Lögberg - 15.03.1917, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.03.1917, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MARZ 1917 Ur bænum Séra H. Sigmar frá Wynyard kom hingað til bæjarins fyrra þriðjudag á #leið til Selkirk aö heimsækja tengdaforeldra sína séra Steingrím Thorláksson og konu hans. Einar Eiríksson á Mozart, 76 ára gamall, andaðist 6. marz að heimili dóttur sinnar, Mrs. H. Austfjörð. Jakob Helgason frá Dafoe fór heim héðan um fyrri helgi. Hann hafði legið lengi á sjúkrahúsinu. Dr. Brandsson skar hann upp og er hann á góðum batavegi. “Baldur Gazette” getur þess að “Sigríður Eyjafjarðarsól” v'erði leik- ið þar vestra 20. þ.m. Er sagður í blaðinu útdráttur úr leiknum og hon- um vel lýst. Gleymst hefir að geta þess, að dóttir Gísla Jónssonar smiðs í Sel- kirk, Jónína Gíslína, dó þann 21. jan. og var jarðsungin af séra N. Stgr. Thorlákssyni 23. sama mán. Hún var nýbyrjuð 8. árið, efnileg og góð stúlka Söngsamkoma í Tjaldbúðinni VndJr Umsjón Djáknanna—Til Arðs fyrtr Fátirka MANUDAGSKVKLDIÖ 19. MARZ 1917 —verður haldin af— MRS. P. S. DALMANN nieð aðstoð MISS M. MAGNÚSSON (Pianist) PROGRAMME: 1. “The Holy City” f'ísl. þýð. eftir séra H. LeoJ . Adams 2. (a.) Sat hjá læknum ('ísl. þjóðlagj, raddsett af M. G. Magnússon (b) Björt mey og hrein ('ísl. þjóðlagj ...... Sv. Sveinbjörnsson (c) Mig uggir svo margt .......... Gunnst. Eyjólfsson 3. Aria from Opera (“he Traviata”J ............... Verdi 4. (a) Unaðarstund Eriðþjófs .................... Crusell (b) Kveðja Friðþjófs . ........................ CruseU 5. Piano Solo—Nocturne ..................... Rossini-Liszt ' MISS MARIA MAGNUSSON 6. Peaceful Was the Night (“I\ Trovatore”J ....... Verdi 7. (a.) Við sjóinn frammi ('danskt þjóðlagj ...... (b) Geng eg fram á gnýpur ..................... Kuhlau 8. Bobolink ................................... Bischoff 9. Duet—Við sitjum í rökkri ('úr StrengleikumJ. B. Guðmundsson (Eftir beiðni) P. PÁLMASN og MRS. DALMANN 10. Aria and Rondo from Opera La Sonnanbula ....... Bellini 11. (a) Nú ljúfa þökk (úr Sigr. frá Sunnuhvoli) .. Kjerulf (b) Draumaland ........................ Sigf. Einarsson 12. The Death of Nelson ......... ................ Braham GOD SAVE THE KING Samkoman byrjar kl. 8.30. INNGANGUR 25c Halldór Kjernested frá Húsavík í Nýja Islandi var á ferð hér í bæn- um fyrir helgina. Mrs. Hólm frá Winnipeg Beach kom hingað á föstudaginn. Var hún að finna Dr. Brandson og fá ráð- leggingu viðvíkjandi veikum dreng, sem hún á. Verður pilturinn skor- inn upp innan skamms. Filippus Filippusson að 518 Sher- brooke St. veit um áritan Guðmundar Filippussonar bróður síns. Heimsækið drengina á laug- ardagskvöldið. J?að borgar sig vel; þeir skemta vel og vilja gera sem flestum skemtilega stund. Svo segja fréttir frá Norður Dakota að talað sé um að framlengja þar bændabrautina frá Concrete 27 mílur norðvestur. Hafa bændur þar lagt á sig $1,00 gjald á hverja ekru lands í þessu skyni fimm mtlur út frá brautinni á hvora hlið og fer það fé alt í brautarkostnaðinn en James Hill ætlar að stjóma henni. Svo er ráð fyrir gert að járnbrautarlest gangi eftir brautinni þrisvar í viku. Kona Jóns Lindals, sem er í 223. herdeildinni í Portage La Prairie, var hér á ferð fyrir helgina; kvaðst hún hafa heyrt menn tala um að bet- ur gengi liðsöfnun síðan skift var um liðsforingja. Joe Anderson og Chris Alfred landar vorir lögðu af stað fyrra miðvikudag austur til Evrópu í stríð- ið. Þeir voru fyrst i 223. herdeild- inni, en voru færðir í annan flokk. Eins og nýlega var frá sagt fór Dr. Ólafur Stephensen austur til Englands ásamt fleirum læknum. Hann Var aleinn íslendinga í þeim hóp.i. Dr. Stephensen bað Lögberg að flytja öllum sínum mörgu vinum og kunningjum beztu kveðju. Halldór verzlunarstjóri Reykjalín frá Mountain var hér á ferð á fkntu- daginn og fór heim aftur á laugar- daginn. Hann er forstöðumaður bændafélagsverzlunarinnar í Norðu blóma eftir því sem menn segja þar að sunnan. Kona M. F. Björnssonar að Mon- tain í N. D. kotn hingað til bæjarins á fimtudaginn með 12 ára gamlan dreng þeirra hjóna. Hafði hann orðið skyndilega veikur af botn- langabólgu og skar Dr. Brandson hann upp. Sjálfur var Björnsson faðir piltsins hér áður sér til lækn- inga. Pilturinn heitir Friðrik. Jón Einarsson og Theodór Péturs- son frá Gimli voru hér á ferð' fyrir helgina. Kona Kr. Jóhannessonar á Árborg kom hingað til bæjarins á föstudag- inn; með henni var Grímur sonur hennar 14 ára gamall. Hann hafði unnið heiðurspening úr silfri fyrir kappstöfun á ensku. Voru þrír skól- ar í Nýja Islandi, sem þátt tóku í því kappi saman, Árborg, Riverton og Gimli. Eiríkur Halldórsson frá Foam Lake, sem hér hefir v'erið að undan- förnu, fór vestur þangað á fimtudag- inn. Átti hann von á vagnhlassi af bifreiðum til Kanhahar og fór til þess að líta eftir því. Jón Friðfinnsson tónskáld er ráð- inn hljómfræðiskennari norður í Siglunesbygð um 2—3 mánaða tíma og er á förum þangað. Jón hefir v'erið þar áður og er vel þektur af fólki þar nyrðra. Drengir Fyrsta lút. safnaðar vilja kynnast sem flestum með- limum safnaðarins og er ant um að sem flestir sæki heimboð þeirra á laugardaginn. Vilhjálmur J. Árnason frá Gimli kom hingað til bæjarins á föstudag- inn með konu sína og barn. Hann fór ehimleiðis aftur samdægurs. Auglýsing fiskimanna í Nýja Is- landi er þess v'irði að hún sé lesin og athuguð. Það er myndarlega gert og alveg nýtt að bjóða fólki á skemt- un ókeypis og er líklegt að þeir verði margir sem nota sér boðið. Verður þar bæði fæða fyrir sál og líkama, því söngvar, ræður, hljómleikar og upplestrar reka hvað annað alt kveldið, þangað til fæturnir verða látnir lausir og leyft að dansa. En þeir sem þess æskja geta fengið keypta alls konar hressingu nema brennivín. Nýprentað er lag eftir Jón Frið- finnsson við hinn íslenzka þjóðsöng Stephans G. Stephanssonar: “Þótt þú langförull legðir”. Lagið hefir verið sungið nokkrum sinnum meðal fslendinga hér og þótt gott. Er það prentað hjá Columbia Press með ís- lenzka flagginu á framsíðu í öllum tilheyrandi litum. Lagið er prentað í tvennu lagi, fyrst fyrir blandaðar raddir og síðar fyrir karlmanna radd- ir, sitt á hv'orri síðu, en erindin eru öll prentuð á sjðustu blaðsíðu. Þess má vænta að laginu verði vel tekið og það viða keypt, því kvæðið er hvers manns hugljúfi og líklegt að lagi'ð verði það líka. Það er til sölu hjá höf. að 622 Agnes stræti. Mánudaginn 5. marz andaðist öld- ungurinn Einar Eiriksson að heimili dóttur sinnar Margrétar og manns hennar Halldórs Austfjörðs, nálægt Mozart, Sask. Einar sál. var 76 ára að aldri, þegar hann lézt. Hann var jarðsunginn á föstudaginn 9. marz, af séra G. Guttormssyni. Einars sál. v'erður nánar getið síðar. Capt. Baldv’in Anderson frá Mikl- ey var aftur á ferð hér á þriðjudag- inn. Hann sagði oss margt af ferð sinni til St. Paul og sáum vér hjá honum nokkur bréf bæði frá James „ . , ’ *Ni°rm,r Hill sjálfum og fleirum, sem béfa á Dakota. Su verzlun er nu í miklum hann mikið lof fyrir frammistöðuna á Ieiðinni og allar gagnlegar upplýs- ingar, sem hann hafi veitt. Ander- son talaði fjórum sinnum þar syðra og lýsti því hversu framarlega íslend- ingar stæðu hér í landi að því er framfarir og siðmenning snerti, þótt þeir hefðu komið hingað allslausir. Mintist hann þess að Thos. H. John- son verkamálaráðherra í Manitoba, Vilhjálmur Stefánsson norðurfari, íslenzk kona, sem Ólöf Perry hét, dó af slysum hér í bænum í vikunni sem leið og var jarðsett á laugardag- inn af enskum presti. — Kona þessi var gift frakkneskum manni kaþólsk- tim, sem var fyrir nokkru dáinn, en hún bjó i litlu flathýsi með tvítugri dóttur sinni, er Georgina heitir. Hafði dóttur hennar farið eitthvað i burtu, en þegar hún kom heim aftur saknaði hún móður sinnar; fann hún hana örenda úti fyrir á bak við hús- ið; hafði hún farið með skóflu og öxi til þess að hreinsa snjó af þakinu, kastað síðan verkfærunum niður. en dottið á eftir, Ient með höfuðið á skófluna og hafði höfuðkúpan brotnað. — Þessar mæðgur höfðu búið þarna saman all- lengi og lítið samneyti haft við Is- lendinga; en það sýnir hversu “röm er sú taug” að ekki einungis varð veitti gamla konan móðurmál sitt, heldur talar dóttir hennar ágætlega íslenzku Iíka. Þessi kona mun hafa verið bróðurdóttir Ólafar sálugu Kjernested. Sigurður Kristinsson og Indiana Sigfússon, bæði til heimilis í Geysis- bygð í Nýja íslandi, voru gefin sam- an í hjónaband þann 5. þ. m. Hjóna- vígslan fór fram að heimili stjúpföð- ur og móður brúðgumans, Mr. og Mrs. J. Sigurðssonar á Reykholts- stöðum í Geysisbygð. Séra Jóhann Bjarnason gifti. Hin nýgiftu hjón setjast að í húsi þar í grendinni, sem Sigurður hefir bygt. 1« Á mánudaginn eftir páska heldur Hjörtur Þórðarson raffræðingur og | ‘ Dorkas félag” Fyrsta lút. safnaðar Myndina af Vilhjálmi Stefánssyni og Huldárhv'ammi, fæðingarstað hans i umgjörð fjölda smámynda, selur Þorsteinn Þ. Þorsteinsson að 712 McGee St., Winnipeg fyrir $2,00 að- eins. Þessi mynd er íslenzk smíð fyrir íslendinga og minnir á margt sem hjörtun tengir eystra og vestra. Pantanir eru afgreiddar tafarlaust og sendar kaupendum kostnaðarlaust fyrir þetta verð, hvert sem er. Langar þig ekki að eignast eina í stofuna þína? Stærð myndaspjalds- mununl- ins er 19r25 þ. Mvndin sjálf er 15x21 þ. Ruglingur lina hefir átt sér stað þegar próförk var löguð í eftirmæl- um Guðnýjar Björnsson. í síðasta Waði. Miðlínurnar tvær endurtekn- ar í fjórðu vísu og önnur hendingin fallið alveg burt. Svona v'ar erindið og á að vera: En norrænar dísir með feigðblæium falda, og frumbýlin íslenzku húmskuggum tjalda, er landneminn hinztu þarf landskuld að gjalda: — að leggjast í útlendingsgröfina kalda. Þ. í>. h. fleiri v'æru allir íslendingar og mundu hinar þjóðirnar hér í landi mega leita vel ef þær ættu að gera betur hlutfallslega. Staðimir sem Ander- son talaði á voru þessir: Almenn- ingssalurinn í St. Paul ('þar voru 6,000 mannsj, heimili James Hill, rikisskólinn í St. Paul og Strand leikhúsið. Hús eða einstök herbergi til leigu á góðum stað í bænum. Húsið verð ur til í næsta mánuði og er með hús- Ritstjóri vísar á. Systrakveld verður haldið í stúk- unni Heklu á morgun ('föstudagj 16. þ. m. Verður þar margt til skemt- uanr og gamans. Allir Goodtempl- srar v'elkomnir. Nú ræð eg ekki við það lengur, það verður svo að vera. — Legsteinar hljóta að stíga í verði í vor. Vér Verðum að borga 25°/o hærra verð fyrir nýjar vörur en í fvrra. En vér höfum þó nokkuð af steinum, smáun, og stórum, sem vér seljum með sama verði til vorsins, á meðan þeir end- ast. En þeir ganga nú óðum út, svo landar mínir ættu að senda sínar pantanir sem fvrst. Eg sendi mynda- og verðskrá þeim sem þess æskja. A. S. Bardal, 843 Sherbrooke St., Wpg. Libetalklúbburinn heldur fund í dag ('fimtudag) og verður þar rætt ýmislegt er alla varðar. Eins og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu voru mörg mál til umræðu á síðasta fundi og verða þau frekar rædd nú. Alt bendir til þess að kosningar fari fram i sumar og þarf því að hugsa fyrir þeim málum sem til umræðu verða fyrir kosningarnar. Útnefning þing- manna fer bráðlega fram og er sjálf- sagt að klúbburinn geri eitthvað til þess að sjá um að heppilega v'erði valið. — Auk þeirra pólitísku mála, sem á fundinum verða rædd, verður undir það húið að halda mikla sam- komu innan skamms, til arðs fyrir þjóðræknissjóðinn. söng- og hljómleikaasmkomu i Good- templarahúsinu á Sargent Ave. Auk söngva og hljómlistar fer þar fram leikur og sýningar. —• Nánar auglýst síðar. Spyrjist fyrir í búðum eftir skóm frá RYAN, það eru skórnir sem endast vel fara vel og eru þar að auki ódýrir. Bújarðir! Bújarðir! Vér ætlum aS selja eftirfylgjandi lönd 1 yöar nágrenni meS sér- staklega géSum söluskilmálum og búumst vér viB aB bændur muni nota þaS tækifæri til aS fá lönd fyrir syni sína;—engin niSurborgun, aS eins skattar 1917; afgangurinn borgist meS parti af uppskeru eSa hvaSa skilmálum sem þér helzt viljiS:— N. E. 32—22—31 N. E. 28—22—32 S. E. 34—22—32 S. W. 36—22—32. N.W. 7—23—31 S. E. 2—23—32 N. E. 4—23—32 S.W. 4—'23—32. öll fyrir vestan fyrsta Meridian. Frekari upplýsingar gefur G. S. BREIDFJORD. P.O. Box 126, Churchbridge. Sask. FIRST NflTIDNAL INVESTMENT CQMPANV, Ltd. P. O. BoX 597 í WINNIPEG Verkstofu Tals.: Garry 2154 Ilelm. Tnls.: Garry 2949 G. L. Stephenson Plumber Allskonar rafmagnsáliöld, svo sem straujárna víra, allar tegundlr aí glösum og aflvaka (batteris). VINNUSTQFA: 676 HDME STREET WINNIPEG Sársaukalaus Lækning Gamla hræðslan við tannlæknis-stólinn er nú úr sögunni, Tannlækning mín er al- veg eins sársaukalaus og hægt er að gera það verk og verðið er mjög sanngjarnt. Dr. C. C. JEFFREY, Tannlæknir Öll skoðun gcrð endurgjaldslaust og verkið ábyrgst. Frekari upplýsingar fást með því aðkalla upp Garry 3030 Horni Logan Ave. og Main St., Winnipeg Gengið inn á Lógan Ave. Nótnabóka-sala Nótnablöð seld fyrir lOc og er það ódýrasta húðin í bænum. I Oc Margar tegundir af siðustu algengu söngum. The Music Shop Kennedy Buildin£, PortagcAvc. Befnt á méti Eatons búð TAK ELEVATOR 1A _ HUMORESKA. LOST CHORD ■ JC TOSTIS GOODBYE, BARKARELLl W w QUEEN CF THE EARTH, OG FL. Albert Kristjánsson kom á laugar- daginn frá Winnipegosis hingað til bæjarins; hefir hann verið þar í vet- ur við fiskiveiðar og gengið vel. Kafteinn William Stevens, sohur kafteins John Stevens á Gimli, og Miss Ingibjörg Johnson frá Selkirk, voru gefin s».:an í hjónaband þann 8. þ. m. hjá móður brúðarinnar, ekkj- unni Mrs. Helgu Skagfjörð á Agnes St. í Selkirk, af séra N. Stgr. Thor- lákssyni. Samdægurs fóru hin ungu brúðhjón til Gimli að heimsækja for- eldra brúðgumans. Komu aftur eftir helgina til Selkirk, þar sem þau eru nú búsett, á Supeior St. í húsi, sem Mr. Stevens hafði keypt. SAMSKOT TIL BETEL. Safnað af Th. Thordarson að Gimli. Frá Gimli: Mrs. Anna Jónasson . . . Einar S. Jónasson . .. 2.50 Th. Pálmason Gunnar J. Johnson .. .. .50 Elli fohannson . .. 1.00 Guðm. Fjeldsted .. 2.00 J’ón Mýrmann . . . .50 Th. Mýrmann . .. 1.25 Einar Rósenkrans .25 J. B. Halldórson . . . 1.00 Dóri Einarson . .. 1.00 Björn Knudsen . .. 1.00 Magnús Halldórson .... . .. 1.00 B. H. Johnson .. 1.00 Tohn j. Johnson .. .. 1.00 H. Bjarnason .. .................50 Kristján Einarson.......... 10.00 Karl H. Pétursson.............. 2.00 Josephson Bros................ 5.00 Ágúst Thiðriksson .. ......... 2.00 M. Narfason.................... 3.00 Kristján Thorsteinsson........ 5.00 John H. Stevens............... 2.00 S. Finnson..................... 1.00 Sigurður Jónsson.............. 2.00 Jón Árnason................... 3.00 Ónefndur...................... 1.00 M. E. Johnson................. 1.50 B. Thordarson................. 1.00 O. W. Johnson.....................50 Jón Jónsson, fconi Beach . . .. 5.00 Björn Pétursson, Árnes . . .. 1.00 Frá Nes P. O., Man.: Benjamín Magnússon............ 1.00 Guðm. Thorkelsson.............. 1.00 B. Stephanson................. 1.00 V. Sveinson......................25 J. W. Jónatansson................25 K. Sigurðson, Húsavík, Man. 1.00 J. Johnson, Húsavík, Man. . . .50 E. Bessason, Wpg Beach, Man. 1.00 Ónefndur, Wpg Beash, Man. .. 5.00 Gömul kona v'ið Mozart, Sask. 5.00 Jón og B(jörn íHalldórssynir, Gerald, Sask................. 8.00 Mrs. Jófríður Járngrímsdóttir, Spainsh Fork, Utah........... 5.00 Baldvin Anderson, Riverton, . . 5.00 J. B. Johnson, Dog Creek,.... 5.00 Kv'enfél. Framsókn, Wynyard 15.00 Með innilegu þakklæti. 7. Jóhannesson, féhirðir. 675 McDermot Ave., Winnipeg. Ingimundur Erlendsson frá Reykja- vlk kom hingað til bæjarins um helg- ina og fór heimleiðis aftur á þriðju- daginn. Hafði hann farið norður til Riverton og Portage la Prairie og var að koma úr því ferðalagi. Samkoma verður haldin i Tjaldbúð- arkirkjunni á mánudaginn 19. þ. m. Eins og sjá má á auglýsingunni verð-j ur til samkomunnar vandað og ætti hún að v'erða vel sótt, einkum þar sem hún er í því skyni höfð að afla fjár handa bágstöddum. Á þess konar samkomum ætti æfinlega að vera húsfyllir. í “Free Press” er þess getið 7. marz að íslendingurinn F. Johanns- son hafi fallið í stríðinu. Hver eða hvaðan hann er v'itum vér ekki. Svanberg Sveinsson kom til bæj- arins utan frá Lundar á þriðjudag- inn. Hann er að setjast að hér í bænum aftur og kemur kona hans eftir stuttan tíma. Þau hjón hafa verið í Norður Dakota í vetur. Góð vinnukona getur fengið vist. Upplýsingar fást að 766 Victor St. Bggert Borgfjörð koin á laugar daginn norðan frá Winnipegosis; hann hafði verið þar við fiskiveiðar vetur ásamt Albert Kristjánssyni og Ottó Kristjánssyni; voru þeir allir hjá Lúðvig Schaldemose. Paul Olson frá Mikley kom hingað til bæjarins á mánudaginn. Hann er sonur Gottskálks Grænlandsfara og hvalveiðara, sem flestir íslendingar kannast við. ” AT HOME “ Drengjafélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir heimboð i fundarsal kirkiunnar á laugardagskvöldið 17. Marz 1917 SKEMTISKRÁ: 1. Upplestur..................Master M. Stephenson 2. Einsöngur.................... Miss F. Jóhannesson 3. Upplestur........*............Master B. Egilsson 4. Leikið á fortepiano............Miss B. Peturson 5. Ræða.........................Master Oli Egilsson 6. Fiðluspil........................Miss J. Paulson Aðgangur og veitingar ókeypis. — Byrjar kl. 8 Samskota leitað fyrir söfnuðinn FUNDUR í MIKLEY. AJmennur fundur verður haldinn í Mikley laugardaginn 24. h.m. Verðu þar rætt um stjórnarfar hér í landi og ýms áhugamál. Adamson þingmannsefni við næstu sambandskosningar og Sig. Júl. Jó- hannesson flytja þar ræður, ásamt fleirum. Sækið fundinn, landar. Almenn Samkoma í Riverton FISKIMENN SKEMTA SÉR OG ÖÐRUM. ALLAR SKEMTANIR ÓKEYPIS. Miðvikudaginn 21. marz halda fiskimenn almenna sam- komu í Riverton með vandaðri skemtiskrá og ókeypis aðgangi. / SKEMTISKRÁ. 1. Capt. Baldvin Anderson skýrir tilgang samkomunnar. 2. Lúðraflokkur 200 deildarinnar. 3. Sveinn Thorvaldson. — Ræða. 4. Magnús Markússon: — Kvæði. 6. Sig. Júl. Jóhannesson: — Ræða um samheldni. 7. Gutt. J. Guttormsson: — Kvæði. 8. Lúðraflokkurinn. 9. p. p. porsteinsson: — Kvæði og saga. 10. Lúðraflokkurinn. 11. Dans. Baldvin Anderson. (Fyrir hönd fiskimanna). MULLIGAN’S Matvörubúð—<selt fyrir peninga aðelns MeB þakklæti til minna islenzku viBskiftavina biB eg þá aS muna aB eg hefi góSar vörur á sanngjörnu verSi og ætíS nýbökuS brauS og góSgæti frá The Peerless Bakeries. MULLIGAN. Cor. Notre Danie and Arlingson VVINNIPEG Ef eitthvað gengur að órmu þinu þá er þér langbezt atJ aendA það til hans G. Thomas. Hauo er í Bardals byggingunni og fyá mátt trúa því að úrín lcasta eíKbelgn um í höndunum á honum. Stöðugur hósti. Þegar hálsveiki er komin yfir það versta hvort sem það er í lungnapípum eða lung- um og geta samt ekki batnað fullkomlega þá ættuð þér að reyna uppbyggjandi lyf, svo sem eins og WHALEY’S EMULSION OF COD LIVER OIL Þetta lyf befir sérstök ábrif á frumlana og líkamsefni í öndunarfærum. Það læknar alvarlega lungnasjúkdóma sem ekkert ann- að geta læknað. Verð 59 cents Ert ÞÚ hneifður fyrir hljómfrœði? Ef svo er þá komdu og findu okkur áSur en þú kaupir annarsstaSar. ViS höfum mesta úrval allra fyrir vest- in Toronto af Söngvuni, Kensln-áhöldum, I.úSranótum, Sðliniirn og Söngvuin. Hljóðfæraáhölrlnm. o.sfrv. Reynsla vor er til reiSu þér til hagn- aSar. Vér óskum eftir fyrirspurn þinni og þær kosta ekkert. WIIAY'S MUSIC 8TORE 247 Notre Dame Ave. Phone Garry 688 Winnipeg Sauma- vmna Æfðar stúlkur óskast til að sauma stúlknafatnað. Verða að kunna að sauma bæði í höndunum og á saumavél. THE FAULTLESS LADIES WEAR CO., Limited 597 McDermot Ave. Tals. G. 3542 BIFREIÐAR „TIRES“ Goadyear og Dominion Tires ætíð á reiðum höndum: Getum útvegað hvaða tegund sem þér þarfnist. Aðgerðir og „Vulcanizing“ sér- stakur gaumur gefinn. Battery uðgerðir og Bifreiðar tilbúnar til renslu. geymdar og þvegnar Auto Tire Vulcanizing Co. 30D Cumberland Ave. Tals. Carry 2767. Opið dag og nótt Ný loðskinn Við borg- —------------um hæsta verð. Skrifið eftir verðskrá og merkispjöldum. Viðkaup- um líka húðir og „Seneca"- rætur. PIERCE FUR C0„ Ltd. King og Alexander St., WINNIPEG Aflgeymsluvélar ELFDAR og ENDURBŒTTAR Ver gerum við bifhjól og reynum þau. Vér seljum og gernm við hryndara, afl vaka og af leiðara. AUTO 8UPPLY CO. Tals. M. 2951 . 315 CarltonSt. CASKIES 285 Edmonton St. Tals. M. 2015 Látið líta eftir loðskinna fötum yðar tafarlaust áður en þér leggið þau afsíðis til geymslu. Látið það ekki bregðast, það sparar yður dollara. Nefnið þessa auglýsing Mrs. Wardale 643J Logan Ave. - Winnipeg BrúkttS föt keypt og seld eöa þeim skift. Talsími G. 2355 Geriö vo vel aS nefna þessa augl. Skemtileg grein frá Ólafi Egg ertssyni, um samkomuna meöal landa í St. Paul, verður því miður að bíða næsta blaðs. sökum rúm- leysis. 7. febr. 1917. Capt. Baldvin Anderson F.uclid Hotel, Saint Paul. Kæri herra:— Gerið svo v'el að þiggja innlagða $50 ávísan frá sýningarfélaginu fyrir þjónustu yðar í sambandi við Rauð- ár-St. Paul keyrsluförina. Vér metum mjög mikils aðstoð yðar og santvinnu og þá margvíslegu hjálp, sem þér hafið veitt oss til þess að fyrirtækið gæti hepnast eins vel og raun varð á. Gerið svo v'el að þiggja innilegustu þakkir nefndarinnar og allra vor yfir höfuð að tala. Yðar með einlægri virðingu. Fyrir hönd Rauðár — St. Paul keyrslunefndarinnar. R. S. Warner, skrifari. WHALEYS LYFJABÚÐ Phone She>-br. 258 og 1130 Horni Sargent Ave. og Agnes St. Þúsundföld þægindi KOL og VIDUR Thor. Jackson& Sons Skrifstofa . . .. 370 Colony St. Talsíml Sherb. 62 og 64 Vestur Yards.....Wall St. Tals. Sbr. 63 Fort Rouge Yard . . í Ft. Rouge Tals. Ft. R. 1615 Elmwood Yard .. . . í Elmwood Tals. St. John 498 Manitoba Dairy Luncb Cor. Main og Market St. Á hverjum degi er hægt að fá máltíðir hjá oss eins og hér segir: Special Lunch frá kl. 12 til kl. 2 e.h. og Special Dinner frá kl. 5 til kl. 7.30 e.h. Þetta eru máltíðir af beztu tegund og seldar sanngjörnu verði. Komið Landar. 1. Einarsson. Bókbindari ANDRES HELGAS0N, Baldur, Man. Hefir til sölu íslenzkar bækur. Skiftir á bókum fyrir bókband eÖa bækur. Járnbrautir, binkar, fjármála stofnanir brúka vel œfða að stoðarmenn, sem ætíð má fá hjá DOMINION BOSINESS COLLEGE 352 Portage Ave.—Eatons megln Heimilis þvottur 8c. pundið Allur sléttur þvottur er járndreg- inn. Annað er þurkaðog búið und- ir járndregningu. Þér finnið það út að þetta er mjög beppileg aðferð til þesa að þvo það sem þarf frá beim- ilinu. Tals. Garry 400 Rumford Laundry TTL MINNIS. Fundur í Skuld á hverjum miSviku- degi kl. 8 e.h. Fundur í Heklu á hverjum föstudegi kl. 8 e.h. Fundur í barnastúkunni á hverjum laugardegi kl. 3.30 e.h. Fundur í liberal klúbbnum á hverju mánudagskvcldi kl. 8. Fundur í conservatív klúbbnum á hverju flmtudagskveldi kl. 8. Fundur í Bandalagi Fyrsta lút. safn. á hverju fimtudagskveldi kl. 8. Fundur í Bjarma á hverju þriSju- dagskveldi kl. 8. Hermiþing á hverju fimtudagskveldi kl. 8. fslenz.kukensla í Fyrstu lút. kirkju á föstudagskveldi frá kl. 7 tll 8. íslcnzkiikensla í Skjaldborg á hverju þriBjudagskveldi kl. 7. fslenzkukensla í goodteniplnrahúslnu á hverjum laugardegl kl. 3 e.h. Járnbrautarlest tll Wynyard á hverj- um degi kl. 11.40 e.h. Jámbrautarlest frá VVynyard á hverj- um degi kl. 7 f.h. Eg vil kaupa 100 tylftir af hvoru: heima tilbúnum sokk- um og vetjmgum. Verð 40 cent og 25 cent. Elis Thorwaldson, Mountain og Concrete, N.D. KENNARA vantar fyrir Odda skóla nr. 1830 frá 1. apríl 1917 til 30. jútií 1917. Utnsækjendur tiltaki kaup oy mentastig. Tilboðutn v'eitt móttaka til 20. marz 1917. Thor Stephanson, Sec.-Treas. ■ RauSi krossinn. Arður af samkomtt undir umsjt stúkunnar “Djörfung”, Hayland O., afhent af Solveigu Helgason, í upphæð $22.43. T. E. THORSTEINSON, Féhirðir ísl. nefndarinnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.