Lögberg - 13.07.1916, Blaðsíða 2
töGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLI 1916.
Óboðinn gestur.
Kringla var full af 'þingmönnum
og þinggestum, reykjarsvælu, kaffi-
gufu og öðru þaðan af verra. Flest-
ir stóSu á miöju gólfinu, hjúpaöir
tóbakssvælunni eins og Júnó ský-
inu, og skvöldruöu hver í kapp viö
annan. Kringla bergmálaSi alt,
sem þeir sögSu, svo aS maður naut
þess tvisvar.
ViS náSum í borS, rinur minn
og eg, og eg náSi í kaffi handa okk-
ur.
Og nú fékk eg annað aS hlusta
á en tvöfalt skvaldriS í kringum
mig.
“LíSur þér annars ekki skolli vel
siöan þú varzt löggjafi?” sagði
maöurinn.
Mér varð orðfall í svipinn. iÞetta
var sagt með svo undarlegri tví-
ræSni, að eg vissi varla, hvaSan á
mig stóS veSriö.
■'\7iltu ekki vindil?” bætti hann
við og rétti mér einhvem helvízk-
an “hundtyrkja” yfir boröið, ram-
sterkan og eitraSan. 4 Rétt á eftir
kom kaffið og ’hann hélt áfram:
“Að vera löffgjafi — skolli hlýt-
ur það aS vera gaman. Löggjafi,
eftirmaöur Sólons hins spaka, og
Alexanders og Cæsars og Napole-
ons — allra þessara fríegu og vitru
manna, sem rist hafa nöfn sín meS
ódauSlegum oröstír í veráldarsög-
una. — Vera ekki nema rúmlega
þrítugur og vera orðinn löggjafi —
tekinn í tölu þeirra manna sem
þjóðin kýs til að ráða ráðum sínum
með speki og snild og semja lög-
málið og lífsreglumar fyrir alda og
óboma. — AS vera löggjafi —!
Og svo veiztu ekki af því! — Þú
ert auövitaö eins og allir aörir mikl-
ir löggjafar, — og allir hinir þing-
mennirnir, auövitað — barnslega
saklaus og auðmjúkur í andanum.
•— Ekki er hætt við, aö þiS ofmetn-
ist! — Þiö emð eins og hestamir,
sem ekki hafa hugmynd um afl sitt,
en láta stjómast af litlu bami.”
HæSnin í orSum hans gekk mér
gegn um merg og bein. Þetta var
alt sagt meö svo hógværri ósvífni,
svo ástúSlegri óskammfeilni, og
glottiö á þessu gula smetti svo há-
tíðlega og ljúfmannlega djöfullegt,
aS það fór kaldur hrollur um mig
allan.
Hann hélt áfram:
“Löggjafi — að hugsa sér annaS
eins, — aöra eins spennivídd af
valdi og mætti! — Löggjafi — mað-
ur, sem getur sett öömm mönnum
lög — ad Helvcde til — eins og
vinur okkar, Danskurinn kemst aö
orði, — getur ráöiS yfir lifi og
dauða, fé og farsæld hvers einstaks
manns og allrar þjóSarinnar i heild
sinni. — Og svo veit hann ekki af
þvi. Nei, vinur minn, nú geriröu
of lítiS úr þér! — Þii 'hlýtur aö
vera einn af hamingjusömustu
mönnum jarðarinnar, einn af þeim
sem guöirnir sjálfir elska. — Þrit-
ugur — eSa ekki einu sinni þaö —
próflaus og embættislaus — og vera
samt orSinn löggjafi — geta sett
fertugum, fimtugum, sextugum,
sjötugum, áttræöum og jafnvel ní-
ræðum körlum lögin og lífsreglurn-
ar — mönnum, sem hafa tvöfalda
eða þrefalda lífsreynslu við þig —
miðaS viS áratöluna. — Geta sagt
við þá alla í hóp: VeriS þiS nú
skikkanlegir, góðir hálsar. ViS
þökkum ykkur nú með mestu virt-
um fyrir öll ykkar góðu ráð og
bendingar og alla ykkar löngu lífs-
reynslu! — Nú er sú gullna öld um
garS gengin, þegar feður réSu fyr-
ir sonum sinum. — Nú ráða hátt-
virtu kjósendur — þvi meiru, sem
þeir eru yngri og sprækari til að
sækja kjörfundina og háværari
fundunum, og þvi meiru, sem þeir
eru heimskari og trúgjarnari og
auðleiddari með feitum loforðum
og fagurgala. — Nú ráöa flokkar
og atkvæöasmalar, undirhyggju
menn og landsmálaloddarar. Þeir
senda þingmanninn á þingiS og
þeir leggja honum lifsreglumar.
Þar á hann fyrst og fremst að leika
stjórnmálaspekinginn framan
kjósendum sinum, leika hann af
slíkri list, að hann hafi einhverja
von um endurkosningu — sjálfir
leggja þeir til lófaklappiS og aðdá-
unina. — Já, þú ert hamingjunnar
barn, vinur minn, aS hafa skolast
upp i slíkar hæSir af slíku valdi! —
ÞaS er ekki furSa, þó aö þú talir
um “háttvirta 'kjósendur” í hverju
orði. ÞáS er varhugavert aö
styggja annan eins — Cerberus,
þótt ekki væri meS ööru en lotn-
ingarleysinu. — En hvað hefirðu
nú eiginlegt gert landinu til heilla,
og kjósendum þínum — háttvirtum
— til lofs og dýrðar?”
Mér var nú fariö að liöa illa. Eg
fann ormsaugun í þessum náunga
borast inn í mig, eins og þau væru
aS leita um mig allan — skygnast
inn í hvern krók og kima innan i
mér, hvort þar sæist hvergi glóra
í gott verk eöa drenglynda hugsjón.
Eg get ekki neitað því, að eg neitaöi
líka.----En nú skulum viS sleppa
því.
Hann hélt áfram meS sömu ó-
svífninni:
“Þú hefir auSvitaS sótt eldinn til
guðanna og fært kjósendum þín-
um—háttvirtum í launa skyni fyrir
þenna mikla heiður! — Nei, þú
hefir launaö Prómeþevs konung-
lega fyrir þaö, þvi að hann var bú-
inn aS því, — eða þá einhverjum
öörum, sem gert hefir þaS sama. —
Jlvorugt. — En sú heimska, aS
spyrja svona. Þeir, sem sækja elc
guðanna og 'gefa hann mönnunum,
eru fjötraðir og lagöir alls-naktir á
hvassar helluraðir. Flugvargar
heimsins eru látnir höggva þá sund-
ur. GuSimir eru þeim reiSir, menn-
imir eru þeim vanþakklátir; þeir
gleymast, og eldurinn, sem þeir
hafa sótt, kulnar út.-----Eitthvað
hlýturöu samt að hafa getaS gert
til gagns meS atkvæði þínu.”
Hann hallaði sér fram yfir borð-
ið og hálf-hvíslaði orðunum aS mér
“Herra löggjafi! — einn af vitr-
ustu og beztu mönnum þjóSarinn-
ar! — Heyrirðu, hvaö eg segi? —
Einn af vitrustu og beztu mönnum
þjóðarinnar. Þáð er ekkert smá-
ræSi! — Vitrari en þeir, sem vaða
í fiskikösunum á botnvörpunga-
þiljunum frammi á miðum, — betri
en þeir, sem vaða votengiö með hús-
körlum sínum að bogra viS áburS
og ofanafristu. — Þó þaS væri nú!
— Vitrari en þeir, sem skapa lista
verk til aðdáunar fyrir þessa þjóS
og aSrar. .Betri en þeir, sem vinna
í kyrþey og yfirlætisleysi aö því, að
Ieggja grundvöll undir eitthvað,
sem þjóðinni má verða til gagns og
sóma. — Mikil ósköp! — Miklu
betri — miklu vitrari!--------Þess
vegna hefirðu boðiS þig fram. Þess
vegna hefiröu boðiS þetta almátt
uga afl lýðræðisins að skola þér
upp á stjórnarpall landsins. Nú
ertu þar — meS alt þetta mikla vit
og öll þessi miklu gæöi. — Og þú
þarft ekki aö hugsa til að telja mér
trú um það, að þú hafir ekkert gert.
— Þú getur ekki komist hjá því,
að gera eitthvað — ef ekki gott, þá
ilt. Þ'ú gerir annaöhvort meS því
einu, að vera það, sem þú ert, og
þar, sem þú ert.”
Hann þagnaöi, hallaði sér aftur
aö stólbakinu og blés út úr sér
reyknum. En hann leit ekki af
mér. Þessi eitruSu hvæsnisaugu
hvíldu altaf á mér. Þau drápu niS-
ur allri dáö í mér — drógu bók-
staflega úr mér alt magn. Eg var
þarna eins og músin í klóm katt-
arins'. Um flótta var ekki að tala
Mér gat engrar undankomu verið
auSiö. — Eg fór aS sækja í mig
veðrið, til að svara honum ein
hverju, en þá byrjaSi hann aftur:
“Hvað hefirSu drepið marga
menn í dag?”
Nú var mér nóg boöiö. Þáö var
aS mér komiS að stökkva á fætur
og reka honum á kjaftinn.
“Ja — þaö, aS drepa menn, er í
sjálfu sér ekkert ilt. ÞáS gera auð-
vitaö allir miklir menn — og allir
löggjafar og allir alþingismenn.
Hitt skiftir mestú máli, hverja þú
hefir drepiS. — Á eg að telja upp
fyrir þér nokkur nöfn, svona rétt
af handahófi ? — í dag hefirðu
drepið Jónas Hallgrimsson, Albert
Thorvaldsen, SigurS Breiðfjörð,
SigurS málara, Jón Sigurðsson, Vil-
hjálm Stefánsson og...........’
"HvaSa bölvuS vitleysa veltur
upp úr þér!” brauzt fradí úr mér
með sliku afli, að eg hefði fráleitt
trúaS sjálfum mér til annars eins.
En dóninn lét sér ekki fatast. Hann
hélt áfram með sömu storkunar-
róseminni-:
“......... og sóma íslands og
sjálfstæði íslands — alt það skársta
og nýtasta, sem er aS berjast við
að vaxa upp á þessu vesalings landi.
Nú skal eg skýra þetta fyrir þér.
Veiztu ,hverjir af þessum ungu
sjaldgæfu gáfumönnum, sem þú
hefir neitað um styrk í dag, hafa
verið bornir til aS verða igildi þess-
ara manna, sem eg nefndi, hefði
Alþingi hjálpaS þeim? — Flestir
eru þeir nú dauðir fyrir fult og alt
Einhver j>eirra berst ef til vill viS
dauSann enn þá, vex upp og veröur
hálfur maSur viS þaö, sem hann
heföi orSiö, hefBi honum komið
hjálpin í tíma. Þetta eru hugsjóna
mennimir, spámenn framtíðarinn-
ar, og þú hefir drepið þá. Island
hefir mist þá, og fært upp úr þeim
hand-ónýta menn til allra hluta.
Einhverjir þeirra verða snýkju-dýr
á öðrum þjóSum, flakka um heim
inn, rótlausir og föSurlandslausir,
en íslendingar verða þeir aldrei
framar. — En þaS er fleira en þetta
sem þú hefir gert. Manstu, hvern
ig þú greiddir atkvæöi? Það er
varla von, því aö þú varst víst ekki
fyllilega vakandi. En eg man það.
Eg tók eftir því, og þess vegna lang-
aöi mig nú til aö tala við þ:g, af
því viö erum gamlir kunningjar. —
Manstu, hvernig fór um jámbraut-
ina ? — Landsspitálann ? — Tvær
stórbrýr? — Leikhús landsins--------
Sönglistaskóla landsins? — Nýja
háskólakennarann ?-------Það voru
pienn úr hinum flokknum, sem báru
þetta fram. Þess vegna — og að-
eins þess vegna — varstu á móti
því. — Svo komu mál, sem ekki
voru flokksmál. — SæmdarboSi,
sem útlend þjóö gerði ykkur, var
hafnaö — með þínu atkvæöi. Lof-
orð, sem útlendri þjóS hafSi verið
gefið, var svikið — með þínu at-
kvæði. Útlendur maður, sem unn-
ið hefir feikna-verk í þarfir íslands'
og varið til þess mestallri æfi sinni,
Á
k
When usinc
WILSONS \
FLY PADS
READ DIRECTiONS
CAREFULLY AND >
O^FOLLOW THEM/
EXACTLY,
y
/
Mikhi áhrifamelri len flusnapappír.
Hrein I meðferð. Seldir í öllum
lyfjabúðum og 1 matvörubúðum-
átti aS fá ofurlitla viöurkenningar-
gjöf. En þess var synjaö — með
þinu atkvæöi; samvizkan þekti
hann ekki. MaSur, sem vinnur
fyrir styrk, en ekki embættislaun,
varS veikur, og var þá — auðvitaö
— sviftur styrknum — meö þínu
atkvæði. Burt meö álla lands-
ómaga, hrópa háttvirtir kjósendur.
— Maður, sem haft hefir styrk í
mörg ár, og getið sér góðan oröstír,
var sviftur honum meS þínu at-
kvæði. Hann haföi gerst svo
djarfur, að láta í ljós landsmála-
skoöun, ólíka vkkur. Nú verður
hann að hætta við lífsstarf feitt
hálf-gert, lífsstarf, sem enginn ann-
ar er fær um aS taka upp, en sjálf-
ur verður hann aS fara með vinnu
sína á annan markað, þar sem fult
er fyrir af miklu færari mönnum
Háttvirtir kjósendur hrópa: Burt
meö bitlinga! — Maöur, sem lifir
á embættislaunum, sem höfðu þótt
sæmileg fyrir einum 30 árum, og
altaf hafa verið látin standa í stað,
bað um launaviðbót. Honum var
neitaS um það—með þínu atkvæði.
ÞjóS, sem öld fram af öld hefir
,svelt hjúin sin, vill auövitaö líka
svelta embættismenn sína, þegar
þeir eru orðnir henni háSir. — Mað
ur, sem varið hefir öllu lífi sínu til
almenningsþarfa, og notið styrks og
uppörvunar og almenns trausts.
sækir um ellistyrk, gamall og lúirr.
og honum er neitað um hann—með
þínu atkvæSi. Burt með öll eftir-
laun! hrópa háttvirtir kjósendur.—
— Þing, sem skipað er mönnum
eins og þér — nógu mörgum —,
hefir ekki snefil af drenglyndi eða
sómatilfinningu. Það rifur þaS
niður, serrt fyrri þing, betur skipuð,
hafa bygt upp. — Þáð svíkur menn
í trygðum — það er cerulaust! —
Þetta er það, sem þú hefir gert
á þinginu!-------Hvemig lizt þér
á, vinur? — Ertu ekki hrifinn af
slíku himnalagi ?”
“En þegar háttvirtir kjósendur
heimta af manni að maöur spari —
stamaði eg.
Hann hallaði sér aftur fram yfir
borðið til mrn og hvrslaSi undur
bliðlega:
Já, vinur minn, þú ert gott barn
og vilt vera hlýðinn kjósendum
rínum — háttvirtum, vo að engu
sé gleymt. — En hefirSu litiö ofan
í sukkið — rétt litið ofan r það?
Eg á viS þetta, sem háttvirtur meiri-
hluti — hver sem hann nú er —
heldur hendinni yfir? — Eg á við
sjálfa krásina------þetta, sem þér
þóknaðist aS kalla “bein” áðan og
þér þóttu helzt til mögur, — þetta,
sem gangur til flokksþarfa í ýms-
um myndum, eða til aS borga
skuldir flokkanna frá síöustu kosn-
inga-erjunum, og skuldir flokks-
gæðinganna, — þetta, sem fleygt
er í hinn flokkinn, til þess aS sýna
einhvern svolitinn lit á réttlæti. —
þetta — þetta,------jæja, þú veizt,
hvaS þaS er, sem eg á við — allar
þessar grimuklæddu mútur — allar
þessar bragðgóðu svínsteikar, sem
hvergi koma beinlínis fram, —
eða þá undir alt öðru nafni og yfir-
skyni, en því réítta. ÞaS er fögur
dygð í augum háttvirtra kjósenda,
að taka duglega ofan í lurginn á
stjórninni fyrir eySslusemi, — en
stjómin er æfinlega sparsemin sjálf
r samanburði við yfirstjórnina —
þú skilur — alla þessa ráðherra-
ráðherra, sem engum manni gera
reikningsskil. — Þarna er ekki ver
iS að spara, vinur minn!------Þ’etta
væri alt saman guðvelkomið, ef eft-
ir ykkur lægi nokkrt nýtilegt verk,
nokkuð, sem ykkur væri til sóma,
nokkuö, sem bæri vott um þaö, að
þið ættuS skilið aS lifa.”
Framh.
Bókmentir.
Arbók hins íslenzka fornleifa-
félags 1915.
Lögbergi hefir veriS send þessi
bók og er hún sannarlega þess virði
aö hennar sé minst. Þar er hver
ritgerSin annari fróðlegri og merki-
legri og hefir Matthías ÞórSarson
ritað mest r þetta hefti.
Bókin er í stóru tímaritsbroti, 100
blaSsíður á stærS á vönduðum
pappir.
Fyrst er æfisaga Brynjúlfs Jóns-
gonar frá Minnanúþi, hins þjóð-
kunna fræðimanns. Er hún rituö
af séra Valdimar biskupi Briem;
enda mun engum hafa verið það
verk ljúfara en honum. Brynjúlf-
ur sagði núverandi ritstjóra Lög-
bergs frá þvr árið 1895 að margir
hefðu velt steini úr götu sinni, en
engum ætti hann eins mikið að
þakka og séra Valdimar Briem
enda voru þeir nánir vinir þar til
dauSinn skildi þá.
Brynjúlfur var óefað einn hinna
allra einkennilegustu manna sem
ísland hefir átt í seinni trð, og það
er stórmerkilegt ViS þessa æfisögu
hans eftir séra Valdimar, að hún
sýnir það eins er honum var áfátt
og hitt, er honum var vel gefið
þvr þótt hann væri bæði gáfu- og
mannkosta maður, átti hann sina
bresti eins og allir aðrir; á æfisögu
margra manna er þannig litiS sem
þær séu aöeins sykraðar líkræSur
—og þvr miöur vill þaS oft verða
þannig; en meS því móti tapa þær
gildi sínu.
Um þessa æfisögu er ekki hægt
aö segja slíkt. Þar er Brynjúlfi
hrósað að veröleikum og sýnt fram
á hversu merkur maSur hann
var, en þar er jafnt skýrt
frá því er honum var áfátt. Ti
dæmis er þessi kafli í ritgerðinni
“Brynjúlfur var r mörgu einkenni-
legur og að ýmsu leyti mótsetninga-
maður. Hann var afbragös vits-
munamaður, en var þó hins vegar
í ýmsu barnalega einfaldur, og á-
geröist það með aldrinum. 'Hann
var r mörgu glöggur rannsókna
maður, en þó oft æriö auötrúa; kom
þaö stundum að baga er um vís-
indaleg efni var að ræða, eða ein
hvern sögulegan fróðleik; kom hon-
um þá einatt ekki til hugar að
kryfja það til mergjar, þvr að eng
um gat hann ætlað að fara með
rangt mál; enda var það mjög f jarri
sjálfum honum að gera slíkt vilj
andi.
Hann var efagjarn r trúarefnum,
en þó eigi aðeins mjög trúhneigöur
yfir höfuð, heldur og einkar
hneigSur til trúar á állar kynjar og
dularfull fyrirbrigSi. Hann gat
stundum enda sýnst dálítiö hé-
gómlegur, en var þó reyndar mjög
svo hógvær.
Einnig gat hann stöku sinnum
sýnst smámunalegur, en var þó r
rauninni mesti öðlingur. Hann
áleit sér og öðrum leyfilegt að láta
flest eftir sér, en var þó að hinu
leytinu oftast strangur viS sjálfan
sig, en það var hann aldrei við aðra
og gerSi gott úr öllu. Hann var
stakasta góðmenni og þar var engin
mótsetning. Hjartagæzka hans var
altaf söm við sig. Þar var hann
altaf samur og jafn.
Einkennilegt var það að hann
með sínum fjölbreyttu gáfum sýnd,-
ist vera gjörsneiddur sönglistar
hæfileikum. Eigi að síöur reyndi
hann að semja aönglög og syngja; ir
en hvorttveggja mistókst náttúrlega
meS öllu. Henti hann sjálfur og
aðrir oft gaman að. En hann vildi
fást við alt.”
Mynd af Brynjólfi fylgir æfisög-
unni prentuð á ágætan pappir.
Þá er r ritinu grein eftir Matt
hías Þórðarson fornmenjafræðing
um fornfræöistörf Brynjúlfs. Segir
þar vel og greinilega frá rannsókn-
um hans og ritum.
“Um Skjaldarmerki íslands'”
heitir ritgerS einnig eftir Matthras
ÞórSarson og önnur um “Elztu
drykkjarhorn” eftir sama höfund.
Eru báðar þessar ritgerðir einkar
fróðlegar og skemtilegar; einkum
þó hin síöari, um drykkjarhomin.
Lögberg birtir hana siðar og er
hennar því ekki frekar minst. Þess
skal þó getið að henni fylgja frá-
bærlega vel prentaöar myndir af
sjö drykkjarhornum. þar á meðal
af drykkjarhomi Eggerts lögmanns
Hannessonar, sem er á listiðna-
safninu í Kristjaníu.
“Glúmshaugur” heitir ein ritgerS-
in enn eftir sama höf. Er þar birt
bréf frá Markúsi bónda Jónssym
i Bakkakoti í MiSallandi til Matt-
híasar viövíkjandi haugum og kveð-
ur hann loga hafa sé*st oft og mörg-
um sinnum þar sem haugurinn eigi
að vera.”
Öxin Rimmugýgr” heitir næsta
ritgerð, er hún eftir Pál Eggert
Olason. Heldur höf. því fram
samkvæmt góSum heimildum að
öxin hafi fariö til Danmerkur meS
öðrum dýrgripum. I fréfi frá Jóni
biskupi Vrdalíns til Rabens stift-
amtmanns 25. ágúst 1740 segir höf.
Ritið er hiS eigulegasta fyrir
margr hluta sakir og ætti aS vera í
sem flestra höndum.
Ritið kostar 3 kr. f$i.oo hér) og
fæst hjá Þörhalli biskupi Bjarnar-
syni, sem er féhirðir félagsins.
Skýrsla til fornmenja-
varðar.
um fund fornrar kirkjurústar og
grafreits ð Syðra-Fjalli
haustið 1915.
Á næstliönu hausti, eða um mání
aöamótin október og nóvember, lét
eg starfa aS túnsléttu austanvert viö
íbúðarhús mitt. Voru þar einkan-
lega tveir hólar er eg lét rífa niður
og færa r lægðir, sem þar voru í
grendinni. Bar hinn syðri nokkr-
ar menjar þess, að á honum væri
fom og uppgróin rúst. Austan í
þeim hól miðjum varð vart viö
mannabein; tvær hauskúpur og
kjálkar áfastir viö aöra, og enn-
fremur nokkrir leggir og fleiri
bein. Lá þetta reglúlaust. En er
ofar kom í hólinn, uppundir hina
fornu rúst, er áður er getið um,
varð vart við foma grjóthleðslu, er
seinna kom í ljós aS var tóft, er
sneri austur og vestur. Var lengd
hennar um 12 álnir aS utanmáli, en
breidd um 8 álnir. Innanmál var
tæpar 8 álnir lengdin, og tæpar 6
breiddin. Sást þetta glögt og vel,
því aS grjótið var órótað og ósnar-
að að mestu, bæði að utan og inn
an, en ekki var það nema eitt og
tvö lög. Ofan á grjáthleðslunni
var nálægt álnar þykt af mold og
rofi, ösku og grassveröi. Rúst sú,
sem vottaði fyrir ofanjarðar, virtist
vera af minni og yngri byggingu.
Austanundir tóftargaflinum urð-
um viS varir við einar 6 eða 8
beinagrindur. En vel gátu þær hafa
verið þar fleiri, því við þurftum
ekki að rifa jafn djúpt niöur þar
og aS austan. Fann eg sumar þeifra
sökum þess, aS eg tók eftir því að
linara var fyrir rekunni, er henni
var stungið niður, en annarsstaðar,
eg gróf svo niður og kom þá ofan
á beinin. Aö norðanveröu og vest-
anverðu við tóftina fundum við
engar grafir, sem ekki var von,
því þar grófum við nálega ékkert
niður, þareð svo hagaði til, að þess
þurfti ekki. öll þessi bein virtust
vera órótuð og svo frá þeim gengið
sem venja er til við jarösetningar
líka nú á dögum. Lágu þau frá
vestri til austurs og horfðu mót
austri. Þóttumst viS sjá fyr-
víst að kistur hefði veriS
utan um þau. Voru þær þó svo
fúnar, að ekki var annaö að sjá en
rauöleita, eða dökkleita rák í mold-
inni, eða mölinni. Ep þegar efni
hennar var tekiS og flett í sund-
ur, mátti glögt sjá, að það voru tré-
leifar, þótt þaS væri svo fúið og
morkiS að það mætti tæja það
sundur sem morknaða stararkólfa.
Beinin aftur á móti voru bisna lít-
ið fúin. Hauskúpurnar stráheilar,
hvitar og fallegar; kjálkar og tenn-
KAUPMANNAHAFNAR
Vér ^ábyrgj-
umst það að
vera algjörlega'
hreint, og það
bezta tóbak
heimi.
Ljúffengt og
endingar gott
af því það er
búið til úr safa-
mikluenmildu
tóbakslaufi.
MUNNTÓBAK
að það sé tekið fram að þxin hafi
verið send meS Eyrarbakkaskipi
ásamt minnishornum. En svo seg
ir höf. að öxin hafi verið send til
íslands aftur því við afhending
Skálholts kirkju 31. júlr 1747, þeg
ar Ólafur biskup Gíslason tók við,
sé öxin talin með eignum kirkjunn-
ar; er hennar altaf getið við úttekt-
ir kirkjunnar þangað til 1805, og
telur höf. sjálfsagt aS hún hafi þá
komist í hendur Grími Thorkelin.
Þá er “Athugasemd um Rimmu-
gygi” eftir Matthías Þórðarson,
visindaleg grein, vel skrifuð og
fróðleg.
Seinasta ritgerðir er skýrsla til
fornmenjavarðar um fund fomrar
kirkjurústar og grafreits á Syðra-
Fjalli haustið 1915. Þessi ritgerð
er tekin upp hér í blaðið.
AS endingu eru langar skýrslur
eftir Jóhannes Þorkelsson hrepp-
stjóra um viðbót við ÞjóSmenja-
safnið árið 1914; Skýrsla Forn-
leifafélagsins, ASalfundur félags-
ins 1915; stjóm félagsins, reikn-
ingar jvess og félagatala.
ur eins, og leggir hið sama, margir
hverjir. Mun það hafa hjálpað til
>ess, aS líkin höfðu verið grafin
pfan i þurra hraunmöl og jarSveg-
urinn glerharður og skraufþur þar
ofan á. Nálega allar kúpurnar
virtust vera af gömlum mönnum,
>ví samkomu beinanna í þeim var
naumast hægt að sjá; svo voru þær
samangrónar. Ein unglingsbein
fundum viS. Auk þessara beina
sem eg hefi nefnt, fundum við
beinagrindur einna 5 eða 6 ung-
bama. Voru ein þeirra svo smá-
vaxin, að eg gæti bezt trúað aS þau
hafi veriS úr ófæddu eða ófullaldra
bami. Voru þau hjá beinum úr
fullorðnum manni ('móðurinni ?).
Engar menjar neinna muna fund-
um við, nema ryðgaðan jámnagla
einni gröfinni. í norðausturhorni
tóftarinnar var stoöarpartur, sem
stóð þar upp og ofan um hálft ann-
að fet á lengd, fúinn mjög, þver-
sagaður fyrir neSri enda. Suður-
vegg og austurgafl tóftarinnar reif
eg upp, því þess þurfti, en norð-
urvegg og vesturgafl rótaSi eg ekki.
ÞaS viröist vera auðsætt, aS hét
sé fundin forn kirkja og grafreitur,
þótt í engum sögum eða ritum sé
hennar getið, svo kunnugt sé. Má
vera aS hún hafi aðeins verið hálf-
kirkja eSa bænahús, því grafiö mun
stundum hafa verið að þeim. Það
má telja vist að hún hafi veriö nið-
ur lögð 1318, því í AuSunnarmál-
daga Múlakirkju er ekki getiö
neinnar hálfkirkju eða bænahúss í
sókninni, sem þó mun venja hafa
verið, ef nokkur voru. Yngri rit
geta þess heldur ekki svo mér sé
kunnugt um, nema hálfkirkjunnar
í Skriöu. Má því ætla, að grafreit-
ur þessi og kirkja sé frá 13., 12. eða
jafnvel 11. öld.
ÞaS er að eins i einum stað 1
fornritum vorum, sem ætla mætti
að bent væri í þá átt, að hér hafi
kirkja vérið; en það er í sögu GuS-
mundar biskups Arasonar. Þar er
þess getið, að sumar eitt (um 1220
minnir migj fór biskup “norðr til
Reykjadals ok þar dvaldist biskup
lengi um sumariö”. Þar er hans
fyrst getiö í Múla, þá á Einarsstöö-
um, síðan á Grenjaðarstöðum. Svo
ætlaöi hann í Múla annaö sinn, en
varð frá að hverfa, af því honum
var varinn staöurinn. Þá fór hann
að Stað í Kinn. Þaðan fór hann
undir Fjall (2. mánudaginn er
biskup undir Fjalli”). “SíSan fer
biskup á Einarsstaöi og þaðan á
Helgastaði” og varð þar bardaginn.
Úr Helgastööum fór hann í ÞVerá
í Laxárdal. Allir þessir bæir eru
kirkjustaðir (eða voru), sem kunn-
ugt er nema Fjall, og liggur nærri
að ímynda sér, aö Fjall hafi verið
það þá líka og að höfundurinn hafi
gert sér það að reglu, að geta að-
eins um veru biskups á kirkjustöð-
unum. Enda mun hann hafa að-
allega lagt leiðir sínar á þá.
Fjalli, 25. des. 1915.
Jóhannes Þorkelsson.
Athugasemd.
Eg birti framanskráða skýrslu
af því að hér virðist vera um veru-
lega fornan grafreit að ræða, senni-
lega frá 12.—13. öld, svo sem höf-
undurinn ætlar. — GuSm. biskup
kom hingað 1220 og eru líkur til
að hér hafi þá veriS kirkja. — Er
vart varð beinanna leitaði Jóhann-
es til min meS símtali og spurði
hversu meS skyldi fara. Þar eð
ekki virtist útlit fyrir að hér mundi
um upptök fomgripa að ræSa og
svo var ástatt sem var aS öðru leyti,
fól eg honum að rannsaka þetta
S'em þezt og senda mér ’glögga
■skýrslu um. — Votta eg honum
þakklæti fyrir.
Matthías Þórðarson.
—Árbók hins ísl. fomleifafél.
Duluth mikill heiður og meira en
það, lagt undir sig alt Minnesota
ríkið. (He attained the highest
honors of the state of Minnesota).
Á laugardaginn 10. júní síðastl.
lék Skúli íþrótt sína í að hlaupa,
ásamt fleiri íþróttum, og var það i
síöasta skiftiö viS þenna skóla.
ÞaS þarf naumast að geta þess, að
Skúli var sem fyrri, á undan öllum
sem hlupu á móti honum og hefir
hann nú fengið fjölda af heiðurs-
peningum og silfurbikurum, svo
nafn hans stendur nú skrifað með
skíru letri í vitnisburSarbókum skól-
ans í bæ þessum.
Bóknám Skúla er einnig í bezta
lagi og útskrifaðist hann með mikl-
um heiðri. Næstliðinn vetur var
,hann einn af þremur kjörinn til að
láta heyra mælsku sina í samkepni
við skóla í Superior í Wiskonsin.-
ViS uppsögn skólans hélt Skúli
ræðu. Innihald he'nnar var: “Orsök
til glæpa” þThe Cause of CrimesJ.
Skúli kom vel fram, hafSi góSa
rödld, sem heyrðist um allan skóla-
salinn og voru þar fleiri þúsund
manns, eins og vanalega er við slík
tækifæri. Skúli var fyrsti ræðu-
maður af sex, sem töluSu, þremur
piltum og þremur stúlkum og er
óhætt að segja að hann gerði bezt
af þeim öllum og betur en nokkur
annar íslenzkur stúdent, sem út-
skrifast hefir af þessum skóla, en
þeir munu vera 18 aS tölu i alt og
er þaS há tala í samanburði viS
þessa fáu Islendinga, sem hafa lif-
að í Duluth hin síöustu 20 eða 30
ár.
Landran í fararbroddi
Úr blaðinu ‘Herald’ í Duluth, Minn.
Grein þessa hefir herra Sigfús
Magnússon í Duluth sent Lögbergi
og kunnum vér honum þakkir fyrir.
—Ritstj.
Hraustasti iþróttamaSurinn í
Minnesota er Skúli Hrútfjörð.
Hann lauk miðskóla námi á Central
High School í Duluth, Minn. síð-
astliðið vor og hefir getið sér góð-
an oröstír viS þenna skó'la, bæði
fyrir nám og íþróttir.
Tuttugasta og sjötta maí reyndi
hann hlaupa-íþrótt sina við 340
menn í Minneapolis og vann hann
fyrstu verölaun í fimm atförum.
Skúli hefir því gert háskólanum í
Stríð og tollar.
Eg get ekki talaS um stríSið sem
yfir stendur; en eg get talaS um
þaS hvemig halda megi stöSugum
friSi þegar stríðið er úti.
HindraS verzlunarfrelsi er frum-
orsök allra stríða. Hver einstök
þjóð verSur aS hafa sama frelsi og
allar aSrar þjóðir hafa. Til dæmis
veröur Þýzkaland og allar aðrar út-
lendar þjóðir að fá að skifta við
Missouri með nákvæmlega sömu
skilyrðum og ríkið Maine.
ÞaS er sama sem að afnema toll-
húsin í öllum heimi. Slík breyting
lætur óefað illa í eyrum margra; en
það er min einlæg sannfæring að
sú breyting hljóti aS komast á, ef
vðr ætlum oss að fá og varðveita
heimsfriS. Tollhúsin eru til verzl-
unathindrunar. Og alt ,það sem
hindrar frjáls viðskifti orsakar
stríð.
Þegar menn geta verzlaS hvar
sem er og alstaðar án nokkurrar
hindrunar, alveg eins og Massa-
chusettes gátu skift við Califomiu.
þá er brottu numin aðal orsökin til
stríöa og styrjalda, milli siðaSra
þjóða. AuSvitaS verSur eftir sem
áður deilt um ýmislegt og alls kon-
ar þjóða óþægindi, eins og t. d. ó-
eirðimar í hinni ómentuðu Mexiso,
en þess konar hindranir verða með
tímanum yfirstignar meS mentun
og uppfræöslu.
French E. Chadwick flotaforingi
Bandaríkjanna. Tribune 4. júlí 1916
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiniimiimiiii
Smyrjið Brauðið Með Því
Gerið smákökur, Pie og
Pastry sœtt með* því.
Ljúffengt, heilsusamlegt og ódýrt
Hjá öllum matsölum
iiiiiiiinniiniiiiiiiiiniiiiiiiiuiiiiiiiuiiiniiiiiiinimminiiininiiiiiiiniiiiiii
í 2., 5., 10. og 20. punda. dósum.