Lögberg - 15.03.1917, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MARZ 1917
o
Dr. Robinson
Sérfræðingur í tannsjúkdómum
BETRI TANNLÆKNING FYRIR MINNl BORGUN
Ef þú ert í vafa ura kvcrt tennur þínar séu heilbrigðar eða ekki þá þarft
þú að fá ráðleggingu tannlaeknis. Sá tannlæknir ætti að vera maður sem
hefir gott álit á sér sem lœknir og sömuleiðis er það áríðandi að hann sé
eins vel að sér í list sinni og nokkur getur verið. Nú á dögum eru þeir
fáir sem ekki viðurkenna þýðingu sérfræðinganna, hvort heldur er í al-
mennum lækningum eða tannlækningum. Minnist þess að ef þér kom®
ið til vor þá verður traust yðar ekki ódrengilega notað, því allar vorar að-
ferðir eru reyndar og sannaðar og fólk veit um áreiðanleik vorn. Fyrir
tíu árum voru það margir af borgurum Manitoba sem trúðu mér fyrir
því að lagfæra tennur þeirra. Þessa fyrstu sjúklinga tel eg byrjun hinnar
miklu aðsóknar sem eg hefi haft síðan eg fór að stunda tannlækningar.
Svo vel hefir mér gengið að tugir tannlækna hafa sest að í nágienni mínu
Látið því ekki blekkjast þegar um það er að ræða að velja stað.
Permanent Crown og
Bridge Work, hver tönn . .
Og það var áður $10.00
Whalebone Vulcan-
ite Plates. Settið . .
Opið til kl. 8 á kveldin
$10
BIRKS BUILDING,
WINNIPEG,
MAN.
Dr. Robinson
TANNLÆKNIR
Meíílimur Tannlœkna Skólans í Manitoba.
I 2 Stólar
10 Sérfræðingar
5 Kvenmenn
36 Lagasafn Alþýðu.
hníf né strokleður, heldur að eins draga línu yfir
orðin með penna og bleki til þess að hin upphaflegu
orð sjáist glögglega, og rita síðan hin réttu orð
milli línanna og setja við klofa til þess að sýna
hvar þau eiga við. Vitni ætti að setja skamm-
stafað nafn sitt á samningsröndina út undan
hverri slíkri breytingu eða milli lína til sönnunar
um það, að breytingin hafi verið gerð áður en
skjalið var afhent.
49. Samningur, sem þarf að skrifa á fleiri en
eina blaðsíðu. pegar samningar eru skráðir á
fleiri blöð en eitt, ætti að gæta þess að festa þau
saman og skrifa á þau blaðsíðutölu áður en þau
eru undirskrifuð.
50. Samningar á fleirum en einu skjali sér-
stöku. pegar samningar eru á tveimur eða fleiri
sérstökum skjölum, eru skjölin venjulega auðkend
með stöfunum A B C o.s.frv., og þá alt af vísað til
þeirra sem “deild A”, “deild B” o.s.frv. Til dæmis
má nefna það, að samningur um að byggja stór-
hýsi, hefir venjulega með sér uppdrátt; er þá upp-
drátturinn kallaður “A” og einstök atriði samn-
ingsins “B” og þetta hvorttveggja fest við aðal-
samningninn.
51. Skilyrði fyrir gildum samningi. Til þess
að samningur sé gildur, verður þessum skilyrðum
að vera fullnægt: (1) Samningurinn verður að
vera mögulegur. (2) Hann verður að vera lögleg-
ur. (3) Hann verður a<j> vera gerður af fullveðja
hlutaðeiganda. (4) Hann verður að vera með
samþykki allra samnin^saðila. (5) Samningsá-
stæður verða að vera, nema þegar um innsiglaða
samninga er að ræða eða skuldabréf. (6) Samn-.
Lagasafn Alþýðu 33
43. Formlegir samningar.
í formlegum samningum eru þessi atriði:—
1. dagsetning, 2. fult nafn allra málsparta, 3.
skýringar og ástæður. 4. samningsgildi, 5.
samningsefni, 6. alt samkomulag milli hlutað-
eigenda, 7. undirskrift allra málsparta eins og
þeir venjulega skrifa nöfn sín, 8. innsigli ef þess
þarf og 9. undirskrift vitna, þurfi þess.
pegar samningar eru gerðir, ríður á að vera
nákvæmur í skilyrðum og öllu sem samningnum
tilheyrir að rita greinilega nöfn, bústaði og stöðu
hlutaðeigenda og liða í sundur hin ýmsu loforð,
sem hver samningsaðili gerir hver fyrir sig. peg-
ar menn heita fleiru en einu skírnamafni, þá á
að skrifa þau öll fullum stöfum. pegar áritun er
skrifuð, þarf að gæta þess að byrja á því minsta,
t.d. bae eða borg eða sveit, en síðar hérað og sein-
ast fylkið.
pegar einhver semur um að vinna verk eða
selja vinnu, þá er hann venjulega nefndur fyrsti
“samningsaðili”, en hinn, sem borgar fyrir eða
kaupir. annar “samningsaðili; þó raskar það ekki
samningum, að þeirri reglu sé ekki fylgt.
44. Undirskrift samninga. Ef samningurinn
á að skrásetjast, ætti óvilhalt vitni að vera við-
statt og skrifa undir. Hafi samningurinn þegar
verið undirritaður án þess, þá nægir að hlutað-
eigendur viðurkenni undirslcriftir sínar í viður-
vist vitnis, og má þá viðhafa þau orð, er hér
segir: “Eg viðurkenni að þetta er hönd mín og
innsigli” (ef innsigli er haft).
pegar um löggilt félag er að ræða, nægir inn-
námu land skamt suöaustur frá því,
sem Riverton nú stendur. Þau hjón
höfðu eignast fimm börn. Dóu þrjú
þeirra í æsku, en tvær dætur lifðu til
fullor'öins ára og lifa enn. Er önnur
þeirra Kristbjörg kona Ólafs bónda
í Fagraskógi, en hin er Jóhanna kona
Björns bónda Sigurössonar í Grunna-
v'atnsbygö. Er Bjöm sá bróöir Jóns
Sigurössonar sveitar-oddvita í Bif-
. röst-sveit og þeirra systkina. Jaröar-
för Antoniusar fór fram, aö viö-
stöddu ntörgu fólki, frá kirkju
Bræörasafnalar þann 27. f. m. Séra
Jóhann Bjarnason jarðsöng. — An-
tonius var merkur bóndi og vinsæll
af þeint er hann þektu.
Frá einum af kaupend-
um Heimskr.
Herra ritstjóri “Lögbergs”!
Viljiö þér gjöra svo vel og ljá
eftirfarandi línum rúm í heiðr. blaði
yöar.
Svo er mál meö vexti aö snemma í
febr. sendi eg “Heimskringlu” grein-
arkorn þetta, en ritstjóri hefir ein-
hverra hluta vegna ekki séð sér fært
að taka þaö í blaðið. Þvl miður hefi
eg ekki eftirrit af greininni og af því
eg held ekki saman Heimskringlu
þegar eg er búinn aö fara yfir hana,
þá er blaðið meö grein G. E. B. —
sem j)etta er svar upp á, — glatað.
Þetta verður þvi skrifað eftir minni,
sem haft getur lítilfjörleg áhrif á
orðalagiö, án þess jtó að gjöra nokk-
urn meiningar mun.
Greinin er þannig:
í heiðr. blaöi yðar frá 25. jan. þ.
á. er grein frá Mr. Gisla E. Bjama-
syni í Spanish Fork, sem mér finst
ekki rétt að ganga Jjegjandi fram-
hjá.
Eg ætla að fara yfir alla greinina,
svo ekki sé hægt að segja að eg
rangfæri eða slíti úr samböndum.
Mr. Bjarnason byrjar á að skamma
Lögberg en hæla Heimskringlu “upp
í hástert”. Ekki skal hér dæmt um
hvort blaðið sé betra eða verra, en
það er rangt athugað að ritstj. þurfi
að vera ákaflega fær í landafræði til
þess að segja frá v'iðburðunum á víg-
vellinum og enn þá verra er að tala
um skemtilegar fréttir af viðburfium
stríðsins. Þær fréttir eru engar
skemtilegar þó allir verði að fylgj-
ast með í því, sem gjörist á þeim
hryllilegu hörmunga stöðum: svo
linilestir hann kvæðaorð eftir Jón
skáld Ólafsson til ])ess að berja með
á “þýzkum íslendingum”, sem hann
svo nefnir, og fer sv'o að hrósa Dön-
um fyrir mildi við Islendinga. Auð-
vitað hefir hann ekki hugmynd um
stjórnarfarssögu Dana og Islendinga,
og vist er um það að Þjóðverjar
hafa stjórnað sínum sambandslönd-
um af meira viti en Danir, sem satt
að segja hafa verið allra þjóða ólægn-
astir á sambands eða nýlendu stjórn,
sem sjá má meðal annars af ]>ví að
j>eir hafa alt mist, sem nokkurn mátt
hefir haft, og hafa þó stundum v'erið
auðugir af löndum.
En svo kemur mergurinn málsins;
þetta sem hann kallar: "Gauragang-
urinn útaf Islgn dsflagginu.” Það
finst honum "erting við Dani óþarfa.
rag víst í tvö ár eðq meira.” Alt til
einskis, því Jxí honum skiljist þeir
nú muni hafa fengið viðurkenningu
fyrir sérstöku flaggi, þá skilst honum
hreint ekki, og það sem meira er,
hanfi hefir ekki séð það útskýrt í
neinu blaði: “hvaða gagn það gjöri
löndum vorum að liafa flagg fyrir sig
sjálfa,” finst að v'el hefði dugað
danska flaggið.
Já, það er nokkuð til í því, það
hefir dugað vel og lengi til þess að
draga úr, ef ekki alveg drepa alla
verzlunarfrelsis viðleitni íslendinga
við útlendar þjóðir og líma ísland ef
Iiægt hefði verið við Danmörku. En
guð veri lofaður: Að ísland er sér-
stakt land: að ísland- er sérstök þjóð
og að íslendingar hafa sjálfstætt
móðurmál. Þessi þrenning, sem er
heilög öllum nema Prússneskum
hugsunarhætti, helgar fyllilega rétt
íslenzku þjóðarinnar fyrir sérstökum
fána. Fáninn táknar þjóðina og
landið, og orsökin til þess að Mr. G.
E. B. hefir ekki séð j>etta útskýrt í
blöðum, er sú að þetta er sv'o afar
ljóst málefni, Það væri þá eins mik-
il þörf að útskýra í blöðum t. d. til
hvers hattar væru notaðir eða eitt-
hvað því um likt.
Að hermanna vald sé skilyrði slíks
fána er aðeins rammþýzkur hugsun-
arháttur. Fáninn táknar meðal ann-
ars eignarréttinn og mannréttindin
hjá smáþjóðinni sem }>eirri stjórn, og
það er samþykki og viðurkenning
annara þjóða en ekki hnefarétturinn,
sem verndar hana.
Þetta er það sem England (—Can-
'adaj og bandamenn þeirra eru nú að
berjast fyrir. Það virðist þvl all fá-
víslegt af Mr. G. E. B. að vera að
búa til nafnið “Þýzkur íslendingur”
úr því hann auðsjáanlega aðhyllist
sömu hugsunarstefnu og Vilhjálmur
])ýzki og Co., og J)ætti ef til vill
heppilegast að sem flestar þjóðir
sigldu undir sama flaggi, t. d. þýzku
eða tyrknesku, þá væri þó hægt að
hafa fáeina kanónbáta krili bakvið til
styrktar.
Marcelin .... febr. 1917.
Af hverju vildi nú ritstj. Heimskr.
ekki taka þetta í blaðið ?
Allir sjá að greinin er að engu leyti
lélegri að orðalagi, en það sem v'iku-
lega kemur í Hkr. Þarna er ekkert
last um blaðið eða ritstjóra, að eg
ekki ber hrós á blaðið vona eg að
enginn lái mér, sem lesið hefir Hkr.
síðastl tvö og hálft ár. og þó eg segi
að ritstj. þurfi ekki að vera ákaflega
lærður í landafræði til að skrifa
striðsfréttir, þá er það satt, ef hann
aðeins hefir símskeytin cíg striðs-
kortið, þá er það hér urn bil alt sem
útheimtist. En þetta útilokar "alls
ekki að hann geti verið góður í
landafræði; það er mér ókunnugt um.
Bkki getur ástæðan heldur legið í
því að eg segi Þjöðverja Dönum
skárri í sambandsstjórn. Það er ekk-
ert hrós um einn þó annar sé skárri
}>eim lélegasta í einhverju.
En hvað er ]>að þá?
Það mundi þó ekki vera af þv'í að
greinin tekur ofan í við mann, sem
er að leitast við að svívirða frelsis-
viðleitni Islendinga? Eg hygg að
svo sé. Ritstjórinn hefir síðan hann
tók við blaðinu farið eins langt og
hann hefir j>orað í þvi að sýna les-
endum Hkr. að hann hefir mestu
skömm á þjóðerni sínu, og af J>ví
að hann hefir talið sjálfum sér trú
um að likindum endurnýist á ein-
hverjum vissum áratíma, þá þykist
hann orðinn Canadafæddur fyrir
löngu ('samanb. Hkr. fyrir löngu
n.fl. að eftir hver 8 ár væri ekkert
eftir af gamla kroppnum, alt nýtt=
32 ár í landinu—4 líkamsaldrar). Að
j>etta stingur algjörlega í stúf við
kenningar og tilfinningu allra annara.
j>að kemur honum ekkert við; ]>egar
hann fer að skrifa um íslenzkt þjóð-
erni, þá dettur manni í hug naut,
sem brotist hefir inn í sölubúð, þar
sem verðmætt postulín er selt. Það
er ekki verið að hugsa um hvað hlut-
irnir kosta eða tíminn, sem gengið
Iiefir til að mynda þetta. bara bolast
og traðkað.
Til þess svö að fá aðra á sitt mál,
hampar ritstj. svo stöðugt Nægta-
borðiu alsetta! Sjáið ]>ið ekki allan
blessaðan matinn? Það er langt frá
því að eg sé að gjöra litið úr matn-
um, en “Maðurinn lifir ekki af einu
saman brauði”. Sá maður sem mið-
ar ást og virðingu sína á landi og
stjórn eða einstaklingum við það hver
gefi honum mest og bezt að borða,
hann er bara “smá-sál” og verður
hvergi góður borgari eða hollur þegn.
Honum stendur alveg á sama um alt
og alla, sv'o lengi sem hann hefir sitt
á þurru landi.
Aftur á móti er sá maður, sem elsk-
ar og virðir land sitt og þjóðerni,
góður og æskilegur borgari, með
hverri þjóð sem er. Þjóðerni er ó-
sjálfrátt og þvt hvorki til heiðurs né
vanheiðurs. En það er öllum góð-
um mönnum dýrmætt, sem einnig er
okkur ósjálfrátt, sökum blóðskyld-
leikans. Skáldið St. G. Stephansson
segir: "En ættjarðarböndum mig
grípur hver grund, scm grær kring-
um fslendings bein.” Þarna er þjóð-
ernistilfinning. Á öðrum stað esgir
hann: Og svo er sem mold sú sé
manni þó skyld, sem mæðrum og
feðrum er vígð. Þarna er föður-
landsást. Einkennilega ljóst og
fallega sagt sem víðar hjá j>eim
ntanni.
Það má gjöra öll mál ^ð tilfinn-
ingarmáli, en ekkert málefni er það
í eðli sinu líkt og þetta, j>ar kemst
engin matarást að. og ]>ví meiri áhrif
sem J)etta hefir á hugsanir manna og
verknað, því betri þjóðfélagsmeðlim-
ur er hann, hvort heldur er í sínu
föður- eða fósturlandi. Við sem
fæddir erum og uppaldir á íslandi,
verðum aldrei annað en íslendingar.
Annað mál er með böm okkar, eða
þau börn, 'sem alin eru hér upp. þau
hljóta að verða Canadaþjóðar; en
tilfinningar þeirra fyrir íslenzku
þjóðerni fara eftir uppeldi og áhrif-
um foreldranna. Ást þeirra á ís-
landi verður því að mestu leyti
sprottin af ræktarsemi við foreldr-
ana.
Sem einn af kaupendur Hkr. vil
eg Ieyfa mér að benda rítstjóranum
á, að stefna blaðsins í ]>essu málefni
er afar óviðfeldin. Ætla ekki að
þessu sinni að skrifa um blaðið yfir-
leitt, hefi litinn tíma. Þarf sem
fleiri að gjöra ýmsa smásnúninga
áður en eg get sezt í næði að nægta-
borðinu.
Marcelin, 28. febr. 1917.
Carl O. Steinsen.
CANAO®
FiriEST
THEATR*
—“THE EYES OF THE WORT/D”—
Valin «rtí við allar sýningarnar —
Ivveitl: $1, 75c. 50c, 25c. Mats 50c
og 25c.
“WHAT HAPPENED TO JONES”
Þriðjudagskv. 20. Marz
undir umsjón Returncd Soldicrs, As-
sociation, til arðs fyrir ekn''sjóðinn
Miðv.dags, Fimtud. og Föstud.kv'.
21,—23. Marz
leikur Temple Dramatic félagið hinn
hinn fagra enska leik
/ “GARRICK
undir un;sjón félagsins I.O.D.E. og
Rebekah Past Noble Ass’n I.O.O.F.
Laugardagskv 24. kemur Alb. Brown
fram í “A Little Bit of Fluff”
IðLÍEIN
8
Það semj þeim þótti mest um vert á þessari jörð,
nýjustu tízkuna í klæðaburði í París. Herramað-
urinn sat einnig hálfdottandi í hægindastól sínum
uieð hendurnar á maganum, spenti greipar og var
að hugsa um hina miklu mentun sína, latínuna,
er hann hafði lært í æsku, en var nú löngu búinn
að gleyma. pað var munur á honum og nábúa
hans, hreppstjóranum, sem var al-ómentaður mað-
ur, nema hvað hann kunni eitthvað úr biblíunni
og formálabókinni og sína ögnina af hverju þess
utan; þvi að ekki kunni hann, veslingurinn, neina
latínu, sem hann gæti gleymt.
Skröggur afhenti gjafirnar, og var þeim tekið
fremur fálega, öllu nema stjömunni. pegar
Skröggur kom með hana og sagði, að þetta væri
gjöf frá konunginum handa herramanninum,
stökk hanh á fætur, hló út undir eyru og hneigði
sig, talaði um mildileik konungs við sig og sinn
eigin lítilmótleik. Og svo fór hann inn í næsta
herbergi, þar sem hahn hugði, að enginn mundi
sjá til sín, staðnæmdist fyrir framan spegilinn,
uældi stjörnunni á brjóst sér og stökk í loft upp,
tók það sem ungfrúmar mímdu hafa nefnt “kava-
léra-stökk”, um leið og hann sagði við sjálfan sig:
“Nú hefi eg loks náð tilgangi mínum; þetta fær
uiaður, þegar maður er gott barn!”
“Er hann þá barn?” spurði Vöggur.
“Sennilega,” sagði Skröggur.
pessu næst komu þeir að enn stærra húsi og
Þar vom einnig margir gluggar uppljómaðir. par
tók Skröggur ofan loðhúfuna og hrópaði: “Lifi,
lifi, lifi —!”
“Lifi hvað?” spurði Vöggur.
“pað fær þú að vita að svo sem tuttugu árum
liðnum,” sagði Skröggur og var eins og hann
kyggi yfir einhverju. Hann opnaði kistu sína og
tók upp úr henni nokkrar bækur 1 snotru bandi.
“Fallegt er bandið,” sagði Skröggur, “en hvað
er það á móts við það, sem í þeim er. í þeim eru
^argar af þeim göfugustu hugsunum, sem menn-
Bnir hafa nokkru sinni hugsað. Ekki get eg
iundið neinar hæfilegri jólagjafir handa húsbænd-
unum hér.”
Hvert leiðir þú barnið þitt ?
Hinn nafnkunni þýzki prestur Otto Funcke
s^gir svo frá dæmi móður sinnar í æfiminningum
Sinum: peir voru tímamir á skólaárum mínum að
n»rri lá að eg týndi trúnni. En mér var frá bam-
æsku gefin vöm gegn öllum efasemdum mínum.
Eg var sem sé knúður til að segja alt af við sjálf-
an mig: “Ef efasemdir þínar eiga við góð rök að
styðjast, þá hefir hún móðir þín verið einhver hinn
mesti bjáni, sem nokkurntíma hefir uppi verið.”
En gegn þeirri hugsun um móður mína reis ekki
einungis hver blóðdropi í mér, heldur og skynsemi
mín. ó, hversu oft hefir ekki myndin af henni
inóður minni birst mér, — henni, sem var svo sæl
og rik af sinni trú,----þegar eg hefi setið við
skrifborðið mitt, og það leiddi mig aftur á rétta
leið. — Einu sinni bað ungur drengur föður sinn
leyfis, að hann mætti fara með honum til nábúa
þeirra. Faðir drengsins kvað nei við því, af því
að snjókyngin væru svo mikil. “pað gerir ekkert
til, pabbi” mælti drengurinn, “því að eg geng í för-
in þín.” Við þessi orð drengsins leiddist maðurinn
til þessarar hugsunar: “Ef barnið mitt fetar
svona í fótspor mín í einu og öllu, hvar lendir það
þá?” Upp frá þeim degi beindi maðurinn sporum
sínum á þá götu, sem liggur til himins. Lesari
góður! pað er mjög líklegt að bamið þitt feti í
fótspor þín. Hvert leiða þau það þá ?
—Bjarmi. G. Á. pýddi.
G. P. Thordarson sendi.
Holar, Sask, 2. des. 1916.
Heiðraði ritstjóri Sólskins:—
Eg hefi gaman af Sólskinsblaðinu og eg sé að
nærri því öll Sólskinsbörnin eru búin að skrifa í
það, svo eg held að eg megi líka skrifa í það. Eg
á fimm systur og þrjá bræður. — Eg hefi lítið að
segja Sólskinsbömunum nema að eg elska Sól-
skinsblaðið. Get ekki sagt meira í þetta sinn og
kveð öll Sólskinsbörnin.
Sæunn Stefánson, 10 ára.
Framnesi, Man., 5. marz, 1917.
Herra Sig. Júl. Jóhannesson.
Kæri ritstjóri:—
Góða þökk fyrir Sólskinsblaðið. Mér þykir
innilega vænt um það. Elztu systkinin mín voru
þér þakklát fyrir Æskuna, en eg segi að Sólskinið
muni vera betra, því það hefir svo mörg bréf frá
bömunum, sem eg hefi svo gaman af. Já, og svo
margt annað gott.
Eg óska innilega að þú verðir sem lengst rit-
stjóri þess.
Með virðing og vinsemd.
Kristjana T. Ingjaldson, 12 ára.
SÓLSKIN
Barnablaö Lögbergs.
II. ÁR. WINNIPEG, MAN. 15. MARZ 1917 NR. 24
Snorri Sturluson.
f Sólskini héma um daginn var ykkur böm-
unum sagt frá hinum merkilega rithöfundi, Ara
hinum fróða, sem fyrstur varð til þess á íslandi
að skrifa okkar fagra mál, íslenzkuna. Ykkur
langar víst til þess að heyra frá fleirum frægum
mönnum frá ættlandinu okkar. Sá maður sem
Sólskin minnist nú á, var ekki að eins frægur á
íslandi, hann er frægur um allan hinn mentaða
heim, og nafn hans kunnugt öllum hinum mestu
vísindamönnum. Væri því vanvirða mikil fyrir
okkur, sem köllum okkur íslendinga, og íslending-
ar viljum vera, að þekkja ekki þann mann, sem
unnið hefir íslenzku þjóðinni meiri sóma og meiri
frægð, en nokkur annar maður, sem á íslandi hefir
alist. Maður þessi var Snorri Sturluson, Sagn-
fræðingurinn mikli í Reykholti.
Snorri var fæddur í Hvammi í Hvammssveit í
Dalasýslu árið 1178. Var faðir hans Sturla pórð-
arson, vanalega kallaður Hvamm-Sturla, stórvitur
maður og höfðingi mikill. Móðir Snorra hét
Guðný Böðvarsdóttir frá Görðum á Akranesi í
Borgarfjarðarsýslu, göfug og mikilhæf kona.
pá er faðir Snorra var þriggja ára gamall kom
faðir hans honum í fóstur að Odda á Rangárvöll-
um. par var hann a'linn upp hjá Jóni Loptssyni,
sem þá var mestur og merkilegastur höfðingi á
íslandi. Lærði Snorri þar allskonar fróðleik og
vísindi á þessu nafnkunna höfuðbóli, sem var hið
mesta vísindaheimili í þá daga á fslandi.
pá er Snorri var rúmra tuttugu ára gamall,
kvæntist hann Herdísi Bessadóttur á Borg á Mýr-
um, þar sem Egill Skallagrímsson bjó í fomöld.
Herdís var þá ríkasta stúlkan Á fslandi; átti hún
um 200,000 kr. eftir nútíðar peningum.
Snorri og Herdís fóru að búa á borg. Bjuggu
þau þar í 6 ár. paðan fór Snorri að Reykholti í
Borgarfirði og þar bjó hann til dauðadags, í 35 ár.
Fyrir Snorra Sturluson er Reykholt ein af allra
frægustu jörðum á íslandi. f Reykholti gat Snorri
Sturluson sér ódauðlega minningu íslenzku þjóð-
arinnar. par ritaði hann allar sínar merkilegu
bækur; þar skrifaði hann Heimskringlu. Er hún
saga allra Noregskonunga frá byrjun fram á hans
daga. önnur bók er eftir hann, sem Snorra Edda
er kölluð, einhver sú frægasta af bókmentum
heimsins. Fyrir bækur þessar er Snorri heims-
frægur rithöfundur.
í Heimskringlu er málið svo yndislegt og að-
dáanlega fagurt að unun er að lesa’ þá bók. pað
er mælt að enginn hafi eins vel skrifað, og að ís-
land hafi aldrei átt, hvorki fyr né síðar annan eins
ritsnilling.
Sonrri var vitmaður mikill og stórskáld. Yfir
íslandi var hann lögsögumaður í 14 ár. Á efri
árum sínum giftist Snorri Hallveigu Ormsdóttur
frá Breiðabólstað í Fljótshlíð. pá varð hann rík-
astur maður á fslandi um sína daga og annar sá
ríkasti maður sem ísland hefir áttt. Eignir hans
er sagt að numið hafi miljón króna.
Snorri var myrtur í Reykholti aðfaranótt 23.
september 1241. Mun slíkt ódáðaverk aldrei
gleymast hinni íslenzku þjóð.
S. J.
Jólin Kans Vöggs litla.
Eftir Viktor Rydberg.
Framhald.
Smáfákarnir þutu yfir fannirnar í fljúgandi
ferð, og það kvað við í silfurbjöllunum um endi-
langa heiðina eins og öllum klukkum himnanna
væri hringt.
“Má eg aka?” spurði Vöggur.
“Nei, þú ert of lítill til þess enn, hnokkinn
minn,” sagði Skröggur.
“Ojwja”, sagði Vöggur.
Heiðin lá nú að baki þeim og þeir voru komnir
í skóginn, sem Geirþrúði gömlu hafði orðið svo
tíðrætt um; inn í myrkviðinn, þar sem trén voru
svo há, að stjömur himinsins virtust hanga í