Lögberg - 01.06.1916, Síða 8

Lögberg - 01.06.1916, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JUNI 1916. The Swan Manufacturing Co. býr til hinar velþektu súgræmur „Swan Weather Strips“. Gerir við allskonar hús- gögn. Leysir af hendi ýmiskonar trésmíð- ar. Sérstök athygli veitt flugnavírsgluggum hurðum og sólbirgjum (Verandas). Vinnustofa að 676 Sargent Ave. Tals. S. 494 HALLDOR METHUSALEMS Eg hefi nú nægar byrgtSir af “granite” legsteinunum “góðu” stöðugt við hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg aö biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur. A. S. Bardal. Dr bænum Góð vinnukona óskast, sem getur talað ensku. Meðmæli verð- ur hún að hafa, — engin börn á heimilinu. Upplýsingar á kveldin hjá Mrs. Duncan að 283 Furby St. S. W. Melsted verzlunarstjóri fór suður til St. Paul og Minne- ^ipolis í vikunni sem leið og kom aftur eftir fáa daga. Sagt er að Einar Ólafsson í St. Paul ætli alfarina heim til Islands í haust með fjölskyldu sína. Jón Hjaltalín, sá er getið var um í siðasta blaði að gengið hefði í þerinn, er sonur Jónasar Daníels- sonar; hann er fæddur 12. des. 1896. Lúðvík Laxdal frá Kandahar kom til bæjarins á fimtudaginn og dvelur hér í nokkra daga. Jórunn Jónsdóttir og Tómas L. Eyjólfsson frá Dunkirk í Montana kom hingað á fimtudaginn var. Fluttu þau til Montana frá Leslie fyrir fimm árum ásamt fleiri Is- lendingum og hafa verið þar síðan. Þau sögðu fremur góða líðan ls- lendinga þar yfir höfuð; þeir eru heldur fáir og dreifðir en hafa komið sér upp mörgum gripum. Kornyrkja hepnast ekki eins vel þar sökum þurka. I fyrra var þó uppskera góð, þar sem hún skemd- ist ekki af hagli. Sumstaðar er þar svo erfitt að ná vatni aö marg- ar mílur verður að sækja. í vor og í vetur hefir tíðin verið óvenju köld í Montana; gripir féllu þar sumstaðar og voru meiri snjó- þyngsli en þar eru vanalega. Þau Jórunn og Tómas fóru út til Lund- ar og búast við að dvelja þar. Dr. Guðmundur Finnbogason kom að vestan frá Alberta á fimtu- daginn og fór tafarlaust norður til Selkirk til þess að flytja fyrirlestur þar á föstudaginn; að því búnu hélt hann vestur til Argyle. Daniel kom til gnöggva fréttir; Danielsson frá Hnausum bæjarins á föstudaginn ferð. Sagði hann fáar vatnavextir miklir þar nyrðra eins og víða ann^rsstaðar. Húsfrú Guðríður Anderson frá Leslie kom til bæjarins á mánudag- inn og fer norður til Nýja íslands: að finna kunningja sína og skyld fólk. Hvert stefnir? Fyrirlestur eftir séra Frið- rik J. Bergmann. 68 bls., prentaður á góðan pappir. Verð í bandi 50 CentS. Til sölu hjá undirskrifuð- um og ísl. bóksölum hér vestra. Olafur S. Thorgeirsson 678 Sherbrooke St., - Winnipeg Stúlka óskast í vist. Gott kaup borgað. Cornwall Apartments, Suite 3, River Ave. Talsími Ft. Rouge 3246. Samkvæmi. I tilefni af því, að vínbannslög Manitoba fylkis öðlast fullnaðar gildi í kveld ('miðvikudaginn 31. maí 1916), hefir stúkan Skuld samkomu í Goodtemplarahúsinu, sem hún hér með býður til öllum systkinum systurstúkunnar Heklu, sem og öllum þeim Goodtemplur- um frá utanbæjar stúkum, er stadd- ir kunna að vera í bænum. Samkvæmið hefst kl. 8 að kveld inu og stendur fram yfir kl. 12. Skemtiskrá verður fjölbreytt og veitingar ókeypis. Islendingadagsnefndin 1916 held- ur fund á skrifstofu Dr. Björnson & Brandson, mánudagskveldið 5. júní, kl. 8 e. h. Enginn nefndar- manna má láta sig vanta þar, því margar ákvarðanir verða gerðar á þeim fundi viðvíkjandi hátíðahald- inu 2. ágúst í sumar. J. J. Swanson, skrifari nefndarinnar. Þ jóðrœknissjóðurinn. Frá lestrarfélaginu ‘Morgun- stjarnan”, Hecla, Man. .. $10.00 Frá kvenfélaginu ‘Undina”, Mikley, Man. ................ 10.00 Samtals $20.00 Rauði krossinn. Frá lestrarfélaginu “Morgun- stjarnan”, Hecla, Man. .. $10.00 T. R. Thorsteinson. Mrs. Helgason sem skorin var upp á hospítalinu fyrir skömmu er nú komin heim til sín og líður frem- ur öllum vonum. H. Bjömsson kaupmaður frá Is- lendingafljóti var hér á ferð á mánudaginn í verzlunarerindum. Jón Friðfinnsson tónskáld fór út til Narrowsbygða fyrir skömmu og dvelur þar um tveggja mánaði tíma að kenna hljómfræði. Herra C. J. Vopnford, sem heima hefir átt að 666 Maryland St., er nú fluttur að 673 Agnes St. Skúli Sigfússon Þingmaður var á ferð í bænum fyrir helgina í verzlunarerindum. Hann hefir ferðast um nokkum part kjördæmis sins til þess að grenslast eftir hvar helzt og fyrst sé vegabóta þörf og ætlar að ferðast bráðlega um það svæði sem eftir er. Séra Bjarni Þórarinsson kem- ur hingað bráðlega og kona hans kom til bæjarins um helgina; þau flytja norður til Gimli, og dvelja þar í sumar, þangað til þau fara af stað heim til íslands; en það verður í September mánuði. Sigurjón Þórðarson frá Geysi kom hingað til bæjarins á mánu- daginn og fór heim aftur á þriðju- dag. Bræðumir Rögnvaldur og valdi Vidal frá Nýja íslandi hér á ferð eftir helgina. Sig- voru Steingrímur Octavius Thorlaks- son útskrifaðist af lúterska presta- skólanum í Chicago í vor. Hann verður vígður til prests á kirkju- þinginu í sumar og fer að því loknu ásamt konu sinni austur til Asíu í trúboðserindum fyrir kirkjufélag- ið. Hefir hann sérstaklega búið sig undir það starf. Til Þorst. Oddssonar og konu han á 30. hjónabandsafmæJi þeirra, 24. Maí 1916. Það erru sjaldan eintóm rósablöð, er andi tímans réttir börnum sínum —en meira’ af hinu, fluttu’ úr réttri röð, er reiknað skyldi eftir vissum iínnm En öfugstreymi aldrei gat þeim haliað, sem íslenzkt vor til sigurs hafði kallað. Með Sögtilandslns bjarma-djásn um brár, í bljúgum hug þið ótal marga studdu pótt samtíð máske sjáist yfir ár, man Saga þá er nýjar brautir ruddu, Og því er okkur þessi brúðkaups- minning sem þroskað blað í eigin sigur-- vinning. Og hvað er sælla’, en sitja giaða stund, er sól af allra vöngum strýkur tárin? Með ísienzkt manndóms erfðaguli í lund, þið yngjast skuiuð næstu þrjátíu’ árin. Eg veit þá muni verða meira gaman mn veröld fegrl hugsa’ og tala saman. EXNAR P. JÓNSSON. Silver Medal ELOCUTION CONTEST og Concert hefir barnastúkan Æskan, No. 4, I.O. G.T., í Good Templara húsinu, fimtu- dagskveldlð 8. Júní 1916. Á Programinu verða: 1. Piano Duet— Inga Thorbergson og Emily Bardal 2. Contestant No. 1— 3. Solo— Rannveig Bardal 4. Contestant No. 2— 5. Söngur— Sex stúlkur 6. Contestant No. 3— 7. Tableau — Vetur, sumar, vor og haust 4 litlar stúlkur 8. Contestant No. 4— 9. Violin Soio— Violet Johnston 10. Contestant No. 5— 11. Söngur— Sex stúlkur 12. Upplestur— Th. G. Buason 13. Piano Solo— Fred Magnusson 14. Tableau — England, Frakkiand, Belgia, Serbia, Rússland, Italia 15. Tableau—ísafold Bena Johnson Byrjar kl. 8. Inngangur 25c. Bræðumir Jón A. Johnson og Matthías A. Johnson frá Lundar komu til bæjarins á þriðjudaginn; voru þeir að fara vestur til Sewelí herstöðvanna; þeir eru báðir í 108. deildinni. í seinasta sinni gefst fólki kost- ur á að heyra Dr. Guðmund Finn- bogason í lcveld (fimtud.). Enginn efast um að hann hafi margt skemtilegt að segja um íslenzkt drenglyndi. Munið eftir stóra fundinum í Skuld, stór hópur gengur inn, alls konar skemtanir fara fram og ágætar veitingar ókeypis fyrir alla Goodtemplara. Munið eftir fyrirlestri Dr. Guð- mundar Finnbogaosnar á fimtu- dagskveldið (\ kveld) í Fyrstu lút. kirkjunni. Hann talar um islenzkt drenglyndi. Séra Carl J. Olson frá Gimli kom utan frá Langruth og Wild Oak á þriðjudaginn; hafði hann faAð þangað út fyrir helgina og prédikað á sunnudaginn á báðum þeim stöð- pm. Séra Carl lét ágætlega af við- tökunum þar ytra. leizt honum einkar vel á bygðina, bæði að því er landið snerti og ekki síður fólkið. Hann býst við að stofna þar söfn- uði áður en langt líður. Elenora Julius, forstöðukona gamalmenna heimilisins “Betel” kom til bæjarins á fimtudaginn var. •Hún var að koma með Jón Hólm, einn af gamalmennunum, til lækn- jnga. Hann var veikur í auga og varð Dr. Jós Stefánsson að taka úr honum annað augað. Það tókst ágætlega vel og fór Elenóra með hann heim aftur á þriðjudaginn. í síðasta blaði Lögbergs hafa nokkur orð fallið úr æfiminningu Halldórs heit. Auðunnssonar. Þar stendur: “Halldór heit. var vel meðalmaður að hæð, beinvaxinn og sviphreinn, enda var hann skapmik- ill” o.s.frv., en átti að vera: Hall- dót heit. var vel meðalmaður að hæð, beinvaxinn og gjörfilegur á velli; prúðmenni í allri framgöngu; sviphreinn og svipmikill, enda var hann o.s.frv. Halldór Jónsosn prestaskóla stúdent dvelur í Spanish Fork í sumar og prédikar þar. Hann hef- ir nú verið tvö ár á skólanum og á eitt eftir. Séra Hjörtur Leó hefir verið heilsubilaður að undanförnu. Hef- ir kveðið svo mikið að þvi að hann hefir orðið að segja upp söfnuðum sínum og hætta prestsstörfum um stundar sakir. Forstöðunefnd aðstoðarfélagsins fyrir 223. herdeildina biður Lög- berg að flytja þeim öllum bezta þakklæti sem á einn eða annan hátt hafa stutt að því að útsala þess, sem haldið var á laugardaginn í Buttricks byggingunni á Portage Ave. hepnaðist. Bæöi að því er hjálp við undirbúning útsölunnar snerti og eins aðsókn að henni; sýndi fólk sérstakan áhuga og hlut- tekningu. Hreiðar Skaftfeld dvelur í bæn- um um nokkra daga. Hann segir engar fréttir frá Gimli aðrar en þær að votlent er þar nyrðra og því enn ekki orðið þægilegt fyrir sumarsetu fólk þar úti; samt flutti allmargt þangað um helgina sem leið. Lárus Árnason aktýgjasmiður á Leslie varð fyrir því síysi nýlega að reka heykvísl upp í annað aug- að avo að. hann varð blindur af. Var hann áður blindur á hinu aug- anu og er nú þess vegna alveg sjónlaus. Þetta er sorglegt slys þar sem hann er bláfátækur maður og á enga að. KENNARA vantar fyrir Krist- nes S.D. No 1267. Kenslutími frá 15. júní til jóla. Umsækjendur til- taki mentastig, kaup og reynslu; einnig gefi meðmæli. N. A. Narfason, Sec. Treas., Kristnes P.O., Sask. Gjafir til “Betel’ Sig. Sigurðsson, Seattle .. $20.00 Mr. og Mrs. Stefánsson, Árborg, Man............. 10.00 S. F. Olafsson, Winnipeg . 5.00 J. K. Einarsson, Hensel N.D. 5.00 Fyrir þessar gjafir er innilega þakkað. Fyrir hönd nefndarinnar. /. Jóhannesson, féhirðir, 675 MoDermot Ave. Á þessu vori hefir undirritaður prestur fermt þessi börn að Wild Oak: Á páskadaginn voru fermd: Hannbjörg Skanderbeg, Salbjörg Skanderbeg, Dýrleif Halldóra Breckmann. Þessi böm eru öll frá Grass River, Man. Sunnudaginn 21. maí voru fermd þessi börn: Þuríður Einarsdóttir ísfeld, Súsanna Lilly Thorarinsson, Sigríður Margrét Ólafsson, Kristín B. Thomasson, Björg Guðmunds- dóttir Árnason, Guðrún Snjó- Iaug J. Jónasson, Gústaf Adolf Thordarson, Leifur Erlendsson, Wilhelm |Theodor Olson, ÓIi Walter Olafsson, |Thomas Guð- mundur B. Jonhson. Börnin voru öll til altaris á fermingardegi. Röð- un bamanna er eftir hlutkesti. Langruth, Man., 24. mai 1916. Bjarni Thorarinsson. Það hefir orðið prentvilla í síð- asta blaði Lögbergs í nafni eins ís- lendingsins, sem gengið hafði i 223. herdeildina. Er hann nefndur Páll Friðfinnsson, en á að vera Páll Friðvinson. Samkoma sú sem auglýst er að barnastúkan haldi undir umsjón Mrs. G. Búason, hefir verið undir- búin með mikilli fyrirhöfn Börnin hafa verið æfð um langan tíma í upplestrum og söngum og efnið til þess valið sérstaklega vel Engar samkomur em unaðslegri en þær sem börnin koma fram á; um það ber flestum saman og það mun þessi samkoma sína. Svo er nú margt á Gamalmenna heimilinu “Betel” að ekki verður við bætt. Eru þar 25 og hafa um- sóknir komið frá mörgum, sem ekki verða teknir sökum rúmleysis. Verður óhjákvæmilegt að srtækka hælið sem allra fyrst, þar sem að- sóknin eykst daglega og sýnir það Ijóslega hvílík þörf hefir verið þessarar stofnunar. Kvæði E. P. Jónssonar kom svo seint að það komst ekki með hin- um og varð því áð vera sérstakt. Þessir íslendingar fóru til Eng- lands á föstudaginn með 90. deild- inni: Bjarni Björnsson frá Winnipeg, Hördur Thorsteinsson frá Wpg, Magnús Pétursson frá Wpg, Þórð- ur A. Thorsteinsson frá Glenboro, Alphons Westmann frá Winnipeg, Magnús Magnússon frá Gimli, og Kristján Kristjánsson frá Árborg. í Skjaldborg verða, ef g. 1., tvær guðsþjónustur næsta snnnudag, fermingarguðsþjónusta kl. 11 f. h., en altarisguðsþjónusta að kveldinu kl. 7. Séra R. Marteinsson prédik- ar. Einnig verður sérlega vandaö til söngs við báðar þes'sar guðsþjón- ustur. Percy Hagel hefir flutt hverja ræðuna á fætur annari nýlega um ásigkomulagið i fangelsum og meðferð á föngum. Eru lýsingar hans býsna ljótar og var reynt að andæfa þeim af sum- um. Fangavörðurinn í Stony Mountain lýsti það ósannindi sem Hagel sagði, en Hágel svaraði hon- um með því að skora á hann að mæta sér á aimennum fundi og mótmæla ef hann þyrði. En Gra- ham hefir ekki séð sér fært að þiggja boðið. !Þá tók Telegram sig til og ætl- aði að kasta köldu vatni á allar kær- ur Hagels með mótmælum, sendi blaðið í þvi skyni nefnd til þess að skoða fangelsið og gerði fangaverð- inum aðvart um það að þessir menn væru væntanlegir, eftir því sem Hagel segir, og hefir enginn hrak- ið það enn. Þessi Telegram nefnd lýsti svo fangelsinu og meðferð fanganna þannig að um ekkert væri að kvarta sem orð væri á gerandi. Næst kom það fyrir að Dr. Dumas sá er sek- ur var fundinn um fóstureyðingu og dæmdur í 5 ára fangelsi var lát- inn laus og lýsti hann Percy Hagel ósannindamann að því er hann sagði. Skoraði Hagel á hann að mæta sér opinberlega. Stuttu síðar flutti Hagel fyrirlestur i Grace kirkjunni og herti heldur á kærum sinum, en Dr. Dumas reis á fætur og mótmælti. Var hann kallaður upp á ræðupall og byrjaði þar varn ir sínar, sem þóttu fremur veikar; var ræða hans aðallega persónuleg- ar skammir um Hagel, en fólkið reis á fætur og krafðist þess svo að ,segja í einu hljóði að Dr. Dumas yrði rekinn ofan af ræðupallinum. Varð hann því að þagna. Albert Edward Ford og Vald- heiður Lára Briem voru gefin sam- an í hjónaband í kirkju Bræðra- safnaðar við íslendingafljót þann 22. maí síðastliðinn. Séra Jóhann Bjarnason gifti. Á eftir hjóna- vígslu athöfninni fór fram fjöl- menn og rausnarleg veizla í fund- arsal Templara þar við Fljótið. Fóru þar fram ræðuhöld, söngur og hljóðfærasláttur. Þeir sem ræður fluttu voru séra Carl J. Olson, séra Jóhann, Sveinn kaupm. Thorvalds- son, Bjarni Marteinsson, O. S. Thorgeirsson, Jón Sigvaldason, Jóhannes kaupm. Sigurösson, Jó- hann Briem og svo brúðguminn sjálfur, ræðumenn taldir upp í þeirri röð sem þeir töluðu. Gutt- ormur skáld Guttormsson flutti brúðkaupskvæði sniðugt og skemti- legt. Enginn dans fór fram í veizlu þessari og var það samkvæmt ósk brúðhjónanna sjálfra. Þótti sumum það ókostur, en öðrum ær- inn kostur. Foreldrar brúðarinnar eru: Jóhann bóndi Briem á Grund við ísl.fljót (bróðir Valdimars biskups) og kona hans Guðrún Pálsdóttir. Brúðguminn er enskur í aðra ættina, írskur í hina, fæddur á Englandi. Verður heimili ungu hjónanna í Winnipeg, þar sem Mr. Ford er skrifstofumaður hjá Can. Northern járnbrautarfélaginu. Foreldrar brúðgumans, A. W. Ford og kona hans, eiga heima í Endington, Birmingham á Englandi og er hann elzti sonur þeirra. I Glaðar stundir I 24. mai streymdi hópur manna heim til þeirra hjóna Þorsteins Oddssoar og Rakelar konu hans. iTilefnið var það aö þau höfðu þá verið í hjónabandi i 30 ár. Séra Rúnólfur Marteinsson stýrði förinni, opnaði dyr og gekk inn óboðinn með alt sitt lið—um 80 manns. Féllust öllum hendur sem inni voru þegar séra Marteinsson lýsti því yfir að hann væri ræningja- foringi, sem tæki hér öll ráð og alla stjóm af þeim er fyrir væru og yrðu þeir að sitja og standa eftir sinni skipan. Oddsson var ekki húsbóndi a sínu heimili það kveldið. Þegar alt var komið í kring var sunginn sálmur og að því búnu flutti séra Marteinsson bæn; þá ávarpaði hann brúðhjónin og af- henti þeim gjöf er keypt hafði ver- ið; var það rafmagnsiampi á háum fæti, fallegur og vandaður. Þegar presturinn hafði lokið máli sínu, sagði hann af sér ræn ingjaforustunni og fékk völdin 1 hendur Gunnlaugi Jóhannssyni. Batnaði þá ekki, þvi hann skipaði hverjum þeim að yrkja og tala er honum sýndist. Margar ræður voru fluttar en all- ar stuttar. Þeir sem töluðu voru þessir: Séra Carl Olson, prófessor Jóhann G. Jóhannsson, B. M. Long, húsfrú Guðrún Búason, Tr. Bjer ing. Kom það greinilega fram i öllum ræðunum hversu vinsæl þau hjón eru. Þýðir lítt að segja efni ræðanna. það er mjög vel saman- dregið í ávarpi því er séra Rúnólf- ur flutti og hér er birt. Fjögur kvæði voru lesin upp og birtast þau einnig. Avarpið. Háttvirtu og kæru vinir:— í kveld hafa okkrir vinir ykkar, meðlimir Skjaldborgar-safnaðar og aðrir, komið hér saman til að njóta gleðistundar. Sú gleði er æðst að gleðja aðra, og ef vér mættum vera svo djörf, vildum vér segja, að vér höfum komið til að gleðja ykkur og gleðjast með ykkur. Vér hugsum oss að vér séum á ferð á íslenzkri fjallgöngu. Þér hafið náð að einni vörðunni og vér staðnæmumst hjá ykkur, samfögnum með ykkur og horfum öll með ykkur á vegspott- ann, sem liggur fyrir framan, með heitri og barnslegri bæn til himna- föðursins, sem leitt hefir og bless- að í liðinni tíð að hann verði ávalt “vö*ður og leiðtogi á æfinnar ferð”. Þið hafið “gengið til góðs göt- una fram eftir veg”. Að vísu hafið þið ekki farið varhluta af erfiðleik- um. í lífi ykkar eins og annara hafa skifst á skin og skuggar. Stundum hefir verið þröngt í búi, og margt hafið þið fengið að reyna; en gæfan hefir líka sent ykkur sina geisla. En hvort sem brautin hef- ir verið slétt eða grýtt hafið þið látið gott af ykkur leiða. Hópur þeirra sem þið hafið liðsint er stór fylking. Þið hafið bæði viðkvæm- ar tilfinningar, höfðinglega lund og örláta hönd. Og góðverk ykkar hafið þið framkvæmt á þann hátt að sem allra minst hefir á borið. Enginn nema guð veit um öll þau góðverk sem þið hafið framkvæmt, en við og við hefir það komið í ljós, meira fyrir slys en nokkuð annað, ^ið í einu tilfellinu eftir annað, þar sem hjálp var veitt, kom hún frá ykkur. Og dýrðlegast er að minn- ast þess að ekki hafið þið gefið peninga einungis, þó þið hafið gert það fram yfir alla aðra Is'Iendinga í Ameríku, heldur hafið þið einnig, í auðmýkt kristilegs lífernis, per- sónulega liðsint og hjúkrað sjúkum, aumum og hreldum. Sá sem gefur góðu málefni fé, gefur mikið, en sá, sem gefur því sjálfan sig persónu- Iega, gerir meira. Þið hafið gert bæði hið minna og hið meira. Sérstaklega ógleymanlegt er starf ykkar fyrir Skjaldborgar- söfnuð. Án ykkar hefði hann aldrei orðið til. Þið eruð fyrstu hvata- menn þess máls og hafið stutt það ávalt síðan á þann hátt að slíkt er algerlega einstakt í sögu Vestur- fslendinga Svo mörg önnur málefni hafa notið liðs og drenglyndis ykkar að ekki er viðlit að fara að gjöra upp- talning, enda gjörist þess ekki þörf. Góðverk glatast ekki þó þeirra sé ekki getið. Sá sem ekki lætur einn VERÐLAUN Saínið Royal Crown sápu umbúðum og Coupons, og eignist eina af hinum mörgu og fögru gjöfum, sem gefnar eru fyrir ekki neitt til þeirra, sem brúka ROYAL CROWN SÁPU eg þeim, sem eru nógu reglusamir að snfna umbúðunum. Byrjið strax. Yður mun tindra hvað fljótt yður hepnast að safna þeim| til þess að eignaist eigulega og verðmæta hluti. sem þór annars þyrftuð að borga mikla peninga fyrir. Fáið elntak af voram nýjasta verðlaunalista; hann er senclur, yð- ur kostnaðarlaust, með póstl. SENDID EFTIIt HONUM STRAX. Verðlaun þau, scm auglýst voru í listanum er gefinn var út fyrir 1. Maí, eru nú afturkölluð- Verið því vissir með að fá nýja listann. THE ROYAL CROWN SOAPS Limited PREMIUM DEPARTMENT WINNIPEG, MAN. Norsk-Ameriska Linan Ný og fullkomin nútiðar gufu- skip tll pústflutninga og farþega frá New Tork beina leið til Nor- egs, þannig: "Kristianafjord” 3. Júní. “BERGENSFJORD”, 24. Júni “Kristianafjord” 15. Júli. "Bergensfjord”, 5. Agúst. “Kristiansfjord” 26. Ágúst. "BERGENSFJORD,” 16. Sept. Gufuskipin koma fyrst tii Bergen I Noregi og eru ferS'lr til |slands þægilegar þaSan. Farþegar geta fariS eftir Baltl- more og Ohio járibrautinni frá Chicago til New Tork, og þannig er tækifæri aS dvelja 1 Washing- ton án aukagjalds. LealtlS upplýsinga um fargjaid og annaS hjá HOBE & CO„ G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapolis, eÖa H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. C. H. DIXON, Lögfrœðingur, Notary Public Lánar peninga, Rentar hús, Innheimtir skuldir ___ 265 Portage Avt. Tals M 1734 Winnipeg: Ef eitthvað gengur aö úrinu þinu þá er þér langbezt atJ senda það til hans G. Thomas. Hann er í Bardals byggingunni og þú mátt trúa því að úrin kasta eEibdgn- um í höndunum á honum. YFIRKENNARA vantar við Lundar Cons. skóla No. 1670, ár langt, frá 5. september næstkom- andi. Umsækjandi verður að hafa fyrsta eða annars stigs “Profes- sional Certificate” og tilgreina æf- ingu, aldur og I^aup. Tilboðum sint fram til 20. júní næstkomandi D. J. Lindal, Sec. Treas. Lundar, Man. svaladrykk gefinn í hans nafni ó aunaðan, sér og veit, en gleymir ekki. Þegar vér höfum hugsað um það sem þið hafið gert fyrir aðra, hefir oss oft langað til að sýna ykkur ein hvern vott þakklætis vors. Og nú hertum vér upp hugann, þegar vér vissum um 30 ára hjónabands af- mæli ykkar, og afréðum að nota það tækifæri til að tjá ykkur þakklæti vort, fyrir það sem þig hafið verið fólki voru og félagsmálum og fyrir þann frábæra ötulleik og höfðings skap, sem þið hafið sýnt í öllu ykk- ar starfi, og ekki sízt það sem þið hafið unnið í þarfir kristinnar kirkju og íslenzks þjóðernis. Undur lítilsverðan grip biðjum vér ykkur að þiggja frá oss til minningar um þessa stund, því þótt verðmæti hans sé lítið, táknar hann þó fagra hugmynd. Vér gefum ykkur ljós og táknum með því að ljós ykkar hafi á margvíslegan hátt skinið, hinu íslenzka fólki voru til blessunar; og vér vitum, að það Ijós er komið frá honum sem fyrst- ur sagði: verði ljós, og á öllum tímum hefir verið ljós og líf mann- anna. Svo felufn vér ennfremur í gjöfinni þá heitu, sameiginlegu bæn vor allra að Ijós guðs blessuðu náðar, fyrir Jesú Krists skuld, lýsi ávalt hjörtum ykkar og allra ást- vina ykkar og geri ætíð bjart og yndislegt á heimili ykkar og í öllu starfslífi ykkar, og ennfremur þá bæn fyrir oss öllum að í lífsstarfi vor allra rætist hvatningarorð Jesú Krists er hann segir: “Þannig lýsi ljós yðar mönnunum að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.” Guð blessi ykkur 30 ára hjóna- bands afmælið og alla framtíð, í Jesú nafni, amen. Á milli ræðanna var sungið og leikið á hljóðfæri. Þær Efemia Þorvaldsson og Halldóra Friðfinns- pon sungu einsögnva. Veitingar fóru fram á eftir og var skemtunin hin allra bezta. Þau hjón þökkuðu bæði fyrir heimsóknina, gjöfina og heiðurinn. H. EMERY, hornl Notre Daine og Gertle Bts. TALS. GARRY 48 ÆtliS þér aS flytja ySur? Bf ySur er ant um aS húsbúnaSur ySar skemmlst ekki 1 flutnlngn- um, þá finniS oss. Vér leggjum ■érstaklega stund & þá ISnaSar- grein og ábyrgjumst aS þér verB- 18 ánægS. Kol og viSur selt leegsta verSi. Baggage and Express Lœrið símritun LæriS slmritun; járnbrautar og verzlunarmönnum kent. Verk- leg kensla. Engar námsdeildir. Einstaklings kensia. SkrlfiB eft- ir boSsriti. Dept. “G", Western Schools, Telegraphy and Rail- roading, 607 Builders’ Excliange, Winnipeg. Nýir umsjúnarmenn. SAFETY Öryggishnífar skerptir RAZOR8 Ef þér er ant um að fá góða brýnslu, þá höfum við sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör- yggisblöð eru endurbrýnd og "D*fp- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhníf- ur þinn bítur ekki, þá láttu okknr sýna þér hversu auðvelt það er að raka þegar v'ér höfum endurbrýat blöðin. — Einföld blöð einnig lög- uð og bætt. — Einnig brýnum við skæri fyrir lOc.—75c. The Razor & Shear Sharpening Co. 4. lofti, 6M Builder* Exchange Grinding Dpt. 333£ Portage Atc., Winnipeg VJER KAUPUM SELJUM OG SIvIFrUM GÖMUL FRiMERKI frá öllum löndum, nema ekki þeaei vanalegu 1 og 2 centa frú Canada og Bandaríkjuniun. Skriflð ú ensku. O. K. PRESS, Prlnters, Rm. 1, 340 Main St. Winnipcg Til minms. Fundur í Skuld á hverjum mdðviku degi kl. 8 e. h. Fundur i Heklu á hverjum föstu- degi kl. 8 e. h. Fundur i barnastúkunni "Mskan” á hverjum laugardegi kl. 4 e. h. Fundur i framkvæmdamefnd stór- stúkunnar annan þriðjudag i hverjum mánuði. Fundur i Bandalagi Fyrsta lúterska safnaðar á hverjum fimtudegi kl. 8 e. h. Fundur i Bjarma (bandal. Skjald- borgar) á hverjum þriðjudegi kl. 8 e. h. Fundur í bandalagi Tjaldbúðar safnaðar á hverjum þriðjudegi kl. 8 e. h. Fundur í Unglingafélagi Onitara annanhvom fimtuáag ki. 8 e. n. Járnbrautarlest til Islendingafljóts á hverjum degi nema sunnu- dögum kl. 2.40 e. h. Járnbrautarlest til Arborgar á hverjum degi nema sunnudögum kl. 5.40 e. h. Járnbrautarlest til Vatnabygða á hverjum degi kl. 11.40 e. h. Góður ísrjómi. ísrjóminn sem vér seljum í búð- inni eða sendutn heim til yðar, er bú- inn til úr góðum rjóma og með góð- um bragðbætir. Hann er bæði lyst- ugur og hollur. Það er gott að hafa hann sem eft- irmat á heitum sumardegi. Sendum hann heim til yðar, hvar sem þér eig- ið heima. WHALEYS LYFJABÚÐ Phone Sheebr. 258 og 1130 Horni Sargent Ave. og Agnes St.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.