Lögberg - 26.10.1916, Page 7

Lögberg - 26.10.1916, Page 7
LiOGBERG, FIMTcDAGINN 26. OKT&BER 1916 Vestan um haf. Eftir séra Magnús Jónsson. (Framh.) V. Islenskan vcstan hafs. Eitt af því fáa, sem íslendingar hér heima vita um Landa vestra, er það, að þeir tali óskaplegt hrognamál. Hefir sitt af hverju verið um þaö ritað, Löndum gerö upp orðin, og hrúgað þar saman allskonar enskuskotnum orðum. Sá eg fyrir löngu leikrit, sem gekk vel fram í þessu efni. Hefi eg nú gleymt þvi að öðru leyti en því, að mig minnir að það heiti “Sálin hans Jóns mins”. Með öðrum orðum, það sem um málið hefir verið rit- að, hefir verið í þeim tilgangi gert, að hlæja að því. Nú skal því engan veginn neitað, að íslenzkan vestra er bágborin. Og rétt mun það, að þau orð, ensku- skotin og bjöguð, sem nefnd hafa verið, eru heimagangar orðnir í munni Landa. En þó er lýsingin ekki rétt, og hugmynd sú, sem menn fá af slíkum dæmum, er ýkt mjög. Minnist eg í þessu sam- bandi greinarstúfs, sem kom ein- hversstaðar, meðan eg var vestan hafs, og átti sá stúfur að lýsa mál- inu í Reykjavik. Þar var þetta sama uppi á teningnum. Slettum- ar, ísem tíndar voru saman, eru all- ar til í Reykjavíkur-málinu, en samt fann hver sá, sem Reykjavík- ur-málið þekti, að hér var því ekki rétt lýst. Það er á sinn máta eins og með skripamyndir af mönnum, myndir afbakaðar og afskræmdar, en samt svo að hver nraður getur þekt þœr. Og afskræmingin á mál- inu liggur í þvi, að orð, sem koma fyrir á víð og dreif, eru tínd upp og þeim þjappað saman á einn stað. Leituð uppi þau orðin, sem afbök- uð eru, og svo búnar til setningar á þá leið, að þau komi öll, eða sem flest fyrir. Á þann hátt kernur svo franr hreinn lögur, í stað þess að daglega málið þekkir ekki nerna “nitugustu og níundu þynninguna”. íslenzkan vestra er að sönnu slettótt, en þó hika eg ekki við að halda því franr, að hún sé eftir at- vikum furðu góð í sveitunum. Þyí að þess verður að gæta hvernig ástatt er. Hér er ekki að ræða unr nema ofurlítinn hóp manna, örlítið sker í enskumælandi hafinu. Sin á milli geta Landar að vísu talað íslenzku, en undir eins og þeir (snúa sér við, verður að grípa til enskunnar. Og þeir, sem ekki kunna ensku, geta ekki snúið sér við. í bæjunum ev þetta auðvitað margfalt rneira, enda er íslenízkunni stórum meira hnignað þar, heldur en í sveitunum. Öll viðskifti út í frá verða að fara fram á ensku. Alt aðfengið hefir ensk nöfn, og eins og áður er getið, hafa Landar ekki varist því að- fengna í einu né neinu. Þeir hitta fyrir sér enskan búskap, og verða sjálfir aö búa á ensku, vinna á ensku, lifa á ensku. Einstaka at- riði á 'þó íslenzkt nafn, en bað er hverfandi. Kindur eru til, kýr og hestar og hundar. Vagnar eru og til í íslenzka málinu, hús og hlöður og svo framvegis. En allur Jx»rr- inn er enskt. Og því verður allur þorrinn af nöfntmum óislenzkt. Ekkert gert að þvi að búa til nöfn, enda hvorki nein löngun til þess né mikill möguleiki. Landar unnu fyrst með innlendum mönnum, og þá fengu þeir nöfnin á því öllu, og hafa haldið þeim síðan. Þetta á nú alt við eldri kynslóð- ina, þá menn, sem frá'íslandi komu stálpaðir. En þegar rætt er um yngri kynslóðina, þá margfaldast erfiðleikarnir á því að viðhalda ís- lenzkunni. Og má þar fyrst nefna skólana. Þar fer alt fram á ensku. Og jafnvel þar sem skólar eru ai- gerlega fyrir Landa, bæði börn og kennarar íslendingar, er gengið mjög ríkt eftir því, að alt fari fram á ensku. Á Gardar var því þannig farið. Eg heyrði meira að segja, og vissi sönnun á því, að verðlaun um var heitið þeim börnum, er voru svo “siðprúð” að nefna aldrei is- lenzkt orð. Hér má þá sjá gott dæmi ræktarseminnar við gamla landið, að slíkt skyldi viðgangast í “alislenzikri” bygð, og engum þykja neitt kynlegt við. Áuðvitað er það skylda, að láta kensluna fara fram á ensku, og sjálfsagt að hlýöa þvi, en hugarfarið kemur fram i því, hvernig þessu ákvæði er beitt. Það nrinnir helzt á það, ]>egar Þ jóð- verjar eru að kúga hertekna smá- landshluta til þess aö taka upp þýzkt mál, og þykir það þó harka nrikil og ofbeldi. En hér eru það “íslendingar" sjálfir, sem heita hörku við “ástkæra ylhýra málið”. Það er nú engin von, að íslenzkt mál geti verið hreint, undir í]>essum' kringumstæðum, og tel eg þvi miklu Saltið er mjög áríðandi INDSOR SMJÖR Búiö til í C A T T Camida TH£ CAMADIAH SALT CO., Ltd. furðulegra, hve mikið er eftir af islenzíku, jafnvel hjá yngri kynslóö- inni. Allir tala þar þó íslenzkuna viðstöSulaust, og flestir með nokk- urnveginn íslenzkum hreim. Ensku- skotnu orðin fjúka auðvitaS eins og skæðadrífa, en hvernig er annað hugsanlegt? Hvað þurfa íslend- ingar að vera lengi í “Höfn” til þess að dönsku oröin fari að fjúka? Og þó að ensku sletturnar séu auð- vitað miklu rneiri en dönsku slett- urnar, t. d. í Reykjavík, þá er það ekki. furða. En J>ó að þetta sé afsakanlegt í daglegu tali, þá er hitt óafsakanlegt, hve skammarlega vont mál oft er ritað vestra. Blööin eru full af latmælunr og óislenzkunr orðum og orðatiltækjum. Því að í ritmáli ætti að vera hægt að halda íslenzk- unni alveg jafnhreinni og hér heinra, ef ekki skorti áhuga. Og algengt var að sjá greinar í blöð- unum vestra, þar sem hamast var gegn mállýtunum, en skammagrein- arnar svo sjálfar á versta ómáli. Enskuslettunum má skifta i tvo flokka, eftir því, hve afsakanlegar |>ær eru. Afsakanlegar tel eg þær slettur, sem sprotnar eru af því, að Landar hitta fyrir sér það, sem engin islenzk orð þekkjast yfir. Þar með má teljast flest, er að ak- uryrkju lýtur og ýmsum vinnu- brögðum. En óafsakanlegra er hitt, hve mjög þeir hafa tekið upp ensk nöfn á J>eim hlutum, sem jafnt J>ekkjast hér heima, og áttu íslenzk nöfn. T. d. hefir allur fjöldi af húsgögnum fengið ensk nöfn. Skrifborð er kallað “desk”, gólf- dúkur “rögg”* o. s. frv. Aftur á móti (halda borð, stólar, skápar o.fl. sinum réttu nöfnum að jafnaði. Borðstofa er venjulega nefnd “dæning rúm” og gestastofa “par- lor”, skrifstofa “offís” eða “Iæ- brariv og anddyri “hol”. Klæðnað- ur er og allmjög kendur við ensk nöfn> svo sem “kót” = kápa, “för- kót” = loðkápa, “dress” og “sút” og annað slíkt. En l>ó er margt á islenzku nefnt: jakki, buxur, vesti. skór o.s.frv. Nenni eg ekki að elt- ast við ]ætta, enda væri efni í heila “visindabók”. Langoftast eru sletturnar ekkert annað en lirein enska, með íslenzk- um beygingarendingum. En þó l>er það við, að orðin eru mitt á milli, snúið upp í íslenzku, einkum þegar eitthvert íslenzkt f'oft fjar skvlt orð) lendir inni í vitleysunni með enska orðinu. Á þann hátt myndast orð, eins og “geil” yfii tugthús fenska: “jail”), “holið” yfir samlkomuhús (e.: “hall”), “kar” yfir ýmiskonar stóra vagna, lokaða (e.: “car”). Út frá því er sagt að “taka karið” = fara meö sporvagni (strætisvagni). I þriðja lagi ber svo við, að ensk orð og orðatiltæki veröa alveg íslenzk, en koma ]>ó stundum kynlega fyrir fyrst i staö. Til dæmis heyrist ávalt talað þar urn eldstó, jafnt þó um lokaö eldstæði sé rætt (“elda- vél”), og er það auðvitað enska orð- að “stove”, sem þar er íslenzkaö, og væri ekki fjarri sanni að taka það algerlega upp í málið i staðinn fyrir “eldavélar”-nafnið. Það orð er til mmkunar, og ber þess ljós- astan vottinn, að ekki hafa þekst margar vélar hjá þeirri þjóð, sem slíkt taldi með vélum. S'kóhlífar eru ávalt nefndar yfirskór (e.: ov- ershoes-). Einn taísháttur var það, sem eg skildi illa í fyrstu. En það er sú venja að segja “velkomið” eða “það er velkomið” þegar þakk- að er fyrir eitthvað. ,T. d. A.: “Þakka þér fyrir hjálpina”. B.: “Það er velkomið”. En svo verð- ur það ljóst, að hér er snúið á ís- lenzku enska talshættinum: You are welcome (to it). Ekki er alveg örgrant, að ekki slæðist e.instaka sletta annarsstað- ar að en úr ensku, en fjarskalega er það óalgengt. T. d. segja Landar oft: “Þú hefir rétt,” þegar þeir samþykkja það, sem einhver segir, og isé eg ekki að það geti verið komið nema úr dönsku (ieða norsku). Kynni ýmsa að undra það, hve lítið er af norskum slett- um i málinu vestra, þegar þess er gætt, að fjarskalegur sægur Norð- manna býr hér alt í kring um Land- ana víöa. En það kernur til af því að alt tal ]>eirra i milli fer fram á ensku. Enslkan er bandið, sem alt tengir saman. Annaðhvort tala menn sitt eigið mál eða ensku, en litið önnur mál. Einkennilegt er. að þeir sletta álíka mikið ensku, sem ekkert orð kunna annað í málinu en sletturn- ar. Sýnir það bezt hversu föst þessi orð eru oröin i málfnu. Þar skil- ur slettumar vestra og hér heima. Hér eru engar slettur konrnar inn í málið, og þekkist ekki að menn séu að nota útlend orð úr málum, sem þeir ekki kunna neitt í. Þarf elkki annað en koma hér upp i sveit til þess áð sannfærast um það. Ein- stök orð eru kornin svo algerlega inn, að þau ent alls ekki lengur skoðuð “sem gestur”. Þau eru orðin hold af þess holdi og bein af l>ess beinum. T. d. heyrði eg varla nokkumtima orðið “nei” fyrir vest- an, heldur æfinlega “no”, og eg þekti unglinga vestra, sem höfðu ekki hugmynd um annaö en að no væri islenzka; héldu að hlutfallið milli nei og no væri eitthvað svipað og ntilli já og jú. Rætt var töluvert um það fyrir nokkrum árum vestan hafs, hvort tiltök mundu að halda lifandi ísi- lenzku máli vestan hafs, og voru ýmisir með og móti. Sú deila var auðvitað út í bláinn, því að um ís- lenzikt mál í Ameríku getur alls ekki farið nema á einn veg. Það deyr og hverfur innan skamms. Eru nú þegar orðin augljós merki þess. Eins og áður er á vikiö, stendur íslenzkan mjög á fallanda fæti í bæjum, t. d. í Winnipeg. Þar eru viöskifti stöðug við enskumælandi rnenn. Daglegt líf er fult af ensku, svo að jafnvel þeir, sem komið hafa stálpaðir vestur, eiga í harða höggi að verða ekki betur vígir á ensku en íslenzku. En urn yngri kynslóð- ina, sem fædd er og upp alin þar, er það að segja, að jafnvel kirkj- urnar, sem eru aðalstoðir málsins, hafa orðið að grípa til þess ráðs, að hafa enskan bekk í sunnudagaskól- unum, vegna þeirra, sem alls ekki höfðu kenslunnar not á íslenzku. Sjálfur hefi eg ofurlitla reynslu i þessu efni, frá þeim tíma, er eg kendi í sunnudagaskóla í Winnipeg. Flestir unglingarnir lásu islenzku þannig, með svo enskum hreim, að eg hefði ekki skilið það, ef ekki hefði veriö um þaulkunnugt efni að ræða. Og þó að þetta sé nú að visu stórum skárra í sveitunum, þar sem samgöngur við enska eru ekki eins daglegar, þá liggur þó brautin alt að einu í sömu stefnuna. Kynni að taka einni kynslóð Iengri tlma. Þeir, sem að heiman hafa komiö, tala enskuskotið mál. Börn þeirra tala islenzku að vísu allvel (eg á hér við sveitimar), en er þó enska tamari, og tala hana oft sin á milli. Þriðja kynslóSin sleppir svo ís- lenzkunni alveg. Og hvernig ætti það öðruvisi að vera? Hvernig er það hugsanlegt, að fólk haldi dauðahaldi í þá tungu, sem ekkert óðal á í þeirra hugum? Það þekkir ekki landið, sem geymir þessa tungu. Það hefir hennar engin not. Það heyrir hana aldrei eða sjaldan talaða. Og afleiöingin að sjálf- sögðu sú, að íslenzkan verður að er- lendu, gagnslattsu rnáli, sem lagt er af. fslenzikan vestan hafs gengur því með ýmsa þá kvilla, sem hver um sig væri ærið nógur til bana, og er stór furöa, hve hún lifir slíkt heilsuleysi. , fslenzk mál geymist ekki svo teljandi sé nema hjá þeim, sent sjálfir eru komnir að heiman. Og þegar ekki kemur vestur nema strjálningur, einn og einn m^ðtir, þá fer auövitaö svo innan skamms, að þeir verða að læra sína ensku, alveg eins og menn verða nú að gera, ef þeir ætla að setjast að á Englandi. 'Þetta ber ekki vott um neinn vanmátt islenzkunnar eða kraft enskunnar, heldttr er þetta al- ntenn reynsla, livar sent er um víða veröld. Vér Iþekkjunt það bezt hér heima, hve algerlega íslenzk þriðja og jafnvel önunr kynslóðin verður hjá þeim útlendingum, sem hér taka sér bólfestu. Að mínu viti hefir islenzkan sýnt furðulega lifsegju vestra, þegar lit- ið er á kringumstæður allar. Og þetta hefir svo komiö inn þeirri bábylju, að mögulegt mundi vera aö halda henni við áfram, mögu- legt að láta fáeina menn í miðju stóru landi, og auk þess töluvert dreiföa, tala annað mál en mlljón- irnar i kring um þá. Og það ættu þeir að gera eingöngu af því, að þetta mál var talaö af forfeðrum þeirra, ]>eim sem fyrir löngu komu utan frá einhverri eyju lengst úti í reginhafi, eyju, sem þessir for- ,r feður höfðu þó yfirgefið af ó- ánægju með lifið þar, og töluðu um með lítilli ræktarsemi, eyju, sem þeir muna að hét kuldalega nafn inu ísland (Iceland), en vita annars engin frekari deili á. Slík firn skt hvergi á bygðu bóli. tviskinnungurinn i svo mörgu hjá þeim. Af því markast að svo miklu leyti andlegt líf þeirra og hugsunarháttur. Auðvitaö mætti draga þekkingu á þessu efni, sem hér er um að ræða, úr mörgum heimildum, en til þess að verða sem fáorðastur, verða hér teknar aðeins aðalheimildirnar tvær, blöðin og skólarnir. Kemur það næsta vel heim við hina tvo flokka, sem áður eru nefndir. Hver flokkurinn hefir hér sinn fulltrúa fyrir sig. Um séreign Landa fræða langbezt blöðin, sem þeir gefa út, en sameiginlega andlega lifið lýsir sér skýrast i skólunum þeirra. Flestir hér heima kannast við blöðin tvö, sem mest hafa verið send hingað heim, “Lögberg” og “Heimskringlu”. Nöfnin þekkja menn að minsía kosti. Lögberg er töluvert stærra blað, miklu gætnara í efnisvali öllu og vandaðra að virð- ingu sinni, en Heimskringla hefir löngum notið meiri lýðhylli, verið sérlega frjálslynd og fús að gefa mönnum tækifæri til að koma sln- um skoðunum út. Bæði eru blööin heldur áferðarljót, illa prentuð og ljótt mál á þeim. Og bæði hafa þau ungað út feiknum af “neðan má.lssögnm”, spennandi óhemju- sögum upp á Ameríku visu. Sóða legar þýðingar hafa oft þótt brenna þar við. Hefi eg oft hugsað um það, að furöulegt megi heita, að sumir af ritfærustu mönnum Is- lendinga, menn sem ekki mega vamm sitt vita í rithætti, skuli hafa verið við þessi blöð og látið þau lthlda áfram að unga öðru eins rusli út og spilla svo góðum siðum. Eina ráðið til að fá nú rnynd af andlegri séreign Landa vestra er það. að táka t. d. einn árgang af hvoru þessara blaða, og hlaupa laus- lega yfir sem mest af innihaldinu. Þó er Beimskringla þar miklu fremri en Lögberg, af þeim sök- um, að það hefir löngum veriö hennar siður að taka alt og prenta, sem sent hefir verið. Hún er því, eins og Einar Kvaran seglr i “Vesturför” sinni, framúrskarandi spegill af andlega lífinu með þjóð- inni. Ikigberg aftur á mótl befir altaf lagt stund á það, að velja úr hið skársta, en hafna hinu. Þó er þar ekki hægt um vik, þvi að böf- undarnir reiöast, ef greinarnar eru sendar heim aftur og segja upp blaöinu, en eigendurnir hinsvegar vilja halda kaupendunum. Má þvi gera sér í hugarlund, hvers skemti- leg ritstjómarstaðan viö slík blöð má vera fyrir smekkvisa menn og vandláta fyrir hönd blaðsins. Ef vér förum nú að blaöa i þess- um bókmentum, þá blasir þar við furðulegur gróöur, og hann ekki allur fagur. Vér rekum oss á deil- ur um smáatriði, blað eftir blað, hverja greinina annari vitlausari og ómerkilegri, þar s»ðm—höfundarnir keppast um að ausa sem mestri litilsvirðingu livor á annan. Þetta ber einstaka sinnum við hér heima, en það er daglegt brauð vestra og spillir mjög blööunum. Þar eru svo greinar um alt milli himins og jarðar, framúrskarandi þreytandi, vegna þess að höfundana brestur sýnilega alla þekkingu á því, sem a þeir eru að rita um. Tók höfundur ]>essarar bókar þar sérstaklega eft- guðfræðinni, sem blööin sífelt voru að fly^tja. En það vesta við alt þetta var ládeyðan og andleysið. Þar er ekki einu sinni svo mikið mkröftugar skammir, ekkert einkenni og þjóðarsiður. Hitt er það að í Ameríku er það alsiða, að sami maðurinn leggi gjörva hönd á næstum alt milli himins og jarðar. Á það venjast menn, þegar þeir fara að berjast fyrir lífinu í at- vinnuleysinu. Eg þekti persónu- lega menn, sem höfðu stundaö næstum allar atvinnugreinar, sem eg gat hugsað mér. Og þá auövit- að er ökkert eðlilegra, en að menn þykist lika geta verið r’thöfunclar. Þeir setjast niður og byrja, t. d. með þvi að skrifa fréttabréf. Það er strax hirt og prentaö. Næst sendir hann svo svar við einhverju, sem hann sér í blaöinu. Þaö er lika birt. Svo skrifar hann grein um guðfræði (því að næstum allir Landar þykjast vera guðfræðing- ar gpðir). Hún er prentuð. Svo ritdóma o.s.frv. Hvað á maöurinn að halda, þegar alt er tekið? Það er máske enginn hlutur erfiðari, dkki sízt fyrir ómentaða tnenn, en dæma um sin eigin ritverk. Hann fer eðlilega eftir dómi blaðsins, sem alt dæmir gott. með því að prenta það. Og svo eru greinarnar lesnar af jafningjum hans og þeim líkar ágætlega.' Þannig ala blöðin fólkið og fólkið blöðin, þar til blaða- menskan vestan hafs er orðin það, sern hún er. Blöðin vestan hafs eru því svona eingöngu af þvi, að þannig eru Landamir. Andlega lífið prjónar sér þennan ham, sníður stakkinn nákvæmlega eftir sínum vexti. Ef menn því undrast það, að oft hafa færustu menn veriö ritstjórar vestan-blaðanna, án þess að þar hafi sjáanlega batnað, þá er það eingöngu af þessu, að undireins og þeir vilja breyta þeim, lyfta þeim á hærra stig, útiloka langlokurnar og þvaðrið, þá vilja menn blöðin ekki. Þau svara þá ekki lengur andlega lifinu hjá þjóðinni og hafa ekki stoð í því. Maöur nokkur sagði einu sinni við ritstjóra vestan hafs: “Ansans fuslakista er nú blaðið þitt.” “Já,” svaraði ritstjórinn, “4>að er satt, það er ruslakista, but fólkið vill hafa það svona.” Hér er allur kjarninn dreginn saman í eina setningu. Blöðin eru svona af því fólkiö vill hafa þau svona. Það vill að blöðin séu eins og netiö í dæmisögunni, safni í sig öllum fiskum, illum og góöum, og vill ekki hafa, að menn séu að brenna vondu fiskana í óslökkv- andi eldi. Þess vegna er Heims kringla enn þá vinsælli en Lögberg. *) Eg skrifa auövitaö eftir framburði, því þetta er notað sem “islenzkt” orð. VI. Andlegt líf. Um andlegá lifið meðal Landa vestra væri gaman að skrifa langt mál og ýtarlegt, lýsa því fyrst eftir þeim heimildum, sem um er að gera, og leitast þvi næst við að rekja tildrög til breytinganna og gera grein fyrir þvi. Þó verður þetta ekki gert hér vegna rúmkysis, nema með örfáum orðum, og er þá segin saga, að þvi meira sem draga skal saman mikið efni, því erfiðara og ómögulegra verður að gera það svo vel fari. Veröur þá reynt að stikla á aðalatriðunum, og þó að ékki séu mörg rök leidd að liverju og einu, þá er þaö ekki af því, að þau séu ekki til, heldur af því, að þeim er bygt út með vilja, úr þessu litla kveri. Lauslega mætti skifta andlegri eign Landa í tvo flokka: Séreign og sameign, þ. e. þann hlutann, sem þeir eiga út af fyrir sig, og hins- vegar það, sem þeir eiga alveg sam- eiginlega með öðrum íbúum álf- unnar, sem ]>eir byggja. Fer ann- ar parturinn, þ. e. séreignin fram á íslenzku, en sameignin auðvitað á ensku. Þó má nærri geta, að þessi skifting er gerð til hægðar- auka, en ekki af því, að hún sé nákvæm. Þar er alt tvískinnung- ur, og allir Jækkja hvemig tví- skinnungurinn er. Það satneigin- lega veður inn i islenzlku séreign’na, eins og sést hefir hér að framan, að nálega enginn hlutur er til, sem fyllilega íslenzkur hefir haldist, en hinsvegar er “Islendingurinn” i mönnum líka nokkuð fastur við sinn kéip í sameiginlegu málunum, og rekur þar altaf við og við upp höfuðiö. Það er þetta gamla með vígtönnina og rófubeinið, sem Þorsteinn Erlingsson talar um. Því er alveg eins farið með hugs- unarhátt og andlcgt líf vestra, eins og t. d. með málið og annað. Það er alt í nokkurs konar millibils ástandi. Það er mynd af þjóð á síðasta stiginu, þjóð, sem er að hverfa, er að sogast inn í og svelgj- ast upp af annari margfalt stærri Hrólfur. Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskril'aSur af Royal College of Fhysicians, London. SérfrætSingur I brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum. -—Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á móti Eaton’s). Tals. M. 814. Heimili M. 2696. Timi til viStals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & Wiiliam Tblephone g»*sy 3S>) Ofpice-Tímar: 2—3 Heimili: 776 VictorSt. Telephone garry 381 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja metSöl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuíS eingöngu. pegar hér komið meö forskriftina til vor, megið þér vera viss um aö fá rétt'þaö sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dunie Ave. og Slierbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Giftingaleyfisbréf seld. Dr. O. BJORN&ON Office: Cor. Sherbrooke & William Prlkphone,GARRY 3Se Officetímar: 2—3 HEIMILI: 7 64 Victor Sti aet IBLEPHONEi garrv T63 Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Buildir.g COR. PORTACE AVE. & EDM0(IT0|i ST. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frá kl. 10 12 f. h. og 2 5 e. h — Talsími: Main 30S8. Heimili 105 Olivia St. Talsími: Garry 2315. se nema máttlaus stóryrði. eins og þegar krakkar henda torfusneplum mannýg naut. Aldrei neinir fjör- kippir, hvorki til ills né góðs. Þær voru teljandi þær greinar, sem eg rak mig á í blöðunum þann tíma, sem eg dvaldi vestan hafs. sem í nuninni voru virði prent.'vertunn- ar. Langt af öllu báru jaínan ]>ær grcin ii, sem prentaöar vocu upp út blöðum eða tímaritum héðan að heiman. Fanst mér ritháttur al- þýðumanna hér stinga stórum stúf við það, sem oft sést hér í blöðum eftir alþýðumenn, hve mik- iö lakara það var. Auðvitað er þetta minn dómur aðeins, og verð- ur hver að lesa fyrir sig, sem sann- færast vill. En minn dómur er sá, að vestur-íslenzku blööin, Lögberg og Heimskringla, gefi sára-auman vitnisburð atidlegu lífi meðal Landa w>rra vestan hafsins. Hvemig víkur ]>essu við? í raun og veru er Jætta eigi nema mjög skiljanlegt. Þ'eir, sem vestur hafa flutt, hafa auðvitað langmest verið ómentaðir alþýðumenn. Þeg- ar þangaö kom, höfðu l>eir sann- arlega annað að gera en setjast við bækur og læra. Þar tók undir eins við geigvænleg barátta fyrir lífinu, sem tók alla ]>eirra krafta heila og óskerta, og því er í rauninni alls ekki við því að búast, að þar kæmu neinir sérlegir rithöfundar fram. Iiitt er miklu merklegra, að það er eins og sumir haldi að andlegt lif standi þar á svo afarháu stigi, og er eg viss um, að sumum bregð- ur við að heyra, að þaö sé til muna lægra en hér. Það er gamla skoð- unin, sem þarf að hverfa, að alt sé lakast hér heima, alt fullikomn- ara annarsstaðar. En hvers ve<ma hafa menn l>á farið að skrifa í blöð? kynnu menn að spyrja. Þar kemur nýtt atriði fram, sem hér er ekki til heima. Hér heima þora menn ekki að koma fram nema þeir hafi nokkuð til brunns að bera. En þar eru það tvö atriði, sem gera það að verkum, að allur fjöldinn vill og heldur, að hann geti í blöð ritað. Annað er það, að í Ameríku vfirleitt er ó- vandfýsni mikil i þessu efni, hjá þjóðinn’ alls yfir. Jafnvel vönduð tímarit hirða þar og birta það, sem alls ekki mundi vera litiÖ vlð t. d. Krakkarnir kölluðu hann þessu nafni í fyrri daga og hlölkkuðu til, þegar sást til hans með þunga bagg- an á bakinu og seiga. trega göngú- lagið, þar 9em hann lcom langar leiðir að, og alt af í sama erindi. Það var á þeim gömlu góðu tím- um, áður en losið mikla kom á alla okkar hagi og nýir straumar og stefnur komu inn yfir lif fólksins og brutu niður, án þess að byggja upp. Iirólfur l>ar bókapésa og blöð bakinu fyrir utan ineginvegina og leitaði upp áheym að því, sem skrifað var, langt inni í afdölum og uppi á heiöabæjum, sem hefðu annars orðið að lifa einungis af sínum eigin hugsunum. Hann var afar sterkur og ]>olinn og hafði komist inn á Jæssa braut í æsku af því að hann hafði kynst stórvirk- asta og grunnhyggnasta blekbullara landsins. Þeir höfðu unnið saman að þvi, að dreyfa út um landið l>ess- um pappírsvamingi, sem fólkið borgaði slkilvíslega og hafði ánægju af, áður en nýr timi breytti öllu saman — liklega helzt til þess verra. Af öllum byrður Hrólfs’ um langa æfi, var ein sem féll honum þyngst. Ungur, litt liæfur maður hafði ris- ið upp í tendinu og fengið leyfi til þess að láta prenta eftir sig órím- 1 aöar klausur, sem áttu þó aö heita skáldskapur og hafði vakið athygli með ]>essu og dreift hugsun manna frá þeirri góðu, gömlu aðdáun á hinurn eldri stil í ljóöagerð. Hrólf- ur las alt sjálfur og sat úti í horni á kveldin, l>egar liann haföi Iokið verzlun sinni með Iweklingana á bæjunum. Ilann lánaði þá hjá kau]>endunum einn af öörum, skar ]>á upp og fletti blöðunum með nákvæmni án þess að blettur eða hrukka kæmist á. Hann hafði með þessu drukkið inn í sig ritment og liugsunarhátt þeirra, sem sömdu blöð og bækur fyrir þjóðina. Þessi nýi maður, sem Hrólfur kunni svo afarilla við, kom fram áratug fyrir andlát gamla Hrólfs. Hann var þá orðinn þungur á fót- um, en þrammaði samt göngu sína með þes’sum stöðugu, jöfnu stig- um, sem leggja undir sig vegalengd- ir e'ns og stundaklukkurnar leggja undir sig dag og ár. Hánn fann vel að baggamir voru að léttast á baki hans eftir því sem tímamir liðu fram. En honum fanst það ekki vera sama hvernig hvert pund- ið var skrifað, sem hann bar á bak- inu. Það kann að vera, að margir hafi sagt það um hann að hann væri íhaldsmaður og ófús til breyt- nga. En í rauninni var það ekki svo. Hann vildi láta tímann líða áfram, samferða sjálfum sér, með nýjar luigsanir og ný höfundanöfn til að lesa í baðstofuhomunum. En hann vildi enga þá brevtingu. sem aöeins var sprottin af óyndi og óþoli við það gamla. Hann heimt- aði réttláta, knýjandi ástæðu til þess, að breytt væri um, en þessa ástæðu gat hann ekki fundið hjá rímlausa 9káldinu, sem var að blása kul og andspymu yfir hugs- unarháttinn og sniðið í bókmenta- lífinu. NORTHWEST GRAIN CDMPANY H. J. LINDAL, Manager 245 Grain Exchange, Winnipeg íslenzkir hveitikaupmenn Skrifið eftir upplýsingum. THGS. H. J0HNS0N o« HJALMAR A. BERGMAN, fsienzkir lóefræBingar. Skhipstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue áhitun: P. o. Box 1050. Telefónar: 4503 og 4304. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒBI: Homi Toronto og Notre Dame Heltnll, Phone Oarry 2988 I), 0»*ry 899, J. J. BILDFELL FA8TEIGmA8ALI Room 520 Union Bank TEL. 2085 Selur hús og ló«r og annaal altþaraOlútandi. Peningalán J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjé um le.gu á núsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. á04 Tfae Rmsin(toa,PorLáOalflá Phone Ifaia 2587 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, selur líkkistur og annast om útíarir. Allnr útbún- aðnr sá bezti. Ennfrem- nr selur bann allskonar minnisvarða og legsteina r»l«. He mlll Qarry 2181 Office ,, 300 ok 878 FLUTTIR tíl 151 Bannatyne Ave Horni Rörie Str. í stærri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist þjóð. Og af J>essu myndast svo hjá oss. Það er beinlínis þjóðar- Hrólfur hélt áfram sínttm löngu göngum eftir að daglaunin vora hækkuð í sveitunum og menn feng- uts ekki til að vinna fyrir það verð, s' .n hann bar úr býtum. Hann hafði fest trvgð við lifsstarf sitt, en það var að taka við þar sem aukapósturinn hætti, og dreifa út um strjálbygðimar, þessum ýmsu ritsmíðum, sem hann vissi að áttu ef til vill enn þá erfiðara með að komast fram undir breytingum tim- ans, heldur en hann átti með það, að láta sér nægja lífskiör sín á bæjagötunum. Upp á síðkastið fann hann stöðugt vaxa mótþróa hjá þjóðinni gegn því sem hann hafði áður og frá upphafi álitið holla andlega fæðu fyrir börn landsins. Sá rimlausi var ekki lengur einn um hituna. í fótspor hans fetuðu aðrir, sem Hrólfi þótti jafnvel enn verri og þutigbærari og það svo mjög, að ekki var laust við að hann færi aö hafa gaman af að fletta blöðunum eftir uppbafsmenn nýja sniösins, meðan ýmigustur Iians jókst með hverju nýju nafni, sem bættist við uppreistarskólann. Andlátsfregn Hrólfs bar að í skarði einu á hárri heiði, sem lá milli tveggja afskektra bæja, langt frá þjóðleiöinni. Hann hafði sest niðirr og kyst af sér baggann. Þar voru blaðabögglar og samanbundn- ir bæklingar alt í nákvæmri röð og reglu einsog vandi hans var til. Aðeins einn af Ixigglunum var leyst-. ur upp og úr honum var tekin al- veg nvsamin saga, sem Hrólfur hafði Écorið upp alla, einsog hann var vanur, áður en hann byrjaði aö lesa. Þessi saga var eftir höfund, sem hafði svo að segja snúiö við blaðinu í nýja skólanum og skrifað betur með dýpri rækt og dýpri máli um alt það gamla heldur en ]>eir, sem Hrólfur hafði dáðst að í æsk- unni. öllum þótti það kynlegt um gamla, þjóðkunna bæklingapostinn, að hann skyldi fara að lesa þama á heiðinni. En það var haft eftir sveitalækninum, sem leit á Hrólf áður en hann var grafinn, að hann mundi hafa fundið á sér hvað hon- um leið áður en dauðann bar að. Þama var útsýni fagurt en ekki vitt. Laglegt smábýli lá rétt fyrir neðan heiðarskarðið og var verið að byrja að rækta nýjan túnblett fyriry utan gömlu girðingamar. Þetta var eitt af þeim heimilum, þar sem Hrólfi var jafnan bezt tekið og þar sem menn l>ess vegna veittu því nákvæmna eftirtekt, hvemig hann hafði skilið við heim- inn, þar sem hann fanst m'eö nýju bókina við hliöina á sér og hallaði sér við dogg að stórum steini.---- Sagan sem hann var að byrja að lesa lýsti lifi í sveit, þar sem lengst er sótt inn til dala og heiða í bar- áttunni milli menningar og myrkurs og auðnar. (Vikið við). —Þjóðstefna. J. G. SNÆDAL TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. Donald Street TaU. main 5302. Konur láta til sín taka. Kvenréttindafélagið i Winnipeg sendi áskomn til sambandsstjómar- innar á laugardaginn, þar sem þess er .krafist að konum sé veittur borgararéttur á sama hátt og mönn- um. Nú eru lög landsins þannig að kona fær aðeins borgararétt með manni sfnum (þann partinn af rétt- inum sem hún fær, sem er nú af skornum skamti). Og ef kona sem borgararétt hefir giftist manni sem ekki hefir hann þá tapar hún rétt- inum. Þetta em óheyrileg rang- indi og er krafist fullkominnar breytingar á þeim. í áskoruninni er það heimtað að konur njóti algerlega sama réttar pg menn í þessu tilliti. Aðalframkvæmdarkona í þessu máli var Dr. Mary Crawford. Alt árangurslaust ef hreinsun brestr Ef þú átt vél og hreinsar hana efcki, þá vinnur hún ekki vel og getur stöðvast álveg þegar minst varir. Maginn í }>er er líka slík vél, sem verður aS hreinsast. Notið Triners American Elixir of Bitter Wine. Þetta ágæta lyf hreins- ar í, þér magann, styr*kir í þér innýflin og eykur krafta þína til fullnustu. Það læknar taugavteiklun, höfuðverk, mag- agas, blóðþynnu o.s.frv. Verð $1,30. Fæst i lyfjabúðum. Joseph Triner Manufacturing Chemist, 1333—1339 S. Ash- land Ave., Chicago, Bl.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.