Lögberg - 27.07.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.07.1916, Blaðsíða 2
2 Í.ÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLI 1916. Aðalfundur Eimskipafélagí íslands. Fundargerð og fundarskjöl. Ár 1916, föstudaginn 23. júnímán., var haldinn aðalfundur Eimskipafé- lags íslands samkv®mt auglýsingu útgefinni af stjórn h.f. Eimskipafé- lags íslands 23. des. f. á. Var fund- urinn haldinn í Iðna'öarmannahúsinu í Reykjavik og settur kl. 12 á hád. af formanni stjórnarinnar, Sveini Björnssyni yfirdómslögmanni. Stakk hann upp á fundarstjóra Eggert yfir- dómara Briem og var fundurinn því samþykkur. Tók hann þá við fund- arstjórn og kvaddi til fundarskrifara Gír.la Sveinsson yfirdómslögmann. Eundarstjóri lagði fram þrjú eint. af Lögbirtingablaðinu með fundar- auglýsingu, sömuleiðis eitt eintak af blöðunum Vestra og Suðurlandi, enn- fremur vött<í£ð frá bæjarfógetunum á Akureyri og Seyðisfirði CSímvott- orðý um að fundurinn hefði verið birtur í blöðunum á þeim stöðum, og eitt eint. af blaðinu Heimskringlu með birtingu fundarboðs. Skjöl þessi voru merkt nr. 1—7. Fundarstjóri lýsti fundinn löglega boðaðan með tilliti til framlagðra skjala og samkv. 8. gr. félagslag- anna. — Lagði fram skýrslu ritara stjórnarinnar um afhenta aðgöngu- miða að fundinum, sem urðu fyrir hlutafé alls kr. 698,675.00 eða at- kvæði 14,338. Skýrslan merktist nr. 8. Hún er svohljóðandi :*) “Skýrsla um afhending aðgöngu- miða og atkvæðaseðla til aðalfundar H.f. Eimskipafélags íslands 23. júní 1916: I. Landssjóður: hlutafé 400,000, atkv. 4,099. II. Vestur-íslendingar: hlutafé 67,700, atkv. 1000. III. a. Hluthafar samkvæmt upphafl. útboði kr. 212,825; b. Hluthafar samkvmt hlutaútboði 4. sept. 1915 kr. 18,150 — kr. ' 230,975 , atkv. 9239. Samtals hlutafé’ kr. ‘ 698,675, atkv. 14,338. — Reykjavlk 23. júní 1916. O. Frið- geirsson, p.t. ritari.” . Lýsti fundarstjóri fundinn lögmæt- an samkv. 7. gr. félagslaganna, einn- ig til lagabreytinga samkv. 15. gr., þar sem svo bæri að skilja lögin, að miða ætti við afhenta aðgöngumiða, en eigi m®tt atkvæði, og meira en nægilegt væri afhent af miðum. Var þá gengið til dagskrár fund- arins og tekinn fyrir 1. liður, svo hljóðapdi: Stjórn félagsins skýrir frá hag þcss °g framkvœmdum á liðnu starfsári, og frá starfstillögunni á yfirstand- andi ári, og ástœðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoð- aða rekstursreikninga til 31. des. f. á. og efnahagsreikning með athugasemd- um endurskoðenda, svörum stjórnar- innar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. Tók þá til máls formaður stjórnar- innar Sveinn Björnsson yfirdómslög- maður. Las upp og lagði fram bréf frá Vestur-íslendingum (um tilnefning í stjórnarnefnd og útnefnda umboðs- menn m. m.), svo og símskeyti vestan um haf um innkomið hlutafé; voru skjölin merkt nr. 9—10. í>au eru svohljóðandi. “Winnipeg, 15. maí 1916. Herra Sv'einn Björnsson, formaður Eim- skiaafélags íslands, Reykjavik, Ice- land. — Háttvirti herra. Vestur-ís- lenzka hlutasölunefndin hefir á fundi dags. Jl. Jr.rn. falið mér að tilkynna yður að stjórnarnefnd félagsins, 1. á kjörfundi þeim, sem vestur-íslenzkir hluthafar héldu hér í Winnipeg þann 16. febr. s.l. voru eftirfylgjandi fjór- ir menn kosnir til setu í stjórnarnefnd Eimskipafél. íslands: Árni Eggerts- son með 3172 atkv'., B.L. Baldvinsson með 2734- atkv., John J. Bíldfell með 2642 atkv. og Ásmundur P. Jóhanns- son með 1242 atkv. Töldust þá kosn- ir þeir ])rír menn sem flest atkvæði hlutu, hinir til vara. 2. Vegna fjár- hagslegra og annara ’ófyrirsjáanlegra örðugleika hér, stafandi af Evrópu- stríðinu, getur enginn þeirra, sem kosnir voru, sótt ársfund félagsins á Jvessu ári. 3. f>að hefir því orðið að ráði að vestur-íslenzkir hluthafar kjósi til þess fyrir sína hönd að mæta á ársfundi félagsins í næsta mánuði þá herra Þórhall Bjarnarson biskup og Magnús Sigurðsson lögfræðing, báða búsetta í Reykjavlk, og verður biskupi sent umboðsbréf J)eirra og kjörseðlar samtímis sendingu þessa bréfs til yðar. Eg þarf tæpast að taka það fram, hve sárt oss samverka- mönnum yðar hér vestra fellur það, að geta ekki sent yður héðan mál- svara á ársfundinn til J)ess bæði að kynnast/ttarlega starfsrækslu og hag félagsins og framtiðarhorfum þtess, og J)ó ekki síður að votta með nær- veru vorri þar hlýhug vorn til félags- ins og með bróðurlegri samvinnu að leggja vorn skerf til úrlausny þeirra vanda og velferðarmála J)ess, sem framtíð þess verður að byggjast á og sem væntanlega v'erða leidd til lykta á fundinum. — En jafnframt vil eg J)ó líka taka fram, að vér hér berum hið fylsta traust til stjórnenda félags- ins og vitum að þeir, af allri einlægni beita sínum miklu og góðu hæfileik- um til þess, við ljós J)eirrar reynslu sem þeir þegar hafa aflað sér við starfrækslu þess, að tryggja svo stofnun þessa, að hún megi halda á- fram að þroskast og eflast til varan- legra heilla fyrir þjóðarheildina, alt eins og þá, sem lagt hafa fé til hluta- kaupa í henni. — Með einlægri virð- ingu. B. L. Baldwinson, ritari. — Lesið og samþykt. Árni Eggertsson, forseti.” “Sveinn Björnsson, Rvik. Ten thousand eighty dollars on hand *) Skjölum fundarins, svo sem þessu og fleirum siðar, er skotið hér inn í fundargerðina. Completes two hundred thousand, Kroner rate three eighty. Thorsteins- soú." Með atkv*ði Vestmanna fara hér á fundinum biskup Þórh. Bjarnarson og Magnús lögm. Sigurðsson. Land- ritari fer með atkvæði landssjóðs. Formaður lagði fram skýrslu stjórn- arinnar prentaða um hag félagsins og framkvæmdir á stofnun 17.—22 jan. 1914 til ársloka 1915 og starfs- tilhögunina á starfsárinu 1. jan. til 31. des. 1916. Skýrslan v'ar merkt nr. 11. Fór formaður í ræðu sinni yfir aðalkafla hennar. Endaði hann ræðu sína með })akklæti til gjaldkera. fé- lagsstjórnarinnar fyrir lán, ókeypis, á fundarstað handa stjórn félagsins, þakkaði einnig öðrum, er hlynt hefðu að félaginu á margvíslegan hátt. Þá tók til máls gjaldkeri félags- stjórnarinnar, Eggert Claessen yfir- dómslögmaður. Lagði fram reikn- inga félagsins og fór um þá nokkr- um orðum. Hinir framlögðu reikn- ingar merktir nr. 12. Kvaðst kjald- keri skilja svo tillögur endruskoð- enda í hinum framlögðu reikningum á bls. 41, um vaxtarreikninginn, að ekki þyrfti að geta hins athugaða at' riðis á aðalreikningum félagsins, heldur v bókum þess, en við þær ættu endurskoðendur einungis. STil máls tók þá af hluthöfum kaupm. B. H, Bjarnason, þakkaði hann stjóminni fyrir starf hennar og glögga reikninga, og lagði til að reikningarnir yrðu þegar samþyktir. Endurskoðandi Ó. G. Eyjólfsson kaupmaður skýrði frá að skilningur gjaldkera á tillögu endurskoðenda um vaxtarreikninginn sé réttur. Þá bar fundarstjóri upp reikninga félagsins ásamt tillögum endurskoð- enda til úrskurðar fundarins og lýsti því, að enginn ágreiningur v®ri um þá milli stjórnar og endurskoðenda félagsins. . Voru reikningarnir sam- þyktir í einu hljóði. Þá var borin upp tillaga um að þakka stjóm félagsins fyrir fram- kvæmdir hennar. Samþykt í einu hljóði og með lófaklappi. IVar þá næst tekinn fyrir annar lið- ur á dagskránni þannig hljóðandi: Tekin ákvórðun um tillögu stjórn- arinnar um skifting ársarðsins. Tók fyrstur til máls Eggert Claes- sen yfirdómslögmaður og mælti með tillögu stjórnarinnar. Hún er svo- hljóðandi: “Tillaga um skifting ársarðsins: Frá félagsstjórninni: Hreinum arði eftir ársreikn. kr. 101,718.16 að.frá- dregnum neðangreindum kr. 43,194.21 — kr. 58,523.95, — skal skift þannig: a. í eridurnýjunar- og varasjóð legg- ist 25,580.54, b. stjórnendum félags- ins sé greitt í ómakslaun alls kr. 3,- 500.00, c. endurskoðendum félagsins greiðist í ómakslaun alls kr. 1,000.00 og d. hluthöfum félagsins greiðist í arð 4 pct. af hlutafé því, er rétt hefir til arðs kr. 711,085.17, kr. 28,443.41. — Samtals kr. 58,523.95. — Aths,: Félagsstjórnin hefir s^mkvæmt 22. gr. félagslaganna ákveðið að verja ofan- greindum kr. 43,194.21 til frádráttar af bókuðu eignaverði félagsins sem hér segir: a. Á e.s. Gullfossi kr. 22,000.00, b. ^ e.s Goðafossi kr. 18,- 000.00 og á stofnkostnaði kr. 3,194.21 —Samtals kr. 43,194.21.” Kaupmaður B. H. Bjarnason lagði til að enginn arður yrði nú útborg- aður hluthöfum, en þóknun yrði greidd framkvæmdarstjóra fyrir vel unnið starf. Þá talaði Sveinn Björns- son með tillögu stjórnarinnar. Enn- fremur töluðu Pétur Ólafsson kon- súll, L. H. Bjarnason prófessor ('af hálfu endurskoðendaj, Ragnar Ólafs- son konsúll frá Akureyri, Bjarni Jónsson frá Vogi og Pétur Péturs- son frá Akureyri. Þessir ræðumenn töluðu einnig með ])óknunagreiðlu til framkvæmdarstjóra. Fundarstjóri gat þess, að félags- lögin bahni að greiða framkvæmdar- stjóra sérstakan arð ('tant>émej, heldur yrði að beina tillögu um það til stjórn félagsins, að honum yrði ()óknun greidd. Þá var tillaga B. H. B. um að út- borga hluthöfum engar arð að [)essu sinni, borin undir atkvæði fundarmanna og var feld með öllum J)orra atkv*ða. Tillögur stjórnarinnar hér að lút- andi er að finna í framlögðum, og merktum nr. 13 a—e, tillögum frá stjórn og öðrum ('aðaltillögumj með viðfestri dagskrá fundarins; hafa |)essi skjöl verið^lögð fram á skrif- stofu félagsins og áteiknuð um það og stimpluð. Stjórnartillögurnar á 13 a, um skiftingu arðsins, voru þá bornar upp og samþyktar, a—c í einu hljóði og d. með þorra atkvæða. Eftir nokkrar athugasemdir um |)óknun handa framkvæmdarstjóra frá B. H. Bjarnasyni, Ragnari Ólafs- syni, Pétri Ólafssyni, L. H. Bjarna- son og At V. Tulinius, var samþykt svohljóðandi tillaga /rá Pétri Ólafs- syni aðallegaj: “Fundurinn skorar á stjórnina að greiða útgerðarstjóra 2000 kr. í viðurkenningarskyni fyrir vel unnið starf á liðnu ári.” Hlaut til- laga þessi allan þorra atkvæða fund- armanna. Þá tekinn fyrir 3. liður dagksrár- innar: Tillögur um lagabreytingar. Er tillögur þessar að finna í framan- lögðum skjölum nr. 13: frá stjórninni 13 b, og breytingartillaga á 13 c frá Ó. G. Eyjólfssyni o. fl. “TiIIaga til breytingar frá félags- stjórninni. 17. gr. félagslaganna orð- ist svo: Stjórn félagsins skipa níu menn úr flokki hluthafa og skulu þeir vera búsettir í Reykjavík, nema tveir, sem mega vera íslendingar búsettir í Vesturheimi. Ef þeir samningar verða, að landssjóður gerist hluthafi í félaginu fyrir 400,000 kr. sbr. 4. gr.J má félagsstjórnin semja svo um við laiidsstjórnina, að ráðherra skuli skipa einn hluthafa búsettan í Rvík Packet of WILSON’S FLY PADS WILL KILL M0RE FLIES THAN X $8°-W0RTH 0F ANY x STICKY FLY CATCHER Ilreln í meðferð. Seld í hverri lyfjabúð og £ matvörubúðum. í stjórn félagsins til eins árs í senn, enda hafi landssjóður þá ekki að öðru leyti atkvæði um stjórnarkosningu. /Vðrir stjórnendur en sá sem ráðherra kann ^ð skipa samkvæmt framan- f.kráðu, skulu kosnir á aðalfundi. Skulu tveir J)eirra jafnan kosnir eftir tilnefningu vestur-íslenzkra hluthafa, að undanskildum landssjóði. Kosn- ingin gildir til tveggja ára, og gangi menn úr stjórn á hverjum aðalfundi eftir kjöraldri. Á aðalfundk 1916 ganga þó 3 úr stjórn eftir hlutkesti, en fimm skulu kosnir í staðinn, og á aðalfundi 1917 ganga þeir 3 úr er })á sitja enn í stjórn samkvæmt kosningu stofnfundar og jafnmargir kosnir í staðinn. Á aðalfundi 1918 ganga 4 úr eftir hlutkesti af þeim 5, sem kosn- in voru á aðalfundi 1916 og jafnmarg- ir kosnir í staðinn. Heimilt er að endurkjósa mann í stjórn. Stjórnar- koning fer fram þannig: Þegar vest- ur-íslenzkum mönnum ber að tilnefna nefndir á almennum fundi hluthafa vestan hafs, sem haldinn sé í Winni- peg, eftir J)eim reglum, sem samþykt- ar verða á slíkum fundi, áður en, til- nefningin fer fram í fyrsta skifti. Tilnefning }>essi skal fara fram svo snemma, að hún verði tilkynt aðal- fundi félagsins, þeim er kjósa á stjórnarmennina. í annan stað skulu hluthafar, aðrir en landssjóður og J)eir sem búsettir eru i Vesturheimi, tilnefna á aðalfundi næst á undan stjórnarkosningu tvöfalt fleiri úr flokki hluthafa búsettra í Reykjavík, en kjósa ber eftir tilnefningu þessa flokks hluthafa. Síðan fara fram bundnar kosningar, fyrst um stjórn- anda eða stjórnendur, sem kjósa ber samkvæmt tilnefningu annara hlut- hafa, að undanskildum landssjóði, J)annig, að kosið er um þá eina, er tilnefndir hafa verið, og fer um at- kvæðisrétt hluthafa, annara en lands- sjóðs, við ])*r kosningar eftir ákvæð- um 10. greinar. Ef sæti verður autt í stjórninni milli tveggja aðalfunda, kýs stjórnin annan hluthafa í staðinn til að vera í stjórn til næsta aðalfund- ar, ef henni þykir þeís þörf. Næsti aðalfundur kýs því næst mann í skarðið fyrir þann, sem fór. Kjör- timi hans nær ekki lengur en til þess tíma, sem sá átti að fara frá, er hann er kosinn í staðinn fyrir. “TiLIaga til aðalfundar h.f. Eim- skipafélags íslands 23. júní 1916. Breytingartillaga við tillögu félags- stjórnarinnar um breyting á 17. gr. félagslagann. Flutningsmenn: Ó. G. Eyjólfsson, Páll H. Gíslason, Jón Björnsson, Björn Kristjánsson, Jón Brynjólfsson, Guðjón Björnsson, Einar Markússon, f.h. Kristínar Árna- dóttur Einar Markússon, R. P. Leví, Nathan & Olsen, Haraldur Árnason, S. S. Svavars, A. V. Tulinius. — Kaflinn frá upphafi 2. málsgreinar (“‘Aðrir stjórnendur en sá”J og út að niðurlagi næstseinustu málsgrein- ar “kosningar eftir ákvæðum 10. greinar” orðist svo: “Aðrir stjórn- endur en sá sem ráðherra kann að skipa samkvæmt framanskráðu, skulu kosnir á aðalfundi. Skulu fyrst tveir J)eirra kosnir til eins árs í senn af hluthöfum búsettum í Vesturheimi eða umboðsmönnum þeirra og taka aðrir hluthafar eigi þátt í kosningu þessara tveggja stjómarmanna,' sem mega vera íslendingar búsettir í Vest urheimi. Hina stjórnendurna kjósa síðan hluthafar aðrir en landssjóður og þeir, sem búsettir eru í Vestur- heimi. ’ Kosning þeirra gildir til tveggja ára og gengur helmingur ])eirra úr stjórn á hverjum aðalfundi eftir kjöraldri. Á aðalfundi 1916 ganga þó þrír úr stjórn eftir hlutkesti, en fimm skulu kosnir í staðinn. Með- al }>eirra, sem úr ganga, skal vera annar þeirra tveggja stjórnenda, sem kosnir voru á aðalfundi samkvæmt tilnefningu umboðsmanns Vestur-ís- lendinga og skal sérstaklega varpa hlutkesti um, hvor þeirra skuli víkja úr stjórninni. 1 stað þess sem þann- ig skal ganga úr stjórninni, skal maður kosinn af hluthöfum búsettur í Vesturheimi til eins árs, samkv»mt því sem að ofan er sagt. Síðan skal varpa hlutkesti um, hverjir tveir af hinum öðrum fjórum félagskjörnum stjórnendum skuli ganga úr stjórn, og kjösa síðan hluthafar aðrir en landssjóður og þeir, sem búsettir eru í Vesturheimi, þá fjóra stjórnendur, sem þá er eftir að kjósa. Á aðal- fundi 1917 ganga þeir 3 úr, er þá sitja enn í stjórn samkvæmt kosn- ingu stofnfundar, svo að sá stjórn- andi, sem á aðalfundi 1916 var kos- inn af Vestur-lslendingum, og jafn- margir kosnir í staðinn, tvo þeirra Heimilt er að endurkjósa mann í stjórn.” Reykjavík, 16. júni 1916. — Aths.; Aðalefni tillögu þessarar er það, að Vestur Islendingar kjósi tvo stjórnendur af níu en taki ekki að öðru leyti þátt í stjórnarkosningu, og yrði þetta fyrirkomulag svipað eins og það, að landssjóður kýs einn stjórnanda en tekur ekki þátt i kosn- ingu annara stjórnenda. Til þessar- ar breytingar á hluttöku Vestur-ís- lendinga í stjómarkosningu virðist vera full ástæða eins og nú stendur. Aftaða. Véstur íslendinga gagnvart öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins er sem sé gersamlega önnur nú, en þegar lög félagsins voru sett á stofn- fundi. Þá var innlent hlutafé, að undanteknum hlutum landssjóðs, ekki lofað meira en 340 þús. kr., og óvíst um aukning þess, og innborgaðar að- eins 325 ]>ús. kr., en hlutafé Vestur- íslendinga var þá þegar orðið 160 þús. kr. samkvæmt skýrslu Vestur- íslendinga á stofnfnndinum og fast- lega gert ráð fyrir, að hlutafé þeirra yrði að minsta kosti 200 J)ús. krónur. Með öðrum orðum, á stofnfundinum voru hér að lútandi lagaákvíeði sett á þeim grundvelli, að Vestur-Islend- ingar cettu meira en þriðjung alls hlutafjár félagsins, að frátöldum landssjóði. Þetta gat að nokkru leyti gert skiljanlegt, hversu mikið vald Vestur-lslendingum var á stofnfundi fengið yfir stjórnarkosningunni, þar sem ]>eir, samkvæmt 17. gr. félags- laganna, eigi einungís ráða í raun og v’eru alveg tveimur stjórnarsætum, heldur einnig hafa atkvæði um það, hverjir skuli kosnir af þeim, sem inn- lendir hluthafar tilnefna, og með þvi að svo mörg atkvæði eru söfnuð á eina hönd, eins og verður hjá um- mann eða menn í stiórn, skulu tvö- falt fleiri hluthafar, én kjösa á, til- ^ðsmanru Vestur-ís endmga a fe- lagsfundi, þa getur ekki hja þvi t.ir- ið, að hann ráði tiltölulega mjög miklu einnig um kosningu þeirra stjórnenda, sem innlendir hluthafar tilnefna. En hvérnig er afstaða Vestur-íslendinga nú orðin? Hún hefir breyzt svo síðan á stofnfundi að innborgað hlutafé, annara en Vestur-íslendinga og landssjóðs, er nú (T6. júníj sem hér segir: Hlutafé samkv. hinu upprunalega útboði er kr. 451,893.00, og samkvæmt hlutaút- boði 4. september 1915 kr. 214,817. Samtals kr. 066,710.00. Á móti ]>essu er hlutafé Vestur-íslendinga, sem greitt hefir verið hingað til félagsins, kr. 160,542.17, eða með öðrum orð- um tæpir tveir níundu af hlutafé fé- lagsins, að frátöldum landssjóli, og vvirðist þá ekki usanngjarnt, að Vest- ur-íslendingar ráði ekki um fleiri en tyo níundu af stjórnendum, eins og hér er lagt til. Og hér er jafnvel ekki tekið með hlutafé landssjóðs. Er þó í alla staði réttmætt að telja það með gagnvart Vestur-íslendingum, því að vér, hinir innlendu hluthafar og landsmenn yfir höfuð, munum ein- göngu, en alls ekki Vestur-lslending- ar, súpa seyðið af því, að illa tækist kosning félagsstjórnayinnar, svo að hlutafé landssjóðs yrði fyrir skaða. En væri innborgað hlutafé landssjóðs /100 þúsund kr.J tekið með í ofan- greindum reikning, þá næði hlutafé Vestur-íslendinga ekki því að vera tveir elleftu hlutar af öllu innborguðu hlutafé. Og athugi /maður, hvernig aðstaðan muni vera í nánustu fram- tíð, um hlutafé félagsins, kemur enn betur í Ijös, að tillaga vör er langt frá því að vera ósanngjörn í garð Vestur-íslendinga. Fyrst og fremst mun landstjórnin að sjálfsögðu nota heimild sína til að taka 500 þús. kr. í hlutum í félaginu undir eins og unt Verður að útvega strandferðaskip Þar sem hlutafé annara innlendra hluthafa er nú þegar orðið yfir 666 þús. kr. og vex stöðugt, þá má óhætt fullyrða, að það verði innan skamms orðið að minsta kosti 700 þúsund kr. og mjög sennilegt, að það verði orðið talsvert meira fyrir næsta aðalfund. En af því sem stendur í athugasemd um endurskoðenda við félagsreikn inginn, svörum félagsstjurnarinnar og tillögum endurskoðenda til úrskurðar viðvíkjandi hlutafjárloforðum Vest ur-íslendinga og innborgun hluta- fjár þeirra, þá má telja það víst, að hlutafé Vestur-Islendinga verði ekki meira.en 200 þús. kr. og meira að segja mjög óvíst, að það verði svo mikið. Samkvæmt þessu, sem hér er sagt, má telja, að í nánustu framtíð verði hlutafé félagsins sem hér seg- ir: Landssjóður 500 þús. kr., Vestur- íslendingar í mesta lagi 200 þús. kr. og aðrir hluthafar að minsta kosti 700 þús. kr. Samtals 1400 þús. kr. — En eftir þessu yrði hlutafé Vestur- íslendinga í mesta lagi tveir fjórtándu hlutar áf öllu hlutafé félagsins að landssjóði meðtöldum, og þó lands- sjóður væri alls ekki talinn með- sem vér eins og fyr sagt teljum rangt —þá yrði hlutafé Vestur-Islendinga samt ekki meira en tveir níundu hlut ar af öllu hlutafénu. — Alt, sem að framan er sagt, sýnir það glögt, að frá hvaða sjónarmiði sem litið er á málið, fá V estur-Islendingar sam- kv-emt tillögu þessari fullkomlega svo mikil áhrif á stjórnarkosninguna, sem þeim ber að itltólu við hlutafjármagn þeirra. Tillagan tryggir þeim að ráða yfir tveimur níundu stjórnenda og hlutafé þeirra er, eins og hér hefir verið sýnt fram á, hvernig sem á er litið, ekki meira en tveir níundu hlutafjárins, þó landssjóður sé ekki talinn með. Það er sett í tillöguna, kjósa til eins árs hluthafar búsettir að þeir tveir stjómendur, sem Vestur- í Vesturheimi eða umboðsmenn þeirra (sbr. hér að framanj, en tveir skulu kosnir af öðrum hluthöfum en lands- sjóði og þeim, sem búsettir eru í Vesturheimi. Á aðalfundi 1918 ganga úr stjórn fyrst og fremst þeir stjórn- enda, sem kosnir eru af Vestur-ís- lendingum, en auk þess eftir hlutkesti þrir af þeim fjórum stjórnendum, sem kosnir voru á aðalfundi 1916 af öðrum hluthöfum en landssjóði og }æim, sem búsettir eru í Vesturheimi. íslendingar kjósa, skuli kosnir að eins til eins’ árs í senn sakir þess að Vest- ur-íslendingar óskuðu Jjess, að hinu upphaflega frumvarpi til laga fyrir félagið yrði meðal annars breytt t þá átt, að öll stjórnin færi frá ár hvert. Það er felt burtu ákvæðið um tilnefning tvöfalt fleiri hluthafa en innlendir kjósendur eiga að kjósa og bundna kosningu meðal þeirra, með því að þar að lútandi ákvæði í 17. gr. félagslaganna eru miðuð við það, að Vestur-Islendingar taki þátt í kosningu þeirra stjórnenda, en verði því breytt, virðist ekki næg ástæða til slíkrar tilnefningar, sem gerir stjómarkosninguna flókna og erfiðari á aðalfundi. Ákvæði um stjórnarkosningarnar nú á aðalfundi ('1916J og á aðalfund- unum 1917 og 1918 eru bráðabirgðar- ákvæði, sem eru nauðsfnleg meðan lag er að komast á kosning stjórnar- innar, eins og tillagan ætlast til að hún verði. — Refkjavík, 16. júní 1916, Ó. G. Eyjólfsson.” Þessir tóku til máls um lagabreyt- ingarnar: Sveinn Bjömsson ('með tillögu stjórnarinnarj, Ó. G. Epjólfs- son (með breytingartillögunnij, Þórh. Bjarnarson biskup f.h. Vestur-íslend- inga, B. H. Bjarnason, Bjami Jóns- son frá Vogi, Halldór Daníelsson yf- irdómari, séra Jóhannes Lynge, Jó- hannes og Magnús Sigurðsson ff.h. Vestur-íslendingaJ; bar hann fram ■ rökstudda dagskrá svohljóðandi (í- hrærandi breytingartillögunaJ: “Með því að tillaga þessi, sem snertir sérstaklega réttindi Vestur- íslenzku hluthafanna, kom svo seint fram, að þeim hefir ekki sjálfum gef- ist kostur á að athuga hana og taka afstöðu til hennar, þá ályktar fundur- inn að senda tillöguna til framkvæmd- arnefndar vestur-íslenzku hluthaf- anna með ósk um að þeir leggi hana fyrir hinn almenna hluthafafund í Winnipeg til þess að hún verði rædd þar og tekur jafnframt fyrir næsta mál á dagskrá.” Enn töluðu prófessor L. H. Bjarna- son, Sveinn Björnsson og Benedikt Sveinsson bókavörður. Hin rökstudda dagskrá var þá bor- in upp til atkvæði, en með þvi að fundarstjóra þótti atkvæðagreiðsla óljós, voru atkvæði látin fara skrif- lega fram, eftir atkvæðamiðum. Var þá kl. 3yí, en fundarstjóri gaf fundarhlé til kl. 5, en atkvæði talin upp í hléinu. Kl. 5 eftir hádegi hófst fundurinn aftur. Lýsti fundarstjóri að atkvæða- greiðslan um dagskrána hefði fallið þannig: Já sögðu 2821, nei sögðu 5459, og dagskráin þannig fallin. Þá borin upp til atkvæða breytingartillaga á skjali 13c (Ó. G. Eyjólfsson o. fl.J. Talin upp atkvæði og féllu þannig: alls greiddu 7917 atkv., já 5507, nei 2410. Lýsti fundarstjóri tillöguna fallna, þar sem til lagabreytinga þurfti samkvæmt félagslögunum, 15 gr., þrjá fjórðu hluta greiddra atkv., er eigi hefði fengist fyrir tillögunni. Bar þá fundarstjóri upp fán skrif- legra atkvæðaj tillögu stjórnarinnar um laga breyting á skjali 13 b, og var hún samþykt með öllum greiddum at- kvæðum gegn 6. Lýsti fundarstjóri hana samþykta. Þá tekinn fyrir fjórði liður dag- skrárinnar: Kosning þriggja manna í stjórn fé- lagsins, í stað þeirra, er ár ganga samkvarmt hlutkesti. Úr gengu stjórninni með hlutkesti: Eggert Claessen, Halldór Daníelsson og Garðar Gíslason. Þá gengið til kosninga á einum manni úr flokki Vestur-íelndinga (i stað Halldórs Daníelssonar sem kjörins af þeimj, og kosið á milli þeirra tveggja, er Vestur-lslending- ar höfðu tilnefnt fremsta, í bréfi, sem er skjal 9 hér yið fundarbókina: Árna Eggertssonar og Baldvins L. Baldvinssonar. Sveinn Björnsson gat þess, að hinn síðamefndi hefði | tjáð sér í bréfi, að hann ætti mjög j óhægt með að sitja í stjón Eimskipa-| félagsins sökum anna og ýmislegs | annars. Atkvæði féllu þannig: Árni Egg- ertsson hlaut 6284 atkv., Baldvin Baldvinsson 1167, auðir seðlar voru 168. Lýsti fundarstjóri því Árna Eggertsson kosinn úr flokki Vestur- íslendinga. Voru þá tilnefndir af fundarmönn- um 8 manns úr flokki hluthafa bú- settra í Reykjavík }sjá síðar í fund- arskýrslunnij. Þá lýsti fundarstjóri að meðan upp- talning færi fram á atkvæðum, yrði teknir fyrir aðrir liðir dagskrárinnar, 6. liður o.s.frv. Tillögur um adkning hlutafjárins. Sv'einn Björnsson form. félagsins tók til máls og m*lti með tillögu stj'órnarinnar á skjali 13 a. — sem sé um að auka hlutaféð upp í 2 mil- jónir, svo hljóðandi: “Tillaga um aukning hlutafjáfins: Frá félagsstjórninni: Fundurinn á- kveður að heimila félagsstjórninni að auka hlutaféð upp í tvær miljónir króna.” Borin undir atkvæði greind tillaga stjórnarinnar, og samþykt í einu hljóði. Þá tekinn fyrir sjöundi liður dag- skrárinnar: Heimild til að láta byggja eða kaupa skip. Til máls tók Eggert Claessen, talaði með tillögu stjórnarinnar á skjali 13 a um aukning skipastólsins, svo hljóð- andi: “Tillaga um heimild til aukningar skipastólsin^. Frá félagsstjórninni: Félagsstjórninni heimilast að láta byggja eða kaupa 1 eða 2 millilanda- skip auk strandferðaskipa þeirra, sem heimild var gefin á stofnfundi til að láta byggja eða kaupa. • Tillagan born undir atkvæði og samþykt í enu hljóði. Tekinn fyrir 8. liður dagskrárinn- ar: Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Tekin til umræðu tillagá um hækk- un flutningsgjalda frá Gísla Sveins- syni, svohljóðandi: “Tillaga um hækkun flutriings- gjalda. Frá Gísla Sveinssyni yfir- dómslögmanni: Fundurinn telur ó- hjákvæmilegt og sjálfsagt, eins og nú standa sakir, að stjórn Eimskipafé- HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum lagsins hagi flutningsgjöldum skip- anna um sinn nokkuð eftir því, sem önnur félög á Norðurlöndum gera og hafa gert, síðan er ófriðurinn hófst. Gengur fundurinn að því vísu, að v*ntanlegur gróði af slíkri hækkun flutningsgjaldanna leggist að öllu leyti í varasjóð félagsins, svo að ])að geti sem fyrst af sjálfsdáðum aukið skipastól sinn og verði þannig' færara um að halda uppi siglingum til hags- muna fyrir alt landið.” Tók tillögumaður fyrst til máls og talaði með tillögunni, en hún er á framlögðu skjali 13 d. Auk hans tóku til máls: Sveinn Björnsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, B. H. Bjarnason, Jón Þorláksson, Magnús Sigurðsson og Ragnar Ólafs- son. (Sumir tóku til máls oftar en einu sinni. Enn fremur talaði Gunnlaug- ur Magnússon, úr Strandasýslu. Þá borin upp rökstudd dagskrá, er Jón Þorláksson bar fram, svohljóð- andi: “Með því að fundurinn felst á stefnu þá um hækkun flutningsgjalda, sem kemur fram í skýrslu félags- stjórnarinnar, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá. fStefna stjórnarinnar er sú, “að hækka ekki flutningsgjöldin eftir J)ví hvað mögulegt væri að nota sér neyð- arástand það, sem nú er um skipakost og flutninga, heldur að hækka þau smámsaman, og fara þá að mestu eftir því sem þörfin krefur vegna aukinna útgjalda til þess «ð fyrirtæk- ið beri sig fjárhagslega.”J Þessi tillaga var samþykt með öll- um þorra atkvæða. Lýsti fundar- stjóri þá, að tillagan á 13 d. kæmi ekki undir atkv'æði, þar sem dagskráin hefði verið samþykt. Kom þá til Umræðu tillaga um út- boð hlutafjáraukningar, frá Ó. G. Eyjólfssyni o. fl.< á skjali 13 e., svo- hljóðandi: “Um útboð á hlutafjáraukning. Tillaga til fundarsamþyktar á aðal- i fundi Eimskipafélags Islands 23. júní 1916. FFlutningsm.: Ó. G. Eyjólfs- son, Páll H. Gíslason, Jón Björnsson, Guðjón Björnsson, Einar Markússon, f. h. Kristínar Árnadóttur Einar Markússon, Jón Brynjólfsson, Nathan & Olsen, R. P. Leví, Haraldur Árna- son, S. S. Svavars. — Fundurinn skorar á félagsstjórnina að bjóða ekki væntanlega aukning hlutafjár út til þeirra Vestur-íslendinga, sem ekki hafa staðið í fullum skilum með borg- un hlutafjár til félagsins.” Töluðu um hana Páll H. Gíslason kaupm., Sveinn Björnsson, Ó. G. Eyjólfsson, Þórhallur Bjarnarson biskup, Jón Þorláksson og Benedikt Sveinsson. Tillagan borin undir atkvæði og feld með yfirgnæfandi atkvæðafjölda (6 greiddu atkvæði með tillögunni.J Fundarhlé var þvínæst gefið frá kl. 8^2—9yí. Hófst fundurinn aftur. Lokið upptalningu atkvæða hinna til- nefndu manna, er áður var getið, eft- ir fjórða lið dagskrárinnar. Tilnefndir voru þessir: Eg^rt Claessen . .. méð 7055 atkv. Halldór Daníelsson . — 5735 — Thor Jensen..........— 4806 — Garðar Gíslason . .— 4183 — Jón Þorláksson . ... — 3879 — Jón Björnsson .. .. — 3448 — Magnús Sigurðsson . — J437 — Halldór Þorsteinsson — 1185 — Næstir fengu atkvæði: Páll H. Gíslason.........| 976 — Björn Kristjánsson .. .. 846 — Sighvatur Bjarnason . .. 707 — Thpr Jensen (Ólafur Thor sonur hans fyrir hans höndj og Magnús Sigurðsson neituðu að taka á móti kosningu, ef þeir yrðu fyrir kjöri. Komu þá í þeirra stað tilnefndir með mestum atkvæðafjölda Páll H. Gísla- son og Björn Kristjánsson, er þó taldist undan kosningu. Fór þá kosning fram um fjóra af þessum átta tilnefndu mönnum, í stjornarnefnd félagsins. Kosningu hlutu þessir: Eggert Claessen .... með 7415 atkv. Halldór Daníelsson .. — 6156 — Jón Þorlákssón .. .. — 4907 —• Halldór Þorsteinsson — 4747 — iNæstir fengu atkvði: Jón Björnsson .......... 1236 — og Garðar Gíslason .. . .i 3069— Þá var loks tekinn fyrir fimti lið- ur dagskrárinnar: Kosinn endurskoðandi í stað þess, er frá fer, samkv. hlutkesti og einn varaendurskoðandi. Út var dreginn með hlutkesti end- urskoðandi Ó. G. Eyj'ólfsson kaup- maður. Kosning endurskoðanda fór þá fram og hlaut kosningu (við skrif- lega atkvæðagreiðsluj: Ó. G. Eyjólfs- son með 2133 atkv'. Næstur fékk at- ('Niðurl. á 3. bls.J Vöxtur félagsrjóma- búanna í SASKATCHEWAN Hin fimtán félags rjómabú, sem rekin eru af búnaðardeildinni, sjá um sölu fyrir allan rjóma, sem bændumir í Saskatchewan geta fram leitt. Með því að starfrækja þessi rjómabú undir einni stjórn, er framleiðslukostnaður lækkaður eins og mest má verða og allra hæsta verð fengið fyrir rjóma. pessi rjómabú eru á ýmsum stöðum fylkisins, og er það þess vegna vinnandi vegur svo að segja fyrir hvem einasta bónda að flytja á samvinnu rjómabú. Rjóminn er allur aðgreindur eftir gæðum og borgað fyrir hann eftir því. Sætur rjómi og bragð- góður er borgaður 5 centum hærra verði fyrir pundið af smjörfitunni en súr rjómi og bragðslæmur; það borgar sig því að hirða vel um rjómann. Tölur þær, sem hér fara á eftir, sýna vöxt og við- gang samvinnu rjómabúanna í Saktachewan um síð- astliðin 8 ár. Ár . Tala rjómab. Tala notenda Smjörpund 1907 .. 4 213 66,246 1910 .. 7 1,166 507,820 1913 .. 11 2,681 962,869 1914 .. 13 3,625 1,398,730 1915 .. 15 5,979 2,012,410 Áritun á allar rjómasendingar: “THE GOVERN- MENT CREAMERY” til einhvers af eftirfylgjandi stöðum, sem næstur er þægilegustu járnbrautarstöð fyrir yður: Birch Hills Lanigan Regina Cudworth Lloydminster Shellbrooke Canora Melville Tantallon Fiske Melfort Unity JEerrobert Moosomin Wadena. Langenburg Oxbow Upplýsingar um verð, flokkun smjörs, flutnings- skýringar eða annað fást hjá rjómabússtjóra þeim, sem næstur yður er, eða frá aðal umboðsmanni rjóma- búanna. W. A. WILSON, Dairy Commissioner.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.