Lögberg - 10.08.1916, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST 1916
Sögbcrg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,fCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor T. J. VOPNI, Business Manager
Utanáskrift til blaðsins: THE OOLUNjBI/V PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, rviaq. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
Vinátta.
n.
pað var algengt á fslandi fyrir skömmu—og
er ef til vill enn—að í mentaskólanum voru tveir
og tveir piltar svo samrýmdir, að þeir voru æf-
inlega saman, þegar þeim var unt.
Væru þeir 1 kirkju eða á öðrum mannfund-
um, sátu þeir saman; færu þeir út sér til skemt-
unar, gengu þeir saman. pað var eins og þeir
væru partur hvor af öðrum, sem ekki gætu hvor
án annars verið.
Og þessir menn—tveir og tveir—klæddust
venjulega líkt; voru með sömu tegund hatta,
samskonar hálsklúta, í eins litum og eins sniðn-
um fötum, o.s.frv.
Og væri vel tekið eftir, þá sást og heyrðist og
fanst svo mikil líking með þeim í göngulagi, mál-
rómi, orðatiltækjum, limaburði og jafnvel svip,
að furðu gegndi.
Og það var ekki einungis þannig með pilta,
heldur alveg eins með stúlkur.
petta ytra tákn innri vináttu og trygða hafði
áreiðanlega góð og betrandi áhrif á þjóðina. Og
þótt svo megi ef til vill segja, að ytri reglur séu
oft skyldar yfirskyni, þá er það víst, að þetta var
ekki neitt yfirskyn. pað var virkilegt.
Alveg eins og maður vissi það, að trúlofunar-
hringur á fingri pilts eða stúlku táknaði ást og
trygð, eins vissi maður það, að þegar tvær stúlk-
ur fóru að klæðast eins eða tveir piltar, þá voru
þær eða þeir orðnir vinir í raun og sannleika.
Og það er ekki ólíklegt, að þetta hafi ein-
hvern veginn óafvitandi komið í stað fóstbræðra-
lagsins forna. Menn voru hættir að blanda blóði
til vináttu tákns, en þeir fundu til þess í huga
sér, að eitthvert merki varð að vera um það að
menn væru vinir, eða réttara sagt, vináttan tók
á sig þetta ytra gerfi—þennan líkama, ef svo
mætti segja; því vinátta er sálar einkenni.
En það þarf jafnvel ekki að fara austur yfir
Atlanzhaf til þess að finna þessi einkenni. Vér
minnumst þess, að fyrir 12—15 árum var það al-
gengt hér í Winnipeg, að tvær og tvær stúlkur
voru saman hvar sem höndum varð undir komist
og klæddust mjög svipað.
Vér þekkjum ungar íslenzkar konur nú, sem
þá voru stúlkur og höfðu þennan sið, og vér sökn-
um þess að sjá ekki eins mikil merki þess fagra
siðar og áður.
Heima á fslandi minnumst vér sérstaklega
ýmsra áður fyrri, sem klæddust líkt og allir virt-
ust taka hver eftir öðrum. Sem dæmi þess má
nefna Valgerði Zöega, sem nú er kona Einars
skálds Benediktssonar, og Sigríður Johnsen, nú-
verandi ráðherrafrú. pessar stúlkur voru alt af
saman í Reykjavík, frá því þær voru svo litlir
hnokkar og þangað til þær giftust. Vér sjáum
þær enn þá í anda eins og þær voru á þeim dög-
um; alveg óskyldar, eftir því sem vér bezt vitum,
en svo nauðalíkar eins og þær væru systur; ekki
beint líkar í andiitsfalli—og þó virtist eins og
saman drægi að því leyti líka—, heldur líkar í
göngulagi og tilburðum, orðatiltækjum og tilliti.
pær klæddust svo að segja alveg eins, og þegar
önnur ætlaði eitthvað, var sjálfsagt að finna
Iiina og fá hana til að vera með.
, Og sem dæmi upp á samskonar andlegar ná-
tengdir meðal pilta, dettur oss í hug Valdimar
Steffensen, sem nú er læknir á Akureyri, og
Bjarni Th. Johnsen sýslumaður. pað var ekki
oft, að annar sæist án þess að hinn væri líka, og
engum ókunnugum hefði komið annað til hugar,
en að þeir væru skyldgetnir bræður.
petta er að eins tekið sem dæmi. pað má Vel
vera, að fólk sé eins vinfast nú og áður var, þótt
þess sjáist minni ytri merki; má vel vera, að það
sé af látleysi og stillingu, að vináttan sé ekki
borin utan á sér, en að hún sé þeim mun sterkari
hið innra.
Já, það má vera, en vér trúum því ekki; margt
virðist benda til þess, að hið gagnstæða eigi sér
stað; margt virðist benda til þess, að vinátta
milli manns og manns og milli konu og konu sé
a veikjast og breytast.
pegar tvær “stöllur” eða “stallbræður” höfðu
lengi haldið vináttu og önnur eða annar dó, flutti
í f jarlægð eða gekk í hjónaband, þá var hin eða
hinn alveg eins og vængbrotinn æður—alveg eins
og þau hefðu tapað parti af sjálfuin sér, eins og
þau hefðu verið höggvin í sundur lifandi, en
lifðu samt.
Eirðarleysið, leiðindin, söknuðurinn, sársauk-
inn sáust svo greinilega—eins og þögul og nið-
urbæld sorg. pá kom það fyrst í ljós, hversu
sambandið hafi verið djúpt og sælt og hversu
mikið skorti á fullkomna lífsnautn þegar því var
á einhvern hátt slitið.
En hvaða þýðingu hafði þetta? Var það
nokkurs virði? Gerði það hlutaðeigendum lífið
bjartara eða betra? Gerði það þá fullkomnari
eða nýtari borgara? Eða var það þjóðfélaginu
að nokkrkuk leyti gróði?
Áhrif þessarar vináttu—fóstbræðralagsins í
fomöld og stallbræðra- eða stallsystralagsins síð-
ar—, skulu hér rædd í fám orðum; áhrif þess á
einstaklingana sjálfa; áhrif þess á þá, sem þeir
kyntust og veittu eftirtekt, og áhrif þess á þjóð-
félagið í heild sinni. Sömuleiðis það tjón, er af
því leiðir, að þetta skuli vera að leggjast niður.
Til íslenzkra kvenna
Gætið réttar yðar; verið vakandi! Látið
ekki brjóta lög á yður.
Eins og allir muna, var konum veittur at-
kvæðisréttur og kjörgengi árið sem leið í Mani-
toba.
pegar lögin voru samþykt, fór nefnd kvenna
úr öðrum fylkjum á fund Bordens forsætisráð-
herra í Canada og krafðist þess að sambands-
þingið veitti konum atkvæðisrétt í öllu ríkinu.
pessu svaraði hann þannig, að heppilegast
væri, að fylkin veittu þennan rétt sjálf; það væri
á þeirra valdi. Kvað hann hvert fylki fyrir sig
skrásetja kjósendur eftir sínum lögum og eftir
sömu kjörskrám, sem við fylkiskosningar giltu,
væri farið við sambandskosningu. pess vegna
væri það að fylkin þyrftu ekki annað en veita
þessi réttindi.
Nú leið og beið. Áður voru konur taldar
með Indíánum, vitfirringum og glæpamönnum í
Manitoba sem annarsstaðar; nú eru þær teknar
hér í burtu úr þeim félagsskap og settar á bekk
með bræðrum sínum, sem heilvita teljast.
Alt í einu kemur það upp úr dúrnum, að sam-
bandsstjórn fer að hlutast til um nýjar skrásetn-
ingar; ekki í allri Canada, heldur að eins í Mani-
toba.
Sambandskosningar eiga bráðlega að fara
fram og er því lýst yfir, að sambandsstjómin
verði að semja kjörskrárnar í Manitoba áður en
það verði, en í engu öðru fylki; takið eftir því.
Og þessu fylgir það evengelíum, að konum
verði ekki leyft að skrásetjast; þær fái ekki að
greiða atkvæði við næstu sambandskosningu.
Jafnskjótt og þessi frétt barst út, leituðu
konur sér lögfræðis upplýsinga, og fengu þá skýr-
ingu, að ekki væri hægt að banna þeim skrásetn-
ingu; sambands-fylkjalög tækju það greinilega
fram eins og Borden hefði sagt, að sömu' kjör-
skrár skyldu gilda fyrir sambands- og fylkja-
kosningar og sambandsstjórnin gæti ekki útilok-
að konur hér í Manitoba frá skrásetningu, sem
þýði það, að þær hafi rétt til sambandskosninga.
Til þess að útiloka þær verður sambands-
þingið að semja og samþykkja lög sérstaklega á
móti réttindum Manitobakvenna, eða með tilliti
til þeirra; en það hefir ekki verið gert; er því til-
iæki stjómarinnar hnefaréttur og lögleysa, sem
ekki má líðast.
Manitobastjórnin á að krefjast þess fyrir
hönd allra, tem hún hefir veitt atkvæði, að þeir
fái að komast á kjörskrá, en geri hún það ekki,
þá eiga konur blátt áfram að koma á kjörstaðina
og heimta skrásetningu, allar í einu hljóði, sam-
kvæmt þeim rétti, sem þeim ber. pær þurfa
ekki annað en sverja að þær hafi skrásetninga-
. rétt og þá dirfist skrásetjari ekki að neita þeim.
Eitt meðal allra alvarlegustu brota er það að
neita um skrásetningu, þegar einhver sver að
hann hafi rétt til þess, ef ekki er á fylstu rökum
bygt, og við því liggur ströng hegning.
pað er merkilegt í sögu vor íslendinga, að
það var kona af vorri þjóð, sem fyrst hóf kven-
réttindabaráttuna hér í fylki, sem svo mil Inn
sigur hefir hlotið.
pað væri því smán systrum hennar, ef pær
gættu ekki hins fengna fjár, sem þær hafa aflað,
pær að minsta kosti, hvað sem aðrar konur ge
ættu ekki að láta það spyrjast, að þær neyti ekki
fengins réttar og bjóði byrginn þeim hnefarétti,
sem hér er verið að viðhafa.
Ritstjóra þessa blaðs hefir verið það áhuga-
mál frá því hann var drengur, að konur fengju
atkvæði. Hann hefir þegar tekið málið upp í
Siðbótafélaginu (Social Service Council). Verð-
ur þar gert eins mikið og hægt er til þess að koma
í veg fyrir þau rangindi, sem hér á að hafa
frammi; en það er málinu lífsskilyrði, að konur
sjálfar láti sem mest til sín taka, og einkum skal
það brýnt fyrir íslenzkum konum og stúlkum, að
láta ekki sitt eftir liggja; þær geta unnið þjóð
sinni heiður og virðingu með tápmikilli og ein-
beittri hluttöku í því stríði, sem óhjákvæmilega
liggur fyrir höndum.
Þýðingarmikið mál.
Að undanfömu hefir verið mikið rætt um
það, hvernig sambandið verði milli Englands og
hjálendanna eftir stríðið.
Hefir því aðallega verið haldið fram, að á-
ríðandi væri að tryggja sambandið sem bezt.
í því skyni hefir komið fram tilaga um að
allsherjarþing verði stofnað, þar sem mættir séu
fulltrúar frá öllum pörtum ríkisins, til þess að
ræða sameiginleg mál og ráða þeim til lykta. Á
þetta að verða nokkurskonar yfirþing, sem fylkja
og sambandsþing hjálendanna hafi engin áhrif á
né vald yfir.
Afturhaldsblöðin telja þetta æskilegasta fyr-
irkomulag, sem hugsast geti, og hefja það til
skýjanna með öllu móti.
Aftur er það álit margra annara, að slíkt
þing yrði að eins til þess að draga völd og áhrif
frá hjálendunum og safna þeim öllum í hendur
Englendinga.
Verkamannablaðið “Voice”, sem er fulltrúi
alþýðunnar hér í vesturlandinu, lýsir því yfir
hiklaust og blátt áfram á föstudaginn, að verka-
mennimir verði eindregið á móti þessari sameig-
inlegu þingstefnu.
Meðal annars farast blaðinu orð á þessa leið:
“Á því er ekki mikill efi, að í spurningunni um
alríkissamband verður verkamannahreyfingin í
Canada að vera á sama bandi og framsóknarmenn-
irnir. Alríkisþing eins og stungið er upp á, með
öllu, sem því tilheyrir, og alveldi um stríðs og
friðarmál og verzlunarmál, er nokkuð, sem ekki
er líklegt að verkamennimir telji skyldu sína
að berjast fyrir.
Eins og framsóknarblöðin hafa hvað eftir
annað bent á, veitti slíkt þing hjálendunum í raun
réttri enga þátttöku í þeirri stefnu, sem alríkið
samþykti; í stað þess fengju þær að eins skugga
fyrir virkileika, að því er völd snerti.” .
Til þess að sýna hvað það er, sem “Voice” á
hér við, skal birt ritstjórnargrein úr blaðinu
“Free Press” 29. Júlí.
“Létt eins og Ioftið og sterkt eins og járn.”
“Um það að koma á alríkisstofnun verður
rætt og ákveðið eftir stríðið. Free Press er ekki
í neinum vafa viðvíkjandi því máli. Merkin eru
of glögg og gögnin of ljós til þess að efasemdir
komist að. Alment talað eru tvær stefnur, tvær
humyndir í loftinu viðvíkjandi ríkjasambandinu.
í raun og vem eru þessar tvær stefnur svo gagn-
ólíkar og andstæðar hvor annari, að þær verða
greinilegir andstæðingar eftir stríðið.
“pessar tvær stefnur mættu með réttu nefn-
ast framsóknarstefnan og íhaldsstefnan (Liber-
al and Tory).
“Vegna þess hversu mjög ríður á því ekki
einungis fyrir þetta sambandsríki, heldur fyrir
allan heiminn í heild sinni, er Free Press heilt
og óskift stuðningsblað þess, að brezka ríkið
megi vera sem sterklegast sameinað.
“Blaðið telur brezku stofnunia — Breta-
veldi — þýðingarmestu þjóðstofnun, sem heim-
urinn hefir nokkru sinni þekt. Og með jafnmik-
illi alvöru fylgir blaðið frjálsri og óháðri sam-
bandsstefnu—þess konar alfrjálsri stefnu, sem
Edmund Burke hefir svo frábærlega vel skýrt
og lýst.
“peim til upplýsingar og skilningsauka, sem
þekkjka vilja þá stefnu, sem ætti að ríkja í hinu
mikla brezka veldi, ættu þeir að lesa orð hins
merka írlendings með athygli einmitt nú.
“Sú stefna hlýtur að verða eina samteng-
ingaraflio í ríkinu og koma í veg fyrir að þáó
liðist í sundur. Hvorki tími né neitt annað get-
ur veikt veldi þess, ef ráðum og tillögum Burkes
er fylgt með það að fylgja fullkomnu frelsi.
“Hvaða uppástunga, sem kemur um alveldis-
miðþing hefir stórkostlega hættu í för með sér;
og þeim mun hættulegra er það vegna þess, að
það getur leitt til sundrungar í hjálendum fyrir
þá sök, að sjálfstæðistilfinningin hlýtur að fara
þar vaxandi; sjálfsstjórn tekur fastari og fastari
tökum á hugum hjálendumanna.
“pessar frelsis hugsjónir og sjálfstjórnar-
tilfinningar vilja aíturhaldsmenn og fylgifiskar
miðþingsstefnunnar láta selja fyrir hégóma,
þennan frumburðarrétt og sjálfsagða frelsi eiga
menn með þjóðstjórnarhugsunum að láta af
hendi fyrir smámuni.
“í hvaða miðstjómar fyrirkomulagi sem er,
hvort sem það er alríkis miðstjórn eða annars-
konar, verður að vera þing eða dómstóll. petta
miðþing verður að sjálfsögðu aðskilið frá lög-
gjafarþingi brezku eyjanna. pessu þingi verða
gefin sérstök ráð stjómar og löggjafar.
“Eitt þessara atriða verður óefað það, sem
snertir alríkisvernd. pað er einmitt atriðið, sem
allir eða flestir mundu viðurkenna að þetta mið-
þing ætti að ráða.
“Miklu skiftari mundu skoðanir manna
verða og miklu hættulegra mundi þetta þing
geta orðið í sambandi við alríkis verzlunarstefnu.
“Stítjum nú svo að þetta miðstjómarþing
væri komið á, hvað sem það væri kallað. pað væri
auðvitað stofnað með hlutfallslegum fulltrúa-
kosningum. Um það er tæpast að efast. Lík-
lega yrðu fulltrúar kosnir eftir mannfjölda.
Setjum svo að kosinn yrði fulltrúi fyrir hverja
miljón íbúa; líklega yrðu þeir fleiri, en hlutföllin
yrðu þau sömu. Með því fyrirkomulagi væru um
45 fulltrúar frá brezku eyjunum, 8 frá Canada,
5 frá Ástralíu, 3 frá Nýja Sjálandi, o.s.frv. Með
öðrum orðum, brezku eyjamar hefðu miklu fleiri
fulltrúa en allar hjálendurnar til samans—móð-
irin hefði meiri ráð en öll fullorðnu bömin til
samans.
“Free Press er ekki að kvarta yfir því að
svona sé eða sjá ofsjónum yfir því; blaðið skýrir
að eins frá því eins og virkileika.
“Minnumst þess, að það sem reynt verður
að fá oss til að samþykkja, er beint miðstjórnar-
vald.
“Setjum sem svo, að slíkt þing sæti, og það
mál, sem öllum málum er meira vert, kæmi upp
til úrslita. Setjum sem svo, að um það væri að
ræða, hvort fara ætti í stórstríð eða ekki. Free
Press tekur þetta atriði fyrir þá sök, að hryndi-
aflið til þess að tala um þetta mál verður óefað
það, sem hér segir: “Eigum vér hjálenduþjóð-
imar, sem höfum tekið svo mikinn þátt í yfir-
standandi stríði, sem er afleiðing með öllu til-
heyrandi af leynistjómar samningum, sem vér
vorum hvergi spurðir til ráða um—eigum vér þá
að láta alt vera afskiftalaust í alríkisstjórn-
inni ?”
“Hugsum oss þá að þessi spurning lægi fyr-
ir til úrslita; hugsum oss að allir fulltrúar frá
öllum hjálendum væru á móti stríði því sem um
væri að ræða, en samt sem áður væri farið í það
með samþykt allra eða nógu margra af fulltrú-
um heimalandsins.
“pað liggur í augum'uppi, að þetta hlyti að
valda svo mikilli óánægju, að við skilnaði lægi.
“Má vera, að þetta dæmi. sé hér framsett
með of sterkum dráttum. Má vera að það yrði
aldrei bókstaflega eins og þar er gert ráð fyrir;
en hvað sem væri svipað þessu, hlyti að stefna
til sundrungar.
“Sömuleiðis er það augljóst, að ef einhver
hjálendanna þættist hafa verið hart leikin með
atkvæðamagni, er henni þætti ranglátt, þá væri
hætta á, að hún segði sig úr sambandinu. Er þá
líklegt, að fulltrúarnir færu heim; ekki með
neinn friðarfána, heldur með eldmerki sundrung-
arinnar; ekki til þess að slétta yfir misfellurnar,
heldur til þess að auka óánægjuna; því ef til
sundrungar leiddi undir þeim kringumstæðum,
þá væri samþykt stefna sú er fulltrúarnir hefðu
haldið fram og þeir ynnu þannig sigur.
“Og svo er fleira að athuga; meira að segja,
þetta er ekki aðal atriðið; nei, þetta er allra
meinlausasta hættan, sem verða kynni á vegum
miðstjórnar stefnunnar, hversu sem hún væri úr
garði gerð og hversu vel sem hún kynni að líta
út á yfirboröinu. Aðal hættan lægi ekki í því að
í málum, sem fyrir lægju, yrði vilji hjálendufull-
trúanna fyrir borð berinn. Sannleikurinn er sá,
að þeir fulltrúar, sem héðan færu, mundu frem-
ur verða til aó styrkja en andmæla þegar til þess
kæmi að greiða atkvæði um mál líkt því sem hér
hefir verið talað um, ef þeir fyndu, að það væri
geðfelt fulltrúunum heima á Englandi.
THE DOMINION BANK
STOFNSETTUR 1871
Höfuðstóll borgaður og varasjóður . . $13.000,000
Allar eignlr................. $87.000,000
Beiðni bœnda um lán
til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn.
Spyrjist fyrir.
Notre Dame Branch—W. M. HAMUjTON, Manager.
Sellrirk Brauch—M. 8. BUKGEit, Managor.
“Og hér stöndum vér augliti
til auglitis við það, sem allra
líklegast er að vilja til, ef hin
fyrirhugaða miðstjóm kemst
á:
“Hvar er líklegt að þetta
allsherjar þing kæmi saman?
Hvar annarsstaðar en í Lund-
únaborg, hinni miklu höfuðborg
enska þjóðflokksins! Og hverj-
ir væru líklegir til að verða
sendir á þetta tignarlega ráð,
sem samkvæmt eðli sínu yrði
dýrðlegra en nokkurt annað
þing, sem veröldin þekti? Að
sjálfsögðu yrðu það menn úr
þeim flokki, sem byrjað er að
skapa hér í hjálendunum í
stórum stíl, og það eru menn,
sem vér verðum að viðurkenna
að ekki eru að neinu leyti full-
trúar hins bezta fólksins eða
þjóðræðisanda, hinnar starf-
sömu alþýðu, þótt þeir séu í-
mynd þess flokks, sem áfram
hefir komist í vissum skilningi.
“Allflestir þessara manna
mundu safnast að þessum mið-
depli þessa allsherjar þings eins
og flugur kring um Ijós. Jafn-
vel þótt þeir væru miklu sjálf-
stæðari menn en líklegt er að
þeir verði, þá samt hlyti þetta
að verða svona.
“Efst í huga þeirra mundi
það verða, að haga sér eftir
kringumstæðum, fremur en að
túlka og þýða mpð sjálfstæðis-
athöfnum vilja og óskir kjós-
endanna, sem sendu þá. pann-
ig hlýtur það að verða, nema
því að eins, að þeir verði frá-
bæjrlega hugrakkir (sem tæp-
lega þarf að gera ráð fyrir).
“Og hverjar yrðu afleiðing-
arnar af þessu? pessir fulltrú-
ar færu heim til þess að safna
mönnum, andlega talað, undir
merki, sem væri óskilt hugsun
fólksins og óskum þess. Og
í stað þess að þeim yrði fagn-
að með opnum örmum sem
virkilegum fulltrúum þjóðar-
innar, yrðu viðtökumar annað
hvort þögult afskiftaleysi og
homauga, eða blátt áfram mót-
þrói og ofanígjöf. Og hér í
liggur önnur hætta á því að rík-
ið liðist í sundur.
“pað að herða á þeim bönd-
um, sem laus hafa verið látin
og sem svo vel hefir reynst í
þessu stríði, væri óheillaráð; á
meðan þau eru laus eins og nú,
eru þau steuk eins og stál, en
létt eins og loftið; en verði á
þeim hert, munu þau bresta.
“peir sem vilja herða á bönd-
unum; þeir sem vilja þrengja
og hnýta með pappírs stjórnar-
skrá, eru óafvitandi að grafa:
gröf þeirrar stjórnarskrár, sem !
vér nú höfum.”
pessi ritstjómargrein er eitt
hið allra eftirtektaverðasta, sem
birst hefir á prenti í Canada
um langan aldur, og þýðingar-
meira en virðast kann í fljótu
bragði, og flest frjálslyndra
blaða landsins og svo að segja
öll verkamannablöð hafa þegar
tekið í sama strenginn.
Mikið umtal
hefir spunnist út af ritstjómargrein
9em birtist í “Free Press” í vikunni
sem leið með fyrirsögninni “Light
as air and strong as steel”. Er þar
skýrð sú hugmynd sem Englending-
ar hafa komifi með nýlega og marg-
ir hér virðast vera hlyntir að mynd-
að sé nokkurs konar allsherjar sam-
bandsþing af fulltrúum frá öllum
pörtum brezku ríkisheildarinnar,
Englandi, Skotlandi, írlandi, Can-
ada, Astralíu, Indlandi og Suður-
Afríku.
“Free Press” hefir mikiö að at-
huga við þessa hugmynd. Heldur
blaðið því fram að þess konar þing
mundi verða misjafnt að fúlltrúa-
rétti. Atkvæðin sem Englendingar
hefðu yrðu fleiri en öll nýlenduat-
kvæðin samanlögð og gaetu því
Englendingar einir ráðið með at-
kvæðamagni, ef til kæmi.
Blaðið tekur það dæmi að ef um
það væri að ræða hvort í stríð
skyldi farið. Stríðið væri t.d. af-
leiðing af einhverjum samningnum
eða gerðum Englendinga við aðrar
þjóðir, sem nýlendurnar hefðu ekki
verið spurðar um. Englendingar
væru allir með því, en nýlendurnar
allar á móti. Samt yrði það sam-
þykt með talsverðum atkvæða-
fjölda að stríðið skyldi háð. Þetta
gæti komið fyrir, segir blaðið, en
því finst það ranglátt og kveður af-
leiðingarnar hljóta að verða ann-
aðhvort skilnað eða óánægju.
í öðru lagi bendir blaðið á að
þeir sem héðan færu á slíkt full-
trúaþing í London, mundu tæplega
geta talist fulltrúar fólksins; hætt-
ara yrði við að þeir yrðu úr þeim
flokki sem Englendingar séu nú að
skapa hér með alls konar orðum og
titlum, en slíkir menn segir blaðið
að séu að ýmsu leyti ekki vel til
þess fallnir að túlka vilja þjóðar-
innar og halda fram réttindum
hennar. — Greinin hefir vakið
mikla eftirtekt.
Ættarnöfnin og kven-
fólkið.
Mikið er búið að ræða um ættar-
nöfn hjá okkur íslendingum síðan
hin fræga bók kom út um ættar-
nöfnin íslenzku.
Það er mikið gleðiefni fyrir þá,
sem unna íslenzkri tungu og þjóð-
erni, hvernig flestir okkar beztu
manna, sem um þetta mál hafa op-
inberlega látið skoðun sína í ljósi,
líta á það. Einn þeirra fáu manna,
sem þar hafa brugðist vonum mín-
um, og vafalaust margra annara, er
herra biskupinn.
En hvað segja nú konur um öll
þessi boðorð ? Þær eru fáorðar að
vanda. Eg minnist ekki að hafa
séð nema eina konu stinga niður
penna um það, og þó á ættarnafna-
farganið ekki sízt erindi viö þær.
Ýrðu ættarnöfn alment tekin upp
hér á landi, mundi sá ósiður einnig
verða tekinn upp, að konur kendu
sig við menn sína og hættu að til-
heyra sinni ætt. Hvemig getur slíkt
samrýmst frelsishugmvndum nútim
ans? Hvernig getur það samrýmst
við hina frjálsu löggjöf okkar ts-
lendinga, þar sem konum á flestum
sviðum er gert jafnhátt undir höföi
og körlum ? Slíkt getur ekki komið
til mála, enda heyrast nú raddir úti
i heiminum, þar sem þetta hefir
verið siðvenja svo öldum skiftir, um
að konur hætti að kenna sig við
menn sína. ÍMeiri þörf væri að
kenna konum, að eftir því sem
réttur einstaklingsins vex, veröur
ábyrgðin, sem á honum hvílir,
meiri, og á þaö jafnt við konur sem
karla. Það, aö konur taki upp
föðurnafn eða ættarnafn manna
sinna, á að eins við hjá þeim þjóð-
um, sem enn vantar réttlætistdfinn-
ing þá, sem viröist, eftir löggjöf
okkar Islendinga aö dæma, vera hér
orðin allrík. Eg ber það traust til
isknzku kvennanna, að þær láti ekki
hégómlegt tildur eða eftirhermu-
fvsn ráða fyrir sér í þessu máli og
verði þó engu verri eiginkonur en
systur þeirra í umheiminum.
Vel skil eg það, aö konur þær,
sem til útlanda fara, og vilja le\na
þjóðerni sínu, gerist synir feðra
sitina. En sé það ekki í þeim til-
gangi gert, er það alger óþarfi.
Þykist útlendingar of kunnuglegir
nefni þeir konur aðeins fornafni •
með viðeigandi titli, þá er að benda
þeim á, að nafn og föðurnafn geti
fvlgst að, og betra er að vera kölluð
til dæmis fröken Jónsdóttir en
fröken Jónsson.
Óskandi væri að konur viidu
ræða þetta mál ýtarlegar.
Brynhildur.
—ísafold.
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggiltur $6,000.000 HöfuSstólI greiddur $ 1.431,200
Verasjóðu...... $ 715,600
Formaður.............- - - Slr D. H. McMHÆ/AN, K.O.M.Q.
V aru-formaður.................. - Capt. WM. ROBINSON
Str I). C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN.
E. F. HUTCHINGS, A. McT.AVISH CAMPBELL, JOHN STOVEL
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstakiinga eða
félög og sanngjarnir skilmálar veittir. AvÍ9anir seldar til hvaða staðar scm er
á Islandi. Sértakur gaumur gefinn aparisjóðsinnlögum, sem byrja má með
einum dollar. Rentur lagðar viðá hverjum sex mánuðum.
T* E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og SherbrookejSt., . Winnipeg, Man.