Lögberg - 24.05.1917, Page 3

Lögberg - 24.05.1917, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAí 1917 3 Pollyanna I Eftir Eleanor H. Porter. “Maður verður að koma henni til þess.” “Já — hvernig?” “Eg veit ekki.” “Nei, þú veizt það ekki — og eg veit ekki held- ur. Hún er of stolt og of móðguð við mig til þess að vilja biðja mig að koma þangað. Mundu hvað hún sagði við mig einu sinni. En þegar eg hugsa um það, að barnið getur verið dæmt til æfilangrar prkumlunar, og að mér er máske mögulegt að bjarga henni, og ef að ekki alt þetta fjas og rugl, og allar þessar hliðsjónir væri, þá—” Hann full- komnaði ekki setninguna. Með hendurnar í vös- unum sneri hann sér við og fór að ganga um gólf aftur með ákafa miklum. “En ef einhver gæti komið henni til að sjá — til að skilja,” byrjaði John Pendleton aftur. “Já, en hver ? hver á að gera það ?” spurði lækn irinn og sneri sér all æstur að honum. “Eg veit ekki,” svaraði hinn dauflega. En úti, niðri í garðreitinum, var Jimmy Bean staðinn upp. Hann hafði setið og forðast að draga andann, svo ákafur var hann eftir að heyra hvert orð sem talað var. “Já, en eg veit það,” sagði hann og kinkaði kolli. “pví eg geri það!” Og um leið þaut hann fyrir hornið og hljóp eins hart og fætur toguðu niður eftir Pendleton- hæðunum. XXIX. KAPÍTULI. Tíðindi Jimmys. “pað er Jimmy Bean, sem langar til að tala við yður, ungfrú,” sagði Nancy í dyrunum. “Við mig?” spurði ungfrú Polly undrandi. “Ertu viss um að það er akki við Pollyönnu ? Hann má fara upp og tala við hana í fimm mínútur ef hann vill.” “Já,eg sagði honum það líka, ungfrú, en það eruð þér, sem hann vill tala við. “Jæja, eg skal strax koma.” Ungfrú Polly stóð upp dálítið þreytuleg. Niðri í stofunni fann hún lítinn dreng, sem með ákafa í augum sínum og eldrauðar kinnar beið eft- ir henni, og byrjaði strax að tala. “Afsakið ungfrú, það er máske alveg rangt sem eg geri; en eg get ekki látið það vera. pað er vegna Pollyöhnu — og fyrir Pollyönnu — já, fyrir Pollyönnu er eg fús til að ganga á glóandi kolum — eða — tala til yðar hérna — eða hvað sem vera skal! Og það held eg að þér munduð gera, ef þér álituð hugsanlegt að henni batnaði í fótunum sín- um aftur. Og þess vegna er það, að eg er kominn hingað — eg hljóp eins hart og eg orkaði — til að ségja, að ef það er að eins dramb eða — eða hvað sem það nú er — sem stendur í vegi fyrir því að Pollyanna geti farið að ganga aítur, þá veit eg, að undir eins og þér heyrðuð það, vilduð þér biðja Chilton læknir að —” “Hvað þá?” greip ungfrú Polly fram í fyrir honum; hinir undrandi andlitsdrættir breyttust, og hún varð rjóð í kinnum. Jimmy stundi þungan, en byrjaði svo aftur al- veg hiklaust. “Já, eg bið fyrirgefningar, en eg varð að segja þetta — til þess að þér hlustuðuð á mig — og — og gætuð skilið, að hún getur fengið not fótanna aftur — því Chilton læknir, hann—” “Jimmy, um hvað ertu að tala,” Jimmy hresti sig upp með því að stynja. “Já — það er það, að — já, hún getur farið að ganga, því Chilton læknir, hann —-” “Hvað er þetta með Chilton lækni. Hvað hef- ir hann með þetta að gera. Byrjaðu á byrjuninni, drengur, og talaðu skírt og greinilega, svo eg geti skilið við hvað þú átt; ruglaðu ekki öllu saman i hrærigraut. Jimmy hóstaði og ræskti sig og byrjaði svo aftur: “Já — það var þannig, ef eg á að byrja með byrj uninni — að læknirinn kom til Pendletons í dag, og svo töluðu þeir saman inni í.vinnustofunni — er þetta ekki nógu greinilegt,” “Jú, Jimmy,” svaraði ungfrú Polly. Hún var fremur veikrödduð. “Já — og glugginn stóð opinn, og eg var að tína illgresi rétt undir glugganum, svo eg heyrði hvað þeir töluðu.” “pú hefir líklega ekki staðið á hleri, drengur.” Jimmy teygði úr sér; og varð í meira lagi borg- inmannlegur. “pað var ekki um mig, sem þeir töluðu — og eg hlustaði ekki af ásettu ráði, en mér þykir vænt um að eg heyrði hvað þeir sögðu. Og það þykir yður líka, þegar þér heyrið það. því hann sagði — að skeð gæti að Pollyanna fengi not fóta sinna aftur.” “Jimmy — hvað ertu að segja.” Ungfrú Polly laut niður að drengnum með á- kafa miklum. “Já, nú sjáið þér. pað var einmitt þetta sem eg sagði,’ mælti Jimmy hreykinn. “Já — Chilton læknir, hann þekkir annan lækni annarsstaðar, sem hann heldur að geti læknað Pollyönnu — komið henni til að geta notað fæturna aftur, þér skiljið — en hann getur ekki sagt það með vissu, fyr en hann hefir séð hana sjálfur. Og hann lang- ar svo mikið til að sjá hana; en hann sagði við Pendleton, að þér vilduð ekki biðja hann þess.” Ungfrú Polly stokkroðnaði aftur. “Nei, eg — eg get ekki — eg gæti ekki — það er að segja, eg vissi nú ekki —” Ungfrú Polly nuddaði höndum saman, hún vissi hvorki upp né niður, út né inn. “Nei, en það var þess vegna að eg þaut af stað hingað — til þess að þér gætuð fengið að vita um þetta,” sagði Jimmy ákafur. “J?eir sögðu, að ein- hverra hluta vegna — eg skildi ekki vel hvers \igna — vilduð þér ekki biðja Chilton að koma hingað, og að þér hefðuð sagt Warren það. Og Chilton læknir — hann gat ekki komið óbefinn. af því hann var svo stoltur og — og — já, það var eitthvað annað líka — það var eitthvað með War- ren, held eg. Og svo vildu þeir svo ákafir, að ein- hver vildi segja yður þetta — en þeir vissu ekki hver ætti að gera það. Og þá kom mér til hugar að eg skyldi gera það, og svo hljóp eg hingað — eins hart og eg gat—já — hefi eg talað nógi. greinilega nú ?” “Já, það hefir þú gert, Jimmy. En hver var þessi læknir?” spurði ungfrú Polly mjög óðagots- lega. “Hvað heitir hann ? Hver er hann ? Voru þeir vissir um að hann gæti læknað Pollyönnu?” ‘Nei, eg veit ekki hvað hann heitir,né hvar hann er. En þeir sögðu, Chilton læknir þekti hann, og að hann hefði nýlega læknað persónu. sem hafði sömu veiki og Pollyanna. Og það var ekki hann, sem þeir voru hræddir við, heldur yður, að þér vilduð ekki láta Chilton lækni fá að sjá hana. En — er það ekki? pér viljið biðja hann að koma — viljið þér ekki gera það? — núna þegar þér vitið þetta?” Ungfrú Polly sat með kreftar hendur í keltu sinni. Hún dró andann hratt en ójafnt. Varimar skulfu, en hún grét ekki. Jimmy horfði á hana áköfum og spyrjandi aúgum. Svo sagði hún: “Jú—jú—Chilton læknir skal koma til henn- ar. Hlauptu nú heim, Jimmy, og flýttu þér. Eg verð að tala við Warren lækni, hann er núna uppi hjá Pollyönnu, eg sá vagninn hans nema staðar hérina úti fyrr fáum augnablikum síðan.” Litlu síðar varð Warren læknir hissa á því að hitta ungfrú Polly úti á ganginum, þar sem hún kom á móti honum óróleg, blóðrjóð í framan og klökk á svip. Og Warren varð enn meira hissa, þegar hún sagði: “Warren læknir, þér beidduð mig einu sinni um að Chilton mætti kotna hingað til ráðagerða — eg neitaði því í það skifti, en nú er eg komin á aðra skoðun — eg — eg vil fegin, að þér biðjið Chilton lækni um að koma. Viljið þér vera svo góður að gera það — sem allra fýrst ? pökk fyrir” XXX. KAPÍTULI. Nýi frændinn. pegar Warren læknir kom í næsta skifti inn til Pollyönnu, sem lá kyr og horfði á hina dans- andi, spriklandi litarbletti, sem þrístrendingarnir í glugganum sendu á vegg og loft, kom hár, herða- breiður maður rétt á eftir honum. “Chilton læknir! — ó, Chilton læknir, ert það þú? nei, hvað eg er fegin að fá að sjá þig aftur — það er svo langt síðan!” hrópaði Pollyanna. Og við að heyra hinn indæla gleðihreim í rödd hennar vöknaði fleirum en einum um auga. “En vill Polly frænka —” Ungfrú Polly flýtti sér að rúminu. “Já, kæra Pollyanna mín, alt er eins og það á að vera,” hvíslaði hún fljótlega. “Eg hefi — eg hefi sagt við Chilton lækni, að eg vildi að hann skoðaði þig — ásamt Warren, fyrri hluta þessa dags.” “ó — þú hefir þá sjálf biðið hann að koma,” sagði Pollyanna ánægð. “Já, eg hefi sjálf biðið hann. pað er að segja, eg —” En þetta var of seint. Fagnaðarloginn, ánægj- an og friðurinn sem geislaði í augum Chiltons, sagði glögt frá kringumstæðunum, og ungfrú Polly hafði séð það. Hún sneri sér skjótlega við með hárauðar kinnar og fór út úr herberginu. Vjð gluggan stóð Warren læknir og hjúkrunar- stúlkan og töluðu samar^ í lágum hljóðum. En Chilton læknir gekk að rúminu og rétti Pollyönnu báðar hendur sínar. “Góða, litla stúlkan mín, eg held að það glað- asta, sem þú hefir framkvæimt, hafir þú gert í dag,” sagði hann um leið og hann laut niður að henni, og röddin skalf af geðshræringu. í rökkurbyrjaninni þenna dag kom Polly frænka inn í herbergið til Pollyönnu — skjálfandi, bros- andi, blóðrauð og undarlega lunbreytt. Polly frænka var þetta, sem settist við rúmið. Hjúkr- unarstúlkan var ekki inni. “Góða Pollyanna mín, eg verð að segja þér — þér fyrst af öllum — að eg — að eg áður langt um líður ætla að útvega þér nýjan frænda. J?að er Chilton læknir — og það ert þú, sem hefir komið þessu af stað. ó, Pollyanna, eg er — eg er svo gæfurík! og svo glöð — mín eigin, kæra, Polly- anna litla.” Pollyanna var sezt upp í rúminu. Ánægjan skein úr andliti hennar. Hún ætlaði að fara að klappa saman höndum, en hætti við það alt I elnu. “En Polly frænka, Polly frænka, varst það þú — varst það þú þetta kvennmans hönd og hjarta, sem hann hafði svo lengi þráð. ó, það hefir þá verið þú, það hefir verið þú! Og það hefir verið það sem hann átti við í dag, þegar hann sagði, að eg hefði framleitt þá mestu gleði, þá mestu hugs- anlega gleði. ó, ó, hvað eg er glöð. ó, Polly frænka, eg er svo glöð, að eg skeyti ekkert um — um ónýtu fæturna mína núna.” “Ó, Pollyanna, máske þú samt sem áður—” En hún þagnaði, hún þorði ekki enn þá að segja Pollyönnu frá þeirri miklu von, sem Chilton lækn- ir hafði vakið í huga hennar. En eitt sagði hún. og það var nægilega furðanlegt fyrir Pollyönnu; hún sagði: “Pollyanna, í næstu viku leggur þú út í litla ferð. pú verður lögð í indælt og þægilegt rúm, og svo átt þú að ferðast til læknis, sem er í margra mílna fjarlægð héðan. Hann á heima í stóru húsi, sem er bygt í því skyni að taka á móti sjúklingum eins og þér. Hann er góður vinur Chiltons, og ætlar að reyna að lækna þig.” XXXI. KAPÍTULI. Að eins eitt bréf frá Pollyönnu “Kæra frænka Polly og frændi Tom! Hugsið ykkur nú get eg gengið! nú get eg gengið! Eg gekk í dag alla leið frá rúminu og að glugganum. pað eru átta fet. Og þið megið trúa því, að það er skemtilegt að geta gengið á fótunum sínum aftur. Allir læknarnir höfðu fylkt sér í kring um mig og brostu, og allar hjúkrunarstúlkurnar brostu; en hugsið ykkur, þær grétu líka. Ein kona sem lærði að ganga í vikunni sem leið, var héma, og önnur, sem þeir halda að geti gengið að mánuði liðnum, hún var hér líka, hún lá í burðarstól og klappaði höndum saman. En hún grét líka. Eg .skil ekki hversvegna þær gerðu það. Eg vildi miklu heldur æpa, hrópa, hlgegja og syngja, svo glöð er eg. pví, hugsið ykkur — eg get gengið — eg get gengið — eg get gengið! Nú er eg ekkert leið yfir því, að eg hefi orðið að vera hér síðustu tíu mánuðina; og heldur ekki yfir því, að eg gat ekki verið í veizlunni ykkar, því það gerði ekkert, fyrst þið komuð alla leið hingað og létuð gifta ykkur hjá rúminu mínu, eins og þið gerðuð, svo eg fékk að sjá það og heyra. Og þetta er svo líkt þér, Polly frænka, þú ert alt af svo fim að finna upp á einhverju, sem gleður aðra. Eg get bráðum fengið að fara heim, segir lækn- irinn. Og vitið þið hvers eg óska mér? Að eg gæti gengið alla leiðina á mínum eigin fótum. Já, þess óska eg mér. Eg held eg skeyti ekkert um að aka hér eftir. J?að er indælast að ganga. ó, eg er svo glöð! eg er svo glöð! Eg er næstum því glöð yfir ónýtu fótunum núna, því maður veit al- drei hve indælt það er að geta gengið á fótum sín- um, fyr en maður hefir reynt hvað það táknar að geta ekki gengið. Á morgun á eg að ganga tíu fet. Með þúsund ástríkum kveðjum til ykkar beggja og til Nancy, Tom og allra. Pollyanna.“ ENDIR. Þórhallur Bjarnason biskup Sá bölþrungni hljómur, sem berst yfir fold, er bergmál af útfarar lögum; það lögmál, sem gerir að heyviskum hold, er hraðvirkt á síðustu dögum. Hve valurinn dyngist um öræfi og ál! hver akurstöng logandi kveikur! Um kirkjumar snarkar hið blóðuga bál og brenna um skrauthýsin leikur. Til dóma og morða hin drotnandi hönd sig dúðar í herneskju týgjum. Og feigðin með símanum fer yfir lönd og farmur af tundri í skýjum. * # * En biskupinn okkar, hann leitaði lags að leiðbeina ráfandi sálum, tr umsýslu helgaði eyktina dags og aftaninn djúpvizku málum. Hinn gullrauði þráður í orðum hans æ var eggjun til starfa og dygða — á farkosti sjálfs sín að fljóta um sæ að furðuströnd ókendra bygða. Á friðstóli ríkti’ ’ann í hógværðar hjúp, með handlægni rýmkaði klafa, og bar því úr kirkjunni blóðfóm á djúp og bálreiði Abrahams Jahva. Við skinhelgi foma í látbragði laus, og lögstirfni, er guðsríki smækkar, í orðum og gjörðum hann kirkjunni kaus þann kærleik, er deilunum fækkar. Frá Mekka til Róms og um Móisesfjall hans mannúð sá, fram og til baka — um Laótze goðorð og Kristninnar kall og kóngsríki Búddha hins spaka. Hann vildi á gjörvalla sök væri sæzt, að sól skini mannúð um vanga. Á hátypta fjallinu menn geta mæzt, er margskonar einstí&i ganga. pó mennirnir eigi sér margháttað kall, og mörg virðist sinnin og týgin, í allsherjardepli hið uppdregna fjall að endingu sameinar stígin Að endaðri þrætu um hismi og hjóm þeim hugnast nú takmarkið sama hjá Einum, sem skiftist við orðmynda hljóm i Alföður, Drottin og Brahma. Ojf'þeirra er dýrðin, sem hugsa sv«> hátt: að hlýju og glódöggum viðri — að vegirnir mætist í eilífðarátt, þó einstigin deilist hér niðri. Og hugmyndin persneska honum ei hvarf þó hann væri biskup og prestur — að Alföður kærar er akurmanns starf, en útþyntur trúmálfi lestur. Og þar að ’ins burtfama höfðingja hneig hver hugsun um nætur og daga að gera úr melunum gróanda teig, að guðsríki íslenzkan haga. Hve geislana hæna að griðastað manns þær gyðjur, sem kranzana binda. Og þess vegna leggur að leiðinu hans þann ljóma, sem náttmálin kynda. Guðmundur Friðjónsson. —Skírnir. Efnafroeðisiega sjáifslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? J?au þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. _ • öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s J. N. Sómmerville, Lyfsali Horni William & Isabel, Winnipeg Tals. Garry 2370 'Vér mælum með eftirfylgjandi hressingarlyfum aS sumrinu Beef, Iron & IVine Big 4 D Compound sem er blótShreinsandi meSal. Whaleys blóðbyggjandi lyf VoriC er komið; um þaS leyti er altaf áríöandi aö vernda og styrkja líkamann svo hann geti staöiö gegn sjúkdómum. Það veröur bezt gert meö því að byggja upp blóðið. Whaleys blóöbyggjandi meðal gerir þaö. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. Kafli úr bók fnýkominni aö heimaný Auglýsing. Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt prcssuð meðan þér standið við............. 35c. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir........$1.50 Einnig viðgcrðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tals. G. 67 Winnipee Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga JOSIE & McLEOD Gera við vatns oghitavélar í húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 Á næstunni fer aö koma út nýtt 'dagblað Skafningur, sem á aö veröa framhald á hinni ágætu bók, sem stjórnarráðið gaf út fyrir alþjóöarfé um nýja nafna-menningu á íslandi. Áherzla mun veröa lögð á örlæti al- þingis í fjárveiting sinni til þessarar vísindagreinar: rúmlega helmingi meira en það veitir Einari Jónssyni, sem hefir gefið landinu öll verk sin. Æ ttarnafnatilkynning. TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm. kláða ög aðra húðsjúkdóma E*^na|' hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Winnipeg VTér 10 bræöur, eigendur blaðsins Skafningur, Siguröur, Torfi, Þórólf- ur, Steinn, Þorfinnur, Högni, Þor- björn, örn, Arnkell og Geirmundur Eysteinssynir tilkynnum aö vér viljum eigi lengur bera slík skrælingjanöfn og höfum J>ví tekið eftirfarandi ætt- árnöfn talin í sömu röö: S. Veðra- móton; T. Báson; Th. Beggjakoton, St. Kraöak ; Th. Dimon; H. Skjaðrak; Th. Klukon ; Ö. Roðgúllan ; A. Slavak og G. Qveran (= Hver er ’annj. Systur vorar Ragnheiður og Bryn- hildur Eysteinsdætur liafa og tekið sér ættarnöfnin R. Titlstar og B. Tunison. Vinnukonur vorar Sigríð- ur Þorsteinsdóttir og Guðrún Ólafs- dóttir hafa tekið sér ættarnöfnin S. Undirveggon og G. Otverkon. Kött- inn munum vér kalla Kison, enn hund inn Geltfer. — Eftir þessari tilkynn- ing skulu allir breyta i viðtali við oss og riti til vor, systra vorra vinnu- kvenna og húsdýra. — NB. Rotturnar j Skafningi hafa eigi fengið ættarnöfn enn þá. Munu þau verða auglýst jafnóðum í blaðinu. Ættarnafnaelixír. Þeir sem langþjáðir eru undan is- lenzkum nöfnum geta fengið fullar meinabætur hjá undirrituðum. 1 verk- smiðju minni eru ætíð beztu kultur- nöfn á lager, alt prima kvalitet: star, fer, on. an. ran, gor, ger ofl. ofl.fimm ára ábyrgð á þeim, ókeypis J>vottur ]>egar nöfnin skitna, lagfæringar fvr- ir Jítið verð. Varan send hvert á Iand sem er kostnaðarlaust. Verð afarlágt, með tilliti til þess að menn muni þurfa oft að skifta. Enginn gengur heilt ár í sömu skyrtu, og er hún |>ó minna bnikuð en nafnið. GosKarl.. . \ J?akklæti. Hér með vottum við okkar innilegt J>akklæti öllum þeim, sem hafa v'eitt okkur Hkn og aðstoð í okkar erfiðu kringumstæðum. Sérstaklega viljum við nefna þá, sem hér segir: Dr. B. J. BraUdson, sem fyrir litla horg- un veitti ómetanlega læknishjálp; Hjálmar Bergmann, sem aðstoðaði okkur við samninga og fleira svo að segja endurgjaldslaust; Árni Pálsson og kona hans, sem veittu okkur margvíslega aðstoð, sem hér verður hvorki rnetin né talin; Jóhannes Sig- urðsson og kona hans fyrir drengi- lega þátttöku í kjörum okkar; Mrs. Guðrún Jóhannsson greiðslukona, seni einnig veitti okkur margvíslega hjálp og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, sem veitti okkur ýmsar upplýsingar og aðstoð. Auk þess sendum við þögult þakk- læti mörgum öðrum, sem of langt yrði að telja. Benjatnín horgrímsson Valfríður borgrímsson. Silki-afklip pur til að búa til úr duluteppi. Vér höfum ágætt úrval af stórum pjötlum meðalls- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundui 1 unzu pakk Peoples Sp« n og ýmsum litum i aðeins 25c icialties Co. Winnipeg, Man. P.O. Box 1836 BIFREIÐA “TIRES” Vér seljum nýjar og brúk- aðar “tires . Kaupum og tökum gamlar í skiftum fyrir nýjar, gefum gott verð fyrir þær gömlu. All- ar viðgerðir eru afgreiddar fljótt og vel. SkrifiÖ eftir veröi. Watsons. Ti re Service 180 Lombard St., Tal. M.4577 Wiiliams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. Hophí Hotre Dame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð Landbúnaðaráböld, als- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St. Tals. M.1781 Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv í gamla Queens Hotel G. F. PENNY. Artist Skrifstofu talsími ..Main 2065 Heimilis talsími ... Garry 2S21 C. H. NILS0N KVENNA- og KARLA SKRADDARI Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 208 Logan Ave. 1 öðrum dyrum frá Main St. Winnipeg, . Man. Tals. Garry. 117 /

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.