Lögberg - 15.02.1917, Side 1

Lögberg - 15.02.1917, Side 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að Kafa það aem ljúffengast. Ciftingar kökur búnar •g prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvibökur einnig til sölu. Pantanir frá varzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eig.ndi, 1156-8 Ingarsoll St. - Tals. G. 41*0 ~" 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR 1917 NÚMER 7 Gleðifréttir f rá Islandi. Nýtt skip keypt fyrir “Goðafoss”, miklu stærra; heitir “Lagarfoss”, er 1550 smáléstir, fyrsta flokks skip; kostaði 1,277,500 kr. pingið kaupir stórt gufuskip til strandferða og tvö minni. Prívat menn í Reykjavík kaupa í New York gufuskip jafnstórt “Gullfossi”, stórt seglskip og gufuskip til fiskiveiða. Bisp, gufuskip stjórn- arinnar fór heim frá New York hlaðið vörum 31. Janúar.— Stjórnin starfrækir allar kolanámur landsins og selur kolin. — Stephan G. Stephansson boðinn heim. Hreint að verki gengið. Martin forsætisráöherra í Saskat- chewan hefir byrjaö stjórnarferlil sinn hreinlega og drengilega. Eins og kunnugt er v'oru ýmsir kaerðir þar vestra fyrir fjárdrátt og voru flestir þeirra sýknaðir, en þrír voru fundnir sekir aö meira eSa minna leyti. Þegar þingiS kom saman í Saskat- chewan lýsti forsætisráSherrann því yfir aS hann ætlaSi sér engan að of- saekja þótt andstæSingur sinn væri og engum aS hlífa þótt samflokksmaSur væri. KvaSst hann verSa aS leysa af hendi þaS skyldustarf þótt viSkvæmt væri og losa þingiS og flokkinn viS þá inenn, sem orSiS hefSu til þess aS kasU skugga á þær ljósu leiSir, sem stjómmálin í Saskatchewan hefSu átt aS fagna. “Nafn flokksins, nafn þingsins, þjóSarinnar og fylkistns verSur að sitja fyrir öllu”, sagSi stjórnarformaSurinn. C. H. Cowthorpe, þingmann fyrir Biggar kvaS hann vera einn þeirra er sannir hefSu orðiS aS sök; hafði þess veriS fariS á leit viS liann að hann segSi af sér, en hann hafSi neitaS því; kvaS forsætisráSherrann þaS þess vegna vera eina úrræðiS aS reka hann af þingi og lýsa sæti hans autt. ÞaS kvaSst hann ætla sér aS gera. H. C. Pierce þingmaður frá Wadena”, sem nú er i fangelsi, hafSi sjálf- r sagt af sér og þurfti þvf eng- ar frekari frainkvæmdir viSvíkjandi honum, en S. R. Moore þingmaSur fyrir Pinto Creek afsagöi hieS öllu aS leggja niSur envbætti og kvaSst Martin telja þaS skyldu sína að reka hann meS öllu úr liberal flokknum. Þegar óráðvendni sannaðist á full- trúa þjóSiarinnar, þá yrSi að láta sama yfir þá ganga og aSra menn — aö minsta kosti ekki vægara. Martin hefir meS þessu sýnt aS hann ætlar ekki aö láta nein óheilla- öfl Ieiöa sig í gönur. Er þetta ólíkt því sem menn hafa átt aö venjast í Manitoba til skamins tínia. HefSi Roblinstjórnin fariö eins aS þegar óráSvendnin komst upp um þá sem henni voru áhangandi, þá hefSi betur farið en fór. írar krefjast sjálfstœðis. Eftirfarand i ákvörSun var borin upp og samþvkt á fundi Nationalista- ílokksins á föstudaginn var, og John Rcdmond foringja flokk^ins faliS aS flytja það á þingi. • “Til þess að styrkja bandamenn i stiíöinu og til þess aS öSlast jafnan rétt viS-aðrar smáþjó'ðir og þjóöern- isviöurkenningu gagnvart hinni and- stæSu stefnu Þjóöverja, sem hefir fyrir markmiS hernaðaryfirráS, án þess aS þeir séu aðspurðir, sem stjómaS er, er það áríöandi að veita frlandi tafarlaust frjálsa stjórnar- skrá, eins og því hefir veriS lofaS fyrir löngu.” fFree Prfpss 0. jan. 1917J. Askorun. Capt. H. M. Hannesson, hirtn nýi foringi 223. herdeildarinnar, skorar á alla fslendinga, sem vinveittir eru deildinni og heima eiga í Vestur Canada að leggja fram það lið sem þeir geta. Deildin þarf að fá 20(1 hermenn tafarlaust, og fjárhagslega hjálp þarfnast deildin til ]>ess aS horga skuldir sínar. Ef þú getur ekki gengið í deildina, þá getur þú styrkt hana meö fjár- framlögum, sem hér með er óskað eftir. Allar fjárframlögur veröa viðurkendar í þessu blaSi og ættu þ;er að sendast til Capt. W. Lindal < >f ficer Récruting 223rd Battalion +02 Kensington Block, Winnipeg. Þar er einnig liSsafnaöarstöS henleildar- ínnar, og allir þeir sem vilja innrit- ast ættu aö gera Capt. Lindal aövart og skrifa utaná til hans þatrgaö eöa koma sjálfir. Stór bruni íÁrborg ('Frá fréttaritara LögbergsJ Á sunnudagsmorguninn var, 11. febr., kk um 8, kom upp eldur i bygg- ingunt S. M. SigurSsonar kauprn., og magnaðist svo skjótt, aS sýniegt var aö ekki mundi veröa viS neitt ráðið meS þeim slökkvitækjum, sem fyrir hendi voru. Fór eldurinn á örstutt- um tírna um allar byggingar kaup- manns, verzlunarbúð, vörubyrgSahús og geyntsluloft yfir þeint byggingum, og svo unt íbúðir uppi og niöri, sent þar voru aftur af. VarS báliS þá feiknamikiö. Barst þaS aS Vörmu spori í næstu bygging, sem var knatt- borSastofa nteS rakarabúS í öSrum enda, og þaöan jafnhraSan í lyfjabúS þeirra Pálsson bræöra ('Dr.T. P. Páls- sonar og Ásbjarnar bróSur hansj. Sú bygging var æSi stór, nteS búS niðri í framenda, eiy íbúS á lofti, þar sem Ásbjörn og fólk hans bjó. Þar niSri var og talsímastöð þess kerfis fylkis- stjórnarinnar, sem er í Árlxirg og þar í grendinni._ Fast viS lyfjabúöina aS norSanverSu var gistihús þeirra Andersons ltjóna, Brynjólfs og Sæ- uUnar Anderson, mikil bygging. Gekk eldurinn á röSina noröur þar til gistihúsiö stóð í björtu báli. Brunnu þarna allar þessar byggingar til grunns niSur á ótrúlega skömmunt tínia. ÞaS eina, sem v'iS varS ráSiö, var aö varna eldinum suður á bóginn. Verzlunarhús R. J. Wood, stór bygg- ing, er næst fyrir sunnan þar sem verzlunarshús S. M. SigurSsosnar stóðu. Var hópur manna viS aö bera vatn á noröurhliö þeirrar byggingar og varS hún, þó tæpt stæði, varin á þann liátt fyrir eldinum. HjálpaSi þaö og til, aö byggingin er meS flötu þaki og þvi þægilegt aS vatnsbera veggina af þakinu ofan. Allar bygg- ingarnar, sem brunnu, v'oru og með flötu þaki, en þær stóðu í svo þéttri röS, aö sýnilegt var aö sami dómur gengi yfir þær allar. Aftur var auð TóS og þó mjó, á milli verzlunarhúsa þeirra*?. M. S. og R. J. W. VarS þaS til mikils láns, því hefði eldUrinn komist suður á bóginn yfir þá lóö, þá hefði hann sleikt upp alla húsarööina strætiS á enda suöur á horn og þar með þá öll verzlunarhús ív Árborg, sem teljandi eru. í röS þessari eru ekk færri en fimm verzlunarbúðir enn uppi standandi, þar meS íaldar búöir þeirra landanna SigurSsosn og Reyk- dal, syöst á horninu, og SigurSsson og Thorvaldsson þar næst fyrir norS- an. Hinar húSirnar eiga annara þjóða inenn. Þetta heföi alt brtinn- iS til ösku, ef ekki hefði tekist aS stööva eldinn þar sem hann varS stöSvaður, því röSin er svo þétt, aS þaS tná heita aS búðirnar standi hlið viö hliö götuna á enda. Iván má þaS teljast og þaö ekki lítiS, aö alt fólk hjargaöist. Stóö þaö þó nokktrS tæpt í sumum tilfell- um, og heföi þessi voöaeldur koniiS upp svo sem þremur til fjórum stund- um fyr, þá er ekki sýnilegt annaö, en aö manntjón lieföi orðið og hver veit hvaS mikiS. Um skaSann rná þaö víst segja, aö hann er í flestum tilfellum æSi mikill. Einhver ábvrgS inun þó hafa veriö á byggingunum og ef til vill á v'öruni. Um þetta er mér ekki vel kunnugf. Einhverju ltilsháttar varS bjargaS, helzt úr þeim hlutum bygginganna, sem búið var í og eldurinn hremdi ekki þegar í byrjun. Heyrzt hefir, aS S. M. SigurSsson byggi verzlunarhús sín á ný undir eins og rústiranr kólna og fært verð- ura að taka til tarfa. Þeir Pálsson bræSttr hafa þegar leigt sér húsrúm þar sem þeir byrja lyfjaverzlun á ný og veröur þá væntanlega sett á laggirnar miSstöö talsímakerfisins. Er búist við, aö menn komi í kvöld (mánud.J frá Winipeg til aö koma símakerfinu í lag og aö þáS geti tek- iS til starfa aftur innan skamms tíir.a. HvaS þau Andersons gera, er mér ekki kunnugt, hvort þau byggja slra.v eöa meS vorinu, hefir ekki heyrzt. Sennlegt þó. aS ekki liði á löngu, aS gistihúsiö verði reist á ^ý. VerSur tæplega komist af án þess. B'ót í máli |x), aö Stefán GuSmundsson liefir stórt og mikið hús. Hefir ferSafólk stundum slegið sér aS hjá honum. Býst eg við, að bæJ5i hann og aðrir, sem húsrúm l\afa, greiði fyrir f .Iki ineS næturgsting á meSan á því stendur að gistihúsiö ris úr rústuni og tekur til starfa á ný. Andrés Freeman. Andrés Þorleifur Freeman var fæddur aS Snæringstööum í Vatns- dal í Húnavatnssýslu á Islandi, í febrúar mánuði 1862. FaSir hans hét Bjarni Frímann Jónsson og móSir hans Ingibjörg Jóhannesdóttir. Voru þau hjón í húsmensku en munu aldrei hafa bú reist. Fárra ára gamall misti Andrés föSur sinn og var eftir það viö erfið kjör á vegum móður sinnar, og fluttu þau vestur um haf sumariS 1874. Settust þau aS tneS öSrum íslendingum í Kinmount í Ontario-fylki. Sumariö eftir fluttust þau í hópi fyrstu Islendinga til Nýja íslands og settust aS á Gimli. MóSir Alndrésar giftist Erlendi Ólafssyni, og var Andrés hjá stjúpföður sínum þau ár, er hann var á Gimli. Fyrir eSa ura áriS 1880 fluttust þau hjón al- farin frá Girnli, settust aS í Pembina og dvöldu þar ávalt síöan, en Andrés varð eftir í Winnipeg. Ingibjörg er dám fyrir mörgum árum, en Erlendur er enn á lífi viö háan aldur. Þau ár sem Andrés dvaldi á Gimli í æsku, komst hann í kynni við séra Jón Bjarnason og frú Láru; kendu þau honum undirstööu-atriSi al- mennra mentafræða, og var þaS sá grundvöllur, sem Andrés síðan bygði á af eigin randeik, mikla og haldgó'ða þekking. VoriS 1878 fermdi séra Jón Andrés ásanit öSrum ungmennum í Nýja íslandi. Hélt Andrés trú sína vel til dauðadags og v'ar jafnan ákve'Sinn kristindómsvinur og kirkju- stoS. Andrés kom til Winnipeg skömmu eftir fermingu og dvaldi hér ávalt síöan. Hann byrjaði hér lífsstríöiö einn og umkomulaus, líkamlega fatl- aöur og fákunnandi. En hann hafði viljaþrótt óvenju sterkan, mikla hæfi- leika til að læra og það manngildi, seni ávann sér vini. Hin fyrstu ár vann hann ýmiskonar búSarstörf. ÁriS 1888 komst lann að atvinnu á einni skrifstofu fvlkisstjlórnarinnar, þeirri er Mr. James Penrose stýröi, seni alkunnugur er íslendingum. VarS Andrés siöar sá, er mestu réöi. á skrifstofunni, og gegndi hann þvíl embætti þar til 1899. Þá fékk hannj stöðu hjá sambandsstjórninni viðl skrifstofu þá, er annast landeign stjórnarinnar; þar næst var hann gerÖur aSstoSarmaður víð þá stjóm- ar-skrifstofu, er eftirlit hefir með skóglendum ríkisinsj og skömmu síðar var hann geröur skrifstofu-stjóri þeirrar deildar ('Crown Timber AgentJ og gegndi hann þeirri stöðu ávalt síöan. 25. dag apríl mánaöar 1895 kvong- aðist Andrés Freeinann og gekk aS eiga Oddnýju Pálsdóttur Jónssonar frá Tungu í FáskrúSsfirSi og konu hans Ólafar Níelsdóttur. Oddný er valinkvendi og frábær dugnaðar kona'. Var hún stoS hans og stytta ávalt. Hún lifir mann sinn, ásamt þremur mannvænlegum börnum þeirra hjóna: Herbert Andrés, 20 ára, Al- bert Lattrence, 19 ára og Jónína Mar- grét, 16 ára. Eru ]>eir bræöur báðir meS Canada-hernum. Fyrir hálfti öSrit ári síöan fékk Andrés slag ('heilablóðfallj, og náði sér aldrei atfur. Hann dvaldi í Califomia í fvrra vetur, en kom heim meS vorinu. Sjúkdómurinn ágeröist æ þar til dauSann bar aS 6. febrúar. Útför hans frá Fyrstu lútersku kirkju 8. þ. m. var afar-fjölmenn og hátiö- leg. SöfnuSinum hafði hinn látni til- lieyrt frá öndverðu og verið þar at- kvæSa niaöur. ÞaS má fullyröa, aS meö Andrési Freeman höfunt vér íslendingar mist úr hópi vorurn einn af merkari mönn- um þjóðar vorrar hér. ÞaS mun lengi uppi, hve vel honum fátækum útlending. tókst aS brjótast áfram til vegs og virSingar í þessu Iandi. Enda elskaði hann Canada af heilu hjarta sem föðurlaitd sitt.' Flestum mönn- uiú var hann fróðari um sögu lands- ins og stjórnarfar frá upphafi vega, og tunga landsir.s- mc- sem móöurmál hans. — í félagsmálum Islendinga tók hann mikinn þátt og lét sér velferð landa sinna fyrir brjósti brenna. Hann var jafnan ákveðinn í skoSun- um og framfylgdi þeim meS krafti. — Heill maSur og góöur drengur. Til móður minnar. Kristjönu Gunnarsdóttur Hafstein í bein- brotslegu hennar áttræðrar (1916). Elskulega mamma mín, má eg örstutt ljóð þér færa, lítt þótt mýki meinin þín, jA mæðraprýðin góða, kæra. Meiri sól og sældarkjör sjálf þú öðrum létir valin heldur en þinni fylgdu för fram í gegn um kalda dalinn. Nyrðra, út við æginn blá, undir bröttum Laufás hnjúki, þar sem hreiður enn sér á æðarfugla skarinn mjúki, lék þér fyrsta Ijós um brá lékstu þér með sterkum bróður, ljóð og sögur lærðir hjá ljúfum föður, góðri móður. 1 Út um varphólm allmörg spor áttir þú, en sízt til leita. Int þér var: “Um ísköld vor æðarnar til blóðs sig reita til að hlúa ungum að, upp þær taka þetta lengi, skygnast vildir þú um það. petta snerti skilda strengi. Nyrðra, út við ægi blá, æskudagar skjótir liðu. Ei skal herma hörmum frá. . Harma nokkra flestir biðu. Afskift naumast þú varst þess, þó var jafnan sálin hreina trúarglöð, og hugur hress huggun öðrum til að beina. Syðra hér við sæinn blá sorgir nægar á þér dundu. Enn samt ljómar áttræð brá v elskugnótt og vonarlundu. prátt fyrir sár og brotin bein brjóst þitt enn þú vildir reita einhver til að mýkja mein. Magn er enn til slíkra leita. Veiti drottinn nokkrum náð, náð og sæld þér áttu vísa. öll þín hyggja, alt þitt ráð æori krafta leiðsögn prísa. Elsku mamma mild og góð mildur guð þig enn þá styrki. Fyrirgef mér lítið ljóð. Lífsins faðir mátt þinn styrki. Hannes Hafstein. Bryan talar um ,stríð. Á afarfjölmennum fundi, sem haldinn var í New York á föstudag- inn, flutti Williams Jenning Bryan langa ræðu'og snjalla; er sagt aS hann hafi talaö þar af dæmafárri mælsku. Hann sagði meSal annars aS ef beinlínis væri ráSist meS stríSi á Bandaríkin, þá ætti aS berjast þang- aS til enginn stæSi uppi lifandi, ef á þyrfti að halda, en undir engum kringumstæðum ætti aS byrja striS aS fyrra bragSi. “Ef eitthvaS er gert á hluta vorn svo alvarlegt aS stríS hljóti aS fylgja”, sagSi hann, “þá á aö fresta því stríði þangaS til þetta stríS er úti, til þess aS engir “banda- menn” geti sett oss stólinn fyrir dyrn- ar á ríokkurn hátt. Þannig þarf einn- ig aS breyta lögum allra þjóSa, aS engir stjórnendur né einstakir menn ráSi því hvort þjóSin fari i stríð, heldur atkvæSi allra landsbúa.” Á laugardaginn skrifaöi Bryan á- varp til Bandaríkjaþjóöarinnar þar sean hann skorar á hana aS fara ekki í stríS. í þeirri áskorun er þetta meöal annars: “Margir vegir eru færir til þess aö forSast stríS. Sá fyrsti er aS fresta þangaS til stríöiS er búiS öllum þeim deilum, sem nú er ekki hægt aS jafna á friSsamlegart hátt. 1 ööru lagi getum vér gætt þess aS borgarar Bandaríkjanna feröist ekki á skipum neinna ófriSarþjóSanna. t þriöja lagi getum vér neitaS því að leyfa skipum Bandaríkjanna eSa ann^ra hlutlausra Tíkja aö flytja þær vörur sem bannaðar eru á þeim sömu skipum. f fjórSa lagi getum vér lýst þv^yfir, að vér verndum ekki þá borgara og berum enga ábyrgS á þeim, sem eru viljugir aS stofna friöi þjóSarinnar í hættu meS því aS feröast sem sjó- menn a skipuni, sem bannaSar vörur flytja. - fimta Iagi getum vér, ef naúösyn krefur, haldiS öllum skipum voruin utan hættutakmarkanna i bráSina, al- veg á sama hátt og borgarstjóri skip- ar íbúuim ,-fö vera heima, þegar upp- hlaup er á götunum. í sjötta lagi getur þingiS, seni eitt liefir vald til þess aS segja stríS á hendur, borið þaS undir atkvæöi fólksins, hvort stríS skuli hafiS eSa ekki, nema þvi aöeins aö beinlínis sé, ráSist á landiö.” Þessa ræöu Bryans fluttu bæSi blöðin “Tribune” og “Telegram” á laugardaginn var. Or bœnum og grend. Undir GlöSum stundum kemur um- sögn um íslenzku samkomurnar í næsta blaði. Þann 29. Des. síSastl. andaðist aS heimili Jóns Brandsbnar aS Garðar í NorSur Dakota, Kristín Jónsdóttir, háöldruö kona. Hún hefSi oröiö 98 ára ef hún hefSi lifaö til 10. febr. þ. á. Hún var ættuö af austurlandi, ekkja Jóns heitins Þorsteinssonar, og bjuggu þau eftir aS til Ameríku kom í íslendingabygðinni í Lincoln Co. í Minnesota. Kristín heitin var mynd- ar og merkiskona, fékst hún mikið vi'ð ljósmóöurstörf og hepnaðist vel. Nokkur síöustu árin var hún til heim- ilis í Garðarbygð. Serg. Wiliam Ward Shaver og Lára Ólina Halldórsson, bæði til heimilis í Winúipeg, voru gefin sam- an í hjónaband aS heimili foreldra brúðarinnar, 664 Banning stræti hér í bæ, þriöjudaginn 6. febr. af séra F. J. Bergmann. Foreldrar brúðarinnar eru þau heiðurshjónin Halldór tré- smiður Halldórsson og Kristólína Jónsdóttir kona hans, sem heima hafa átt lengi hér í Winnipeg. Á öðrum stað i blaöinu birtist aug- lýsing um samkomu þeirra Mrs. P. S. Dalmann og Miss Maríu Magnússon í Riverton annan föstudag 23. þ. m. Ekki þarf að taka þaö fram, að Riv- ertonbúum gefst þar færi á aö njóta ágætrar og uppbyggilegrar skemtun- ar. Mrs. Dalmann er viðurkend hér í bæ fyrir söngsnild sína ekki einung- is me'ðal íslerídinga heldúr einnig og sérstaklega hjá innlendu fólki. Hef- ir blaðiS Free Press hvaS eftir ann- aö flutt mjög lofsamlegar frásagnir um sönghæfReika hennar, sem reglu- lega söngfróöir menn hafa skrifað. Mrs. Dalman hefir lært hjá Ralph Horner, manni sem hefir afar mikla /— ....................... I [Foríngi 223. herdeildarinnar Capt. H. M. Hannesson. Capt. H. M. Hannesson, landi vor, hefir veriS valinn til þess aS stjórna 223. herdeildinni, sem er eina skandi- naviska deildin í Canada. Hefir hann tekiS við stjórn af Álbrechtson, eins og fyr v'ar frá skýrt. Capt. Hannesson er eini íslenzki hershöfðinginn, sent svo háa stööu skipar. Harm er nú að vinna aö því að safna liöi, sem mest hann má. Allir Islendingar í Vestur-Canada mega fagna þeim heiðri, sem Hann- essyni hefir veriS sýndur og óskar Lögberg honum til heila og ham- ingju í þessari nýju stöðu. söng kunnáttu og lært hefir hjá heimsfrægum kennurum. Mss Mar- ia Magnússon er ung hljómlistakona; hefir hún lært hjá Jónasi Pálssyni og telur hann hana meðal hinna allra beztu nemenda sinna. — Þessi sam- koma ve'rður áreiSanlega ess virði, aS sækja hana Vel. Islenzku Kockey-leikararnir úr 223. herdeildinni FREDERICHöOtt HAö PROVEN TO BE fí PACH/IGC. OT PORCE THIö YEfíf?. ) h-F/rrz. vjoui.d Pf GREATLÝ *WIMPf?E.SÖEO IFME. COULO <SEE TME££*5 !N nCT/QN~ OLfi BJORNÖSOH ^ ^ WILL BE BN /?./. HOChEY PLfíVER vJHEN Mö WlNOö G/?OW /N MfíRVEY BENöON 45 THEPE LIHE fí BUNCH OF LIVB VÝ!RfLS> OLÖOri PREööEó Hlö OPPONF-NTö tiflRO pUiTE CONFUÖINO EM.'WHfíT? fíNO k. *10W /ö ONE TO hNOV/ WtUCM WfíÝ t!E W/LL HKfi GO f* Vgjð YOU ChNT. 'ngredienú HY6IENEÍ EXERCIúrí ETC. /v ÚRifcú muHJonss om‘í ^ðMit BfíBIEá FOOO BOBBV’ BENÖON PFMFONniNO H nEonr.fnziNG PEfíT. Frá því síðasta blað Lögbergs kom út, hafa verið tveir hockey kappleikir, og fslendingamir unnu þá báða. — Sá fyrri var á móti Monarchs 1. þ.m. og vinningurinn var 9 mörg gegn 3. Fred- rickson gerði 4, tvo þeirra með aðstoð J. Olsons; p. Olson 3, H. Benson 1 og O. Björnson 1 með að- stoð Fredricksons. — Eins og sjá má af því, að landamir höfðu 6 mörk fram yfir hina, þá var mis- munurinn í þetta sinn afar mikill, og þar við bættist það, að þeir léku af frábærri list. Síðari kappleikurinn varð á móti Victorias síðastl. mánudag, þ. 5., og vinningurinn var 8 mörk gegn 7. F. Fredrickson gerði 4, tvo þeirra með aðstoð J. Olsons; K. Jóhannesson 2, annan þeirra með aðstoð H. Bensons; O. Björnsson 1 og B. Benson 1. — Aldrei hefir verið jafnmikið kapp i nokkrum þessara kappleikja, sem þessum, og þó hefir það oft verið mikið; og það hafa heldur aldrei verið eins margir áhorfendur sem þá, né eins mikill spenningur á meðal þeirra; meiri hluta seinni helmingains lék t.d. byggingin á reiði skjálfi undan hljóðbylgjum fagnaðarlátanna. — Eg hefði viljað geta sagt langa sögu af þessum leik, en eg finn að mig brestur nægilega sterk orð til að lýsa til fullnustu þeirri list er skreytti hann alt frá upphafi til enda. prátt fyrir alt kappið, voru í þetta sinn engin meiðsli og mega þau þó heita algeng, og að loknum leiknum voru þeir svo ’frískir og ó- þreyttir, að þeir léku^sér sem unglömb á vordegi.—Afstaða leikanna er nú sú, að Landarnir (223 herd.) og Vics. Standa jafnir, en Monarchs eru tveimur á eftir þeim, og nú eru að eins tveir leikir eftir, annar í kveld (fimtud.) milli Vics. og Monarchs og hinn fimtudaginn 22. þ.m. milli Monarchs og Landanna. Pað er því síðasti leikur þeirra og æskilegt væri, að íslendingar sæktu hann vel og óskuðu þeim til hamingju með íturmensku Manitoba-fvlkis, sem eg er sannfærður um að beim hlotnast það kveld. Guðm. Sigurjónsson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.