Lögberg - 08.02.1917, Blaðsíða 6
6
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR 1917
14 Lagasafn Alþýðu.
inginn verður hann að gæta tvenns: Hann má ekki
þiggja neitt sér til hagsmuna í sambandi við
samninginn eða halda áfram að haga sér að neinu
leyti eftir samningnum, eftir að hann hefir komist
að raun um að hann var sviksamlegur og hann
verður að tilkynna svikin tafarlaust þegar hann
hefir komist að þeim.
Sá er uppvís verður að því að hafa blekt í
samningi getur ekki ónýtt hann, heldur verður
hann undir öllum kringumstæðum að halda samn-
inginn ef hinn málsparturinn krefst þess.
Ef báðir eru sekir um blekkingu í samningi,
þá getur hvorugur haldið öðrum að honum.
15. Sala eignar sem fengin er með blekkingu
í samningi. Lögin ákveða það í flestum tilfellum
að þegar einhver nær haldi á einhverri eign með
blekkingu, hver sem eignin er, og selur svo þriðja
manni, sem alveg er saklaus, þá sé það gild sala.
Maður sem fær skuldabréf frá öðrum með
blekkingu getur ekki innheimt fé út á það sjálfur;
en þegar skuldabréfið er komið í hendur þriðj^i
manns, áður en það fellur í gjalddaga og þessi
þriðji maður hefir látið fyrir það verðmæti, en
hefir ekki vitað um blekkinguna, þá getur hann
innheimt peninga frir skuldabréfið frá þeim sem
það er stílað á. Sama máli er að gegna með
stolið skuldabréf; sá sem stelur því getur ekki inn-
heimt peninga á það, en ef hann selur það þriðja
manni fyrir verðmæti, þá getur sá innheimt fé
á það frá þeim sem skuldabréfið lét eða átti upp-
haflega.
Slysið á Borg í Geysis-
fFrá fréttaritara Lögb.)
Um það var g’etið í Lögibergi
fyrir skemstu. Er slys þetta eitt-
hv'ert hiS hörmulegasta, sem viljaS
hefir til í Nýja íslandi í langa tíS.
Jafnvel enn þá hörmulegra en þá
Stefán heitinn Oddleifsson og
drengir hans brunnu inni hér um
áriS. Var iþaS þó meira en litiS
tilfinnankgt. Og víst er um þaS,
aS margur komst viS af þeirri
harmsögu og er hún minnisstæS.
En sá var þó munurinn, aS þá
gerSi dáuðinn meS eldinum snögg-
an enda á kvölunum, en hér komst
sumt af fólkinu svo skaSbrunniö
út, aS engin var lífsvon, en lifSi
þó nokkra daga viS þær hörmung-
ar sem bruna eru samfara. Þannig
var ueS Gróu SigurSardóttur, konu
Halldórs Þbrlákssonar. Hún var
svo skaSbrend, aS engin tiltök voru
aS flytja hana á spítala, enda held-
ur engin lifsvon, þó hún hefði þang
aS komist. ASeins lítill partur af
hörundinu óbrunninn. Andrew
Finnbogason bæSi skaSbrunninn og
kalinn. Þó taliS liklegt aS hann
lifi. Hann er á spítala og verSnr
þar vist fyrst um sinn. Sonur
þeirra Halldórs og Gróu, Valgeir
Júlíus á öSru ári, einnig æði mikið
brunninn. Hann er líka á spítala.
Kona Andrew, Solveig, og barn
þeirra, minna brunnin. Eru hjá
foreldrum Solveigar, Sigmundi
Gunnarssyni og konu hans á Grund
í GéysisbygS. Unglingsstúlka af
pólskum ættum var og í 'húsinu.
Brann hún mjög skaSlega og er á
spitala.
Frá uppruna 'eldsins mun rétt
hafa sagt veriS, þannig, aS steinolía-
var notuS til aS lifga viS eld i ofni,
en sprenging varð og bálið út um
alt meS þaS sama. Ofn þessi vjir
uppi á lofti þar sem fólk svaf. Var
plásslítið og ofninn svo nærri
uppgöngu aS báliS lokaði þegar
leiS ofan stigann. Halldór var
ekki heima þegar slysið bar að; var
á ferSalagi norSur í VíSibygð. Hefði
þaS líklega munaS miklu ef hann
hefði verið heima. Mennimir ver-
iS tveir í staðinn fyrir einn; þá
meiri úrræði og möguleikar á að
bjargast ef tveir hefðu hjálpast aS,
þó erfitt væri aðstöSu í grimdar
frosti klukkan að ganga fimm aS
morgni.
— Um björgunina fer ýmsum
sögum, og er ekki gott aS átta sig
á hvað er þaS sanna. Þó mun það
vist, aS ekki var bami kastaS út
um glugga, eins og í blöSunum
stóS. Þrír menn, auk Andrew,
vom viS björgunina. Það voru þeir
GuSmundur Gíslason á Gilsbakka,
Unwald Jónasson í Djúpadal og
Tómas Mikkelsen (norSmaður),
sem býr rétt/hjá Borg. Þangað
komst Andrew, nakinn og skaS-
brendur, aS ná í hjálp. Voru þeir
GuSmundur Unwald þar staddir.
Var undir eins brugSið viS, farið
meS stiga og öxi, brotinn norður-
glugginn á loftinu og Gróu og böm-
um þeirra Halldórs náð þar út.
Lgasafn Alþýðu. 15
'_______________________________-_______________
öðru máli er að glegna um falsað skuldabréf,
það er ógilt frá byrj uh og á það er aldrei löglega
hægt að innheimta peninga frá neinum.
16. Lög um blekking og samsæri. þessi lög
eru æfagömul — síðan á dögum Karls II. Engla-
konungs 1628; eru þau enn í gildi á Englandi og
í Canada (nema í Quebec), í Nýfundnalandi og
Bandaríkjunum að undanteknu Louisianna. Auð-
vitað hefir lögunum lítið eitt verið breytt síðan
þau voru samin, en það er einungis í smávægileg-
um atriðum.
Lögin voru samin og staðfest í þeim tilgangi
að koma í veg fyrir þann atvinnuveg, sem sumir
gerðu sér í þá daga: að kaupa og innheimta gömul
skuldabréf, skuldakröfur eða loforð, sem alt var
bindandi samkvæmt þágildandi lögum, ef aðeins
var etthvað skrifað fyrir því.
Hér eru talin helztu atriði þessara laga, eins
og þau eru nú hjá oss, með áorðnum breytingum.
a) Leiga á landi um þrjú ár eða lengri tima
verður að vera skrifleg og innsigluð.
b) Landsölusamningar, eða samningar um
sölu eignar í landi verða að vera skriflegir.
c) Allir samningar sem samkvæmt tilteknum
skilyrðum ekki þarf að fullnægja innan árs verða
að vera skriflegir.
d) öll sérstök loforð um það að taka að sér
skuldir, ábyrgjast að annar borgi eða bæta fyrir
vanskil annara, verða að vera skrifleg.
e) öll loforð eða samningar sem gjörðir eru
viðvíkjandi hjónabandi að undanskildu því þegar
Yngra barn þeírra Halldórs og
Gróu nýfætt, var eina manneskjan
sem óskemd komst úr eldinum.
Gróa liftSi abeins þrjá daga eftir
brunann, dó 13. jan. Þaö eina sem
ilækni var unt aS gera, var að lina
kvalimar. JarSarför hennar fór
fram frá heimili Mikkelsens og
svo frá kirkju BreiSuvíkursafnað-
ar þann 19. jan. Margt fólk viS-
statt. Séra Jóhann Bjarnason
jarðsöng. — Var viS jarSarförina
kosin fimm manna nefnd til þess
aS gangast fyrir fjársöfnun til
hjálpar þessu bágstadda fólki. Eru
i nefnd þeirri Bjami Marteinsson,
Baldvin Jónsson, Magnús Magnús-
son, Jón Stefánsson, allir i grend1
viS Hnausa pósthús, og svo Albert
Sigursteinsson, Geysir. Auk þess-
ara manna taika og viS samskotum
þeir séra Jóhann Bjarnason í Ár-
borg, Jón SigurSsson, ViSir; Már-
us Doll, Hecla; F. Finnbogason,
Arnes; Björn Gíslason, Framnes;
SigurSsson og Reykdal, Árborg;
SigurSsson og Thorvaldsson s.st.;
S. M. Sigurösson, Árborg. Við ís-
lendingafljót eru og einhverjir sem
taka við samskotum, en hverjir
það eru, er mér ekki enn kunnugt.
Vonandi safnast nókkurt fé með
þessu nióti. Nefndin svo vel skip-
uð, að trygging er góð fyrir þvi,
að sanngjamlega VerSi skift því er
inn kemur. Er heitiS á alla góða
mesnn, }>ó mikið sé nú um fjársafn-
anir til ýmissa nauðsynja, að bregð-
ast vel viði Ekki búist við stórum
upphæðum frá íhverjum einum, en
“safnast þegar saman kemur” ef
margir leggja fram eitíhvað'. Ný-
íslendingar eru allra manna vanast-
ir fjársamskotum til hjálpar þeim
sem bágt eiga og eru yfirleitt frá-
bærlega hjálpfúsir. Safnast hér
oft mikið fé í svona augnamiSi. Má
og vera að einhverjir aðrir en þeir
hrærist til meðaumkunar í tilefni af
þessu sorglega slysi og rétti hjálp-
Endurminning:
Saman á heiðri sumar nótt
sátum við t^ö, en alt var hljótt
það bærðust ei blöð fyrir vindi.
Á brosandi hafið bjarma sló,
báran við ströndina hló og dó
í eilífu vor nætur yndi.
Við hjöluðum margt um beimsins
glys
og hamingju vonirnar táldrægt fis,
um lifið í brosandi lyndi.
Þ ví blíðleg og fögur, svo björt og
hrein
bliikandi vonin sem ársól skein.
Ó, að eg aftur þig fyndi.
En langt er nú síðan þá liðnu stund
eg lifi og þreyi vom endurfund
í eflífu vomætur yndi.
En jægar á himninum heiðsól skín
úr heiminum bendir hún upp til þín
í æskunnar leikandi lyndi.
Halldór Johnson.
Sigurður Biríksson Davidson
Nýfarinn af stað til Englands,
með þeim hluta 197. herdeilldarinn-
ar er fór ihéðan þann 18. janúar,
SigurSur, annar sonur Helgu David-
sonar, til heimilis hér i Winnipeg,
sem lagt Wefir af stað i þetta strið.
Hann er einn af þeilm lang fyrstu,
sem innrituðust i 197. — Vikinga
herdieildina.
Sigurður er fæddur hér i Winni-
peg 15. okt. 1891, ög er þvi 26 ára
að aldlri. Gekít hann hér í bæ á
bamaskólann og svo þar á eftir
einn vetur á Businiess College; þrjú
og hálft ár á Wesley College og út-
sikrifaSist f Manitoba University
árið 1915 (Matriculation). — LagSi
aðal ástundun á tannlælkningu og
var talinn með þeim beztu í þeirri
iðn (Mechanical Dentistry) hér í
bæ; og mun hann eflaust fullkomna
sig sem tannlæknir, ef hann á þvi
láni að fagna að komast heim h'eill
á ihúfi. •— Allir íslendingar hér í
horg ikannast við hann, því hann er
hér upp alinn, hefir tekið þátt í al-
mennum Íþróttum og mörgu öðru
hér i bæ.
Eftir að hann gekk í 197. her-
díeildina gekk hann hér á herbún-
aSarskóla og lærði þar að stjóma
hraðsikota bvssu (Maohine Gun), og
er sú staða afar ábyrgðarfull og
ein af þeim lang hættulleigustu.
Fylgja honum óskir beztu til
fararheilla.
Veizlukveld í skógarjóðri.
Þar heima geymast heilög sögu vígin
minn hugur leitar burt á fjarra
strönd,
er seint á aftni sæl að viði hnigin
sólin gyllir Vínlands akurlönd.
ÞÓ hljlómi gígjur hátt í veizlu sölum
og hrynji ljós um glæstra sala tjöld,
hve hjartans feginn heima i íslands
dölum
heldur vildi eiga þessi kvöld.
Hann sem nomir ihröktu af feðra
•• !_• iV» timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limited
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
ströndum
í hjarta geymir löngu dulinn harm,
þó hagsæld máske ’ann hafi í öðr-
um löndurn —
því hrynja tár af útlendingsins
hvarm?
Því þar sem aðra þjóðir tungu tala
í töfra Ihljómum deyr þitt bama mál,
þú sofnar værum, isætum munar
dvala
en svefninn glatar lifs þíns eigin
sál.
Halldór Johnson.
Húsfrú Jóhanna Magnússon
Dáin 13. ágúst 1916.
í heiðbláma vorsins á Helgafelli
geymist minning góð,
þangað á langéldúm liðins tíma
upp þin æska leið. —
Ófu’ inn í skap þitt afl og djörfung
fjöllin himin há,
en fegurð og frelsis myndir
vítt og voldugt haf.
Reyndust þœr gjafir gulli betur
er á æfi leið,
því yfir brotsjóa og blindsker mörg
komstu heil i höfn.
Konan ísilenzka að erfðum tókstu
ást þá sem aldrei deyr,
sveif hún í sólgeislum sjálfsfórnar
þegar þörf var mest.
Fækkar þeim konum sem fylgt þér
öðmm fjölgar ótt, fgætu
sem eiga í tízku og tildurs dúðum
Verðlausa, visna sál.
Gestur eg kom að garði óþektur
þreyttur í þungum ihug,
og andlega strax hjá þér og þínum
sárþráða samhygð fann.
Þú varst mér móðir er mest eg leið.
— Umhyggja og ástúð þá
(sama mér var og sólskin blómi
þvi, sem í skugga skalf.
Krýp eg niður að köldu leiði
— fanstu’ eá það féíllu tár — ?
Hneigi eg höfuð með hjartans þökk
og kveð þig í síðsta sinn.
Birtir í austri, blámar fyrir
andans óskastund.
Hefja sig vonir i vafurlogum
út yfir dauðans djúp.
Jónas Stefánsson
frá Kald'bak.
Herskylduáskoranir,
Hermannafélagið í Winnipeg
hefir sent herstjórninni svohljóð-
andi áslkorun:
“Vér gamlir hermenn brezka rí'k-
isins, sem barizt höfum fyrir mál-
frelsi og mannréttindum lýsum
vanjvSknun vorri á orðum og gerð-
um ]>eirra F. J. Dixons þingmanns
og R. A. Rigg þingmanns og telj-
um það ekki i samræmi við grund-
vallaratriði málfrelsis, iheldur skoð-
um vér það sem landráð og glæpi,
þar sem slíkt er til iþess að æsa
aðra til óhlýðni við skipanir stjóm-
arinnar.
Vér lýsum j>ví einnig yfir að
með því að sjáilfboðaaðferðin í her-
málunum hefir reynst ónóg, j>á
krefjumst vér þess að Canada-
stjórnin setji tafarlaust á herskyldu ;
eða ef það þykir ekki tiltækilegt þá
að nú þegar séu fyrirmæli herlag-
anna sett í framkvæmd og allir
menn teknir í herþjónustu á aldr-
inum miilli 18 og 60 ára, og að eng-
um karlmanni milli x3 og 60 ára sé
leyft að fara úr Canadá til Banda-
ríkjanna; að samgöngum milli ríkj-
anna sé lokað, og að allir þeir sem
,Jlafa tmdirritað skrásetningar-
skjölin sén sviftir borgararétti.”
Því var haklið fram á fundi sein
þessar samþyiktir voru gerðar á, að
með því að framfylgja herfögunum
°g taka alia menn í heræfingu,
100 manns geta fenglfi afi nema
smlðar og afigerfiir á bifreiðum og
flutningsvögnum t bezta gasvjela-
skðlanum I Canada. Kent bseSi aS
degi og kveldi. Vér kennum full-
komlega að gera viS bifreiSar og
vagna og að stjðrna þeim, sömuieiSis
allskonar vélar á sjð og landi Vér
búum ySur undir stöSu og hjálpum
yður til aS ná t hana, annaS hvort
sem bifreiSarstjðrar, aSgerSamenn
eða vélstjðrar. KomiS eða skrifiS
eftir vorri fallegu upplýsingabðk.—
Hemphill’s Motor Sehoois, 643 Main
St. Winnipeg; X827 S. Raiiway St„ Re-
gina; .10262 Pirst St„ Edmonton.
-------- .uiiiiia. a o viKum, hor
um gott kaup meSan þér eruS aS ite
og ábyrgjumst ySur stöSu aS þ
ioknu fyrir $15 til $25 á viku eða v
hjálpum yður til þess aS byrja fyi
sjálfan ySur gegn lágri mánaðarbor
un. Sérstök hlunnindi fyrir þá 5
sem fyrstir koma. SkrifiS eSa kom
eftlr ðkeypis upplýsingabðk. Hem
hills Moier Barber Colleges, Pacil
Ave„ Winnipeg. útibú 1827 Sou
Railway St„ Regina og 10262 Fii
St„ Edmonton.
I
8 ó Ii 8 K I N
Vögguljóð.
Kvæði eftir J. Magnús Bjarnason.
Lag eftir Jón Friðfinnsson.
Söf þú, bam mitt; sætt þig dreymi
svífi englar kring um þig;
sál þín öllum sorgum gleymi,
sof þú, elskan, fyrir mig.
Sof þú, sof þú; blundur blíður
brosandi að þér réttir hönd.
Engla á vængjum önd þín líður
inn á sólrík draumalönd.
Svaf eg vært á svæfli mjúkum,
svaf eg vært á mjúkum dún,
harmur leið úr huga sjúkum,
hulins var mér lesin rún.
Klukkur draumlands heyrði’ eg hryngja,
hjartað styrktist við hvert slag,
heyrði eg raddir sætar syngja,
sungu englar himneskt lag.
Svefns á vængjum sveif eg þýðum,
sveif eg inn á draumalönd,
batt mér krans úr blómum fríðum
björt og lipur Kerúbs hönd.
unaðsljóð mér englar sungu,
alt um kring var Ijómi skær,
bjó mér von í brjósti ungu,
bar mig portum himins nær.
V
Sólskinssaga.
Kæri ritstjóri minn! Hér á heimilinu “Betel”
er gamall maður (78 ára gamall), er Björn Magn-
ússon heitir, kominn hingað frá Argyle. — í
Lögbergi nr. 4, 25. janúar, var lesin fyrir hann
ofurlítil sága í “Sólskini”, sem sonar sonur hans
Leó Jónasson í Argyle hafði sent hingað. Og
fanst gamla manninum svo mikið til um söguna,
þó hún stutt væri, að í augu hans, sem búin eru
að vera blind í 14 ár komu tár, og ræma í hálsinn.
Og bað hann mig að senda einhverja litla sögu í
Sólskin, sem eg kynni, svo litli Leó fengi sína sögu
borgaða; og sagan er svona:
pað var nokkrum dögum fyrir jól að Margrét
litla, sem var dóttir mjög fátækrar ekkju, kom
til móður sinnar og sagði; “Mamma! Nú sé eg
svo marga menn ganga hér um strætið með bögla
undir hendinni, ætli það séu ekki alt jólagjafir, —
en engin kemur hingað, og við fáum enga jóla-
gjöf. pú segir þó að jólin séu afmæli Jesú Krists.”
— “Já, góða mín, það er satt, það er kærleikshátíð,
og þá langar alla til að gefa jólagjafir. En við er-
um svo fátæk að við getum ekkert gefið, og því
Iítil líkindi til þess að aðrir muni eftir okkur”,
sagði móðir hennar. — “Já, en er ekki Jesús
Kristur ríkur, og mun hann ekki senda okkur
nokkuð?” spurði Margrét litla. “Jú, góða mín,
hann hefir lofað því að gleyma okkur ekki,” svar-
aði móðir hennar. — “Hve nær ætli sendingin
komi,” spurði Margrét. — “Bráðum, góða mín,”
sagði móðir hennar.
Nú leið og beið, menn gengu fram hjá og báru
bögla, ýmist í annari hendi eða báðum, en enginn
fleygði bögli eða bréfi heim að húsi ekkjunnar. —
Pað var komin porláksmessa, sem er dagurinn
á undan aðfangadeginum. pá kom litla stúlkan
inn með tár í augunum, og sagði: “Mamma!
Hann hefir gleymt okkur, — hann ætlar ekkert
að senda, þú verður að minna hann á það, — hann
kann að gleyma því af því að afmælið hans er.”
“ó-nei, góða mín, hann gleymir okkur ekki. Eg
ætla nú að skreppa niður I bæ, vertu nú róleg
heima á meðan, og rjálaðu ekkert við eldinn,”
sagði móðir hennar og gekk út. —
pegar Margrét var orðin ein heima í húsinu,
náði hún sér í pappír, penna og blek, settist niður
og fór að skrifa, eða réttara sagt að klóra, því
illa var hún skrifandi. pað var sendibréf, sem hún
byrjaði á og hljóðaði þannig: “Elskulegi Jesús!
Gleymdu ekki okkur, og mundu eftir hverju þú
lofaðir mömmu. Við höfum ekkert fengið ’á jól-
unum, og mamma getur ekkert keypt, segir hún.
pín einlæg; Margrét.
621, 31. gata hér í borginni.
Pegar litla stúlkan var búin með bréfið, setti hún
það innan í umslag og skrifaði utan á það eins
greinilega og hún gat:
Til Jesú Krists Guðs sonar í himnaríki.”
pví næst skaust hún út með það í póstkassann á
næsta götuhorni. pegar móðir hennar kom heim
sat hún með krosslagðar hendur í kjöltu, og bjart-
ur gleðisvipur Ijómaði um andlit hennar, eins og
hún væri nýbúin að leysa af hendi eitthvert vanda-
verlc, en ekkert sagði hún móður sinni.______
Seinni part dagsins, eins og vanalega, tók bréf-
söfnunarmaðurinn úr stræta-kössunum. En þeg-
ar hann sá þetta einkennilega bréf frá litlu stúlk-
unni, gat hann ekki stilt sig um að brosa: “petta
er."ú sannarlega einkennilegt”, sagði hann við
sjalfan sig, en lét þó bréfið niður í pokann. Maður
\
>1
8 ö L S K I N
sá sem las í sundur bréfin á pósthúsinu, rak upp
undraunar hljóð, þegar hann sá bréfið, og þyrpt-
ust nokkrir í kring um hann til þess að sjá utaná-
skriftina, en stóðu svo brosandi og hálf hyssa, og
var bréfið tafarlaust flutt til pósthúss-stjórans.
Og eftir að hann hafði brotið það upp og lesið,
leitaði hann upplýsinga um ekkjuna og litlu stúlk-
una; og var einhver á pósthúsinu sem eitthvað
þekti til þeirra. Pósthús-stjórinn bjó út gjafa-
lista handa ekkjunni og dóttur hennar og sendi
hann um pósthúsið til allra, sem unnu þar; sjálf-
ur skrifaði hann nafn sitt fyrir 10 dollurum. Og
eftir lítinn tíma voru komnir 50 dollrar í pening-
um, — sett innan í umslag með þessu innihaldi:
“Til Margrétar litlu.—Frá Jesú Kristi.” Og svo
var skrifað greinilega utan á bréfið alt sem þurfti
til þess að það kæmist til skila. —
Á jólakveldið klukkan átta var dyrabjöllunni
hryngt hjá ekkjunni fátæku, og Margrét litla
hljóp til dyranna, tók upp stórt bréf og hljóp með
það til móður sinnar. “Sjáðu mamma! Ekki
hefir blessaður, elsku Jesús gleymt okkur. ó,
sjáðu hvað bréfið er stórt! Nei! hvað það er
stórt!”
Um kveldið eða jólanóttina var bjart og glatt í
smáhýsi ekkjunnar. Og dagana eftir lá margur
fallegur hlutur á spegilborði ekkjunnar. En mest
bar á einum skrautlegum hlut, það var æfisaga
Jesú Krists, eða Nýja testamentið, gylt í sniðum
og í mjög vönduðu bandi. — 0g fáir gengu svo
fram hjá húsi ekkjunnar dagana á milli jóla og
nýjárs, að ekki yrði þeim eins og ósjálfrátt litið
þangað heim. Og margir þurftu á.eftir að kljúfa
hárið frá andliti Margrétar litlu, til þess að geta
séð augu hennar og framan í hana. —
Gimli, 27. janúar 1917.
J. Briem. —
Merkur maður.
Kæru Sólskinsbörn:— pegar við lesum okk-
ar skemtilegu fornsögur, finnum við til þess með
ánægju, hvað íslenzka þjóðin hefir átt marga
góða, mikilhæfa og göfuga menn frá fornöldinni,
og það áður en ljós kristindómsins skein yfir
landið.
Einn af þeim mönnum sem einna mest hrífur
tilfinningar okkar, er hinn mikli mannvinur por-
valdur Konránsson, sem kallaður var hinn víðförli.
pótt sá maður sé æði mörgum kunnur, þeim sem
íslenzka sögufræði hafa kynt sér, eru hinir marg-
ir, sem ekki þekkja hann. Að minsta kosti yngri
kynslóðin.
Sýnist því vel vð eiga að láta Sólskin gefa
ykkur nokkrar hugmyndir um þennan góða,
merkilega og göfuga mann, sem fyrstur allra
manna varð til þess að færa hið andlega ljós yfir
okkar þjóð. pað var porvaldur Konránsson, sem
færði birtju og yl kristindómsins yfir hið kalda
ættland okkar. pað var hann sem lagði grund-
völlinn undir kristindóminn í landinu.
porvaldur Konránsson var fæddur að Giljá
í Vatnsdal um miðja 10. öld; bjuggu þar forledr-
ar hans, Konrán og Jámgerður. Segir sagan að
þau hafi verið auðug af fé. Annan son áttu þau
er Ormur hét. Unni Konrán honuu mjög, en um
porvald þótti honum ekki vænt. Konrán lét por-
vald vinna meira en hann var fær um og oft illa
klæddan og það strax á unga aldri. öll sín verk
leysti porvaldur af hendi með trúnaði, hann hlýddi
öllu sem faðir hans sagði honum með auðsveipni
og góðum vilja. Segir sagan að hann hafi verið
strax sem barn betur siðaður en önnur börn um
hans daga. Konrán bóndi kunni ekki að sjá hvaða
maður bjó í þessum unga manni, og mat hann
miklu minna en Orm bróður hans.
Um þær mundir bjó á Spákonufelli á Skaga-
strönd kona sú sem pórdís hét, vitur var hún og
góðgjöm og forspá mjög; trúðu menn því að eftir
gengi það sem hún segði.
pað var eitt sumar að pórdís spákona þáði
heimboð af Konráni bónda að Giljá. Var hann
mikill vinur pórdísar. En sem pórdís hafði
skamma stund setið að veizlunni, sá hún brátt hve
mikill munur var gerður á porvaldi og Ormi.
Hún sgir við Konrán: “pað vildi eg að þú legðir
meiri rækt við porvald son þinn, en þú hefir gert
hingað til, sé eg”, sagði pórdís, “og það er satt,
áð hann verður betri og ágætari maður en allir
þínir frændur. Getir þú ekki sýnt honum þá ást
sem verðugt er, þá fáðu honum peninga og lát
hann lausan, vel getur verið að aðrir sjái um hann
á meðan hann er ungur.” Konrán sagði: “pú
talar af góðvild mikilli, pórdís. Mun eg fá honum
silfur.” Kom hann þá með sjóð einn og fékk hon-
um. pórdís leit á silfrið og mælti: “Ekki skal
hann þetta fé hafa. petta fé hefir þú með yfir-
gangi fengið og ofríki af mönnum.” pá sótti
Konrán annan sjóð. pórdís Ieit á: “Ekki vil eg
þetta fé fyrir hans hönd, því fé þetta hefir þú
með rangindum tekið af landsetum þínum. Heyr-
ir það ekki til manni, sem réttlátur verður og
mildur.” pamæst kemur Konrán með hinn þriðja