Lögberg - 01.06.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.06.1916, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JUNI 1916. Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir aÖ innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntóbak Búið til úr hin- um beztu. elstu, safa- mestu tó- baksblöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum Saga New York. ('Framh.) Frœg fundahöld. VII. Á tímabilinu, frá 1765 (of the stamp act j og þar til aS frelsisstríð- iS byrjaSi 1775, voru margir mark- verSir fudnir haldnir viSsvegar í nýlendunum. Einn slikur fundur var haldinn í New York i júli 1774- þar sem Alexander Hamilton byrj- aSi sitt markverSa lífsstarf meS ó- gleymanlegri ræSu, þá aS eins 17 ára unglingur í skóla. Allir viS- staddir undruSust hinar snjöllu röksemdir hans og mælsku. Hugsunarháttur sá, sem fram kom á hinum mörgu mótmæla- fundum víSsvegar í nýlendunum, kemur ljóst fram í nokkrum setn- ingum, sem tileinkaSar eru Dr. Joseph Warren frá Boston. “Hver mundi hika viS, og láta hugleysi fá vald yfir sér? ViS þekkjum enga baráttu, enga sjálfsafneitun, sem viS ekki erum viljugir aS þola fyrir einkaréttindi vor og hugsanafrelsi. Hver mundi óviljugur aS fórna öllu?” HiS fyrsta sambandsþing (Con- tinential Congress) í nýlendum Breta í Ameríku, kom saman í Philadelphia (5. sept.) 1774- Þá aSeins til þess aS ræSa um borgara- leg réttindi (civil rights). Nokkru eftir bardagann viS Lexington 1775 kom þing þetta aftur saman í Philadelphia. Var þar samþykt aS hver nýlenda út af fyrir sig stofn- aSi herdeild. New York herdeild- in var nefnd “Eikar hjörtun” (The Hearts og Oak). Hermennirnir klæddust grænum einkennisbúning- um meS leSur húfur meS þessum orSum: “Freedom or Death” ("Frelsi eSa dauSi). Þegar frdsisstríSiS byrjaSi, voru þó nokkrir all-merkir rithöfundar i New Ýork. MeSal þeirra eru tald- ir Gilbert Livingstone (of the famouse Livingstone family), Salo- mon Drawne herlæknir og John Warick læknaskólastúdent, sem skrifaSi mjög greinilega um ýmsa viSburSi í New York, eftir aS bar- daginn hófst. Þá má ekki gleyma Englendingnum Thomas Pain, “sem þá hafSi veriS í New York í mörg ár”. Hann byrjaSi aS gefa út dá- lítinn bækling i janúar 1776, sem hann nefndi “Common Söns”, þar s'em hann hélt fram algerSum aS- skilnaSi. Rit þetta náSi fljótt ótrú- lega mikilli útbreiSslu, og flýtti tví- mælalaust mjög mikiS fyrir hinum þýSingarmiklu atburSum, sem á eftir fóru. Gilbert Livingstone skrifar: “Síðast liSinn sunnudag (25. júní 1775), komu til bæjarins ("New York) yfirforingi sambandshersins Georg Washington og herforingj- arnir Lea og Schugler. Komu þeir yfir norSurána fNorth River) hjá Hobock (nú Hoboken. 8—10 vopmaSar herdeildir í einkennisbún- ingi mættu Washington hjá herfor- ingja Lispenards, þar sem hann fyrst hafSi viSdvöl. Svo einkenni- lega vildi til, aS nýlendustjóri William Tryon kom sama kveldiS til New York frá Englandi. Dóm- arar (magistrates) New York og nokkrir hermenn mættu honum og fylgdu til hins heiSvdrSa (Hon.) Hug Wollace, þar sem honum var tekiS meS fagnaSar óskum og vana- legri viShöfn.” Næsta morgun gekk Washington hershöfSingi á nýlenduþing New York (Provincal Congress—sem þá nýlega hafSi veriS kallaS saman), til þess aS kynna sér vopnabyrgSir og annan útbúnaS fyrir herdeild- imar, hina 3000 hermenn sem þing- iS í Philadelphia hafSi kallaS eftir frá New York nýlendu, sem henn- ar hluta fyrir sambandsherinn. “Lesaranum getur ekki dulist hversu mikill ruglingur ('confusion) var á öllu—mönnum og málefnum í New ýork á þessum dögum. Sam- bland af þjóSrækni—drottinhollustu til Englands og Bretakonungs viS reiSi og gremju fyrir harSstjórn og lagale>’si. ÞingiS í New York, sem áSur er getiS um, eftir öll þau mótmæli sem þar komu fram, og öllum eSa flestum var hiS sama í hug, aS bardagi væri óhjákvæmileg- ur, þá samt voru þeir enn ekki von- lausir um réttarbætur frá konungi, svo bænarskrá var samin til George II.*), sem hann neitaSi aS líta viS” (but he would not look at it). Þvi nú ætlaSi hann aS Iáta til skarar skríSa og þröngva nýlendubúum til hlýSni John Marin Scott skrifar 15. nóvember 1775: “Allar skrifstofur lokaSar* öll verzlun hreyfingarlaus (stagnated), bærinn aS mestu yfirgefinn af ótta fvrir sprengikúlum (bombardment) Sam James vinnur 6 klukkustundir *) ÞaS eru fleiri en íslendingar, sem mörgum sinnum hafa allra náö- arsamlegast—auSmjúklegast og und- irgefnast falliS í auSmýkt flatir niS- ur, og beSiS um “frelsisskrá úr föS- ur hendi”!! — Þau réttindi sem þeir áttu aS guSs og manna lögum. Banda- ríkjamenn risu upp sem einn maSur og unnu þau réttindi fyrir 140 árum á dag’ hvaS sem á gengur. Nýir fulltrúar kosnir fyrir New York, og eins og þú getur séS í blöSunum, þá höfum viS skift um til hins betra, því þeir eru allir ákveSnir stjórnar andstæSingar ("staunch Whigs). Allar fréttir handan yfir hafiS sanna reiSi og gremju stjórn- arinnar, og aS konungur hyggur á hefndir — blóSug styrjöld næsta sumar, svo viS verSum aS vera viS- búnir viS öllu því versta, því án frelsis er lifiS aSeins vindbóla—og því fyrri sem hún brotnar því betra, því lífiS er þá ekki þess virSi aS lifa þaS.” George Washington hafSi veriS kosinn yfirforingi sambandshersins af þinginu í Philadelphia, skömmu áSur en hann kom til New Yoik r775 (sem getiS er um í bréfi Gil- berts Livingstone). HafSi hann þá litla viSdvöl, en eftir þaS var far- iS aS víggirSa New York, sem þá hafSi um 25,000 íbúa. Smá æsing- ar og upphlaup áttu sér staS. 'En nú var Boston aSal orustusvæSiS, sem barist var um. í marz 1776, eftir 9 mánuSi, gáfust Englending- ar upp. Var þaS því markverSara, sem þeir voru miklu betur æfSir og útbúnir. Nú snéri Washington hershöfSingi sem skjótast til New York, því hann taldi tvímælalaust aS þar mundi næsta áhlaup verSa gert. Nú Var hin fræga yfirlýsing (declaration) samþykt, og opinber gerS 4. júlí 1776. Þessar samein- uSu nýlendur eru og hafa rétt ti aS vera, frjáls og sjálfstæS ríki.*) New York var dreifS yfir all- stórt svæSi sundurskoriS af aust- ur og Hudson fljótunum, svo þaS var æriS erfitt aS byggja virki og víggirSingar til varnar, enda voru nú æSi margir óttaslegnir aS illa mundi takast. Helztu virki og vamarstaSir bæjarins vom viS Turtle ósinn, austur á (East River) fyrir ofan stræti 44. á strætunum 54 og 74 og 85 og 89 (eftir því sem nú er. Stræti eru mjög víSa aS- greind meS tölum—ekki nöfnum, í New York). Þá voru virki eSa skotbirgi viS Horlem ána, og Helj- ar hliSiS (The Hell Gate), rétt á bak viS Þrenningar kirkjuna, var öflugt virki meS sex fallbyssum. James og Bunker hæðirnar höfSu öflug virki, svo var þar skamt frá eitt af aSal virkjunum meS 26 fall- byssum, til vamar suSurparti Man- hattan eyjunnar. Nokkur fleiri virki voru bygS, þar sem helzt þótti viS þurfa, bæði í New York og á Brooklyn hæðunum. George III. safnar liíJi, gerir tilraun til afí kaupa hermenn frá Riíss- landi. Katrín drotning vill ekki selja þegna sítia. VIII. Þjóðþing Breta kom saman 26. október 1775- HiS fyrsta og þýS- ingarmesta málefni í hásætisræSu konungs var uppreistin í nýlendum Breta í Ameriku (the American re- bellion). “Nýlendubúar vilja stofna sérstakt keisaradæmi, þeir hafa kallað saman herdeildir, þeir hafa tekiS öll völdin í sínar hendur”. Þannig taldi konungur upp liS fyr- ir liS allar syndir “landráðamann- anna”. Konungur skoraði á þing- i5 að veita nægilegan liSsafla til hefnda—til aS kenna nýlendubúum konunglega prúSmensku. Eftir all- mikla mótspyrnu þá var þaS sam- þykt aS senda 25,000 hermenn til Ameríku. Burke Fox, Barri og Dunning og fleiri af hinum áhrifa mestu þing- mönnum Breta, fylgdu Ameriku- mönnum aS málum—vörSu þeirra málstaS. Nú tvoru gerðar á- ætlanir um þaS hvernig haga skyldi þessari herferð. William Howe aðalsmaður var settur yfir meiri hluta hersins (the main body of the army) og átti að taka New York. Herforingjarnir Guy Carleton og Burgoyne, áttu að koma i gegnum Canada meS nokkurn hluta liSsins. ■ComwaHis aðalsmaSur átti að fara með eina herdeildina til Virginia og gegnum Carolina nýlendumar. Þannig átti að lima nýlendurnar sundur. I Það var búið að gera áætlanir fyrir þessa frægu herferð og sam- jykkja fjárveitingar. En þaS var eftir aS vita hvemig liðsöfnunin gengi. Alþýða manna ('the people; fylgdi Pitt og Burke og öðrum for- ingjum frjálslynda flokksins að málum. Svo þegar George III. bað um sjálfboSaliSa ("volunteers) þá var “steinhljóð”, rödd stjórnarans af guSs náð, fann ekkert bergmál —ekkert svar. “Aftur á móti voru festar upp auglýsingar á strætum Lundúna- borgar, þar sem kallaS var eftir sjálfboSaliðum, til þess að ganga í liS með frelsisriddurunum í Ame- ríku.*) Sigur Ameríku—stjómar- skrá Breta endurreist, voru einkunn arorS frjálslyndra stjórnmálamanna *) In 1776 the Americans laid be- fore Europe that noble declaratton, which aught to be hung up in the nursery of every king and blazoned on the porch of every royal palace.— Buckle. á gildaskálum, og bættu svo viS í skopi, aS þegar Gage herformgi kæmi til baka til Englands, þá yrðu honum veittar nafnbætur. “ASals- maður Lexington, jarlinn af Bunk- er Hill” fsbr.: hina fyrstu bar- daga Englendinga í frelsisstríðinu í Ameríku). Sem dæmi þess hversu óvinsælt frelsisstríðiS var á Eng- landi og hversu opinberlega menn létu þá skoðun í ljósi, hefir þessi saga veriS skráS: Tveir ungir menn komu inn á matsöluhús i Lundúnaborg (Covent Garden). Annar þeirra vildi sýna hvemig Amerikumenn færu að vinna Boston. “Setjum svo að steikarapannan sem viS sjáum yfir eldinum væri Boston, og steikin—innihaldiS væri Gage herforingi og herdeildir George III., þá fara Ameríku menn að eitthvaS líkt þessu, og hann tæmdi ofurlítiS púður hylki undir pönnuna, sem óðara sprakk í smá stykki.” George III. sannfærðist um það að liðsafnan heima fyrir var ómöguleg, þá reyndi hann aS fá málaliS frá öðrum löndum. Fyrst reyndi hann aS kaupa rússneska bændur. Katrín drotning sagði að sér fyndist að þaS væri aS vanvirða kórónu ríkisins að selja þegna sína, til þess að vinna meS hernaði hina hugprúðu undirokuSu nýlendubúa í Ameríku. Svo umboðsmaður George þriðja, Fowcett herforingi, snéri þaSan til Þýzkalands og gekk liðsöfnunin þar öllu betur, voru þar keyptir feSa teknir á mála?) 8000 hermenn, $34,50 borgaðir fyrir manninn Cmeiri hluti þessara her- manna voru keyptir af hertoganum af Brunswick). Three wounded to count as one dead (þrir særSir tald- ir sem einn dauður). Samkvœmislíf í Vestur-íslenzkum sveitum. Erindi flutt á skemtisamkomu í Argyle, 16. marz 1916. Eftir Jónas Þorbergsson. Niðurl. Þá er næst aS athuga gagnið, sem af þessum samkomum flýtur. Við erum vafalaust öll sammála um það, aS það sé gagnlegt aS skemta s'ér, og að svo miklu leyti sem samkomurnar eru skemtilegar, þá séu þær gagnlegar. Þó álít eg, aS þær gæti verið langt um skemti- legri en þær eru. — En þaS er ekki eingöngu það gagn sem eg á viS, heldur andlegur gróði,—andleg upp- lyfting. Andlegur gróði hlýtur aS verá einkum fólginn í hinu síðast tald'. atriði—ræSuhöldum. En þar sem þátttakan í þeim er svo sára litil, flýtur þaS af sjálfu sér, aS gróSinn hljóti aS vera litill viS þaS sem verSa mætti. Og nú verður mér aS spyrja: Dettur unga fólkinu ekkert í hug? Gerir engin umbóta- þrá vart við sig hjá neinum? Er ekkert þaS í félagsmálum, sveita- málum, þjóSmálum, vísindum, bók- mentum, skáldskap, sem hrífur neinn svo, að hann eignist áhuga- mál, sem snertir fleiri en hann sjálfan? Kemur enginn auga á neinn sannleika, sem verður hon- um svo hjartfólginn, að hann finni þörf, til þess að opna augu annara fyrir honum? — enga umbóta- stefnu, sem hann vill ljá liS sitt? Eg spyr þessa, af Jjví eg sé þess engin merki á almennum samkom- um, að þetta eigi sér staS um unga fólkiS. En þetta eru. spurningar, sem æskulýðurinn hefir þurft aö leggja fyrir sig á öllum tímum. Umbótaþráin er gróin í eðli manna, og lífsbaráttan stefnir fram og upp á viS,—upp í hærri veldi siSgæSis og menríingar. ÞaS er því lífseðl- inu samkvæmt, og tvímælalaus nauSsyn að æshulýSurinn sæki fram og taki viS af hinum eldri, þegar jeir fara að þreytast og letjast í spori, en “fljóti ekki sofandi að feigSar ósi”. Hvert er sterkasta aflið i heim- inum? Heimskan hefir stundum veriS talin sterkust allra afla. En heimskan er ekki afl, heldur aflleysi, >vi “þekking er máttur”. En auk fjárvaldsins veit eg ekkert afl vera sterkara í heiminum en mælskuna. Hún er nákomin fylgisystir ahs >ess, sem er göfugast í manneðlinu, >ví þá nýtur hún sín bezt, er eldhiti sannfæringar og manngöfgis knýr hana fram. Hún gerir hvem þann mann, sem er göfugur vitsmuna- maður, marg-gildan. Hún eflir hann, göfgar og vermir. Með henni getur einn maSur látið þúsundir manna standa á öndinni. Öllum umbótastefnum í heimiunm nafa verið ruddar brautir með henni. Allir postular heimsins í trú og sið- gæðismálum hafa verið rnælsku- menn. Hún er í einu orði sagt eitt af þvi, sem mest prýfir hvern *) Instead, placards were posted in London streets, calling for volun- teer to join the Americans. — Victory to America and the re-establishment of the British constitution was the prevailing toast at Whig banquets.— C. B. Todd. History of New York. mann, af öllum þeim gáfum, sem menríimir hafa öðlast Er þetta ekki hst þess' verð aS leggja rækt við hana? Hvervetna jrar, sem er auöugt andlegt líf, er meiri og minni mælska, og hún, aft- ur á móti, eflir það og ávaxtar. En J>ar, sem hún legst niður, bregzt ekki, að deyfð færist yfir. 1 upphafi ináls míns spurði eg: “Setjum svo að einhver maður kæmi á samkomur okkar, til þess að komast aö rann um, hvort fjörugt og auðugt andlegt líf standi á bak við þær. Muadi hann þá áhta að svo væri ? Nú er mál komið að eg svari. Hann mun'i ekki af am- komunum geta dæmt um að svo væri, heldur miklu fremur, að hér ríkti mjög alvarleg hugsunardeyfð. Ekki er þaö svo að skilja, aS eg vilji nokkuð draga úr þessum orð- um mínum, þó eg hljóti hinsvegar að játa, aS eg álit ekki þrátt fyrir þetta, að hér sé ekki’ hæfileikafólk. Dettur ekki í hug aS efast um, að J>aö sé hér. En hæfileikamir eru ?kki notaSir, — ekki knúSir fram svo sem vera ætti. Eg fer ekki út fyrir þau takmörk sem eg setti mér. Þessvegna rekur mig aftur að spurningunni um það, hvort hin nauösynlegu skilyrði fyr- ir fjörugu samkvæmislífi sé hér fyrir hendi. 1. Hvort þaS sé eingöngu þörf- in, til þess að skemta sér og auðga anda sinn, sem standi aS baki sam- komunum. 2. Hvort þeim sé hagaS svo, aS þær komi aS sem beztum notum og aS sem flestir geti tekiS þátt í því sem fram fer. Nú vita allir, að á bak viS sam- komumar stendur alt annaS; — aö [>ær eru gróðafyrirtœki því nær æf- inlega. Flestir koma þangað með það í huga, að kaupa sér skemtanir fyrir víst gjald, og losa sig meS peningunum viS aila ábyrgðartil- finningu fyrir því hvað fram fer og hvernig það fer fram. Þegar sam- komunni er lokið, líta þeir, sem fyr- ir henni stóöu, fyrst á það, hvort hún hafi borgað sig fjárhagslega, og hversu mikill sé ágóðinn. Hinir gera slíkt hiS sama; athuga, hvort skemtanirnar hafi nú víeríð þess virSi, sem þeir borguöu fyrir þær, og bera j>aS saman við eitthvað annað. Allir meta alt til peninga. — Um andlega gróSann er minna talað, sem sé það, hvort nokkur fari heim fróðari en áSur, og ríkari af nýtum hugsnnum, af göfugri hug- sjónum. Dollarinn hefir sett mark sitt á samkví?mis-lífið okkar, eins og margt fleira. Hann hefir losað allan þorra manna við þá tilfinn- ingu, að þeir béri sjálfir ábyrgð á, og hafi veg og vanda af því að halda uppi samkvœmislífinu. Þó ykkur hafi ekki veriS það Ijóst áður, þá vona eg aS ykkur sé það nú ljóst, að samkomunum er ekki hagaS svo hagkvæmlega sem verða mætti. Þeim er skift í tvö tímabil. Fyrst söng, upplestur og ræðuhöld, síðan dans. Engum manni er boðiS að koma fram á samkomunum, nema þeim, sem á- kveðnir hafa veriö fyrir fram, og of lítið leitast viS að glæða löngun manna til þátttöku í skemtununum. Kraftar, sem til eru, notast því ekki. Eru ekki vaktir til lifs og starfs. Þessi einstrengingslega og blý- fasta regla varpar nokkurskonar sérkennilegum blæ yfir samkom- urnar; einhverskonar þvingunar blæ yfir hvern mann svo aS segja. Allir halda sér innan þröngra takmarka, og gleöin er lítil. Heima var gleðin svo mikil, að menn lyft- ust upp af gólfinu þegar j>eir dönsuSu, og húsið kvaS viS af glaum og gleöilátum, hvenær sem hlé varð á söng og ræðum. Nú vil eg draga saman í örfá orS >á niðurstöSu sem eg kemst að, og hún er þessi: Samkomurnar ná ekki þeim tilgangi ínum aS vera bæði skemtandi og andlega auðg- andi svo sem æskilegt væri. Or- sökin er sú, að skilyrðin fyrir því, aS þær geti orðið þaS, eru ekki fyrir hendi, en þau eru: að á bak við standi almenn þrá til skemtana og auðugt, fjörmikið andlegt lif, og aS samkomunum sé svo hagaö, aS >átttaka geti orðið almenn. Frumorsökin felst í erfiSleik- um frumbúskaparins. En andleg og félagsleg viSreisn hefir ekki orS- ið, aS sama skapi sem efnahagur manna hefir batnað. Ekkert af j>vi, sem eg hefi sagt, má skiljast sem hnjóSsyrði né ásök- un, heldur sem bendingar til um- bóta. Látum aldrei ásannast, að viS drögumst aftur úr, þegar aðrir sækja fram. Á vegum mannkyns- ins eru stór björg og ógurleg, sem velta þarf úr vegi. Hver, sem sofnar undir þeim steinum, verður fótum troðinn, en hver, sem leggur öxl að þeim og hryndir á, hann opnar leið þeim, sem á eftir koma, fram til hins fyrirheitna Iands. Athugasemd. Eðlilegt var það, aS eg áliti erfið- leika frumbúskaparins frumorsök- ina til jæs'sa ástands. En við nánari athugun og rannsókn, hefi eg kom- ist að því, aS þessi ályktan er ger- samlega röng. Eg hefi fullkomna vissu fyrir því, að á frumbúskapar- árunum, Jiegar erfiSleikar um sam- göngur og fleira voru sem mestir, stóS samkvæmislíf og félagslíf hér í bygð í langt um meiri blóma en nú gerist. Þá brutust menn oft í verstu veðrum akandi á uxum yfir vegleysur einar á samkomur, leik- æfingar og hverskonar gleðskap. En nú nenna menn ekki á samkom- ur né fundi í félögum, þó ekki sé nema í næsta hús að venda, og samgöngutæki manna séu öll svo góð sem frekast má verSa. ÞaS er því auösjáanlega áhuga- Jeysi eitt sem veldur. Hver •■er þá orsökin til þess, aS samkvæmislífinu hefir hrakað svo mjög, og uppdráttarsýki hefir gagntekiS margan félagsskap svo beint stefnir til andlegs niðurdreps ? Það er atriði sem um væri vert að hugsa, því meðan menn kömast ekki fyrir orsök meinsemdanna, veröur ekki ráðin bót á þeim. RáSning á gátunni hefi eg hugs'- að mér. Má vera að hún standist ekki athugun og rannsókn mér vitr- ,ari manna og fróðari um þessi efni, og væri mér j>á kærkomin leiðrétt- ing frá þeim. En fingrafettur stenzt hún, hvar sem þær kunnu að koma. Ráðningin er þessi: Margir af frumherjum bygðar- innar og máttarstólpar félagslifsins á fyrri árum hafa dáið eða fluzt burtu, en innstreymi af nýjum kröftum hefir ekki oröið aS sama s’kapi. Eftir því sem efnalegur árang- ur af erfiði bænda kom smátt og smátt í ljós, óx löngun þeirra, til J>ess að láta hann verða enn meiri. Umsetning þeirra^ig búsumsvif óx stöðugt. Áhuginn beindist því meira inn á þaS svið. Heimilin stækkuðu og gátu veitt sér fleiri lífsþægindi. Bókum og blööum rigndi yfif menn eins og skæSa- drífu. Menn komust í betra og nánara samband viS umheiminn meS bættum samgöngutækjum. Framsókn hins vaxandi þjóSfélags var atburöarík, og hugir manna urðu uppteknir af þeim atburSum. ÞaS virtist því, sem lífstreymi að utan gerði þörfina til félagslífs og skapandi andlegrar starfsemi í sveit- unum minna knýjandi. Félagslíf þvarr og um leiS áhuginn, því starf- semin og áhuginn fylgjast jafnan aS, og styðja hvað annaS eins og nokkurskonar sjálfhelda. Sá hugsunarháttur, sem viS þetta myndaðist, mótaSi smám saman hugarfar og lífsstefnur æskulýSs- jns. Þáö fór aS bóla á útsókn og losæði í fari hans. Stefnufestan og hin lofsverða jirautseigja frum- byggjanna endurtók sig ekki nema aS hálfuvleyti í yngri kynslóSinni. EitthvaS virtist skorta á, aS heim- ilin og sveitin yrðu mörgum jafnkær og við mátti búast. Stórborgalífið meS leikhúsum, sönghöllun, sam- kvæmum, íþróttum, drykkjustofum og knattborðum er auSugt af þeim æsandi áhrifum, sem hin háværa lífsnautnarþrá æskulýSsins krefst, og sem veröur aS gjálífi, sé henni ekki beint á heilbrigöar brautir starfs og siSferðisþróunar. Nú var jæim eins létt Jfyrir meS það, að sækja til stórborganna, þaS sem ekki fékst heima fyrir, eins og foreldrum þeirra var að sækja samkomu eina bæjarleið akandi á uxa. Hér hygg eg að felist orsökin, til j>ess aS félagslíf í sveitum og samkvæmislíf situr á hakanum og dofnar meir og meir. Mér viröist aS hér beri bráða nauS- syn til umbóta fyrir margra hluta sakir. Heilbrigt sveitalíf er vissu- lega hollast til uppeldis öflugri, drenglundaðri ikynslóð, og er hym- ingarsteinn sá, sem er óbrotgjam- astur undir sönnum þjóSþrifum. Fái menn allar sínar andlegu lífshreyfingar að, lamast og hverf- ur orkan til sjálfstæðs og sérkenni- legs sveitalífs einstaklinga og fé- lagsheilda. Andlegt líf manna veröur þá eins og stööuvatn upp- sprettulaust, sem vindurinn slær og veldur bárubroti á yfirboröinu um stundar sakir, en ekki eins og það vatq, sem býr yfir vakandi upp- sprettu, sem veldur sífeldri hreyf- ingu og veitir stöSugum, nærandi lífsstraumi upp á yfirborSiS. Einn íslenzkur ritstjóri vestan hafs kallaði eitt sinn Argyle-búa “andlega Homstrendinga”. ÞaS átti aS vera niðrandi, og var skilið svo. Þetta er mönnum minnisstætt, því það þótti sleggjudómur af sum- um. Um það skal eg ekki dæma. En hitt segi eg, að allmiklum stakka skiftum þarf félagsskapur og and- Iegt líf manna aS taka hér í bygð, svo þeir megi teljast að skipa slík- an sess í því efni, sem þeir skipa í búskap meöal annara íslenzkra bygða vestan hafs. Baldur, Man., 13. maí 1916. J.Þ. Friðarhorfur. FriSarþing það ,sem getið var um síöast aS kæmi saman á þriðjudag- inn hefir rætt þau mál frá ýmsum hliöum og hafa margir háttstand- andi menn Bandaríkjanna flutt þar ræöur. William Howard Taft fyr- verandi forseti hélt þar snjalla ræöu á fimtudaginn var og hélt þvi fast' fram aS Bandaríkin ættu aö sjálfsögöu að ganga í lið með þeim þjóSum sem vilja neyöa til alheims geröardóms ef ekki fæst önnur leiö þegar um þrætumál þjóða verði aö ræSa framvegis. — Aftur á móti vildi hann ekki segja neitt ákveðið um það aS svo stöddu hvaða stefnu Bandaríkin ættu nú aö taka; hvort þau ættu að krefjast þes’s að stríSinu yrSi hætt eða leggja fram tilboö til ófriSarþjóðanna um þaS aS gerast sáttasemjari eSa láta alt fara sínu fram þangaö til Evrópu þjóSirnar hættu af sjálfdáSum. Var því lýst yfir aS Wilson mundi flytja ræSu um sama efni á laugarl daginn og þá einnig lýsa skoðun sinni á núverandi stríði. Á Þýzkalandi dylst það ekki aö menn æskja friðar, og það jafnvel stjórnin og keisarinn sjálfur. BlöS- unum hefir verið leyft aö tala um friS svo að segja óhindrað; en þaS hefir þeim áður verið stranglega fyrirboSið. Keisarinn hefir verið á ráðstefnu í Berlinarborg með sendi- herra Spánverja og Argentin manna. Þá má einnig geta þess hér að Alfonso Spánarkonungur hefir lýst því yfir að hann muni reyna aS komast eftir vilja stríSsþjóöanna, senda síSan tvo sendiboða til þeirra allra og reyna að fá þær til þess að leggja niður vopn og semja frið. Verkamannafélögin í Bandaríkj- unum hafa stungiö upp á því að heimsþing verkmanna skuli haldiS á sama tíma sem friðarþing verði til þess að semja milli núverandi stríSsþjóöa. Er þaS til þess að j>ar geti komið fram tillaga eða krafa um þannig lagaðar ráðstafanir aS ómögulegt verði fyrir neina stjórn að ákveða stríð, heldur skuli öll tnilli þjóða þrætumál lögS í gerö. Verkamanna félög á Englandi hafa lýst því yfir að þau séu þessari uppástungu algerlega samþykk; er því mjög líklegt að hún verði að framkvæmdum. Svo alvarlega er rætt um friS að blaöiS “jTribune” á föstudaginn flytur þrjár myndir af þeim sem lík- legastir séu taldir til þess aS verða fulltrúar aðalstríðsþjóSanna þriggja þegar farið verði að semja. ÞaS er Von Buelow frá Þýzkalandi, Hard- ing lávarður frá Bretlandi og M. Bourgeois frá Frakklandi. Yfir- skriftin yfir þessum myndum er “Friður” og þessi orS næst fyrir neðan: “Þrátt fyrir það j>ótt friS- artal sé kallað heimska hjá leiðtog- um Breta, þá heldur “taliS” áfram — þessir menn eru álitnir líklegir til þess aS verða framarlega viS samningana”. Elbert H. Gary dómari í Banda- ríkjuunm flutti ræöu á fimtudag- inn í New York á ársfundi “Járn og Stálfélagsins” um “líf, frelsi og hamingju”. “Vér erum með friði fyrir þjóð vora” sagði hann, “ekki hvaS sem hann kostar, en vér erum samt reiSubúnir að kaupa hann dýru verði ef á þarf að halda. Vér erum reiðubúnir til þess að berjast við hvaSa þjóð sem er, en aldrei nema því aöeins aS vér eigum hendur vorar aS verja. “Svo umhugað er þjóS vorri um friS að hún er reiöubúin til þess aS þola augnabliks aðhlátur og háð og ámæli fremur en aS ráðast á nokkra þjóS aS fyrra bragSi eða eiga það á hættu aS dragast út í stríð að óþörfu. Þetta er sterk staðhæfing, en hún ’gefur til kynna hina sönnu hugsun mikils meiri hluta þjóðar- innar.” Irsku málin. Allra friðsamlegra ráða er nú neytt til þess að koma á friSi í írlandi, bæSi að því er afstöðu landsins snertir til Englands og þó sérstaklega innbyrðis. Eins og fyr var frá skýrt fór Asquith sjálfur til írlands, átti þar fundi með leiS- andi mönnum allra flokka og kynti sér ásigkomulagiS í landinu og hug þjóSarinnar eftir föngum. Þegar hann kom fram í þinginu 25. maí kvað hann aðaltakmarkiS verSa að vera friS innbyrðis. Hann lýsti því yiue aö Lloyd George her- gagna ráöherra hefði tekist það á hendur eftir beiðni stjórnarinnar að miöla málum milli hinna ýmsu leiötoga andstæSra flokka á ír- landi KvaSst hann æskja j>ess og vona að engar óeirðir í orSi né verki ætti sér staS á meðn sú málamiölun færi fram, og skoraði hann á alla þingmenn að láta umræöur um írsku málin falla niður á meSan á sátta tilrauninni stæði. Mintist hann allrar þeirrar miklu og drengi- legu huttöku, sem Irar hefSu átt í þessu stríði meö Englendingum og kvað þá verðskulda alla sanngirni. John Redmond og Edward Car- son, sem eru aðal leiðtogarnir, ann- ar fyrir heimastjórnarflokkinn en hinn fyrir samveldisflokkinn, og auk j>ess bitrustu óvinir, stóöu báð- ir upp og studdu tillögu Asquiths. AS dæmi þeirra fór einnig William O’Brien, leiötogi óháðra manna á Irlandi. KváSu þeir allir sann- gjamt að bíða átekta og sjá hverju fram færi. Þegar á þingið kom og búist var við ræðu Ásquiths voru allir þessir menn og margir fleiri til þess búnir aS flytja langar ræð- ur og stórorðar; en þegar stjórnin tók þessa stefnu, þá var eins og helt væri olíu á sjóinn og alt kyrðist. Lloyd George er sá maðurinn sem bezt er til þess trúandi að ráöa fram úr þessu vandamáli; hann hefir meiri tiltrú en nokkur annar maður á Englandi nú; þvi þótt hann hafi ekki reynst verkafólki eins vel upp á síSkastið og vænta hefði mátt af honum, þá muna menn honum þaS þegar hann reis upp á móti ofur- valdi lávarSanna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.