Lögberg - 01.06.1916, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.06.1916, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JUNI 1916. CANADISK 5KANDINAVA HERDEILD (Overseas Battalion) Undir stjórn Lt.-Col. Albrechtsen. Lt.-Col. ALBRECHTSEN, Aðal-skrif stof a: 1004 Union Trust Building, Winnipeg Stjómað eingöngu af Skandinövum og lið- safnaður allur undir þeirra umsjón. SKANDINAVAR ERU BEÐNIR AÐ GANGA I ÞESSA DEILD INNRITIST STRAX Gerist kaupandi Lögbergs þér sem lesið það en enn skríf- fyrir því. Um viðleggi og gerfilimi. “Hvar er nú fótrinn minn? sagSi Snorri 'Þorvaldsson ok brosti viö, um leiö ok hann þreif til stúfsins” éSturlunga II, 204). Ef þaö er satt, aö Snorri hafi brosaö, hefir þaö fráleitt veriö af þvi, aö honum hafi þótt þægilegt eöa skemtilegt aö missa fótinn; en vel má vera, að honum hafi stokkið bros viö þau einkennilegu viðbrigði, áð finna ekki lengur til fótar síns, og áður en hann í rauninni áttaði sig á, hvað skeð hafði. Því venjulega þrosa menn ekki, þegar það óhapp hendir, að missa einhvern lim. En þegar skaðinn er skeður, er að taka öllu karlmannlega og reyna að bæta úr skák eftir föngum. Frá alda öðli hefir verið reynt að gera gerVilimi svo laglega, lipra og notadrjúga sem unt hefir verið. Viðleggi kölluðu fornmenn staur fætur þá, sem fótlausir notuðu til gangs. í sögunum hittum viö Þóri viðlegg, önund tréfót og fleiri með svipuðum auknefnum. Laghentir menn í þá daga hafa líka reynt að lappa upp á vesalings vonbitnu karl- ana, til þess að gjöra þá aftur færa til víga og vinnubragða. Þó mun sú smíðagrein aldrei hafa komist mjög langt hjá oss íslendingum, því til skamms tíma hafa fótlausir menn annaðhvort látið sér nægja hækjur eða stafi,, til að styðja sig við, og sumir hafa jafnvel sætt sig við að skríða á hnjánum, til áð fara ferða sinna. Mér er t. d. fyrir barnsminni karl á Rangárvöllum, sem hafði mist báða fætur um mjóaleggi eftir kal, og var kallaður Brandur fótalausi. Hann fór skríð- andi um héraðið bæ frá bæ, til að beiðast ölmusu, og var í skinnbrók, til að hlífa betur hnjánum. Gervilimir voru yfirleitt ófull- komnir fyr á öldum, enda þektust þá ekki eins hagkvæm efni til að smíða þá úr eins og nú á tímum. Enn þá hljóta þó allir að dáðst að gervihendinni hans Götz von Berlichingen, sem geymd er í þjóð- menjasafninu í Potsdam. Götz var riddari mikill og víga- maður á dögum Lúters, merkur karl, en mest þektur af hinu fræga leikriti, sem Göthe skrifaði um hann. Hann misti hönd sína í bar- daga og varð að láta af vígaferlum um hríð; en þá^gjörði hann sér járnhönd, sem var mesta listasmíði, og með henni gat hann barist, eftir sem áður, og hefnt sín duglega. “Riddarinn jámhenti” var hann síðan kallaður, “ok1 þótti engum fýsilegt, at eiga náttból undir exi hans”, mátti segja um hann eins og Þormóð. Höndin var líkust hanzka, fingurnir liðaðir og mátti hreyfa þá og setja í fastar stellingar með heilbrigðu hendinni. Á þessum síðustu og verstu tím- um, þegar sá helvízki ófriður geis- ar, er fleira af limalausum mönn- um en nokkru sinni áður. í blöðum frá ófriðarlöndunum má lesa öfgakendar greinar um hina nýju gervilimi, sem örkumlamenn eiga kost á að fá, og því er t.d. lýst, hversu fótlausir menn geti hlaupið og stokkið upp stiga, án þess að nokkurn gruni, að um gervifætur sé að ræða. Það eru nú liðin mörg ár, síðan gervifætur náðu þeirri fullkomnun, sem náðst hefir; svo að, að því er þá snertir, er ekki um neina nýj- ung að ræða. En það er satt, að margir fótlausir menn, einkum ef þeir eru ungir og hraustir, geta gengið óhaltir, og jafnvel hlaupið stuttan spöl, staflaust, á tveimur gervifótum; en oftar er þó hitt, að gangurinn er haltrandi og óstöðugri en áður, eins og auðskilið er. Hinsvegar mega það heita stórtíð- indi, að nú eiga menn einnig kost á að fá gervihendur, sem þeir hafa unnið með ýmsisleg störf. Því til skamms tíma hafa handlausir menn orðið að láta sér nægja gervihend- ur, sem voru fremur til prýði en til gagns. Við vinnuna v^r vant að losa sig við höndina (og sumir not- uðu hana aðeins á sunnudögum og tyllidögum), og annaðhvoh notuðu menn stúfinn beran eða tréstúf, sem aftur mátti skrúfa á ýms verk- færi, eins og t. d. hníf, gaffal, ham- ar, eða t. d. járnkrók, sem hægt var að hengja á ýmsa hluti, er bera þurfti, o.s.frv. En ef báðar hend- urnar vantaði, þá urðu gervihend- ur að litlu eða engu gagni; því þó þær væru svipaðar að gerð og hönd Götz riddara, þá var ekki auðgjört, að hreyfa fingur og liði, nema þriðja höndin kæmi til hjálpar. Carnes heitir hann, amerískur maður, sem hefir leyst úr þessum vanda. Hann hefir smiðað gervi- hendur, sem allir dáðst að; því þeim má beita til margvíslegra starfa svo liðliga, að engan ókunn- an mann grunar annað, en um lif- andi hendur sé að ræða. Og allur galdurinn er fólginn 1 þvi, að hreyfingar í axlarliðnum, eða ol- bogaliðnum, ef hann er heill, geta komið hinum ýmsu liðum gervi- handarinnar til að hreyfast, hverj- um upp á sína vísu. — “Neyðin kennir naktri konu að spinna”, Líkt má segja um Cames. Hann varð fyrir járnbrautarslysi árið 1907 og misti hægri hönd sína upp við ol- boga. Þegar hann var gróinn, keypti hann sér gervihönd, en hún reyndist honum fánýt, því hann gat alls ekki unnið með henni þau verk, sem hann hafði verið vanur að vinna. Honum hugkvæmdist þá að gera sér gervihönd sjálfur, og eftir langa umhugsun og margar tilraunir tókst honum það. Fréttin af hini nýju gervihönd Carnes barst nú víðsvegar. Það streymdi til hans fjöldi handlausra manna og báðu hann að smíða sér hendur. Hann fékk ærið nóg að starfa, en verkið var vandasamt og seinlegt, svo viðskiftamennirnir fengu seina afgreiðslu. Þá kom til hans miljónamæring- ur, sem einnig hafði orðið fyrir því tjóni, að láta hönd ína í vél einni. Þegar Cames hafði smíðað hönd handa honum, borgaði mað- urinn ekki aðeins verkið ríflega, heldur bauðst hann til að leggja fram fé, til að stofna verksmiðju, 1 ð l 111 ir. IALIXIX. fyr en þær varði. Anna gleymdi Áma og var hjá Björgu í heilan klukkutima. Alt í einu rankaði hún við sér og hljóp út. En Árni sást hvergi og Móri ekki heldur. Anna leitaði al- staðar þar sem henni datt í hug, en það hafði enga þýðingu. Svo kom hún heim, og sagði mömmu sinni frá því, að Árni væri týndur. Hún varð ósköp hrædd og stökk út að leita og allir i nágrenn- inu með henni. En Ámi fanst ekki. Þegar Anna var farin fyrir nokkrum tíma með Björgu litlu, liafði Árni vaknað og orðið hrædd- ur þegar systir hans var farin. Hann ráfaði skælandi út á götu, og leitaði að önnu. Hann hélt áfram lengi og ráfaði alla leið út úr bæ. Loksins kom hann nálægt fallegu húsi ákaf lega stóm; hann var dauðhræddur, orðinn staðuppgef- inn og þreyttur. Þegar hann kom rétt heim að húsinu lagðist hann niður á grasblettinn, skældi dáhtla stund og sofnaði svo. Móri fylgdi Áma litla, og þegar ham/Var sofnaður sleikti hann hann i framan, svo hann varð tárhreinn, en var áður orðinn áhreinn af skæl- unum. Svo sat Móri dálitla stund hjá honum og horfði á hann stynj- andi, leit heim að húsinu hvað eftir annað, lagði síðan af stað þangað, fór að dyrunum og klóraði í hurð- ina. Maður kom út, sá að þar var ókunnugur hundur og ætláði að berja hann, en honum sýndist hann horfa svo skrítilega að hann hætti viö það. Móri lagði af stað ýlfr- andi og leit altaf öðm hvoru á manninn, eins og hann vildi segja: “Komdu með mér!” Maðurinn fylgdi honum og kom þangað sem Árni litli lá, tók hann upp og fór með hann inn til kon- unnar sinnar. Ámi vaknaði ekki og var hann ■lagður upp i rúm. Þar svaf hann vært. En Móri stóð við dyrnar ýlfrandi dálitla stund, lagðist niður, stóð upp aftur og tók síðan undir sig stökk og fór heim. Þegar hann kom heim ýlfraði hann og krafsaði í fötin á húsmóð- ur sinni, sem var utan við sig af sorg. Móri fór svo fram að dyr- unum og ýlfraði og svo til húsmóð- ur sinnar aftur, og fram að dyrum aftur. Það var eins og hann vildi segja: “Eg veit hvar Ámi er; komdu með mér.” Og konan fór á eftir Móra, en hann labbaði rakleiðis heim að hús- inu, þar sem Árni var inni. Á myndinni sést húsið sem Ámi viltist heim að; í næsta blaði sést mynd af því að innan, þegar Ámi er vaknaður. ('Frh.) Málið ekkar. fslenzkan—móðurmálið okkar— er álitið að mörgu leyti merkileg- asta mál sem til sé. Það eru ekki aðeins fslendingar sem hafa þá skoðun, heldur líka þeir útlending- ar sem hafa lært málið okkar. En maður tekur ekki eftir því hve fallegt það er og merkilegt og margbreytt nema með því að læra það vel. Sólskin ætlar öðru hvoru að skýra fyrir lesendum sínum smá- vegis atriði í fslenzkunni. 1 fyrsta lagi er hún skrítin að því leyti að þún hefir öðruvísi stafrof en önnur mál, hún hefir t. d. stafi sem ekki eru til í neinni annari tungu. Þið \ kunnið líklega flest- íslenzka staf- rofið, en samt geta einhver ykkar verið sem ekki kunni það alt, og þess vegna er það sett héma. Það fr svona: a, á, b, d. ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, 1, m, n, o, ó, p, r, s, t, u, ú, v, y, ý x, þ, œ, ö. Á þessu sjáið þið að það eru margir stafir í fslenzk- unni, sem ekki eru til í Enskunni. 'Þeir eru þessir: á, ð, é, t, ó, ú, ý, þ, <e, og ó. Aftur á móti eru stafir í Enskunni sem íslenzkan hefir ekki. Þeir em þessir: c, q, w, og z. 'Þess- ir stafir heyra ekki til íslenzku, en eru samt hafðir þar af því þeir koma stundum fyrir í útlendum orðum, sem verður að prenta í ís- lenzkum blöðum eða bókum, en þeir eru ekki til í alíslenzkum orðum. Eitt af því sem skrítið er við ís- lenzkuna er það að hún efir það sem kallað er eintala, tvítala og fleirtala. Eintala er það þegar sagt er þú, eða ég eða hann eða hún eða það. Tvítala er þið eða við; þá er talað aðeins um tvent. Fleirtala er vér, þér, þeir, þær eða þau. Þegar tveir em saman eða tvær eða tvent, þá er sagt við, en ekki vér. Þegar talað er við tvo eða tvœr eða tvent, þá á að segja þið, en ekki þér. Aftur á móti þegar fleiri eru sam- an en tveir eða tvær þá á að segja vér en ekki við, eða þegar talað er við fleiri en tvo menn eða tvœr konur eða einn mann og eina konu þá á að segja þér en ekki þið. i'Þessari reglu er samt venjulega ekki fylgt þegar talað er i daglegu máli, heldur er hér um bil alt af sagt þiff og við í staðinn fyrir þér og vér. Til dæmis er sagt móður- málið okkar en ekki móðurmál vort, sem þó er réttara. Sömuleiðis er sagt Við íslendingar, en ekki Vér íslendingar, sem þó ætti að segja. Taugakerfið. Það er skemtilegt að lesa um margt í náttúrunni, sem virinda- mennirnir hafa fundið út og læra hvernig það er, en þó er ekkert eins aðdáanlegt í allri náttúrunni sem vér þekkjum eins og vér sjálf. Sólskin hefir stundum sagt ykk- ur ýmislegt fróðlegt, nú ætlar það að reyna að skýra fyrir ykkur eins vel og það getur taugakerfið, sem kallað er. Ef maður þreifar hægt og ná- kvæmlega rétt á bak við olnbogann, örlítið innar en á miðju þá finnur maður eins og fina snúru eða streng, og ef eitthvað rekst þar á mann óvart kennir mann til ákaf- lega sárt. Þessi strengur er taug; en taug- arnar eru mesta meistaraverk af öllu sem vér þekkjum. Ef vér tök- um taug og skoðum hana nákvæm- lega, þá finnum vér að það er rétt eins o'g strengur búinn til úr örfín- um þráðum, sem kallast tægjur; þessar tægjur mynda aðaltaugarn- ar. Allur taugaþráðurinn er aðeins safn af þessum tægjum, sem renna samhliða á vissum parti tauganna. Taugatæjur finnast ekki í jurta- ríkinu, svo menn viti, en þær finn- ast í allra lægstu dýrum, þótt þær séu eftir því fullkomnari sem dýrin verða fullkomnari. í líkamanum eru engir partar taugalausir, og engir partar sem ekki líða að einhverju leyti ef taug- arnar sem til þeirra liggja skemm- ast eða skerast. Þegar taugatægja er skoðuð ná- þvæmlega sést að þær eru ákaflega langir, fínir þræðir, venjulega í hulstri eða skeiðum, með sérstakri Brúkið meirci vatn og minna hveiti og fáiö betra *» brauð meö að brúka^ PURITy FL'OUR -. “MoreBread and BetterBfead” sem smíðaðar yrðu í gervihendur eftir aðferð Carnes. Þeir mynd- uðu hlutafélag ('Carnes artificial limb company), og verksmiðjan starfar síðan og gefur góðan arð. En einkennilegt er það, að flestir hlutafélagar og margir verksmiðju- starfsmennimir eru handlausir og vinna með gervihöndum. Þjóðverjar hafa nú pantað fjölda af gervihöndum frá Ameríku handa hinum mörgu handlausu dátum. því þeir viðurkenna, að sjálfir kunni þeir ekki að smíða jafngóða gripi; auðvitað geta þeir búið til aðra eftir þeim, en það mega þeir ekki, þvi Carnes hefir einkaleyfi (patent). Ekki hefir þetta þó gengið orðalaust. Ýmsir þýzkir sjálfstæðismenn hafa ráðið frá, að eiga viðskifti um gervihendur, eins og annað, við þá illu Ameríkumenn, sem steypi kúlur handa fjöndum þeirra. Og blöðin hafa skammast út af þessu. Heilbrigð skynsemi hefir þó orðið ofan á og veitt betur en naglalegum sjálfbirgingsskap. Meðan eg var í Berlín, sá eg víða gervihendur Carnes í búðarglugg- um umbúða- og verkfærasala og heyrði mjög dáðst að þeim. Carnes-hendumar eru, eins og reyndar aðrir nýtízku-gervilimir, gerðar sumpart úr tré og stáli, en gumpart úr leðri eða gúttaperka. En liðamótin hreyfast með teygju- böndum og basttaugum. Þegar gervihöndin hangir niður, er hún krept, en þegar henni er lyft upp, opnast greipin. Og um leið og hendinni er lyft, snýst hún þann- ig, að lófinn veit upp (supinatio). Eins og áður er sagt, eru það ýms- ar hreyfingar í öxl eða olboga, sem koma hreyfingum handarinnar af stað, en auk þes's má með annari hendinni styðja á vissa hnappa, til að framleiða ákveðnar fingrahreyf- ingar. En útbúnaðurinn á öllum liðum og hreyfigum er svo marg- brotinn, að ekki er unt að skýra nánar frá því, nema með mörgum myndum og löngu máli. Eins og auðskilið er, verður not'k- un gervihandarinnar, eins og ann- ara gervilima, því auðveldari sem stúfurinn er lengri. Hafi hand- leggnr kubbast af upp við öxl, er ógerningur að beita gervihönd, svo að nokkru 1 verulegu gagni komi. og eins er það skiljanlegt, að ólíkt er hægra að beita einni gervihönd en tveimur. 'Það er því aðdáunar- vert að handlaus maður, sem mist hefir báða handleggi um miðja upp- handleggi, getur notast svo vel við tvær gervihendur Carnes, að hann getur klætt sig sjálfur, hjálparlaust hnept öllum hnöppum, sett á sig flibba, bundið hnýti (“slaufu”) á hálsband sitt, tekið skilding upp af gólfinu, brotið saman bankaseðil, flett blöðum, já, jafnvel spilað á fiðlu og undið sér tóbaksvindling. í þýzkum læknafélögum hafa verið sýndir menn með Carnes- hendur, og hafa allir undrast, hve vel þeir geta beitt þeim sér til hjálpar, og það svo vel, að lítið ber á, að um gervihendur sé að ræða. Meðal annara mátti sjá lækni, sem með gervihönd gat unnið flest vana- leg læknisverk, umbúðaskiftingar og minni háttar “óperatiónir”. Og allir gátu þeir skrifað bærilega s-krift, jafnvel sumir svo vel, að furðu gegndi. Flestum hafði tekist að læra að nota þessar hendur á nokkrum vikum. en misjafnlega gekk það fljótt, því mikið er kom- ið undir því, eins og áður er sagt, hve stúfarnir eru langir, og svo auðvitað einnig undir því, hve greindir menn eru og liprir í sér. Loks verður áð geta þess, að einn er “galli á gjöf Njarðar”, og hann er sá, að Cames-höndin er dýr, kost- ar 800 krónur. En vonandi er, að verðið falli, eftis. því sem eftir- spurnin eykst. • p. t. Kaupmannah. 22. febr. 1916. Steingrímur Matthíasson. —Eimreiðin. Úr bygðum Islendinga. Siglunes P.O., Man. 24. maí 1916. 'Það sem liðið er af þessum mán- uði hefir tíðin verið köld hér, oft- ar. en hitt frost á nóttum, en ekki hafa verið hér rigningar, nema í byljunufn 7. og. 10. þ. m. Hinn síð- arnefnda dag snjóaði hér aðra stundina en rigndi aftur af snjóinn hina stundina. Mikið hraðviðri var hér báða dagana, en þó víst ekki nærri eins mikið og í Winnipeg og víðar eftir blaðafréttum að dæma, því hvergi varð hér neinn skaði. Vegir blotnuðu talsvert, en af því hér var óvanalega þurt áður, þá voru vegir vel færir þótt blautir væru. Það sem síðasta Lögberg segir í sambandi við ferð Dr. Guð- mundar Finnbogasonar hingað er því ranghermt, og mun að því vik- ið síðar. í dag og gær hefir verið hér hæg rigning, lítill hiti 8. st. um hádaginn, en mikið hefir gróður aukist nú í 4—5 daga undanfarið, svo það má heita kominn allgóður “nautagróður”. Langt er komið að sá í akurblettina hér. Sáð hveiti í byrjun mánaðarins. Annars alt tíðinda laust hér. Jón Friðfinnsson tónskáld er hér ráðinn í tvo mánuði, frá 24. april, að kenna unga fólkinu hér í Siglu- nesh'éraði, söng og orgelspil. Okk- ur fellur vel við hann, bæði ungum og gömlum. Hann er greindur maður og sanníslenzkur í anda, lát- laus í framgangi og ann fögrum listum af öllum hug. Mikil vonbrigði voru það fyrir okkur að Dr. Guðm. Finnbogason kom hér ei. Um 100 manns biðu hans á “Hayland Hall” frá kl. tvö og fram að rökkri þann 11. þessa mánaðar. Unga fólkið fjölmenti engu síður en það eldra, og dálítil samtök voru um það, að samkoman yrði hvorki vonbrigði fyrir Dr. G. F. eða vansæmd fyrir sveitina. Við vorum hér nokkuð margir veitung- ar og málvinir Dr. Guðm. síðan hann var að læra undir skóla hjá séra Einari á Kirkjubæ, og hann á víst hlý tök í hugum okkar allra, sem þektum hann á þeim árum. Við hlökkuðum þvi til eins og börn áð sjá hann og heyra, þó ei væri nema eina dagstund. Vonbrigðin urðu því dálítið sár og mörgum gramt í geði þegar við fórum af samkom- unni. Að vegir hafi ekki verið ó- færir eins og Lögberg segir má marka af því að 9. og 10. þ.m. var verið að flytja rjóma héðan um 50 mílur suður til Lundar, og gekk vel, og maðurinn sem rjómann flutti kom að sunnan móti veðrinu þann 10. og er þó roskinn maður, og var ekki meira eftir sig en það að hann kom gangandi á samkomuna daginn eftir um 7 mílur, og lék við hvem sinn fingur. Sagðist ekki hafa tímt að taka hestana ferðlúna til að keyra á samkomuna, þó hann vissi að þeir hefðu vel þolað það. Jón Jónsson frá Sleðbrjót. [Fellibylur í Quebec. Stórkostlegasti fellibylur sem skeð hefir i mörg ár í Quebec kom þar á miðvikudaginn. Þúsundir trjáa brotnuðu, hundruð húsa fuku og skektust og menn limlestust. Einn prestur beið bana af og marg- ir menn liggja hættulega meiddir. Margt smátt gerir eitt stórt jafnvel þegar um eldspítur er að ræða, þá ættu menn að hafa augun á smámunum. Viðartegundin, gæði brennisteinsins, hversu hægt er að kveikja á þeim EDDY’S ELDSPÍTUR eru búnar til úr sterkum hreinum furuviði og svo vel gerðar að í þeim kviknar frábærlega vel. Eddys eld- spítur hafa verið til sölu í sextíu og fimm ár það er því ekki að undra þó þetta félag kunni að búa til eldspít- ur. Það er altaf óhaett að reiða sig á vörur sem Eddy félagið býr til.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.