Lögberg - 31.08.1916, Síða 3

Lögberg - 31.08.1916, Síða 3
LOGBEKG, FIMTUDAGINN 31. AGÚST 1916 3 EKKI ER ALT SEM SÝNIST Eftir Charles Garvice Á slaginu tólf daginn eftir, ók léttur, skrautlegur, opinn vagn aö dyrunum. Jóan var klædd óbrotnum svörtum kjól, hún gekk aö glugganum og heilsaöi, og ungi, laglegi maöurinn á ökumannssætinu lyfti upp hattinum. “Eruð þiö ekki ferðbúnar enn þá?” sagði hann um leið og hann rétti henni hendina. “Eg ætla ekki að fara”, sagði Jóan. “Ætlið þér ekki að fara?” sagði hann og brosið dó á vörum ihans'. “í raun og veru ekki ? I>að þykir mér leitt.” “Eg held við verðum öll að vera heima”, sagði Emily óánægð, um leið og hún leit á sig í speglinum. “Eg verð þvi ver að segja, að Jóan er ljót og leiðinleg stúlka, herra Royce”. “Ó, ungfrú Trevelyn hefir leyfi til að gera það sem hún vill”, sagði hann með mjúkri rödd. “En hún hefði glatt okkur mikið ef hún hefði orðið samferða. Hefi eg—” hann þagnaði og leit i kringum sig með hrygg- um svip —“hefi eg móðgað hana á nokkurn hátt?” “Nei, nei”, svaraði Jóan fljótlega og roðnaði. “Alls ekki—það megið þér ekki ímynda yður. En eg er lítið gefin fyrir ferðakig—eg vil heldur-—” “Þá verðtun við öll heima”, sagði Emily. “Við erum yður mjög þakklát, hr. Royce, og vér vonum að þér borðið morgunverð með okkur”. , “Ó, nei”, sagði Jóan skeíkuð og iðrandi. “Ef þið viljið það endilega, þá skal eg fara með ykkur”. Meðan hún lét á sig hattinn, fanst henni hún finna til grunar um eitthvað ilt. Menn geta hlegið að grun- semdum þegar þær reynast falskar, en meðan maður er undir áhrifum þeirra, eru þær nægilega alvarlegar. Alt andlit Royce var eitt bros, þegar hún kom aftur. “Hver v.ill sitja hjá mér?” spurði hann og leit á ungu stúlkurnar. “Ekki eg”, svaraði Emily, “eg er svo taugaveil— eg mundi detta niður, ó, kæra Ida—” Jóan kunni illa við að koma með mótbárur, og án þess að segja leitt orð, lét hún Royce hjálpa sélr upp á ekilsætið. Royce ók um fámennustu göturnar, þar eð hann vildi ekki láta kunningja sina sjá sig, og hann var mjög þögull þangað til þau voru komin út fyrir listigarðinn og stóru göturnar, þá sagði hann, gleymandi sjálfum sér vegna geðshræringar. “Það var fallega gert af yður að koma með okkur. Þér hafið aflað okkur öllum mikillar ánægju, ungfrú Jóan—” hann þagnaði skyndilega, þegar Jóan ihrökk við og fölnaði og sneri sér að honum, og eitt augnablik hætti hjarta hans að slá. Hafði hann ljóstað upp þekk- ingu sinrn á leyndarmáli hennar ? En undir eins náði hann snarræði sínu aftur. “í huga mínum kalla >eg yður Jóan d’Arc”, sagði hann hlæjandi. “Þér eruð svo ákveðnar, viljasterkar og alvarlegar”. Jóan varð rólegri og leit til jarðar. Nafn hennar snerti hana sem rafmagnsstraumur. XXVI. KAPÍTULI. Ferðin til Richmond. Skemtiferðin til Richmond var ánægjuleg. Veðrið aðdáanlegt, einn af þessum fögru vetrardögum, sem fær mann til að álíta frost og sipjó æfintýri. Þegar þau komu til hótelsins, var Emily himinglöð. Hún hafði notið ferðaránægjunnar í fylsta mæli. “Landið er jafn fagurt á vetrum sem á sumrum”, sagði ihún, og var jafn frá sér numin og barn. Gamla manninum var fylgt upp í herbergi, þar sem hann sá ána, og fyrir utan dymar var sólbyrgi, þar sem karlmennirnir gátu reykt vindla sína, án þess að valda kvenfólkinu óþæg- inda. Morgunverðurinn var tilbúinn þegar þau komu. Royce hafði símritað beiðni sina um morgunverðinn, og maturinn var eins góður og hægt er að hugsa sér. Royce var hínn alúðlegasti; hann var jafn hlyntur Emily og Jóan. Hann talaði meira við Emily og föður bennar en Jóan, en við og við sneri hann sér að Jóan, og ávalt með mjúkum, aðlaðandi hreim í röddinni. Hvers vegna getur maður ekki neytt morgunverð- ar á hverjum degi i Richmond?” sagði Emily, á meðan hún neytti vínberja af fögrum s'kúf. Hvers vegna getur maður ekki notið lífsins og skemtananna hvem dag vikunnar sem að ber? Það langar mig til að vita. Maður má ætla að tilgangurinn sé að allir séu gæfu- ríkir, hv-ers vegna erum við það þá ekki?” Royce brosti. Jóau stundi ofur hægt. “Þetta er mjög sanngjörn spurning, ungfrú Emily”, sagði hann og sýndi ihvítu tennurnar undir yfirskegginu á þann hátt, sem Enúly geðjaðist illa að, þó hún væri farin að venjast þvi, “mjög eðlileg spurning. Eg býst við að svarið sé þannig, að séum við ekki ávalt gæfurík, þá sé það okkur að kenna”. “Það er þó ekki mér að kenna að við borðum ekki morgunverð daglega í Richmond", sagði Emilv. “Álit fólks á gæfunni er svo mismunandi", sagði hann hlæjandi. “En þar eð yðar álit byggist á góðum morgunverði við ána—” “Og ökuferð”. “Og ökuferð—eigum við ekki að stofna félag til að geta notið morgunverðar daglega í Richmond, og fá erkibiskup'nn í Canterbury til að vera formann félags- ins ? En—hver veit ? Máske til séu menn sem ekki verða ánægðir með mat hjá Star & Garter". “Þá hljóta þeir að vera um of vandfýsnir, og ættu helzt að vera í vitskertra hæli”, sagði Emily ákveðin. “Hvað álítið þér t. d. um ungfrú Trevelyn?” sagði Royce mjög lágt, og leit dökku augunum sínum á Jóan. “Mig langar til að vita það, en þori ekki að spyrja—” “Ó, spyrjið þér hiklaust”, sagði Emily. “Hún bítur ekki, hún er hvergi nærri eins slæm og hún lítur út fyrir”. “Mig langar til að vita, ungfrú Trevelyn, hvern skilning þér leggið í orðið gæfa?” “Að gleyma”, sagði Jóan lágt, og fremur v.ið sjálfa sig en hann. “Eg held þér lítið rétt á”, sagði hann eftir stutta þögn. “Þeir eru margir sem vilja kenna oss þá list að muna alt, en það sem við helzt viljum læra, er að- ferðin til að gleyma”. “Nú, eg vona að eg gleymi ekki þessum morgun- verði”, sagði Emily hversdagslega. “Viið verðum bráðum að endurtaka þenna morgun- verð, svo hann festi rætur i huga yðar”, sagði hann brosandi. “Ekki meira vín? Það er sa'klaust vin— kvenfólks vín. Nú, jæja. Við karlmennirnir förum nú út Og reykjum vindil, á meðan kvenfólkið talar saman”. Hann hjálpaði gamla manninum út í sólbyrgið, kom honum fyrir i notalegu horni í sólskininu og gaf hon- um góðan Havanna vlindil. Einni eða tveimur mínút- um síðar kom Emily að glugganum. “Eg iheld þeir hafi valið sér betra hlutskiftið”, sagði hún. “Komdu Ida, það er eins og sumar úti—komdu með mér út”. Jóan gekk út í sólbyrgið, hallaði sér upp að brjóst- ryðinu og naut hinnar fögru útsýnar er hún sá fram undan sér. Nokkur augnablik gaf íhann henni engan gaum, en svo fór hann inn og sótti loðs’kinnskápuna hennar—skrautgripur, sem Emily kom henni til að kaupa, með því að segjast enga kaupa handa sér, nema hún keypti aðra—og lagði hana á herðar hennar. “Maður má ekki treysta veðrinu”, sagði hann. “Farið þér í vfirhöfnina yðar. Eg ber ábyrgð á yður —heilbrigði ungfrú Trevelyns er of dýrmæt til þess, að stofna henni í hættu”. Án þess' að lita af útsýninu fór Jóan í kápuna og þakkaði honum fyrir hugulsemi hans, og svo fór hann aftur til Emily og föður hennar, en lét Ihana einsamla um hugsanir sinar. Hún hugsaði um kveldið þegar hún sat á hjallanum 'hjá The Wold, þegar Craddock kom út úr húsinu og gerði henni bilt við, og þegar hún sá hinn manninn—háa manninn í kápunni—í fyrsta skifti. Hvar var ihann nú. Hugsaði hann nokkuru sinni um hana, og hvernig? Máske hann fyndi til iðr- unar og kendi í brjósti um þá stúlku, sem hann ætlaði að tæla og svíkja. Án þess hún vissi það, athugaði Royc fallegu hliðmyndina hennar, sem sneri að bláa himinhvolfinu, hann varð æstur af ástriðu, löngun til að ganga til hennar og snerta litlu, hvítu hendlúia henn- ar sem lá á brjóstriðinu. Hann þráði að geta kveikt ofurlítinn ástarneista í fallegu, dökku augunum. “I öllum heiminum finst engin stúlka sem jafnast á við hana”, hugsaði ihann. “Eg verð að sigra hana, eignast hana, vernda hana gegn heimlinum og sjálfri sér, ef þess er þörf”. “Hér er til bók, gestabókin, þar sem allir umtals- verðir gestir hafa skrifað nöfn sin og skemtilegar setn- ingar í viðbót, hún er mjög skemtileg, ungfrú Emily. Eg ætla að sækja hana handa yður". Hann fór inn og kom brátt aftur með bókina. “Hún mun skemta yður og föður yðar”, sagði hann. Emily leit á hann rólegu hygnu augunum sínum. “Og leiða athygli ökkar frá hr. Royce”, hugsaði hún, en hún brosti, kinkaði kolli og settist með bókina, eins og hún væri honum mjög þakklát fyrir að koma með hana. Svo labbaði hann til Jóan, hallaði sér að brjóstrið- tnu skamt frá henni og horfði á fallega umhverfið. “Það var einhver sem sagði—eg held það hafi verið Ressica í “Kaupmaðurinn frá Feneyjum”—að hljóð- færasöngur gerði hana þunglynda. Mér finst að slík útsýn sem þessi hafi sömu áhrif á flestar manneskjur”, sagði hann með blíðum róm. Jóan hrökk við. Hún hafði ekki veitt þvi eftirtekt að hann var svo nálægt, og þegar hann sneri sér að henni, sá hann tár í augum hennar. “Já, máske”, sagði hún og reyndi að brosa. “Eg veit ekki hvers vegna”. “Það skal eg segja yður", sagði hann. “Eg held það sé af því, að í huganum sér maður sitt eigið líf í stað umhverfisins sem maður ætlaði að skoöa". “Já, það getur nú verið svo”, sagði íhún og brosti ofur lítið. Svo bætti hún við dálítið vanhugsaö; “En eg skil ekki hvernig það getur gert yður þunglyndan, hr. Royce. Yðar líf hlýtur að vera mjög gæfuríkt. Eg veit það að eins af frásögn Emily, hún álitur yður eins konar töframann, sem að eins þarf að rétta hendina eftir því sem hann víll fá”. Hann brosti og nálgaðist hana í kyrþey. XXVII. KAPITULI. NaSran og noðrutðfrandinn. “Bæði ungfrú Emily og allir aðrir þekkja mjög litið a£ lífi mínu”, sagði Royce, “og af því eg ber ekki til- finingar mínar á vörunum, álíta allir að eg sé gæfurík- ur maður. Mér er víst öhætt að fullyrða að sömu mennirnir mundu álíta ungfrá Trevelvn, uppáhalds- goð almennings, vera mjög gæfuríka og öfundsverða”. “Eg ber ekki hugsanir minar né tilfinningar á vör- unum”, sagði Jóan og roðnaði og hló. “Fyrirgefið mér”, sagði hann auðmjúkur. "Það var ekki áform mitt að fara að grenslast effir yðar duldu sorgum, ef þér berið nokkrar. Og þó—eg vil vera hreinskilinn. Ó, því ver—eg get ekki verið neitt fyri.r yður—en eg viðurkenni að eg óska ]>ess innilega—-ekki að troða mér innundir hjá yður—en að hjálpa yður til að bera þær sorgir sem að likindum hvila á yður. Ung- frú Trevelyn, trúið þér því að sanihygö lifni i huga inanns' við fyrstu sýn ? Eg trúði því ekki fyr en eg sá hina ungu stúlku í Cornet leikhúsinu, sem hafði náð hylli allra Londonbúa á e.nu kveldi. Þegar eg sá yður á leiksviðinu, var eins og eitthvað—rafmagnsstraumur, segulafl—eg veit ekki hvað, liði frá yður og hrifi mig. A sama augnabliki og eg sá yður, fanst mér að eg hefði þekt yður árum saman, enda þótt eg aldrei hefði séð ) ður áður. Hvort sem það er til góðs eða ills, t:l láns eða óláns', þá dragast tilfinningar mínar og hugsanir nær og nær yður, dragast af afli sem eg get enga mót- stöðu veitt. Ungfrú Trevelyn—viljið þér þiggja vin- áttu mina—viljið þér leyfa mér að hjálpa yður?” Jóan þagði litla stund. Endurhljómurinn af hinni hreimfögru rödd hans ómað'i í eyrum hennar. "Þér getið ekki hjálpað mér”, sagði hún. “Ó, segið þér það ekki”, sagði ihann í bænarróm. “Merjið ekki allar vonir mínar með einu höggi. Segið mér hverjar sorgir yðar eru, svo að eg geti að minsta kosti gert tilraun til að hjálpa yður”. “Nei, ne'i”, sagði Jóan í hásum róm. “Eg, eg hefi engar sorgir. Eg get ekki treyst yður né neinum öðr- um. Jú, ef þér gætuð kent nié'r að gleyma". Hún nuggaði höndunum saman örvilnuð af til- finningum. “Eg get það máske”, tautaði hann. Jóan leit til hans kvíðandi, spyrjandi augum. "Það er að eins eitt efni til sem lætur mann gleyma óláni, og það er lánið”, sagði hann alúðlega. “Það er lífsvökvinn, töfradrykkurinn, sem með einni munn- fylli deyðir allar endurminningar um sorg og þjáning- ar. Ungfrú Trevelyan—Ida, ef eg gæti kent ýður það lán—” Hann gekk nær henni, hendur hans voru rétt hjá hennar höndum, og augu hans horfðu fast inn í henn- ar. Hjarta hennar stóð næstum kyrt, þetta Var sem naðra og liinn indverski nöðrutöfrandi. “Ó, fyrirgefið mér, eg verð að segja eins og er, hugur minn er opinn fyrir yður, ungfrú Trevelyan— Ida—það band sem bindur mig við yður er ekki að eins vinátta, það er ást. Já, eg elska yður. Treystið mér, og eg skal kenna yður að gleyma liðna timanum. Eg skal gera líf yðar bjart og gæfurikt. Eg skal vaka yfir yður og vernda yður. Ida, eg elska yður, eg elska yð- ur!” Hann lagði hendi sina á bennar, og snerting hans virtist að brenna hana sem logandi bál. Föl og skjálfandi leit hún á hann, brjóst hennar þrútnuðu og hún andaði hart og óreglulega. Og svo sagði hún honum svo mikið af sinni sorglegu æfisögu, að hann hætti við að segja henni meira um ást sína, en spurði hvort hann mætti vera vinur hennar, og það samþykti hún. * * * Af smámunum leiða oft stórir viðburðir. Einn morguninn, þegar lávarður Williars ráfaði um listigarðinn í Monte Carlo, án nokkurs áforms annars en þess, að reyna að gleytna sorgum sínum, varð hon- um alt í einu bilt við að heyra hátt hljóð bak við sig, og honum hepnaðist á réttum tíma að stöðva fælda hesta fyrir litlum vagni. I vagninum sat ungfrú iMazurka, sem var á afturbata skeiði, en samkvæmt ráðleggingu læknisins tók sér ökuferðir til hressingar. Til allrar lukku hepnaðist lávarðinum að stöðva hest- ana áður en hræðslan gerði henni verulegan baga. Eft- ir að hafa kyrt bestana og spurt um liðan stúlkunnar, bauð hann henni að fylgja henni heim. Ungfrit Mazurka, sent þekti frelsara sinn, tók tilboði hans fegins hendi, og Stuart settist við blið hennar og ók heim að hótelinu þar sem hún hafði leigt sér herbergi ásamt eldri konu, sem surnir álitu vera móður hennar, aðrir móðursystur, en var benni i rauninni óskyld og ókunnug, þvi Mazurka hafði ráðið hana til sín sem félagssystur. , XXVIII KAPJTULI. Hjúkrunarstúlka IVilliars lávarðar. Þegar lávarðurinn kom heim að hótelinu, stökk hann ofan af vagninum og hjálpaði henni ofan, svo lyfti hann hattinum og ætlaði að fara, en hún hélt honum kyrrum hálfskelkuð. “Þetta var mjög vel gert af yður", sagði hún, "og eg er yður mjög þakklát. Ef þér hefðuð ekki stöðvað hestana og fylgt mér heim, þá hefði eg verið flutt á sjúkrahús núna. Viljið þér ekki koma inn með mér og drekka einn kaffibolla?” Williafs íotlaði að neita tilboði hennar, en hún leit svo aðdáanlega á hann, að hann gat ekki varist því að hneigja sig og fylgja henni upp tröppumar. Herberg- ið var lítið en húsbúnaðurinn snotur. Eldur brann á arni og við hlið hans sat gömul kona og prjónaði. “Félagssystir mín”, sagði hún. “Ó, frænka, okkur langar til að fá kaffi. Gerið þér svo vel að fá yður sæti, lávarður Williars, á meðan eg fer úr flíkum mínum”. Meðan hún talaði kastaði hún kápunni og hattinum inn í næsta berbergi og kom svo að arninum. Þjónn færði þeim kaffið, og Mazurka rétti gesti sínum bolla. “Eg vona að þér hafið ekki mist ofmikið af pæn- ingum, ungfrú Mazurka”, sagði hann til að segja eitt- hvað. Jafnframt furðaði hann sig á því að hann skyldi sitja þama. “Eg? Nei, nei, eg hefi þvert á móti grætt”, sagði hún. "En eg þoli að tapa dálitlu. Eg er ekki fátæk. Og það er svo gaman að spila—skemtun, sem frelsar mann frá að hugsa. Þér líklega hlægið að mér, en þér vitið ekki hvaða tilfinning það vekur að falla niður og verða að engu, jægar maður hefir veriö uppáhalds- goð almennings. Þessu hefi eg orðið fyrir og það líkar mér ekki. Munið þér eftir mér, lávarður. Eg var meðal jæirra fremstu við Coronet leikhúsið”. “Já, eg man það”, sagði Williars. “Þér duttuð ofan úr vélakörfu, var það ekki?" “JÚ, en mín verður ekki saknað. Þeir hafa fengið aðra i stað mín, hún tók strax við starfi minu. En þér hafið líklega séð hana, lávarður?” “Nei”,'svaraði Williars og hristi höfuðið, “eg hefi ekki séð hana. Eg yfirgaf England fyrir löngum tima síðan. Hvað heitir hún?” “Trevelyan—Ida Trevelyan. Enginn veit hver hún er, eða hvaðan hún kemur. Hún hefir aldrei unnið á leikhúsi, fyr en ólán mitt gaf henni tækifæri til að taka við starfi mínu. Nú eru allir Londonbúar hrifnir af henni”. "Eg hefi heyrt eitthvað um hana, líklega i blöðun- um”, sagði Williars. "En hvers vegna viljið þér ekki fara aftur til London? Þar eru þó önnur leikhús en Coronet”. “Nei, ekki fyrir mig, mér mun ekki líða vel annars- staðar. Svo er líka nokkuð annað, það hefir verið svívirðilega við mig breytt, lávarður". Hún þagnaði og beit á vörina. “Eg hata Coronet leikhúsið og alt sem stendur i sambandi við það, en þó er til maður, sem eg hata enn meira”. “Eigið þér við mmsjónarmanninn ?” spurði Williars, “eg þekki Giffard dálítiö, svo eg gæti máske hjálpað—” “XTei, nei", sagði hún fljótlega, "það er ekki Giff- ard, eg hefi ekkert út á hann að setja. Nei, það er maðurinn sem eg var heitbundin, lávarður. Eg trúði honum og treysti fyllilega, og nú—nú hefir hann svik- ið mig. Hann hefir yfirgefið mig án þess að segja eitt orð, mig, sem átti að verða kona hans. Eg hefði gefið honum lausn ef hann hefði beðið um það, eg hefði ekki vUjað giftast honum án vilja hans. En að fleygja mér burt án þess að segja eitt orð, og snúa sé'r að þessari nýju leikmær, þessari Idu Trevelyan, það get eg ekki þolað. Hann skeytir ekkert um það, þó hann deyði tilfinningar minar og hugarró. En hann skal fá að reyna annað. Eg er að eins leikmær, og hr. Mordaunt Royce er,—en bíði hann að eins, hann—” “Eg þekki þenna mann ofurlítið”, sagði lávarður- inn um leið og hann tók hattinn sinn, “og, virðið það ekki á verri veg, en eg held, að þér megið gleðjast yfir því að hafa losnað við hann”. “Þér segið máske satt, lávarður”, sagöi hún og stundi. “En—en—” fyrst roðnaði hún og svo fölnaði hún, “en eg elskaði hann. Kvenfólkinu er oft vits vant, við elskum stundum þann mann heitast, sem ekki verð- skulda ást okkar. En nú ber eg ekki lenghr ást til hans, stundum finst mér eg hati hann. Og sá tími skal koma, að við gerum reikningsskil á þessu, slíkir tímar koma ávalt, segja menn, og þegar sá tími kemur, þá skal Mordaunt Royce iðrast þess, að hann yfirgaf mig sökum þessarar fallegu stúlku. Ætlið þér að fara? Eg hefi aukið yður leiðindi með því að tala um mínar sorgir, og á þann hátt endurgoldið hjálp yðar og vin- semd, lávarður. En eg er yður svo innilega þakklát, að eg get ekki lýst því með orðum”. “Verið þér sæl”, sagði hann. “Eg vona að þér gleymið sorgum yðar og farið aftur til London, þar sem yðar er eflaust saknað”. “Nei, ]>að geri eg ekki”, sagði ihún fljótlega. “Lond- on er alveg búin að gleyma mér—nú hefir hún ungfrú Trevelyan”. Daginn eftir fór lávarðurinn í spilasalinn, og spil- aði og tapaÖi eins og vant var. Hann hélt áfram að spila þangað til lokað var. Það hafði verið heitt í salntun, en meðan hann spilaði veitti hann því ekki eftirtekt, og þegar hann kom út í hreina loftið fann hann til hitans og mikils þunga í höfðinu. Hann gekk um göturnar og langs eftir þjóðbrautinni, og gat að eins séð hótelið sitt í fjarlægð, þegar hann fann til vondrar veiki; hann þreifaði um ennið, það var þurt og brennandi heitt. Hann vissi hvað að sér gekk, það var hin staðbundna veiki sem hafði ráðist á hann. Hann leit i kring um sig eftir vagni, en þar eð hann engan sá, ætlaði hann að halda áfram til hótelsins síns. En fáum augnablikum síðar hné hann ofan á jörðina. Maður, sem gekk eftir hinni hlið brautarinnar kom til hans og kallaði eftir hjálp, og vagn, sem kom akandi, nam staðar hjá þeim. Það var vagn ungfrú Mazurka. Hljóðandi stökk hún ofan úr vagninum. “Eg þekki þenna herra”, sagði hún. “Hjálpið mér að lyfta honum upp í vagninn, svo ætla eg að flytja hann iheim. Gerið svo vel að senda boð eftir lækni”. Litlu síðar kom enskur læknir, og þegar bann var búinn að skoða Stuart Williars, þar sem hann lá í rúminu, stóð hann kyr og horfði þegjandi á hann um stund. Svo gekk hann inn í næsta herbergi, þar sem ungfrú Mazurka beið hans. “Nú?” spurði hún áköf. “Hann er mjög veikur”, sagði læknirinn alvarlegur. “Eruð þér kunnugar lávarðinum?” “Já, já", sagði hún allæst. “Líf hans er líklega ekki i hættu?” “Jú, það er í hættu”, sagði læknirinn.* “Það er mjög vond veiki. Hann er búinn að vera mjög lengi veikur, eg held hann hafi aldrei náð fullkomnum bata eftir veikina sem hann segist hafa fengið fyrir nokkru síðan”. “Og hvað á að gera?” “ág vil ráða til þess, að gert sé boð eftir vinum hans”, sagði læknirinn og gekk fram og aftur um gólf- ið, “en lávarðurinn segist enga vini eiga, sem sig langi að sjá, og hann bannar mér að símrita til Englands. Eg ætla nú til sjúkrahússins og senda hjúkrunarstúlku hingað”. “Þess þurfið þér ekki”, sagði hún róleg, “eg skal stunda hann”. Hún fór úr kápunni og tók af sér hattinn, sendi þjón í sitt hótel til að láta vita hvar hún væri, og gekk svo róleg og eðlileg inn í sjúkraherbergið. Þegar læknirinn kom aftur með nauðsynlegustu lyfin, fann hann ’hana vinnandi við starf það er hún sjálf hafði valið sér, og virtist eins vön því og hjúkrunarstúlkan er hann kom með henni til aðstoðar. Þegar hann sagði henni hvað gera skyldi, sýndi hún að hún skildi hann vel og að hún ætlaði að framkvæma skipanir hans nákvæmlega. Um nóttina lá Williars í megnu zráði, og unga stúlkan, sem sat við rúmið hans, heyrði hann endurtaka hvað eftir annað, meðan hann velti sér á ýmsar hliðar: “Jóan, Jóan! Kona mín! Mín tapaða Jóan!” Marga daga lá Williars á milli lifs og dauða, en loksins sofnaði hann eina nóttina, skömmu fyrir dög- un. eðlilegum svefni, og þegar morgunsólin sendi geisla sina í gegn um gluggaljóshlífamar, opnaði hann augun og horfði á hjúkrunarstúlku sína. “Eruð þér hér enn þá?” tautaði hann veiklulega. "Hafið þér setið hér alla nóttina? Þér hljótið að vera mjög þreyttar”. “Niei, alls ekki, eg verð hér þangað til þér eruð orð- inn heilbrigður”, sagði hún glaðlega. ".Etlið þér?” sagði hann með þakklátum róm. "Þökk fyrir. Eg held eg rnuni sakna yðar”. Seinna um daginn, þegar hann lá hugsandi og horfði á hana, gekk hún að rúmi hans og spurði hvort hún gæti gert nokkuð fyrir hann, hvort hún t. d. ætti að skrifa nokkrum? “Nei, þökk fyrir”, sagði hann. En þegar hann hafði hugsað sig um, bætti hann við: “Jú, viljið þér skrifa ráðsmanni mínum, Að eins eina línu til þess að segja hoinum hvar eg er. Þér finnið áritun hans og ritföng í hallborðsskúffunni i 'hliðarherberginu”. Hún gekk að hallborðinu, opnaði skúffuna og tók upp úr henni ritföng, en þá datt mynd, dregin á lítið spjald, niður á gólfið. Það var mynd af Jóan, dregin með vatnslit, sem hann hafði málað eftir minni og sikoðaði á hverjum degi þangað til hann veiktist. Þar eð hann var listhagur og hafði verið innblásinn af hinni ástríðuríku ást, var myndin alveg eþis og Jóan. "Fáið mér þetta”, sagði hann hörkulega. Hún tók tipp myndina og rétti honum hana, og liann starði á hana þar til varir ihans skulfu og ólýsan- legum sorgarsvip brá á andlit hans. jy[ARKET j-£OTEL Viö sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Furniture Overland KUI.LKOMIN KKNSIjA VKITT ——Í— B RJ EFASKUIFTUM —og öðrmn— V KRZLUN ARFRÆDIGREINUM $7.50 A helmlli yBar ge *n vör kent yBiír og börnum yBar- S pöstl:— A6 skrlfa jröt vjslness” bréf, Almenn lög. íglýslngar. StafsetnlnK o éttritun. Ötlend orBati kl. Um AbyrgBlr off félög. Innhelmtu meB pöstl. Analytlcal Study. Skrlft. Tmsar reglur. Card Indexlng. Copylng. F’Iling. Involclng. Pröfarkalestur. Possar og fleiri n&rnsgrelnar kend- ar. FylllB Inn nafn yBar I eyBurnar aB neBan og fáiB meiri upplýslngar KLIPPIO 1 SUNDUR HJER Metropolltan Bustness Instltut*. 604-7 Avenue Blk., Wlnnlpeg. Herrar. — SendlB mér upplýslngar um fullkomna kenslu meB pöstl nefndum n&msgrelnum. PaB er &- skiliB aB eg sé ekkl skyldur tll aB gera neina samnlnga. Nafn .......................... Heimlll ..................... StaBa ................1.... Vísubotnar.f Björn Lindal fór fram hjá húsi Jónasar Halldórssonar og fékk Jónas Birni þennan visupart: Fönnin hvíta íælir grið, frostjð bitur mannlífið. Þegar Björn kom til baka bafði bann botnað þannig: Barr frá nýtum birkivið burtu hrýtur dauðfrosið. "Kallar grundin græn á regn g'engin im<lan snjónum,\ /. G. G. Alla stund ver alvaldsmegn engi og lund frá tjónum. S. G. Gíslason. Senn mun spound og svinnur þegn sitja í lundi grónum. Elinborg Bjarnason. Smellir hnalli hart á skalla Hallur á velli fjanda snjöllum. X. B. B. Kallar grundin græn á regn, gengin undan snjónum.” Yndi bundið ylríkt megn er í lundi grónum. B. S. Benson. “Efti því sem aldan vex árar fjölga á borði” Liðtækustu landar sex \ legðu knörr að storði. G. Eltas Guðmundsson. Vorvísur. Lauf út springa, lifna blóm, lækjar þyngist niður, fuglar syngja fögrum róm, foldin yngist viður. Ekki kvarta er um neitt, eykur margt á þorið, eg af hjarta ann þér heitt íðilbjarta vorið. B. S. Benson. Til íslands. Ó, ísland, ó. ísland, þin ásýnd mér er kær, þó aldrei eg fái þér að koma nær, þá lifir samt önd mín í heimahögum við hljómfagra kliðinn af ljóðum og sögum. Jón H. Arnasan. Á ófriðarstöðum. . Þar er stríð og þar er hel, þar er blíðu fargað, þar er hrið og þar er él, þar er víða gargað. Hjálmur Arnason. Staka. Mein er svarta myrkrið þrátt, mér ei kvarta dugar hátt, hurð er vart í hálfa gátt, hugsa eg margt en veit~svo fátt. Hjálmur Arnason. Víttur fyrir að segja satt. Víttur fyrir að segja satt svinnur heiðursmaðurinn. Lýttur því að hann lygum hratt; linnir ei “Tóra” réttvísin. S. J. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.