Lögberg - 13.07.1916, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLI 1916.
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Pre*s, Ltd.,|Cor. Willieim Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor
J. J. VOPNI, Business Maníiger
L)tanA*krift til blaðsins:
THt OOLUMBtA RHEII, Ltd., Box 3172. Wlnnipag.
UtanAskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winniptg, IHan.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um Arið.
Œfisögur merkra manna.
J7ví hefir lengi verið haldið fram, og það með
réttu, að fátt mótaði fremur líf ungra manna, en
það að lesa æfisögur þeirra er mikið hefir kveðið
að.
J?að er álit allra uppeldis- og sálarfræðinga að
fjöldi þeirra bóka sem út eru gefnar, þar sem
þjófar og ræningjar eru gerðir að söguhetjum, sé
áhrifamikill siðspillingaskóli.
pað er ekki langt síðan gefnar voru út tvær
bækur, þar sem glæpamenn voru söguhetjumar.
önnur þeirra var um ræningja sem Cashel hét, en
hin um annan er Tracy nefndist; einnig ræningja.
pessum mönnum var ekki beint hrósað fyrir
illræðisverkin, en þannig er frá þeim sagt að líf
slíkra manna er gert æfintýralegt og jafnvel að-
laðandi fyrir unga menn.
W. J. Bryan, hinn heimsfrægi siðbótamaður,
sagði nýlega í ræðu sem hann hélt í St. Louis, að
siðleysis bókmentir væru það sker, sem fleiri ungir
menn brytu á lífsferju sína en flest annað.
Hann kvaðst ekki vera hlyntur þvingunarlög-
gjöf yfir höfuð; og um fram alt sagðist hann hafa
þá skoðun að málfrelsi og ritfrelsi ætti að vera
sem allra óhindraðast. En samt kvaðst hann ekki
sjá að stjómir þjóðanna hefðu nokkra afsökun
fyrir því að láta það viðgangast að stofnaðir væru
ósiðferðisskólar, þar sem bömum hennar væri inn-
rætt hættuleg lífsstefna og kveiktar eða vaktar
hjá þeim óheillahvatir.
“Hver einasta manneskja” sagði Bryan, ‘er
þannig frá náttúrunnar hendi gerð að hún er mót-
tækileg fyrir áhrif svo að segja í öllum efnum.
Unglingurinn er eins og ókunnugur ferðamaður,
sem spyr þá til vegar sem fyrir eru.
Hann sér ótal götur, sem liggja í ýmsar áttir
og hann er í efa um það hverja götuna hann eigi
að velja. Hann spyr eðlilega þá til vegar sem
reynsluna hafa; þá sem eru vegna áratölu reyndir
ferðamenn og ættu að hafa aflað sér þekkingar.
pegar svo þessir “reyndu” ferðamenn gera það
annaðhvort af fávizku eða jafnvel oftar af hags-
munalegu yfirlögðu ráði að gylla þann veginn og
mæla með honum, sem til ágæfu hlýtur að liggja,
þá er ferðamanninum vorkunn.
Hann er þá eins og viltur og illa staddur inað-
ur í framandi ræningja landi; landi þar sem því
helgasta og dýrasta veganesi er rænt frá honum
— nesti flekklausrar siðfágunar.
pannig er því varið með fjölda þeirra svoköll-
uðu skáldsagna sem flæða yfir landið og ætla að
drekkja öllum heilbrigðum og frumlegum hugsun-
um æskulýðsins meðal þjóðar vorrar.
Eg hefi ekki á móti skáldsögunum; það sé
fjarri mér, en eg krefst þess í nafni óspiltrar sið-
fágunar, þar sem hún er til; eg krefst þess til
verndar börnum vorum; eg krefst þess sem heilagr
ar skyldu af hendi stjórnarinnar að hún leggi haft
á vissa tegund svokallaðra skáldsagna. pá tegund
sem auðsjáanlega hefir það eitt fyrir markmið að
hrúga saman fé, hvemig sem það er fengið; hrúga
saman fé í fárra vasa úr margra.
Og ekki nóg með það, heldur er þessu fé hrúg-
að saman á þann hátt að um leið er dejrft það
bjarta og hreina Ijós, er eðlilega logar í nuga
hvers manns er frá guðs hendi kemur.
Spansgræna óskírlífis og óvandaðra meðala er
breidd yfir hið skíra gull mannssálarinnar og því
stolið þaðan smátt og smátt.”
petta segir William Jennings Bryan um áhrif
reifarasagna; hinna svokölluðu skáldsagna.
Lögreglustjórinn í Chicago og bæjarstjórinn
einn sem þar var, Dunn dómari, lýstu því báðir yfir
í einu hljóði að sagan af Tracy þeim er vér nefnd-
um hefði skapað sex glæpamenn, sem þeir vissu
af. Auðvelt væri að rekja áhrifin frá þeirri sögu
með því að bera saman yfirsjónir þeirra við sögu
Tracys og taka svo til yfirvegunar framburð þess-
ara manna fyrir rétti.
Fjórir þeirra höfðu verið siðprúðir piltar þang-
að til þeir lásu þá sögu, en hún hafði vísað þeim á
þá braut, sem þeim hafði aldrei komið til hugar
áður.
peir höfðu lesið söguna að stigamanninum á
þann hátt að hún vakti hjá þeim hinn verra mann
þeirra, sem áður hafði sofið og hefði haldið áfram
að sofa, ef ekki hefði utanaðkomandi afl komið og
vakið hann.
pað er á allra vitund að hver einasta mann-
eskja er samsett af tveimur öflum—tveimur ver-
um, ef svo mætti segja, sem ávalt eiga í stríði hvor
við aðra.
Ástríður og illar tilhneigingar heyja stríð við
hið háleita og fagra í huga hvers manns og hverr-
ar konu.
Á meðan stefnumar eru að myndast, meðan
áttimar eru að festast; meðan skoðanirnar eru að
fæðast; meðan hinn virkilegi maður er að skapast
ríður á því að veita lið með öllu móti þeim öflum
sem á réttari leiðir vísa, en hnekkja hinum sem
mest.
Penninn og tungan eru sterkustu öflin í heim-
inum nú á dögum. Sameinaðir pennar og tungur
þeirra manna sem að bókmentum og opinberum
málum vinna með hverri þjóð sem er, geta gert
hvað sem þeim sýnist; geta hafið þjóð sína upp á
sólroðna tinda þeirra háfjalla, sem veita andanum
heilnæmi og styrk.
En þeir geta líka steypt henni niður í afgrunn
eilífrar glötunar andlegs myrkurs og vanheilsu.
Hið fyrtalda gera þeir sem mála myndir af
ljósum fortíðarinnar og veita með því hita og
birtu inn í sálir samtíðarmanna sinna — og sér-
staklega hinna ungu.
Æfisögur nokkurra—góðra—manna eru slík
ljós. pegar þau ljós eru borin inn á heimilin; þeim
beint í veg æskulýðsins og haldið á lofti í hvívetna,
þá er þjóðin gæfusöm, þá hljóta að skapast hjá
henni stórir menn, miklir menn—góðir menn.
Nýlega var dæmdur maður í 10 mánaða fang-
elsi í ríkinu Texas; hann var ítalskur og hét
Marcus Thialaka. Hann hafði lagst út og lifað á
ránum.
Áður en hann tók upp á því hafði hann unnið
hjá hampspunafélagi og verið sérlega vel látinn.
Maðurinn var af góðu fólki kominn og aðeins
21 árs að aldri. Hann talaði sjálfur fyrir réttin-
um, áður en dómurinn var feldur og lýsti því yfir
með mikilli hrygð, að hann hefði vilzt út á þessa
braut af áhrifum þeim sem hann hefði orðið fjrrir
við lestur bókarinnar um Cashel ræningja.
pessi bók var þannig rituð að ræninginn var
gerður að hetju, og þótt ekki væri það beint sagt
að verk hans hefðu verið góð og að eftir honum
ættu ungir menn að breyta, þá var bókin svo læ-
víslega orðuð að nokkurs konar dáleiðslu afl hlaut
að fylgja lestri hennar.
Æskumaðurinn sem hana las hlaut að fá ein-
hverja æðri hugmynd um manninn en alment ger-
ist. Bókin var til þess skrifuð að fá fyrir hana
sem mesta sölu; hún var því höfð eins kitlandi og
seiðandi og mögulegt var.
Væru þeir allir komnir á einn stað sem beint
hefir verið á rangan veg af réttum með þessum
bókum, þá mundu þeir mynda heila herfylkingu
og hana stóra.
Og það versta er að þetta eru ekki altaf þeir
mennirnir sem minst er í varið eða verst upp-
lagðir.
pað er jafnvel þvert á móti, það eru einmitt
tilfinningaríkir menn og efnismiklir—stórir menn
—sem fyrir slíkum áhrifum verða; og þeir hefðu
margir hverjir getað orðið með fremstu mönnum
þjóðar sinnar, ef þeim hefði verið borið ljós í stað
myrkurs.
Æfisögur þeirra manna sem virkilega hafa lif-
að, hafa enn þá meiri áhrif en þær skáldsögur,
sem ekki eru á sannsögulum grundvelli bygðar.
pað að vita með vissu að söguhetjan var til á
vissum stað og vissum tíma undir vissum kring-
umstæðum, það svo að segja fullkomnar ímyndun-
arafl lesandans þannig að það skapar mynd þess
sem sagan er af og horfir á hana eins og lifandi
veru frammi fyrir lesaranum.
Eins og það er óholt og skaðlegt að sýna óbóta-
menn í fölsku ljósi, þannig að settur sé hetjublær
á það sem níðinglegt er eða Ijótt, og siðferðistil-
finning æskulýðsins þannig afvegaleidd, eins er
það bætandi að skrifa æfisögur þessara sömu
manna í öðrum anda. Sýna hvar og hvemig og
af hvaða ástæðum þeir hafa vilzt og hvemig þeir
hefðu getað gengið aðra vegi og heillavænlegri.
Slíkar sögur eru mikils virði.
En þær æfisögumar em þó lærdómsríkastar
og áhrifamestar, sem sýna andlegan vöxt og við-
gang; afreksverk og mannkosti sannra ljósa á
leiðum þjóðanna.
Æfisögur manna sem fæddir hafa verið og
uppaldir í fátækt og niðurlæging, en hafið sig
upp í fremstu raðir þeirr9, sem þjóðin tignar og
dýrkar með réttu.
pegar sýnt er hversu mikið það er sem ráð-
vendni, sannleiksþrá, kjarkur staðfesta og mann-
kostir geta komið til leiðar. J?egar það alt er sam-
einað hjá einum manni, þá er það sá sproti öðrum
til hvatningar að ekki verður með orðum lýst.
J?eir sem á pennanum halda bera meiri ábyrgð
en aðrir, jafnvel veldissproti konunga og keisara
er veikur ef hann mætir penna, þar sem penni
á heima.
Og þótt penninn verði oft að lúta í lægra haldi
fyrir sverðum og fallbyssum, þá sannast það þar
venjulega að skamma stund verður hönd höggi
fegin — það er að eins stundar ósigur, aðeins
augnabliks töf.
Vér íslendingar eigum of lítið til af æfisögum
merkra manna; of fáar pennamyndir hinna fram-
liðnu. Ekki einungis þeirra merkismanna, sem
vér getum talið til vorrar eigin þjóðar, heldur
einnig annara.
Aðdáun hefir ávalt sömu áhrif, hvar sem sá
kemur fram sem hana hlýtur.
Hvorki trúarbrögð né þjóðemi; hvorki lönd né
álfur; hvorki hörundslitur né neitt annað breytir
því að dygð er dygð; hugrekki er hugrekki; sál
er sál. ................
í Bandaríkjunum er nýlega látið eitt stór-
menni heimsins. Hann hét Booker Washington.
pessi maður var svertingi, þræll í uppvexti; en
af eigin rammleik hóf hann sig jrfir þá mestu erf-
iðleika sem veröldin þekkir, og ávann sér ódauð-
legt nafn á söguhimni veraldarinnar.
Enginn tekur eftir því að mjmdin af þessum
manni er svört. Sálin var hvít og hrein og stór
og það var nóg.
Lestur þeirrar bókar sem um hann verður
skrifuð bráðlega á fyrir sér að liggja að skapa
margar stjömur og bjartar.
Neistar hljóta að hrökkva út frá þeim eldi sem
aðrir eldar kvikna frá. íslendingar ættu að lesa
þá bók sem allra flestir.
Ekki líða margir tugir ára þangað til æfisaga
manns birtist á enskri tungu—og ef til vill á fleiri
málum—sem geislar stafa af og Iýsa langt fram
á leiðir.
pað er æfisaga manns sem fæddur var í af-
skektri nýlendu í Vesturheimi af bláfátæku fólki;
alinn upp við þröngar kringumstæður og lítil tæki-
færi.
En þessi maður hefir hugsað eins og gamla
máltækið segir: “Finni eg ekki veg, þá bý eg mér
til veg”. Og hann hefir búið sér til veg sem lá
upp að hásæti virðugrar virðingar allra manna.
J?essi maður er Vilhjálmur Stefánsson.
Vonandi er að sá tími komi að æfisaga hans
komist inn á hvert íslenzkt heimili og verði hverj-
um einasta ungum manni sjálfsagt veganesti úr
föðurgarði; og þá skiljum vér ekki hugi ungra
manna, ef dæmi Vilhjálms verður ekki mörgum
unglingi hvöt til framkvæmda.
Lögberg byrjar í þessu blaði að flytja æfisögu
eins þeirra manna, sem mesta hylli hefir hlotið í
huga þjóðar sinnar, og það að verðugu.
J?að er æfisaga Benjamíns Franklíns, rituð af
honum sjálfum.
Væntum vér þess að henni verði vel tekið, og
að hún megi verða ungum íslendingum til íhug-
unar, og helzt ef verða mætti, til eftirbreytni og
einhverju leyti.
Hvort er líklegra?
1.
í Heimskringlu sem út kom síðast var rit-
stjómargrein þar sem því var haldið fram að
hér í landi hlyti að verða hart í ári eftir stríðið.
J?að er ekki oft sem Lögberg gefur ritstjómar-
greinum Heimsk. mikinn gaum, en hér er um mál
að ræða sem öllum kemur við og talsverður ágrein-
ingur er um.
Flest blöð landsins og flestir fjármálamenn halda
fram þeirri skoðun að hér verði meiri véllíðan
eftir stríðið en nokkm sinni hafi þekst í sögu
landsins.
Einstöku rödd hefir komið fram sem gagn-
stæðar skoðanir hefir flutt, og Heimskringla er
þar á meðal.
En hvor þessara skoðana- hefir við fleiri eða
sterkari stoðir að styðjast? Hvað er það sem
menn hafa til þess að byggja á, þegar um framtíð
landsins og þjóðarinnar er rætt í þessu sambandi?
pað má vel vera að þýðingar lítið sé að ræða
þetta mál nú eða rita um það. “Komi hvað sem
koma vill”, segja menn líklega, og það gerir hvorki
til né frá hvað sagt er og hverju spáð. Alt fer
sínu fram.
En þetta er misskilningur. Allar framtíðar
útreiknanir manna hafa talsverða þýðingu. Ýmsu
er fyrirkomið og hagað eftir því sem spáð er um
framtíðina og fyrirtæki manna geta hepnast eftir
því vel eða illa hvort þeir hafi spáð rétt eða reiknað
rétt út það sem síðar kom fram.
Að ráða rúnir tímanna er ein mikilsverðasta
gáfa mannkjmsins.
pað er ekki lítilsvert atriði að geta gert sér
nokkum veginn rétta hugmynd um hvernig líkur
séu til að hér verði umhorfs eftir að stríðinu er
lokið.
peir sem góðæri spá hér í landi og sjá lífsguð-
inn feta stórum skrefum landshomanna á milli,
þeir segja að hingað verði straumur innflytjenda;
landið byggist upp næstu ár eftir stríðið, miklu
betur og miklu fljótar en dæmi séu til áður.
J?eir segja eins 0g er að vinnan sé afl þeirra
framkvæmda sem þjóð og land þarfnast.
J?eir eru fullvissir um að peningar streymi
einnig inn í landið til jarðyrkjuframkvæmda og
allskonar iðnaðar- og menningarfyrirtækja.
Fólkið í Evrópulöndunum hópast hingað segja
þeir; því það hefir fengið andstygð á hernaðar-
eyðileggingunni og hernaðarandanum; það helzt
ekki við heima fyrir, þar sem löndin em svo að
segja gjöreydd.
J?etta hefir ef til vill við mikið að styðjast;
það lætur all-sennilega í eyrum, á jrfirborðinu að
minsta kosti.
En hinir fáu, sem daufari vonir hafa um ár-
gæzku í þessu landi, rökleiða frá annari hlið 0g
útkoman verður auðvitað ólík.
pegar stríðið er á enda, segja þeir að Evrópu-
löndin sum verði eyðilögð; jarðvegurinn tættur í
sundur og úr lagi; húsin brotin og brend; allar
iðnaðarstofnanir horfnar á stórum svæðum; alt
svo að segja í kalda koli.
En þeir segja að ekki hverfi ættjarðarást fólks-
ins fyrir þessar sakir; heldur ef til vill þvert á
móti.
J?að er að orðtæki haft að móðurinni þyki þá
fyrst fyrir alvöru vænt um böm sín þegar þau
verði veik, og að eðli móðurástarinnar sé slíkt að
hún sé altaf sterkust á því baminu sem að ein-
hverju leyti sé ósjálfbjarga.
Og þótt hér sé ef til vill að vissu leyti ólíku
saman að jafna, móðurást og ættjarðarást, þá
eiga þær óneitanlega þætti saman; þær eru systur
og sérlega líkar.
Kærleiksmeðaumkvun er einn þátturinn í allri
ást; það að móðurástin er þar sterkust sem veikl-
un á sér stað er sönnun þess með hana. Og til
þess að sannfærast um að samskonar blær er á
ættjarðarástinni, þarf ekki annað en lesa sum ís-
lenzku ættjarðarkvæðin, t. d. þetta eftir Bólu-
Hjálmar:
“Sjá nú hve eg er beina ber,
brjóst mín visin og fölvar kinnar,
eldstejrptu lýsa hraunin hér
hörðum búsjrfjum æfi minnar.
Kóróna mín er kaldur snjár
klömbrur hafísa mitti að setur;
þrautir mínar í þúsund ár
þekkir guð einn og talið getur.”
Og skylda sú sem skáldið brýnir fyrir þjóðinni
í sambandi við þessar þúsund ára þrautir er ekki
að jrfirgefa landið. pað er eitthvað annað.
Skylda hvers sonar og dóttur þjóðarinnar er í
hans augum einmitt sú að sitja sem fastast og
strengja þess heit að minka þrautimar eftir
megni:
“Hver þér amar alls ótryggur, eitraður visni
niður í tær”, segir sama skáld; og með fáu áleit
hann að ættjörðinni væri “amað” fremur en með
því að yfirgefa hana.
THE DOMINION BANK
S. F„ Prss W. D.
C. A. BOGKRT. Ocoeral Msosfsr.
Höfuðstóll borgaður og varasjóður . . $13.000,000
Allar eignlr................. $87.000,000
Beiðni bœnda' um lán
til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn.
Spyrjist fyrir.
Notre Dsme Brmncb—W. M. HAMn/TON, Manager.
Selklrk Brancb—M. & BURGEK,
Reynslan hefir sýnt það og
sagan ber þess vitni að eftir því
sem eyðilegging landanna hefir
orðið meiri af einhverjum völd-
um, hver sem þau hafa verið,
eftir því hefir fóíkið í þeim lond-
um fylst heitari ættjarðarást og
eldmóði til þess að hefja þjóð-
ina og bæta landið aftur.
Og þetta er svo rótgróið í
mannlegt eðli að það hlýtur að
endurtakast eftir þetta stríð.
Kristinn Stefánsson
sextugur
Sunnudaginn var, þann 9. þ.m.
varð skáldið Kristinn Stefánsson
sextugur. Voru þau hjún stödd
norður á Gimli á sumarbústað sín-
um, þar sem þau hafa dvaliö nú
undanfarin sumur. Hefir Krist-
inn verið heilsulítill fremur venju
á þessu sumri. Varð það því úr,
er til tals kom meðal ýmsra kunn-
ingja þeirra hjóna, að minnast
þessa dags, að einhverju leyti; að
ákveðið var að sækja þau heim og
hafa alt í sambandi við þá athöfn
sem óbrotnast.
Og samkvæmt þeim fyrirmæl-
um söfnuðust nokkrir þeirra sam-
an, þenna dag upp úr nóni, í garð-
inum fyrir framan hús þeirra hjóna
og færðu houum kveðjur sínar og
árnaðaróskir. Voru það eitthvað
um sextíu manns, aðkomnir frá
Winnipeg, og staðarmenn. Var
honum flutt skrautritað ávarp, tvö
kvæði, eftir þau skáldin Þorst. Þ.
Þórsteinsson og Gísla Jónsson, og
nokkur orð fyrir hönd gestanna af
séra Rögnv. Péturssyni. Til minja
um daginn höfðu vinir hans látið
smíða silfurbúna blekbyttu, sem
honum var nú færð. Var það
skrautgripur og haglega gerður,—
silfurskrin og ofan í það greipt á
efri hlið loksins uppdráttur íslands
með öllum fjarðaheitum, en utan á
göflunum stóðu þessar vísur úr
Hávamálum:
Deyr fé,
deyja frændur
deyr sjálfur it sama;
en orðstírr
deyr aldregi
hveim er sér góðan getr.
Eldr er beztr
með ýta sonum
ok sólar sýn,
heillyndi sitt
ef hafa náir,
án við löst at lifa.”
Á framhlið voru grafnar þessar
línur:
Kristinn Stefánsson sextugur
1856 — 9. júlí — 1916
Vinaminning
Að þessu búnu fóru fram veit-
ingar. Var borið fram kaffi, is-
rjómi og allskyns aldini, og veitt
hverjum þar sem hann var staddur.
Meðan staðið var við, skemtu þeir
með íslenzkum söngvum: Jónas
söngfr. Pálsson, Gisli Jónsson,
Þórst. Þ. Þórsteinsson, og Einar
P. Jónsson.
Ávarpið, er Þorst. Þl Þorsteins-
gons skrautritaði, var sem fylgir:
Til skaldsins Kristins Stefánssonar.
Miðvikudaginn 9. júlí 1856.
Vér undirrituð, karlar sem kon-
ur, er hingað höfum fluzt vestur
um haf, til álfunnar, sem þú varst
meðal hinna fyrstu íslendinga að
flytjast til, er átt höfum því láni
að fagna að fá að kynnast þér, þar
sem leiðirnar hafa legið saman, um
lengri eða skemmri tíð, finnum oss
eigi einungis ljúft, heldur og líka
til þess knúð að votta þér á þessum
degi, er þú endar sextugasta árið,
vorar hugljúfustu árnaðaróskir, um
ókomna stund og bjartans þakklæti
fyrir gengnu sporin.
Samleiðin hefir oft verið hljóð
og eigi örfun list eða ljóðum. En
það hvilir á tilfinningu vorri að einn
hreyfði orðum þó aðrir þegðu, og
til návistar þinnar höfum vér þó
fundið, þó orðfáir værum og þeirr-
ar fyllingar er hún skóp ferða-
manna ‘hópunum.
Þögnina viljum vér rjúfa í dag
— rétta þér hendur vorar — og
þakka, leiSina, árin, og Ijóðin.
Sunnudaginn 9. júlí 1916.
Auk kvæðanna tveggja er nefnd
voru sendi skáldið Stephan G.
Stephansson eftirfylgjandi tvö er-
indi, er ekki náðu póstinum norður
að Gimli í tæka tíð svo þau j’rðu
þar lesin, vegna þess að bréfið
tafðist í Winnipeg. Erindin eru
þessi:
Sextug-Sessa.
Yfir áraflóðið
Út með Furðuströndum,
Langseildara er ljóðið
Lengstu vina höndum!
Það berst út á Ægi eilífðanna
Eins og byr til frægstu sigling-
anna
— pér þarf ekki að segja það né
sanna,
Sextugum í flokki yngri manna.
Yfir alda sjóum
Óma hörpur Braga
Enn frá eyðiskógum
Elztu landnámsdaga;
Hver sem orti, ungur þó að félli
Uppi’ er hann! Því kvæði held-
ur velli
— Aftan-skin þar skin frá hverju
felli
— Skáldin bera fegurst hæstu elli.
9. júli 1916.”
Skáldið Kristinn Stefánsson er
fæddur miðvikudaginn 9. júlí 1856
að Egilsá í 'Norðurárdal x Skagaf.
Þar bjuggu foreldrar hans Stefán
læknir Tómasson og Vígdís Magn-
úsdóttir. Átta ára gamall misti
hann föður sinn. Ólst hann upp á
Egilsá þar til hann var tólf ára, en
fluttist þá norður að Akureyri með
móður sinni og systkinum. Átti
hann þar heima í fimrn ár, en flutt-
ist alfarinn til Ameríku,—þá aðeins
17 ára—árið 1873. Var það i hópi
þeirra Islendinga er fyrstir komu
til Canada. Eru nú fáir eftir lif-
andi þeirra manna. Komu þau
þannig vestur sama árið Skagfirsku
skáldin bæði Stephan G. Stephans-
son og Kristinn.
Settist Kristinn fyrst um kyrt í
Ontario, dvaldi þar um átta ára
tíma, en 1881 flutti hann sig vestur
til Winnipeg og hefir búið þar
lengst af siðan.
Árið 1884 kvæntist hann, og gekk
að eiga ungfrú Guðrúnu Jónsdótt-
ur Árnasonar, bónda af Tjörnesi í
Þingeyjarsýslu. Hefir hjónaband
þeirra verið hið ástúðlegasta og
farsælasta, þó eigi hafi þeim orðið
barna auðið.
Snemma byrjaði Kristinn að
kveða og hafa ljóð hans birzt í
flestum blöðum og ritum er gefin
hafa verið út hér vestra. Árið 1910
kom út lítið kvæðasafn eftir hann
er hann nefndi “Vestan hafs”,
prentað í Reykjavík. Er það nú
löngu út selt. En flest kvæða hans
munu þó aldrei hafa komið fyrir
almennings sjónir og það hin meiri
og betri. Er óskandi að eigi líði
á löngu úr þessu að út komi nú
heildarsafn, og myndi því verða vel
tekið bæði austan hafs og vestan.
Krístinn skáld Stefánsson sextugur
Óður kom oss austan
frá árstöfum
glæstra goðsala
að gylla mannheim.
Svefn var í sinni,
w sönglaus eyru
áður Óður
alt of lýsti.
Arineldar hans
altaf brenna
seinvaktri samtíð
t þótt sól hyljist.
Færa fórneldar
fróun sálum —
logar langelda
leiðir vísa.
Ungur komst þú austan
Óðsmögur heill!
vaktir með vísum
NORTHERN CROWN BANK
HöfuSstóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstólI grsiridur $1,431,200
Varasjóðu.......$ 715,600
Formaður.............- - - Sir D. H. McMI1jI,AN, K.C.M.G.
Vara-formaður.................... - Capt. WM. ROBINSON
Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN,
E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEDD, JOHN STOVEL
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða
rélög ög sanngjarnir akilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er
á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með
einum dollar. Rentur lagðar viðá bverjum sex mánuðum.
rT. E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður
Cor. Williaxn Ave. og SKerbrookefSt.. 8 H - Winnipeg, Man.