum. Ein þeirra hafði kallað hátsöfum og sagt “Niður með keis- arann”, var hún tekin og sett í varðhald. Eitt blaðið sagði frá þessum atburði öðruvísi en stjóm- inni geðjaðist og var það svift út- komurétti í tvo mánuði, til hegn- ingar fyrir tiltækið. Á miðvikudaginn söktu Þ jóðverj- ar þremur skipum fyrir Grikkjum. Urðu þá skipaeigednur svo upp- vægir og sömuleiðis sjómannafélög- in að hvorir tveggja skoruðu á stjómina að segja Þjóðverjum stríð á hendur ef þessar aðfarir héldu áfram. ítalir biðu stórkostlegan ósigur í orustu við Austurríkismenn 21 mai i suður Tyrol og urðu þeir að hörfa til baka á öllu svæðinu frá Rovereto til Val Suga'na fyrir suðvestan Trent. Fréttir frá Rómaborg segja að það sé víst að þeir hafi orðið að láta undan síga frá svæðinu milli Astico og Brenta ánna og í Sugana dalnum, en að alt afi farið fram með fullri stjórn og reglu. Aftur á móti segja fréttir frá Venisíu að Austurríkismenn hafi rekið ítali með hraða frá Borgo og inn fyrir landamærin. Sömuleiðis segir það- an að Austurríkismenn hafi verið komnir 22. mai alla leið að Garda vatni. Höfðu Austurríkismenn her- tekið 25,000 ítali, 251 byssu og 101 fallbyssu. Aftur á móti mistu þeir einnig fjölda manns. Rússum virðist ganga langbezt allra Bandamanna. Eins og getið var um síðast vinna þeir hverja or- ustuna á fætur annari í viðureign sinni við Tyrki austur í Asíu. 22. maí lenti þeim í bardaga við Þjóð- verja hjá Voseluhn ánni. Urðu Þjóðverjar þar að hörfa til baka yfir ána og eyðilögðu Rússar fyrir þeim talsvert mikið af skotgröfum. Þjóðverjar og Frakkar háðu eina allra snörpustu orustu sem orðið hefir siðan stríðið hófst 22. mai. Varð mannfallið mikið á báðar hliðar. Þjóðverjar náðu kastalanum Donaumont, sem er norðaustur af Verdun; aftur á móti náðu Frakkar skotgröfum frá Þjóðverjum skamt frá bænum Cunniers, sem Þjóðverjar höfðu áður tekið. Þjóðverjar höfðu tekið þennan kastala þegar þeir fyrst byrjuðu Verdun áhlaupin og haldið honum þangað til Frakkar náðu honum aftur fyrir nokkrum dögum, en urðu nú að gefa hann upp. Svo segja blöðin að Þýzkalands- keisari láti sér mjög ant um að far- ið sé að tala um friðarsamninga, án þess þó að biðjast friðar eða gefast upp. Von Buelow er á ferð yfir til Bandaríkjanna til þess að finna Wilson forseta og eru margar get- gátur um það hvert muni vera er- indi hans. Hefir það verið haft á orði að Englendingar hindruðu för hans og leyfðu honum ekki að kom- ast til Bandaríkjanna, hvað sem úr því verður. ítalir skutu niður austurrískan loftbát 23. maí og söktu sama dag fallbyssubáti fyrir Þjóðverjum i Adriahafinu. Þjóðverjar fengu afarmikinn liðsafla á vesturhluta vígvallarins eftir helgina og gerðu snarpa árás á Frakka; segjast þeir hafa unnið á öllum endilöngum vesturkantin- um, en Frakkar neita þvi; kveða hersveitir sínar aðeins hafa hörfað undan á vissum stöðum og yfirgef- ið fáeinar skotgrafir. Alls hafa Þjóðverjar mist 2,822,- 079 manns síðan stríðið hófst; þar af 91,162 í apríl mánuði. Eru í þessu taldir allir fallnir, særðir, týndir og herteknir. ítalir söktu stóru herflutninga- skipi fyrir Austurrikismönnum á höfninni í Triest 28. maí. 100,000 Serbar hafa nú farið yf- ir Eginahafið og fylkt sér að Saloniki; er álitið að þeir muni gera allmikið skurk þar eystra þegar til kemur. Sagt er að herlið frá Búlgariu hafi farið inn fyrir landamæri Grikkja 26. maí, og hafi þá orðið svo miklar æsingar í Aþenuborg að við ekkert hafi orðið ráðið. Kröfð- ust menn þess að Þjóðverjum væri sagt strið á hendur. Búlgarar höfðu farið inn í Makedoniu og tekið grísku vigin Rupel og Dragolin og Spotero; hafði gríska liðið sem þar var fyrir látið undan siga, en Búlgarar kváðust hafa leyfi frá Aþenuborg til þessa tiltækis. Þýzk- ir herforingjar stýrðu liði Búlgariu manna og sögðu þeir að þetta væru aðeisn þægindi sem þeim væru veitt af Grikkjum, eins og bandamönn- um hefði verið leyft að hafa her sinn í Saloniki.' Ókyrð er alvarleg á Irlandi enn þá, kveður svo mikið að því að stjórnin lýsti því yfir á laugardag- inn að herlög yrðu að halda þar áfram um óákveðinn tíma. Kon- ungleg rannsóknamefnd var sett til þess áð rannsaka málin, og var það borið þar að uppreistinni hefðu þeir komið af stað Sir Rogers Casement, Patrick H. Pearse og Prófessor John McNeill. Richard Crummy, sonur séra Ebers Crummy skólastjóra hefir særst allmikið á Frakklandi. Ann- ar sonur hans féll nýlega í stríðinu. Englendingum lenti nýlega sam- an við Súdanmenn og unnu þar talsverðan sigur. Hertóku 1000 manns og náðu höfuðstaðnum, sem E1 Fasher heitir. Afarmikið af baðmull og leður- líki, sem til stríðsins átti að vera, brann í Vladivostok í Rússlandi á sunnudaginn; er það mikill skaði. Síðustu fréttir*segja að Búlgaríu- menn og Þjóðverjar hafi farið með stóreflis her inn í Makedoinu og sé það í leynilegu samráði við Grikki. Sé þetta rétt, þá er ekki annað að sjá en að Grikkir séu sama sem að ganga í lið með Þjóðverjum, þótt það þyki ekki trúlegt. Er þess nú krafist að Constantinus Grikkja konungur geri grein fyrir hvernig í málinu liggi. Þjóðverjar hafa sótt á með miklu afli á vesturkatninum síðustu dag- ana; segja fréttir í gær (miðviku- dag) að þeir hafi tekið skotgrafir frá bandamönnum á tveggja mílna svæði, alla leið frá suðurhrygg Dauðsmanns hæðar til bæjarins 'Cumieres, sem er fyrir norðvestan Verdun. Auk þess tóku þeir stykki fyrir norðaustan Verdun í skógum þeim er Thiamont kallast. James J. Hill dáinn. Einhver mesti járnbrautar kon- ungur þessa lands andaðist 29. maí að heimili sinu í St. Paul, eftir nokkurra daga legu. Banamein hans var innýflaeitrun. William Mayo frá Rochester skar hann upp daginn áður, en bæði var veikin al- varleg og sjúklingurinn orðinn gamall, var því ekki mögulegt að bjarga lífi hans. Hill var að mörgu leyti merkur maður; einn hinna allra atkvæða- mestM fjármálamanna í Vestur- heimi. Hann var af írskum ættum, fæddur í Guelph í Ontario árið 1838, og var fáðir hans bóndi. Hann misti föður sinn þegar hann var 15 ára, Hafði hann þá hugsað sér að ekkert væri i heim- inum sem eins væri eftirsóknar vert og að verða skurðlæknir. Það hafði hann ásett :sér að verða. En nú varð hann að vinna fyrir heim- ilinu og réðst i matsölubúð sem afhendingasveinn. Þar var hann í þrjú ár. Hill datt það snemma í hug að fara til Bandaríkjanna og freista þar gæfu sinnar. Er sagt að sú löngun hafi byrjað á einkennilegan hátt. Maður nokkur kom að heim- ili Hills og baðst beina; batt hann hest sinn við hliðið á meðan hann snæddi. Hill tók eftir þvi að hest- urinn var þreyttur; bar hann hon- um fötu af vatni og var hesturinn að drekka þegar gesturinn kom út, búinn til ferða. Þótti gestinum þetta lýsa hugulsemi drengsins og þakkaði honum fyrir. Um leið og hann ók af stað fleygði hann dag- bTaði frá Bandarikjunum til pilts- ins og sagði með þeirri alvöru, sem festi sig i huga Hills: “Farðu þangað ungi maður, farðu þangað! Það land þarf unga menn með þínum hugsunum”. Hill las' blað- ið með miklum ákafa og sá þar skjanna auglýsingar um hin óend- anlegu tækifæri i Bandaríkjunum. Næsta morgun hjó hann nokkur tré í skóginum skamt frá heimili sínu. Sést þar enn i dag stofn af hinu síðasta þeirra með þessari áritan: “Þetta er seinasta tréð sem James J. Hill hjó”. Fór hann síðan um Bandaríkin og fékk seinna vinnu i St. Paul við búðarstörf. Smátt og smátt kom hann sér áfram, lærði alt sem að járnbraut- arbyggingum og flutningum laut og byrjaði loksins sjálfur á járn- brautarbyggingum, sem hann jók þangað til hann var orðinn voldug- asti járnbrautar kóngur Bandaríkj- anna. Hinn mikli munur James Hill og þeirra manna sem járhbrautir hafa bygt í Canada, er sá að þar sem þeir hafa bygt alt af peningum fólks ins og væru réttnefndar blóðsugur, eins og t.d. MacKenzie & Mann, þá bygði hann alt á eiginn kostnað án stjórnarstyrks; tók aðeins saman höndum við aðra aqðuga menn og framkvæmdarsama. Hill var afar frábitinn allri lik- amlegri vinnu; vildi alls ekki snerta hendi við neinu sem að búnaði laut, en lá altaf í bókum. Þótt hann fýsti að stunda lækn- isfræði i æsku þá var það samt guðfræði sem hann las um tima, en hvarf svo frá öllu námi; samt var hann hámentaður maður, þvi hann las mikið alla æfi. Eignir hans eru metnar $100,- 000,000. Fyrirlestur Dr. Guðmundur Finnbogason flytur fyrirlestur i Pembina Co., N. Dakota, sem fylgir:— Miðvikudagskv. 7. júní í Pembina. Fimtudagskv. 8. júní að Mountain. Föstudaginn 9. júní kl. 2 e.h. flytur hann erindi á sameiginlegri sam- komu safnaðanna í prestakalli séra Kristins Ólafssonar, að Akra. Föstudagskv. 9. júní að Hallson. Laugardaginn 10. júní, kl. 2 e.h., í kirkju Vídalínssafnaðar. Laugardagskv. 10. júni, í kirkju Lúters safnaðar að Gardar. Kveldsamkomurnar byrja klukk- an átta. Allir velkomnir. Stúkan “Jón Sigurðsson” I.O.D.E. heldur aðalmá’.'iuðarfund sinn, þriðjudaginn 6. júní, kl. 8 e. h. stundvíslega, í samkomu salnum i John M. King skólanum. Allar félagskonur eru alvarlega ámintar um að sækja fundinn. íslenzk stúlka rinnur verðlaun. Blaðið “Free Press” hét verð- launapeningum þeim er beztir reyndust í að stafa rétt enska tungu á alþýðuskólunum. Prófið fór fram á' mánudaginn og voru verð- laun 5. Það merkilegasta var að enginn piltur vann þau, heldur 5 stúlkur. Ein stúlkan var islenzk. Hún er 14 ára gömul, heitir Frieda Good- man og á heima að 761 Bannatyne. Næst henni þar var Elizabet Sigur- jónsson frá 724 Beverley stræti, 11 ára gömul. er álitið að hún hafi jafnvel verið enn þá fljótari að stafa rétt. Jónas Jónsson kom vestan frá Vatnabygðum nýlega, þar sem hann hefir verið að vinna á löndum sin- um. fékk hann frí til þess frá her- störfum. Sigriður Friðriksson heldur hljómleika samkomu 8. júní kl. 8.30 e.h. í samkomusal Fort Garry hótelsins, til ágóða fyrir lúðraflokk 223. herdeildarinnar. Auk sjálfrar hennar verður þar margt ágætt fólk i hljómfræði og ætti samkoman að verða fjölsótt. Málefnisins vegna er líklegt að sem flestir vilji sækja hana, og um það efast enginn að skemtunin verði fullkomin. Sigriður er orðin svo þekt að hún þarf engra meðmæla. Almennar fréttir. 60 gamlir menn höfðu verið reknir úr bæjarvinnu og því borið fyrir að þeir væru svo liðléttir að það borgaði sig ekki að hafa þá i vinnu. En þegar málið var rann- sakað fanst það út að aðeins tólf þeirra voru ófærir til vinnu, eða gátu ekki unnið fyrir fullu kaupi, hinir 48 voru allir fullkomlega vinnufærir og verða að líkindum látnir fara að vinna aftur. Bann hefir verið lagt viö því að hersafnaðarmenn reyndu að fá þá sem inn í landið koma í herinn. Er sagt að sumir liðsafnaðarmenn hafi beitt sér til þess að fá menn í her- inn sem hingað komu til þess aö vinna hjá bændum, en slíkt er ekki leyfilegt lengur. Þetta bann var gefið út á fimtudaginn af A. C. Grey yfirhersöfnunarmanni í vest- ur Canada. Allsterk hreyfing hefir komist á fót í þá átt að krefjast fullkominn- ar rannsóknar á fangelsum í Mani- toba í sambandi við kærur Percy Hagels. Er stungið upp á að safna undirskriftum til þess bæði á sam- komum hans og annarsstaðar. Norska-Ameríska línan hefir á- kveðið að láta öll skip sín sam fara milli Noregs og Ameríku koma við í Kirkwall sjálfviljuglega og láta skoða þar allan póstflutning, til þess að komast í veg fyrir tafir og hindranir þær sem verið hafa að undanförnu. Dauður maður fanst nýlega í strástakki 19 mílur fyrir norðan Brandon; er haldið að það sé lik manns, er Jemes Keith hét og átti heima í Brandon; var hann drykkju maður mikill og lenti í alls konar vandræðum í fyrra haust; féll hon- um það þungt og lagði sjálfur inn bann við þvi að sér yrði selt eða veitt áfengi. Hvort hann hefir fyrirfarið sér eða orðið úti vita menn ekki. Mál Casements þess er foringi var uppreistarinnar á írlandi og skotfærin flutti þangað frá Þýzka- landi á að koma fyrir 26. júní. Sömuleiðis verður mál Baleys þá tekið fyrir; Casement hefir gert hverja tilraunina á fætur annari til þess að frija Baley, kveður hann alveg saklausan. Fréttir frá Syriu segja á fimtu- daginn að 80,000 manns hafi dáið af hungri í Libanon; hafa allir flutningar þangað hindrast svo al- gerlega að bjargaraðdrættir hafi verið bannaðir bæði á sjó og landi. Evelyn Nesbit éThaw) leikkonan fræga sem nýlega fékk skilnað frá manni sinum Harry Kendall Thaw er nú gift í annað sinn manni sem Jack Clifford heitir og hefir verið dansfélagi hennar á leikhúsum. Bænarskrá um það að láta Thom- as Kelly lausan gegn veði var borin fram fyrir A. B. Hudson dóms- málastjóra á fimtudaginn. Voru þar 800—1000 nöfn og þar á meðal margra velþektra manna í Winni- peg. Anderson lögmaður Kellys bar fram bænarskrána og var því haldiö fram að sanngirni mælti með lausn Kellys þar sem hann væri hér heimilisfastur, ætti hér margar og miklar eignir og engin likindi væru til að hann mundi strjúka. Sendinefnd frá Brandon kom til stjórnarinnar nýlega og fór þess á leit að lagður væri vegur frá her- stöðvunum í Sewell til Brandon; voru menn sendir til þess að gera áætlun um kostnað við það og þyk- ir liklegt að vegurinn verði bygður þannig að fylkið leggi fram part af kostnaðinum en viðkomandi sveita- héruð nokkuð. Sökum þess að margir lögmenn hafa haldið því fram að lög sem af- greidd voru á síðasta fylkisþingi um beina löggjöf, komi í bága við stjórnarskrána, þá hefir það verið ákveðið af Manitoba stjórninni að fá fullnaðar úrskurð um gildi þeirra, en þaö er með því einu móti mögulegt að þau séu reynd fyrir dómstólunum; verður það því gert og lögin að likindum borin upp fyr- ir leyndarráði Breta. A. B. Hud- son dómsmálastjóri hefir skrifað D. W. Buchanan formanni beinu Jöggjafar félagsins og skýrt honum frá þessu; lýsti hann því jafnframt yfir að stjórnin skyldi útnefna hverja þá sem beinnar löggjafar fé- lagið benti á, til þess að halda fram málinu. Loksins skýrði hann frá því i bréfi sinu aö stjórnin væri ein- dregið með beinni löggjöf og mundi því gera alt, sem í hennar valdi stæði, til þess að sjá lögunum borg- ið. Eldur kviknaði t Indiána húsi nálægt Fort William á föstudaginn og brunnu fjórir til bana. Hús- bóndinn hét Joseph Charley. Það voru þrjú börn hjónanna og ein fósturdóttir sem mistu lífið; það yngsta 3 ára, en það elzta 12 ára. Vatnavextir afar miklir eru hér í fylkinu og víðar. Skógavatn (Xake of the Woods) er svo hátt að ekki eru dæmi til slíks í 32 ár; eru hús og lönd þar í stórhættu. Verkamála- ráðherrann sendi verkfræöing er R. A. McAllister heitir út til Kenora til þess að grenslast eftir hvemig ástatt væri og gaf hann þessa skýr- ingu þegar hann kom aftur: Hvort I nokkuð er hægt að gera þessu til) varnar er erfitt að segja. Maður aö nafni George Taylor nálægt Sheho skaut nýlega mann er Thomas Hewett hét og réð honum bana. Mál hans kemur fyrir í Wynyard innan skamms, en Taylor bíður dóms í Regina þangað til. Hewett var vel þektur maður og frímúrari og verður málinu fylgt með miklum hita. Morðinginn var rólegur við undirbúningsyfirheyrsl- una í Sheho og svaraði fáu; kvaðst hafa ýmislegt fram að færa þegar málið kæmi upp fyrir hærra rétti. Vatnavextir miklir og hættulegir eru á ýmsnm stöðum í Ontario. Kveður mest að því hjá Fort Francis. Þar er eina pappírsmyln- an í Canada og er hún í stórhættu. Verði ekki hlé á vatnavöxtunum eða eitthvað aðgert horfir til stórra vandræðn. Pappírsskortur var orðinn tilfinnanlegitr áður, og ef þessi mylna skyldi eyðileggjast, þó ekki yrði nema um stundar sakir, þá er ekki hægt að segja hversu miklu tjóni það kann að valda. Blöðin, bæði í Winnipeg og ann- arsstaðar, hafa af þessum ástæðum lýst því yfir að þau minki tals- vert um tíma. Fellibylur skall á í Suður Da- kota 25. þ.m. Var það umhverfis Wimbledon. Sex manns slösuðust hættulega. Leikhúsið í Wimbledon eyðilagðist með öllu. Skaðinn er alls metinn .á $300,000. Ofsarok sem svipaðast var fellibyl kom einn- ig í vissum héruðum Minnesota og Norður Dakota. -Ví —’ Dr. Arthur Warren Waite frá New York, sem getið var um að grunaður væri um að hafa myrt tengdaforeldra stna í því skyni að fá arf eftir þau, hefir nú játað á sig glæpinn. Einn lögmaður hans er að reyna að frelsa hann frá dauða með því að telja trú um að hann hafi ekki verið með öllum mjalla þegar hann vann verkið. BITAR ( Alt breytist. Fyr var ellin breiðaból betri hugrenninga, nú er hún orðin skálkum skjól. skamma og svívirðinga. Sig. Júl. Jóhannesson. í grein til “velvirta ritstjórans” í Heimsk. síðast kvartar G. Jörunds- son um að ekki hafi birzt grein sem hann sendi Lögbergi. — Það er satt, en hitt er líka satt að Jörunds- son hefði átt að vera Lögbergi þakk- látur fyrir það. Hvað ætli Heimsk. hefði til að skrifa um ef Sig. Júl. Jóhannesson væri ekki til? 1000 manns skrifuðu undir bæn- ^rskrá þess efnis að biðja um að Kelly væri látinn laus. Ætli þeir hefðu orðið fleiri en 999 ef um það hefði verið að ræða að frelsa fátæk- an mann sem á því heföi þurft að halda að nota timann til þess að vinna fyrir bjargarlitlu heimili? í dag er jarðaríör Bakkusar í Manitoba. Áldrei hafa eins fáir felt tár við gröf nokkurs konungs —ekki einu sinni Nerós. Hann er lengi á leiðinni með, nafnið sitt “Templarinn”. Maður var á ferð með konu sína; þau komu að breiðri á en grunnri; maðurinn bar konuna yfir ána. I miðri ánni mætti hann ríðandi manni sem hann þekti. “Þú geng- ur þó ekki laus, lagsmaður!” sagði sá er á hestbaki sat. “Ó, nei”, svar- aði hinn. “Hver hefir sinn djöful að draga, en eg ber minn.” í dag er verið að smíða gálga til þess að hengja á einn bróður vorn á morgun. Hann er látinn hlusta á hamarshöggin við það smiði, þar sem hann situr hneptur í fangelsi — Langt er hann kominn áleiðis kærleikur mannanna á 20. öldinni. Sú frétt berst frá Boston að stúlka hafi farið úr liði um annan öklann af þeim ástæðum að hún hafði svo hælaháa skó að fóturinn snérist undir henni við hvert spor. — Ekki eru allar syndir guði að kenna. — En meðal annara orða, hafið þið tekið vel eftir fótunum á kvenfótkinu í Winnipeg? Maður í Brandon er sagður að hafa selt konu sína fyrir öltunnu og annar dóttur sína fyrir sama verð. — Hún er margs konar verzl- 223. Canadíska-Skandi* nava herdeildin. CFrá fréttaritara deildarinnar). Baklur Olson er fæddur hér í Winnipeg 2. april 1888. Foreldrar hans eru þau heiðurshjónin Har- aldur J. Olson og Hansína Einars- dóttir frá Húsavík í Þingeyjarsýslu. Ólst hann upp hjá foreldrum sín- um og naut barnaskóla mentunar þegar i æsku. Haustið 1904 byrj- Capt. B. Olson. aöi hann nám á Wesley College og hélt þvi áfram þar til hann tók burtfararpróf í náttúruvísindum vorið 1910, og lauk hann því með ágætis einkunn I A. Næsta ár var hann aðstoðar kennari í efnafræði við Manitoba háskólann, en haust- ið 1911 byrjaði hann að stunda læknisfræði. Tók hann embættis- próf i þeirri grein vorið 1915 og leysti það af hendi með ágætis einkunn. Vorið 1914 voru honum veitt $80 heiðursverðlaun af há- skólaráðinu, fyrir frábæra þekk- ingu er hann sýndi við prófin. Hann var forseti ísl. Stúdentafé- lagsins árið 1909, og var félagið þá mið miklu fjöri. Allir íslenzkir stúdentar, sem nokkuð kveður að, láta sér ant um velferð þess og heiður. Að loknu embættisprófi var hann skipaður læknir við Almenna spítal- ann hér í bænum, og gegndi hann þeirri stöðu í sex ntánuði. Fór hann þá til Ninette og var aöstoð- ar læknir við tæringar stofnunina þar, þar til 4. apríl að hann var skipaður læknir 223. herdeildarinn- ar Skandinavisku. 18. sama mán- aðar gekk hann að eiga Ungfrú Sigríði Thorgeirsson hér í borg. Dr. Olson er fríður maður sýn- um og gjörfilegur, lipurmenni mik- ið og prúðmenni i allri framkomu. Hann er afbragðs gáfum gæddur og mjög hneigður fyrir vísindi. Má því fullyrða að hann verði brátt talinn með fremstu læknum hér um slóðir. Svo glöggur er hann um alla lungna sjúkdóma að enginn íæknir hér í borg og þótt víðar se leitað, stendur honum þar á sporði. 223. herdeildin var því sannar- Jega lánsöm, þegar hún fékk í sína þjónustu svo góðan lækni. Z. Stúkan “Jón Sigurðsson” (1.0. D. E.) hélt skemtun fyrir utanbæj- arfélaga 223. deildarinnar í Colum- bia salnum á laugardagskveldið. Þar fóru fram veitingar og dans. Piltarnir skemtu sér einstaklega vel. Eftirfylgjandi menn hafa gengið í 223. herdeildina síðastliðna viku: Olaf Matheson, Eric G. Peter- son, Niels F. H. Anderson, Fred E. Olson, Alfred Sörenson, Magn- ús Sörenson, Carl O. Levang, Peter Mickelson, John Veme, Al- fred O. Thompson, Ragnar E. Eyjólfson, G. Magnússon, Eric R. Fibigur, Thorsteinn Bergson, F. V. Reykdal, A. Birston, M. Chartrand, Thos. E. Matheson, Carl Wick, Ed- ward Parrin, O. Gunnlaugson, Knut Anderson, Lars Bjerland, Jas. L. Waller, Fred Tustin, Thor. Asgeirsson, Wm. L. Rothwell, S. Augustson. Stríðskostnaður Breta. Fyrra mánudag var borið upp frumvarp í þinginu í Lundúnaborg þess efnis að enn þá yrðu veittar $1,500,000,000 til stríðsins. Eru þá alls veittar til þess $13,410,000,- 000 (þrettán biljónir, fjögur hund- ruð og tíu miljónir, eða þrettán þúsund, fjögur hundruð og tíu mil- jónir).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.