Lögberg


Lögberg - 24.05.1917, Qupperneq 5

Lögberg - 24.05.1917, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAí 1917 o Dr. Robinson Sérfræðingur í tannsjúkdómum BETRI TANNLÆKNING FYRIR MINNI BORGUN E.f jjú ert í vafa um kvcrt tenn*ir þínar séu heilbrigðar eða ekki þá þarft þú að fá ráðleggingu tannlæknis. Sá tannla^knir ætti að vera maður sem hefir gott álit á sér sem lœknir og sömuleiðis er það áríðandi að hann sé eins vel að sér í list sinni og nokkur getur verið. Nú á dögum eru þeir fáir sem ekki viðurkenna þýðingu sérfræðinganna, hvort heldur er í al- mennum lækningum eða tannlækningum. Minnist þess að ef þér kom- ið til vor þá verður traust yðar ekki ódrengilega notað, því allar vorar að- ferðir eru reyndar og sannaðar og fólk veit um áreiðanleik vorn. Fyrir tíu árum voru það margir af borgurum Manitoba sem trúðu mér fyrir því að lagfæra tennur þeirra. Þessa fyrstu sjúklinga tel eg byrjun hinnar miklu aðsóknar sem eg hefi haft síðan eg fór að stunda tannlækningar. Svo vel hefir mér gengið að tugir tannlækna hafa sest að í nágrenni mínu Látið því ekki blekkjast þegar um það er að ræða að velja stað. Permanent Crown og Bridge Work, hver tönn . Og það var áður $10.00 Whalebone Vulcan- ite Plates. Settið . . Opið til kl. 8 á kveldin BIRKS BUILDING, WINNIPEG, MAN. Dr. Robinson TANNLÆKNIR Meðlimur Tannlœkna Skólans í Manitoba. 1 2 Stólar 10 Sérfræðingar 5 Kvenmenn af vatni og nógu af sykri, til þess atS gera hana sæta. ]>egar hryssanni er unni8 og folald- iö getur ekki sogi8 hana nema kvelds og morgna og um hádegi8, ætti a& gæta þess a8 þa8 ekki sjúgi of ákaft né of miki8 í senn. Ef hryssan hefir or8i8 þreytt og sveitt, þá ætti aS mjólka svolItiS áSur en folaldiS sýgur. Eækning þessarar veiki þegar hana ber a8 höndum verSur a8 fara eftir ástæSum; ætti því fyrst af öllu aS komast eftir þvl hver ástæ8an er. þegar veikin stafar af einhverju Ö8ru en évarlegri notkun hæg8a me8- ala. ætta ávalt a'8 byrja á þvl a8 gefa folaldinu teskei8 af “Laudanum” meS tveimur únsum af laxerollu. Auk þess má gefa teskeiS af krít e8a iiSru dufti. sem llkt vinnur I bolla af flðaSri mjélk e8a graut, fj6r8a hvern eSa flmta hvern klukkutlma, þangaS til hægBirnar verSa reglulegar. AnnaS ágætt méSal er full matskei& af kalkvatni og teske'i8 af “Laudan- um” I flóaSri mjólk fjóröa hvern klukkutlma meSan þarf. þegar fola.ldi8 er þróttlíti8 ætti aS gefa þvl egg hrærS upp I nokkrum únsum af mjólk úr hryssunni; ætti a8 hella þessu ofan I þa8 hægt og varlega meS nokkurra stunda millibili. Ávalt verSur a8 gæta þess a8 folaldinu sé hlýtt og aS vel fari um þaS. Dugi ekki þetta sem hér hefir veriS sagrt, þá ver8ur a8 sækja lærSan dýra- lækni tafarlaust. Geir Zoega kaupmaðnr Hann andaBist síSastl. sunnudags- morgun, 25. marz, eftir þunga legu; var skorinn upp fyrir nokkru vegna blöðrusteins, en fékk sííSan lungna- bólgu og dó úr henni. Hann var nær 87 ára gamall, fæddur 25. maí 1830. Með honum er fallinn frá einn af helztu máttarviíSum og atvinnurek- endum þessa bæjar um langt skeiS. Hann var borin nog barnfæddur hér í bænum og ól hér allan aldur sinn, Foreldrar hans voru Jóhannes Zoega, útvegsbóndi í Reykjav'ik, og kona hans Ingigerður. Afi hans, er einnig hét Jóhannes, flutti hingaS til lands frá Slésvík, en þar höfðu langfeðgar hans búiö um langt áraskeiíi og veri® prestar hver fram af öSrum heila öld. Jóhannes afi Geirs var fyrst verzl- unarmaður í Vestmannaeyjum, en siöan fangavörfSur i Reykjavík. En Zoega-ættin er itölsk ati uppruna og hafa ýmsir merkisntenn í ættinni ver- i<5, t. d. Georg Zoega (1755—1809). frægur fornfræðingur, fæddur i Dan- mörktt, en búsettur í Rómaborg mest- an hluta æfi sinnar. Georg þessi var öflugur stuðningsmaöur og alúðar- vinur Alberts Thorvaldsens. G. Zoega stttndaði sjómensku fram- an af æfi, en aflaði sér jafnframt meiri mentunar en títt var um unga menn á þeim dögum; varð m. a. vel fær í ensku, er fáir íslenzkir leikntenn kunnu tint þær mttndir. Vegna þess v'arð hann aðalleiðsögumaSur útlendra ferðamanna hér og er hans víða getið nteð lofi i ferðabókum þeirra. ¥>jóð- hátíðarárið 1874 var hann forstjóri konungsfararinnar til Þingvalla og Geysis. Aiðalverk G. Z. er það, að hann hóf fyrstur manna þilskipaútgerð hér við Faxaflóan og rak hana síðan með miklum dugnaði um langt skeið. Fyrsta skip hans hét “Fanny”, og varð hann að fá á það útlendan skip- stjóra. En svo stuðlaði hann að því, að Markús heitinn Bjarnason, siðar stýrimannaskólastjóri, nam sjó- mannafræði, og varð hann síðar skip- stjóri hjá Geir. Fyrstur íslenzkur skipstjóri hjá honum mun þó hafa verið Sigurðttr heitinn Símonarson. Félagar G. Z. í útgerðinni voru þeir Kristinn Magnússon í Engey og Jón Þór'ðarson í Hliðarhúsum, en aðal- umsjónin mun jafnan hafa hvílt á G. Z. Er “Fanny” hafði verið haldið út nokkur ár, bættu þeir félagar við sig öðru skipi, sem “Reykjavík” hét. Það var 1873, og nokkrum árum sið- ar því þriðja, sem “Gylfi” hét, og um það leyti keypti G. Z. hluti félaga sinna í útgerðinni og rak hana einn upp frá því, og jók hana smátt og smátt. Efnaðist hann vel á útgerð- inni. Nálægt 1880 byrjaði hann verzlun, aðallega vegna útgerðar sinnar, til þess að geta sjálfur séð verkafólki sínu og sjómötinum fyrir sem flestum nauðsynjum. — Þegar fram í sótti fóru fleiri að koma sér upp þilskipum, og einkttm færðist líf i þær fratnkvæmdir þegar Tryggvi Gunnarsson kom hingað til bæjarins og tók við stjórn Landsbankans. Út- rýntdi þilskipaútgerðin þá alveg báta- útveginum, sem áður var, og stóð hún um tíma með miklum blóma. En' úr henni dró aftur eftir þvt setn botn- 76 Lagasafn Alþýðu nota nafn félagsins. 108. óafsalanlegir víxlar. Slíkir víxlar eru gefnir í sérstöku skyni og verða að vera orðaðir samkvæmt gangskjalalögum landsins, ef þeir eiga ekki að vera taldir afsalanlegir. pess konar víxlar eru greiðanlegir til ákveðins manns, félags eða stofnunar, án þess að þar séu viðhöfð orðin: “samkvæmt kröfu” eða “handhafi”. Sömuleiðis er á slíka víxla skrifað orðið “aðeins” á eftir nafni þess er skuldin greiðist til. J?að að stryka aðeins út orðin “samkvæmt kröfu” eða “handhafi” af reglulegu víxilformi, er ekki nóg til þess að gera víxilinn óafsalanlegan. Fyrir árið 1890 var slíkur víxill óafsalanlegur, en þá var því breytt. __ _ Víxill sem nú er gefinn sérstökum manni eða félagi án þess að tiltaka að hann sé óafsalanlegur, er talinn afsalanlegur þrátt fyrir það þótt orðin “handhafi” eða “samkvæmt kröfu” sé ekki sett á víxilinn. pá er þannig litið á af lögunum að orðum þess- um hafi aðeins verið gleymt, eins og þegar dag- setning gleymist og síðar má bæta við. pað er því alveg nauðsynlegt að setja orðið “aðeins” fyrir aftan nafn þess, sem borga á víxilinn. vörpunga-útgerSin magnaöist. Sjálf- ur hætti G. Z. þilskipaútgerö 1908 og seldi þá öll skip sín. Hafði hann þá stjórnað þilskipaútgerð í fttll 40 ár. skapað mörgum mönnttm atvinnu og grætt vel fé sjálfur. G. Z. var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Sveinsdóttir, syst- urdóttir og fósturdóttir Jóns heitins Thorsteinssonar landlæknis, og er frú Kristjana, kona Th. Thorsteinsson kaupmanns einkabarn þeirra. Síöari kona G. Z., Helga Jónsdóttir frá Ár- móti í Árnessýslu, lifir mann sinn, og hafa þau nú verið rúm 25 ár í hjónabandi, höföu, er G. Z. lagöist banaleguna, nýlega haldiö silfurbrúö- kaup sitt. Hélt G. Z. þá silfur- brúökaup sitt í annaö sirin, því hann haföi einnig veriö full 25 ár i hjóna- bandi meö fyrri konu sinni. Þau G. Z. og Helga Jónsdóttir eignuöust 5 börn og lifa 4 þeirra, einn sonur, Geir, og þrjár dætur, Hólmfríöur, sem gift er frænda sinum Geir Zoega landsverkfræðingi, Kristjana, heit- mey Gengers stórkaupmanns, og Guð- rún, sem nú er í Khöfn. Geir Geirs- son Zoega hefir nú um hríö veitt verlun fööur síns forstöðu, og verzl- unarhúsin hefir hann keypt. G. Z. skifti sér lítið eöa ekki af op- inberum málum, en gaf sig allan viö atvinnustörfum sínum, og heima fyrir vrir hann hinn mesti rausnarmaöur. Gáfu þau hjónin, Geir og Helga Zoega, stórgjafir til líknarstarfsemi viö heilsuhæliö á Vífilstöðum. G. Z. var ekki margmáll maöur, en orö- heppinn og fyndinn í tilsvörum, og hafa hnittiyrði hans mjög flogið manna á milli og borist víöa. Hann varö dannebrogsmaöur 1874, en riddari af dbr. 1904. Walker. "The Submarine Eye” verður sýnt á Walker alla þessa viku. Þetta et einvher stórkostlegast leiksýning, sem hér hefir verið sýnd. “The Whip” heitir annar mynda- leikur, setn þar veröttr einnig sýndur. Þar er sýnt voðalegt járnbrautarslys “Mothers of France” er þriði i sýningin, sent tekur hinum þó fram og ætti enginn aö láta hjá líða aö sjá hana. CANADftl FHIEST THEATKA ALLA ÞESSA VIKU Tvisvar á dag, kl. ^.SO og 8.30 “Tlie Subniarine Eye” Átakanlegur sorgarleikur sýndur I hafinu. VerSa þar augljósar upp- fyndingar Bandaríkjanna I neSansjáv- ar herna8i. Fult af æfintýrum og blandaS ástamálum. ALLA NÆSTU VIKU tvisvar daglega, kl. 2.30 og 8.30. Veraidarinnar stærsti leikttr í hreyfimyndunt “THE WHIP” Mjög fullkomin hreyfimyndasýnin á leik, sem að nokkru er sorgarleikur. Verð. Eftirmiödag: 25c og 50c. Að kveldinu: 25c, 50c, og 75c. Lakasafn Alþýðu 73 Dómur um þetta efni var feldur í máli, sem Can- adian Bank of Commerce höfðaði gegn manni, sem Perran hét. 105. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Víxlar þar sem einn ber ábyrgð fyrir alla og allir fyrir einn, eru þeir, þar sem tveir eða fleiri lofast til að borga upphæð í félagi eða hver einstakur. ef nauðsyn kref ji. Slíkir víxlar eru stílaðir á vissan hátt, eins og t. d. þannig: “Vér allir, (báðir) í félagi, eða hver um sig, lofum að borga”, eða þannig: “Vér lofum allir til samans eða hver fyr- ir annan, að borga”. Líka má stíla víxilinn þann- ig: “Eg lofa að borga” og láta svo eins marga undirrita víxilinn og vera vill. pýðir þá “eg” hver einstakur og er að öllu lagalega orðað. petta form er jafnvel betra en hitt, sökum þess að það er styttra; en alt sem lögum viðkem- ur þarf að vera svo stutt, sem auðið er, jafnframt því að vera glögt. Hér er þetta víxilform: $300.00. Winnipeg, 1. nóv. 1916. Eftir fjóra mánuði hér frá lofa eg að borga J. J. Jónssyni eða samkvæmt kröfu í Northem Crown bankanum hér þrjú hundruð dali fyrir meðtekið veðgildi. Josep Ámason, Ámi Brandsson, ábyrgðarmenn. T ’ •X' 1 / • og auglýsið Lesið auglysmgarnar a,TJS HAVOLINE OLIA Ef borin er á bifreiðina rennur hún liðugra Biðjið kaupmann yðar um hana eða kaupið af R. PHILLIPS, 567 Portage Avenue Tals. S. 4500. Winnipeg, Man. MAIN’S sem er ein af betri hatta verzl- unum W innipeg-borgar Yður er boðið að koma og skoða vorar byrgðir af NÝJUSTU NÝTÍZKU HÖTTUM Main’s Hattabúð ’ÍSSfm Búðin er skamt frá Sherbrooke St. I ó L I K I N Á samkomu í Argyle. Vér þurfum ekki’ á löngu lofi’ að halda um lokin afrek — bygðin talar sjálf — en það er reynsla allra fyrri alda að eining reiknast sigurleiðin hálf, og því er frónskum lýði ljúft að finnast og líta saman þennan helga stað, því hér er saga lífs að lesa’ og minnast og lögmál skráð á sérhvert skógarblað. Hér fléttar sólin sveig að öldungs hæmm og sveitin brosir — drekkur minni hans í sumarveigum heitum, himintæmm og helgar þær í nafni skaparans. Hér bygðu feður framtíð sterkra sona, og fáir unnu trúrri vegabót, og hér á æskan óðul stórra vona; hér ísland hefir plantað djúpa rót. En það er ekki nóg að planta’ og plægja og prýða “túnið” aðeins skamma tíð og láta fornu feðraverkin nægja, — nei, framtíð heimtar starf af ungum lýð og því er tími’ að taka saman höndum, já, tími er aldrei betri’ en hér í dag, og sýna’ að undir einu marki stöndum, að allir vilji sinn og bróður hag. Og þá mun Argyle — bernsku vorrar vagga ©g vonamóðir — fegri daga sjá, og þá mun ekkert friði hennar hagga, en háir viðir stærri þroska ná; og þá mun sólin sinna hverju blómi •g sumrið anda lengri’ og hlýrri blæ er guðelg dögg í hugans helgidómi •ss hundraðfaldar sérhvert kærleiksfræ. Krumma vísur. I. Krummi kmnkar úti kallar á nafna sinn: Eg fann höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn; kroppaðu með mér, nafni minn. II. Krummi krunkar úti í for, kallar á Kela í hljóði: Ekki hef eg séð þig síðan í vor sæmdar vinurinn góði. SÓLSKINSBÖRN. Sum ykkar eru ung, sum miklu eldri. pau ungu skilja ekki nema létt mál, hin geta haft gagn af því, sem er þyngra. Sólskin langar til að flytja eitthvað, sem öll böm geta haft gagn af. Fimm til tíu ára böm geta lært léttar vísur og skilið þær; lesið stuttar ein- faldar sögur og sagt þær á eftir. Eldri böm frá tíu til fimtán ára skilja svo að segja hvað sem er. pau geta lært alls konar kvæði og haft gagn af mörgu því sama og full- orðna fólkið. Sólskin hefir því reynt að vera við hæfi bæði ungu bamanna og hinna eldri. Kisu vísur og fugla vísur og alls konar dýra vísur er það, sem litlu bömunum þykir gaman að og þess vegna flytur Sólskin talsvert af svo- leiðis vísum. En svo birtast líka í Sólskini þyngri kvæði og sögur af því svo mörg hálffullorðin böm lesa það. Sólskin biður ykkur öll sem getið að senda bréf öðru hvoru, og þegar þið sendið þau, þá eigið þið að vanda ykkur sem bezt. J7ið skuluð segja frá einhverju, sem þið munið, t. d. lýsa skólanum ykkar, heimilinu ykkar, fjósum, ökmm, hænsa- húsum. Eða þið skulið segja frá einhverri skemtilegri ferð eða samkomu. Eða þið skulið segja frá einhverju, sem ykkur hefir verið gefið eða einhverju, sem þið hafið gert. Stúlkumar geta sagt frá því, hversu vel og mikið þær hjálpa henni mömmu sinni og piltamir hversu mikið þeir gera fyrir hann pabba sinn. Stóru börnin geta sagt frá því hvað þau séu dugleg að hjálpa litlu systkinunum sínum og litlu börnin geta lýst því hvað þau séu þæg. Börnin sem eru á skóla geta sagt frá hvað þeim þykir mest gaman að læra og hvað þau hugsi sér að gera eða verða þegar þau verði fullorðin. Pið getið lýst fötunum ykkar og yfir höfuð skrifað um það sem ykkur sýnist. En skrifið ósköp stutt og reynið að skrifa vel og verið altaf viss um að skrifa bréfin ykkar sjálf, en láta aldrei neinn annan gera það fyrir ykkur. J?að er um að gera að láta aldrei aðra gera fyrir sig það, sem maður á að gera sjálfur, og sízt af öllu má það koma fyrir að maður segist hafa gert það sjálfur, sem aðrir hafa gert fyrir mann. Bömunum þykir skemtilegt að lesa bréf hvert frá öðru og Sólskin biður ykkur því að skrifa sem flest, en hafa það stutt. SÓLSKIN Barnablað Lögbetgs. II. ÁR. WINNIPEG, MAN. 24. MAÍ 1917 NR. 34 Dugandi drengur. þorsteinn Johnson heitir maður hér í bænum, sem flestir fslendingar hafa heyrt talað um. pegar ritstjóri Lögbergs var hér fyr- ir 17 áram, man hann eftir því að þessi porsteinn var að byrja að koma fram á samkomum meðal íslendinga og leika á fiðlu. Hann var fátækur, eins og flestir landar í þá daga, og datt víst ekki mörgum í hug að hann kæmist langt áfram ( í þeirri list, sem hann var að byrja. En porsteinn hélt áfram, varði öllum tíma sem hann gat til þess að afla sér þekkingar og lærdóms í hljómfræði; fékk sér kenslu hjá góðum mönnum og fór sjálfur að byrja að kenna öðrum. Ár eftir ár hélt hann áfram og með hverju ári sem leið aflaði hann sér víð- tækari þekkingar og fróðleiks. Hann vakti fram eftir nóttum við að lesa og læra og hann hugsaði um það á daginn við vinnu sína. porsteinn Johnson hafði hugsað um það áður hvað hann vildi gera og hvað hann vildi læra, og þó hann væri fá- tækur í fyrstu setti hann það ekki fyrir sig. Og nú er svo komið að enginn er sá íslendingur hér vestra, sem ekki þekkir porstein Johnson fiðluleikara. Hann hefir lært svo vel hljómlist, að sókst er eftir honum á samkvæmum til þess að skemta og hefir hann meira að gera en hann kemst yfir. porsteinn hefir gert sér það að at- vinnu lengi að kenna fiðluspil, og þykir ávalt unun að hlusta á nemendaflokk hans. Hann á litla dóttir, sem Fjóla heitir, og hefir hann kent henni svo vel þá sömu list, er hann sjálfur leikur að porsteinn Johnson. hún kemur aldrei fram á samkomu án þess að fólkið heimti hana fram aftur. Og af hverju er Sólskin að segja ykkur frá þessum manni ? Af því hann sýnir ykkur það hversu reglusemi g iðni getur komið mönnum vel áfram, þó þeir séu fátækir.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.