Lögberg - 13.07.1916, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLI 1916.
Minni Narrowsbygðar.
Narrowsbygð með hlýjan hljóm,
heið á fríðum sumardegi,
þar sem há við öldu óm
eikin teygir fögur blóm;
öll þín böm með einum róm
óska heill þín vaxa megi.
Narrowsbygð með hlýjan hljóm,
heið á fríðum sumardegi.
Hér við íslenzkt ættarmót
upp í skjóli blómin spretta,
stofninn þinn af þéttri rót
þrekinn drengur, göfug snót,
skulu vinna vega bót,
vel og lengi kranz þér flétta.
Hér við íslenzkt ættar mót
upp í skjóli blómin spretta.
Stefnum allir eina braut:
áfram til að ryðja veginn,
samúð gegnum sæld og þraut
sigurlaunin verðug hlaut,
von og friður vígja skaut;
viljinn gefur afl og megin.
Stefnum allir eina braut:
áfram til að ryðja veginn.
pó að fámenn sé vor sveit
sækjum djarft, og höldum velli,
hefjum sjón í lífsins leit,
látum blómin prýða reit,
gegnum dáð og göfugheit,
gegnum bernskutíð og elli.
pó að fámenn sé vor sveit
sækjum djarft, og höldum velli.
M. Markússon.
Kol og fiskur.
England haföi neitaS norska
fiskifíotanum um kol. Honum er
með því algerlega fyrirmunaö að
færa seT í nyt fiskiveiðar við Is-
land.
iÞétta er þjóðinni svo mikið tap
að mörgum miljónum króna nem-
ur.
Óvenjulega mörg skip höfðu ver-
ið til þess búin í þetta skifti að reka
fiskiveiðar við ísland, en nú liggja
þau aðgerðarlaus heima.
En nú gerir aðalumboðsmaður
fiskiveiða Norðmanna það kunn-
ugt að England sé reiðubúið áð láta
porska fiskiflotann hafa kol með
þeim skilyrðum að öll veiðin sé
seld Englendingum fyrir það verð
er þeir sjálfir ákveði.
Ef Englendingar noti sér ekki
þann forkaupsrétt, þá megi fiski-
eigendur selja í Noregi eða Sviþjóð
eða annarsstaðar, þar sem Englend-
ingar leyfi sérstaldega, en annars-
staðar ekki.
Flotinn leggur nú bráðlega af
stað, því samningarnir hafa verið
undirskrifaðir og kolin eru komin.”
“Ugebladef’ 6. júlí 1916.
Snorraminni.
Þar sem hringur heims er undinn
hljóðu inni í fræöaranni
andans ríki óð er háð,
orðlög skipuð goði og manni. —
Lina af skugga á ljósa grunninn
letrar þjóða og alda ráð,
merkir svip á mál og dáð,
mótar hvaðan æð er runnin.
Slagur hans er íslands eigin,
aldagleymdu kveðinn lagi.
Flutt er drápan höfughend
■— hljóðaskáld var ekki Bragi;
,dýr strengur aldrei slitinn,
úð ei blandin lágri kennd,
málsins glóð í minnið brennd,
máttur orðs og hugar vegin'n. —
Mæni yfir myrkrin spenna ,
málsins ’grip, sem Snorri kunni.
Brú til lífs um hvolfin hálf
heitin er á bamsins munni.
Höfin sig við himin kenna,
hof sig býr um klettsins álf.
Tunga íslands yrkir sjálf —
ættar saman hugi tvenna.
Stilling ljóðs sem byrgður bjarmi
boð um sefans riki hermir.
Tryggust máli, trúust vin
taug við dulin kurl sig vermir.
Þögult undir hlátri og harmi
hætti telur Braga kyn.
— Dýpsta rót ber hæstan hlyn.
Heitt slær negg þó lypti ei barmi.
Heiðnidygð skin hans af kveldi:
— Hjartans sök skal varúð gjaldast
Höndin réttist. Heitið gefst.
Hljótt er brjóst—en festar haldast
Þá er reynd og vit að veldi;
véum munans skipað efst.
Ástasagan aldna hefst
arinvígð, að földum eldi.
Trúnað manns mun veitast vandi
vega fram þar Snorri endi.
2 SÓLSKIN
sá þá Tomma standa rétt hjá sér, og
með honum var heill hópur af ketl-
jngum. Einn þeirra var grár, ann-
ar gulur; og hún sá líka svarta og
hvita ketlinga, en merkilegast þótti
.henni það, að þar var lika bleik-
rauður ketlingur með bláum rósum,
alveg eins á litinn og bollinn henn-
ar mömmu hennar.
Beta varð hálf-smeyk; en ekki
batnaði þegar Tommi fór að tala:
“Félagar góðir!” sagði hann,
“þetta er hún Beta, litla stúlkan
sem segir ósatt.”
Grái ketlingurinn horfði á hana
með raunasvip og hristi höfuðið.
“Er það stúlkan sem sagði að þú
hefðir brotið bollann?” sagði hann.
“Já”, svaraði Tommi.
“Hvers vegna gerðir þú það?”
spurði feitur, svartur ketlingur.
Svara þú okkur, Beta, og segðu
okkur hvers vegna þú ert svona
vond stúlka.”
“Eg ætlaði ekki að vera vond”,
svaraði Beta, og röddin skalf af
hræðslu. “Bollinn hennar mömmu
var fyrir mér, og mér varð það á
að koma við hann."
“En hvers vegna kendir þú
Tomma um það?” spurði guli ketl-
lingurinn, “og hvers vegna baðst þú
ekki vinnukonuna um að gefa
Tomma mjólkina sína? Aumingja
Tommi er nú ákaflega svangur.”
“Eg sé ósköp mikið eftir því”
svaraði Beta.
“En hvað hjálpar það mér?”
sagði Tommi, “ekki verð eg saddur
fyrir því. Eg hefi engan miðdegis-
mat fengið i dag, og ef til vill fæ
eg heldur engan kveldverð. Farðu
til hennar mömmu þinnar, Beta, og
segðu henni sannleikann, og þá
segir hún vinnukonunni að gefa
mér matinn minn.”
“Nei, það á eg ómögulegt með”,
svaraði Beta.
Bleikrauði ketlingurinn með bláu
rósunum hafði enn ekkert lagt tíl
málanna. En nú tók hann til máls
og sagði: “Kettir góðir! Hún
Beta litla er vond stúlka. Hún
skrökvaði upp á hann Tomma, svo
að hann var látinn svelta, og nú
vill hún ekki segja mömmu sinni
sannleikann. Tommi verður að fá
eitthvað að borða. Hvernig væri
að láta hann borða hana Betu?”
Beta ætlaði að flýja, en hún gat
ekki hrært legg né lið, og kettirnir
fóru að stækka og st.ykka, þangað
til þeir voru orðnir helmingi stærri
en Beta. Og svo fóru þeir allir að
sleikja lappirnar, eins og þeir héldu
að Beta væri litil mús. En þegar
þeir ætluðu að fara að ráðast á
hana, rak hún upp hátt hljóð og—
Beta lauk upp augunum. Það
var orðið dimt í garðinum og hún
sá þar ekki einn einasta kött. Og
þá skildi hún, að þetta hafði verið
draumur, en hræðilegur draumur;
og hún stökk á fætur og flýtti sér
heim til mömmu sinnar.
“Elsku mamma mín!” sagði hún
og tók báðum höndum um háls
henn. “Það var eg sem braut bleik-
rauða bollann með bláu rósunum.
Viltu ekki fyrirgefa mér og gefa
Tomma mjólkursopa?”
“Jú, víst vil eg fyrirgefa þér,
elsku litla stújkan mín”, svaraði
mamma hennar. “En það var ósköp
ljótt af þér að kenna aumingja
Tomma um það sem þú gérðir
sjálf. Vilt þú nú lofa mér þvi að
Iáta annað eins aldrei koma fyrir
aftur og segja mér alt af satt?”
Beta gerði það, og mamma henn-
Hver er sá sem guðs um geym
glöggar mensku auga rendi?
Aldrei hóf sig hærra í landi
hjartagrein á siðum tveim.
Seint mun faðma himnaheim
hugartökum stærri andi.
— Handan lofts og elds og unna,
innan skynjun jarðarmanna,
skáldatungan námi nær —
nefnir sér, hváð auga ei kanna.
Yfir grendir alls hins kunna
orðsins helgi málið slær,
lyftist hærra en lífið grær,
Ieitar undir dauðans grunna.
— Visni hvel og veröld þrotni,
víti sjálft til bana hitni,
yst á þremi eldforn svör
Eddu bera himnum vitni.
þegar fyrir dauða og drotni
dvina mannleg orð á vör
nemur hinsta norræn ör
næst, að andans drómar brotni.
Kringum hvílur hafs og jarðar
hróðrarmálin standa á verði.
Aldrei Sturlungs ættarblóð
arfinn dýra lægi og skerði.
Verpist sandar, grói og garðar,
geymast nöfn hjá íslands þjóð.
Yfir málms og moldar hljóð
mátkir hefjast orðsins varðar.
Þjóðaróðs nú eyðast hlekkir,
eins og vaxi brjóst frá stakki.
— Áður hér er öld var frjáls
orðin bundu sveinn og sprakki.
Glumdu af stefjum gylfa bekkir
Gunnar kvað að boði Njáls.
Snilldin fylgir Snorra máls
Snælands bami, er sjálft sig þekkir.
Dýrðarminning. Dánarsaga.
Dómur lifs í Norðurhögum;
æsku vorrar yöggugjöf —,
vemd vors nafns í þjóðalögum.
Ljómi hátt til hinstu daga
höggin rím á tímans gröf,
þar sem eyþjóð' yzt við höf,
erfði konung máls og braga.
öllum röddum köllun kemur.
Knýjum gýgjur öldnum hljómi.
Gangi drótt til dómahrings,
drepi á streng og lyfti rómi.
Ásgarðs heilög hirð hún semur
hugarmenning íslendings.
Stigi fram á þrepum þings
þjóð, sem málið endumemur.
Binar Benediktsson.
—Þjóðstefna.
Or bygðum
Islendinga.
Norður á milli vatnanna.
Síðastliðinn vetur skrifaði Ólaf-
ur Thorlacius mér fyrir hönd
Betel safnaðar við Manitoba vatn,
og mæltist til þess að eg yrði hjá
söfnuðinum yfir páskana. Varð eg
við ósk hans og messaði hjá söfn-
uðinum á páskadaginn, og aftur
messaði eg hjá söfnuðinum nokkru
seinna.
Flutti eg líka guðsþjónustur hjá
hinum söfnuðunum þremur; eina
hjá Betaníu söfnuði og fjórar hjá
Jóns Bjarnasonar söfnuði, og eina
hjá Skálholts söfnuði. Ætlaði eg
mér að fara til Hóla safnaðar, en
atvik hömluðu því.
Miðvikudaginn 7. júní var eg
staddur í Bluff í húsi -Ingimundar
Erlendssonar. Kom þá nálega alt
nágrannafólkið saman þar til þess
að kveðja Valgerði konu Ingimund-
ar, sem dvelur um stund hjá dóttur
sinni Margréti, sem ásamt manni
sínum flytur búferlum til Ashem
Point; Heldur Ingimundur við bú-
inu á meðan með bömunum tveim-
ur, Einari og Helgu.
Lengi er heimili þetta búið að
standa opið ölium gestum og gang-
andi á nótt og degi, og aldrei neitt
til sparað að hver maður nyti
beztrar hjúkmnar og greiða. Gripu
menn nú tækifærið til þess að tjá
hjónum þessum maklegt þakklæti
og virðingu. Konurnar færðu Val-
gerði ruggustól og gullnisti, hvort-
tveggja kjörgripi; þær höfðu með I
sér vistir og stóðu mönnum fyrir
beina af mikilli rausn; stóð veizla
sú til morguns. Menn skemtu sér
með söng og leikjum, og héldu svo |
heimleiðis þreyttir og ’syf jaðir, en
i góðu skapi.
Þriðjudaginn 13. júní fór eg úr
Siglunes bygðinni yfir vatnið til
Jóns Loftssonar. Eluttu þeir mig
Guðjón Runólfsson og Ólafur son-
ur Jóns K. Jónassonar, átti Jónas
skipið. Flutti J. Loftsson mig til
Jóhanns Jóhannssonar; fékk eg
hjálp þaðan til Davíðs Valdimars-
sonar, sem kom mér til Langruth;
þar tók C.P.R. við mér og kom mér
á kirkjuþingið, þaðan heim.
Á Langruth flutti eg eina guðs-
þjónustu og aðra á Wild Oak.
Skylt er mér að minnast með
þakklæti allra þeirra, sem eg kom
til á þessari ferð, því alstaðar mætti
mér einlæg velvild. Létu menn
ekkert ógert til að keira mig og
greiða veg minn á allan hátt, sýndu
menn ástundaða viðleitni til þéss
að mér mætti að öllu letyti líða sem
bezt.
Árborg P.O., 30. júní.
Sig. S. Christopherson.
Rutsell prestur fær ekki að
til Canada.
koma
Allir hafa heyrt talað um hinn
mikla prédi'kara Russell. Haiin
hefir ferðast um Banrlaríkin og
Austur-Canada að undanförnu og
flutt fyrirlestra um ýms efni.
A föstudaginn var ætlað, hann að
flytja fyrirlestur á Walker 1-ikhús-
inu, og xar umræðuefnia: “Ileim-
uri:m 1 björtu báli”.
Leikhúsið var troðfult löngu áð-
ur en tími var kominn ti« að byrja.
En þá kom sú frétt eins og þruma
úr heiðskýru lofti að Russell hefði
verið kyrsettur vjð línuna. Hann
er eindregið á móti stríði og hefir
flutt ræður í Toronto og víðar á
móti því að menn færu í herinn.
Þetta var ástæðan fyrir því að hon-
um var bönnuð landganga í Can-
ada. Var álitið að hann mundi
hafa áhrif á menn á móti stríðinu.
CANADISK
SKANDINAVA HERDEILD
(Overseas Battalion)
UNDIR STJÓRN
Lt.-Col. ALBRECHTSEN
Aðal- skrifstofa:
1004 Union Trust Bldg.
Stjórnað eingöngu af Skandinövum og liðsafnaður allur undir þeirra umsjón
Skandinavar beðnir að ganga í þessa deild. INNRITIST STRAX
Kynnisminning Þorb. Þorvarðsson.
Kynning hans var logskært ljós,
leið mér þvers um veginn;
er
En nú er líf hans lítil rós
í lundinum hinum megin.
Þ. B.
Þjóðverjar höfðu hertekið 2,554
borgir.
Skýrsla sú sem hér fer á eftir er
tekin upp úr “Free Press” 4. júlí,
og sýnir hún hvílíkt voða tjón það
pr, sem Þjóðverjar hafa valdið á
Frakklandi. Skýrslan er eftir op-
jnberum skýrslum Frakka.
“Paris 4. júlí. Sjö hundruð fim-
tíu og þrjár sveitir ('Townships)
þafa verið eyðilagðar, sumar að
,nokkru og aðrar með öllu, af hern-
aði á Frakklandi síðan stríðið byrj-
aði, samkvæmt skýrslum sem inn-
anríkisráðherra hefir safnað. Var
þeim skýrslum safnað í því skyni
að komast að því hversu mliklu
tjóni stríðið hefir valdið.
Þessar sveitir eru til og frá í hér-
uðum Frakklands, sem alls eru 11,
þar á meðal í Ardennes, sem Þjóð-
verjar enn þá halda með öllu; hafa
þeir náð alls 2,554 borgum af 36,-
257 borgum sem eru í öllu Frakk-
landi eða um 7%. 16,669 hús hafa
verið gersamlega eyðilögð og 29,594
hálf-eyðilögð í þessum sveitum. 1
148 sveitum er eyðilagt meira en
50% allra húsa, og 88% í 78 borg-
um, en minna en 50% í hinum.
Opinberar byggingar eyðilagðar í
428 sveitum eru 331 kirkja, 379
skólar, 221 • bæjarráðs byggingar,
300 aðrar opinberar byggingar af
ýmsu tagi og 60 brýr. Af þessum
byggingum voru 96 sögulegir
minningarstaðir, þar á meðal borg
arráðssalurinn í Árras og bænahús-
ið og borgarráðssalurinn í Reims.
Þrjú hundruð og þrjátíu verksmiðj
ur voru einnig eyðilagðar, sem
57,000 manns höfðu lifibrauð af.
Aðsent.
Þánn 24. júní síðastliðinn var
haldin skemtisamkoma að Narrows
undir umsjón herra S. Baldvins-
sonar og Páls Kernested.
ír
Fyrst fóru fram alls konar íþrótt-
og leikir, svo sem knattleikar
óbaseball), glímur, stökk og afl-
raunir á kaðli. Verðlaun voru gef-
in við þetta tækifæri.
Að þessum leikjum afstöðnum
safnaðist fólkið í samkomuhús
bygðarinnar; þar fóru fram stuttar
ræður og íslenzkir söngvar. Hr. M.
Markússon var þar staddur og tal-
aði hann nokkur orð til samkom-
unnar og flutti kvæði, “Minni bygð-
arinnar”. Að öllu þessu afstöðnu
var farið að dansa.
Samkoman stóð yfir alla nóttina.
Veðrið var hið ákjósanlegasta og
allir virtust skemta sér í bezta lagi.
SðLSKIN
ar kysti hana og þerraði af henni
tárin. Svo fóru þær báðar út í eld-
hús og gáfu Tomma væna skál af
góðum rjóma.
Þ!egar Tommi sá rjóminn fór
hann að mala af ánægju. Og
þegar hann var að sleikja út um
og horfði á Betu með stóru grænu
augunum sínum, var hún ekki j
neinum efa um það, að hann væri
líka búinn að fyrirgefa sér.
Helga Thorlacius.
sendi þessa fallegu sögu.
Litli fuglinn að vetrinum.
fOrt fyrir barn).
Aumingja litli, fallegi fuglinn
fá þarf hann eitthvað í nefið sitt,
af því hann er svo ósköp svangur
ætl’a eg að gefa honum brauðið mitt
Hann sýngur i staðinn þá sumarið
kemur
og sólin vermandi á himni skín.
Ormana tínir hann auminginn líka
sem ætla að éta blómin mín.
Ungunum sínum þá eflaust færir,
sem ennþá tolla við hreiðrin sín;
þeir stækka þá vel og fara að fljúga
fögru vængjunum sínum á.
Perla.
Sögunarkarlinn.
Þið hafið tekið eftir mönnunum
í Winnipeg á veturna, sem ganga
um með sögina sína í hendinni og
tréhest á bakinu; lærið þið þetta
kvæði og vitið þið hvort ykkur finst
ekki að þið þekkið sögunarkarlinn
sem þar er lýst.
Hann gengur með sögina sína
og sagar frá morgni til kvelds;
og vermist í grimdum og gaddi
við glæður hins heilaga elds,
er kviknar í iðjumanns æðum
við áreynslu, dugnað og störf,
þá hugurinn dvelur heima,
en höndin er knúin af þörf.
Og tréhest á baki sér ber hann,
sem brotinn og margspengdur er;
hann vaggar frá vinstri til hægri
á veginum hvar sem hann fer;
og öxlin og höfuðið hallast,
og hélugrátt skeggið að lit,
og fóturinn farinn að lýjast
við fimmtíu’ og tveggja ára slit.
Af vananum tungan er tamin
í takt við hvert einasta skref;
hvort seint eða snemma ég sá hann,
hann söng eða raulaði stef;
ég heyrði ekki aðgreining orða;
en ómurinn sagði mér þó
og svipurinn glögglega sýndi
hvort sálin hans grét eða hló.
Og hvar sem á veg mínum varð
hann,
mér vinlega brosti’ hann og þítt;;
og hvenær sem yrti ég á hann
um eitthvað — var svarið svo hlýtt,
að strengur í hjarta mér hrærðist,
það hitnaði og tíðara sló;
mér var sem hann bróðir minn væri;
ég vissi ekki um ættir hans þó.
Svo lítill og veikur að viðum
é!g vissi hvar kofinn hans stóð —
á bakkanum austan við ána
hann átti sér tvítuga lóð;
þó gliðnaðir veggirnir væru
0g vindrifin súðin og þil,
þá átti hann þar alt sem hann þráði,
ei auðugra kongsríki er til.
Þó háreist ei höllin hans væri
með hernumda skrautgripi full;
þó kórónu’ ei höfuðið hreykti,
þó höndina prýddi ekki gull;
223. Skandinava her-
deildin.
(Frá fréttaritara deildarinnarj,
223. deildin hélt ágæta útisam-
komu hjá Adanac klúbbnum á
föstudaginn. Aðsóknin var góð og
allir virtust skemta sér vel.
Klúbburinn og samkomusvæðið
var fagurlega skreytt með blómum,
myndum, flöggum, ræmum og jap-
önskum luktum.
Ágæt hljómleika skemtun og lista-
fór fram í hinum stóra sal klúbbs-
ins, þar sem leiksvið hafði verið
smíðað og lýst.
Þar voru leikir frá “Strand”
og “Columbia” leikhúsunum, úr því
sem F. Stewart White sýnir þar.
Þeir sem léku fyrir fullu húsi við
þetta tækifæri voru meðal annars:
Húsfrú Hazel McLasky, ungfrú
Mabel Downing, húsfrú Élliot Coy,
herra Friðrik Dalmann, ungfrú
Mae Clark, Miles hljóðfæraféiagið
og fleiri. Malones lúðrafélagsstjóri
hafði æft ágæta hljóm'leika, sem
voru leiknir bæði í leikhúsinu
milli leikja og eins á meðan verið
var undir borðum. Húsfrú Endi-
lott og húsfrú P.C.B. Schioler litu
eftir skemtuninni og fórst það
ágætlega.
Síðdegis veitingar fóru fram á
svölunum og leikvellinum undir
umsjón kvenna, sem húsfrú Bed-
ford Campbell stjómaði.
Húsfrú Hansson og húsfrú
Carson, með mörgum aðstoðar-
meyjum stóðu fyrir veitingum að
kveklinu.
Húsfrú Hamilton og húsfrú Hol-
royde sáu um heimarétta söluna.
Til og frá á vellinum voru búðir
með veitingum, málverkum o.s.frv.
og hafði húsfrú L. W. Leisner um-
sjón yfir því, og hafði hún góða
stjórn á undirsátum sínum.
Veitingasalur klúbbsins var í
höndum margra ungra kvenna, sem
veittu kalda drykki áfengislausa.
Knattleikasalurinn jók sérlega
mikið á gleði dagsins'. '
Húsfrú Rood og húsfrú Lund
hjálpuðu til þess að taka á móti og
skemta gestunum, sem voru margir.
Dansinn að kveldinu var vel sótt-
ur. Var það einróma álit allra er
viðstaddir voru að þetta væri bezta
samkoma sem hér hefði verið hald-
in, og því deildinni til stórsóma.
Sunnudagskveldið 9. júlí hafði
223. deildin hljómleikasamkomu í
Wonderland leikhúsinu á Sargent
Ave. Sýndar voru nýjar hreyfi-
myndir og í viðbót við lúðraflokk
deildarinnar skemtu þeir sem
hér segir og al’lir þekkja vel: Hús-
frú Élliot Cay, húsfrá Coates
Brown, húsfrú Ohristie, húsfrú
Downing, ungfrú Stather, ungfrú
Qlive Oliver, ungfrú Quast. Að-
sóknin var mikil.
223. déildin hefir verið svo lán-
söm að fá fyrir lúðraflokksstjóra
Samuel Malanes, sem fyr var á
Orpheum leikhúsinu. Þennan
stutta tíma siðan hann tók við hefir
hann ekki einungis æft hinn ágæta
flokk deildarinar, heldur einnig
lúðraflokk með 20 manns, sem allir
er heyrðu hann leika á skemtuninni
á föstudaginn álitu að hefði verið
ekki aðeins deildinni til sóma,
heldur allri Winnipeg. Herra
Malanes er viðurkendur hljómfræð-
ingur og tveir af lærisveinum hans
hafa farið sem flokksstjórar til
Evrópu.
,,Símon Daiaikáld,
látinn norSur í SkagafirtSi”, segja
bl|?5in, og “punktum”, — Ein
jökulrós,—er þó rös.
Einn um harða æfibraut
elli varðist kjörum;
Skagafjarðar skáldið hlaut
skýlu jarðar spjörum.
Skáldið varla við þá beið,
— vitum allir núna —
þotinn alla undra leið,
yfir gjallar brúna.
Bragi styður bezt að því,
bragar smiðinn hressa;
bætir Iðunn honum hlý
heljar hviðu þessa.
Skálda þingum æðri á
óðs með kyngi óringu,
a fjörugt syngur Símon þá
sína hringhendingu.
Frónska þjóðin minnast má,
margan hróður kvað ’ann;
bægði hnjóð og harmi frá,
hjartað góða bar hann.
Raun,—að bæta í brögum hann,
bezt því ætíð kunni;
hvar sem mæta manni vann
mestu kæti unni.
Hróðs að spjalli, hvar sem stóð:
hika varla kunni;
líkt og Halli hnittinn óð,
hnitaði spjall af munni.
Kætti geð,—en misti ei móð,
—þó—margur skeði baginn.
Mætti hann kveða fyrir fljóð,
—faðmaði gleðin bæinnv
Veitti bróður, brosið hans,
brag um hljóðar nætur;
skreytti ljóða lilju kranz
landsins góðu dætur.
Hvað á að segja? hvernig fer?
kvæðin þreyjum fögur;
eiga að deyja út með þér
ásta,—og meyja bögur?
Eins og sjái eg upp til þín,
og þú spáir gleði;
Eegg eg smáu ljóðin mín
Ijúft að dáins beði.
25. maí 1916.
S. J. B/ömsson.
SEXTÍU og FIMM ÁRA LJÓSIN
Sextíu og fimm ára ljósin vinna enn
þar sem er að raeða um
EDDY’S ELDSPÝTUR
Fyrir soxtíu og fimm árum voru fyrstu eldspýt-
ur í CanatJa búnar til í HullafEddy og síðan Kafa
þær verið viðurkendar þaer beztu sem kveikiefni.
Þegar þér kaupið eldspýtur þá biðjið um
EDDY’S