Lögberg - 31.08.1916, Síða 4

Lögberg - 31.08.1916, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. AGÚST 1916 i£ögbng Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,*Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor |. J. VOPNI, Business Mansmer Utanáskrift til blaðsins: TI|E C0LUN|BIA\ PfJESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, IVIar). Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M)an. VERÐ BLAÐSiNS: $2.00 um árið. „Sparið! sparið! sparið!“ í ávarpi til canadisku þjóðarinnar vikuna sem leið segir Sir Thomas White fjármálaráðherra í Ottawa: “Sparið! sparið! sparið; verða að vera einkunnarorð í Canada frá þessum tíma þangað til stríðinu er lokið.” Sparsemi er dygð, hvort sem stríðstímar eru eða ekki. En hvað á að segja um það spillvirki þegar ný- lega var sprengt í loft upp í Ottawa $2,000,000 virði af fé fólksins, án nokkurrar heimildar eða samþykkis hinnar þjóðkjörnu nefndar, sem um- sión hafði yfir byggingunum og kosin var úr hópi fulltrúanna? “Sparið, sparið, sparið” hefir glumið í fjár- málaráðherranum á sama tíma sem allir, bæði liberalar og conservativar viðurkenna að óstjórn- leg eyðsla og bruðl eigi sér stað af hálfu stjórnar- innar. “Sparið, sparið, sparið” þrumar stjómin á sama tíma sem hún sjálf kastar í burtu $10,000,- 000 til $15,000,000 ónauðsynlega við stjómar- kostnaðinn. “Sparið, sparið, sparið” dirfast fjárbruðlunar- mennimir að kalla á sama tíma sem skattar og tollar eru margfaldaðir samkvæmt beiðni hinna auðugu, sem leggja fram fé í kosningasjóðina, en daglaunamaðurinn örvæntir og sér ekki hvemig hann fái framfleytt sér og fjölskyldu sinni á heið- arlegan hátt. Út frá hinni háu skrauthöll sinni í höfuðstað landsins, þar sem alls konar munaður og óhóf um- kringja hann og þar sem hann sjálfur lifir í alls nægtum og öllum þægindum á fólksins kostnað, sendir Sir Thomas White þennan gleðiboðskap: “sparið, sparið, sparið”. Hann ætti að takast ferð á hendur og heim- sækja og skoða nokkur verkamanna heimili bæði þar eystra og hér vestra og tala um spamað og kostnað á lífsnauðsynjum við daglaunamennina og mæðumar í landi voru, sem vinna eins og þrælar mvrkranna á milli til þess að reyna að verjast skuldum og verða ekki hungurmorða. Og oi t dug- ar það ekki til. pungir skattar sliga heimilið. Húsgögnin eru tölluð og sköttuð á svæsnasta hátt. Alt sem á rpatborðið er látið er háð hinni misk- unnarlausu járnhönd tollanna og álaganna. Verkfærin, sem hin þreytta hönd framleiðand- ans beitir sér til lífsframdráttar og landinu til bjargar tvöfaldast að verði fyrir tolla og álögur. Tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og jafnvel fimtíu— já, stundum sextíu hundruðustu eru lagðir í skött- um og tollum á heimilið og nauðsynjar þess. “Sparið, sparið, sparið”, kalla forkólfar vorir til þjóðarinnar, meðan þeir sjálfir á sama tíma fylgja nákvæmlega boðorðinu: “Bruðlum, bruðl- um, bruðlum”. Slík hræsni og ósamkvæmni er að- eins til athláturs og fyrirlitningar. Dýrtíðin hefir komist í algleymiing; hún er orðin óbærileg. Stjórnarálögur og alls konar einkaráttindi í þágu hinna fáu og auðugu til niðurdreps hinum mörgu og fátæku framleiðendum verður að hætta. Skattar til þess að afla sér fjár í því skyni að kosta réttláta og samvizkusama stjóm eru sjálf- sagðir; á móti þeim hefir enginn neitt að segja. Allir aðrir skattar eru svik og rán. “Sparið, sparið, sparið”, segja þeir. Hvemig á fólkið að spara undir þeim kringumstæðum sem nú eru ? hvemig á það að spara með allri þessari óbærilegu tollabyrði?—og hér eigum við ekki við herskattana. Sir Thomas bætir ekki gráu ofan á svart, held- ur svörtu ofan á svart þegar hann eggjar fólkið á að “spara, spara, spara”, þar sem einkunnarorð stjórnarinnar í verki—að minsta kosti margra af félögum Sir Thamas—er: “bruðlum, bruðlum, bruðlum!” (“Tribune”). Blaðið „Globe“ talar um þing- hússprenginguna. “Toronto, 26. ágúst. — Með fyrirsögninni “þinghússvívirðingin í Ottawa” birtir “Toronto Globe” þessa ritstjómargrein í dag. “Hefði Borden stjómarformaður verið viljugur að læra eitthvað af reynslu fyrri stjómarformanna og nógu mikill maður til þess að nota þann lærdóm, þá hefði hon- um aldrei komið til hugar að leggja í hættu nafn stjórnarinnar, hagsmuni þjóðar sinnar og lands og sína eigin forustu með því að fá fjármál ríkis- ins í hendur öðrum eins manni og Robert Rogers, manni sem annað eins orð hefir á sér og hann. Hvað sem fram kann að koma við rannsókn— því fullkomin rannsókn verður að fara fram—þá er það víst að hver einasti alþýðumaður, hvort sem hann er liberal eða conservative, lætur það eins og vind um eyrun þjóta—dettur ekki í hug að trúa því—sem sagt er að verkamálaráðherrann haldi fram um sprengingu þinghúsbygginganna. Engum dettur í hug að trúa því að byggingameist- aramir hafi gert það án þess að ráðfæra sig um það við ráðherrann sjálfan. petta er mál sem ætti að vera borið upp fyrir forsætisráðherrann beint og opinberlega. Hann ber á því aðalábyrgðina. pað dugar ekki að fara eins að og verið hefir. pó ábyrgðarleysi hermála- ráðherrans hafi verið látið afskiftalítið, þá dugar ekki að láta verkamálaráðherrann skáka í því skjólinu. Fyrir utan alla svívirðinguna í þessum sér- stöku málum, er hættan langtum víðtækari, hún er að stofna ábyrgð stjómarfarsins í landinu í alvarlega hættu og koma hér á stjórnleysi.” “Free Press”. Sýnilegur árangur. Grein sú er birtist í Lögbergi í næstsíðasta blaði með þessari fyrirsögn var um íslendinga- dagshaldið hér vestan hafs; þýðingu þess og þjóð- ernisbaráttu vora. Síðan sú grein kom út hefir ritstjóri Heimsk. enn á ný hrækt í andlit móður sinnar og það svo ógeðslega að slíks munu fá dæmi—ef nokkur. Vér teljum því rúmi vel varið sem hér er fylt með kafla úr fyrirlestri eftir hinn þjóðkunna og góð- kunna rithöfund og fræðimann Jón Jónsson frá Ráðagerði. Sá kafli lýsir tilfinningum, störfum og áhrif- um þeirra íslendinga, sem erlendis bjuggu fyrir heilli öld, og mætti það verða einhverjum hér hvöt —eða að minsta kosti vakning—að ryfja upp fyrir sér hið ómetanlega verk er forvígismenn íslenzks þjóðemis komu til leiðar með áhuga sínum og eld- móði. Sömuleiðis mætti þetta ef til vill verða til þess að valda þeim kinnroða, sem gerzt hafa föður- og móðurlaijdssvikarar og setja sig aldrei úr færi með það að “hrækja í andlit móður sinnar”. Orð Jóns eru þannig: “Með rómantísku stefnunni beindist athygli þjóðanna aftur í tímann. að fortíðinni og sögunni, og þessi mök við fortíðina urðu alstaðar undirrót að nýrri þjóemisbaráttu, af því þau kveiktu al- staðar nýja og sterka tilfinningu í hjörtunum, — þjóðemistilfinninguna. pað var hreyfiaflið, sem knúði til nýrrar og ötullar framsóknar. petta er og verður aðal afreksverk rómantísku stefnunnar. En það er líka nóg til að halda uppi minningu hennar um aldur og æfi. pað er vel skiljanlegt, að þessi stefna yrði einmitt sérstaklega þýðingar- mikil fyrir þær þjóðir, sem áttu fagra og glæsi- lega fortíð, eins og t. d. íslendingar. Hvar sem þeir rendu augunum á fornöld sína, fundu þeir nýjar hvatir til framsóknar, og því fleiri og sterk- ari, sem þeir skimuðu lengra aftur í tímann. Samanburðurinn á því sem er og því sem var verð- ur óhjákvæmilegur hverjum hugsandi manni, og jafn óhjákvæmilega hlýtur þessi samanburður að knýja til framsóknar, þar sem ekki er út af dauð- ur allur þróttur og áhugi. Annars vegar blasir við þjóðlíf Sögualdarinnar í allri sinni fjölbreyttu dýrð, syo fjörugt og þróttmákið, svo viðburðaríkt og tilkomumikið, — í einu orði: framkvæmdalíf frjálsborinna kynslóða; en hins vegar blasir við nútíðin, þar sem íslendingar voru orðnir að undir- tylluþjóð erlendra þegna, þjóðfrelsið löngu glatað og þjóðarréttindin tvístruð út í veður og vind. Og við þennan samanburð rennur ósjálfrátt aftur og aftur ein glæsileg endurminning, sem lýsir og lað- ar með töfrandi bjarma og að lokum gagntekur hug og hjörtu allrar þjóðarinnar, — það er alþingi fslendinga. petta er það ytra tákn fomrar frægð- ar og farsældargengis, sem allar framtíðaróskir og framtíðarvonir þjóðarinnar að lokum snúast um. Endurreisn alþingis verður fyrsta takmarkið á framsóknarbrautinni, sú lýsandi hugsjón, sem vak- ir fyrir þjóðinni. Og það er nærri því eins og þessi hugsjón og sú endurfædda þjóðernistilfinning, sem henni er samfara, veki upp heilan herskara af ötulum og áhrifamiklum framsóknarmönnum, — eða máske það sé öfugt. pað er oft erfitt að skera úr, hvort það er hugsjónin, sem vekur kynslóðina, eða kynslóðin, sem vekur hugsjónina. En hvað sem því líður, þá er hitt víst, að um og eftir 1830 rísa upp hver á fætur öðrum ötulir og ótrauðir ættjarðarvinir, sem grípa við þessari hugsjón og berjast fyrir henni, og yfir höfuð að tala fyrir endurreisn þjóðarinnar í öllum greinum. Einna fyrstur, og um leið einna fremstur af þessum mönnum var Baldvin Einarsson (1801 til 1833). Hann var gáfumaður og tápmikill og hafði brennandi áhuga á framfaramálum ættjarðarinn- ar, enda var hans stutta en dáðríka æfistarf ein- göngu helgað hennar þjónustu. Hann sigldi til háskólans haustið 1826 og gerðist þá þegar for- ingi íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn og gekst fyrir því, að þeir fóru að halda með sér fundi til að ræða helztu áhugamál þjóðarinnar og leita henni viðreisnar i ýmsum greinum. pessir fundir voru kallaðir “alþing”, og sýnir það eitt með öðru hver sú hugmynd var, sem þessir ungu áhuga- menn og ættjarðarvinir tóku sér til fyrirmyndar og leiðarstjömu. pessi fundarhöld urðu til þess að kveikja þjóðernistilfinninguna í brjósti margra, sem ekki voru áður snortnir af henni, og festa hana í brjóstum hinna. pað var Baldvin Einars- son, sem mestan og beztan þáttinn átti í að tendra þann þjóðræknisneista, sem síðan gróf um sig ár frá ári og varð að björtu báli áður langt leið, sem lýsti þjóðinni fram á ‘veg og inn á nýjar brautir. En Baldvin var of framgjam og áhugamikill til að láta hér staðar numið og takmarka starf sitt við umræðufundina eina. Hann þráði víðara starf- svið, þar sem kraftar hans fengu notið sín til fulls. pess vegna réðst hann þegar á námsárum sínum við háskólann á að gefa út tímarit til að birta skoð- anir sínar fyrir almenningi á íslandi og knýja þjóðina til framsóknar. Hann nefndi þetta tíma- rit sitt “Ármann á alþingi”, og sýnir það nafn enn á ný, hvert hugur hans stefndi, enda taldi hann endurreisn alþingis á pingvelli eitt af aðalskilyrð- unum fyrir velferð þjóðarinnar Hann hélt þessu tímariti út í fjögur ár samfleytt (1829—32) og ritaði það að mestu einn, þótt annar væri að nafn- inu til meðútgefandi hans. petta, að ungur félít- ill íslendingur ræðst í það einn síns liðs á náms- árum sínum í Kaupmannahöfn að gefa út tímarit til að birta skoðanir sínar fyrir löndum sínum á íslandi, það bendir ekki einungis á framúrskar- andi táp og brennandi áhuga, heldur jafnvel á hitt, að þessi maður þykist hafa eitthvað það á hjarta, sem þjóðinni sé gagn að og nauðsyn að vita. Og Baldvin hafði sannarlega margt og mikið á hjarta, sem almenningur hafði gott af að kynnast. pað var fyrst og fremst fagnaðarboðskapur þjóðrækn- innar og ættjarðarástarinnar, sem hann brýndi fyrir mönnum í riti sínu. Og hann klæddi þennan boðskap sinn í svo einkennilegan búning, að menn hlutu að veita honum eftirtekt. Hann lætur einn af heillavættum landsins, Ármann úr Ármanns- felli, stíga fram og flytja af lögbergi vekjandi og örfandi ræður um landsins gagn og nauðsynjar. Samanburðurinn á nútíðinni og fortíðinni gefur höfundinum tilefni til að halda þrumandi og kjarnyrta áminningarræðu yfir amlóðaskap, tóm- læti og hirðuleysi kynslóðarinnar. pað er sjálfur þjóðarandinn, sem brýnir raustina á Lögbergi, þessum fornhelga stað, og talar þung og alvöru- þrungin viðvörunar— og áminningarorð til lýðsins. pað er spámannsins þrumandi sannleiksraust “‘hrópandans rödd í eyðimörkinni”, eins og Bald- vin sjálfur kemst að orði á einum stað í bréfum sínum, sem kveður við úr hamrastöllunum og bergmálar um alt landið, og þess gjallandi rödd boðar í sannleika nýja öld í lífi þjóðarinnar, nýja framsóknar- og frelsisöld. pess vegna er það, að þótt þjóðin fengi aðeins skamma stund að njóta Baldvins Einarssonar, — hann dó af brunaslysi 9. febr. 1833 —, þá er háns stutta æfistarf svo dáðríkt og þýðingarmikið, að það tryggir honum um aldur og æfi sæti meðal frumherja þjóðarinn- ar. Hann var sárt tregaður af öllum, sem höfðu nokkur kynni af honum, og svo fagrar og glæsi- legar vonir höfðu menn gert sér um æfistarf þessa manns, að maður eins og Bjami Thorarensen, sem annars var ekki vanur að bera mikið lof á menn, kallar hann í einu af bréfum sínum “gersemi landsins”. pað var óefað áhrifum Baldvins Einarssonar mikið að þakka, að óðar en hans misti við, komu nýir menn í skarðið, sem tóku upp starf hans og héldu því áfram,. Ekki svo að skilja að þessir menn hefðu ekki hvor í sínu lagi nægilegan áhuga eða táp til að hefjast handa af sjálfs dáðum. pað er að minsta kosti áreiðanlegt um einn þeirra, að hann stóð ekki Baldvin sjálfum á baki hvað það snerti. En hitt er víst, að Baldvin eins og ryður brautina fyrir þeim og ýtir undir þá að halda í sömu stefnu. En það voru líka önnur fleiri utan að komandi áhrif, sem ýttu undir ungu kynslóðina um þær mundir og knúðu til framsóknar. pað voru frelsisöldurnar sem risu undir júlíbylting- unni á Frakklandi 1830 og bárust um alla Norður- álfu örfandi og æsandi petta hvorttveggja lagð- ist á eitt til að ýta undir helztu mennina meðal fslendinga í Kaupmannahöfn að fylkja sér undir viðreisnar- og framsóknarstefnuna. peir mynd- uðu nýtt félag með sér og réðust í að gefa út tíma- rit, sem þeir nefndu “Fjölnir”. Fjölnismennimir rekja spor Baldvins Einarssonar en dýpka það um leið. pjóðræknisstefnan verður enn þá ákveðn- ari hjá þeim. Upphafsatriðin og um leið aðalat- riðin í lögum þeirra eru þessi: 1: íslendingar viljum vér allir vera. — 2. Vér viljum vernda mál vort og þjóðerni. — 3. Vér viljum hafa alþing á pingvelli. pessi þrefalda yfirlýsing eða skuld- binding, eða hvað menn vilja kalla það, sýnir greinilega anda og stefnu ritsins. útgefendur voru 4: Konráð Gíslason, Brynjólfur Pétursson, Tómas Sæmundsson og Jónas Hallgrímsson. Hér skal nú aðeins farið nokkrum orðum um tvo hina síðastnefndu, ekki af því, að hinir eigi ekki skilið að þeirra sé getið, heldur af því, að þessir tveir marka einna ákveðnast stefnu ritsins: Tómas með sínum áhrifamiklu og berorðu hugleiðingum um ástandið á fslandi, og Jónas með sínum fögru og vekjandi ljóðum. Tómas Sæmundsson (1897—1841) var lífið og sálin í þessu fyrirtæki. Hann var óróinn og áhug- inn í hópi þeirra Fjölnismanna, — hreyfiaflið, sem knúði framsóknarfleyið áfram. í ritgerðum sín- um í “Fjölni” ávítar hann harðlega deyfð og doða landsmanna og gengur berserksgang á móti þjóð- arlöstunum, og hann kemur víða við. Hann ritar um atvinnumál, verzlunarmál, stjómmál og bók- mentir, og eirir engu, sem ekki stefnir í framsókn- aráttina. Hann ritar af svo miklu fjöri og hita, að menn hljóta að veita honum áheym, en um leið kemur hann óspart við kaun þjóðarinnar og fyrir því urðu ritgerðir hans lítt vinsælar hjá sumum mönnum. Áhugi hans er svo brennandi, að honum finst, sem ekkert þoki áfram. Hann er svo stór- stígur og stórhuga, að félagar hans fá naumast fylgt honum, eftir og hann er stöðugt að ýta undir þá með áminningar- og ávítunarbréfum heiman af íslandi, og að lokum slítur hann félagsskapinn, af því hann þykist kenna aðgerðarleysis þeirra eins og fjötra á sínum eigin brennandi áhuga og fram- kvæmdaþrá. pað er eitt til marks um áhuga og fjör Tómasar, að hann brauzt félítill í að ferðast um helztu lönd Norðurálfunnar, til að kynna sér siðu og háttu erlendra þjóða, ef ske mætti að hann græddi eitthvað á því ferðalagi til gagns og nyt- semdar fyrir ættjörðina. Og hvað sem hann sér fagurt og nytsamt á þessu ferðalega, þá minnir það hann á ættjörðina og tilgang fararinnar. Hug- urinn reikar stöðugt heima á íslandi. pað er eng- inn vafi á því, að Tómasi hefir græðst margt og mikið nýtt og þarft á þessu ferðalagi, jafn skarp- ur maður og athugull eins og hann var. En hon- um græddist líka því miður annað í ferðinni, sem varð landinu til hins mesta meins. pað var sá sjúkdómur, — brjóstveikin, — sem dró hann til dauða áður hann fengi unnið nema lítið eitt af því, sem hann hafði ætlað sér. pessi brjóstveiki gerði fyrst vart við sig hjá honum þegar hann á heim- leiðinni var kominn til Parísarborgar, og kendi hann það sjálfur mest illum aðbúnaði og peninga- þröng. Hann andaðist 17. maí 1841. Við and- látsfregn hans kvað Jónas í hinu fagra og nafn- kunna kvæði sínu á þessa leið: THE DOMINION BANk STOFNSETTUIt 1871 Sparisjóðsdeild, Vextir borgatSir e8a þeim bætt við innstæður frá $1.00 eSa meira. tvisvar á ári—30. Júní og 31. Desember. 334 Notre Dame Branch—W. M. HAMU/rON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BURGKR, Manager. Bankastörf öll fljótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lög'ð á að gera skiftavinum sem þægiiegust viðskiftin. xxVÍ vill drottinn dýrðarríkur duftinu varpi jafnskjótt slíkur andi hennar mesta manns? Hví vill drottinn þola það? svifta svo og reyna, svifta það einmitt þessum eina, er svo margra stóð í stað? Framh. Samkomulagið við Breta ~1~' Kaupmanna skuldbindingin við Breta. Skuldbinding sú er Bretastjórn hefir krafist að útflytjendur á Is- landi skrifuöu undir er á þessa leiS : Eg undirritaSur, fyrir hönd o.s. frv. ábyrgist hér meS statt og stöö- ugt aS allur fiskur og fiskiafurðir, sem aflast á skip er nefnt firma á eða hefir umráð yfir, verði sett á land og selt á Islandi, og að ekkert af aflanum verSi sent rakleiSis eSa óbeint til lands sem á í ófriði viS Bretland hið mikla né til Noregs, Svíþjóöar, Danmerkur eSa Hol- lands. RæöismaSur Breta í Reykjavík sJkal ætiö hafa greiðan aðgang að öllum bókum og skjölum sem koma skipunum við og afla þeirra eða af- urSum sem úr aflanum eru geröar og eg skuldbind firmaö til að greiða brezkum stjórnarvöldum fyrir milligöngu ofannefnds ræðismanns, eSa á annan þann hátt er þau ákveða, tíu (10) krónur fyrir hvert kílógram af fiski eSa fiskiafuröum sem fargaS kann aS verSa gagn- stætt þessari skuldbindingu. Fjöldi manna hefir þegar undir- skrifaö þessa skuldbindingu, en aft- ur á móti eru sumir landsmana harðsnúnir gegn þessu, segja að kaupmenn og stjómin hafi látiö kúgast óg sé þetta með öllu ósann- gjarnt og ósamboöiö hinu forna sjálfstæði Islendingá. II. 28. júlí gaf ráðherra út “'Reglu- gerð* um viSauka við reglugerS 30. júní 1916 um ráöstafanir til að írj^ggja verzlun landsins”, og er hun svohljóöandi: 1. gr. BannaS er að Hlaöa á skip á islenzkri höfn fisk og fiskafuröir, þar á meSal síld, síldarmjöl og sild- arlýsi, ull, gærur og saltaö kjöt, án þess að varan hafi veriS boðin til kaups umboðsmanni Breta hér á landi, nema hann hafi neitaS aS kaupa eða liðnir séu meira en 14 dagar frá framboðinu, án þess að hann hafi svaraö. Hver sá, sem hlaða lætur ofannefndar vörar, svo og skipstjóri, er viS þeim tekur, án fullnægju framannefndra skilyrða, skal sekur um 200—10,000 kr. til landssjóSs. Skip og farmur er að veöi fyrir sektunum. 2. gr. Bannaö skal aS afgreiöa skip frá íslenzkri höfn, nema lög- reglustjóra eða umboðsmanni hans hafi verið sýnd skilríki fyrir því, 4Ö skilyrðum, er í 1. gr. getur, um framboS til umboösmanns Breta þafi veriö fullnægt. 3. gr. ÁkvæSi 1. og 2. gr. gilda aS eins, ef vörur þær, er 1. gr. get- ur, eiga aS fara til annara landa en Stór-Bretlands, bandamanna þess. Spánar, Ameríku eða til Danmerk- ur til heimaneyzlu aö því leyti, sem útflutningur héðan í því skyni kann að geta átt sér stað, og eftir regl- um, sem þar um verða settar. 4. Skip, sem nú liggur á islenzkri höfn og biður hleöslu eða er byrjaS að hlaöa nefndum vörum og eigi eiga aS fara til Stór-Bretlands, bandamanna þess, Spánar, Ameriku eða Danmerkur undir skilyrði þvi, er í 3. gr. getur, má eigi heldur af- greiða án fullnægju áðurgreinds skilyrðis um framboð til umboðs- manns'Breta, en í þess'u tilfelli verS- ur svar veitt innan 24. klst. frá mót- töku framboös. 5. gr. MeS mál út af brotum gegn reglugerS þessari skal fara sem al- menn lögreglumál. 6. gr. Reglugerð þessi öölast þeg- ar gildi. Tilefniö til þessarar nýju reglu- gerSar er það, aö konsúll Breta hér tilkynti landsstjórninni, aS Breta- stjórn teldi “anda samkomulagsins hafa verið brotinn” af okkar hálfu, og því væri nú synjað um allan út- flutning hingað frá Bretlandi, þar til samkomulagsskilyröunum yrði fullnægt, eftir iþeim skilningi, sem Bretar lögðu í þau, og voru sam- kvæmt þessu stöðvuS þau skip, sem voru á förum hingað meS enskar vörur, svo sem kol, tunnur o.fl., þar á meðal leiguskip landstjórnarinn- ar. Við ]>etta hefir svo setið þar til i dag. Þá barst stjórnarráðinu fregn frá brezku stjórninni um þaö, aö upphafiö sé bann það, er lagt hafi verið á útgáfu flutningsleyfa til Islands frá Bretlandi, og aö herstjórnar-verzlunarráðaneytinu ÓWar Trade Department) hafi verið tilkynt, aS engar trygging- ar (guarentees) verði framvegis heimtaðar að því er snertir vörur frá Bretlandi til íslands. III. 1. gr. Bannaö er að flytja út frá íslandi hverskonar farm eöa farm- hluta, í öðrum skipum en þeim, er í ferS sinni til ákvöröunarstaðarins koma viS í brezkri höfn. Þetta gildir þó eigi um skip, er héðan fara beint til Ameríku meö farm eða farmhluta, ef stjórnarráS íslands veitir samþykki sitt til þess. 2. gr. ÁSur en skipa megi farmi þeim eða farmhluta, er í 1. gr. segir, út í skip héðan til útlanda, skal skip- stjóri undirrita og afhenda lög- reglustjóra eða umboðsrranni hans ksuldbindingu um viSkomú í brezkri höfn, sva sem i 1. gr. aS ofan er fyrir mælt, og má ekki afgreiSa skip af islenzkri höfn, nema skip- stjóri hafi áður gefið siíka skuld- bindingu. 3. gr. BæSi sá, er lætur flytja, án þess að ákvæðum 2. gr. sé full- nægt, og skipstjóri, skal sekur tal- inn viS ákvæði 2. gr. 4. gr. Sá, er byrjar aS skipa út, án þess að slik skuldbinding sé gtef- in, sem í 2. gr. segir, skal sæta sekt- um frá 200—10,000 krónum, og telst bæSi sá, er út lætur skipa, og skipstjóri sekur um þetta brot. Ef skip fer héðan með farm eSa farmhluta, án þess að skipstjóri hafi gefiS fyrirskipaða skuldbindingu, skal bæði sá, er út hefir IátiS flytja, og skipstjóri sæta sektum, hvor i sínu lagi frá io.Ooo—50,000 krón- um. , Skipstjóri, sem án alment óvið- ráðanlegra atvika br>'tur skuld- bindingu sina, skal sæta sektum frá 10,000—1000,000 krónum, og telst lika sá, er út Iætur skipa, sekur um þetta brot. Þá er ákveða skal sektir, skal taka hliðsjón til verðmætis' þess, sem flytja skal eöa flutt er í skipi. Skip og farmur er aS veöi fyrir sektunum. MeS mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal fara sem al- menn Iögreglumál. Aður en dómari úrskurði sektir, án þess aS mál fari undir dóm, skal málið boriö undir stjóraarráSið. —Lögrétta. Saltvíknr-kolin. GuSm. E. GuSmundsson, sem er fyrir kolanámuverkinu í Stálvik, kom nýlega hingað til bæjarins og hefir í “Morgunbl.” lýst starfinu þar vestra nú á þessa leið: “Við fórum með Gullfossi í maí til PatreksfjarSar. Þar var verka- fólki skipaö í land. ViS vorum 15 alls, auk matreiðslukvenna tveggja. Þáöan var haldiS 10 tíma ferö land- veg út að Rauðasandi undir Stál- fjalli. Eftir 10 daga höfSum viS komið upp íveruihúsi. Frá húsinu eru ca. 600 metrar að námunni. Húsið er 14x12 og 4 álnir til lofts. Við vinnum í 2 flokkum — 8 tima vinna — annar frá kl. 6—2 og hinn frá kl. 2—10 e.h. Þegar eg fór um daginn höföum viS náð ca. 60 tonn- um af kolum. Við höfum smíSað við kolin og hafa þau reynst vel. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Varasjóðu. . . . Forinaður ------- Vara-formaður - «lr D. €. CAMERON. Höfuðstóll greiddur $1,431,200 .... $715,600 - Slr D. H. McMUjIjAN. K.O.M.li - - - Capt. WM. ROBINSON K.C.M.G., .J. H. ASHDOWN. E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEUL, JOHN STOVEl. AHsknnar bankntörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avfsanir seldar til Kvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuðum. T. G. THOR3TGIN9SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og SherbrookelSt., - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.