Lögberg - 10.08.1916, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.08.1916, Blaðsíða 7
LOGBERG, FIMTbCAGINN 10. ÁGÚST 1916 Nokkur orð enn um út- flutningsgjöld Eim- skipafélagsins. Á aðalfundi Eimskipafélags Is- ' lands kom til umræSu, eins og menn muna, tilhögunin á flutningsgjöld- unum meö skipum félagsins, eöa einhver hækkun á þeim, eins og nú standa sakir. Var þess getið þar, að það mundi ef til vill aöeins vera nokkrir kaupmenn og stórsalar, sem verulega græddu á hinum lágu fluíningsgjöldum. Eru það eink- um kaupmenn í Reykjavík og á að- alstöðvunum kringum land. En víða um landið verða þó aðrir að sæta miklu dýrari flutningi á vör- um sínum, og þykir gott, ef þeir með nokkru móti geta fengið þær. Verða þeir að selja vörur sínar dýrt, það er skiljanlegt, — en hinir, sem við góðu kjörin búa og hafa trygt sér flutning við lágu gjaldi frá Eimskipafél. og Sameinaða (og sitja fyrir öllum öðrum)), þeir selja líka vörurnar jafn uppskrúfaðar. Hverir græða? Er það almenn- ingurinn? Nei, kaupmaðurinn stingur þessum gróða í sinn vasa, ltlessaður, í dýrtiðinni, sem þó þyk- ir talsverð ella. Og líka er þessurn hlunnindamönnum ætið í lófa lagið að halda ætíð vörum sínum í ein- hverju lægra verði en hinir geta— og græða þó stórkostlega—, en með því er sköpuð hin lúalegasta sam- kepni. Nú eru skipin eins hlaðin héðan til útlanda, eins og hingað. Hverir verða þar aðnjótandi lágu flutn- ingsgjaldanna? Alþýðan, segja lík- lega sumir af þessum góðu mönn- um, sem þykjast vera vitrir. En ef rétt er skýrt frá, þá er það ekki hún, heldur eru útflytjendurnir mest- megnis stórsalarnir (útlendir eða innlendir) eða stórgróðamennirnir til sjávarins (útgerðarmennirnir). Þeir græða á því, i viðbót við hinn mikla gróða, sem þeir að öðru leyti hafa upp úr “ástandinu'’, sem nú er. Nokkur hækkun á flutningsgjöld- unum, sem hefði átt að vera búið að gera (eg tel ekki afsláttar-afnámið, sem gert hefir verið á þessu ári, neina hækkun i þeim skilningi, sem hér um ræðir), er því trúlegast ekk- ert annað <en sjálfsagt réttlætisverk að vissu leyti. Um leið og hún verð- ur að teljast nauðsyrtleg, og einkar hentug, til gróða fyrir félagið, eins og eg hefi áður gert grein fyrir i ísafold (41. tölubl.). Allir verða að játa, að afaráríðandi er að Eim- skipafélagið eflist og verði vel fært x samkepni þeirri, sem það á fyrir höndum. Og ekki síður er það lífsnauðsyn, að það geti sem fyrst aukið skipastól sinn, til þess að fullnægja betur en nú er hægt flutningsþörf landsmanna. Er það beinn gróðavegur félaginu, að eign- ast fleiri skip, en iika er á hitt að líta, ef félagið þykist nokkuð skuld- bundið þjóðfélaginu, að óafstýran- leg vandræði geta steðjað að land'- inu í haust vegna skipafæðarinnar, t.d. ef grasbrestur verður og menn vilja byrgja sig upp með útlent fóður o.fl., o.fl. En nú er svo talið að skip félaganna, er hingað sigla, séu að miklu “upppöntuð” og fyrir- fram fermd fram að veturnóttum ef ekki lengur. Hefði nú ekki verið betra og álitlegra, að Eimskipafélagið hefði haft flutningsgjöldin dálítið hærri alt síðastliðið ár, og eins hið yfir- standandi, og á þann hátt verið bú- ið að eignast feða gæti eignast) eitt skip í 'viðbót við það, sem annars er áætlað ? Hefði það ekki verið heppilegra landslýðnum yfirleitt, enda þótt afleiðingin af þeirri hækk un hefði orðið sú, að nokkrir gróðamenn hefðu grætt ofurlítið minna en þeir hafa gert, eins og verið hefir? Ekki hefði slík hækk- un þurft að jafnast nema til hálfs við þá, sem önnur skipafélöf umhverfis oss hafa látið fram fara, og varla það.*)— Nú lá málið þannig fvrir aðal- fundi, hvort ekki bæri nú, með réttu tilliti til allra ástæða, að taka til þessa ráðs, er félagið hefði áður skirst við að neyta. Að sjálfsögðu var að koma fram með þetta á að- alfundi, og má stjórn félagsins vera þakklát fyrir að því var þar hreyft Því þótt svo væri að heyra á ein- stöku manni, að þeir héldu að þetta kæmi stjórninni einni við, þá er það algerlega rangt. Að jafnaði heyrir ákvörðun félagsgjalda eðlilega til stjórnarstörfunum, en varla þó hinum “daglega rekstri” (í liöndum skrifstofu og framkvæmdarstjóra), eins og einn fundarmanna vildi halda fram. En ekki er nema sjálf- sagt, að hluthafar á aðalfundi láti skoðun sína í ljós um svo mikilsverð hagsmunaatriði eins og ráðstafanir miðaðar við það sérstaka ástand, sem nú ríkir. Enda skortir slíkt ekki á aðalfundum skipafélaga ann- arsstaðar. Er sjálfri félagsstjóm- inni þaö einnig fyrir beztu. Áreiðanlega skyldu flestir fund- armenn stefnu stjórnarinnar svo, að hún vildi fara því fram að fika sig upp á skaftið og hækka smám seman, en láta þó félagið græða á flutningsgjöldunum meira en rétt að skríða yfir útjgöldin.**). Og græða til hvers? Vitanlega til þess að “aukast og margfaldast”. Þess vegna hafði hin rökstudda dagskrá mest fylgi (þótt hin tillagan, sem fyrir lá, færi í raun réttri þessu sama fram). Líka vildu menn á engan hátt hallast frá stjórninni, sem var rétt, þvi að hún er í flest- um greinum góðs makleg. En eng- ar ákúrur til stjórnarinnar fólust í tillögu undirritaðs, eins og sjá má af henni. Tilgangurinn með henni var enginn annar en sá, að tryggja sem verða mætti á þessum tímum framtíð félagsins, til hagsmuna fyr- ir landslýð allan. Vonandi er félagsstjórninni það vel ljóst, að vafalaust margir hlut- hafanna vildu ekki samþykkja beina tillögu í málinu, heldur sýna henni það í sjálfu sér viðeigandi traust að vísa málinu til liennar með dagskránni, án þess að þeir væri að öllu sömu skoðunar og virðist koma fram í skýrslu stjórnarinnar til fundarins, um það að annað mætti ekki vera takmarkið nú, er öll önnur skipafélög græöa of fjár og leggja í varasjóðu, en að félagið svo sem rétt bæri sig. En það skal játað, að stjómin á örðugt uppdrátt- ar i þessu um sinn, ef svo er, að fé- lagið hefir bundið sig að meira eða minnð leyti alt árið við skiftavini sina, með föstum samningum um lág flutningsgjöld, sem þó munu vera skiftar skoðanir um hvort nokkur nauðuðr hafi rekið til, þar sem svo býðst mikið af flutningi, að félögin hafa ekki nærri við. Formaður Eimskipafélagsins gat ieSs á aðalfundinum, að hann vissi um þrjú félög (gufuskipafélög) á Norðurlöndum eða öllu heldur í Danmörku, sem ekki (eða lítið ?) hefðu hækkað flutningsgjöld, þrátt fyrir þá freistingu, sem til þess bæri, sem sé: “Bornholmske”, ‘Öresund” og — “Sameinaða” (að )ví er ísland snerti). Þótt nú væri, sem honum segist frá, sem eg hefi enga ástæðu til að efa, þá sé eg ekki betur en að það staðfesti að- eins regluna; þessi þrjú eru sem' sé hrein undantekning af öllum ara- grúanum, sem hækkað hafa og raka saman miljónunum. En annars er ekki rétt að telja þau nema tvö, því að þessi litli angi af því “Sam.”, er hingað tevgir sig, hverfur í fé- lagsheildinni, sem öll stórgræðir og kvíslast víða um heim með háum flutningsgjöldum. En hvernig stendur á um þessi félög? Um það gat formaður ekki. Af hverju hafa )au ekki hækkað? Vér vitum, að skip hins “Sam.”, sem hingað sigla með fastri áætlun, hafa ekki gert 3að, af þvi að það hefir ekki þótt fært, vegna þess að félagið er samn- ingum bundið við landið (til 1. jan. 1920). Getur því ekki verið eitt- hvað likt farið með hjn félögin, er hann nefndi ? Annars er vert að geta þess, úr dví hið “Sam.” bar á góma, að sumir virðast nú svo skelkaðir við ^að sein engu sinni fyr. Til þess er þó sýnilega enn minni ástæða nú en áður, þar sem Eimskipafélag íslands hefir farið eines myndar- lega á stað, og raun er á orðin. En þeir eru til, sem halda, að ekki tjái annað fyrir Eimskipafélagið og stjóm þess, en að miða allar framkvæmdar-hugmyndir og ráð- stafanir við það eitt, hvernig menn gizka á, að hitt félagið muni haga sér. Slikt nær þó skiljanlega ekki í lófa sé það lagið öllum gufuskipa- félögum. Ætli þetta sé úr lausu lofti gripið? — Við þessu, þ.e. ef félagið þyrfti fjár, sem ekki feng- ist með hlutasöfnun, hafa menn jafnvel viljað slá þann varnagla, að landssjóður (þingið) yrði þá að hlaupa undir bagga, því að félagið væri einskonar “þjóðstofnun”. En bæði er nú það, að þótt félag þetta sé í alla staði þjóðlegt og þjóð- “þrifafyrirtæki”, þá er það þó ekki þjóðfélagseign. Það er að því leyti óhjákvæmilega með sama marki brent og önnur hlutafélög, að það á og verður að bera og efla sig sjálft, nema óumflýjanleg neyð hindri. Og hins vegar ber ekki að gera ráð fyrir alt of miklu örlæti í þessum efnum hjá þinginu, fram yfir það, sem nú er félaginu i té látið (næsta f járhagstímabil er nú heldur ekki fyr en 1918 og 1919). Það er eins og sumum hætti til að skoða þetta félag sem eins konar líknarstofnun handa ósjálfbjarga aumingjum, en svo ber ekki að líta á. Það er stofnað með aðstoð ein- staklinga og þjóðarheildar til þess að verða hjálparhella frjálsra og framgjarnra manna, til viðskifta- sjálfstæðis og velmegunar. En því að eins getur það rækt þessa köllun sina, að það sé og verði fært i all- an sjó. Á þessum tímum er hlutverk Eimskipafélags Islands áreiðanlega fyrst og fremst að halda uppi sem greiðustum samgöngum til lands- ins og frá því. Þvi að það er oss mest áríðandi. Og nú hefir verið um hríð og á að vera enn tækifæri til þess að styrkja stofninn og auka vöxtinn —þrátt fyrir aðra óáran tímans— með því að láta félagið ekki að eins halda við, heldur græða og græða mikið, án þess að það komi tilfinn- anlega niður á nokkrum manni. Eins og það er vonandi, að slik ósköp, sem nú geysa úti í heiminum, dynji aldrei aftur á, eins er það víst, að það tækifæri, sem af þessum sök- um hefir gefist hlutlausum þjóðum til þess að afla sér fjár i ríkum mæli, kemur aldrei aftur. En andstreymið kemur á öllum tímum. Og þá ekki sízt að afstöðn um þjóða-ófriði eða því um líku heimsböli. Er því sá einn kostur góður, að ■ vera undir það búinn. Eyrir það fær enginn ámæli sinna eftirkomenda. Læt eg svo útrætt um þetta mál, nema sérstakt tilefni verði til. G. Sv. —ísafold. Minni Vestur-Islendinga flutt af séra Friðrik Hallgrímssyni. því að guðleg forsjón leiddi þetta íslenzka þjóðarbrot hingað vestur, þá er áreiðanlegt, að við höfum eitthvað það til brunns að bera, sem geti orðið til góðs hér i þessu mannfélagi, sé rétt með það farið. Þjóðernislegi arfurinn, — þær hugsjónir, sem hver þjóð lifir á andlega og gera hana það s'em hún er, þær birtast i tungu hennar og sögu. Þess vegna ætti öllum hugs- andi mönnum að skiljast það, hve afar nauðsynlegt okkur er, — ef okkur á annað borð er nokkuð ant um það, að leggja einhvem sjálf- stæðan skerf til menningar þessa lands —, að varðveita okkur sjálfa, til þess að hafa eitthvað af að miðla, — að halda fast sem andlegri eign okkar sérstöku þjóðemishug- sjónum. — En það getum við ekki nema því aðeins, að við höldum við tungu okkar. Tungan er lykill að skilningi á þjóðernishugsjónum. í henni birt- ist sál þjóðarinnar. Týnist hún, þá týnist líka þjóðemið, — andlegi arf- urinn, sem okkur var gefinn til á- vöxtunar. Mér dettur ekki í hug að segja, að við getum ekki komist áfram, þó við afklæðumst okkar ís- lenzka þjóðemi. En hitt hika eg ekki við að fullyrða, að ef við ger- um það, þá bregðumst við köllun okkar, — gerum okkur óhæf til þess að gegna eins og vera ætti skyld- um okkar við þessi nýju heimkynni okkar; það vantar þá eins og eina sérstaka rödd eða eitt hljóðfæri í flokkinn, sem átti að hljóma með hinum og gera samróminn fyllri og fegurri. Og vér bregðumst þá líka köllun okkar við ættjörðina gömlu, —að varðveita böndin, sem eiga að tengja okkur við hana, svo að við getum væði gert henni sóma, eins og ræktarsamir synir góðrar og göf- ugrar móður, og líka miðlað henni af því marga og mikla góða, sem við eignumst hér fyrir samlif okkar og samvinnu við önnur göfug þjóð- emi. Höldum því við tungu okkar, — tungunni fögru og hugsana auðugu, — tungunni, sem opnar okkur svo bjartan himinn göfugra hugsjóna! Látum hana lifa í hjörtum og á vörum okkar og kynslóðarinnar uppvaxandi. Það verður aldrei of mikil á- herzla á þaö lögð, hvílik ábyrgð hvílir í þvi efni á heimilunum. Þau verða að vera gróðrarreitirnir, þar sem hlúð er að þjóðermshugsjón- um; þar sem íslenzk tunga er höfð i heiöri og töluö, — töluö inn i sálir barnanna ungu, svo að hún veröi þeim bæði töm og kær. Foreldr- megi sá skerfur verða þjóð minni til sóma, en ekki vansa. Látum hvem íslendingadag halda þeirri hugsjón á lofti; látum hverja þjóðernissamkomu glæða hjá okkur þann metnað, þá löngun, þann á- setning, að koma þannig fram hér í bygðum Vesturheims, vmna þann- ig verk okkar og ávaxta þannig þjóðernislegan arf okkar hér, að það megi verða Islandi og íslenzku þjóðerni til sóma í bráð og lengd. " Aldrei hefir verið auðveldara að mæla fyrir minni Vestur-lslend- inga, en nú. Því aldrei hefir lik- lega hagur þeirra og orðstýr verið með meiri blóma. Á það bendir margt. Þjóðernistilfinningin er að glæð- ast,—á það vil eg fyrst benda, því það er í mínum augum þýðingar- mesta atriðið; við látum aldrei að marki til okkar taka fyr en við vit- um og gjörum okkiir grein, fyrir því, hvað við erum og hvað við viljum. — Um tíma fanst mér þjóð- ernistilfinningin vera sofandi. Menn voru vondaufir um viðhald þjóðern- isins, — þeim fanst það vera að hverfa; en nú á þessum síðustu tímum er svo margt sem bendir í þá átt, að þjóðernismeðvitundin sé að endurfæðast. Mönnum er að verða auðveldara og sjálfsagðara að taka höndum saman um sameigin- leg velferðarmál, þó að þeim kunni að ýmsu leyti eitthvað á milli að bera. Þ jóðernissamkomur eru að veráa tíðari og almennari, bæði í bæjum og til sveita. Menn eru farnir að temja sér að tala og skrifa hreinni íslenzku, en gert var hér fyrir nokkrum árum. Og víða er löngunin að verða sterkari hjá æskulýðnum til þess að kunna að fara rétt með móðurmál sitt í ræðu og riti. Annað tákn tímanna er það, að aldrei hafa íslenzkir menn og konur látið eins til sín taka í opinberum málum og nú. Við eigum meira af okkar þjóð, sem standa framarlega í fylkingu í stjórnmálum, mentamál- um, atvinnumálum og öðrum félags- málum; menn, sem njóta almennr- ar virðingar landslýðsins' og halda nafni þjóðar sinnar á lofti með sóma. Eg þarf ekki að nefna nöfn. En þeim mönnum eigum við mikið að þakka og okkur ætti sannarlega að vera ljúft að láta þá njóta sann- mælis og sýna þeim maklega viður- kenningu. Og þá má ekki glevma þeirri friðu sveit, sem klæðst hefir ein- kennisbúningi hermanna og skipað sér eins og gó-ðir borgarar undir merki rikisins á þessum miklu al- vörutímum. Hve margir þeir eru, veit eg ekki með-vissu, en eg hefi ainir verða að kenna börnunum nokkurri átt, og vona eg að félags- stjórnin sé mér samdóma um þetta, enda á hún að hafa glegst auga fyrir þessu, vegna kunnugleika á öllum atriðum o.s.frv. — Sumir hafa talið, að hættan stafaði ein- göngu frá því að hið “Sam.” mundi reyna að hækka flutnings- gjöldm lika (brjóta samninginn?), að sama skapi og Eimskipafélagið. Aðrir hafa aftur látið sér í hug koma, að hættan lægi í hinu, að hið “Sam.” mundi ekki hækka, heldur keppa með því að setja fleiri skip í siglingu hér til lands' — sjálfu sér auðvitað til stórtjóns! Efa eg ekki, að menn geti spreytt sig á að finna ennþá fleiri hættu- möguleika. En til einskis tel eg vera að eltast við þá hér. Eg hefi leyft mé'r, bæði i grein hér í ísafold og á aðalfundi Eim- skipafélagsins, að setja fram þá getgátu, að þótt almenningur hafi reynst tiltölulega fús til framlaga til þess að koma félaginu á fót, gæti það að orðið, að menn yrðu tregari nú um stund og teldú þessu félagi hafa verið og vera fært að græða eins og öðrum, þegar segja má, að Til hvers erum við komin saman hér í dag? Erum við komin til jiess að horfa á hlaup, stökk og allskonar íþróttir? Eða til þess að lilusta á ræður og hljóðfæraslátt? Ekkert af þessu er aðalatriðið. Við erum komin hingað til þess að glœfia þjóðcrnismcðzntitndina. Það er, eða á að vera, aðalerindið, og að því á alt að stefna, sem hér fer fram. Við erum komin hér saman til þess að minnast þess og halda þvi á lofti, að við erum Vestur-Islend- ingar. Eg er ekki svo fróður, að eg geti um það sagt, hvort aðrir hafa gefið okkur þetta nafn, eða hvort við höfum gefið okkur það sjálf. En hvort sem er, þá könnumst við við það sem þjóðernismerki okkar. Og nafnið bendir á jiað, að þessi kvn- slóð, sem nú er uppi, skoðar sig að allega Islendinga,—brot af íslenzku .þjóðinni. Með þvi nafni er alls ekki afneit- að hollustu okkar við þetta land —með því er ekki gefið í skyn að við viljum taka okkur út úr og vera út af fyrir okkur, — að við viljum einangra okkur og lifa hér sen? Is- lendingar, en ekki Canadamenn. Miklu fremur vildi eg láta nafnið tákna j>að, hvaða skerf við viljum leggja til uppbyggingar hins cana- cliska þjóðlífs, -— að við v’ljum leggja til þess íslenzkan skerf. Við játum okkur íslendinga, og við förum ekki í launkofa með það, heldur höldum við því á lofti og teljum okkur það sóma. Eg segi fyrir mig: eg miklast af því að vera tslendingur, innan um hina þjóð- flokkana innfluttu hér í þessu landi. Ekki af því, að eg hafi neinar mæt- ur á þjóðernisdrambi eða álíti að ein þjóð eigi að hreykja sér upp yf- ir aðrar; heldur af þeirri ástæðu einni, að eg elska Island og þjóð- ina íslenzku, og þykir þess' vegna vænt um að mega bera nafn henn- ar, og mig langar til þess, að ef mér anðnast að leggja nokkurn skerf ti: fclagslífsins í þessu mannfélagi, þá Ðr. R. L. FRJK5T, Member of Royal Coll. of Suryoon*. Eng., fltakrlfaCur af Royal Collev* of Phyplclana, London. ■«rfræBlDVar 1 brjöat- tauga- og kyen-ajtlkdömum. —Skrlfirt. I«t Keunedy Bldc., Portaco Avt. (á mötl Baton'a). Tala. M. (14. Helmlll M 2*9«. Tlml tll vtCtala: kl. 2—S os 7—S e.h. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TEtEPHONK G*«RY 880 Officb-Tímar: 2—3 Heimili: 776 Victor St. Teeephone garry 381 Winnipeg, Man. THOS. H. JOHNSOM og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfræflÍBtjar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue ábitun: P. O. Box 1658. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg V«r leggMm airataka Uierzlu & al aelja meööi efUr forskriftum lækna. Hln beztu moHU. aom hægt or aO U, oru notuB euiföngu. fagar þér kom- 1« mef forokrtftlna tll vor, merið |Ct vera vlaa um &8 f& r«tt t>aS aen læknirlnn tekur tll. COlXKdBUOÐ * CO. Datnc Ava. og Sberbrooka H Phone Oarry 2890 og 2691. GMftlnealeyflebríf aold Gísli Goodman tinsmlður VERKSTCBÐI: Komi Toronto og Notre Dame Phone Oarry 2088 Heimllli Ottrry 8' J. J. BILDFELL FASTEIQmASALI Hoom 520 Union Bank - rEL. 2685 Selur hós og lófMr og annast alt þar aOlútandi. Peningalán 1 Dr. O. BJORNSON Office: Cor, Sherbrooke & Wiiliam tELEPHONEtGARRY 3»S Office-timar: 2—3 HEIMILI: 764 Victor •trset rELEPHONE, GARRY TBS Winnipeg, Man. Dr J. Stefánsson 401 Boyd Building COR. PORT/\CE AVE. & EOMOJÍTOJÍ 8T. Stundar eingöngu augna, eyrna. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. og 2 -5 e. h.—1 Talsími: Main 3088. Heimili 105 OliviaSt. Talsími: Garry 2315. það fyrir satt, að í tiltölu við fólks- fjölda standi þeir ekki að baki inn- fluttum þjóðflokkum öðrum, — og þá því siður að gjörfileik. — Is- lenzku hermenn! Hafið j>ökk fyrir drenglyndið ! Hafið þökk fyrir það, að þið sýnduð, að íslendingar vilja 1 ekki annara eftirbátar vera, þegar um það er að ræða, að berjast fyrir góðu málefni! Hafið J>ökk fyrir þann sóma, sem þið hafið gert þjóðinni ykkar! Guð fylgi ykkur og vernd\, og liann leiði sem flesta ykkar heila á húfi heim aftur, heiðri krý-nda fyrir drengilega fram- göpgn! Við sem heima urðuin að sitja skulum aldrei gleyma því, að jiið fóruð í okkar stað og lögðuð ykkur sjálfa í hættu til þess að verja sinum aö lesa islenzku og leiða þau inn í bókmentaheiminn íslenzka, svo að þau læri að meta og virða og elska þær hugsjónir, sem hafa ver- ið eldri kynslóðum kærar og afliö framsóknarbaráttu þjóðarinnar. Undir því, hvernig þessi kynslóð fer meö þjóðernislegan arf sinn, er það komið, hvaö úr kynslóðinni næstu verður. Hér blaktir i dag yfir okkur ís- lenzki fáninnx — sá fáni, sem er orðinn bræðrum okkar og systrum heima á íslandi dýrmætur og kær. Hvað táknar hann? Hann táknar sigur, — sigur i þeirri baráttu við- það, sem pkkur er öllum kært og sem íslenzka þjótin hefir lengi dýrmætt! Já, það hefir aldrei verið meiri ástæða til að mæla fyrir minni Vest- ur-íslendinga en nú. Því það er svo margt til þess að gleðjast af í félagslífinu, svo margt að benda á, sem sýnir, að íslenzkt táp og ís lenzkur dugnaður, íslenzkt vit og islenzkt drenglyndi hefir fundið hér góðan jarðveg og dafnar hér vel. *) Formaður félagsins skýrði frá því á fundinum, að sum félög hefðu alt að því fimm-faldað flutn- ingsgjöldin. Við slikt hefir engum komið til hugar að miða hér. **) Og hækka verður hún í lík- ingu við önnur félög, ef hún fær sér nýtt skip (með stríðsverði), að því er það skip snertir. En þá ef lika ósamræmið komið á flutnings- gjöld innan sjálfs félagsins. Eln þess vegna hefir heldur aldrei verið meiri ástæða til þess að hrópa hátt til þessa brots íslenzku þjóð- arinnar: “Haltu fast þzn sem þú hefir, til þess að enginn taki kórónit þína!” Aldrei meiri ástæða en nú, til þess að benda tvimælalaust á það, Tvilík lífsnauðsyn okkur er, að við fleygjum ekki frá okkur í hugsun- arleysi þeim þjóðernislega arfi, sem hefir verið okkur svo máttug'- vopn í framsóknarbarált 1 okkar i þessu landi, eins og okkur hefir nýlega verið bent svo vel á af góðum gesti sem til okkar kom lieiman af ætt- jörðinni: — heldur að við leggjum rækt við hann, höldum áfram að varðveita hann og ávaxta. og skil- um honum óskertum í hendur kom- andi kynslóða. Eg veit að það eru því miður til menn með íslenzkt blóð í æðum, sem segja: “Eg hefi ekkert use fvrir þetta islenzka business, J>að er no good anvhow”. Um þann hugs- unarhátt sem kemur fram hjá slík- um mönnum, vil eg sem minst tala. En víst er um ]>að, að ef þeir á annað borð eiga nokkra hugsjón æðri en hugsjónir fyrirhafnarleysis eða stundarhagsmuna, þá hefir þeim sést yfir þann sannleika, að hvert þjóðerni hefir sína köllun; hverri þjóð er eitthvað sérstakt gefið, sem hún á að leggja fram i jiarfir heimsmenningarinnar. Úr háö, til þess að fá urkent sjálfstæði þjóöemis síns. Hvaöa vit væri i því fyrir okkur að draga þann fána hér á stöng, ef okkur væri ekki alvara að halda áfram að vera Vestur-Islendingarf Nei, — Við höfum dregið fána Is- lands hér á stöng, — ekki einan sér, heldur við hlið rikisfánans brezka og þjóðfána Canada, til þess að tákna það, að við viljum vera Vest- ur4slendingar, — að við viljum leggja rækt við okkar íslenzka þjóðararf og leggja hann hér á borð með okkur í bróðurlegri sam- vinnu við aðra ibúa þessa lands; — að við viljum varðveita og styrkja böndin, sem tengja okkur við ættjörðina gömlu, svo að úr tær um berglindum íslenzks þjóðernis megi fyrir okkar milligöngu streyma blessunarstraumar inn í þjóðlíf þessa lands. Látum okkur fara fratn í því að vera góðir Vestur-Islendingar! Lát- pm það aldrei um okkur spyrjast, að við verðum einhver óþekt .stærð, einliverjir áhrifalausir og frægðar- lausir þjóðernislegir flækingar i j>essu nýja og blessaða landi, sem hefir tekið okkur að sér og farið svo vel með okkur. Heldur sýnum þá trúmensku við það, sem viö tókum bezt i arf eftir feður okkar og rnæður, að það verði okkur og niðjum okkar hvöt og kraftur í framsóknarbaráttunni, ættjörðinni gömlu til sóma og heimkynnunum nýju til gagns, svo að þeir sem með okkur byggja j>etta land geti altaf hugsað með einlægri virðingu og hlýjum tilfinningum til bræðra sinna og systra, Vestur-íslendinga! FLUTTIR til 151 Bannatyne Ave Horni Rörie Str. í stærri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist J. G. SNÆDAL, ■TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald Streot Tals. roain 5302. J. J. Swanson & Co. Verzla meÖ fasteignir. Sjá um leip á húsum. Annaat lán og elctsábyTgðir o. fl. 604 Tfaa Kenatn((ton.PorLJMmM> Phone Maln MtaT A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, selur líkkistur og annast Dm útíarir. Allur útbún- a8ur sá bezti. Ennfrem- * nr selur hann allsikonar minnisvarOa og legsteina Tala. Heímlli Carry 2161 „ OfVlco „ 300 og 876 Hækkað verð á brauði. Bakarar hækkuðu verð á brauði á þriðjudaginn; er það nú 6 cents en var áður 5. Verðhækkun á hveiti er haft sem afsökun fyrir þessu til- tæki. Howell fallinn. Edmund L. Howell, s'onur How- ells dómara féll i stríðinu 27. júli. Hann var lögmaður og lætur eftir sig ekkju og eitt barn. Hann fór i striðið þegar það byrjaði. Góð melting. Þýðingarmikið, ef ekki þýð- ingarmesta atriði.sem veikinda orsök er sjálfseitrun eða melt- ingarleysi. Þar sem partur af fæðunni geymist í magunum og innýflunum og rotnar. Og þegar verið er að lækna ein- hvern sjúkdóm, þá er það altaf fyrsta verk læknisins að hreinsa innýflin. Vér mælum með Triners American Elixir of Bit- ter Wine í þessu skyni. það jyf læknar hægðaleysi án nokk- urrar hættu og allan sleika sem hægðaleysi fylgir. Við lystarleysi, margskonar höfuð- verk, magagasi, magakrampa, | lasleika eftir máltíðir, tauga- veiklun, slappieika; við maga- veiki, lifrarveiki og innýfla ætti að reyna þetta lyf. Vetð $1.30 Fæst í lyfjabúðum og hjá Jos. Triner Manufacturing chemist 1333-1339 S. Ashland Ave-.’ Chicago, 111. Skemdir af frosti. Aðfaranótt 2. ágúst var frost í Woodstock í Ontario og öðrum stöðum þar eystra. Jörðin var hvít af hélu og skemdust ávextir í görð- um til stórra muna. Triners Liniment linar gigt og taugaþrautir afar fljótt. Ef þú hefir sáran háls, bakverk, þrautir í herðum eða fótum þá reynið það. Verð 70c, Fæst í lyfjabúðum. Póstgjald borg- að. Canadian Northern Járnbrautar Félagið NÝ LEIÐ TIL KYRRAHAFSINS 09 Austur-Canada RAÍLWM 8AILWAY f íesn tim Jasjier <>k Mount ltobson garðana eftir Yelloxvhead skarðlnu. Fram hjá. hæsta fjalli; beinasta ferS me8 lægstu braut, nýjustu ferSaþægindi og stSustu aSskiidir t-agnar til útsýnis. Kurteisasta þjón- usta—allir þjðnar keppast viS aS láta ySur líka ferSin sem bezt. Hraðlestir til Kyrrahafsstrandar Farseðlar til sölu daglegra þangaS til 30. Sept.; í gildi til heimferðar til 31. Október. ViSstaSa leyfS hvar sem er. Leiðir—-Menn geta fariS og komiS meS Canadian Northern, eSa fariS meS Canadian Nortliern og komiS meS annari braut—eSa fariS meS annari braut og komiS meS Canadian Northern. Hraðlestir til Austur Canada JK? á4v"S Farseðlar til sölu daglega til 30. Sept.—gilda fyrir 60 daga. ViSstaSa leyfð hvar sem er. l.eiðir—Menn geta fariS fram og aftur eSa aSra leiSina eftir vötnunum. Járnbrautarleiöir—Menn geta fariö meS Canadian Northem braut- inni nýju til Toronto og svo austur um Nepigon vatn og á margra mflna svæSi meS fram undra fögrum vötnum, >gem er alveg eins gott og endurnærandi og aS fara vatnaleiSina og fargjaldiS er lægra. Nýir aðgreindir bókasafnsvagnar tll útsýnis. SpyrjiS farseSlasalann um allar upplýsingar og biSjiS um blöö og bæklinga um fjöllin og ferSirnar, eSa skrifiS R. Creelman, Gen. Pass. Agent, Canadian Northern Railway, Winnipeg. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.