Lögberg - 10.08.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.08.1916, Blaðsíða 2
2 f-OGBERG, FTMTUDAGINN 10. ÁGÚST 1916 <— —\ BRETLAND (Lag: Skinfaxi skundar, o.s.frv.) Stórveldi myndast, — bróðurhug bindast, — Blys þeirra kyndast um veraldar hvel. Menning þeirra' erfa menn, er þau hverfa,— —Mannvitið skerf sinn, — er þau gista hel. Þitt var hið smæsta 1 jós og hið lægsta, Er loguðu hæst þau við Tíber og Rín. Hlauztu með árum uppskeru’ af tárum, Eru nú bárurnar föðurleifð þín. Afl óx og megin, ódauðleg regin títmældu veginn til farsældar þér, Mannviti’ og hreysti, lífsfræ er leysti Lýður þinn treysti til verndunar sér. Óðsnild liin bezta, atorkan mesta, Umbætur flestar, sem veröldin sá, Færðust um æginn, bærðust við blæinn, Bretalands sægirtu ströndunum frá. Þörf eru verkin, þau sýna merkin, Það sem er sterkast það sigrar í lieim: Iðjumanns höndin, ófrjóu löndin, Öræfi sendin og myrkviðar geim. Jökla frá tindum, töfrandi myndum, Tárhreinum lindum við hásléttu brún, Fram að beð Ránar, hugur manns hlánar, Hvar sem að fáni þinn blaktir við hún. Lyftir þú bröndum, bygðir ver gröndum, Banar þeim fjöndum, er smælingja þjá. Fórnandi léztu fjör þinna mestu Fyrir hið bezta, sem heimurinn á. Fjalls meðan tinda geislabönd binda, Blátærar lindir og rjúkandi foss, Verji þig grandi, á legi og landi, Lýðfrelsisandinn, þitt dýrasta hnoss. Hjörtur J. Leó. - ' 1 MINNI MANITOBA 1 dag vér minnumst, Manitoba, þín, —vér, Islands börn, sem krupum öðrum arni, þairs eldar brunnu fyrir kjöltubarni, sem nú er vaxið, á liér óðul sín í skauti þínu’ og dýrstu lielgidóma. Eg kem í anda einnig heim til þín, að hylla þig á þínum heiðursdegi. Hvað sé egt—Enn þá liina sömu sýn: Glóandi akra — eins og Gunnar forðum—, blikandi vötn og bleika engja teigi — nýslegna — húsin fram með fögrum vegi, —bændanna óðul blómleg. Alt í skorðum. Himin þinn bláan heims við yztu rönd bjóða þér faðm siun, hallast þér að hjarta; skógana fögru lionum rétta hönd, krónuniar teygja hátt í heiðið bjarta. Fagra land, þú átt vort óskift hjarta. Manitoba! Breyting samt má sjá á þínum svii):—Já, brosið þitt er skærra, mér finst þú bera höfuð sýnu hærra, sem eldar drottins enni þínu frá og augum brenni,—það er lífsins kjarni, er brýzt þar fram sem fræ af alvalds sál, —Það lífsins ljósmagn finst hjá hverju barni og sver það æ í ætt með guða-kyni. Hvert er það efni?—ódauðleikinn sjálfur \ —hið óslökkvandi Proméþeus hál—? Hvað sem það nefnist—eðli þess er eitt: Framþróun, leit að sannleikanum sjálfum. Já, þó það kosti stríð og bál og blóð, er áfram haldið—stefnu aldrei breytt, og sezt er ei að sigri fengnum hálfum; og börn þín hafa þessa vegu þreytt, með þig og guð og frelsið eitt að vinum. Manitoba! — Því er það í dag, að börnin frónsku hylla þig með henni, sem hæst mót sólu lyftir björtu enni, og syngja þér með henni sonalag. En hvað er unnið, hverju fyrir harist? Þrefaldur sigur þetta síðsta ár krýnt hefir starf þitt, dætra þinna’ og drengja: Úr ríki þínu’ er rekinn Bakkus flár. .Tafnrétti fengið—drottins dýrust gjöf sé hverju hjarta, er ódauðleikinn á í eðli sínu—þolir sjálf ei bönd né bindur aðra—grefur öðrum gröf.— Nú réttir bróðir sinni systur hönd og svstir hróður—fram um vegu bjarta þau leiðast munu’, unz frelsið lýsir bjarta svo vítt og breitt sem mannlegt auga eygir. Sá frelsis heimur á vort óskift hjarta. Manitoba!—Drottins fótskör fríð, vér fósturbörnin krjúpum nú á liana með hjörtu þakklát—ei af tómum vana— í bæn til hans, sem stjórnar landi’ g lýð. Vér þökkum fyrir alt, sem unnist hefir, 1 bæn um það, að öll vor hjatrans heit sé drenglund efnd til liðs því sanna’ og góða. Vér sverjum það við þennan helga reit, að bregðast aldrei trausti þinnar móður —Canada—landsins gifturíka, góða. Sameiginleg er gæfa þess og þín og vor, þar mun um aldur barna vorra bezti sjóður. Lít fram og upp, ó, lands vors helga sál og þjóðabrotin bind í sterka eining, sem verndi frelsið—guðdóms blysið bjarta. Vér helgum þér vort líf, vor börn, vort bál, þér, kæra land!—þú átt vort óskift hjarta. Margrét J. Benedictson. WHEN USING WILSONS FLY PADS READ DIRECTIONS \ CAREFULLY AND - i^v-TOLLOW THEMy EXACTLY. Miklu áhrifameiri en fiugnapappír. Hrein í meðferð. Seldir í öllum lyfjabúðum og í matvörubúðum- Líftaug íslenzks þjóð- ernis. Minni Islands flutt á íslendinga- daginn í Winnipeg, 2. Ag. 1916. Háttvirtu vestrænu landar! Á skarlatsrauöum grunni þess hernaðarhroðs, sem öll Evrópa að heita má hefir goldið nú um tveggja ára skeið, og hefir afmáð mismun þess að ríkja og merja og haft nafriavíxl á valdi lýðsins ins og bolmagni hrottans,—á þessu blóðuga tjaldi í aftursýn sjáum vér skýrara nú en nokkru sinni fyr, hvert markmið .vorrar litlu þjóðar er, og hvað það markmið er hvítt og flekklaust. Það er hvítt og flekklaust af því, að ekk- ert ofbeldi þarf til að ná því. Hvert er þá þetta markmið? Það liggur, eins og markmið allra þjóða, við endann á því svæði, þar sem vér getum bezt jafnast á við aðrar þjóðir, eða skarað fram úr þeim. Hugsið um þetta með mér eina litla stund, og í krystalshnetti framtíðarinnar munum vér sjá marka fyrir for- lögum íslands í bláum og rauðum æðum. Það ætti að vera hverjum manni ljóst, að þar sem framförin er bundin skilyrði höfðatölunnar, þar getum vér ekki staöið öðrum þjóð- um á sporði. Vér getum átt efni i hraustustu hermenn heimsins, en vér getum aldrei ætlast til að verða hernaðarþjóð. Vér getum reist eins margar verksmiðjur og vill, stóriðnaðurinn getur aldrei gert oss fræga. Vér getum smíðað eins stóran verzlunarflota og þörf er á, og hann getur fært oss alla þá blessun, sem því fylgir að sigla sinn eiginn sjó, en vér getum alá’'e; hamlað því, að stærri og fegri skeiðum verði siglt annarsstaðar. Alt þetta getur miðað að því að auka þjóðmetnað vorn, getur mið- að að því að hefja oss sjálfa í aug- um vor sjálfra og í augum annara, en það getur ekki miðað að þvi að þeir, sem skipa öndvegi, þoki fyr- ir oss úr öndveginu og þoki með lotningu. Vér gætum haldið áfram i allan dag að telja upp þau svæði, þar sem oss er varnað þess að gerast forvígisþjóð vegna þess hve vér erum fámennir. Vér getum spar- að oss það ómak og tekið strax stökkið yfir á það svið, og fyrst um sinri hið eina svið, þar sem vor fáni getur blaktað eins hár og hreinn yfir veðhlaupapalli menn- ingarinnar, eins og fáni nokkurrar annarar þjóðar. Eg skal flýta mér að segja, hvað eg á hér við. Eg á við listir vorar og bókmentir. Og til þess er eg kominn hingað i dag, að ef einhver á meðal yðar skyldi efast um þennan sann- leika, þá vildi eg slíta vantrú hans upp með rótum og græða sár hans með trú. Fyrir list sína er það þá. fyrir list sína og bókmentir er það, að þjóð vor á að verða að stórþjóð. Því að það er um þjóðlífið eins' og um listina, að það sem ríður baggamuninn, er tápið, ekki flæm- ið, er innþenslan, ekki útþenslan— svo eg leyfi mér að marka þessum orðum í íslenzku nýjan og ákveð- inn bás. Þetta á að verða krafa hinnar' íslenzku þjóðar, og þessari kröfu s'kal verða sint. Því að meðan heimsmenningin er að gróa sára sinna, þá verður það söngur næturgalans, og ekkí öskur nauts- ins, sem dillar henni i eyrum og færir henni fró. Saga íslenzkrar listar á engan sinn lika. Meðal annara þjóða hef- ir það verið svo, að velmegun, iðn- aður, verzlun, visindi og list hefir alt komist tiltölulega á jafnhátt stig. og þegar veldi þessara þjóða hefir skrælnað niður í sand og listin var hið eina af öllu, sem lifði, þá er það ekki af því að hún hafði komist á svo miklu hærra stig en alt annað, heldur af því að hún ein af öllu er ódauðlegs eðlis. En íslenzk list stóð einn góðan veðurdag eins og eldstólpi á miðri eyðimörk, með nakið hraunið alt kring um sig, og hún stendur þar enn í dag og varpar bjarma yfir löndin. Ef þetta er ekki að hafa svo að segja frumburðarrétt list- arinnar, hvar er hann þá? Ef þetta er ekki að vera hin útvalda þjóð listarinnar, hvar er hún þá? Ef þetta er ekki hið dásamlega leyndarmál, sem Óðinn hvíslaði í eyra Baldri áður hann var á bál borinn, hvað var það þá? Það er vel, að vér íslendingar höfum hugfast, að engin þjóð hef- ir skapað fegri né þróttmeiri bók- mentalega gullaldarlist heldur en vér. Það er ekki Hómer, heldur hofundur Njálu, sem hefir mótað, í Skarphéðni, eitt skifti fýrir öll, frumtákn hinnar óbugandi karl- manslundar, sem alt af “glottir við tönn.” Það er eki Sofokles, heldur höfundur Laxdælu, sem hefir mótað, í Guðrúnu Ósvífurs- dóttur, eitt skifti fyrir öll, frum- tákn hins margbrotna kvenlega á- stríðueðlis, sem “spinnur tólf álna gam” meðan hún lætur mann sinn fara til vígs móti elskhuga sínum. Það er vel, að vér munum þetta alt. En betra væri oss að vér gleymdum því öllu, heldur en að vér lokuðum nú augunum fyrir vorum eigin tíma og köllun vors eigin tíma. Betra væri oss, að vér gleymdum vorri eigin fortíð, held- ur en að vér stæðum blindir fyrir hinni íslenzku list, sem nú er að renna upp af rótum þessarar for- tíðar. Þvi hún er það s'em á næstu áratugum á að skipa krystalshljóm- inn í nafni íslands. Það er að skilja, ef þjóðin þekkir sinn vitj- unartíma. Þegar eg renni huganum í dag yfir kjör þeirra íselnzku listamanna sem það er að þakka, að listdóm- arar i ýmsum löndum eru farnir að benda norður til Islands og segja: Þaðan vcentum vér þess! —þá minnist eg kafla úr bréfi frá Henrik Ibsen til vinar hans: “Eg er stundum að hugsa um það," segir hann, “að það muni ekki vera nema ákveðinn kafli af eilífðinni, sem vorri þjóð er ætlaður fyr- ir vanþakklæti hennar.” Það er ekki hégómaskapur, sem kemur hinu norska skáldi til að vera svo napur í gárð landa sinna. Það er hættan, sem hann sér á þvíjihð með þessu móti fari þjóð hans á mis við það, sem hún hér átti að fram- leiða og ein gat franileitt. Það er sú óhaggandi regla, sem gildir um listina, að það sem kemur ekki á réttum tíma, kemur aldrei. En ef það var nauðsynlegt fyrir Norð- menn að gera sér ljóst að þeir œttu listmenn, ef þeir áttu að geta hlotnast verk þeirra, þá er þetta enn nauðsynlegra fyrir oss Islend- inga, sem eigum hvorki þjóðfélag nógu stórt né tungu nógu út breidda til þess að það sé einhlítt nútíðar listamönnum vorum Þetta er sorgarhliðin á því að vera ís- lenzkur rithöfundur. Og enginn finnur til þess betur en eg. Því ekki var eg einungis fæddur lofð- ungur málsins, heldur hafði tign islenzkrar tungu getið mér hinn ástralska boga, svo að hvenær sem eg snaraði honum frá mér, hrökk hann aftur til min sjálfs og hæfði mig í hjartað. Munið þér eftir hvernig það ai vikaðist að Brynjólfur bisku rakst á Hallgrím Pétursson Kaupmannahöfn og fékk hann t að hætta við járnsmíðina og far að læra til prests? Biskup var gangi eftir fátæklegri götu í bor^ inni, og hafði ekki hitt íslendin í langa hríð. Alt í einu gengu hann fyrir smiðju, heyrir hamarj hðggin dynja á steðjanum o þrumað yfir: “Bölvaður, anc skotans hamarinn !” Biskup viku sér að manninum og segir vi hann: “Ósköp er að vita hverni þú bölvar, maður”—það var Hall grímur Pétursson sem bölvaði—“e fallega talarðu.” Það var Hall grímur Pétursson, sem talaði. Þa er þetta xnál, sem gerði jafnví samtvinnaða formæling hljómfagr i eyrum hins stranga og siðavand biskups, það er þetta mál, ser safnar oss hér saman í dag. Ei þó að það sé tungan, sem hinga til hefir varðveitt alt sem vér get um verið hróðugir af, þá getur vér verið enn hróðugri, ef að tung an er ekki lengur ein um það a skapa íslenzka list. Því að listi er það, listin á öllum svæðum, sen á að sameina allar greinar íslenzk þjóðernis hvar um lönd sem þæ liggja. Og sannarlega segi eg yður landar minir, að íslenzk list er þa sem lengst mun halda við þjóðern voru á meðal yðar og yðar niðja Þetta liggur í augum uppi. Þé sjálfir hafið svo föst tök á þjóð erni voru, af því að eridurminning ar yðar sjálfra hafa hamrað ís lenzkt þjóðerni eins og gullið inn sál yðar. En trúið mér, til þes að börn yðar og barnabörn finn hjá sér hvöt til þess að halda vii þjóðerni feðra sinna í landi, sen er orðið þeirra ættjörð, þurfa þai að hafa eitthvað fyrir augum, sen getur gert þá hróðuga ef þesst þjóðerni. Þeir þurfa að heyr; aðrar þjóðir tala með lotningu oj aðdáun um íslenzk afrek í ein hverjum greinum. Og ekki á forn um timum, því þeir vita að þai hefir gagnað lítið, t.d. Egyptun nútímans, heldur á þeirra eigir lífskeiði. Trúið mér, að þegar Free Press fer að tala um hif meistaralega íslenzka málverk Chicago Tribune um hina stór- ■feldu íslenzku íhöggmynd, New York Times um hinn áhrifamikla íslenzka sjónleik, þá munu marglr vilja gerast Islendingar, og færri fá en vilja. Hvenær verður það? munuð þér spyrja. Og spurning- in snertir einmitt við hjartarótum málsins. Það getur orðið á morgí 'un, og 'þýLÖ getur orðið efltir hundrað ár, alt eftir því, hve fljót- ir vér verðum sjálfir að viður- kenna á borði þá list sem vér höf- um þegar eignast og munum óð- fluga eignast. Eg sagði áðan, að listin ein væri ódauðlegs eðlis. Lítið yfir sögu þeirra þjóða, sem ýmist standa nú aflaufgaðar eða eru liðnar undir lok og segið mér, hvort xþær hafi í raun. og* veru reist sér nokkurn varanlegan minnisvarða annan en list sína og bókmentir. Nei. Svo lítill sem máttur fegurðarinnar er enn á þessari jörð, þá er hugsjón henn- ar#samt svo há og svo réttlát, að sá vátryggir manngildi sitt lengst og bezt, sem leggur það i verðbréf listarinnar. Því hún er það, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Þegar auðæfi þjóðanna hafa moln- að, þegar visindi þjóðanna hafa kulnað, þegar trúarbrögð þjóðanna hafa skrælnað, þá eru það listir þeirra sem enn standa og verður ekki haggað. Meðan eg, kæru Vestur-íslend- ingar, er sjónarvottur í. dag að litlu broti af yðar göfugu baráttu ,fyjrir að varðveita þjóðerni vorb svo lengi sem unt er, þá leyfið mér að minna yður á þetta: íslenzkan er tunga þjóðernisins, en islenzk list er hjarta hins íslenzka þjóðern- is. Hún er líftaug þjóðlífs vors, af því að hún er um fyrirsjáan- legt skeið hið eina svið, sem vér | getum orðið forvígisþjóð á, og um | leið hið göfugasta. Og á þann hátt einn getur ræzt á oss það sem völvan spáði: “Þeir skulu lýðir löndum ráða, er útskaga áðr of bygðu.” Þess vegna er oss svo ant um að íslendingar vestan hafs og austan standi í nánu og lífrænu sambandi við íslenzka list. Þegar eg segi þetta nú, þá stendur það alt í einu ljóst, hve margir yðar, sem áttuð ættjörð heima, eigið ættjörð yðar lítið að þakka. Þesri vegna er það einmitt, að vér ætlumst til svo mikils af yður. Því að enginn gerir sjálfan sig stærri eða verk sitt stærra á því að gera skyldu sína, heldur er sá einn stór, sem gerir verk sitt óverðskuldað. Þér munið eftir lýsingu Gríms Thomsens á Skúla fógeta, þegar honum hélt við skipbroti á regin- hafi, og hann situr á eftir með skipverjum sínum og skýrir þeim frá, af hverju hann hafi farið í skrautklæði sín meðan ofviðrið stóð sem hæst; • “En hefðum við fengið að súpa á sæ, sýna það vildi’ eg, ef okkar ræki á fjörur af hafi hræ, að hunda það væri ekki skrokk- ar.” Enginn óskar íslenzku þjóðerni betri og lnegri byrjar í þessu landi en eg. Enginn óskar þess heitara að allir vorir synir mætti verða Islendingar. Ert fari svo, að við ekkert verði ráðið, að hin enska tunga, hið víða flæmi þessa lands, og ensk-islenzk hjónabönd, fari svo að þetta þrent gerist þær höfuð- skepnur, sem íslenzk þjóðernis- gnoð fær ekki staðist, þá hlægir mig, að hér munu finnast margir Skúlar fógetar. Og þegar hæsti boðinn stendur fram undan, þegar að því er komið að þjóðerni yðar er að skolast burt, þá munuð þér ganga fram. og vinna þess eið, að ef íslenzkt þjóðerni í Vesturheimi á að farast, þá skal það að eins far- ast í dýrustu skartklæðum ísler^kr ar listar! Því í listinni einni er það, að þér getið reist þjóðemi yð- ar minnisvarða sem fær staðið um aldur og æfi. Þá mun ættjörð vor kannast við hina íslenzku lund, því þá hafa óskir yðar og bænir verið teknar upp í Faðirvor hins íslenzka þjóðemis. Vestur-íslendingar! I nafni Islands færi eg yður þessa fullvissu. ísland! í nafni Vestur-íslend- inga lyfti eg fána þínum með fjór- földum árnaðaróskum. Lifi ísland! Goðmundur Kamban. Jóhann Sigurjónsson skáld hefir í smíðum nýtt leikrit. Það heitir Mörður Valgarðsson og er efnið tekið úr Njálu, eins og ráða má af nafninu. Viðburðirnir tvinnaðir utan um víg Höskulds Hvitanessgoða og aðalkvenpersón- an Hildigunnur. Forstjóri kununglega leikhússins í Kaupmannahöfn hr. Joh. Nielsen hefir þegar tekið leikrítið—löngu áður en það er fullgert—til leiks þar í léikhúsinu. Sýnir þetta með- al annars álitið á Jóhanni nú. Leikrit Jóhanns hið nýja kemur út á íslenzku þegar, er hann hefir lokið þvi. Útgefandi verður “Isa- KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj- umst það að vera algjörlega hreint, og það bezta tóbak heimi. Ljúffengt og endingar gott af því það er búiðtil úr safa- miklu enmildu tóbakslaufi. M U N N T Ó BJAyK^ fold”, Ólafur Björnsson. Svo hefir talið verið, að Jóhann hafi grætt ógrynni öll á sýningum leikrita sinna erlendis. Svo er þó eigi nú, síðan styrjöldin hófst. Til dæmis' um það skal þess getið, að í þýzku leikhúsi einu átti hann að fá 75 mörk á kveldi, en niðurstaðan varð sú, að hann bar úr býtum 18 krónur, að voru peningatali. Fyrst og fremst var fúlgan helminguö af leikhúss-stjórninni vegna ófriðar- ins. Þar næst varð umboðsmaður- inn þýzki að fá sinn skerf og varð þá ekki hærra risið en þessar 18 kr. —ísafold. Árás á Pétursborg. Svo segja fréttir að herstjórn Þýzkalands hafi falið Hindenburg hershöfðingja að ráðast á Péturs- borg,' höfuðborgina á Rússlandi. Arásina á að gera frá Eystrasalts- löndunum, aðallega frá Riga. Málaferli. Séra J. N. McLean umsjónar- maður víribannslaganna hefir höfð- að mál á móti félagi sem kallar sig “Great West Wine Company”. Fé- Iag þetta hefir búð á Portage Ave. og pantar áfengi fyrir menn. Þetta er talið ólöglegt. Ort til V eátur-íslendinga á þjóðminnlngardesi í Winnipeg 2. Agúst 1910. Drottinn gaf oss landið fagra, forna, frelsi andans gróðursetti’ oss lijá. Drotnar léðu’ oss landið nýrra morgna, landið auðga, sem vér stöndum á.— Ingólfs bygð varð Ijósið Norðurlöndum— Leifs hins hepna storð varð frændum tál. Skal hér aftur—enn á þessum ströndum auðlegð norræn glatast: mál og sál? íslands himinn, hér er skýjum þrunginn, hátíðarnar að eins rofa’ í sól. Það er eins og auðnuleysis þunginn útlendingsins fylli hálf vor ból.— Hér ætti’ Island sanna syni og dætur, sundrungin ef legði’ ei höft á flest; hún með iðni allar nagar rætur alls þess starfs, er hjálpað gæti bezt. Hversu mætti’ ei margt til frarna gera menning þeirri’, er tengdi’ hin breiðu höf, ef vér allir vildum sannir vera Vestxiv-ísleningar fram að gröf. Dýpri störf og stærri sjónarhringur, sterkari’ áhrif hér á hverri slóð.— Sannur maður—sannur íslendingur saman ætíð fer lijá vorri þjóð. Nú er tími’ að týgjast megingjörðum, taka samhent á og beita sér. Safna’ í eining saman öllum hjörðum sérmálanna—hver sem stefnan er. Hundrað sinnum hægt er meira’ að gera, hljóðfall lífs ef einlæg samúð slær.— Allir dagar ættu’ oss hér að vera íslendingadagur sólarskær. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. ISLAND (Lag: Fífilbrekka gróin grund,—eftir Sigf. Einarsson) Island, kalda eyjan mín, Ekkert barnið mun þér gleyma. Bjartast sól við brjóst þín skín. Blessuð kalda eyjan mín Verður, unz að útlegð dvín, Avalt það sem nefnt er heima. Island, kalda eyjan mín, Ekkert barnið mun þér gleyma. Þín er fortíð frægðarík, Framtíð björt af vonarljósi. Svífur yfir sveit og vifk Sögudísin, frægðarík. Engin saga sögð var slík, Sönnu helguð þjóðarhrósi. Þín var fortíð frægðarík, Framtíð björt af vonarljósi. Legðu, faðir, líknarhönd landinu, sem okkur fæddi! Signdu fjöll og sæ og strönd Sjálfur, þinni föðurhönd. Börnin knýti kærleiksbönd; Hverja gra'ð þá und er blæddi. Legðu, faðir, líknarhönd Landinu, sem okkur fæddi! Jónas A. Sigurðsson. / ♦

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.