Lögberg - 05.04.1917, Side 3

Lögberg - 05.04.1917, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1917 3 Pollyanna Eftir Eleanor H. Porter. Pollyanna var ekki búin að hengja upp nema þrjá þrístrendinga, þegar hana grunaði hvað í vændum var. Og æsingin greip hana svo föstum tökum að fingumir fóru að skjálfa, svo hún átti erfitt með að hengja upp þá sem eftir voru. En þegar hún var búin, hopaði hún á hæli og rak upp undrunaróp yfir afleiðingunum. Alt herbergið *var orðið að æfintýralandi — þetta dimma og drungalega svefnherbergi. Hver hlutur var þakinn af dansandi blettum í rauðum, gulum, grænum, fjólulitum, bláum og rauðgulum litum. Veggimir og gólfið, stólamir og borðin, og rúmið sjálft, alt logaði í geislandi ljóshafi. “ó! ó nei! ó nei! nei! eg hefi aldrei séð neitt svo yndislegt og þetta,” hrópaði Pollyanna og skellihló. “Eg held að sjálf sólin sé nú að reyna að leika leikinn, er það ekki?” sagði hún og gleymdi því þetta augnablik að John Pendleton vissi ekki hið minsta um hvað hún talaði. “ó, eg vildi að eg ætti mikið, mjög mikið af slíkum hlut um, og gæti gefið Polly frænku nokkra, frú Snow nokkra og — já, óteljandi mörgum öðrum; þá held eg að þeir yrðu glaðir. Já, eg held jafnvel Polly frænka yrði svo glöð, að hún gæti ekki látið vera að skella dyrum — ef hún lifði í slíkum regn- boga sem þessum. Heldur þú það ekki líka ?” John Pendleton hló. “Já — að svo miklu leyti sem eg man eftir frænku þinnl, Pollyanna, þá er eg hræddur um að það þyrfti meira en haldfylli af þrýstrendingum til að koma henni til að skella dyram — af gleði að minsta kosti. En segðu mér nú, hvað það er í sjálfu sér sem þú meinar?” Pollyanna leit fljótlega á hann; svo dró hún andann allþungt. “ó, eg gleymdi því. pú kant; ekki leikinn. pað er satt.” “Já, en þá finst mér að þú ættir að kenna mér hann.” En nú var Pollyanna ekki lengi að hugsa sig um og byrja á kenslunni. Hún kendi honum leik- ínn — hún kendi honum alt frá byrjun til enda, um hækjumar, sem í raun réttri áttu að vera brúða, og um alt annað. Hún horfði ekki á hann, meðan hún talaði; hún hélt áfram að horfa á þ dansandi marglitu díla, sem hinir dinglandi þrí- strendingar sendu frá sólbjarta glugganum. “Já, já, þannig var það,” endaði hún skýringu sína. “Nú kantu leikinn, og nú skilur þú hvers vegna eg sagði, að eg héldi að sólin væri farin að leika hann.” Nú varð þögn litla stund. Svo sagði lág rödd í rúminu: “Já, máske eg skilji hann. En mér finst aö bjartasti þfístrendingurinn af þeim öllum, það sért þú, Pollyanna.” “Já, en það sjást engir yndislegir bláir, rauðir og grænir blettir, þó sólin skíni á mig, herra Pendletom” “Ekki það?” sagði maðurinn brosandi. Rómur hans var svo undarlegur. Pollyanna leit á hann og furðaði sig; hún hélt sig sjá tár í augum hans. “Nei,” sagði hún og bætti svo við augnabliki síðar fremur hnuggin: “Mér finst sólin að eins búa til freknur á mig. pví Polly frænka segir að það sé sólin sem geri það.” John Pendleton hló, og aftur leit Pollyanna á hann — henni fanst hláturinn líka vera svo und- arlegur. XIX. KAPÍTULI. % Segir frá nokkru óvæntu. f September byrjaði Pollyanna að ganga á skóla niðri í þorpinu. Reynsluyfirheyrslan, sem haldin var yfir henni, sýndi að hún var fróðari en ætla mátti á hennar aldri. Sjálfri fanst henni undur skemtilegt að ganga á skóla með svo mörgum stúlkum og drengjum á hennar aldri. Skólinn var í vissu tilliti viðbrigðl fyrir Polly- önnu, og hún var í sumu tilliti viðbrigði fyrir skólann. En áður langt um leið gekk alt vel, og Pollyanna viðurkendi gagnvart frænku sinni, að það að ganga á skólá væri sannarlega að lifa — enda þótt hún hefði efast um það áður. En þrátt fyrir ánægjuna yfir þessu nýja starfi sínu, gleymdi Pollyanna ekki hinum gömlu vinum sínum. Auðvitað gat hún nú ekki verið eins oft og lengi hjá þeim eins og áður, en hún kom til þeirra eins oft og henni var mögulegt. John Pendleton var nú raunar einn þeirra, sem var mest óánægður yfir þessu, að hún gat ekki komið eins oft né verið eins lengi og áður. Einn laugardag síðdegis, þegar hún var hjá honum, mintist hann á þetta við hana. “Heyrðu mér, Pollyanna. Hvernig mundi þér líka að koma hingað og vera hjá mér?” spurði hann dálítið óþolinmóður. “Eg fæ nú orðið næst- um aldrei að sjá þig.” Pollyanna hló — hún var orðin því vön að John Pendleton var undarlegur karl. “Eg hélt að þú vildir ekki hafa fólk í nánd við þig,” sagði hún. Hann gretti sig. “ó, það var áður en þú kendir mér þennan einkennilega leik, sem eg leit syo á,” svaraði hann. “En nú er eg glaður yfir því að hér eru mann- eskjur í kringum mig, sem hjálpa mér bæði seint og snemma. En að öðru leyti, þá get eg farið að ganga bráðum, og þá skulum við sjá hver er liðugastur í snúningum,” bætti hann við, tók aðra af hækjunum sínum, sem stóð við hlið hans, og otaði henni að PoIIyönnu í spaugi. pau sátu í starfsherbergi hans þenna dag — John Pendleton var búinn að vera á fótum næst- um heila viku. “Já, en eg skal segja þér, að þú ert alls ekki glaður yfir öllu; þú segist að eins vera það,” svar- aði Pollyanna; hún sat og klappaði hundinum, sem i lá á sauðargæra hjá eldstæðinu. “pú veizt það ofur vel sjálfur, að þú leikur ekki leikinn rétt; það veizt þú sjálfur hr. Pendleton.” Maðurinn varð alt í einu alvarlegur. “Nei, en það er einmitt þess vegna að mig langar svo mikið til að hafa þig hjá mér héma, Pollyanna litla,” sagði hann, “til þess að þú gætir hjálpað mér að leika hann. Viltu ekki koma til mín og vera hjá mér?” Pollyanna leit á hann undrandi. “En hr. Pendleton, þér getur ekki verið þetta alvara?” “Jú, mér er það full alvara. Mig langar svo mikið til að hafa þig héma hjá mér. Viltu koma og vera héma?” Pollyanna leit á hann undrandi. Pollyanna var alveg ráðalaus. “Nei, hr. Pendleton, það get eg ekki — þú veizt að eg get það ekki. Góði minn — Polly frænka sama sem á mig.” pað komu drættir í ljós á andliti mannisns, sem Pollyanna skildi ekki. Hann leit upp skyndi- lega. “Hún á þig ekki fremur en---------pað getur skeð að hún vildi leyfa þér að fara til mín,” sagði hann blíðari. “Vildir þú koma — ef hún leyfði það ?” Pollyanna varð hugsandi. “Já—á”, sagði hún dræmt, “en Polly frænka hefir verið svo góð við mig — og hún tók mig til sín, þegar eg hafði enga aðra en kvenmanna styrktarfélagið, og —” Aftur komu einkennilegir drættir í andlit John Pendletons, og nú var rödd hans lág og sorgmædd, þegar hann sagði: “Pollyanna — fyrir mörgum áram síðan þótti mér vænt um manneskju, sem eg þekti, og sem eg eitt sinn vonaði að geta fengið til að flytja inn í þetta hús, og fyrir hugsskotssjónum mínum dró eg upp myndir af hinu ánægjulega lífi, sem eg bjóst við að við ættum í vændum árum saman —” “Já,” sagði Pollyanna; svipur hennar sýndi hluttekningu og að hún skildi hann. “En—já—hún kom ekki hingað. pað skiftir engu hvers vegna. pað varð ekkert úr þessu— það er alt. En ávalt síðan á þessum tímum, hefir þessi stóra, gráa steinbygging verið hús—en al- drei heimili. pað þarf kvenmanns hönd og hjarta, eða nærveru barns, til þess að hús geti orðið að heimili, Pollyanna, en eg hefi hvorugt haft. pess vegna— já — þess vegna er mér svo ant um að geta fengið þig. Viltu koma til mín, Pollyanna?” Pollyanna þaut á fætur. Hún var blóðrjóð í framan. “Áttu við — áttu við það hr. Pendleton, að þú hefir átt kvenmanns hönd og hvarta?” “Já—já auðvitað, Pollyanna. “Ó, hve glöð eg er; ó, þá er alt orðið gott,” sagði litla stúlkan. “Nú getur þú tekið okkur báðar, þá hefir, þú alt sem þig skortir.” “Taka—ykkur báðar?” endurtók maðurinn vandræðalegur. Efasemdar svip brá fyrir á andliti Pollyönnu. “Já — auðvitað — við höfum enn ekki fengið samþykki Polly frænku til þess, en eg er viss um að þú færð það, ef þú segir henni hve mjög þú hafir þráð það, alve? eins og þú sagðir mér það. Og þá getum við komið báðar.” pað kom reglulegur hræðslusvipur í augu John I’endletons. “Polly frænka—koma hingað?” Pollyanna leit á hann stórum augum. “Já — máske þú vildir heldur flytja þangað?” spurði hún. “ó, en það hús er ekki eins fallegt— þó það sé dálítið nær—” “Pollyanna, um hvað ertu að tala?” spurði John Pendleton, með blíðari rödd en áður. “Jú, góði, hvar það er, sem við eigum að setj- ast að, auðvitað,” svaraði Pollyanna undrandi. “Eg hélt fyrst að þú meintir héma. pú sagðir að það hefði verið héma að þú hefðir óskað þér Polly frænku hönd og hjarta í öll þessi ár, til þess að hér gæti orðið heimili, en að —” pað heyrðist stutt og snögt óp frá veika mann- inum. Hann lyfti upp hendinni og ætlaði að segja eitthvað, en hendin féll máttvana niður og ekkert orð heyrðist. “Lækmrinn er kominn, hr. Pendleton,” sagði konan í dyranum á þessu augnabliki. Pollyanna stóð strax upp, en þá sneri Pendle- ton sér að henni óðagotslegur. “PoIIyanna — í guðanna bænum, minstu ekki einu orði á það, sem eg bað þig um — að minsta kesti ekki enn þá,” sagði hann með lágri rödd. Pollyanna brosti geislandi af ánægju. “Nei, auðvitað. Eg veit mjög vel að þú vilt helzt segja henni það sjálfur,” svaraði hún glað- lega með kesknisbrosi. John Pendleton hné magndofa aftur á bak á síólnum. “Nú? hvað gengur hér á?” spurði læknirinn, þegar hann augnabliki síðar stóð og studdi fingr- inum á slagæð sjúklingsins, sem sló hart. John Pendleton borsti glaðlega. “Eg hefi að líkindum fengið of stóran skamt af—hressandi lyfinu þínu, er eg hræddur um,” sagði hann hlæjandi; hann sá að læknirinn leit á eftir Pollyönnu litlu, sem hvarf út úr garðinum. XX. KAPÍTULI. Segir frá enn þá meiri viðbrigðum. Á sunnudögum gekk Pollyanna í sunnudaga- skóla árdegis og svo í kirkju; og síðdegis var hún vön að taka sér skemtigöngu með Nancy. Daginn eftir heimsókn sína hjá John Pendleton, h.fði hún hugsað sér hvert hún ætti að ganga m’ð Nancy, en á leiðinni heim frá sunnudagaskólanum náði Chilton læknir henni, og lét hest sinn nema staðar við hlið hennar. “Máske þú vildir aka heim, Pollyanna?” sagði hann. “Eg hefi auk þess nokkuð, sem eg vil tala við þig um,” bætti hann við, þegar Pollyanna var komin upp í vagninn og sezt við hlið hans. “John Pendleton var mikið áfram um að þú kæmir til hans í dag eftir messu; hann sagði að það væri áríðandi.” Augu Pollyönnu geisluðu bókstaflega. Hún kinkaði kolli. “Já, eg veit það,” sagði hún. “Já, eg skal finna hann.” Læknirinn leit hálfundrandi til hennar. “Hum. Eg er nú raunar ekki viss um hvort eg læt þig fara,” sagði hann og deplaði augum gletn- islega. “Mér virtist þú hafa fremur haft æsandi en huggandi áhrif á hann í gær, mín góða ung- frú.” Pollyanna hló. “pað var ekki eg—fjarri því; það var miklu fremur Polly frænka.” Læknirinn sneri sér snögglega við. “Frænka—frænka þín?” hrópaði hann. Pollyanna hossaði sér ánægð í sætinu. “Já, raunar. Og það er svo skemtilegt og æs- andi—alveg eins og í sögu. Eg—já, eg skal segja þér það,” sagði hún ákveðin alt í einu. “Hann sagði að eg skyldi ekki nefna það, en hann hefir auðvitað ekkert á móti því að þú vitir það. pað var hún, sem eg mátti ekki minnast á þetta við, eins og þú skilur.” “Hún?” “Já, — Polly frænka líklega. pví henni vill hann auðvitað segja það sjálfur, í stað þess að láta mig gera það — elskendur erp vanir því.” “Elskendur?” Um leið og læknirinn talaði þetta orð, gerði. hesturinn mikinn rykk, eins og hendin sem hélt í taumana hefði kipt í þá. “Já, auðvitað,” sagði Pollyanna glöð og kink- aði kolli. “pað er það, sem er eins og í sögu, þú skilur. Eg vissi þetta raunar ekki fyr en Nancy sagði mér það. Hún sagði mér, að fyrir mörgum árum síðan hefði Polly frænka verið trúlofuð, en svo urðu þau ósátt. Nancy vissi fyrst ekki hver það var, en nú höfum við komist að því, að það var hr. Pendleton.” Læknirinn hallaði sér alt í einu aftur á bak í sætinu, og lét hendina, sem hélt í taumana, síga. “ó — einmitt það? Nei, eg vissi þetta ekki?” sagði hann rólegur. “Jæja þá, og nú er eg svo glöð,” bætti Polly- anna við og talaði hratt, því stutt var eftir að Lindarbakka. “Nú kemur svo haganleg breyting á þetta alt, eins og þú sérð. Pendleton spurði mig hvort eg gæti ekki komið og verið hjá sér, en þú skilur að eg get ekki yfirgefið Polly frænku — eftir að hún hefir verið svo góð við mig. En svo sagði hann mér alt um kvenmanns hönd og hjarta, sem hann óskaði sér — já, sem hann ávalt hafði óskað sér að fá áður fyr, þú skilur, en sem eg vissi að hann óskaði sér að fá enn þá; og þá varð eg svo glöð. pví það er auðskilið, að þegar hann ætl- ar að sættast og bæta úr þessu aftur, þá lagast alt, og svo flytjum við þangað, Pollyanna og eg, eða hann flytur að Lindarbakka til að vera þar hjá okkur. En þú skilur — Polly frænka veit þetta ekki enn þá, svo það er enn þá ekkert búið að gera. En það er eflaust þessu viðvíkjandi að hann vill tala við mig í dag, get eg ímyndað mér.” Læknirinn sat aftur keikréttur. pað var und- arlegt bros um munn hans. “Já — eg get vel skilið að John Pendleton vilji tala við þig, Pollyanna,” sagði hann 'og kinkaði kolli um leið og hann stöðvaði hestinn við girð- ingarhliðið á Lindarbakka. “Sko, þama er Polly frænka uppi í gluggan- um,” hrópaði Pollyanna. “Nei, það hefir líklega ekki verið hún — og þó — mér sýndist það áreið- anlega vera hún, sem brá fyrir sjón mína þama uppi.” “Nei—hún er þar ekki—ekki núna að minsta kosti,” sagði læknirinn, sem var hættur að brosa. Pollyönnu sýndist John Pendleton vera undar- legur og órólegur, þegar hún kom til hans síðdegis þenna dag. “Pollyanna,” sagði hann strax. “f alla nótt hefi eg legið og verið að gizka á hvað þú meintir með öllu því, sem þú sagðir í gær — um að eg hefði þráð hendi og hjarta Polly frænku þinnar í öll þessi ár. Við hvað áttir þú með þessu ?” “Jú, af því þið hafið einu sinni verið heitbund- in, eins og þú veizt. Og eg var svo glöð að þér þótti enn vænt um hana.” “Heitbundin? — Polly frænka þín og eg?” pegar Pollyanna heyrði þessa yfirburðaundr- an í rödd John Pendletons, varð hún alveg hissa og vandræðaleg. ^ “Já, góði — Nancy sagði það.” John Pendleton hló. “Einmitt það? Já, eg er hræddur um að eg verði að segja þér, að Nancy fer þama með helbera vitleysu.” “Já, en—hafið þið ekki—verið trúlofuð?” f rödd Pollyönnu lýstu sér vonbrigði. “Nei, aldrei.” “Já en — þá verður það ekki eins og í sögu.” John Pendleton svaraði engu. Hann horfði hugsandi á gluggann. “ó — þetta var leiðinlegt. Og núna, þegar alt gekk svo vel,” sagði Pollyanna hnuggin. Og eg, sem var svo fús til að koma hingað með Polly frænku.” “Svo þú vildir það? En eins og nú horfir við, vilt þú það eflaust ekki ?” Hann spurði án þess að líta á hana. “Nei, eg get það ekki. Polly frænka sama sem á mig.” John Pendleton sneri sér skjótlega að henni. “Pollyanna,” sagði hann, og andlit hans var mjög undarlegt, — “áður en hún eignaðist þig, varst þú litla stúlkan hennar móður þinnar. Og það var hönd og hjarta móður þinnar, sem eg þráði að eignast fyrir mörgum árum.” “Móður minnar?” “Já, Pollyanna. Eg hafði ekki ásett mér að segja þér þetta, en að öllu aðgættu, þá er það ef til viH betra að eg geri það — eins og kringum- stæðumar eru nú.” Andlit John Pendletons var orðið náfölt, og hann átti sjáanlega mjög erfitt með að tala. Pollyanna sat. með opinn munn, hræðslusvip í augum og starði á hann. “Eg _____ elskaði móður þína,” sagði John Pendleton enn- Efnafrœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýðá þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s Hver var móðir Thorvaldsens? Bertel f'Albertj Thorvaldsen, líkn- eskjasmiÍSurinn heimsfrægi, var son- ur íslenzks myndhöggvara, Gottskálks Þorvaldssonar, er búsettur var i Kaupmannahöfn og alkunnur maCur: en á hinn bóginn hafa menn lítil deili vitað á móöur hans alt tii þessa. I æfiatriöalýsingu Thorvaldsens, er hann sjálfur las fyrir prófessor K. F. Estrup, kveður hann tjjóöur sína v’eritS hafa prestdóttur frá Jótlandi. Æfilýsing þessi brann áritS 1884. Bertel Thorvaldsen, aftur á móti, er sagður aö hafa gefiö barónsfrú Stampe, áritS 1840, þær upplýsingar, atS mótSur sín heftSi heitiö Karen Gíönlund atS skirnaranfni. J. M. Thiele, sá er reit sítSar fullkomna æfisögu listamannsins, telur skotSun margra, atS mótSir hans hafi veritS Karen, dóttir Grönlunds, er um nokk- urra ára skeitS var ölgertSarmatSur í Kaupmannahöfn, en seinna gertSist atSstotSar-lögregludómari, en sjálfur bætir Thiele vitS þeirri athugasemd, atS hún rmuii hafa veritS dóttir Grön- Iunds prests í Rípum. ÞatS hefir trm langan aldur valditS mörgum manninum undrunar og óá- nægju, atS vera t vafa um hver \erit5 hafi mótSir eins allra víiifrægasta listamanns veraldarinnar. Og núna fyrir skemstu kom þetta vafa-atritSi því til vegar, atS Dr. phil. Louis Robé tók málitS til alvarlegrar yfirvegunar. reit langa og ítarlega ritgertS í eitt af merkustu tímaritum Dana, sem vakitS hefir afar mikla athygli. Dr. Bolé hugtSi atS mótSir snillings- ins heftSi dáiö áritS 1840, en til þess aö reyna atS fá fulla vissu, tók hann sér fyrir hendur langa og vandasama leit í skjalasafni Danmerkur-rikis: fann hann þar ai5 lokum i dánar- lista Nikulásar-kirkjunnar, aö Karen Dagenes, kona Thorvaldsens mynd- höggvara, hafi látist hinn 7. dag janúarmánatSar 1840, og veritS jartS sungin 12. sama mánaiSar í grafreit fymefndrar kirkju. Og er þess get- i5, aö hún haif veriiS 56 ára aö aldn. Af þessu er þegar ljóst, atS Bertel Thorvaldsen vissi eigi meyjamafn móöur sinnar, eöa hefir ekki veritS ant um, að almenningur vissi þatS heldur. í endurminningum Lovien Heiberg er þess getið, aiS faðir meist- arans hafi veritS greindur og allvel mentaður matSur, en hjónaband hans og Karen Dagenes muni sítSur en svo hafa v'eriiS hamingjusamt. En hver var þessi Karen Dagenes? HvatS hét faðir hennar? Djáknar tveir, er báðir nefndust Dagenes, höftSu veriS alkunnir þar inn slóiSir; nefndist annar þeirra Ottó Dagen^s, en hinn Takob; bjó sá sítSamefndi fyrst í Lemvig, en seinna í Ripum, og er hann nú talinn aö hafa veritS móöurafi Thorvaldsens. Þegar Jacob Dagenes andaöist 1871 lét hann eftir sig eina dóttur, er ka!I atSist Karen; haföi hún farið ti! Kaupmannahafnar fyrir löngu, og höföu systkini hennar eigi frá henni heyrt meir en átta ár. Eftir lát fötS- ttr hennar, var dánarbúið tekiö ti! skiftameöferöar, og auglýsingar um þaö settar í Hafnarblööin; en svo fóru fram skiftin, aö eigi hlaut Karen neitt, með þvl aö þá hafði ekki til hennar spurst, og skoðun skiftaráös- ins var sú, aö hún mundi ekki á lífi vera. Dóttir djáknans, Karen, hlaut skírn áriö 1736, en í dánarskýrsltim er móöir Thorvaldsens sögö aö hafa veriö fædd 1746; nú er talið sannað, aþ þetta hafi verið ein og sama kon ., meö því að villur i fæðingar og dán- arskýrslum vom mjög algengar í þá daga. Sumir hafa haldiö þv't fram, aö Jakob Dagenes hafi ef til vill átt tvær dætur meö sama nafni, en eigi er talið líklegt að svo hafi verið. Bertel Thorvaldsen kvaöst sjálfui vera i þenna heim borinn 19. nóv. 1770, en hann var í vafa um í hvaða götu hann heföi fæöst; hvort heldur Grönnegade eöa Landemerke-gade. Engum hefir heldur auönast að kom- ast að ábyggilegri niðurstöðu um það, hv’enær Thorvaldsen hefir veriö skiröur, og einstaka menn jafnvel ef- ast um, að hann hafi nokkum tima hlotið skim. (Þá er enn eitt vafaatriöi, er snertir listamanninn; em sé þaö, að ekki hefir hepnast að grafa upp nokkur skírteini fyrir því, nær foreldrar hans hafi verið gefin saman í hjónaband, og hafa sumir dregið þar af þá ályktun, að vel geti Thorvaldsen hafa verið laukaleiksbarn; en aldrei veröur það annaö en ágizkun. , I lok ritgerðarinnar um Thorvald- sen og móöir hans, kemur Dr. Bobé með þaö nýmæli, er mesta vakti eftir- tektina, sem sé það, aö Bertel Thor- Valdsen líkneskjasmiöurinn heims frægi, hafi ekki fæddur verið 19. nóv. 1770, heldur 10. febrúarmánaðar áriö 1773; hafi hann borinn verið á fæðingarstofnun hins danska rikis og vatni ausinn 13. dag sama mánaðar hins sama árs, og nefndur Bértrel. Dr. Bobé leiðir svo glögg og göð rök að máli sínu, að telja verður rannsókn hans í alla staöi ábyggilega. Telur hann liklegt, að foreldrar Bertels hafi af ásettu ráöi sagt hann tveim eða þrem árum yngri, til þess að enginn vafi léki á, að hann hefði verið hjónabandsbarn og rétt til arfs borinn. —Syrpa. Hrein íslenzka. Gunna komin frá íslandi fyrir tveimur árum er að hleimsælcja vin- stúlku sína Þóru, sem búin er aö vera í Amreíku í 15 ár. Gunina: Komdu blessuð og sæ1! Hvað er að frétta? Þóra: Komdu sæl! Gunna: Eg mátti til að koma, og sjá þig, þó það sé nokkuö blautt aö spásera á fortóinu, og svo gleymdi eg galoshiunum mínum svo eg er orðin blaut í fæturna. Þóra. Það fer nú að þoma úr þessu. k Gunna: Hefir þú lesið greinina hans Guðm. Finnbogasonar i is- lenzku blöðunum, er hún ekki yr - dæl; nú hefi eg ásett mér að leggja niöur allar ensiku sfetturnar og taki hneina islenzku héöan í frá. Þóra: Þaö ætti ekki að vera erfitt fyrir þig. Það er ekki svo langt síðan þú komsrt: að heiman Gunna: Þtx segir satt, en mikið Jifandi skelfing er eg lúin; eg fó- á fætur kl. fimm i morgun til að vaska tauið, en þaö var bót í máli að eg þurfti ekki að kokka mfkið í dag, húsibómlinn var ekki heima svo við höföum bara kartöflur soðnar í skrælinu, húsmóðirin -ægir aö þaö sé drýgra, og svo höfðum viö speifed egg og spœgipilsu; og þá man eg að eg varð aö biðja hús- móðurina utn nrýjan karklút, og vaskastykkin eru nærri útslitin líka. Þóra: Fórstu í kirkju á sunnu- daginn ? Gunna: Eg fór í kirkju á sunnu- dagskveldið með henni Rúnu Gor>d- man, og svo eftir messu fórum við á straddCry og viö höfðum svei mér gaman, við mættum tveimur pilt- um og þeir voru svo fjöllaöir og kátir, þeir keyptu isrjóma handa okkur og svo fórurn við á langan göngutúr. Oh, við svei mér jolluð- um við þá. Jæja góöa, nú verö eg að fara, því eg verð að sauma patentið á nýja skjörtiö mitt. Eg ætla á bióið annað kveld. Vertu blessuð og sæl (fer). Þóra (brosandi við sjálfa sig): íslenzkan hlýtur að vera orðin breytt síðan eg fór að heiman. ó'. B. J. — ■ VAÐ semþér kynnuð aðkaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT I HÖND eða að LÁNl. Vér höfum ALT sem til I húsbúnaðar þarf. Komið ogbkoðið 0VER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., homi Alexander Ave. I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.