Lögberg


Lögberg - 22.02.1917, Qupperneq 6

Lögberg - 22.02.1917, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FEMTUDAGINN 22. FEBRÚAR 1917 22 Lagasafn Alþýðu milli landa; selja miða í fjárglæfraspili; geta út eða selja ósiðferðileg rit o. s. frv. öll veðbréf eru ógild, sem gefin eru í sambandi við veðmál, eða fyrir áfengi, eða fyrir kosninga útgjöld; það er að segja sá sem veðbréfið var gefið getur ekki innheimt féð og ekki heldur neinn sem síðar fær það, ef hann vissi hvemig á því stóð eða engin samningsástæða var þegar hann fékk það. Veðbréf fyrir skuld í sambandi við fjárglæfraspil hefir verið dæmt ógilt, jafnvel þeg&r saklaus mað- ur hefir haft það og fengið það fyrir verðmæti. d) Innsiglaðir samningar eru gildir þótt um engar samningsástæður sé að ræða. pað að inn- sigli er á samningi gerir hannígildan. pví er hald- ið fram að innsiglið í sjálfu sér sé samningsástæða. e) Veðbréf og ávísanir eru gildar þegar þriðji maður hefir fengið þau í hendur fyrir verðmæti. Jafnvel þótt engin samningsástæða hafi verið til í upphafi. pá er það skoðað sem sjálfsagt að samningsástæða hafi átt sér stað og saklaus mað- ur sem slíka samninga kaupir getur innheimt féð sem þeir hljóða upp á. Aftur á móti heföi sá sem þeir voru gefnir án samningsástæða ekki getað innheimt féð. pess ber og að gæta að jafnvel þriðja persóna, sem í grandleysi hefir keypt, getur ekki innheimt fé á slíka samninga ef þeir hafa verið fallnir í gjald- daga áður en hún keypti þá. pessar f jórar reglur hefir maður gefið sem Anson hét, fyrir samningsástæðum; x Samningsástæða er nauðsynleg við alla óinn- siglaða samninga. xx Hún þarf ekki að hafa áhrif á loforðið í Frá íslandi. Þannig er skift verkum með ráð- herrunum heima aö Jón Magnússon er forsætis- og dómsmálaráöherra (og mentamála), Björn Kristjánsson fjár- málaráöherra og Sigurður Jónsson atv'innumálaráöherra. Lög voru samþykt á alþingi í því skyni að yfirráö fossanna á landinu færi ekki úr höndum íslendinga, og hefir landsjóöur þar sérréttindi, þeg- ar um sölu eöa notkun er aö ræöa. Samþykt var það einnig a8 Iand- sjóöur skykli hafa einkasölu á stein- olíu í landinu. 4000 kr'ónur veitti þingið til vega- geröar á Langadal. 13. janúar dóu þrjár manneskjur á Akureyri af ljósreyk. Þaö var Sig- uröur Sigurösson sjómaöur, Guörún unnusta hans og Jónína systir hennar. Siguröur fanst örendur viö rúm- stokkinn, en stúlkurnar tvær meö lífs- marki, en létust nokkru síöar. 20. nóvember lézt c Bíldudal Tómas Jón$son fyrrum bóndi á Hóli, maöur um sjötugt. Sömuleiöis er nýlátin Sigríöur Kristjánsdóttir ættuö frá Skógarkoti í Þingvallasveit, 86 ára aö aldri. Látinn er nýlega Loftur Gíslason aö Vatnsnesi í Grímsnesi, fullra 87 ára gamall. Páll ísólfsson segir ísafold að sé oröinn organisti til bráöabirgöa viö St. Thomas kirkjuna í Leipzig á Þýzkalandi í staö kennara síns pfófessors Staube, sem gegna þurfti landv'arnarskyldu um tíma. Sýnir þetta hversu mikið álit Páll hefir hlotiö. Haraldur Sigurösson frá Kallaðar- nesi segir.sama blaö aö nýlega hafi haldiö hljómleika í Kaupmanahöfn og sé mikiö af kunnáttu hans látið í, dönskum blöðum. Bæjarfógetaembættinu í Reykjavík gegnir Vigfús Einarsson lögfræöing- ur, en biskupsembættinu séra Jón Helgason, og bankastjórnaembættinu Jón Gunnarsson gæzlustjuri; í hans staö er Benedikt Sveinsson og sam- ábyrgðarstjóri Carl Einsen. Fyrir jólin færöu sóknarbörn séra Magnúsar Jónssonar á ísafiröi honum 1000 kr. gjöf. Blöö frá 17. janúar segja aö í Rvík sé þá sunnanvindur og hláka. Á 18^ára afmæli Ungmennafélags- ins í Reykjavík 2. janúar sendi maö- ur 7,000 kr. í byggingarsjóð félagsins. sitt þúsundiö fyrir hvert barna sinna. Þessa vísu kvaö Matthías Jochum- son, þegar hann hafði lesiö ljóðmæli Hannesar Hafsteins: “Þú hefir sent oss þjóöar hnoss, • þú hefir létt oss mikinn kross, þú hefir kveöiö þrótt í oss, þú hefir borgaö “Goöafoss”.” Fiskiveiðar segir “Lögrétta” 10. janúar að séu víöa góöar viö suöur- og v'esturland. 60 vélabátar segir blaöið aö gangi í vetur frá Sandgeröi. Lagasafn Alþýðu 23 sjálfu sér, en verður að vera einhvers virði í aug- um laganna. xxx Hún verður að vera lögleg. xxxx Hún verður annaðhvort að vera í nútíð eða framtíð, annaðhvort eitthvað, sem gert er eða gefið um leið og samningamir eru gerðir eða lofað að gera eða gefa síðar. Samningsástæða sem liðin er telst ógild. 28. pegar samningsástæðu vantar er samn- ingurinn ógildur. T.d. maður lofar að leggja fram $1000 fyrir ákveðnar rentur til þess að kaupa fyrir einkarétt á iðnaðarvél. Síðar kemur það í ljós að einkarétturinn er ógildur: er þá samningurinn ógildur um leið. Og ef sá er þeim lofaði hefir látið af hendi veðbréf, þá eþ ekki hægt að inn- heimta fé út á það nema því að eins að þriðji maður hafi keypt það fyrir verðmæti og ekki vitað annað en að það væri gott og gilt. pótt samningsástæðu bresti að nokkru leyt’ ógildir það ekki samninginn og getur sá málsaðili sem fyrir svikum verður krafist fullnægingar frá hinum. 29. Góðgjörðaloforð og gjafir án samnings- ástæða eru ekki bindandi af því þar kemur ekkert á móti. Samningsástæða er þar engin, en hún þarf að vera, eins og fyr er frá sagt. pess vegna er það ao loícro um gjöf eða verk er ekki löglega bindandi. a) Munnlegt loforð við mann um það að borga fyrir annan mann skuld, sem á er fallin, heyrir undir velgjörða loforð og verður ekki gengið eftir því með lögum. b) Gagnskiftis loforð, þar sem hvor málsaðila honum heim til þess enn einu sinni aö líta fósturjöröina gömlu. Honum var skrifaö meö síöustu ferð og boðiö aö koma, vegna þess að enn sem komið er hafi undirtektir verið afbragösgóöar. En almenningi veröur bráðlega gefið færi á því að sýna hvers hann metur heimþrá og ættjarðarást landanna fjarlægu. —hjóðstefna. Bréf frá Gimli. Stefán Jónsson læknir frá Kaup- mannahöfn hefir veriö settur kennari í læknisfræöi viö háskólann í Reykja- vík. Séra Friörik Jónsson hefir verið kosinn prestur aö Útskálum. Guömundur B. Kristjánsson var 4. janúar skipaöur aukakennari viö stýrimannaskólann og séra Sigur- björn Ástvaldur Gíslason viö vél- stjóraskólann. Stephan G. Stephansson boðið heim Stephan G. Stephansson er eitt af furðulegustu skáldum þjóöar vorrar, víösýnn djúphygginn og orðspakur. Sum kv'æði hans eru snildarverk. Hann fór tvítugur til Vesturheims 1873, og hefir dvalið þar síöan. Hann er alþýðumaður og hefir jafn- an unnið höröum höndum fyrir sér og sínum. Þó hefir hann lagt þann skerf til bókmenta vorra, er seint mun fyrnast, því aö hann hefir auðg- aö þær bæöi aö efni og formi. Þjóö vorri, landi og tungu ann hann heitt, sem kvæöi hans bezt sýna. — Landar hans í Vesturheimi hafa á ýmsan hátt vottað honum þökk sína, en íslenzka þjóöin hér heima hefir ekki enn sýnt honum neipn vott virðingar sinnar né þakklætis. Kvæöin hans falla henni i skaut, og mætti ætla, aö henni væri kært aö sýna á einhvern hátt þökk sína í v'erki. Vér undirritaðir fulltrúar: Ung- mennafélaganna í Reykjavík, Hins íslenzka stúdentafélags, Stúdentafé- lags háskólans, Lestrarfélags kvenna Reykjavíkur, mentamálafél. Framtíö- arinnar, verslunarmannafél. Merkúrs og sambandsstjórnar U. M. F. í., höf- um því afráöiö, aö gangast fyrir því, að bjóöa skáldinu hingað í kynnisför á komanda vetri, og safna því fé, sem til þess þarf. Vonum vér aö öllum vinum skáldsins veröi Ijúft að leggja nokkum skerf til þessa, eftir efnum og ástæÖum. Reykjavík 12. des. 1916. Agúst H. Bjarnason, GuSbrandur Magnússon, Guðm. Davíðsson, Guðmundur Finnbogoson, Gunnlaugur Einarson, Helgi Bergs, Laufey Vilhjólmsdóttir, Steindór Guðmundsson, Stefón Jóh. Stefónsson, Theódóra Thoroddsen. Félög þessi sem um ræöir í ávarp- inu, hafa átt miklar og ítarlegar um- ræöur um þetta mál. Þau hafa kosið nefndir til þess, aö ráöstafa málinu á sem hyggilegastan hátt. Menn þeir sem undir ávarpið hafa ritað eru full- trúar þeir, sem þessar nefndir hafa kosiö. Kveðskap og þjóðrækni Stefáns þekkja allir nú oröiö svo vel, aö frek- ari meðmæli ættu að vera óþörf. Kvæði hans bera þaö og meö sér hve heitt hann ávalt hefir þráð til ætt- jarðarinnar, þó ekki væri nema í bili, en efnaleysið hefir þar verið honum sá þröskuldur í v'egi, sem hann til þessa hefir ekki getað stigið yfir. Nú er svo til ætlast að þjóðin ís- lenzka þakki honum heimþrána og ættjarðarástina meö því að bjóöa Kæri herra ritstjóri! Jafnvel vinir þykjast oft vera í vandræðum meö fréttir, eöa hvaö þeir eigi að skrifa hver öörum af því að svo lítið sé aö ske, og fátt eöa ekkert beri til tíö- inda, tilbreytingarleýsiö svo mikið. Þeim, sem ekki eiga heima í Winni- peg finst að þaðan ætti að vera minni vandi að skrifa fréttir og ýmis- legt gaman, þar sem svo margt fó.k er saman komið og borgarlífiö sv'o breytilegt — Winnipeg sé líka hjarta- staöur og höfuðborg fylkisins og að þaðan renni allar stóræðar og lífæð ar; — aö einhver munur sé að fá efni í bréf þar, eða. í smábæjunum, sem aöeins séu slagdaufar útæöar eöa straumlitlar kvíslir. — En sé vel að gætt er munurinn ekki svo fjarska mikill. Frá smábæjunum geta menn þó sagt og talað um tilbreytingarleysið, hávaöaleysið og samkvæmisleysiö og þá um leiö næðið, rólegheitin og kyröina, sem hefir sína kosti og ókosti engu síður en hið mótsetta. Til dæmis er ekkert betra aö koma inn og segja: Hvaöa fjarskalegur hávaöi! eöa aö segja: Hvaöa voöalegt hávaöa leysi! — Gimlibæ mætti máske merkja frekar með hinu síöara. Hér er fremur lítiö um félagslíf, en fólkið mjög gott og gestrisið, ef þaö er heimsókt. Enginn Iíður neina nauö, sem eg veit af, og allir vilja hjálpa ef eitthvaö bjátar á, andlega eða likamíega í missi gleði, eða missi eigna. Lækni höfum við hér ágætan, Dr. Sv. Björnson og er hann hvers manns hugljúfi og uppáhald, sem hann þekkja. Hann hefir hér einlægt nóg að gjöra, ef ekki í bænum sjálfum, þá útxum alt land hér í kring. Þaö má segja um hann, svipað því sem Mr. A. S. Bardal útfararstjóri í Winnipeg sagöi eitt sinn viö mig, þegar eg spuröi hann hvernig “businessiö” gengi: “Þakka þér fyrir, elsku- hjartað mitt! Þaö gengur illa síðan þeir komu til sögunnar þessir bless- aöir læknar Dr. Bjömsson og Brand- son, síöan deyr varla maöur.” sagöi Mr. Bardal. — Sama má segja um Mr. Carl Olson, sem er prestur hér á Gimli og nokkurra safnaða hér í kring, hann er öllum, sem hann þekkja mjg hugljúfur og kær, bæöi í kirkju og utan kirkju og hefir hann staðfestu og eindreginn áhuga í kenn- ingum sínum, og væri honum alls ekki um aö kenna þó einhverjir vfldu gretta sig við mjóa veginum, en vildu heldur renna sér glannalega fótskriöu út á þann “breiða og rennislétta”. Þarna eru komnir tveir menn, sem fólk hefir vanalega mikið og breyti- legt aö segja um í þeirra stööu, en um þessa tvo menn segja hér allir á einn veg, nefnilega gott. W/’ „ nmDur, rjaiviour ar öllum Wyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarin*. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. -------------------Limltad ----------------— HENRY AVE. EAST WINNIPEG Þá er að taka til fréttanna þar sem í miðjum október aö hans hátign konungiir “Hvítserkur” hélt innVeiö sína hér á Gimli. Nokkuð kaldlynd- islegur var hann og brunaþungur á svipinn og geröi boð fyrir konungs- dótturina “Sumarfegurö”, aö hún skyldi finna sig tafarlaust. Þegar hún kom til dyranna, fögur eins og hún átti aö sér aö vera, en fölari en v'ant var, var hún klædd í bleikan kjól. Hún brosti raunalega um leiö og hún leit á hinn kaldlynda konung, en svipur hans bifaöist ekki hiö minsta, heldur brá hann hendi undir skikkju sína, tók þaðan töfrasprotann og snart konungsdótturina “Sumar- fegurð” á brjóstið. Hið fagra hár féll af henni, fagri svipurinn hvarf, og hvítur, ískaldur álagahjúpur sveip- aöist yfir hana og lá hún þar hulin sem í líkklæöi. ■En nú er aö segja af dóttur kon- ungsins, dóttur Hvítserks sjálfs, sem hét “Vorblíða”. Hún var hyggin og ráöagóð, eins og dóttir Farós. Þegar- föður hennar fór að syfja, og þreyt- an aö buga hann, þá læddist Vorblíða dóttir hans ofur hægt á tánum inn í vopnabúr fööur síns og náði þaðan úr læstum klefa töfrasprotanum, en það kostaöi hana mikinn sársaúka og áreyslu. Með sprotann fór hún þang- að, sem stallsystir hennar lá bundin í álagahaminum. Hún andaöi ofur þýðlega inn í skóginn, fleygöi mörg- um handfyllum sínum af sólargeisl- um yfir vatniö, þar til klakaböndin Iosnuöu, og töfrasprotanum sló hún þvi næst á nákalda, hvíta hjúpinn, sem þegar hvarf á skömmum tíma. Upp reis þá af álagadv'alanum stallsystir hennar, konungsdóttirin, hin undur- fríða “Suinarfegurð”. Eftir aö Vor- blíöa haföi farið um hana mjúkum höndum og faðmað hana systurlega, fékk Sumarfegurð aftur fallega hárið sitt, fjörlegu augun og góðlega svip- inn. Einnig var hún komin í kjólinn sinn græna og vaf hann smekklega skreyttur ýmislega litum-bekkjum og rósaböndum. — Þegar það fréttist til höfuðborgar- innar Winnipeg að hún væri risin af álagadvala sinum, risin upp ný og fögur, eins og “hin árrisula, rósfingr- aða morgungyðja”, fór að koma þar hreyfing á hina kæru vini og gömlu gesti hennar. Þaö var farið að taka til töskumar og ferðakistumar. Og eftir lítinn tíma sáu menn hér á Gimli að gangpallamir, sem liggja út um bæinn frá járnbrautarstöðinni voru allir fullir af fólki, berandi töskur sínar og bögla, og margir sáust draga andann djúpt, til þess að gefa lung- 100 manns geta fengitS að nema smtSar og aSgerSir á bifreiSum og flutningsvögnum t bezta gasvjela- skólanum t Canada. Kent bæSi aS degi og kveldi. Vér kennum fulí- komlega aS gera viS bifreiSar og vagna og aS stjórna þeim, sömuleiSXs allskonar vélar á sjó og landi. Vér bflum ySur undir stöSu og hjálpum ySur til aS ná í hana, annaS hvort sem bifreiSarstjórar, aSgerSamenn e’Sa vélstjórar. KomiS eSa skrifiS eftir vorri fallegu upplýsingabók.— Hemphill’s Motor Schools, 643 Maln St. Winnipeg; 1827 S. Railway St.. Re- gina; 10262 First St„ Edmonton. Vér þurfum menn aS iæra rakara- 18n. Rakaraskortur er nú allsstaSar meiri en nokkru sinnl áSur. Vér kennum ySur lSnina á 8 vikum, borg- um gott kaup meSan þér eruS aS læra og ábyrgjumst ySur stöSu aS þvl loknu fyrir $15 til $25 á viku eSa vér hjálpum ySur til þess aS byrja fyrir sjálfan ySur gegn lágri mánaSarborg- un. Sérstök hlunnindi fyrir þá 50, sem fyrstir koma. SkrifiS eSa komlS eftir ðkeypis upplýsingabók. Hemp- hill’s Moler Barber Colleges, Paciftc Ave., Winnipeg. Útibö 1827 South Railway St„ Regina og 10262 First St„ Edmonton. unum vænan teig af loftblöndu þeirri, sem myndaðist af því þegar skógar- ilmurinn og vatnsgufan féllust í faöma, heilsandi hvort ööru. — Gimli,............1917. Jakob Briem. KENNARA vantar fyrir Háland S.D. No. 1227, sem hefir 3. stigs próf og byrjar kensla 1. Apr. 1917 og stendur sjö mánuði; ágúst frí; um- sækjendur tilgreini æfingu og kaup til V. Freeman, Seq. Treas., Ilove, P.O., Man. Eg tek á móti ykkur, landar, 1 hvaSa veSri sem er og aS heita má á hvaSa tíma sem er, læt ykkur fá sér- staka keyrslu í “Autoinu” mínu fyrir rýmilega borgun. — MuniS þetta: AS kaffi hjá mér og máltíS er eins og ef þiS væruS heima hjá ykkur. Aml Pálsson. 678 Sargent Ave. KENNARI ÓSKAST fyrir Walhalla skóla nr. 2062 í níu mánuði. Skólinn byrjar 1. apríl 1917* Umsækjandi tiltaki kenslu- æfingu, mentastig, Ikaupgjald og hvert hann geti kent söng. Skrifið til Augusts Lindal, Sec.-Treas. Holar P. O., Sask. I s R ð L 8 I I N RðLSKIN lítast á blikuna. “Já, hann er oft heima á sunnu- dögum,” segir hann. “Ekki er það nú oft,” segir aunna, því þú ert kirkjurækinn, pabbi, svo þá fer hann tvær ferðir þann dag; við bömin á sunnu- dagaskólann og svo þið mamma til kirkju.” “Já,” segir karl, “það er nú satt.” pví ekki vill hann kannast við að hann vanræki kirkju sína, en er í vandræðum með að fella Gunnu litlu. “Já, ekki er klárskollinn einlægt á ferðinni, það nær engri átt,” segir karl. “Nei, pabbi,” segir Gunna litla, “hann fær stundum að hvíla sig auminginn. Hvemig væri að segja að hann hefði 65 daga fría alveg?” “Já, það er nú við það,” segir kari; sem er nú að verða ráðalaus með dóttur sína. “Eg býst við að þú teygir úr því, þangað til þú segir að sá grái eigi hjá mér eina þúsund dali.” “Jæja, pabbi, við skulum þá segja að Gráni hvíli sig í 65 daga á ári og vinni 300, og ef hann hefði 75 cent á dag (sem er miklu minna en þú hefir oft þurft að borga fyrir hrosslán), þá gerir það 300x75= $225.00 á ári, svo drögum við þar frá $177.45, þá verða eftir $47.55, sem sá grái á hjá þér á hverju óri, þó þú reiknir honum alt dýrt, en hann þér vinnu sína ódý.’ t. f 20 ár verða það 47.55x20= 951.00; svo et'tir jxssum reikningi á sá grái hja þár níu hundruð fimmtíu og einn dollar eftir 20 ára trúa þjónustu.” “Já, þessu hefði eg aldrei trúað, eg hefi heldur aJdrei verið neitt að gá að því, svo hefir þú nú teygt þetta á allar hliðar, Guðrún litla, þangað til þú ert búin að gera úr því þessar stóru tölur. Já, slíkt og því líkt, eg er þá ekki skuldlaus eftir alt saman,” segir karl, sem hafði æfinlega hælt sér af því að enginn ætti neitt hjá sér. “Nei,” segir Gunna litla, “við erum öll meira og minna skuldug. pað er ekki nóg þó við séum skuldlaus sem við köllum við nágranna vora peningalega, við erum í skuld hvert við annað samt. Við bömin þín emm í stórri skuld við ykkur mömmu, fyrir þá miklu umhyggju, sem þið hafið borið fyrir okkur meðan við vorum svo lítil að við gátum ekki hjálpað okkur sjálf, og þessa skuld viljum við reyna að borga eins vel og við getum með því að vera góð og hlýðin böm og sjá um að ykkur líði sem bezt þegar þið emð orðin gömul og lúin. pað er skylda okkar fyrir það sem }>'x. emð búin að gera fyrir okkur. Eins er það með mál- lausu skepnumar, sem búnar eru að slíta kröftum sínum í okkor þjónustu, þá erum við skyldug að sjá um að þeim líði sem bezt. pað er siðferðisleg skylda, og skylda gagnvart guði, sem gaf okkur mállausu skepnumar til þess að hjálpa okkur í daglegu starfi vom, en ekki til þess að fara illa með þær. pví okkar stærsta.skuld er við guð, og þá skuld getum við aldrei borgað að fullu, heldur verðum við að treysta því og tnía að hann gefi okkur hana upp, sem hann og gerir, ef við biðjum hann réttilega og reynum að bæta sem minst við þá skuld að við getum. Eg er ekki að segja að þú farir illa með skepnur, pabbi. Nei, það sýna fallegu hestamir þínir. En mér þykir vænst um hann gamla Grána, hann er búinn að draga mig svo margar mílur með dygð og trúmensku. Alveg eins og mér þykir vænst um ykkur pabba og mömmu fyrir það að þið hafið borið mig á hönd- um ykkar síðan eg var ómálga bam og gat enga björg mér veitt sjálf. Ykkur á eg næst guði að þakka.að eg er orðin það sem eg er og fyrir það alt er eg í stórri skuld við ykkur, sem eg vil reyna að borga ykkur eins vel og eg get. En stærst er skuld mín við guð og þá skuld get eg aldrei borg- að nema að litlu leyti, og það litla sem eg get borgað er að breyta svo við menn og skepnur, eins og eg vil að guð breyti við mig eða geri við mig, og trúa því og treysta og biðja hann að gefa mér upp þá stóm skuld, sem eg get ekki borgað.” Gamli maðurinn hafði hlustað á þessa löngu ræðu dóttur sinnar þegjandi. Svo gengur Gunna litla til pabba síns og leggur handleggina um háls- inn á honum og segir: “Ertu reiður við mig, elsku pabbi, fyrir alt sem eg er búin að segja?” “Nei, elsku dóttir mín,” segir gamli maðurinn, og kyssir dóttur sína. “Eg var að hugsa um hvaðan þessi bjarti ljósgeisli skini í sálu þinni, sem nú hefir skinið svo inn í sál mína að eg sé hvað eg var að gera ilt. Og eg er guði innilega þakklátur fyrir að senda mér þennan Ijósgeisla til þess að vísa mér á rétta leið, þegar eg var að vill- ast út af henni. Og eg er guði tvöfaldlega þakklát- ur fyrir að hann skyldi nota sál þína, dóttir mín, til þess að láta sína heilögu ljósgeisla skína í gegn um til mín. Og í birtunni af geislum guðs náðar, sem nú skín í kring um mig, vil eg gjöra það heit að breyta eins vel við menn og skepnur eins og eg mögulega get og eins og eg vel að breytt sé við mig. Svo fer eg út til þess að láta þann gráa inn, dóttir mín, hann skal eiga eins góða daga í elli sinni eins og eg get veitt honum og allar mín- ar skepnum meðan eg lifi.” “pakka þér fyrir, pabbi minn,” segir Gunna. “Eg vissi einlægt að þú varst góður maður, og eins og þú sagðir sjálfur, þurfti aðeins ljósgeisla til þess að lýsa þér, eins og við þurfum öll í okkar daglega starfi, til þess að vísa okkur rétta leið.” Svo faðmaði Gunna pabba sinn, og þau voru sátt og sammála, eins og þau höfðu æfinlega verið, og var það ljósgeislanum að þakka. J. F. Páll litli. “Grátur er elskublandinn straumur, sem kem- ur frá uppsprettu kærleikans; og engin andlit eru hreinni en þau, sem þvegin eni úr þessum straumi”, segir Shakespeare. — pið hafið máske öll, eða flest af ykkur, sem lítið nú í blaðið, heyrt söguna af honum Páli litla. Hann kom inn til mömmu sinnar grátandi; en það voru ekki elskublandnir straumar, sem komu frá uppsprettu kærleikans, sem runnu niður kinn- ar hans, það voru reiðitár, og andlitið var heldur ekki hreint. — Hann grét af vonzku, stappaði nið- ur í gólfið og sagöi: “Mamma! eg vil láta berja strákinn.” “Hvaða strák, góði minn? og fyrir hvað?” spurði móðir hans. “Strákinn í skóginum,” sagði drengurinn. “Eg var að gamni mínu að því að hafa eitt tréð í skóg- inum fyrir talsíma (hjóðbera) og sagði inn í það: Halló! og ýmislegt fleira, — þá var strákur inni í skóginum, sem fór að herma eftir mér. Sagði mér að þegja, kallaði mig asna, og sagði aö eg væri heimskur og vitlaus og mikið fleira. ó. mamma! pú hefðir bara átt að heyra til hans, hvað hann bölvaði og talaði voða ljótt.” “pú veizt það Páll minn að cg er ekki vön að kaupa þig til neins, og eg ætla heldur ekki að gera það nú. Eg skipa þér því að fara nú strax út í skóginn aftur, áður en drengurinn fer, og tala nú til hans hlýjum orðum og vertu góður við hann, og þegar þú kemur aftur máttu eiga fallega vas?- klútinn, sem liggur á koddanum í rúminu þínu.” Páll litli þurkaði með treyjuerminni sinni tárin af kinnunum, hljóp út í skóg og kallaði hátt: “Halló!” pá var sagt inni í skóginum: “Halló!” pá sagði Páll: “pú ert góður og vænn drengur!” Inni í skóginum var sagt: “pú ert góður og vænn drengur.” — “Mamma mín er góð, hún ætlar að gefa mér svo fallegan klút, hún er svo væn!” kall- aði Páll. “Mamma mín er góð, hún ætlar að gefa mér svo fallegan klut, hún er svo væn!” var kallao í skóginum. “Við skulum verða vinir og leika okkur saman, og aldrei tala líótt,” kallaði Páll litli inn í tréð, sen' hann lézt nota fyrir hljóðbera. “Við skulum vera vinir og leika okkur saman, og aldrei tala Ijótt,” var sagt inni í skóginum.” “Við skulum talast við á morgun, eg ætla að segja mömmu að þú sért góður drengur, og vertu nú sæll!” kallaði Páll “Við skulum talast við á morgun, eg ætla að segja mömmu að þú sért góður drengur, og vertu nú sæll!” var kallað inni í skóginum. pegar Páll kom heim hljóp hann inn til móður sinnar og sagði við hana með ljómandi andliti af gleði: “Mamma! hann er ósköp góður drengur- inn í skóginum. Við erum vinir, og eg ætla að tala við hann oft, oft.” “Elsku drengurinn minn, — eg má aldrei segja. þér ósatt, — nú skal eg segja þér eins og er,” sagði móðir hans. “f skóginum er enginn sérstak- ur drengur, sem þú varst að tala við. pað var bergmál, sem kallað er, — eða endurkall þinna eig- in orða, sem eitthvert tréð í skóginum sendi til baka aftur, alveg eins og þú talaðir það. -— f þessu felst mikill lærdómur fyrir alt lífið, kæri Páll minn. Eins og þú kallar inn í mannlífsskóginn eða talar og breytir við aðra, eins verður kallað til þín, talað og breytt við þig. — Ef þú ávalt set- ur þig í þess spor, sem þig kann að langa til að breyta illa við, þá munt þú aldrei breyta illa við menn. Með öðrum orðum gera engum neitt, sem þú ekki vilt að aðrir gjöri þér. pannig hljóðar einnig guðs lagaþoð, sem er skýrt skráð í hverri manns-sál: “pað, sem þér viljið að aðrir gjöri yður, þao skuluo þér og þeim gjöra”.” .1. Briem. Winnipeg, Man. 3. febr. 1917. Kæri ritstjóri,— Við höfum varið mörgum skemtilegum stund- um við að lesa Sólskin. Við göngum á Jóns Bjamasonar skóla, og við héldum að þér mundi kannske þykja gamian að heyra um það sem gerð- ist þar. Stúdentamir eru fáir, en mjög skemti- legir, sérstaklega einn, sem kann þá fögru list að kveða rímur. Við skemtum okkur tímunum sam- an við að hlusta á hann. Stúdentunum þykir svo gaman að hlusta á hann að þeir hafa meira að segja beðið hann að kveða úr “Rob Ray. pað eru ekki einungis fslendingar, sem ganga á Jóns Bjamasonar skóla, heldur em nú komnir tveir skozkir nemendur, og em þau mjög hrifin af skólanum. Við höfum margar skemtilegar og fræðandi stundir, fyrir utan kenslustundimar. Sérstaklega er það á öðru hverju föstudagskveldi, þegar við höfum okkar skemtifundi. par er lesið upp skóla- blaðið okkar. Ritstjórinn er Bergþór Johnson, sá sem vann gullmedalíuna í fyrra. Með honum eru

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.