Lögberg - 31.08.1916, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. AGÚST 1916
5
Konan, sem matreiðir, lætur sér-
lega vel af kolunum og kveður þau
mjög hitamikil. í kolalaginu eru
stórar sprungur fyltar vatni, en þær
minka eftir því sem innar dregur.
Fyrst voru sprungurnar ca. 14
þuml. víöar, en nú sa. V2 þuml.
Hefir vatnið skemt kolin fyrir okk-
ur og tafið fyrir. Nú gengur það
betur og hef eg góðar vonir um að
alt gangi að óskum, eftir því sem
áhorfist. — Þegar eg byrjaði að
yinna þarna i fyrra, var náman
þannig, að fyrst var 13 cm. þykt
þannig, þá 85 cm. móhella, þá aftur
8 cm. kolalag, þá 75 cm. móhella og
enn 17 cm. þykt kolalag. Nú er
náman þannig, að fyrst er 32 cm.
þykt kolalag, þá 80 cm. hella, þá
30 cm. kolalag. Hafa þar runnið
saman 2. og 3. kolalagið. 1 sumar
höfum við grafið á öðrum stað,
nokkru hærra, og eru þar líka þrjú
kolalög. Efsta lagið er 18. cm.
þykt, þá kemur 75 cm. þykk hella,
þá 17 cm. kolaleg, þá 65 cm. hella
pg loks 20 cm. kolalag. Við erum
ekki komnir nema skamt inn þar,
en kolin eru þar tiltölulega betri en
á sömu dýpt á fyrri staðnum.
Áreiðanlega nær kolalagið þar frá
Stálfjalli til Bæjar á Rauðasandi,
en sú vegalengd er 30 til 50 kíló-
metrar. — Sænski verkfræðingur-
inn hefir sagt mér, að samskonar
móhella og sú, sem er í milli kola-
laganna, finnist í Svíþjóð og sé úr
henni unnin afbragðs áburður, sem
mikið sá notaður á akra á öllum
Norðurlöndum. — Eg sel kolasmá-
lestina á 28 krónur þar vestra. Að
öllu sjálfráðu ættu þau ekki að
kosta meira en svo sem 5 krónur
skippundið hér. En kolin eru góð.
Frá Keflavík á Rauðasandi sóttu
bændur kol til okkar i sumar á ein-
um báti. Hafa þeim reynst þau
svo vel að þeir ætla nú að manna
marga báta til þess að sækja meiri
kol. Reynzla okkar, þar vestra, er
líka sú, að kolin séu afbragð. —
Það er i ráði að “Ingólfur” fari
vestur eftir mánaðamótin og sæki
einn farm. Þau kol, sem hann
flytur, verða seld hér. — Eftir að
eg fór að vestan, hef eg fengið
skeyti frá sænska verkfræðingnum,
(og skýrir hann mér frá því, að hann
ihafi fundið nýtt kolalag og séu kol-
in þar enn betri, en þau, sem við
höfum fundið til þessa.”
—Lögrétta.
fslenzk gufuskipakol.
Sú gleðifrétt segir Isafold að
borist hafi nýlega frá sænska verk-
fræðingnum sem vinnur við Stál-
víkurnámurnar, að þar sé fundin ný
og miklu betri náma með svo góðri
kolategund í að jafngilda muni
berzkum gufuskipakolum éSteatn
Coals). Fullnaðarskýrslu um nám-
una er von bráðlega til Reykjavik-
ur. Sé þetta álit svenska verkfyæð-
ingsins rétt, þá er hér um ómetan-
lega auðsuppsprettu að ræða fyrir
landið.
Fyrsti kolafarmurinn frá Stál-
vikurfjalli var nýlega fluttur til
Reykjavíkur með Ingólfi. Kostar
smálestin fyrir vestan 28 kr., en
svo bætist flutningsgjaldið við þeg-
ar suður kemur.
porvaldur læknir Jónsson látinn.
Hann var elztur allra lækna á Is-
landi, fæddur í Kirkjubæjarklaustri
3. september 1837. Faðir hans var
Jón Guðmundsson þáverandi um-
boðsmaður, en siðar ritstjóri I> jóð-
ólfs og alþingismaður; stórmerkur
maður á sinni tíð, bæði sem ritstjóri
og stjórnmálamaður. Móðir Þor-
valdar var Hólmfríður Þorvalds-
dóttir sálmaskálds Böðvarssonar í
Holti undir Eyjafjöllum. Systir
Þörvaldar læknis var Kristín
Krabbe, en bróðir hans var Sig-
urður Jónsson fangavörður.
Þorvaldur útskrifaðist úr latinu-
skólanum i Reykjavik 1857, en tók
læknisfræðis próf 17. september
1863, var hann fyrsti maður scm
læknispróf tók hjá Jóni Hjaltalin
landlækni, en það var þráttán ár-
um áður en læknaskólinn var sett-
ur á stofn. Þorva'dur las læknis-
fræði um tima við háskólann i
Höfn.
Var hann þegar settur læknir i
nyrðra umdæmi vesturamtsins, en
það tók yfir ísafjarðarsýslu, Barða-
strandasýslu og Strandasýslu. Eru
nú tíu læknar á þvi svæði og sést
bezt á því hvilikt verk það var sem
Þbrvaldur leysti af hendi. Gegndi
hann læknisstörfum fram á alda-
mót, en fékk lausn frá embætti ár-
ið 1900.
Þorvaldur kvæntist 1864 frænd-
konu sinni Þórunni Jónsdóttur
prests Hjartarsonar á Gilsbakka og
konu hans Kristinar Þorvaldsdótt-
ur Böðvarssonar sálmaskálds: hún
lézt 1912. Er æfi Þorvaldar ein-
stök i sinni röð, þar sem hann var
búsettur sem læknir á sama stað
flsafirði) í 53 ár og í hjónabandi
með sömu konu í 48 ár.
Af bömum þeirra Þorvaldar og
konu hans lifa sex: Jón læknir á
Hesteyri, Ölafur verzlunarmaður í
Kaúpmannahöfn, Hólmfríður gift
frænda sínum Áma Jónssyni verzl-
unarstjóra á Isafirði; Helga, kona
séra Páls Stephensen í Holti; Gyð-
ríður kona Dr, Björns Bjarnarson-
ar frá Viðfirði og Kristín eigandi
listaverzlunarinnar í Reykjavik.
Ein dóttir þeirra lézt fyrir nokkr-
um árum; var það Sigríður kona
Þórvaldar Krabbe.
Eftirtektavert.
í grein, sem klipt hefir verið úr
“St. Paul Daily News” og Lögbergi
send, er það sem hér fer á eftir:—
“Fangelsisstjórnin í Kansas hefir
rétt nýlega veitt útskriftarskjal 31
fanga, sem tekið hafa háskóla-
mentun á meðan þeir vöru í fangels-
inu. Skólauppsagnarhátíð var hald-
in í fangelsinu. Þetta er ef til vill
algerlega einstakt í sögu heimsins.
Kenslan í fangelsinu var nákvæm-
lega sú sama annað búnaðar- og
verkfræðisskóla fólk nýtur þar í
ríkinu, og færðu 100 fangar sér í nyt
þá kenslu.
Þessir 31 nemenda lærði vél-
fræði og rafræði, trésmíði járn-
smíði, búnað o. fl.
íSumir af stúdentunum verða í
fengelsinu enn nokkur ár, en ríkið
hefiij þegar útvegað þeim atvinnu,
sem útendað hafa tíma sinn þar.
Þetta atriði er Stórmerkileg breyt-
ing til batnaðar í meðferð fanga;
það miðar stórkostlegb til þess að
bæta þá.
Jafnvel þeir, sem mest láta sér ant
um, geta ekki sannað, að mentun
bæti eðli manna, en það er marg-
sannað, að mentun framleiðir nýjan
áhuga hjá öllum. Hún sannar mönn-
um sjálfum hversu óheppilegt það
er, að vera glæpamaður; hún veitir
manninum möguleika til lífsfram-
færslu og tekur þannig frá honum
freistinguna til þess að brjóta lög í
ýmsum efnum.
Nú á dögum eyða stjórnirnar
meiri peningum til fangelsa en til
skóla. Það hversu vel þessi tilraun
hefir hepnast í Kansas, er mjög lær-
dómsríkt og sýnir hversu mikið á-
hugamál það er jafnvel glæpamönn-
um að nota tækifæri sem þeim bjóð-
ast til þess að afla sér ábyrgðarmik-
illar og nytsamrar stöðu í mannfé-
laginu.
Hver veit nema mannkynið kom-
ist einhvern tíma svo langt, að það
kosti fremur fé til þess að koma í
veg fyrir glæpi, en að hegna glæpa-
mönnum.
Fundið kvenmannslík.
Ráðgáta hefir komið upp í Hugh-
es herbúðunum.
Hver var stúlkan sem fanst hjá
Hughes' íherbúðunum fyrra þriðju-
dag eða miðvikudag? Eða fanst
nokkurt lík þar? í því er ráðgátan
fólgin.
'Það er altalað í Winnipeg, i
Hughes herbúðunum og í Brandon,
að fundist hafi lík ungrar stúlku,
hér um bil 23 ára, úti í runni hjá
herbúðunum vikuna sem leið. Ein
sagan segir að á henni hafi fundist
$500 en önnur sagan að það hafi
ekki verið nema $300.
Fullyrt er að stúlkan hafi dáið af
misþyrmingu (af völdum karl-
manna).
En sögunni er neitað af W. G.
Bell hershöfðingja, sem þar hefir
lögreglu eftirlit meö höndum.
Hann hefir rannsakað málið ná-
kvæmlega, eftir því sem hann seg-
ir, og ekki fundið þess nokkur
merki að kvenlík hafi verið falið
nálægt herbúðunum eða í þeim.
Lögreglustjórnin og dómsmála-
stjórnin, sem hefði átt að gera að-
vart ef lík hefði fundist hjá her-
búðunum, fuljyrtu á mánudaginn
-að þær hefðu ekkert heyrt um mál-
ið nema sögusagnir. Það er að
minsta kosti ráðgáta hver komið
hefir sögunni af stað.
fÞýtt úr Trihune og Free PressJ
Framfara-spor.
Sté>rkostlegt skjal eða áskorun
hefir verið komið með fyrir brezku
stjórmna. Er það ályktun sem sam
þvkt var á verzlunarmanna fundi
sem haldinn var á “Hotel Cecil”
fyrir skömmu; er þess þar krafist
að stjórnin banni með lögum alla
áfengissölu í allri mynd á meðan
stríðið standi yfir; því er haldið
fram að þetta spor sé skylda gagn-
vart bandamönnum Breta i stríð-
inu, skylda gagnvart hernum á sjó
og landi, skylda gagnvart þjóðinni
og skylda fyrir alla þá sem vilja sjá
sigur í stríðinu.
Er greinilega sýnt fram á hvílíku
tjóni áfengisnautnin valdi efnalega,
heilsulega og siðferðislega, og
hversu mjög hún dragi úr styrk-
leika fólksins þegar á því ríði líf og
land að allir kraftar séu verndaðir.
Askorunin er undirrituð af full-
trúum allra helztu félaga og stofn-
ana ríkisins; má þar á meðal telja:
Brezka velferðarfélagið, leyndarráð
Jlreta, brezka þingið, landherinn,
sjóliðið, svo að segja alla háskólana,
konunglega mentafélagið, heilbrigð-
isráðið, verzlunarráðið, skipasmíða-
félögin, flutningafélögin, hergagna-
félögin og ýms verzlttnarfélög;
fjórtán alþýðuskólastjórar, og fim-
tíu læknar í opinberum embættum.
Auk þess þúsundir málsnietandi
manna, svo sem lögmenn, presta,
lækna, rithöfunda, blaðastjóra,
dómara, kennara, verkfærð:nga,
stjómmálamenn o. s. frv.
Undir áskorunina hafa skrifað
menn úr öllum pörtum brezku eyj-
anna. Þetta er aðal innihald áskor-
unarinnar: “Vér undirritaðir borg-
arar Bretlands skorum hér með á
stjórnina að vemda alla krafta
þjóðarinnar. Þar sem þjóðin hefir
nú fetað í fótspor bandamana vorra
að láta herskrá alla vígfæra menn,
skorum vér nú á stjórnina að kraft-
ar vorir verði látnir koma að sem
beztum notum, sem henni er unt að
láta verða.
Hinn mikli óvinur áfengið kyrk-
ir þrek þjóðarinnar og úthald ; hann
veikir hermenn vora á orustuvell-
inum og hlýtur að lengja stríðið.
Það sem hér er talið eru skýrslu-
staðfest sannindi um 'hinn mikla
óvin. Hann lamar landherinn;
hann veldur óbærilegum drætti við
hergagnasmíðar; hann hindrar þús-
undir manna frá herstörfum dag-
lega; hann gerir góða verkmenn að
liðléttingum.
Hann veikir sjóherinn: hann
seinkar flutningum, og veldur því
að vörur komast í heljarklær neð-
ansjávarskipa óvina vorra; hann
seinkar viðgerðum og fyllir hafn-
imar af aðgerðarlausum skipum.
Hann stofnar verzlunarflota
vorum í stórvoða; hann hefir tekið
milli 60 og 70 miljón teningfseta
hjá oss síðan stríðið hófst frá öðr-
um nytsömum flutningi. Hann
seinkar byggingu nýrra skipa í stað
þeirra sem farast.
Hann eyðir vistum vorum og
byrgðum; á 20 stríðsmánuðunum
fyrstu át hann upp meira en 2,500,-
000 (tvær miljónir og fimm hund-
ruð þúsundj smálestir af fæði; þar
á meðal nógan sykur handa allri
þjóðinni i nærri þrjá mánuði; hann
eyðir meiri sykri en allur herinn.
Hann eyðileggur gjaldþol vort og
fjárhagslegan styrk; á tuttugu
fyrstu stríðsmánuðunum eyddi
þjóðin $1,500,000,000 (eintii biljón
og fimm hundruð miljón dollara) í
áfengi;
Hánn dregur úr styrk þjóðarinn-
ar; honum þjóna 500,000 starfs-
menn; hann tekur afurðir af 1,000,-
000 ekrum af landi og hann eyðir
1,500,000 smálestum af kolum á ári.
Og á fyrstu tuttugu mánuðum
stríðsins námu flutningar áfengis á
járnbrautum 50,000,000 smálesta.
Hann eyðileggur siðferðisþrek
vort; stofnar börnum í hættu og
leggur gryfjur og snörur að fótum
siðprúðra og saklausra manna og
kvenna.
Hann freistar hermanna vorra og
Jeiðir þá út á glapstigu á tímum
hættunnar.
Eins og það er ómögulegt að
reikna út alt það tjón sem áfengið
veldur á flota vorum, í hernum, í
félagslifinu, og fjárhagnum á þess-
um alvarlegu tímum, eins er það
ómögulegt að reikna út, hversu
miklu góðu vínbannslögin hafa kom
ið til leiðar, þar sem þau eru komin
á.
Friður og regla ríkir nú í þeim
bæjum, sem áður voru alkunnir ó-
friðarstaðir; meira að segja í Lond-
on, þar sem aðeins hefir verið lítil-
lega takmarkað áfengisæðið, eru
áhrifin slík að tæpast er hægt að
trúa. Jafnvel þar íhefir sumum
fangelsunum verið lokað síðan farið
var að takmarka áfengissöluna. Og
þótt ekki sé nú leyft að drekka
nema tvær stundir á dag, þá hafa
engar kvartanir heyrst frá mönnum
um það að óánægja sé yfir, og bend-
um vér stjórninni á það sem sönn-
un þess að fólkið er viljugt að
leggja niður drykkju-“frelsið” og
láta landið og þjóðarhaginn sitja í
fyrirrúmi.
Verði það sagt sem mótbára að
vér þurfum víntollanna til þess að
mæta útgjöldum, þá er svarið auð-
fundið við því. Engin þjóð getur
grætt á því sem hér hefir verið tal-
ið—og það er alt satt. Lítum á
hvað bandamenn vorir hafa gert,
og nýlendurnar; lítum á Rússland :
lítum á Frakka; Rússar hafa bann-
að “Vodka” og Frakkar “Absinth” ;
sömuleiðis hafa Frakkar bannað
sölu áfengis til kvenna, hermanna
og unglinga.
Rússar leituðu bæði fjár og
styrkleika, og þeir fúndu hvort-
tveggja í vínsölubanni. Spamaðar-
möguleikar þeirrar þjóðar hafa
vaxið frá centum upp í dollara.
Bankarnir, sem tóku á móti $900,-
ooa í janúar á undan stríðinu, tóku
nú $27,500,000 í janúar 1915 og
$60,000,000 í janúar 1916. Iðnað-
armagn Rússlands hefir aukist um
30% og 10% aukning í iðnaðar-
magni voru væri nóg til þess að
borga allar tekjur vorar af áfeng-
inu: “Eg tel það skyldu mína”
segir fjármálaráðherra Rússlands,
“að -lýsa því yfir hátt og opinber-
lega og með allri þeirri áherzlu sem
eg á til, að engir möguleikar eru á
því að ihorfið verði aftur til þess,
er áður var.”
Engin veiklun í stjórnarfari voru
er eins mikil og sú er af áfengi
stafar; ekkert er til eins alvarlegt í
sambandi við sigur í stríði og ham-
ingja í friði. En nú eru hætturnar
af áfengi tífaldar. Það að einn
tíundi af öllum íbúum borga vorra
er sjúkuvr, af kjTiferðissjúkdóm-
um, er að mestu áfengi að kenna;
það út af fyrir sig er þjóðarböl og
stórhætta börnum vorum. Árið
1912 töpuðust meira en 270,000
virkir dagar í sjóhernum af þess-
um ástæðum og 216,000 dagar í
landhernum; alt af kynferðissjúk-
dómum. Og konungleg rannsókn-
arnefnd hefir lýst því yfir að ef á-
fengisnautn minkaði þá væri það
stórt spor í þá átt stigið að koma í
veg fyrir þetta útbreidda og sívax-
andi átumein þjóðarinnar. Engum
dettur í hug að efa að áfengi eitt út
af fyrir sig er orsök í þessu meira
en nokkuð annað sem hægt er að
hafa hemil á. Um það efast eng-
inn að þjóðin hefir gert sig ánægða
með þau hálfstignu spot; sem tekin
hafa verið í takmörktm vínsölunn-
ar.
Þáð er eindregin skoðun vor að
næsta spor verði að stiga áður en
styrkleikur Bretlands er að þrotum
kominn í baráttunni við jænnan
óvin og áður en nokkur von sé sig-
urs i því stríði sem nú stendur yfir.
Engin þjóð getur neytt krafta
sinna með annari eins hindrun sín
á meðal og áfengið er. Vér erun.
engir bindindis postular, en oss et
ant um það eins og öllum öðrun,
góðum borgurum þjóðarinnar að
berjast af öllu því afli sem þjóðin
á yfir að ráða fyrir frelsi sínu og
framtíð og vér teljum það skyldu
vora að draga ekki úr því afli.”
Viðurkenning.
|Þess hefir verið getið í Lögbergi
oftar en einu sinni, að Margrét J.
Benediktsson sé frumherji kv'en-
réttindamálsins hér í fylki. Það var
hún, sem braut ísinn og aðrir hafa
rent skipum sínum eftir þeirri vök
og loksins náð lendingu með fullum
sigri.
Þetta bréf sýnir það, að ekki hafa
allir gleymt brautryðjandanum í því
máli og er það vel farið. Oss vit-
anlega hefir ekkert íslenzkt kvenfé-
lag hér í landi verið eins vel vak-
andi og starfið eins gefist og félag-
ið “Vonin” á Baldur.
“Baldur P. O., Man.
Mrs. Margrét Benediktsson,
Kæra vinkona!
Jafnréttisfélagið “Von” óskar að
minnast þín, þótt kringumstæðna
vegna verði það einungis í smáum
stíl. En við vitum, að þú tekur
v'iljann fyrir verkið.
Nú þegar hinn mikli sigur er unn-
inru og jafnrétti komið á hér í Mani-
toba, hugsum við til þín—þín, sem
fyst allra kvenna hér í fylkinu hófst
bardagann—alein. Á þér einni skullu
allir hinir ranglátu hleypidómar, sem
vanir eru að þyrlast upp á móti
hverju nýju málefni, hversu gott og
göfugt sem það nú er, að eins þegar
það kemur í bága við vanann.
En þú barðist sem hetja, hopaðir
aldrei fet frá marki þínu.
jFagurt eftirdæmi lætur þú oss,
Sem sönn íslenzk hetja barðist þú
hér á meðal vor. Fyrstu sporin
steigst þú. Við biðjum þig að
þiggja til minningar og sem vott
um viðurkenningu frá okkur, bókina
“Hrannir” og þessa 25 dali er fylgja
með bréfi þessu.
Megi guð blessa þig og leiða ó-
komna æfidaga.
Með virðingu og vinsemd.
Jafnréttisfélagið “Von”
Argyle, Baldur, Man.
Rósa Kristóferson, .
ritari.”
“Von”—Hvað get eg sagt til að
þakka yður gjöfina, minninguna, og
umfram alt það, að mitt í sigurfögn-
uði yðar minnist þér mín?
Á bak við ósögð orð, óskýrðar til-
finningar og ómælt djúp, þar í býr
óafmáanlegt þakklæti mitt til yðar
fyrir góða, langa, gleðilega og sig-
ursæla samvinnu, og síðast gjöfina
og vingjarnlegu orðin í minn garð.
Guð blessi yður fenginn sigur, er
hjartans ósk
'Yðar einlægrar,
M. J. Benedicton.
Merkilegur úrskurður.
Herra ritstjóri Lögbergs.
Þegar eg var búinn að lesa grein-
ina í Lögbergi “Mierkilegur úr-
skurður” kom það fram sem mig
hafði grunað, að vínbannslög John
Macdonalds væru ekki fullnægj-
andi seni grundvallar lög í þessu
vínbanns m.áli okkar, þó sumir segi
að þau hafi staðist fyrir dómstól-
um Eftir því sem sýnist vera að
drifa á daginn, þarf fylkisstjómin
að semja ný lög á næsta þingi, sem
taki svo fyrir allan tilbúning áfeng-
is í fylkinu og alt itinrensli inn i
fylkið, hvaða tegund áfengis sem
er. Svo framarlega sem aö bind-
indismálið verði undir í þessum
viðskiftum, má búast við hverjum
fellibylnum á fætur öðrum frá mót-
flokknum, til að drepa kvenrétt-
indamálið og draga valdið úr hönd-
um fylkisstjórnarinnar um fram-
kvæmd á beinni löggjöf.
J. J. Húnberg.
Aths.: Það er satt að alls má
vænta frá andstæðingum allra um-
bóta til þess að eyðileggja þessi mál;
en þeir geta ekkert þeirra drepið.
Kvenréttindin eru komin á og bein
löggjöf á góðum vegi. Innflutn-
ingsbann hefir fylkið ekki vald til
að ákveða—því miður; í því máli er
þess vegna næsta sporið að krefj-
ast þess að sambandsstjórnin i
Otta*va samþykki algert bann á til-
búningi, innflutningi og verzlun á-
fengra drykkja. Og þess verður
ekki langt að bíða. — Ritstj.
Flutt á samkomu í Mikley.
Hún lifir hér enn þá hjá íslenzkri
þjóð
ástin á fróðleik og sögur,
vér eigum hér vænlegan sagnfræðis-
sjóð
og söngva og vel kveðnar bögur,
því oft er frá menningar ylríkri slóð
útsjón fögur.
Og íslenzka málið oss enn þá er
kært
og íslenzkar sögur og kv'æði,
vér höfum það áður í æskunni lært,
það eru vor goðbornu fræði;
það hefir í raununum frið okkur
fært,
fró og næði.
Vér óskum að gleðinnar sváslegust
sól
svífi’ yfir Mikleyju lengi
og friður og eindrægni finni þar
skjól
og farsæld og búsæld og gengi,
og vinátta’ og menning þar velji
sér stól
vel og lengi.
Magnús Einarsson,
(frá Miðhúsum.)
♦
♦
ELÍSABET JÓNSDÓTTIR.
Fin-dd 30. Okt. 1832.
Dáin 17. Júli 1916.
Svo sem áSur hefir verið getiS í
Lögbergi lézt þessi háaldraöa kona
I “Betel" á Gimli mánud. 17. Júlt
stSastl., og- var hún samkvæmt fyr-
irmælum hennar jarösett f grafreit
Glmli-safnaðar. Séra Carl J. Olson,
prestur safnaöarins, flutti húskveöju
á "Heimilinu” yfir hinni látnu. og
lýsti réttilega hinni hreinu og öflugu
lund Elfsabetar sál. og hinni sterku
og sívitnandi trú hennar á mann-
kynsfrelsarann, er oft og tföum heföi
brotizt út sem brennheitt bál. pá
talaöi séra Bjarni pðrarinson nokk-
ur orö yfir lfkbörunum og mintist
þess aö hin látna heföi ávalt gert sér
far um aö vfkja meö kærleiksþeli aö
þeim, er henni virtist vinavant, og
látiö sér mjög ant um aö breiöa út
kristileg rit meöal þeirra, er hún á-
leit aö slfks lesmáls heföu mest þörf.
AÖ húskveöju lok’inni las séra Carl
erindi þau er hér fara á eftir, og lýsa
þau vel lyndiseinkunnum Elísabetar
sál., enda ort af gömlum og góöum
vin hennar og heimilisbróöur f “Bet-
el.’:—
Hver er hún, sem aö hvflir hér?
hver vill þann sannleik inna mér?
hljðö og föl, en meö hvfldarsvip,
hvílir rétt eins og brotiö skip.
Hún var svo margt. sem hermt
ei fæ:
hnullungs blágrýti, perla glæ;
uppsprettulind svo himinhreln;
háreggjaö járn á sérhvert mein.
Beinvaxin, fögur björk hún var,
brotnuöu margir stormar þar.
Hún var það ljós, er lýsti glatt,
lygina smáöi’, en virti satt.
Refsihrfsla—og heilnæm jurt,
hrélling og kvíöa nam hún burt;
veik eins og strá og sterk sem eik
stðö hún í lífsins hrikaleik.
Lítill dropi og djúpur sjðr
dunandi, stundum úfinn, stðr,
stundum svo blföur, blátær, hreinn,
blettur sást þar ei ýröur neinn.
Rós var hún litfríð, rjðð og smá.
roðinn fðr—hún varð lilja þá.
Liljan kæra er kaldur nár,
komin til guös—og þornuð tár.
Hugnæmt var að sjá hið aldraða
heimilisfðlk (og alla heimamenn)
ganga hvert af ööru að lfkbörum
hinnar látnu systur og ltveðja hana
tneð signandi hendi f þögulli bæn til
hins blessaða drottins síns.
Elfsabet Jðnsdðttir var fædd 30.
Oktðber 1832 á Geitavíkurhjáleigu f
Borgarfirði eystra; voru foreldrar
hennar Jðn Andrésson bðndi þar og
kona hans Sigrföur Siguröardðttir,
systir Jðns Sigurösonar f NjarÖvfk.
Elfsabet var meöal hinna yngri af
fjðrtán systkinum, er öll voru dáin á
undan henni. Um tvltugsaldur fðr
hún úr föðurgaröi upp í HéraÖ f vist
til Gísla Vfums og konu hans Ingi-
bjargar Snorradðttur, þar næst til
Gísla læknis Hjálmarsonar á Höfða
og sfðar til séra Stefáns Jónssonar á
Hjaltastað og fluttist með honum
noröur aö Garði í Kelduhverfi, er
hann gerðist prestur þar.—í kring
Um áriö 1870 settist Elízabet aö á
Seyöisfirði og tðk þá tll fósturs föö-
urlausan brðöurson sinn á 4. árf,
Sigurbjörn Sigurjðnsson. Sumariö
1887 flutist hún til Vesturheims og
settist að 1 Winnipeg, þar sem frændi
hennar, er horfið hafði vestur þrem-
ur árum áöur, var þá. Dvaldi hún
alt af upp frá því f Winnipeg og var
lengst til húsa hjá Sigurbirni. eða þar
til hún f Marzmánuði 1915 fðr f hið
þá nýstofnaöa heimili fyrir aldrað
fðlk, “Betel”. Á fyrsta ári stnu 1
Winnipeg tðk Elfsabet til fósturs
stúlkubarn á fyrsta ári, Guðrföi Guð-
mundsdðttur, ættaða af Suðurlandi,
og 61 önn fyrir henni til þess er hún
tæplega tvftug gekk aö eiga Sigmar
Dalmann f Winnipeg.
Elfsabet var kvenmaöur 1 hærra
lagi, beinvaxin og fjörleg, þrekmikil
til lfkama og sálar; mjög hreinlynd
og örgeðja og duld't samferðamenn-
fna aldrei þess er henni geðjaðist eða
misllkaði f fari þeirra, og aö öllu þvf
er hún tðk sér fyrir hendur gekk hún
með heilum huga. Fyrir alla vildi
hún brjðta sig f mola—jafnt þá. er
henni voru andstæðir, ef hjálpar
hennar þurftu, og Jafnvel þðtt svo
megf að orði komast, aö hún ættt
aldrei til næsta máls, fanst henni
hún ávalt hafa aflögum. Frðöleiks-
þrá haföi Elfsabet mikla og las alt
sem hún gat hönd á fest á fslenzku
og dönsku, og um trúrækni hennar
verður ekki betur að oröi komist en
það sem séra Carl J. Olson tðk fram
f hfiskveðjunni og áður er á minst.
“Austri" er vinsamlega beðinn aö
geta um dauösfall þetta. S.
Nýjustu tæki
GERA OSS MÖGU-
LEGT AÐ FRAM-
LEIÐA PRENTUN
SEM GERIR VIÐ-
SKIFTAVTNI VORA
ANÆGÐA
The Columbia Press,
L,imiteci
Book, and Commorcial
Printera
Phon® Garry 2156 P.o. Box^172
WW NIPBG
4
S ó L S K I N
ýmsum börnum aS mig er fariS aS
langa til aö skrifa í litla blaðið cnkk-
ar líka, til þess a5 vera með.
Eg getng á skóla hér, s'kólinn er
bara tvær milur frá okkur. Eg er
í fimta bekk; viö erum sjö í þeim
bekk, tveir drengir og fimm stúlk-
ur. Eg er eina íslenzka barnib á
skólanum. Hin eru flest svensk,
nema þrjú svertingja börn. ViS
erum þrjátíu í skóla alls; mér líkar
mjög vel viö öll bömin.. ViS höf-
um góSan kennara núna, þaS er
karlmaSur tuttugu og eins árs gam-
all, enskur. Hann er góSur viS öll
börnin og dkkur líkar öllum vel viS
hann.
Eg hefi nú ekki neitt meira til aS
skrifa, en eg ætla aS senda Sólskins-
börnunum þrjár vísnr eftir Pál
Jónsson.
STÖKUR.
SólskinsblaSiS þaikkar þér
þels af landi hlýju,
gömul kona ein sem er
orSin barn aS nýju.
Sólskins börnin sé eg hér,
sólskin burt má tárin færa,
sólskin þeim í sálu er
sólskins þegar vísur læra.
Elinborg Bjarnason.
Rauðbrystingur. J
Eftir William Allingham.
Far vel, þú sæla sumar,
því senn þitt nálgast kvöld;
jxx brosi bleikir akrar
þá blæs þar gola köld,
og þrasta söngur þagnar,
og þýtur svala’ á braut,
en RauSbrystingur eftir er
meS óbreytt fjaSraskraut.
RauSbrystingur kæri,
þó komi haust,
RauSbrystingur syngur, svngur
sætri himin raust.
MeS brúnan lit og bleikan
sjást blöSin leita í hlé;
sem stórir, sterkir risar
þá standa nakin tré,
þau breytast senn í svipi;
þá sölna epli á grein :
þaS sýnir haust, á vetur veit;
þá vex ei blómjurt nein.
RauSbrystingur kæri,
þér kólna fer;
RauSbrystingur, daprast dagar,
drottinn likni þér.
ViS ofninn kúrir kisa,
aS korni leitar mús,
j>á naprir stormar næSa
frá norSri um sérhvert hús,
og fult er alt af fönnum
og frostiS varnar sól
á skafli kaldur hýmir hann,
því hann á ekkert skjól.
RauSbrystingur syngur
burt sorgir manns;
brauS og mylsnu ber eg honum,
bæti sorgir hans.
Sig. Júl. Jóhannesson.
STÖKUR.
Hvar sem áttu’ um æfi spor
öll þín verSi saga:
leikur einn viS ljós og vor,
langa’ og fagra daga.
KærSu’ þig ei um hættur hót,
■horfi fylgdu réttu,
stýrSu þungum straumi mót,
stefndu’ aS mar.ki séttu.
Þó aS viröing þín sé létt,
þrjóti heilsa’ og auSur,
reyndu aS halda höföi’ rétt,
hníg ei fyr en dauöur.
MeS vinsemd og virSing.
Frida Dalman, 13 ára.
SOLSKIN.
BARNABLAÐ LÖGBERGS
I AR. WINMPEG, 31. AGUST
Hvíti og svarti
depillinn.
Kæru böm!
ÞiS sem eruS lesemdur Sólskins-
blaSsins, mig langar til aS gefa ykk-
ur stutta lýsingu af hvíta og svarta
deplinum.
ÞaS voru einu sinni hjón á gangi
meS sex ára gamla dóttur sína, þau
leiddu hana á milli sín; hún hét
Edifh. Hún var býsna spurul, og
lé’t foreldra sína hafa nóg aS gera
aS svara spurningum sinum, því
hún lét altaf dæluna ganga. Þati
gengu fram meS brattri fjallshlíS.
Alt í einu varS þeim litiS upp í
fjallshlíSina. Sjá þau þá hvar tveir
kringlóttir deplar líSa áfram meS
hægS eftir miSri hííöinni, í sömu
átt og þau stefna, annar hvitur en
hinn svartur. En þegar litla Edit
sér þá, spyr hún mömmu sína hvaS
þessir deplar heiti; en móSir henn-
ar hugsaöi sig um l'tla stund hverju
hún skyldi svara dóttur sinni. Loks
segir iiún: hvíti depillinn heitir sél-
skin en hinn mvrkur. En Edit
langaöi til aS vita hvaöan þeir heföu
komiS og hvert þeir mundu
fara. Faöir hennar varS fyrri til
aö svara og segir: “BarniS mitt,
jieir koma frá hugsanalífi mann-
anna og þeir fylgja öllum mönnum
eftir, hvert sem þeir fara.”
“Eg vil eiga hvíta depilinn, en
reka þann svarta í burtu, hann er
svo ljótur eins og kolniöa myrkur,”
sagöi Edit.
“En séröu ekki tengiþráöinn á
milli jieirra?” svaraöi faSir hennar.
“Hann er úr svo sterku garni aS
ekkert afl getur slitiö hann og
ekkert jám bítur á hann
og ekkert efni getur leyst
hann í sundur nema brennandi kær-
leikur frá falslausu hjarta. En
mennirnir í hcild sinni hafa svo lít-
iö af þess háttar dýrgrip i för meö
sér aö þaö nægir ekki til jiess aö
skilja deplana eSa eyöa þeim
svarta.”
“En pabbi, Jxessi þráöur er ekki
btindinn viö okkur, og þvi veröa þá
þessir deplar okkur altaf sam-
feröa?”
“Jú, séröu ekki hnútinn sem er
á honum miöjum, frá honum ligg-
ur leyniþráöur sem fæzt af okkur
getur séö. En hann tengir alla
menn viö þessa tvo depla, J>ví hann
nær inn i hvers manns heila og er
tengdur viS hverja hugsun sem
mannsheilinn sendir út frá sér. F.n
hugsunarafliö sem sumir nefna sál
er altaf sistarfandi. ÞaS stjórnar
þessum dulþræBi og lætur hann
flytja áhrif gegn um heilann og út
frá honum í eins mikla f jarlægö eins
og jiví sýnisf. Hugsanimar, hvert
sem jiær eru vondar eSa góöar. En
þú veizt aS ljótar hugsanir tilheyra
svarta deplinum, en þær góSu hin-
um hvíta.”
“Já, en pabbi, hvernig geta þá