Lögberg - 27.07.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.07.1916, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 27. JÚLÍ 1916. Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*$, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manaaer Otanáskrift til blaðsins: TKE OOLUMBIiy Pf{E5S, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Ma"- VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Jón Ólafsson. “1 engu var hann meSalmaSur.” J. Ó. “Hefirðu heyrt það að Jón ólafsson er dáinn?” Tæplega hittust tveir fslendingar eða fleiri í Winnipeg í vikunni sem leið án þess að þessi spum- ing heyrðist töluð. Og enginn þurfti að spyrja hver hann væri þessi Jón ólafsson. Allir vissu að það var stjórnmálamaðurinn, skáldið, rithöfund- urinn og um fram alt æfintýramaðurinn. peir eru fáir sem tekist hefir að móta nafn sitt eins djúpt og glögt í vitund samtíðarmanna sinna og Jóni ólafssyni. Fáir hafa átt eins marga og sterka óvini vor á meðal og hann, og fáir hafa einnig átt eins eld- heita vini, og líklegast hefir enginn íslendingur í síðari tíð átt viðburðaríkara líf en Jón ólafsson. Hann er fæddur 20. marz 1850; faðir hans var ólafur Indriðason prestur að Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði. Séra ólafur var skáld allgott. Móðir Jóns var porbjörg kona ólafs. þrettán ára kom Jón í skóla og var þar í fimm ár frá 1863—68. pótti bæði ódæll og latur og hætti námi án þess að taka stúdentspróf. Brátt kom það þó í ljós að ekki hamlaði vitskortur eða skiln- ingsleysi, því ekkert var það mál í skóla, er hann ekki tæki í ákveðinn þátt; var svo jafnvel ekki sízt um þau mál er ekki voru talin bama meðfæri.. pótt hann gæfi sig lítt að námi, kom það brátt í ljós að hann lagði sig eftir þekkingu í íslenzkri tungu og varð færari í henni en flestir aðrir— jafnvel allir skólabræður hans. Sagði hann svo frá sjálfur síðar, að sér hefði fundist tilfinningar sínar gagnvart íslenzkri tungu vera eins og tilfinningar bams til foreldris og þess vegna hefði íslenzku námið orðið sér svo létt að hann hefði haft unun af því þótt sér hefði leiðst að læra alt annað. Jón hefir ávalt verið talinn einn hinna allra færustu íslendinga í tungu vorri, enda hefir hann þurft á henni að halda, því svo má segja að ekki hafi penninn farið úr hendi hans frá því að hann var 18 ára og þangað til dauðinn tók hann af hon- um liðlega hálfsjötugum 11. þ.m. Jón ólafsson var kvæntur Helgu Eiríksdóttur frá Karlsskála í Reyðarfirði; lifir hún mann sinn. Segja þeir sem til þekkja að hún sé og hafi ávalt verið fyrirmyndarkona. Böm Jóns eru: ólafur tannlæknir í Chicago, Páll tannlækninga- nemi, einnig í Chicago; Gísli símstöðvastjóri á ís- landi, Sigríður kona Ágústs heimspekings Bjarna- sonar og háskólakennara í Reykjavík, Kristján á læknaskólanum í Winnipeg og Ásta námsmey við háskólann í Manitoba. Börnin eru öll sérlega vel gefin og mannvænleg. Hér er ekki til þess ætlast að skrifuð verði æfi- saga Jóns ólafssonar; hún verður eflaust ítarlega skráð af öðrum og annarsstaðar. En fyrir margra hluta sakir er það að mér finst sjálfsagt að minn- ast hans fremur margra annara leiðandi manna er frá falla vor á meðal. Eg þekti Jón flestum mönnum betur—átti við hann bæði ilt og gott. Ber því ekki að neita að við vorum hatursmenn um eitt skeið, þótt eg ávalt bæri til hans hlýjan hug öðrum þræði og virðingu fyrir hans miklu hæfileikum. Einhver allra fyrsta vísa, sem eg man eftir að eg lærði var eftir hann og er svona: “Loftið rauðri litar glóð ljóminn sunnu skæri; fagurt væri ef banablóð böðla Fróns það væri.” Og eg gleymi því aldrei hversu dauðskotinn eg var í þessari vísu og hversu mjög eg dýrkaði í anda þann mann, sem náttúran hafði gætt þeim gáfum að geta ort svona vel. Eg var alinn upp í Danahatri og var mér því þessi vísa nokkurs konar veraldlegt “faðirvor”. pá var ekki lítil aðdáunin sem það vakti hjá mér ungum, þegar eg heyrði og lærði “íslendinga- brag”, sem mér var sagt að 18 ára gamall drengur hefði ort. “Ristum Dönum naprast níð, sem nokk- ur þekkir tíð!” hljómaði á vörum okkar smalanna hvar sem við fórum. pað er áreiðanlegt að ekki eru mörg holt eða hæðir á gamla Fróni, sem ekki hafa ótal sinnum bergmálað þau orð. pegar minst er á Jón ólafsson verður það að viðurkennast af þeim, sem hann þektu að hann átti sammerkt við flest stórmenni að því leyti að samfara yfirburða hæfileikum var honum að ýmsu leyti ábótavant. Um hann átti með réttu heima vísa sú er Valdimar Ásmundarson gerði um Am- ljót ólafsson: “Mér er um og ó um Ljót, eg ætla hann vera dreng og þrjót; í honum er bæði gull og grjót, hann getur unnið mein og bót.” En þrátt fyrir það þótt honum hrytu margar hnútur í lifanda lífi, þá mun það verða þannig eins og oftast er að þjóðin í heild sinni og einstakling- arnir fyrir hennar hönd kveðja hann með þakk- læti fyrir það sem hann hafði vel og sonarlega gert, en hitt gleymist. pjóðin hlýtur að kveðja Jón ólafsson—fylgja honum til grafar með samskonar tilfinningu og móðir sem stendur við gröf uppvöðslumikils sonar. Hún ryfjar þá upp í huganum öll stórvirkin sem drengurinn hennar vann og er bæði þakklát fyrir þau og stolt af þeim—en hún gleymir brekunum og ódælskunni. Umfram alt man hún þá eftir því að hvað sem á gekk var sonarástin altaf söm og jöfn. Hér skal þá farið nokkrum orðum um þennan einkennilega hæfileikamann og á hann minst sem: Blaðamann, stjórnmálamann, skáld og æfintýra- mann. Undir nafninu Jón ólafsson “ritstjóri” kann- ast flestir við hann. Ekki vegna þess að svo hitt- ist á að enginn annar hefir verið ritstjóri hjá oss með því nafni, heldur sökum hins að í þeirri lífs- stöðu varð hann kunnastur og áhrifamestur. pað er ekki ósennilegt að þótt helmingur allra vorra mörgu ritstjóra hefði heitað “Jón ólafsson”, þá hefði Jón ólafsson “ritstjóri” í þjóðarmeðvit- undinni og á vörum hennar aldrei þýtt neinn ann- an en þennan eina Jón. pegar hann var á 18. ári hóf hann blaða- menskustarf sitt. Hætti hann þá námi á lærða- skólanum, gekzt fyrir því að félag var stofnað í Reykjavík til blaðsútgáfu og varð hann sjálfur ritstjóri þess. Blaðið hét “Baldur”. þetta var 1868. Ekki þurfti lengi að bíða til þess að verða þess áskynja að hér var um frábæra hæfileika að ræða, þótt æskufjörið og ótamdar hugsanir leiddu þar oft í gönur og stýrðu í sýnilega hættu. í þessu blaði birtist' kvæðið “íslendingabrag- ur”, sem orðið hefir flestum kvæðum vor á meðal nafnkunnara. Var hann lögsóttur fyrir og fund- inn sekur um landráð. Kvæðið birtist 9. marz 1870. Flýði Jón þá af landi brott og fór til Noregs. En það má merkilegt teljast, og sýnir sann- gimi Dana, að þegar málið kom fyrir hæsta rétt, sem var í Danmörku, þá var hann sýknaður. Hvarf Jón þá heim aftur, enda unni hann ættjörðu sinni svo heitt að hann hélzt ekki annarsstaðar við en þar. Að tveimur árum liðnum—1872—byrjaði hann á útgöfu annars blaðs er hann nefndi “Göngu- hrólf”. Rak þar hver greinina aðra um afstöðu íslands, og var sjálfstæði þjóðarinnar haldið fram fast og ósveigjanlega. Um það leyti voru háðar harðar hríðar af ýmsum öðrum mönnum eldri og reyndari, enda var það aðeins tveimur árum áður en stjómarskrárbreytingin fékst. Lýsingar Jóns í þá daga á þeim mönnum er hann kallaði “danska fslendinga” voru ófagrar, og mundi þeim jafnvel ekki lengi haldast persónu- frelsi er í sama stíl skrifaði hér um “enska Canada- menn”. Lenti Jóni í afarhörðum deilum við Hilmar Finsen landshöfðingja. Hafði Jón dregið flagg í stöng hjá landshöfðingja, en á það hafði hann ritað stórum stöfum er á höfði stóðu: “Niður með landshöfðingjann!” petta var auðvitað fífldirfska og auk þess stór hættulegt. Geta menn ímyndað sér hvemig á það muni hafa verið litið. Er það nákvæmlega sama sem einhver borgari hér drægi upp flagg með sams konar áritan hjá ríkisstjóranum í Canada. Um afdrif þess manns er það gerði hér—þótt það sé nálega hálfri öld síðar,—þarf ekki margt að ræða,; menn geta gert sér þau í hugarlund. Landshöfðinginn bannaði prentsmiðjunni að prenta “Gönguhrólf” og höfðaði mál gegn Jóni. Var það ekki álitlegt fyrir tvítugan ungling og félausan að eiga í málaferlum við æðsta embættis- mann landsins, sem hafði alt höfðingjavaldið að baki sér. Flýði Jón þá land í annað sinn og fór í það skifti til Vesturheims. petta var árið 1873—árið fyrir þjóðhátíðina miklu. Dvaldi Jón hér vestra þangað til 1875; þá fór hann heim aftur; því enn var ættjarðarþráin hin sama og verið hafði. Næsta ár fór hann til Kaupmannahafnar, en kom þaðan eftir skamma dvöl. Hafði hann þá keypt prentsmiðju; setti hana niður á Eskifirði og byrjaði útgáfu á nýju blaði, er hann nefndi “Skuld”. Var það stærra blað og fullkomnara en fslendingar áttu að venjast í þá daga og að mörgu leyti eitt bezta blað, sem út hefir komið heima. Skömmu síðar byrjaði hann á ársriti í sambandi við Skuld; það nefndi hann “Nönnu” og var það mestmegnis bókmentalegt tímarit. Ekki varð þó Skuld langlíf; átti hann erfitt með að halda henni úti sökum fjárskorts, eins og eðlilegt var; enda fór hann brátt að gefa sig við fleiri störfum og árið 1881 var hann í fyrsta skifti kjörinn á þing af Sunnmýlingum. Nokkru síðar varð hann ritstjóri þjóðólfs og sameinaði Skuld því blaði, þótt svo mætti heita að hún væri áður dauð. Ritstjóri pjóðólfs var hann alllengi og er það allra manna mál að aldrei hafi það blað verið fjörugra né fjölbreyttara; en ekk- ert blað fyr né síðar mun hafa átt í jafn miklum erjum á íslandi. Er til þess tekið þegar þeir stjórnuðu sínu blaðinu hvor, Jón “pjóðólfi” og Gestur Pálsson “Suðra” hversu “vel” þá hafi verið ritaðar “skammir” á íslandi. Enda má sjálfsagt með sanni kalla það gullöld íslendinga í blaða- mensku þegar þeir voru allir við ritstjórn: Bjöm Jónsson, Jón ólafsson, Gestur Pálsson, Einar Hjörleifsson og Valdimar Ásmundarson. íslend- ingar hafa átt ágæta blaðamenn síðan og eiga enn þann dag í dag, en aldrei eins marga í senn. pá átti Jón þátt í ritstjórn tíma- og fræðirita, sem mikið kvað að. Hann var einn þeirra, er stjómuðu “Iðunni” gömlu, vinsælasta tímariti sem þjóðin hefir átt; hann var og einn af ritstjórum hinna ágætu rita “Sjálffræðarinn”. Árið 1890 fór hann enn vestur um haf; þá af frjálsum og fúsum vilja; settist að í Winnipeg og gerðist ritstjóri Lögbergs með Einari Hjörleifs- syni. Gekk þar alt vel um stund, en eftir 10 mán- aða ritstjóm þess blaðs kom upp missætti milli hans og stjómenda blaðsins, aðallega út úr fjár- málum og yfirgaf hann Lögberg áður en árið var úti. Skömmu síðar byrjaði hann á útgáfu blaðs er | hann nefndi “Öldin”, en sameinaði það eftir stutta stund Heimskringlu og varð ritstjóri þeirra blaða beggja. Áður en Jón fór frá Lögbergi var Gestur Páls- son orðinn ritstjóri Heimskringlu, og höfðu Vest- ur-íslendingar þannig náð í sinn hóp þremur með- al hinna allra færustu blaðamanna þjóðarinnar; enda er sagt að þá hafi verið setinn Svarfaðardal- ur og stundum soðið í pottinum. Eitthvað olli því þó að Jón varð ekki langgæf- ur við Heimskringlu; fór hann suður til Chicago árið 1894 og varð þar ritstjóri norska blaðsins “Norden” og hélt þeim starfa um tíma. Auk þess varð hann bókavörður um eitt skeið við Newberry bókasafnið í Chicago. Árið 1897 kom hann aftur alfarinn til íslands, því þar var altaf hugurinn—þar var hann altaf sjálfur. Byrjaði hann svo að segja samstundis að gefa út blað; það nefndi hann “Nýju öldina”. Var hún fyrst prentuð í prentsmiðju “Dagskrár” hjá Einari Benediktssyni, en síðar keypti Jón sér sjálfur prentáhöld. “Nýja öldin” lifði aðeins eitt ár og var þá breytt í tímarit, en hætti einnig í því formi innan.skamms. Árið 1903 var stofnað blaðið “Reykjavík” og gerðist Jón ritstjóri þess; hélt hann því áfram í nokkur ár, en 1906 var það blað gert að dagblaði; og var það í annað skifti sem dagblað var gefið út á fslandi. Einar Benediktsson gaf þar út fyrsta dagblaðið. Á þessu sést það að Jón ólafsson hefir víða við komið sem ritstjóri. Enginn íslenzkur maður fyr né síðar hefir stjórnað eins mörgum blöðum og hann, og aldrei hefir blað komið út undir hans stjóm án þess að það hafi vakið sterkar hreyfing- ar og mikla eftirtekt. Um það verða óefað skiftar skoðanir hvort áhrif hans sem blaðamanns hafi æfinlega verið sem æskilegust; um mann sem eins ákveðnar stefnur tekur og eins óhlífinn er og Jón ólafsson var er það óhjákvæmilegt að þeir veki á sér óvild á ýmsum tímum bæði einstakra manna og jafnvel almenna stundum. En þegar litið er yfir blaða- mannsstarí Jóns, þá dylst það engum að þar er autt sæti sem vandi er að fylla að ýmsu leyti og að sá hefir verið atkvæðamaður sem það skipaði. pá skal farið nokkrum orðum um Jón sem skáld. Honum var aldrei sýnt um að ríma; ljóð hans eru flest fremur stirð og sum jafnvel viðvanings- leg, enda orti hann fremur lítið. Hann átti ekki til þann lipurleik í formi og rími sem einkendi porstein Erlingsson; en hann var stór í ljóðum sínum eins og öllu öðru. Sumar skammavísur hans hafa að verðleikum verið annálaðar fyrir það hversu þar sé hnytti- lega að orði komist. pannig er sagt að hann hafi ort þessa þingvísu um mann, er oft og lengi þótti tala á þingi: “Meira af vindi en mælsku hjalað, misbeitt gáfu, sem var léð; svona hefir hann í mörg ár malað, en mélið hefir enginn séð.” Betur gerð.. og fínni skammavísa þekkist ekki— jafnvel á íslenzku máli. pá er vísan um Dani, sem fyr var nefnd, sannarlegt meistaraverk: “Loftið rauðri litar glóð” o.s.frv. Eða þingstakan sem hann gerði um porlák í Fífuhvammi: “Andskotinn er altaf laus, enginn ræður við hann; þegar hann fer í porláks haus þá er hlaupin skriðan.” peir voru beztu vinir Jón og þorlákur og er því vísan ekki í neinni óvinsemd gerð, en hún er hrein- asta afbragð. Eða þessi almenna vísa sem allir kunna og enginn getur gleymt: “Aldrei hljóta af argi frið, enga bót fá meina, heimska þrjóta að þreyta við það er ljóta gamanið.” En það væri synd að segja að þótt kesknis- vísur hans séu smellnar, þá standi önnur ljóð hans af öðru tagi þeim að baki. Fáir íslenzkir menn hafa ort fegurra en sum erindi og heil kvæði eru í bók Jóns. Sem blaðamaður hafði hann stórkostlega og víðtæka hæfileika, en þar var hann eins og dýrð- legt ker með brestum í. Sem skáld er hann oftast heill og brestalaus. Ljóðin hans flest eru undur fögur og þau lifa lengst af öllum hans verkum. Ekkert er eilíft í þessum heimi nema skáldin— þau deyja aldrei. Og það er einmitt í ljóðunum sem menn birtast eins og þeir eru. f daglegu lífi og framkomu bar oftast meira á stórlyndi en viðkvæmni Jóns. Samt leyndi það sér ekki í kvæðum hans að hann hefir einnig átt gnægð fínna tilfinninga, sem basl og sífeldar erj- ar huldu venjulega fyrir almenningsaugum. Hann hafði þá skoðun og tók sér þá stefnu að bíta á jaxlinn og bölva—ekki einungis í hljóði heldur einnig upphátt, jafn vel þá þegar hugurinn bjó yfir öðru viðkvæmara. þetta sést einna bezt á kvæðinu “Mótlæti”. par segir svo: “Gæfunnar er hverfult hjól, heimur það mér sýnir; fokið er í flest öll skjól, fækka vinir mínir. En lítt mun ráð að lægja sig né láta undan síga; heimurinn mun þá hrækja á mig, á hálsinn á mér stíga.” Að láta ekki undan hvað sem á dundi og bjóða öllu byrginn, það var lífsstefna Jóns; enda brast hann aldrei kjark til neins og varð aldrei orðfátt, sam- anber vísuna: “Hálfan fór eg hnöttinn kring, og hingað kom eg aftur; eg átti bara eitt þarflegt þing, og það var góður kjaftur.” En á mörgum ljóðum hans sést það að hann hefir verið eins og sum fjöllin á íslandi, sem bæði eru “eldfjöll” og “ísfjöll”. Undir kæruleysis- og hörku- skorpunni lifðu heitir eldar djúpra tilfinninga. Um það ber meðal annars þetta vott: \ THE DOMINION BANK STOFN SETTUIl 1871 Höfuðstóll borgaður og varasjóður . . $13.000,000 Allar eignir.................. $87.000,000 Beiðni bœnda um lán íÍSÍ til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. S Spyrjist fyrir. Notre Dame Bra.nct)—W. M. HAMH/TON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BXJRGER, Manager. Gráttu sáran, grát, mitt auga guði þekkust fórn sú er; hvarm minn, sæla lindin, lauga, léttu steini af hjarta mér; örvænting þótt hjartað hrífi herra guð, eg treysti því mér í öðru leyfir lífi líf mitt aftur byrja á ný.” Eða þetta: “Líti eg aftur sé eg leiðum þak- inn kaldaa kirkjugarð, raeð kross- mark á gröfum það eru líf? míns ljósar vonir er þar örendar undir hvíla ” Eða þetta erindi í kvæðinu “Á leiði föður míns”: “Já, lííið mitt hefði orðið alt annað, faðir minn, hefðirðu getað lifað og leitt litla drenginn þinn.” pannig mætti lengi telja; en þó nær Jón sér aldrei eins vel niðri í tilfinningakvæðum sínum eins og þegar hann kveður um ísland. Enginn óvinur hans gæjú verið sá, er efaðist um ættjaro- arást hans, hún kemur fram svo skírt og við svo mörg tækifæri þegar hann yrkir erfiljóð, t. d. eftir Kristján Jónsson eða Jón Sigurðsson, þá eru það dýpstu tónarnir í þeim þar sem hann þakkar þeim fyrir hönd móður sinnar—ætt j arðarinnar. pegar hann kveður hið þjóð- kunna kvæði “Máninn hátt á himni skín”, þá er það ástin til landsins sem lætur álfadísimar tala fyrir munn hans. Og þeg- ar hann býí í fjarlægð, þá er gráthljóð í ljóðum hans; hann talar þá eins og bam sem verið er að venja af brjósti. pað tæki of langt rúm að telja upp margt þessu til sönnunar, enda nægja fáeinar vísur. f kvæðinu kveðja til íslands 1871” segir hann: “íslands tindar sökkva í sjá sjónum fyrir mínum; skyldi eg oftar, Frón, ei fá faðmi vefjast þínum. ó, hve mjög eg elska þig, ættarlandið góða, sem í faðmi fæddir mig, fóstran minna ljóða.” Eða þetta: “Einu sinni enn mig sárt til langar, ef eg mætti finna ró, um þær kæru gömlu stöðvar ganga, gráta þar sem fyr eg hló.” En svo kemur altaf fram geð- ríki Jóns öðrum þræði í ættjarð- arljóðum hans; gremjan yfir undirokun þjóðarinnar og sár- saukinn fyrir öllu því sem að henni gengur brýzt út í stóryrð- um og jafnvel heitingum. pann- ig var það í íslendingabrag og víðar; en í þeim kvæðum nær hann sér bezt niður, því það var eðli hans samgróið að mæla stór- yrðum í öllu. pegar hann hugsar um það hvernig Danir til forna fara með þjóðina hans, þá sárnar honum það svo innilega að ekki skuli allir landar. hans vera samtaka í andlegri uppreist gegn þeim að hann þekkir ekkert: “Djöful- legra dáðlaust þing, en danskan fslending.” pá lýsir hann tilfinningum sínum ótvíræðlega þegar hann segir: “Eg þá græt, er annars lands ágang þú mátt líða; svipuhöggin harðstjórans hjarta mínu svíða.” Eða þetta: “Hvað á landið lengi að stynja leiðri Dana þrælkun í? pruma og elding þarf að dynja, þjóð svo verði úr ánauð frí. Fram í dapran dauða sjáum draga vora göfgu þjóð; það er meira en þolað fáum þó það kosti líf og blóð.” í pjóðfundarkvæði Jóns 1873, árið fyrir þjóðhátíðina er ekki klipið utan úr því sem hann vill segja; þar er þetta meðal ann- ars: “Hugsið eftir hvar þið standið, helgum feðra moldum hjá, yður skyldu leggur landið ljúfa og stóra herðar á; fræga minning frjálsra áa flekk ef nokkurn leggið á blikna mundi bergið gráa, blóði gréti jörðin þá. pegar þessi tilfærðu dæmi eru lesin—og þau eru aðeins örfá af ótal mörgum og af handa hófi tekin, þegar það er einnig íhug- að að þá var sjálfstæðis hugsun þjóðarinnar að vakna, þá má nærri geta hvílík áhrif annar eins andlegur sjóðandi hver hafi haft á hugi hinnar uppvaxandi kynslóðar; enda er það víst að þótt aðrir færu að gætilegar og ef til vill með meiri framsýni í þá daga og leiddu sjálfstæðismál þjóðarinnar til sigurs, þá reikn- ar enginn þau áhrif sem Jón ólafsson hafði á unga menn, og hugarfar þjóðarinnar yfir höf- uð. Jón ólafsson verður altaf tal- inn framarlega í flokki íslenzkra skálda og sum ljóð hans eru svo djúpt höggvin á múra listarinn- fir að þau hverfa þaðan aldrei. Sem stjórnmálamann verður sjálfsagt einhverntíma ritað langt mál um Jón ólafsson og þar er mjög sennilegt að kveði við ýmsa tóna. , Hann var að eins 18 ára þegar hann hóf fyrstu afskifti sín af opinberum málum—öllum mál- um milli himins og jarðar. prít- ugur varð hann þingmaður og þá í níu ár samfleytt. pví ber alls ekki að neita að hann þótti ekki flokksfastur og jafnvel ekki stefnufastur; en það dylst engum sem sögu hans er kunn- ur, að hann skreið ekki fyrir þeim háu, eins og mörgum minni háttar löggjöfum er gjarnt til að gera. Á fyrri árum meðan hann var í fullu fjöri, beitti hann sér heilum og óskift- um fyrir öll þau mál, sem að ein- hverju leyti miðuðu til þess að leysa gamla hnúta og skera á óþörf höft. Hann var oft ofsa- fenginn og sást lítt fyrir þegar um það var að ræða; en það eru einmitt uppreistarmennirnir svo kölluðu sem venjulega kveikja eldinn, sem þúsundir aðgerða- lausra áhorfelda verma sig við síðar meir; en hinir sem eldinn kveiktu eru oft flæmdir í svo mikla fjarlægð að þeir njóta jafnvel einskis ils af eigin glæð- um. pað verður aldrei mælt hversu margar frónskar sálir hafa hitnað og vaknað við vís- una: “Loftið rauðri litar glóð ljóminn sunnu skæri; fagurt væri ef bana blóð böðlar Fróns það væri.” pað er eins með stjórnmálin og hvað annað; stilling og gætni er góð og nauðsynleg, en hún er oft ekki einhlít. Hitinn—jafn- vel ofsahiti—verður oft sú að- ferðin sem til þarf 'að grípa. pað er sagt að þeir tveir menn sem mest unnu að siðbótinni, hafi verið svo ólíkir sem mest mátti verða, en þó voru þeir vinir og samverkamenn á vissum svæð- um; það var Luther og Melank- ton. Kirkjusagan kemst svo að orði að Luther hafi rifið alt upp með rótum og enga eftirgjöf né tilslökun sýnt, en Melankton hafi vökvað og grætt. pað var stefna Jóns í stjóm- málum—í fyrri daga að minsta kosti—að rífa upp með rótum; hafa Luthers aðferðina. Jón sá það snemma að sjálf- stæði í stjórnarfari hlaut að vera fyrirrennari í öðrum efnum. Og það er eftirtektavert nú að fyrir fjörutíu og fimm árum heldur hann því fram að íslendingar eigi að leggja út í það, sem þeir nú loksins hafa ráðist í og talið er mesta framfaraspor síðari tíma. pað er að koma upp sín- um eigin verzlunarflota. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstól! löggiltur $6,000,000 HöfuSstólI grciddur $1,431,200 Varasjóðu...... $ 715,600 Fominður.............- - - Sir I). il. McJtmtiAN, K.O.M.G. Vara-íormaður................... - Capt. WM. ROBINSON Slr D. O. CAMERON, K.C.M.Q., J. H. ASKDOWN, E. F. HCTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVEB Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuðum. T. E. THORSTEIN3SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og SherbrookejSt., ó - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.