Lögberg - 12.04.1917, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRIL 1917
iL'ogbciq Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,Gor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manaaer Utanáskrift til blaðsins: TKE 00LUM«W\ PRES*, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Utanáskrift ritstjórans: E0IT0R L0CBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: »2.00 um áriS.
Framtíð Canada.
‘ Varöar mest til allra oröa,
undirstaðan rétt sé fundin.”
I.
Canada þ.jóðin er í bemsku. Hún er svo að
segja eins og nýfætt bam í mörgu tilliti.
Uppeldisárin em framtíðinni meira virði en oft
er athugað.
öéu baminu kendir fagrir siðir og það upplýst
í öllum þeim efnum, sem mestu varða hefir það
fengið tryggan grundvöll á <. ð byggja og því hafa
verið lagðir framtíðarvegir.
Sé uppeldið “látið slampast” eins og víða hefir
átt sér stað, þá er framtíð bamsins í hættu og >ví
flestar leiðir lokaðar. Eðli bamsins er marg-
breytt og áttirnar óteljandi sem uppeldið getur
bent því í.
Allar þrár og tilhneygirgar; allar ástríður og
óskir, sem leynast hálfsofandi eða meðvitundar-
litlar í sálardjúpi bamsins, geta tekið ýmsum
stefnum >egar þær vaki.a.
Köllun foreldranna er yfirgripsmeiri í þess-
um skilningi en flestir gera sér grein fyrir.
pað þykja svo sem engar stórfréttir að piltur
biðji sér stúlku, gangi í heilagt hjónaband með
ástmey sinni og byrji heinrli. En þar er I raun
réttri ávalt um stórviðburð að ræða. par sem
stofnað er heimili þar er venjulega von bama.
En það að ala upp börn er mesta trúnaðar-
staða, sem ríkið eða mannfélagið getur veitt.
Mesta trúnaðarstarf sem guð hefir trúað mönn-
unum fyrir.
J?ví miður fer það starf oftar út um þúfur en
nokkuð annað; því trausti, sem það hefir í för
með sér bregðast fleiri menn og konur en nokkru
öðru.
Mátulega mikil stjóm með fullri sanngimi við
bamið og tilliti til þjóðfélagsins, og fullum skiln-
ingi á eðli bamsins og þörfum þess er eins sjald-
gæf og fullkomin stjóm í landi.
Fátt er það, sem þjóðinni ríður meira á, en
einmitt því að auka þekkingu og uppeldis hæfi-
leika þeirra manna og b'o na, sem verða feður
og mæður.
En fátt er þó eins vanrækt og einmitt það.
pað er látið ráðast án afskifta ríkisins hvort því
fæðast böm af hæfu iolki eða óhæfu. pað er
látið ráðast hvort fólkið er búið undir foreldra-
stöðuna eða ekki.
Heilar bækur og margbrotin lög, mikil fyrir-
höfn og ágrynni fjár er lagt fram af hálfu ein-
stakra manna og félaga og ríkjunum sjálfum til
þess að bæta kyn nauta, r-sta, sauðfjár og svína.
pað er talið sjálfsagt. pað þykir margborga sig.
En það borgar sig víst ekki að líta eftir hvort
þjóoin — fólkið sjálft hefir tækifæri til framfara
og kynbóta ef svo mætti að orði komast.
Hreyfing hefir vaknað nýlega o~ félög mynd-
ast einmitt í þeim tilgangi að bæta mannkynið.
pað hefir meira að segja komist svo langt að til
orða hefir komið að stjómir skærust þar í leikinn
og það er sannarlega þeirr. verk.
Ein helgasta skylda meotamálastjórnanna er
sú eða ætti að vera að kenna fólki að vera foreldr-
ar. Vanþekking og uppeldisskortur í því atriði
er á sorglega háu stigi hér hjá oss ekki síður en
annarsstaðar.
Út í það atriði skal þó ekki farið hér að
þessu sinni frekar en gert hefir verið.
En eins og það er vandaverk og mikilsverð
köllun að ala upp einstök böm eins er það — og
ekki síður — yfirgripsmikið að ala upp heila þjóð.
Canadiska þjóðin er einkennilegt bam; allar
hennar lyndiseinkunnir em svo margbrotnar að
uppeldið hlýtur að verða vandasamt. Til þess að
þau sálareinkenni sem þar mætast geti samþýðst
og notið sín til fulls þarf margs að gæta.
par sem ensk, þýzk, rússnesk, ítöisk, frönsk og
skandinavisk sál á að samþýðast þannig öllum
hinum að ein aðalsál með fullu samræmi fæðist af,
þar má ekki miklu muna. par sem slík sköpun er
í framkvæmd þar ríður á að ekkert fari í handa-
skolum.
Svo hefir verið sagt að barnssálin væri eins
og óskrifað blað og sá bæri mikla ábyrgð sem á
það ritaði. Sé sú samlíking heppileg, sem fáir
munu efast um, þá mætti ekki síður líkja þjóðar-
sálinni við heila bók, þar sem hver einstaklingur
myndar eitt blað, og sú bók er óskrifuð þegar
þjóðin byrjar að skapast.
pannig er ástatt hér hjá oss. Hér á að taka
hagfræði Englendingsins, hugvit pjóðverjans,
listfengi Frakkans, þolgæði Skandi.iavans; hér á
að taka eldinn og hitann frá Suður Evrópu.
kuldann og hörkuna frá Norðvestur Evrópu o. s.
frv., og úr þessu á að skapa sameiginlega þjóðar-
sál, þar sem eiginleikar og lyndiseinkunnir séu í
fullu jafnvægi og samræmi.
Hér á að taka menn sem heyra til þjóðum, sem
hatast hafa um margar aldir og þeir eiga að verða
hér vinir; þeir eiga að skapa hér sameiginlega sál.
pað þarf sanngimi, lag, lipurð og samvizku-
semi til þess að þetta fari ekki í handaskolum.
pjóðarmyndunin í Canada er eitthvert mesta
vandaverk, sem mannkynið hefir haftr með hönd-
um á nokkrum öldum.
Högum er mjög svipað háttað hér eins og í
Bandaríkjunum að þessu leyti. par er þjóðar
sköpunin vel á veg komin; þar hefir bræðslan tek-
ist dásamlega; þar hefir myndast ein þjóð án þess
að nokkur rígur ríki á milli hinna ýmsu parta.
pað er fróðlegt að athuga samsetningu þjóðar-
innar í Bandaríkjunum og hér í Canada; athuga
hversu mikið lagt hefir verið til frá hverju landi
fyrir sig. Fyrsta áratug 19. aldarinnar fluttust
70,000 manna til Bandaríkjanna, en í byrjun þeirr-
ar aldar voru þar aðeins 5,000,000.
Fyrsta áratug 20. aldarinnar fluttust til Can-
ada 2,000,000 manna, en í aldarbyrjun voru hér
5,000,000. Canada var því jafnfjölmenn í byrjun
20. aldar og Bandaríkin voru í byrjun þeirrar 19.,
en fyrstu 10 árin fluttu til Canada 28 sinnum eins
margii og fluzt höfðu á tilsvarandi tíma til Banda-
ríkjanna. Upp til ársins 1869 var tæplega 1% af
innflytjendum til Bandaríkjanna frá Suð-austur
Evrópu, en undanfarandi hefir nálega 25% af inn-
flytjendum til Canada verið frá Suð-austur
Evrópu.
pess var getið að um aldamótin hefðu verið
um 5,000,000 íbúar í Canada, þar af voru 3,000,000
af brezkum uppruna. Síðan hafa fluzt hingað um
3,000,000 alls. Af þessum 3,000,000 voru:
Brezkir 38% (þar af flestir enskir). Frá
Bandaríkjunum 34% (þar af fjöldamargir Skandi-
navar og pjóðverjar). Allar þjóðir sem ekki tala
ensku 27,18%. Skotar eru 7,98%. Austurríkis-
menn og Ungverjar 6,636%. frar 2,36%. pjóð-
verjar 1,251%. ftalir 3,879%. Gyðingar 2,499%.
Rússar 3,175%. Pólverjar 1,176%. Rúmenar
0,285%. Grikkir 0,247%. Norðmenn 065%. Svíar
0,917%. Danir 0,199%. fslendingar 0,148%.
Finnar 0,712%. Frakkar 0,817%. Belgir 0,504%.
Svisslendingar 0,076%. Hollendingar 0,309%.
Spánverjar 0,74%. Búlgarar 0,524%. Sýrlend-
ingar 0,427%. Svertingjar 1,71%. Kínar
1,060%. Japanar 0,532%. Indverjar 0,192%.
Afríkumenn 0,022%. Ástralíumenn 0,0703%.
Nýju Sjálendingar 0,022%. Frá Nýfundnalandi
0,606%.
pannig hafa innflutningar verið fyrstu fim-
tán árin af 20. öldinni. Árið 1901, 31. maí voru
íbúar Canada 5,371,315; þar af 3,063,195 af
brezku bergi brotnir eða 57,02%. Innflutningur
til Canada frá 1. júlí 1900 til 31. maí 1914 var
2,906,022. par af aðeins 1,116,3’2 eða 38,41%
brezkir.
Af þessu sést það að Bretum fækkar hér í
landi hlutfallslega við það sem var um aldamótin,
en hinum svo kölluðu útlendingum fjölgar. Um
62 af hverju hundraði sem inn hefir flutt það sem
af er þessari öld eru “útlendingar” og eru þjóð-
ernin talin hér að ofan.
Að byggja upp samhenta, samstarfandi og
samhent og samhugsandi þjóð úr þessu hjáleita
efni er mikið verk og vandasamt og á því ríður
að það sé samvizkusamlega gjört.
par sem þannig koma saman mismunandi trú-
arbrögð, mismunandi þjóðernis tilfinningar, mis-
munandi tungumál, mismunandi lífs- og félags-
siðir; þar sem allir hafa flutt hingað með sér eitt-
hvað miður ákjósanlegt, sem þeir þurfa að losna
við og allir eitthvað æskilegt, sem þeir þurfa að
halda við og varðveita, þa:- er mikið verk fyrir
hendi.
Uppeldi canadisku þjóðarinnar er það vanda-
mál, sem of lítill gaumur er gefinn. pað heyrir
til öllum þjóðum sem hér búa, íslendingum ekki
síður en öðrum.
Eimskipafélagið.
óskabam fslendinga vestan hafs jafnt sem
austan; sameiginlegur augasteinn þjóðarinnar
hefir orðið fyrir þeim hnekki sem kunnugt er með
strandi “Goðafoss”.
Ástæðan fyrir strandinu hefir enn ekki verið
gerð uppská.
Rannsókn hefir farið fram í málinu og eftir
því sem oss skilst virðast helzt vera líkur til þess
að áfengi hafi átt hlut að máli í þessu óhappatil-
felli, eins og fleiru bæði hér og heima.
Hver niðurstöðudómur orðið hefir vitum vér
ekki. Hver álitið er að sekur sé ef um sekt er að
ræða er ekki ákveðið enn sem heyrzt hafi hingað
vestur. Einhver hlýtur að bera ábyrgðina, því
tæplega er hægt að kenna um veðri að öllu leyti.
Svo lítur út sem skipinu hafi blátt áfram ver-
ið stýrt upp í sand, þangað til það strandaði fyrir
handvömm.
pótt sumir kunni að álíta það í lausu lofti bygt
þá getur ritstjóri þessa blaðs ekki hrynt því úr
huga sér að þar hafi brennivín átt einhvem þátt í.
Vér höfum auðvitað ekki beina sönnun fyrir því
að svo hafi verið, en af því vér vomm sjómaður
í 12 vertíðir á íslandi þekkjum vér talsvert til sjó-
mensku heima og samkvæmt því finst oss það
óhugsandi að algáðir menn hefðu látið koma fyrir
annað eins slys og hér er um að ræða.
Eins og kunnugt er var vínsala bönnuð á fs-
landi nýlega; þar er algert vínbann. En á skipum
utan landhelgi mun það vera leyfilegt að veita
áfengi og neyta þess.
Vér höfum ástæðu til að ætla að sú uppástunga
verði borin fram á Eimskipafélagsfundi í vor eða
sumar að áfengi verði með öllu útilokað af skipum
félagsins. pað væri líklegt að allir sannir synir
þjóðarinnar yrðu slíkri tillögu hlyntir.
En aldrei skyldi of vel treysta, þegar brenni-
vínsaflið er öðru megin, og svo mætti fara ef ekki
væri nógur undirbúningur að eitrinu yrði smeygt
inn eða yfir því hal^lið hlífðarhendi þar sem sízt
skyldi.
Alstaðar þurfa menn á því að halda að vera
með fullu viti við vinnu sína, en hvergi fremur en
á sjónum.
Með fullu viti getur enginn sá verið sem geym-
ir heila sinn í brennivíni. Skipstjóri sem neytir
áfengis er óhæfur til þess að gegna stöðu sinni.
Honum má ekki trúa fyrir lífi manna og eignum
þjóðarinnar.
Versti óvinur íslendinga,- sem allra annara
þjóða, hefir um liðnar aldir verið brennivínið.
pann óvin má ekki ráða í hæstu sæti og vanda-
mestu á þeirri stofnun, sem þjóðinni er kærust
og hún byggir mestu vonir á.
Hver sá sem ljær því fylgi sitt að áfengi verði
leyft á skipum “Eimskipafélagsins” er sekur um
bað að stofna augasteini þjóðarinnar í hættu.
llver sá sem atkvæði greiðir með því ef til kemur
að áfengissala eða áfengisveitingar eða áfengis-
nautn megi löglega eiga sér stað á nokkru skipi
félagsins, hvort sem það er statt úti á sjó eða inni
á höfn, hvort sem það er innan landhelgi eða ut-
an; hann teflir gæfu þjóðarinnar og framtíð fé-
lagsins í hættu.
Ritstjóra þessa blaðs hefir borist símskeyti að
heiman, sem gefur honum fulla ástæðu til þess
að ætla að eitthvað alvarlegt sé á ferð í þessu til-
liti.
Eins og tekið var fram í byrjun greinarinnar
mun eiga að koma fram með tillögu á Eimskipa-
félagsfundinum í sumar um það að afnema alla
vínveitingu á skipum félagsins framvegis, hvar
sem þau séu stödd.
Vestur-íslendingar hafa hingað til látið sér
ant um þetta fyrirtæki og þeir væntanlega gjöra
það ekki síður hér eftir. peim er það skylt að
segja nú einum rómi við fulltrúa sína: “Greiðið
þið atkvæði á móti því að nokkrar áfengisveit-
ingar fari fram á nokkru skipi féalgsins hvar sem
það er og hvernig sem á stendur.”
Fulltrúar félagsins fara heim í næsta mánuði
og vér skorum á alla hluthafa að hefjast handa og
senda þeim áskorun í þá átt, sem að ofan er skráð.
Vér óskum eftir að allir hluthafar félagsins
geri svo vel að senda ritstjóra Lögbergs tafarlaust
skeyti og lýsa yfir vilja sínum í þessu máli.
Vér skulum sýna þau skeyti fulltrúum hlut-
hafanna, til þess að þeir geti hagað sér eftir vilja
þeirra.
Vér erum í engum efa um að Goðafoss slysið
hafi að einhverju leyti stafað af nautn áfengis,
þótt vér höfum ekki fyrir því beina sönnun. Vér
trúum því að Vestur-íslendingar vilji gera sitt til
þess að koma í veg fyrir samskonar slys af sams
konar ástæðum.
Hluthafar! gerið svo vel að senda ritstjóra
blaðsins skeyti umsvifalaust.
Samtal.
_______ ■ #
Eg var á gangi úti á landsbygðinni einn góða *
veðurdag, og kom þangað sem gamall maður var
að taka upp kartöflur.
“Hvað ertu að gera?” sagði eg.
“Eg er að taka upp kartöflur,” svaraði liann.
“pað er svo. Og hvemig selur þú þær?”
spurði eg.
ííEg sel þwr alls ekki,” svaraði hann.
pegar eg kom nær, sá eg nokkrar stórar
kartöflur í hrúgu:
“Hvað gerirðu við alt þetta?” spurði eg.
“Eins og þú sérð,” sagði hann, “skifti eg
kartöflunum í fjórar hrúgur. Beztu kartöfl;<m-
ar eru í stærstu hrúgunni og þær legg eg stjóm-
inni til, því án stjómarinnar gæti enginn lifað, og
líklegast gæti eg ekki rœktað þessar kartöflur,
ef það væri ekki blessaðri stjórninni að þakk,.
Aðra hrúguna læt eg í ieigu fyrir þetta land.
priðju hrúgunni er skift í þrent, á milli prestsins
sem sov samvizkusamlega vísar mér leið til him-
ins, hersins, sem verndur þjóðarheiður vom
hreinan og óflekkaðan og lögreglunnar, sem altaf
hefir vakandi auga á því, ?ð þjófar eða ræningjar
nái ekki í það, sem eg skulda stjóminni, land-
eigandanum, prestinum, liernum og lögreglunni
sjálfri. Fjórðu hrúguna, þar sem skemdu kartöfl-
urnar em hefi eg halda svínunum, og það sem
svínin vilja ekki það ét eg sjálfur.
Á þessu getur þú séð það, herra minn, að eg
er ánægður og get látið mér líða vel; eg vinn á
hverjum degi frá morgni til kvelds og hefi yfir
engu að kvarta. Eg vinn fyrir stjóminni, fyrir
landeigandanum, fyrir kirkjunni, fyrir hemum,
fyrir lögreglunni og fyrir svínunum. Guð blessi
okkur öll.” .
“Já, en góði maður!” sa^ði eg. “Hvað gerirðu
við svínin?”
“Svínin? pau eru handa jámbrautarfélögun-
um. Eg verð að selja þau til þess að borga flutn-
ingsgjaldið á kartöflunum til stjórnarinnar, til
prestsins, til hersins, til landeigandans og til lög-
reglunnar. petta er alt saman dásamlega reiknað
út, eins og þú sérð, herra minn.”
Eg hafði ekki hugmynd um hvort gamli mað-
urinn talaði bitrasta háð eða han 1 var innilega
ánægður í einfeldni sinni.
(pýit úr “Tríbune”).
Blómin,
Eftir Alfred Tennyson.
(Xauslega þýtt).
Á helgri heillastundu
eg henti sæði í mold.
par uxu blóm — en allir
þar illgras litu á fold.
Af forvitni og fordild .
mig fólkið sótti heim;
er blómin mín því brostu,
það bölvaði mér og þeim.
Og himin heiðar krónur
þau hófu í bjartan geim;
en þjófar náðu um nóttu
í nokkur fræ af þeim.
peir stolnu sæði sáðu
um sérhvern hól og laut.
pá heyrðist fólkið hrópa:
“ó, hvílíkt blóma skraut!”
pó Ijóðsögn mín sé lítil,
hún lýsir heimsins dóm.
Nú allir sæðið eiga,
og allir rækta blóm.
Og nokkur indæl eru,
en önnur tókust ver.
Sem fyrri aðeins aftur
þar illgras fólkið sér.
Sig. Júl. Jóhannesson.
iTHF nnMINIÍIN RANKI
t
SIR EDMUNO B. OSLER. M.P. W. D. MATTHEWS.
Prcsident Vice-President S*
Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið
t
t
♦ Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega j
| I
7 Notre Dsme Braiich—W. M- HAMH/TON, Manager.
X Selklrk Branch—M. S. BURGER, Manacer. f
▼ f
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greidclur $ 1,431,200
Varasjóðu......$ 715,600
Formaður Slr D. H. McMHjIjAX, K.C.M.G.
Vara-formaður - -- -- -- -- Capt. WM. ROBINSON
Sir P. C. CAMERON, K.C.M.G. J. H. ASHDOWN, W. R. BAWL.F
E. F. HCTCHINGS, A. McTAVISII CAMPBELL, JOHN ST'OVKL
AUskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Ávisanir seldar til hvaða
staðar sem er á íslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparisjððsinnlögum,
sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum.
T" E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg, Man.
Vér búum þær til góðar
Viðskiftavinirvorir hafahælt
þeim að verðugu,
PURITV FLOUR
145
More Bread and Better Bread
Œfisaga
Benjamínt Franklins
Rituð af honum sjálfum.
Sicj. Júl. Jóhannesson þýddi.
Eins og nærri má geta geðjaðist
mér vel aS þessari uppástungu og
félst eg þvi á hana. FaSir hans var
í bænum og saníþykti þetta tafarlaust.
Hann sá -að eg hafði haft áhrif á son
hans og haldið honum lengi frá því að
drekkart var þa?S út af fyrir sig mikil
hvöt fyrir hann til þess að andmæla
þessu, öllu; hélt hann að mér kynni aS
takast aS venja hann algerlega af
þeim hvimleiSa siS ef viS yrSum
verzlunarfélagar. Eg skrifaSi yfirlit
yfir vörurnar sem viS þurftum aS
fá og var þaS sent til verzlunarhúss.
ÖHu var haldiS leyndu og enginfi
nema viS þrír átti aS vita um neitt
fyr en v’örurnar kæmu. Á meSan
á þessu stóS átti eg aS fá mér atvinnu
á hinni prentsmiðjunni en þar var
fullskipaS mönnum. og ekkert tæki-
færi; ég var því aSgerSarlaus í
nokkra daga. Þá var þaS aS Keim-
er bjóst við aS fá að prenta bréfpen-
inga í New jersey, sem hann þurfti að
fá steypur eða mót fyrir sem enginn
gat látiS hasnn hafa nema ég. Hann
hélt að svö mætti fara að Bradford
tæki mig í vinnu og næði svo í þetta
verk frá sér. Hann skrifaði mér
því mjög vinsamlegt bréf; sagði aS
gamlir vinir ættu aldrei aS skilja
fyrir fult og alt þótt þeim bæri eitt-
hvaS á milli, sem aðeins væri af
augnabliks geðshræringu; og bað
liann mig því aS koma til sín aftur.
Meredith lagði að mér að verða viS
þessum tilmælum; sagði hann aS þaS
veitti sér betra tækifæri, þar sem
hann gæti þá notiS hjá mér daglegr-
ar tilsagnar. Eg fór því aftur til
Keimers og kom okkur nú betur sam-
an en áður.
Keimer fékk New Jersey verkiS;
eg bjó til alt sem á þurfti aS halda
íyrir þaS og voru þaS fyrstu áhöldin
til þess konar prentunar sem sést
höfðu í Iandinu. Eg bjó til alls kon-
ar útflúr og skraut fyrir seSlana.
ViS fórum báðir til Burlington, þar
fuIIkomnaSi eg alt, svo aS hlutaðeig-
endur voru harSánægSir meS og
Keimer fékk svo mikiS fyrir þetta
verk aS hann gat þess vegna fleytt
sér áfram miklu lengur.
í Burlignton kyntist eg mörgum
málsmetandi mönnum í fylkinu. MeS-
al annara kyntist eg þar mönnum,
sem útnefndir höfSu veriS af þing-
inu í nefnd, til þess aS sjá um prent-
un og útgáfu og gæta þess aS ekki
væru fleiri seðlar gefnir út en ákveS-
iS væri samkvæmt lögum. Þessii
nefndarmenn voru því til skiftis hjá
okkur, og sá sem kom í hvort skifti
hafði venjluejjga mieS 'sér ’einhvern
annan.
Eg hafði haft miklu meira gagn
af því sem eg hafði lesiS en Keimer
og mun þaS hafa veriS þess vegna
aS meira tillit virtist tekiS til þess
sem eg sagði en hann. Þessir nefnd-
armenn buðu mér oft heim til sin,
kyntu mig vinum sínum og voru mér
sérlega vinveittir; en Keimer, sem
var aSalmaSurinn, hlaut að taka eft-
ir því aS fremur var gengiS fram
hjá honum. í sannleika var hann
gamaldags; vissi lítiS um algenga
viSburSi og daglegt líf; honum þótti
gaman aS setja sig hlífðarlaust sv’o
aS segja á móti öllu, og var þá oft
grófur og óhreinn í oröum; hann var
ákafur í sumum atriðum trúarbragS-
anna og ófyrirleitinn á ýmsan hátt.
Þarna vorum viS nálægt þremur
mánuðum og hafði eg þá komist í
vináttu viS Allan dómara, Samúel
Bustill fylkisskrifara, Isac Pearson,
Joseph Cooper og nokkra af Smiths
ættinni, sem allir vora þignmenn;
auk þess Isaac Delow aSallandmæl-
ingamann; hann var hygginn öld-
ungur og sagöi hann mér aS hann
hefði byrjaS á eigin reikning þegar
hann haftfi veriS ungur á því að akí.
mold í hjólbörum fyrir bygginga-
menn; hann haföi ekki lært aS skrifa
fyr en hann var kominn til fullorö-
ins ára; hann hafði boriS snúru fyr-
ii mælingamenn og höfSu þeir kent
honum mælingu; hafði hann nú fyrir
staSfestu, ioni og atorku komist í
góSa stöðu og vel launaSa og eign-
ast allmikil efni: “Eg sé þaS fyrir”,
.'•agSi hann, “aS þú kemst bráðlega
fram fyrir þennan mann, sem þú
vinnur fyrir; hann hættir, þú tekur
viS og verður framfara maður og
efnaöur í Philadelphia.” Þá hafði
hann alls enga hugmynd um, aS eg
væri aS hugsa um aS byrja á eigin
reikning.
Þessir vinir, sem eg eignaðist í
Burlington, urSu mér síSar meir aS
mjög miklu liði, og eg þeim stöku
s nnum líka; sumum aS minsta kosti..
Þeir voru mér einlægir allir til
dauðadags.
ÁSur en eg fer aS segja ykkur frá
mínum opinberu störfum finst mér
þaS eiga viS aS skýra ykkur frá
þeim skoöunum, sem eg þá hafði á
lífinu yfirleitt og siöferðis atriðum;
af því getiS þiS séS hversu mjög þær
skoðanir höföu áhrif á framtíö
mína.
Upphaflega höfSu foreldrar mínir
aliS mig upp í trúrækni! og guSsótta.
En þegar eg var á fimtánda árinu
fór eg aS cfast um ýms atriði sökum
þess aS þau voru mismunandi í mis-
munandi bókum sem eg las. Loksins
fór eg aS efast um opinberunina
sjálfa. Eg las nokkrar vantrúarbæk-
ur; var sagt aS þær væru útdráttur
úr ræðum, sem haldnar hefðu veriS
á háskóla viö svokallaSa Boyles fyr-
irlestra.
En svo v'arö þaS einhvem veginn
þannig aS þær höfSu öfug áhrif á
mig viS þaS sem til var ætlast af
höfundinum; því staöhæfingar þær,
sem guðfræöingarnir höfSu komiS
fram meS og vantrúarmennimir ætl-
uöu að hrynda virtust miklu sterkari
sannanir fyrir mig en þær sem hinir
höfðu. Innan skamms varS eg ein-
lægur guSstrúarmaður. Röksemda-
færslur mínar í þessu efni sneru ýms-
um öðrum og einkanlega Collins og
Ralp, en meS því aS þeir báöir gerðu
mér sérstaklera rangt til síöar, án
nokkurrar ástæöu og meS því enn
fremur aS eg mundi eftir ^breytni
Keaths við mig (sem einnig var van-
trúarmaSut), og ekki hafði eg heldur
gleymt hegðan sjálfs mín gagnvart
Vermon og Miss Read; olli þaS mér
oft mikilla áhvggja. Af þessu fór eg
, S sannfæi ast um þaS smátt og smátt
aS þótt þessi kenning kynni ef til
vill aS vera rétt, þá Væri hún ekki
sem heppilegast. Blað sem eg
haföi frá London haföi þetta aS
einkunnaroröum: “Alt er rétt. Þótt
hálfblindir nienn sjái aðeins í brotum
— aðeins næsta hlekkinn í keðjunni,
Augu vor sjá ekki meS þeirri ná-
kvæmni, sem sá hefir, er uppi yfir
oss býr og alt sér.” Þetta blað fja.ll-
aíi um eiginleika guðs, vísdóm hans
cg gæzku og almætti og endaði með
því að ekktrt gæti mögulega veri$
rangt í heiminum; að gott og ilt
væru aðeins hýöingarlítíl orðatiltæki.
Því ilt og gott væri ekki til. Þetta