Lögberg - 27.07.1916, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.07.1916, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1916. 5 í kvæðinu “Áfram”, sem hann orti árið 1872, segir hann meðal annars: “Er íslenzku kaupförin sigla um sjá og sjálfir vér kraftanna neytum, þá hlæjum að kúgun—því hver getur þá oss hamlað að skipinu beitum?” Hugsum okkur að íslendingar hefðu þá—fyrir nálega hálfri öld—hafist handa og byrjað eig- in verzlun á eigin skipum; ætli hagur þjóðarinnar og menning hefði þá ekki verið blómlegri en raun varð á? Næsta hálfa öld- in svarar þeirri spurningu. pegar eg var um fermingu— rétt um það leyti sem Jón ólafs- son komst fyrst á þing, þá var ekki rifist meira um nokkum mann mér vitanlega en hann. Sumir töldu hann öfgamann og æsinga og ekkert annað, aðrir skoðuðu hann eins og brautryðj- anda allra framfara. Hann hafði talað á fundi í Reykjavík — mig minnir árið 1882—og hald- ið því fram að konur ættu að hafa atkvæði jafnt og menn, vinnufólk jafnt og húsbændur; ekkert vistarband ætti að eiga sér stað; allir ættu að mega fara hvar um land sem þeim sýndist án sekta; konungkjömir þing- menn ættu ekki að vera til o.s.fr. petta var kenning sem ekki féll í frjóan jarðveg í þá daga, og um það var jafnvel deilt hvort maðurinn væri með öllum mjalla eða ekki. Nú er þetta alt orðið að lögum. Um Jón sem löggjafa—þau lög er hann hafi sérstaklega komið í framkvæmd og stefnur er hann hafi fylgt, er ekki tími né rúm til að ræða hér; það mál er bæði flókið og undir álitum komið, en hitt skal óhikað tekið fram að hann undirbjó huga þjóðarinnar og gerði hann mót- tækilegan fyrir ýmsar framfar- ir, sem aðrir komu til leiðar síð- ar, og hann kveikti eld og áhuga ungra manna með ræðum, ritum, ljóðum og athöfnum, ef til vill í stærri stíl en nokkur annar um það leyti sem hann lét mest til sín taka; í því lágu hans mestu pólitísku áhrif og stjórn- málastörf. Og þegar hann fékst við einhver sérstök ritstörf, þá valdi hann oftast eitthvað til þess að vekja og hrynda áfram. Pannig þýddi hann hina heims- fvægu bók “Frelsið” eftir John Stuart Mill, og fleira. Pegar talað er um stjórnmál kemur margt til athugunar. Flest þjóðfélagsmál heyra þeim fil. enda var það fátt sem Jón ekki lét sig varða. Hann skrif- aði um bankamál, landbúnað, sjávarútveg, bindindismál og ó- tal margt annað er að stjórn- málum laut; auk fjölda rita og ritgerða um skáldskap, heim- speki, trúmál, sögu, málfræði o. fk Einnig þýddi hann nokkur ágæt rit, svo sem “Kátur piltur” °g “Sigrún á Sunnuhvoli”, hvort- tveggja eftir Björnstjeme Björnsson, og eru þær þýðingar báðar þjóðkunnar og þjóðfræg- ar. Pess var áður getið að Jón mundi hafa verið mesti æfin- týramaður sinnar tíðar, og munu tæplega skiftar skoðanir um að svo hafi verið. Skólalíf hans var víðburðarík- ara en flestra annara, þótt hann kæmi manna yngstur í skóla. ódælska og alls konar unggæðis- háttur, einkendu veru hans þar svo mjög að fá munu dæmi slíks; hefir hann sjálfur sagt af því margar sögur. Á þeim tímum var drykkju- skapur og gjálífi margra menta- : manna í algleymingi heima og margir þeirra í skóla er síðar Urðu þjóðkunnir menn; enda er Það eftirtektavert í sögum allra landa að margir þeirra sem síð- ar urðu forustumenn þjóðanna hafa verið ódælir æfintýramenn á yngri árum. Og þetta er eðli- legt, þeir eru eins og vellandi hver, sem spýtir og gusar við hverja hreyfingu. Geysir er sannarleg ímynd þessara manna; ekki þarf annað en kasta í hann hnausum, til þess að sjóðandi vatnssúlur standi tugi feta í loft upp. Pegar tilfinningaríkir ung- hngar sjá eða heyra einhverju misboðið sem þeim er kært, þá er eins og sé kastað nokkurs kon- ar “hnaus” í undirdjúp hugsana þeirra og þeim er ekki rótt fyr en þeir gusa honum frá sér með heitum fossum og sterkum. Svona var Jón ólafsson og svona hafa fleiri verið á öllum Öldum með öllum þjóðum. Og hvar væru þjóðirnar, hvar Væri heimsmenningin, ef hún hefði ekki notið þessara manna? peir eru allir á “undan” tím- anum, eins og það er kallað, en sannleikurinn er sá að ef allir fylgdust með því sem er, allir væru “samferða” tímanum eða véttara sagt tíðarandanum, þá þektust engar bætur né breyt- ingar; þá stæðu allir í sömu sporum altaf og allstaðar. Að hafa verið dæmdur fyrir landráð, flúið og verið í útlegð; átt síðan í málaferlum við æðsta mann landsins og farið aftur huldu höfði og landflótta og hafa gengið í gegn um alt þetta á tvítugs aldri, það er að minsta kosti alveg éinstætt í sögu fs- lendinga á síðari tímum, og jafn- vel þótt víðar sé leitað í tíma eða rúmi. Að koma svo heim til ættjarð- ar sinnar og verða konungkjör- inn þingmaður, það er líkara æf- intýri en virkileika. Sá sem skrifar sögu Jóns ól- afssonar á mikið verk fyrir hendi, bæði skemtilegt og vanda- samt; en verði hún vel úr garði gerð og engin hlutdrægni látin komast að, þá verður það merki- leg bók að mörgu leyti, og hvað sem annars má um hann segja, þá er það víst að hann sagði satt í “Kveðju til íslands”: “Nokkurn son þú aldrei hefir átt gem elskar heitar þig en eg hef gert”. pótt þjóðin hafi átt meiri “skapstillingamenn”. Sig. JÚI. Jóhannesson. Foam Lake bygðar búar heiðra G. J. Bildfeil og konu hans. Þann 12. þ.m. var þeim heiðurs- hjónunum Gísla J. Bildfell og konu hans Valgerði Eiríksdóttur haldiö veglegt- samsæti að samkomuhúsi bygðarinnar Bertdale í tilefni af því að þá höfðu þau hjón verið gift i 25 ár. í samsæti þessu munu alls hafa tekið þátt á annað hundrað manns, eða nærfelt allir íslendingar i bygð- inni. — Samkomuforseti eða skálameist- ari, eins og W. H. Paulson vill kalla það, var Mr. Jón Einarsson. í heiðurssæti voru brúðhjónin leidd af þeim Mr. og Mrs. B. Ja- sonsson og um leið vottaði þing- heimur þeim virðingu sína með því að standa upp. Þegar forseti hafði með nokkr- um velvöldum orðum boðið brúð- hjónin og aðra velkomna, var sung- inn sálmurinn: “Hve gott og fag- urt” o.s.frv. og að því búnu hélt presturinn séra Jakob Kristinsson stutta ræðu. Bbrð voru búin ríkulega, eins og Foam Lake búum er lagið, og tóku nú allir eftir áeggjan forseta að taka óspart til matar síns, því þótt tilefni samkomunnar að sumu leyti mætti likja við haustið, þá var verulegur lífgandi vorbragur yfir öllu, enda var veður hið elskuleg- asta og borðhaldið var hvergi í- þyngt með þungum eða tormeltum ræðum, en glaðværðarkliðurinn var sem fuglakvak um varptíma. Að borðhaldi afstöðnu afhenti forseti þeim hjónum að gjöf, Mr. Bíldfell silfurbúinn göngustað, en Mrs. Bíldfell gullúr með festi af sama málmi og þess utan nær 90 dollara i peningum á silfurdiski. — Að þessu loknu hófust ræðuhöld, og skemtu rnenn sér með söng ýmissa islenzkra laga á milli ræð- anna. Þeir sem töluðu, voru: Mr. Sveinn Eiriksson, Jón Janusson, G. Eaxdal, Jakob Norðmann og Jón Torlacius. Mrs. Ingi flutti stutt erindi í bundnu máli. Þau hjón Mr. Bíldfell og kona hans eru fyrstu íslenzkir innflytj- endur í þessa bygð. Þau fluttu hingað fyrir 24 árum og eins og einn ræðumaður, Mr. Jón Janusson benti á, hefði átt vel við að steypa saman hátíðahaldi þessu við 25 ára hátíöahald bygðarinnar sem fram ætti að fara að ári, en öðrum fleiri fanst ógjörlegt að fækka með því hátíðunum, þær væru ekki of marg- ar. og það reið baggamuninn, enda er framkoma þeirra hjóna gagnvart síðari innflytjendum, hvað gestrisni og aðra hjálpsemi snertir, ve! þess virði að þess sé oftar minst. Samsæti þetta stóð frá kl. eitt 61 kl. 10 síðdegis, og mun óhætt mega telja eitt með þeim beztu í þeirri röð sem hér hefir verið haldið, enda var þvi af forseta stjórnað með lipurð og fjöri, eins og hans' er vandi. Ræðurnar voru stuttar, en hver hafði af eigin reynslu sitt að segja um ósérhlífni, hjálpsemi og framtakssemi þeirra hjóna, og hversu vel þeim hafi gengið að stjórna farkosti sinum gegnum brim og boða. Eftir klukkan 10 skemti unga fólkið sé’r við dans til kl. eitt. Kveðja til Árna Sveinssonar Hr. Árni Sveinsson. Eg hefi lesið gaumgæfilega at- hugasemdir þínar við svar mitt til þín, og þykja mér þær það ómerki- legasta, sem komið hefir frá þinni hendi. Þú leggur auðsjáanlega alt kapp á, að þyrla upp sem mestu ryki, og villa mönnum sjónir í þessu máli, með útúrsnúningum, hártog- unum og ómerkilegum orðafjölda. Islendingadagurínn í Riverton, Man, PROGRAM Minni íslands, RæÖa, . . . . Canada, Rœða, . . . . Kvæði, . , . . “ N. íslands, Ræða . . . . B. Marteinsson . S. Thorvaldson Gutt. Guttormsson Sigtr. Jónasson Minni íslenzkra hermanna, Ræða, Séra Jóh. Bjarnason Margvíslegar íþróttir: Kapphlaup, kaðaltog, glímur. stökk, o.s.frv. Verðlaun gefin vinnendum í hvert skifti, Riverton hornleikaraflokkur spilar öðru hverju allan daginn. Dans í Riverton Hall að kveldinu. Riverton Or- chestra spilar fyrir dansinum. Hér eru nokkur dæmi gripin af handahófi úr grejn þinni: Þú segir, að eg hafi byrjaS um- bótatilraun mína með því að minna á það, að Argyle-íslendingar hafi eitt sinn verið nefndir “andlegir Homstrendingar”. Fyrirlestur minn um samkvæmislífið hélt eg síöastliðinn vetur, en athugasemdin birtist ekki fyr en á þessu sumri. Þú viröist hafa veitt fyrirlestrinum litla eftirtekt, en hnotið um þessi tvö orð og strandað þar. Þessi tvö orð, sem eg i grandleysi notaði í sambandi við það, er eg vildi segja um Argyle-lslendinga, hefir þú nú gert að hermerki þínu, og veifar ó- spart framan í bygðarmenn, til þess að æsa upp þá, sem kynnu að vera svo fáráðir, að láta blekkjast. Þú segir það ósannindi, að allir forgöngumenn bygðarbúa á fyrri árum séu fallnir úr lest. Allir, sem iþú taldir upp í fyrri grein þinni, eru fallnir úr lest, og við þá eina átti eg. Þetta er hártogun þín. Samkvæmt skýringu minni áður birtri sagði eg það eitt um Argyle- fslendinga að mér virtist skorta til, að þeir sköruðu fram úr í félagsskap og andlegum störfum, svo sem þeir gera í búskap að sögn kunnugra manna. Fram hjá þeirri skýringu gengur þú algerlega, til þess að geta haldið áfram að vonzkast, og eyða mörgum óþörfum orðum. Ef það er svo augljóst sem ráða má af orð- um þinum, að þessi ummæli hafi við ekkert að styðjast, því þarftu þá að ganga slikan berserksgang, og hafa svo hátt ? Þú ættir að geta bent á það, sem birst hefir í blöð- um og tímaritum úr Argyle nú á seinni árum. Þú ættir að geta bent á málfundafélög ungra manna, íþróttafélög, samvinnufélög og mælskumenn. Þú hefir bent á einn ungan mann sem rétt nýlega hefir komið fram. Eg hefi heyrt til hans, og Hkað mjög vel. Þrátt fyrir hömlur og erfiðleika hafa hæfileik- ar hans rutt sér til rúms á ræðu- palli frammi fyrir almenningi. En þú ættir að geta bent á fleiri í svo fjölmennri bygð og vel mannaðri. íslendingadagshátíð er haldin all- víða í bygðum ísl. Því bendir þú ekki á slíka hátíð í Argyle? Þegar þú skrifar mér næst, ættir þú að eyða minna af rúmi blaðanna, en hafa orð þín mergjaðri. Heldur þú að búskaparáhyggjur vinnumanna þinna sé eins miklar og þinar eigin, sem stjórnar verka- lýð þinum, berð heimilið þitt alt fyrir brjósti, sérð því fjárhagslega borgið o.s.frv., o.s.frv.? Fleira ætla eg ekki að tína til, því nóg er komið. Rógburði þínum og persónulegum árásum á mig svara eg fáu, því það er bygt á litlu viti. Þér er alls ó- kunnugt um félagsstarfsemi mína og framlög til slíks. Veit ekki að hverju orð þín lúta um ófélagslyndi mitt, nema ef vera skvldi að því, að eg stend ekki i söfnuði; þykir það líklegt, því, þú slettir til þeirra, sem hafi gagn af félagsskapnum en vilji ekki styðja hann. Úr því þú seilist svo langt til þess að sveigja að mér persónulega, væri mér ekki á móti skapi að við bærum þar sam- an plögg okkar og sæjum hvor okk- ar væri sjálfum sér samkvæmari í því efni. Óþarft var að reka horn- in í þá menn, sem standa utan við deilu okkar. En slikt verður þeim, sem ekki kunna sér hóf. Nú mun eg ekki oftar níðast á góðsemi Lögbergs og langlundar- geði lesendanna í þessari deilu. Fara munt þú enn á stúfana, ef eg þekki þig rétt, en eg ætla að taka því karlmannlega og þegja. Vertu svo vinsamlegast kvaddur. Til íslendinga í Argyle. Áður en eg legg frá mér pennann i þessari deilu vil eg bera fram þá ósk mína, að þrátt fyrir veðragang þann, sem út af þessu hefir risið, megi, þegar um hægist, eitthvað gott af því fljóta. Þótt svo hafi til tek- ist, sem raun er á orðin, var tilgang- ur minn sá sem eg hefi áður á vikið. Eg hefi þegar bent á, hvað mér virð- ist skorta á ágæti þessarar bygðar, og því hefir ekki verið hnekt í einu einasta orði. Æskulýðurinn þarf að vera alvörumeiri, hugsa meira, starfa meira saman í félögum svo í áttina stefni til samvinnu og sam- vamar gegn f járdráttarsýkinni, óhreinum viðskiftum, einangrun og lágfleygum hugsunarhætti. Það er í sjálfu sér ekki tiltöku- mál, þótt félög deyi, ef félagsand- inn lifir og brýzt fram á nýjan leik. Og þá er vel farið, er ungir menn rísa upp og láta þá gömlu ekki falla óbætta, — því:— “Þótt bili hendur, er bættur galli; ef merkið stendur þótt maðurinn falli”. Jónas horbergsson. íslendingadagurinn í Wynyard. Vatnabygðirnar hafa venjulega haft góðan íslendingadag, en það ber hún með sér skemtiskráin, að enn þá betur hefir verið vandað til hans í ár en nokkru sinni fyr. Ræðurnar, sem að sjálfsögðu ættu að vera aðalatriðið á slíkum þjóð- hátíðum, verða eflaust góðar með afbrigðum. Þeir sem þær flytja eru allir viðurkendir að vera meðal færustu manna er vér eigum hér vestra.. Verður óefað fjölment á Wynyard annan ágúst. Til íslendinga á Gimli. Sökum þess að “commissioning” séra Octaviusar Thorlákssonar fer fram næsta sunnudag og ætlast er til að allir prestar kirkjufélagsins séu þar, verður engin guðsþjónusta á Gimli þenna dag á íslenzku. En séra John Maclean D.D. frá Winni- peg prédikar að kveldinu á Ensku. Vinsamlegast, Carl J. Olson. PANTAGES. Þar fara fram alls konar leikar og sýningar næstu viku. Sérstak- lega verður þar ýmislegt hlægilegt og s'kemtilegt. Henrietta De Serris og félag hennar er frægur flokkur sem þar verður og skemtir vel. Sýnir hann bæði leiki og listaverk sem eru heimsfræg. Þar á meðal frá stríð- inu og myndir af því sem eyðilagt hefir verið þar. Benny and Hazel Nann, eru ágætt söng- og leikfólk. DOMINION “The Common Law” heitir leikur sem þar fer fram og byrjar á mánu- daginn. Er hann búinn til upp úr sögu með sama nafni, sem mikið orð hefir fengið á sig að verðleik- um. Fred Kerby, sem allir kannast við, er nú kominn aftur, og mun það gleðja marga. í sumarfríinu hefir leikhúsið alt verið skreytt og prýtt, og er nú miklu fegurra en áður. Bréf frá pýzkalandi. Kæra móðir mín. Eg býst við að þér sé farið að þykja það undarlegt að eg skuli ekki skrifa þér; ert þú ef til vill orðin hugsjúk yfir mér; en ástæðan er sú að eg hefi fluzt frá einum stað i annan upp á síðkastið. Við erum einhversstaðar í Rússlandi eða Póllandi við vegagerð. Pétur er líka í þeim hóp. Við vildum ekki vinna, en vorum þvingaðir til þess; það er mánuður síðan við fórum frá Munster og það hefir farið langur tími til þess að koma sér fyrir. Við erum að fá fyrstu bréfin. Við búumst við sendingum eftir þessa viku. Eg fekk bréf frá þér frá 3. apríl og póstspjöld. Eg held við verðum hér aðeins í nokkra mánuði; en á meðan er skrifað ut- an á alt til okkar til Frederickshaf- en. Hingað til hefir það verið ó- mögulegt að fá að reykja hér og þurfum við því nauðsynlega að fá sendingarnar. Eg hefi engar aðrar fréttir sem stendur nema það að við erum ágæt- lega frískir. Skilaðu beztu kveðju til allra og ,Pétur sendir kveðju sína. Þinn elskandi sonur. Pte J. Pcterson. -Utanáskrift: British Prisoner of War No 1653, 8th Canadians No 1 Comp., ist Engl. Command Gefangenlager, Friedrichfeld, Germany. pjóðræknissjóðurinn. Þ'essir hafa gefið í Þjóðræknis- sjóðinn, sein fylgir. Safnað af S. O. Eiríksson, Oak \riew, Man.: R. P. Peterson $2.00, Carl Kjerne- sted $2.00, S. Sigfússon $2.00, Amljótur Gíslason $2.25, F. O. Lingdal $4.00, S. Brandson $1.00, Kr. Brandson $1.00, James Good- man $2,00, Eyjólfur Sveinson $2.00 Harry Davidson $2.00, Magnús Davidson $2.00, Pétur V’igfússon $2.00. S. O. Eiríksson $6.00, Sig- prður Eiríkson $2.00, Christian Eiriskson $2.00, Ármann Eiríksson $1.00, John Magnússon $5.00, Ein- ar Sigurðsson $6.00. — Samtals $4<5'25' _ ÞAKKLÆTI. Með hrærðu hjarta þakka eg öll- um þeim, er sýndu mér hluttekningu við fráfall míns elskulega sonar á vígvellinum, með því að skrifa mér og koma til mín; það yrði of langt að nafngreina þennan hóp, en mér er skylt að nefna Miss. Þuru Good- man, sem v'ar reiðubúin að gera alt sem hún mögulega gat fyrir mig.— Sérstaklega þakka eg okkar góða presti, séra Birni B. Jónssyni, fyrir minningarorðin í kirkjunni, einnig komu hans til mín, og svo margt fle'ira gert fyrir mig. Alt þetta skín sem sól i gegn ,um sorgina. Að síðustu þakka eg guði fyrir alt og bið hann, sem græðir öll sár, að vera öllum þessum næstur, þegar sorg og mótlæti bera að höndum. Mrs. J. Preece, 687 Winnipeg Ave. \T<• .. 1 • timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegu„dum> g„rcttu, og a].. konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AYE. EAST WINNIPEG SEGID EKKI “UG GKT EEKI BORGAB TANVI.ÆKNI NC.’* Vér vltum, að nú gengur ekkl alt að 6*kum ok erfltt er að el«naaa aklldlnca. Bf tll vlll, er oaa það fyrir beatu. >að kennlr ees, aem verðum að vlnna fyrlr hverju centl, að meta (lldl penlncn. MINNIST þess. að dalur sparaður er dalur unninn. MINNIST þeea elnnlg, að TENNUR eru oft melra Tirðl en peningnr. BCEUI/BRIG9I er fyrsta spor tll hamlnxju. >yl verðlð þér að vernda TEVNURNAR — Ná er timinn—hér er ntaönrlnn til aC láta gere vUI tennur ySar. Mikill sparnaöur á vönduðu tannverki KINSTAKAR TKNNUR $5.00 HVER BE8TA 29 K.UL GTJUi $5.00, 22 IiARAT GUUvTENNUR VeHJ vort ávalt óbrejrtt Mðr| bnndruC manns notn sér hl8 U|* varS. HVERS VEGNA EKKJ pO ? e Fara yöar tilbúnu tennur vel? eða Kensn þser iðulega úr skorðum? Kf þær sera það, finnið þé tann- lækna, sem *eta *ert vel vlð tennur yðar fyrlr væ*t v*»C. BG slnnl ySnr sj&lfur—NotiC fimtán éra reynsin vora vtS tannlæknlncns $8.00 HVALBEIN OPl® A KVÖLDUM DE, P AESONÖ HeGREBTT BLOCK, PORTAGR AVE. Telefónn M. 800. Uppt yfts Grand Trunk farbréfa OnUMola S 6 L S K I N BARNABLAÐ LÖGBERGS I. ÁR. WINNIPEG, 27. JÚLÍ 1916 NR. 43 gafst mest af öllum börnunum, og I þó ert þú fátækust; það var fallegt af þér.” Samkoman var byrjuð, söngur- inn og hljóðfæraslátturinn kvað við um allan salinn. Mæðgurnar gengu til sætis. Guðfinna litla leit í kring um sig, henni varð litið á kjólana og skóna sem hinar stúlk- urnar voru í, þeir voru allir nýir og sumir mjög skrautlegir. Skórn- ir sýndust allir nýir; konurnar voru allar vel búnar líka, hún leit á sinn kjól, hann vár gamall og upplitaður, en vel hreinn; og skórn- ir, þó þeir væru vel burstaðir, þá voru þeir þó götóttir. Hún fann kinnarnar á sér verða brennheitar og hún þorði varla að líta upp; hún átti ekki heima innan um svona vel búið fólk, fanst henni. Loks leit hún á móður sína. Hún var í göml- um, en vel þvegnum kjól, með gamla skó; svipur hennar var ró- legur og alvörublandinn. Hénni varð litið þvert yfir húsið, þar stóð maðurinn sem tók við peningunum. Hann sá liana og brosti og hún gat ekkí annað en brosað líka. Henni kom til liugar það sem hann sagði við hana, henni d’att líka í hug, það sem gamla konan sagði henni og sem var svo likt því sem móðir hennar talaði svo oft við hana. Þessar hugsanir og hinn rólegi svipur móður hennar hrundu í burtu hinum óþægilegu hugsunum hennar að miklu leyti. Móðir hennar tók engan þátt x gleðinni, hún fór snemma heim; hún þurfti að sofa, því hún mátti til með að sauma mikið næsta dag. Guðfinna litla sá stór tár velta nið- ur kinnar móður sinnar þegar þær voru að hætta. Hún gat ekki skilið þá af hverju lá svona illa á henni eða hvað mikið þær höfðu mist við fráfall föður hennar. Hún las bæn- irnar sínar og mamma hennar kisti hana, svo lokaði hún augunum og endurtók í huga sínum þangað til hún sofnaði þessa barnslegu bæn: “Góði guð mirin á himnum, hjálp- aðu mér svo eg geti orðið góð stúlka altaf, altaf ósköp góð stúlka. Þá get eg hjálpað henni mömmu, svo hún þurfi ekki að vinna svona mikið og huggað hana svo aldrei liggi illa á henni, og þegar eg er orð- in stór á hún ekkert að gera nema það sem hún vill.” Þessu loforði sínu gleymdi hún heldur ekki, en efndi það vel og varð góð og gæfusöm stúlka. Glæðum í byrjun góðar tilfinn- ingar barna okkar. Perla. Barna þula. i(Úr "Kátum plltl”) Komdu, komdu, kiðlingur, komdu, mömmu grákálfur, komdu, kötturinn Branda, komdu að mjálma að vanda, andarungar, eltið mig, ekki er vert að fela sig. Komið, grislingar gráir, gangfærir vart, svo smáir, og dúfumar mínar með fjaðrirnar fínar: Glitrar dögg á meiði, glatt skin sól í heiði; og hásumar er nú, og hvergi frem- ur, . en kallaðu á haustið—og það kemur. fjón Ólafsson þýddi). Ljómandi fallegt kvæöi eftir Ýndo kemur í næstu blöðum Sól- skins. I Kistillinn hans afa Leikur handa börnum. Eftir Jakob Briem. (NiSurl.) Ingibjörg: Sæl verið þið Hvers lags er þetta, hvað eruð þið að hafast að. Breytið þið nú, elsku börnin mín, eins og eg bað ykkur áður en eg fór, mikil ósköp eru að vita til ykkar. Það var gagn að ekki var messað, svo við gætum komið heim, að ykkur, með alt athæfið. Hvar er hann afi ykkar? (Ólöf með tárin í augunum hleyp- ur upp um hálsinn á mömmu sinni). Ólöf: Elsku mamma! vertu nú góð og fyrirgefðu okkur öllum! Ingibjörg: Réttast væri nú samt að hýða ykkur öll, en þegar börnin iðrast og biðja syndafyrirgefningar, þá er varla mögulegt annað en að fyrirgefa þeim, af því við viljum að guð geri það sama við okkur, þegar við gerum eitthvað lj’ótt. En segið þið mér þá alveg satt, af hverju voruð þið drengir að fljúg- ast á? SigríSur: Þeir voru að jagast um galdrabréfið, sem þeir héldu að væri, og vildu báðir hafa það, og svo fóru þeir að tuskast út úr því. Ingibjörg: Hvaða galdrabréf, nú er heyrandi til ykkar, lofið þið mér að sjá það 1 ('Ólöf beygir sig niður á gólfið eftir bréfinu og fær mömmu sinni þaðj ; Hérna mamma mín! (Ingi- björg les bréfið með miklum á- hyggjusvip, sem einlægt vex með lestrinuin). Ingibjörg: Guði almáttugum sé lof og þakkir, fyrir þenna dag! Hvar er afi ykkar, og hvar hafið þiö fundið þetta bréf? Ólöf: Þáð var undir skinninu, sem liggur þarna á gólfinu, utan á spjaldinu á stóru guðsorðabókinni hans afa, biblíunni. (Rétt i þessu kemur Stefán inn og leiðir gamla Þorvald, sem staulast mjög hægt). Stcjá)i: Sæl verið þið, börn! Þið hafið farið dáfallega með hann afa ykkar, að gleyma honum úti við fjós, og láta hann svo vera að staulast einan heim, hann var rétt kominn að brunnvökinni og hefði máske druknaö þar, hefði eg ekki komið að honum í sömu svifunum. Nú skal eg segja ykkur hvað eg ætla að gera við ykkur. Eg tek ykkur eitt á eftir öðru og rass-skelli ykkur duglega, svo þið getið munað eftir því næsta sunnudag, hvemig þið eigið að breyta þá. Hvar er slípólin mín? Ingibjörg: Við verðum að fyr- irgefa þeim alt í þetta sinn, góður- inn minn! Þau hafa fundið fyrir okkur 5,000 ffimm þúsundj ríkis- dali, sem föður minn hefir vantað næstum því nú í þrjátíu ár. Stefán: Hvað meinarðu með því, fundið peninga fjTÍr okkur? já, það er líklega helzt, það bregður ekki vananum að þau finni peninga eða hitt þó heldur. Þau finna það hvernig helzt, þau eigi að vinna böm!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.