Lögberg - 08.03.1917, Side 2

Lögberg - 08.03.1917, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ 1917 Skáldskapur Einars ^Benediktssonar. Fyrirlestur eftir G. Arnason. II. Eins og öll önnur íslenzk skáld, yrk- ir Einar Benediktsson mikiö um náttúruna. Þetta, hve mikiö íslenzku skáklin yrkja um náttúruna, er ef- laust sprottiö af því hve fögur og stórfengleg islenzka náttúran ef — það má segja að hún rétti yrkisefni að skáldunum. Og í annan stað er það ef til vill af því sprottið að mörg íslenzk skáld þekkja sv'o fátt annað cn náttúruna til að yrkja um. Vegna þess hve smá íslenzka þjóðin er þekkja íslenzku skáldin, það er að segja þau, sem ekki hafa verið lang- dvölum erlendis^ miklu minna til niannlífsins heldur en til náttúrunnar. skáldin þurfa að vejast stórborgalífi og umbrotum í mannfélaginu til þess að sækja yrkisefni sín í mannlífið. Að vísu yrkja sum skáld út af sögum og söguviðburðum, t. d. St. G. Stephanson, og tekst mjög vel, en beztur og sanastur verður skáldskap- urinn samt þegar reynsluþekking skáldsins er á bak við. Ekki svo að skilja að Einar yrki ekki mikið um mannlífið. Það gerir hann einmittj; sem síðar verður bent á. En hann a sammerkt með flestum, eg held öllum íslenzkum skáldum að því leyti að hann er náttúruskáld. Hann sér náttúruna með augum listamannsins, hún bregður upp ötal myndum, sem hann lýsir—-sfundum með aðdáanlegri snild. Það er ekki timi til að benda á nema rétt örfá kvæði, og vil eg þá fyrst taka kvæðið “Norðurljós”. “Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drotnanna hásal í vafurloga. Sjá grundu og vog undir gullhvelfd- um loga!— Hver getur nú unað við spil og vin? S.jálf moldin cr hrein eins og mær við lín; mókar í haustsins visnu rósum. Hvert sandkorn í loftsins litum skin og lækirnir kyssast í silfurrósum. Við úthafsins skaut er alt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. Eg get ekki stilt mig um að taka annað erindi úr þessu ágæta kvæði;— Nú finst mér það alt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barist á móti. Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti, við hverja smásál eg er í sátt. Því bláloftið hvelfist svo bjart og hátt. Nú brosir hver stjarna, Jjótt vonirnar sviki, og hugurinn lyftist í æðri átt, nú andar guðs kraftur í dftftsins líki. Vér skynjum vorn Jjrótt, vér Jjekkj- um í nótt vorn J>egnrétt i Ijóssins riki.” • f öllum öðrum kaflanum í annari bókinni flðOöý eru afbragðsgóðar náttúrulýsingar, margar stórfengi- legar, eins *og J>essi úr kvæðinu “Stjarnan.”— “Nú bý eg i tindrandi himinhöll. Til hafsbrúna er alt í logandi spili. Níi glampa v.ið opin gullportin öll, og grafkyrt hvert ský ei'ns og mál- verk á þili. Það glitrar á spegla um voga og völl og vegghá sig reisa hvítmötluð fjölL Oólfið er íslagt og ofið ’með rósum, en efst upp í hvolfi yfir svellum og mjöll, er krónan.—með miljón af kvikandi ljósum. Stundum verða náttúrulýsingarnar hjá Einari að inngangi að hugleið- ingum um notkun náttúruaflanna. Hjá hverju meöalskáldi mundi þetta spilla skáldskapnum, jafnvef eyði- leggja hann, en hjá honum er vana- lega sama snildin á öllu; þó eru nátt- urlega uivCanBckningar' og stundum óskar maður að |>essum nytsemdar- hugleiðingum væri ekki blandað inn í. Þær eiga hvort sem er ekki heima í skáldskap. Hér mætti tilfæra tvö erindi úr kvæðinu “Dettifoss”: “Heill, vatnsins jötunn, frjáls með breiðan barm. Þér bindur íssins hel ei fót né arm; |>ín rödd er sótt í afgrunn iðurótsins, en uppheimsloginn brennur þér um hvarm. Þú gætir unnið dauðans böli bót, stráð blómaskrauti yfir rústir grjóts- ins, steypt mynd ]>ess aftur upp í lífsins mót með afli því, frá landisns hjarta- rötum, sem kviksett er í klettalegstað fljóts- ins. Hve mætti bæta lands og lýðs vors • kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör— að nota kraftinn rétt i hrapsins hæðum svo hafin yrði í veldi fallsins skör. —Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans smíða ár jökuls klæðum. Hér mætti leiða lif úr dauðans örk og Ijósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög bins afls í segul- æðum.” Kvteðið “Lágnættissól” er ef til vill einhver fegursta og iburðarmesta af öllum náttúrulýsingum Einars. Að lesa það, er ekki ólíkt því að horfa á geysistórt málverk með undur skær- um litnm. Fvrsta erindið af því er svona fþví miður hefi eg ekki rúr fyrir ]>að altj: “A unnar varir eldveig dreypist, um axlir hæðar skarlat steypist. Alt logar, skín T himins hyr og heimsró—sem i Edens lundi Það er sem hafið hvíli á sundi og himnavagninn standi kyr, sv'o allir ljóssins sveigar sveipist í sigurport um kveldsins dyr. Og i endanum kemur svo hugleið- ingin út frá því, sem fyrir augun ber:— “Minn hugur spannar himingeim- inn, mitt hjarta telur stjörnusveiminn, sem dylur sig í heiðlofts hyl. Svo hátt og vítt mér finst eg skynja. Guðs veröld! Andans hlekki hrynja, sem hjóm við þetta geislaspil. Mér finst eg elska allan heiminn og enginn dauði vera til.” III. Eins og tekð var fram hér að fram- an, yrkir Einar meira en flest önnur islenzk skáld um mannlífið; ekkj mannlífið eins og ]>að er úti á íslandi, ]>ó að hann yrki oft um það þar, heldur mannlífið alt, eins og það er i stórborgum heimsins, eips og það hefir v'erið á öllum öldum, með sorg- um þess og gleði, lágum hvötum og háum hugsjönum. Hann hefir víða farið og séð margt, sem flestir aðrir íslendingar hafa aldrei augum litið, og fundið mörg yrkisefni í Jyví. - í kvæðinu “Kvöld í Róm” rifjar skáldið upp aðaldrættina í sögu hins forna Rómaveldis. Áin Tíber minn- ir á straurn tímans, eilífan og óaftur- kallanlegan, og atburðirnir líða fyrir sjónir eins og skuggamyndir á tjaldi:— “Tiber sigptr seint og hægt t ægi, seitjt og þungt, með tímans göngu- lagi. Loft er kyrt. Ei kvikar grein á baðmi. Kvöld með rauðri skykkju og bláum faldi. —Sál tnín berst til hafs i fljótsins faðmi. Fyrir hug mér sveima liðnar tiðir; svifa á borði elfar aldir, lýðir; eins og sýning skuggamynda á tjaldi. Sjónir hugar sjá þá dáuðu og horfnu, sigurmerkið. ættarmerkin fornu. Brennur þrá til frama af enni og augum, ást til náms og tignar, fíkn til gjaldsins. Ver með hreysti og v'iljans eld í taugum, vif með kærleik, stolt sem/ torgsins byggja lund og líkam sterkra niöja, leggja saman homstein Rómavalds- ins. Þannig er lýsingin af ]>jóðinni, meðan hún er hraust og heilbrigð, meðan hún er sigurjtjóð, sem leggur allan heiminn undir sig. Eh síðar, J>egar hún er orðin sýkt af munaði og siðspillingu, lýsir skáldið henni á |>essa leið:— “Beinleit fljóð og brúnajiungir halir blekkjast síðar fast við hóglífs kvalir. Línur andlits lúnar eru og sjúkar, limir mýkri en dínan, sem þá hvílir. Styrk og fríðleik hniginn hjúpa dúkar. Hjartað ástalaust í munum veilist, Uppgert fjör í eitur iiautnar seilist, ofláts mælgi hrörnun ‘þankans sýkir. í Feneyjum er það ekki saga lið- inna alda, sem verður skáldinu að yrkisefni, heldur ferjupilturinn, sem rær bátinn eftir “öldustrætinu”, þjóð- areinkenni hans og lifið, sem hann á fyrir höndum; skáldið óskar, að hann 'stæði i hans sporum, að eins til að komast nær eðli hins suðræna lífs: “f anda mér heyrist sem ómi Ijóð um öll |>essi hnígandi, stígandi flóð, á húmnóttum heitum og svörtum. En hrundir á veggsvölum hlýða til við hörptinnar slátt, við veðranna spil með hatur og ást i hjörtum. Þau Ijóð verða til meðan lífið finst, Mér læsist ein ósk itm hjartað inst, að kveða með í þeint kvæðum, að lifa einn dag, einn einasta einn, }>ótt ei væri nema sem ferjusveinn, með suðræna eldinn i æðum. f Lundúnum er það auðurinn, v'ald- ið og stóriðnaðurinn, sem vekja huga skáldsins til umhugsunar um mann- lífið þar og út um allan heim, um |>að hvering hinn steréi drotnar yfir hinurn veika:— “öll náttúran er viðjum vafin, hún vinnur fyrir lífsins hirð, með smurðu litni að ótal iðjum, með augu blind í námu og smiðjum. f vélar eins og eldsál byrgð. Þær anda, hrærast, skifta um efni, og jáénbrjóst stynja í jarðarkyrð sem jötnar hrjóti og rumski í svefni. Hér er sem steinatungur tali unt trú |>ess sterka á kraftsins rétt, um týndar grafir, gleymda vali, sem gyltu Englnds veldissali— en áþján grímu frelsis flett, á frægðarv'arða og merki stari og lúti hverri stöpulstétt, að styttukuldans harða svari.— Kvæðið “Tínarsmiðjur" er lýsing af járnsmiðjunum niiklu við ántt Tyne, þar sem herskipafloti Breta er bygður. En inn í það blandast mann- lífshugsanir, }>vi þarna innan um all- an vélaganginn býr fólk, sem tekur svip af umhverfinu, má næstum segja: “En hjá }>essum björtu brennum blikar ýmsar leika á ennum. Hylja þungir, þrungnir hvarmar þúsund hvikul augnalit. Eins og bálið bregður lit blikna. roðna háls og armar. Undir dtd:r, berir barmar blása þungt með eimsins þyt.” En alt þetta bendir : mátt og ein- ing þjóðarinnar: “Viljans, hjartans, vitsins menning vopnast hér i einni þrenning, stendur undir stóradómi stáls og krafts við rauðabál. Flokkasundrung, fjandskaps • mál fylkjast tala einum rómi. Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál.” Það mætti halda áfram í alt kveld að tala um þessa hlið skáldskapar Einars Benediktssonar. Það er hvert kvæðið öðru meira og betra í ]>essum flokki. Stórfeldar lýsingar og spak- le^ar hugleiðingar á milli. Það er mannlifið saga mannkynsins, þýðing viðburðanna í tafli lífsins, sem ávalt brjótast fram í huga skáklsins, ]>ótt hann sé að yrkja um rústir í Róm, verksmiðjur á Englandi, kirkjur á ítalíu eða höfuðborg Spánar. Hann gleymir alclrei mönnunumi, þúsund- unum, sem lifa, strita, hryggjast, gleðjast, njóta Iífsins og líða i borg- um nútimans og undir v.eggjum rúst- anna fornu. Áður en eg lýk við ]>ennan kafla, vil eg minnast ofurlítið á hvernig Einar kveður um hið innra Jíf mann- anna, tilfinningar svo sem sorg og gleði og ást. í rauninni eru fá af kvæðum hans um þau efni, og hann yrkir ekki um ]>au út af fyrir sig, heldur að eins þegar hann er að lýsa mönnum eða konum. Sorg Egils Skallagrímssonar við sonarmissinn lýsir hann á þessa leið: “Hrygðin lá Agli harðla á munniT Hægt sló hans negg, en tók undir frá grunni. Og bæri hann þunga sefans sorg, varð sálin ei margmál né bar sig á torg. Þó sprengdi fjötrin hinn breiði •barmur við bana hans sona, við helför hans vona, og hljóm sló af strengjunum bónd- inn á Borg, svo hans böl varö vor eiginn •harmur.” ■—. • * Eins og hér er lýst djúpri og þungri sorg, sem vekur samhygð annara vegna þess að hcnni fvlgir hugar- þrek og stilling svo er hinni áköfu fyrstu ást lýst í ]>essum tveimur er- indum úr kvæðinu “Æfintýri hirð- ingjans”, sem að búningi til er gull- fallegt kvæði: “Sálin hún roðnar rjóðast á ntótum rökkurs og ljóss. • Fyrsta ástin, sem rís frá rótum, rennur fastast til ólíks brjósts— sem stormur á átt, sem falla af fljótum frá fjalli til sævaróás. Þá seyðast og dragast öfl hverrar agnar að einni stöð, se|n sindur stálsins, er segull magnar í svipati skipast í eina röð— og póll að póli fellur og fagnar og fylgir síns eðlis kvöð.” \ Þetta eru hugleiðingar um tilfinn- ingar i brjóstum annara. Um sínar eigin tilfinningar yrkir skáldið bezt, þegar hann lýsir eitjhverju, sem hef- ir hrifið hug hans og hjarta. Oft eru |>ær blandnar s<>knuði eða þrá. Svo er í hinu fagra kvæði “t Dísar- arhöll”. Þar er ]>að hljóðfæraslátt- urinn, sein vekur söknuð og ]>rá af svefni. Sjálfsagt er önnur eins lýs- ing hvergi annarsstaðar til á íslenzku tnáli: “Eg kætist. En þrá eg ]>er ]x> í barmi, svo beiska og háa, rétt eins og eg harmi. Eg baða minn hug af sora og syndum • við söngvanna flug yfir skýja- tindum; og ]>ó er sem kvíði og þraut mér ‘svíði og þorsti svo sár um hjartað liði við tevg hvern af tónanna lindum. —Því veldur mér trega tónanna / slagur, sém töfrar og dregttr og er svo fagur? Eg veit það og finn hvers sál mín salcnar. Söngvanna minning af gleymsku raknar. Ómur af lögum og brot úr bögttni, bergmál frá æfinnar liðnu dögum af hljómgrunni hugans vakna. Lát hljóma, svo þrái eg horfnar stundir, svo hjartað slái.og taki undir og trega eg finni í taugum og æðum af týndri rpinning og göltuðum kvæðum, svo hrífist eg með og hefjist í geði. Mín hæsta sorg og mín æðsta gleði þær hittast í söngvanna hæðum.” Santa hugsun er í kvæðinu “Gam- alt lag.” Þar vekur hljóðfæraslátt- urinn upp gamlar endurminningar: “Þá bárust mér tónar af öldnum óði frá einum streng yfir hljómanna ffóði, um áranna haf yfir alt sem er liðið, sem inst mína lund og minning skar. Hann skifti með töfrum um sjónar- sviðið. Hann svip minnar horfnu æsku mér bar. Ó, tár, sem ei falla, hin svíðandi J sáru, ó, sjór, þú sem drekkir þinni’ eigin báru.” En stundum Iýsir skáldið fögnuði og nautn, eins og t.d. í kvæðinu “Spánarvin”. Eg tilfæri að eins eitt erindi: “Þessi heiðríka, svalandi sjónarhæð fangár sinnið og minnið og hverja æð. Þeirri yndismynd verður aldrei gleymt. Manns insta sál er setn skattgjald heimt fyrir alt þetta fagra fagnandi lif, sem Ijómar hvern afkima af hjart- ans borg —með hið blóðheita vín, með hinn blikandi hníf, og hin breiðu, mannfríðu, iðandi torg. Eða í kvæðinu “Fákar”: “í morgunljómanum er lagt af stað. Alt logar af dýrð svo vítt sem er séð. Sléttan hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi, með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi.” I>að er stonnur og frelsi í faxsins hvin, sem fellir af brjóstinu dægursins ok. Jörðin hún hlakkar af hófadvn; sem hverfandi sorg er jöreyksins fok. Lognmóðan verður að fallandi fljóti; alt flýr að baki i hrapandi róti. Hvert spor er sem flug gegn um foss eða rok, sem slær funa í hjartað og neista úr grjóti. Sá drekkur hvern gleðinnarídropa í grunn, * sem dansar á fákspori yfir grunð. í mannsbarminn streymir sem að- falís ttnn af alefli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfttr, með öðrtun er hann meiri en hann sjálftir— og knapinn á hestbaki er kóngtir stund. Kórónulaus á hann ríki og álfttr.” IV. Þá er komið að síðasta atriðinu og því. sem erfiðast er viðfangs. Það er æfinlega erfitt, að dragá lífsskoð- un skáldanna út úr ljóðum þeirra. þótt hún liggi þar líkt og málmttr í jörð. pá skáld yrkja til þess að setja ltfsskoðanir sinar og trú frant fyrir alntenning; ef þeint ]>ætti þess við þtp'fa, þá v'æri einhver annar vegur betur til þess fallinn en sá, að færa ]xer í skáldskaparbúning. Náttúrlega verður að ttrídanskilja ljóð, sent eru beinlínis trúarljóð, og skáldsögur, sem ertt ritaðar til þess að halda fram einhves konar trú eða hugsunar- stefnu. En þátt fyrir það koma lífs- skoðanir jlestra skálda í Ijós í skáld- skap þeirra. Það væri vist vandfutid- ið skáld, sem mikið hefir ort, að at- hugull lesandi ekki gæti farið nærri ttm skoðun ]>ess á lifintt og jafnvel trú alla, niður að dýpstu rótum. Vand- inn er að eins að finna heila og ó- brjálaða hringmynd um skoðanir skáldsins úr brotum þeim, sent ]>ar er dreift. Margir segja, að skáldskapur Ein- ars Benediktssonar sé ]>tmgskilinn, að hann leggist djúpt í hugsttnum sinttm og sé ekki við alfrýðuhæfi. Það hlýt- ur þá að vera átt við þau kvæði hans, sem kalla mætti heimspekileg; hin eru ekki torskilin, nema þá fyrir ]>á, sem eru of latir andlega til að reyna að skilja nokkurn skáldskap. bjg skal nú ekki neita því, að hin heimspekilegu kvæði Einars eru nokk- ttð þungskilin þeim, sem eru alveg ó- vanir við að hugsa unt hugmyndir ]>ær og hugtök, er þau fjalla um. En það borgar sig að reyna að skilja þatt, reyna að grafast eftir hugsun- inni á bak við orðin; því þar er ávalt hugsun á bak við orðin, þótt sumir ef til vill haldi að svo sé ekki. Það er til heimsskoðun eða trú, eða hvað maður á að kalla það, sem á heimspekismáli er kölluð panþeism- us — algyðistrú mun hún stimdum hafa verið nefnd á islenzku. Aðal- atriðið í trú þessari fog raunar eina atriðiðj er þetta: Guð er alt og alt er guð. Það er naumast annara með- færi en lærðra heimspekinga, að gera nákvæman ereinarmun á þessari skoðun og hinni, sem henni er ná- skyld, að guð sé í öllu; og því er ekki vert að fara út í þá sálma hér, enda með öllu þarflaust'. Eg held, að það sé óhætt að segja, að Einar Bene- diktsson sé mjög nálægt því að vera panþeisti, eða algyðistrúarmaður á máli heintspekineanna, ef dæma má skoðanir hans um þau efni eftir kvæðum hans; og annað höfum við náttúrlega ekki eftir að fara. En þó er ekki laust við, að manni finnist stundum eins og að hann þrátt fyrir penþeismus sinn sé ekki laus allra mála við ]>á trú, setn honum var kend og sem sannarlega hefir ekki verið panþeismus, eins og við ötl vitum, því við höfum Iært hana líka. Hér er erindi úr kvæðintí “Nóttin helga”, sent ef til vill skýrir þetta mál betúr en eg fæ gjört. En kvæðið er víst um eða yfir tuttugu ára gamalt, svo ef til vill má ekki reiða sig um of á það. Erindið er svona: “í heiðtt ljósi stend eg einn. Til hláðar þyrpist fast— að herrans porti sóknarbarna grúinn. Og yfir mér af himni blikar tungl- ið tært og hvast, en turninn bregður skugga yfir múginn. ág þekki þessa leið úr dagsins ljósi í húmið inn, með lestrardjákn og kerti og fræði- 'greinar. Ilér bar ecr mina synd á vöxtu í bæn hið fyrsta sinn og barnsskóm mínum slitu þessir steinar. Hér rituðu þeir mig án vits og máls í kristna sveit, hér man eg trúna fycst svo rækt v>ð siðinn. / Og héðan voru systkin min i helg- an borin reit, og hönd hins vieða manns þau signdi liðin. Nú stend eg fyrir utan, þó er ekki trútt i dag, að enn mig lapgi ei með í sálna- reikið. f einni bylgju fellur að mér hundr- að hjartna lag úr hvelfdum sal á gamla strengi leikið. Sú vögguvisa andans lætur vel í eyra mér, eg veit að 1/úft er sofið fram við bakkann; og vökumannsins hrollur um mig heitur, kaldur fer, eg hika ögn; sný við og hneppi frakkann. Mín trú er ekki arfgeng sögn á allra leiðum spurð, eg á mér djúpan grun, sem nótt- in elur. f bannai sauða og hirðis geng eg brott frá hússins hurð— og hafna þeirri leið er fjöldinn velur.” En hvað hefir hann þá valið í stað- inn ? Hér er svarið :—• Um geim og stofu straumar renna hljóðir; eg streyma ]>á finn um minn eiginn barm, og veit að þeir kvika um víðsins arm. Svo vitt þeir renna, sem sólir brenna. Þeir bera minn hug vfir hnattanna sund og hefta minn fót við þessa grund. —Þeir ólu ]>á jörð, em er vor móðir ósýnilegir, sterkir og hljóðir. Eg veit að alt er af einu fætt, að alheimsins líf er ein voldug ætt dauðleg eilíf svo ótal-]>ætt um afgrunn og himins slóðir.” Og aftur:— “Við sólar eld, við íssinsvbál, eg eining segulvaldsirrs finn. Að nefna dauða er dauðlegt mál, þvi duft og loft er fult af sál síns guðs í kjarnann insta inn.” Og ennþá úr kvæðinu “Dagurinn mikli”:— “Nú lítur hann augum hið almátka vald. Eilífðar kyrð býr hans höfuðfald. Vetrarbrautin er belti um hans miðju," en blindninnar nátt er skör við hans stól. Hjartað er algeimsins tólna sól þar segullinn kviknar í frumeldsins smiðju. Hans þanki er elding, en þruma hans orð. Alt þiggur svip og afl við hans borð. Stormanna spor eru stilt i hans óði, stjarnanna hvel eru korn i hans blóði. Hans bros eru geislar, og blessuð hver storð, sent blikar af náð undir ljóssins sjóði. Og guð horfir inn gegnum heimanna heim til hans litur alt i veraklar geint. Frá engilsins sál í krystalsins kjarna et kraftanna spil hans eigið líf — en alt sem er synd og kvöl og kíf það kastast á brott eins og hrapaudi stjarna. Þó holdið sjálftt sér hverfi sýn, þó hismið vinni sér dánarlín, er lífið ]>ó sannleikur, dauðinn draum- ur. Hjá drotni finst hvorki kvein né glaumur. En volduga aflið, sem aldrei dvín er iðandi, blikandi ljósvakans straum- ur. Og andans veröld á tímann ei til, þar telst hvorki ára né,.dægra bil. En viðburðahringsins endalaus undttr sést aðeins i brotum í táranna dal. Hvað var og hvað er og hvað verða skal í vitund drottins ei greinist sundur. Aldanna kerfi er heilagt og hljótt. Hann heyrir ei ærslin, hann sér enga nótt. Hann horfir inn yfir sólna sveiginn, hans sjón er eilífðin hádegismegin. Með aldrinunt þver manns æfin skýótt. — Það er af því hærra ljós skín á veg- inn. Þetta er trúin eða heimsskoðunin, ef menn vilja heldur nefna það svo, sem hann hefir fundið — það er trúin á eilifan mátt í tilverunni, trúin á ein- ingu alheimsins, ]>ar sem öll sundur- greining hverfur að lokum, trúin á óendanlegt starf hinna hæstu og lægstu krafta, lengsí út í geimnum, þar sem augu vor eygja ljómann af miljónum sólna, og undir fótum vor- um, þar sem fræ næsta vors liggja bundin. En hvernig birtist svo þessi trú i lífsskoðuninni ? Hún gæti náttúrlega verið aðeins hugsun, sem engin áhrif hefði á lífið. En þegar maður gætit að þvi, að skáldið er ávalt að tala um öfl í náttúrunni og mannfélaginu, sem eiga að hefja manninn sjálfan upp til hærra lífs og meiri frama andlegs og líkamlegs, þá virðist rétt- ast og eðlilegast að hugsa sér að hann sælci trú sína á þau i heimsskoðunina eða trúna á máttinn eilífa, sem liggur honum svo nærri hjarta. Og eg geri ráð fyrir að það sé þessi trú á mátt- inn eina og góða, sem hann vill að ntenn hafi, þegar hann segir:— “Hver þjóð, sem í gengi og gæfu vill • búa, á guð sinn og land sitt skal trúa.” Og þá ætla eg með örfáum orðum að víkja að því seinast, sem eg hefðj. líklega átt að byrja á —• forminu, Hstinni. Þið vitið að Einar fékk mjög óvæg- an dóm hér um árið fvrir að málgall- ar og rímgallar fvndust i kvæðum hans og fyrir það að erfitt værii að skilja þau. Þessi dómur er eflaust á e:nhverjum rökum bveður. þótt hann sé að miklu leyti ósanngjarn. En þegar á alt er litið, eru Ijóð Einars Benediktssonar yfirleitt eins mikil listaverk og Ijóð iafnvel nokkurs annars isleniks skálds. Vifanlega geta orðið skiftar skoðanir um þetta, og bað er næsta gagnlaust að deila um það, eins og það er gagnslaust að KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj- umst það að vera algjörlega hreint, og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi. MUNNTOBAK deila um hvert af islenzku skáldunum | sé bezt — þau ertt mörg góð, og það er aðalatriðið. En um hitt má spyrja, hvað J>að sé, sem við getum átt i skáldskap Einars Benediktssonar sér- staklega, hvað það sé, sem hefir gert hann svo heillandi fyrir þá, sem dást að honum. Við getum fyrst og fremst sótt þangað frumlegar hugsanir, hugsanir, sem liggja ekki á hraðbergi hjá öðrum skáklum og rithöfuádum islenzkum. Þvi miður eru þeir marg- ir með því markinu brendir að geta ekki hugsað neitt, sem er þess vert að veita eftirtekt. í öðru lagi getum við sótt þangað þann unað, sem listin veitir, náttúrlega ekki i öll kvæðin jafnt, en í mörg. Og síðast en ekki sízt gettim við fundið þar mál þrótt- mikið og fagurt, mál, sem, ef við les- um kvæðin, hlyti að verða að fjár- sjóði, sem gæti bætt og göfgað vort eigið mál, eins og gullið göfgar málm- blendinginn, sem ]>að er brætt sanian við. Og þá ‘er eg kominn aftur að því efni, sem eg byrjaði á að íslenzkar bókmentir, íslenzkur skáldskapur, eru oss nauðsynlegar, því án þeirra' töp- um við málinu og þjóðejninu svo að segja taf^irlaust, og án þcirra töpum við stóuum hluta þeirrar andlegu tnenning'ar, sem við getum haft og eigum að hafa. “Er nokkur æðri aðall hér á jörð, en eiga sjón út yfir hringinn þröngva og vekja, knýja hópsins veiku hjörð til hærra lífs — til ódauðlegra söngvar Frá Vilhjálmi Stefáns- syni. Mr. Christjánsson málari í New Ýork hefir sent Lögbergi úrklippu úr blaðintt “The Outdoor World” fyrir Febrúarmánuð yneð grein um Vil- hjálm Stefánsson, og er hún á þessa leið: “Fyrsta ákveðna og áreiðanlega skýring á fyrirætlunum Vilhjálms Stefánssonar fyrir árfð 1916—1917 kont nýlega í bréfi frá honum til Pearys, og er birt í “New York Times”. Bréfið er skrifað á Banks eyjtt og dagsett 11. janúar 1916, en kom til Pearys seint i nóvember. Það voru engar óvæntar fréttir fyrir þá, sem þekkja Vilhjálm og hans óbifanlegu áform, þó hann og partur af félögum hans kæmu aftur til mannabygða eftir Lansaster sundinu, Jlaffin flóanum, Grænlandi og St. Lawrence fljótinu til Ottawa í Can- ada, og legði þannig leið sína að norðan eftir öðrum og hagkvæmari leiðum en þeini, sém Amundsen fann. “Við ætlum að minsta kosti að reyna að koma aftur heim að haustinu 1917” segir Stefánsson, “og kontum við þá eftir Atlanz eða Kyrrahafs- leiðinni, eftir því hvort þægilegra verður. Ef skipið okkar, heimskauts- bjöminn, kemst norður og vestur af Sv'erdrup, þá getum vilj ef til vill skipst skeytum á við Etah á Græn- landi. Það er jafnvel ekki óhugsandi að við getum é'ert það þegar sleða- leiðin ]>rýtur. “Eg hugsa mér að hafa vistastað við Kelletthöfða á Banks eyju þang- að til þeim sem þar eru verða send skeyti um það að þeir geti farið; er það til vonar og vara gert, ef ske kynni að Heimskautsbjörninn strand- aði lengra norður frá. Ekki er þetta fyrir þá sök, að eg telji vistastað þar alveg nauðsynlegan, því við ættum að geta gengið frá Melv'ille eyju til Stórabjarnarvatns, ef á þyrfti að halda. En það væri óneitanlega miklu |>ægilegra að hafa vistir hjá Kellett- höfða ef um strand væri að ræða. Þar geta hvalveiðaskip auðveldlega komið. Ef ekkert fréttist til okkar i nóvember 1917, þá hefir eitthvað taf- ið okkur, sem við getum ekki ráðið við. Hafi það verið strand sumarið 1916, ]>á komum v'ið að líkindum skeytum til Kellett höfða um vorið 1917. AiU'ðvitað gæti það skeð, að eitthvað yrði til þess að hindra frétt- ir þaðan tsvo sem óvenjulega mikill ís. Gott væri að búa svo úm hnútana á Kellett höfða að veiðimenn og hvalveiða gætu komið skeytum þang- að til vistageymslustaíarins. Ef við Ientum i strandi eftir að við leggjum af stað til Atlazhafsins eftir Melville sunöinu, þá veizt þú það miklu betur en eg, hvernig að skyldi fara. Að líkindum höfum við engan eldivið nema selspik að liðnum vetr- inum 1916—>1917, og ef við yrðum að bíða t heilt ár yrðnm við í vanda staddir, jafnvel ]>ó skipinu hlektist ekki á. F.pr held að heppilegt væri að senda eitt eða fleiri sk'p um vórið 191R til hess að leita okkar, ef við verðum þá ekki komnir. Það er ætlun mín að Heimskauts- K’örninn muni verða næsta ár við suðurströnd Melville eyjunnar; en ef ísinn verður sérlega hagstæður, þá Umboðsmenn Lögbergs. Jón Péturson, Gimli, Man. Albert Oliver, Grund, Man. Fr. Frederickson, Glenboro, Man. S. Maxon, Selkirk, Man. S. Einarson, Lundar, Man. G. Valdimarson, Wild Oak, Man. Th. Gíslason, Brown, Man. Kr. Pjeturson, Hayland, Man. Oliver Johnson, Wpgosis, Man. A. J. Skagfeld, Hové, Man. Joseph Davíðson, Baldur, Man. Sv. Loptson, Churchbridge, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask. Stefán Johnson, Wynyard, Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. * Jón Ólafson, Leslie, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Guðm. Johnson, Foam Lake, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. 0. Sigurdson, Burnt Lake, Alta. S. Mýrdal, Victoria, B.C. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. Jónas S. Bergmann, Gardar, N.D. Sigurður Johnson, Bantry, N.D. Olafur Einarson, Milton, N.D. G. Leifur, Pembina, N.D. K. S. Askdal, Minniota, Minn. H. Thorlakson, Seattle, Wash. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash. má vera að við reynum að komast I lengra norður. Sem stendur er mér -ekki unt að gefa greinilegri upplýsingar um það hvernig hægt væri að koma okkur til hjálpar. Eg hefi látið Canadastjórn- inni í té skrá yfir staði, þar sem við munum ef til vill byggja skýli og skilja eftir skýrslur og upplýsingar annaðhvort 1917 eða síðar.” Dánarfregn. Einar Jóhannesson bóndi að Sinclair í Manitoba lézt að heimili sínu 23. janúar síðastliðinn, því nær 82 ára gamall. Hann var fæddur 12. apríl 1835 að Gilsá í Eyjafirði. For- eldrar hans voru þau Jóhannes Bjarnason og Sigríður Friðfinns- (lhttir. Hann var tvíkvæntur ;• var fyrri kona hans þórunn Þorkelsdóttir frá Villingadal. Bjuggu þau í sex ár að Hleiðrugerði og 2 ár að Kamb- felli, þar sem hún lézt. Eignuðust þau einn son sem dó ungur. Seinni kona hans var Guðrún Abrahamsdótt- ir frá Hlíðarbjargi, sem nú lifir mann sinn, systir þeirra Jóhanns og Friðriks Abrahamssonar að Sinclair. Bjuggu þau Einar og Guðrún 10 ár að Kambfelli; varð þeim sjö barna auðið, fjögra sona og þriggja dætra, og lifa þrjú þeirra systkina: Theodór sem býr með móður sinni, Þróunn Guðrún og Aðalbjörg. Einar heitinn fluttist með fjölskyldu sína til Vestur- heims 1883 og settist að í Nýja ís- landi. Þar bjó harin i átta ár og að þeim liðnum fluttist hann yestur til nýlendu þeirrar, er hann síðar bjó í til dauðadags og upphaflega var kend við bæinn Melita, en nú fremur við Sinclair, sem er næsta járnbrautar- stöð; liggur hann vestur undir landa- mærum Manitoba og Saskatchewan fylkja, svö að sumir nýlendubúar sækja póst til Antler i Sask. Þarna bjö Einar heitinn i 25 ár, unz hann lézt nær þvi 82 ára, eins og fyr er frá skýrt. Hann var maður sérlega vel gefinn; næmur og minnis- góður; íslenzkur í húð og hár; frem- ur en hér með hugann heima á ætt- jörðu vorri, þar sem hann hafði tek- ið þátt i ahnennum málum af áhuga og dugnaði, var vel þektur og að góðu kunnur. Lífinu hér samþýddist hann aldrei og fanst það sjaldan leika í lyndi; mun samúðarleysi og skiln- ingsskortur samferðamannanna hafa verið honum til ama. Hann átti stóra lund og viðkvæma geðsmuni, er tók sér nærri kulda, stórbokkahátt og yfirlæti mannanna, en þráði yl, sam- úð, einlægni og yfirlætislaust fram- ferði. Einar heitinn var á undan mörgum samlöndum sinum, ]>eirra er áttu við lík kjör og ástæður að búa. Frá því er hann var miðaldra mað- ur og fullþroska var hann maður einkar frjálslyndur í trúarefnum um leið og hann var heitur og innilegur trúmaður; stóð hann t þeim efnum mörgum samferðamönnum miklu framar og mun einatt hafa bakað sér óhug og mótþróa annara fyrir. Hann var dulur í skapi; fremur fáir þektu hann til hlítar, en eigi var hann myrkur í máli þegar hann lét uppi skoðanir sinar á annað borð. Hann var hinn áreiðanlegasti maður til orða og verka; hraustleika meður með ágætum líkamsburðum, eljumaður og búsýslu maður hinn mesti. 1 andleg- um efnum eins og öllu öðru vildi hann fá að fara eftir þvi ljósi, sem honum hafði verið gefið, fremur en að vera leiddur í bandi af öðrum. Einar heit. ól upp Ármann Stefánsson bónda að Mountain í Norður Dakota. Jarðar- för hans fór fraita 27. janúar og flutti séra Friðrik J. Bergmann líkræðuna.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.