Lögberg - 24.05.1917, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2*. MAí 1917
74 Lagasafn Alþýðu
Á þess konar samábyrgðarvíxli bera báðir
ábyrgðina, hv^^sínu iagi á allri upphæðinni; og
ef vixilhandhí^^erður að innheimta upphæðina
með lögum, þá getur hann stefnt báðum í senn,
eða aðeins öðrum, eftir því sem hann álítur betra.
Ef hann stefnir öðrum og fær frá honum alla
upphæðina, þá getur sá aftur stefnt hinum, og
heimtað helminginn af upphæðinni, og málskostn-
aðinn. pó er þetta því að eins að báðir beri jafna
ábyrgð. Aftur á móti ef sá er málið var höfðið
gegn og allan víxilinn greiddi hefir að eins verið
ábyrgðarmaður fyrir hinn, þá getur hann stefnt
fyrir allri upphæðinni.
106. Samábyrgðar víxill. Samábygðar víxill
er ritaður þanpig: “Vér lofum að greiða” eða
“Vér lofum að greiða sameiginlega”, er víxillinn
síðan undirritaður af tveimur eða fleirum, sem
ekki eru verzlunarfélagar.
pannig lítur slíkur víxill út:
0
$100 Winnipeg, 20. maí 1917.
Eftir sextíu daga lofum vér að greiða herra
Áma Ámasyni eða öðrum eftir kröfu frá honum
við Northem Crown bankann hér eitt hundrað
dali — fyrir meðtekið verðgildi.
Jón Jónsson
pórður Hjartarson.
í þessum víxli er út frá því gengið að hlutað-
eigendur hafi meðtekið verðgildi, sem þeir báðir
Lagasafn Alþýðu 75
skuldbindi sig til að borga í félagi. Ef svo skyldi
fara að nauðsynlegt yrði að innheimta þennan
víxil með málsókn, þá yrði að stefna báðum hlut-
aðeigendum og dómur yrði að fást gegn báðum
sumíimis; með því að dómur í þessu tilfelli gegn
öðrum þeirra, sem undir víxilinn var ritaður kæmi
í veg fyrir það áð hægt væri að koma fram lögum
á hendur hinum.
Ef svo stæði á að annar væri ekki í landinu og
ekki væri hægt að finna áritan hans til þess að
birta honum stefnu, þá má stefna honum þannig
að birta stefnuna öðrum, t. d. einhverjum af fjöl-
skyldu hans, eftir því sem dómari kynni að úr-
skurða.
pannig má hefja málsókn gegn báðum þótt
aðeins annar sé viðstaddur.
í Quebec verður hvor um sig í svona tilfelli að
greiða helming víxilsins, en alstaðar annarsstaðar
í Canada bera báðir ábyrgð fyrir allri upphæðinni
og geti annar ekki greitt neitt verður hinn að /
greiða alla upphæðina.
107. Víxill verzlunarfélaga. Á slíkum víxlum
er venjulega skrifað: “vér” lofum að borga; en
samt sem áður er það ekki samábyrgðarvíxill,
þótt formið sé hið sama, heldur er það bæði sam-
ábyrgðar- og einstaklinga víxill. pótt þrír eða
fjórir skrifi þar undir, þá ber hver félagi í verzl-
uninni ábyrgð á upphæðinni allri, vegna verzlunar-
félagslaganna.
pegar stefnt er fyrir slíkan víxil, verður að
I gimsteina dalnum.
Eftir John Ruskin.
(Þýtt hefir ASalheiður Johsonj.
Eg geri ráö fyrir að ykkur finnist
þaö ekki nema sanngjarnt, um þaö
bil að eg tek sæti mitt aftur, aS eg
biöji afsökunar á því að hafa komiö
meö svona langan og þungskilinn
upplestur hér i, kveld.
Eg hefi, sem sagt, leyft mér aS
þýSa kafla úr kók eftir John Ruskin,
mannvininn mikla, sem uppi var á
Englandi síSustu öld. Kafli þessi er
samtal, — eiginlega dæmisaga.
Persónurnar eru: Kennarinn, aldr-
aður maSur og fimm stúlkur, Florrie,
Isabel, May, Lily og Sibyl. Sibyl
virSist aS v'era þeirra elzt og skiln-
ingsbezt.
Samtal þetta heitir “í Gimsteina
dalnum”. Eg ætla aS útskýra þaS 'í
fám orSum, því annars kynni sumum
aS verSa það þungskiliS.
Gimsteina dalur þessi virSist mér
eiga aS merkja sældarlíf mannanna.
Gimsteinamir eru auSæfin, sem heilla
mann og blinda manni sjónir. Hinir
dýrindis ávextir eru næringarlausir.
Höggormarnir fögru og söngvar
þeirra virSast mér eiga aS tákna tæl-
andi skemtanir og freistingar meS
svíkjandi útlit og raddir. Mórberin
eru syndirnar, sem gera óafmáanlega
bletti. VölundarhúsiS meS sínum
nöpru næSingum liggur fyrir þeim
sem hafa látiS leiSast lengra og
Iengra út á hina ávaxtalausu braut
auSkýfninnar. ViS takmörk þeirrar
brautar er hásæti mammons.
Persónur: *
Kennarinn
Florrie
Isabel
May
Lily
Sibyl.
K: Komdu Isabel, og segSu mér
aS hverju þiS Florrie voruS aS leika
ykkur í dag. /
Is.: Ó, þaS var óttalegt! ViS
Florrie töfSumst í Gimsteina dalnum.
K.: HvaS ? í Gimsteina dal Sin-
baSs? Þaöan sem enginn gat aftur
komist.
Is.: Já. En viS Florrie komumst
þaöan aftur.
K.: Eg sé þaS. AS minsta kosti
sé eg að þú hefir komist þaðan. En
ertu viss um aS Florrie sitji ekki eft-
ir?
Is.: Alveg viss.
Fl. fKemur aftan ag K.ý: Alveg
viss.
K.: Eg held þú gætir sannfært mig
betur.
H. fkyssir hann á kinnina og ferj :
K.: Jæja,Isabel, eg þykist sann-
færöur um aö þiS hafiö báSar komiö
þaSan.
Is.: Já. þú manst aS örnin sem
bar Sinbað burt var ósköp stór, alveg
voðalega stór, og vængirnir á henni
voru eins breiSir og— og — tvisvar
sinnum eins breiðir og gólfiS. Og
þegar hún var aS taka Sinbaö upp,
klifraöi eg upp á bakið á henni, tog-
aSi svo í Florrie, og svo lögðum viS
báöa handleggina utan um hálsinn á
örninni, og svo flaug hún í burt. ViS
vorum ekkert hræddar.
K.: En hví vilduS þiS komast burt
úr dalnum? Og hví komuS þiS ekki
með neinn gimstein handa mér?
Is.: Ó, þaö var vegna höggorm-
anna. ViS gátum ekki tekiS upp hinn
minsta stein vegna höggomanna. ViS
vorum svo hræddar.
K.: ÞiS hefSuS ekkert átt aS ótt-
ast höggormana.
Is.: En þá hefSu þeir kanske kært
sig um okkur.
K.: Á eg aS segja þér nokkuð Isa-
bel ? Eg trúi ekki aS SinbaS eða
Florie eSa þú, hafiS nokkurn tíma
komiS í Gimsteina dalinn.
Is.: HvaS? Þegar eg segi aS viS
höfum verið þar!
K.: Þiö hefSuö þá ekki veriS
hrædd viö höggormana.
Is.: heföir þú ekki hræöst þá?
K.: Ekki þá höggorma, þeir erii
svo fallegir.
Is.: En þaS er enginn verulegpir
Gimsteina dalur til, er þaS ?
K.: Jú, Isabel. Mjög svo veruleg-
ur.
Is.: Og hvar? SegSSu mér frá.
honum.
K.: Eg get ekki sagt þér mikiS uni
hann, en eg Veit aS hann er ekkert
likur dalnum sem SinbaS lenti í. 1
þeim dal var gimsteinn hér og þar.
I þessum dal þekja gimsteinanir jörö-
ina eins og dögg á morgnanna. Þar
eru skógar af trjám þöktum blómum
úr fjólu bláum gimsteinum.
Is.: En þaS geta engir höggormar
átt þar heima.
K.: Hvers vegna ekki ?
Is.: Þeir eru ekki í svona yndis-
legum stööum.
K.: Eg hefi ekki sagt aS þaS væri
yndislegur staður.
Is.: HvaS? Ekki yndislegur staS-
ur, þar sem dimantarnir þekja grasiS
eins og dögg?
K.: ÞaS er eftir þínu geöi. Mér
þykir vænna um döggina.
Is.: En döggin hverfur.
K.: ÞaS væri betra að dimantarn-
ir hyrfu líka, því fólkiS i dalnum
þarf aS sópa þeim í hrúgur svo þaS
geti gengiö á grasinu, og svo eru
geislarnir svo miklir af hrúgunum, aS
fólkiö þolir varla aS líta upp.
Is.: Æ, þú ert bara að segja þetta
aS gamni þínu. SegSu okkur satt.
K.: Því þarf eg frekar aS segja
ykkur satt en maðurinn sem skrifaði
söguna mn SinbaS ?
Is.: Af því — Af því okkur langar
til þess að vita um hluti sem eru veru-
legir, og þú getur sagt okkur um þá,
en viö getum ekki spurt manninn sem
skrifaöi söguna um SinbaS.
K.: Og hvað kallaröu verulega
hlitti.
Is.: Æ, þú Veizt þaS. Hluti sem
verulega eru til.
K.: Hvort sem viS sjáum þá eða
ekki ?
Is.: Já, ef einhver annar hefir séö
þá?
K.: En ef enginn hefir séð þá?
Is.: Já, en, ef þaS er til verulegur
Gimsteina dalur þá hlýtur einhver að
hafa séð hann.
K.: Þú getur ekki veriö viss um
þaö, Isabel. Margir sem ganga á
GuSs grænnn jöröinni sjá ekki nátt-
úruna i kringum sig. Margir hafa
gengið um Gimsteina dalinn án þess
aö sjá hann.
Is.: Ósköp hljóta þeir menn aö
Vera heimskir.
K.: Þeir eru ekki líkt því eins
heimskir og þeir sem sjá hann.
May.: Ó, eg held eg viti hver dal-
urinn er. •
Is.: Segöu okkur meirá um hann.
K.: Jæja. Fyrst er breiS braut,
sem liggur meö fram á einni upp í
dalinn.
May.: Upp í dalinn?
K.: Ætti hún að liggja ofan í dal-
inn ? Nei, þessi braut liggur upp. Dal-
urinn er milli hárra fjalla, svo hárra,
aS skýin fylla dalinn stundum, og þeir
setn helzt vildu litast þar unt geta
þaS ekki.
Is.: En hvernig er áin meöfram
brautinni ?
K.: Hún ætti aö vera mjög fögur,
því hún rennur yfir gimsteina, en
vatniö er þykt og rautt.
Is.: Rantt ? vatn
K.: ÞaS er ekki alt saman vatn.
May: Æ,, Isabel, vertu ekki aö
hugsa um það rétt núna. Eg vil fá
að heyra um dalinn.
K.: Þar sem gengiö er inn í dal-
inn er hár. svartur klettur. En þó
breitt sé skaröið, er æfinlega slíkur
fólksfjöldi að reyna aS komast inn t
dalinn, aö þaö gengur seint. Sumum
er hrint óþyrmilega til baka, og þeir
komast aldei inn, en veina aumkv'un-
arlega fyrir utan. En l^ánske þeir
séu sælli en hinir, þrátt fyrir þaS.
May: og þegar maöur kemur inn í
dalinn, hvaö sér maöur þá?
K.: Jörðin er óslétt, brautin hverí-
ur. Hér og þar eru stórir klettar,
þaktir vafningsviöi, sem her guleitt
ber. Fólkið í dalnum segir aS þau
séu sætari en hunang, en ef nokkur
annar smakkar þau eru þau sem gall.
Þar eru þyrnirttnnar, og eru þeir
þaktir blómum úr skýru silfri, og
berjum úr rauSum gimsteinum. Börn-
in hafa mesta yndi af því aö tina
þessi blóm og þessi ber, en þau rífa
sig og fötin sín illa fyrir vikiö.
Lily: En kjólarnir þeirra geta ekki
óhreinkast.
K.: Nei, ekki af þessu. En eg
skal segja þér hvaS áhreinkar fötin
• þeirra. ÞaS eru mórberin. Þar eru
stórir mórberjalundar, upp eftir öllum
fjallahlíöum, þaktir silkiormum,
sem gera svo mikinn hávaða þegar
þeir éta blöðin, aS þaS er alveg eins
og maSur heyri regndropa falla ótt
og títt. Mórberin eru kolsvört, og
hvar sem þau detta, setja þau rauöan
blett, sem ómögulegt er að afmá.
ÞaS er vökvi þeirra sem sígur gegn
um moldina og gerir rauöan lit á
VatniS t ánni. Greinar trjánna eru
allavega bognar og kræklóttar og
snúnar, rétt eins og þær væru t dauS-
ans kvölum, og laufin eru dökk. ÞaS
er í þessum skógi sem höggormarnir
hafat viS. Þeir hafa fagurrauðar
bringur og vefja sig utan um grein-
arnar, og syngja svo fagurlega. Þeir
samsvara fuglunum hjá okkur.
Fl.: Ó, eg kæri mig nú ekki leng-
ur um aö fara þangað,
K.: Eg er viss um aö þér þætti
vænt um aS mega vera þar. Högg-
ormarnir myndu ekki bíta þig. HiS
eina sem þú þyrftir að óttast er aö þú
yrðir að höggormi.
Fl.: Hamingjan! ÞaS væri enn
verra.
K.: Þér fyndist þaS ekki ef þú
værir orðinn að einum þeirra. Værir
\T * • •• I • timbur, fialviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og au-
konar aðlir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
------------------ Limited —
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
þú í dalnum hefðir þú ánægju af því
aö heyra höggormana syngja. Hver
þeirra hefir sjö höfuS, og í hverju
höfSi eina nótu tónstigans svo þeir
geta sungiS margrödduS lög, og má
nærri geta hve unaðslegt þaS getur
verið. Og svo eru eldflugur alt í
kring um skóginn, eitt eldflugnahaf,
eins ogóteljandi stjörnur speglist i
tæru vatni. En maSur má vara sig
aS snerta þessar flugur því þær
brenna eins og eldur.
Fl.: Aldrei skal eg fara þangaS.
K.: Eg vona þaS Florie mín, eða
aS minsta kosti aS þú komist þá út
úr dalnum aftur. En það er örðugt,
því hinum megin við mórberja-lund-
inn eru háir klettar úr gulli, sem
ntynda völundarhús; alt af gengur
maSur lengra og lengra, þar til gull-
klettarnir gerast klofnir meS ísflög-
um, og jöklar, hálfir úr gulli sjö sinn-
ttm frosnu, og hájfir úr ís, sjö sinnum
frosnum, eru klofnir og rifnir og
tættir í sundur af ógurlegum vind-
byljum sem næSa um þá. Þeir þeyta
framan í vegfarendur frosnu gulli og
snjó eins og skara, og næða um þá
meS nýstandi kulda, svo þeir lémagn-
ast og deyja. Þannig deyja þessir
vegfarendur, einn og einn, og eru
grafnir þar. Þ.ó hafa sumir hörku til
þess aS berjast móti gjóstinurn, þvi
viS enda gangnanna sjá þeir konung
dalsins í hásæti sínu. ’ Og í kringum
hann (en þaS er aS eins hugarburS-
urý sjá þeir mannlegar verur sem
viröast líta af hásætum símim öll ríki
veraldar og þeirra dýrS. Og yfir há-
sæti konungsins standa letruS orS
sem enginn getur lesiS, þau eru eins
og orS allra tungumála en tilheyrai þó
engu þeirra. Menn segja aS þau séu
líkari enskunni en nokkru ööru tungu-
máli. AS eins einn maður hefir kom-
ist aS því hver orðin væru. Hann
heyrSi konunginn æpa þau sem
heróp. Þ*u voru þessi: “Pape Sat-
an. Pape Satan Aleppe.”
Siby!: Farast allir þeir sem í dal-
inn koma ? Mig minnir þú segSir aS
þaS væri vegur út úr dalnum aftur.
K.: Já/en fáir finna þann veg. Ef
maöur heldur sig alt af í grænni göt-
unni, og skyggir augum fyrir ljóman-
um af gimsteinunum, þá liggur gatan
aS opi í klettunum. Þar kemst maS-
ur út.
Sibyl: Eg1 held eg skilji dæmisögu
þína í þetta skifti, og eg skal hugsa
um hana.
K.: Florrie, sæktu kassann sem er
i púltskúffunni minni.
Florrie sækir kassann. K. tekur
upp úr hoiim þaS sem virðist vera
mórauður steinn. ViS nákvæmari
athugun sjá þær aS þaS er brot úr
kletti, með gullkornum hér og þar, og
einstaka gimsteini.
K.: Hér sjáiS þiS samankomna
tvo verstu óvini mannkynsins, en um
leiS tvö sterkustu öflin í mannfélag-
inu.
Silby: Er þaS satt? Eg veit þeir
gera margt ilt, en gera þeir ekki líka
gott?
K.: Kæra barniS mitt hvaS gerq,
þeir gott? Væri nokkur kona betri
helduröu, þó hún ætti gimsteina? En
magrar konur hafa þeir gert ódrengi-
legar, hégómlegar og ógæfusamar.
Væri nokkur maður bættur, heldurSu
meS því aS eiga gullkistur? En hver
getur gert sér í hugarlund alla þá
sekt sem hvílir á herðttm þeirra
manna. Líttu á sögu hinna mentuðu
þjóða. Rektu til grunna alla þá eymd
hörmungar og syndasekt sem þar á
sér staS. Brjóttu til mergjar líf og
hugsanir þjóShöfðingjanna og auö-
mannanna. Hver synd og hver freist-
ing hefir rót sína í gullinu og gim-
steinunum. Allar girndir, öftind og
reiöi samtvinnast i ágirndina. Synd
heimsins er í insta eöli sínu synd
Júdasar. ÞaS er ekki aS þeir trúi
ekki á Krist, heldur selja þeir hann.
Sibyl: En þetta er bara alt vegna
mannlegs breiskleika. Menn hefSu
barist um eitthvaS annaS ef ekki
hefði veriS auðurinn?
K.: Nei. Hver sú þjóS hefir hald-
ist andlega heilbrigð þar sem land-
stjórnendum hefir tekist aS halda frá
þjóðinni óþarfa auS. GóSgirnin er
manninum eiginleg, en ágirndin ekki.
Til þess aS ágirndin geti átt sér staS
veröur aS v’era eitthvaS til þess aS
skapa hana, og þaS gerir auSurinn.
Hún kemur fyrst til manns þegar
maöur getúr öSlast eitthvaS sem ekki
verður öðrum aS gagni. Samkvæmt
mannlegu eSIi viljum vér miðla öSr-
um jafnt og viS eignumst eitthvaS
dýrmætt, svo lengi sem sálarlíf okkar
er heilbrigt. Til dæmis: þegar þiS
lesiS góSa bók viljiö þiS aS aörir lesi
hana líka. En þegar maður einu
sinni beinir löngun sinni aS einhverju
gagnslausu, (en þaS er auSur um
þörf framý þá er maSur orðinn eins
og kolkrabbi, að eins magi og klær.
Sibyl: Sjálfsagt hljóta þessir ynd-
islegu hlutir aS hafa veriS skapaöir
til einhvers góös, meS einhverjum
tilgangi.
K.: Sjálfsagt barniS gott; alveg
eins og jarðskjálftar og pestir. En
sumir sjá alls ekki þann tilgang, eSa
hirða ekkert um hann. Og þar til við
sjáum og viöurkennum og hlýöum
þeim tilgangi, verða þessir tveir dýr-
mætu hlutir verstu óvinir mannkyns-
ins.
* 8ÖL8KIN
8DLSKIN
S
Skyldi guð muna.
Falleg saga af vondum manni eða ljót saga af
góðum manni.
Eg veit ekki hvort heldur er, því hver er góð-
ur? og hví köllum við nokkum mann vondan? Við
finnum svo oft margt undursamlega gott í fari
hins svo kallaði vonda manns, og aftur á móti svo
margt sem virkilega er ljótt hjá hinum svo nefndu
góðu mönnum. Við ættum því hvorki að hrósa
eðg dæma jafn hugsunarlaust eins og okkur hættir
mörgum við.
Sagan af manninum er svona. Hann hafði
slæman mann að geyma og var illa innrættur að
flestra kristinna manna áliti í borginni. Hann
blótaði og ragnaði voðalega og sagði viðbjóðslegar
sögur. Hann stjómaði drykkjusöluhúsi og seldi
mönnum vín og var sjálfur sífullur. Hann var í
raun og vem andlegur og líkamlegur ræfill á leið-
inni til glötunar með líkama og sál og þó gat eg
elskað manninn, því það komu fyrir í lífi hans
svo háfleygar stundir og svo heiðursverð góðverk
að þau gnæfðu sem háir og bjartir fjalla tindar
er teygðu sig alla leið upp að hinu óflekkaða há-
sæti guðs.
Eitt kveld lá lík á börunum heima hjá mér,
það var litli Cecil, annar tvíburinn okkar. Engill
guðs hafði meðtekið anda hans, en litli líkaminn
hvíldi nú í sínum hvíta grafar skrúða í sinni
mjúku vöggu í síðasta sinn. Eg sat með nokkrum
vinum mínum hryggur og sorgmæddur hjá hinum
litla líkama míns heitt elskaða bams, sem aldrei
framar mundi hjúfra sig upp að móður brjóstum
eða grípa hönd mína og þrýsta henni með sínum
hlýju og mjúku bamsfingrum.
En þegar langt er liðið á nótt eru dymar opn-
aðar hljóðlega og inn kemur hótelshaldarinn. Nú
var hann ófullur og kominn í ný og hrein föt.
Litla stund stóð hann þegjandi og horf^i í kring
um sig. Loks segir hann í hálfum hljóðum: “Viltu
lofa mér að sjá bamið?” Lyfti eg því blæjunni
af líkinu. Kraup hann því niður að vöggunni og
laut fast niður að hinu föla andliti barnsins og grét
hástöfum og bað: “ó, guð minn, ó/ að eg hefði
mátt deyja þegar eg var saklaust bam.” Hægt
og hægt stöðvaðist gráturinn og hann stóð upp
og fór út, án þess að segja orð. En hann hafði
baðað nábleika bamsandlitið í brennheitum tárum,
sem hlaut að vera heilagari skím, en nokkur prest-
leg athöfn gat verið. Og litli Cecil var lagður í
gröfina, sveipaður þessari helgu daggar blæju af
tárum iðrandi manns. Og eg vil leyfa mér að
hugsa að á einhvera óskiljanlegan hátt hafi guðs
heilaga tilvera þvegið manns sálina í hans eigin
tára flóði.
Einu sinni sem oftar vorum við kirkjufólkið
að selja kveldverð, til þess að ná saman peningum
til arðs einhverju fyrirtæki. Okkur leið vel og
margt fólk sat undir borðum og aðgöngumiða sal-
inn hafði nóg að gera. Bráðlega bar þar að gamla
vínsalann og var hann næstum ódrukkinn og vissi
vel hvað hann var að gera. Hann veitti öllu nán-
ar gætur, og er hann hafði litið yfir alt sem fram
fór, tók hann blað úr vasabók sinni og skrifaði
eitthvað á það og kallaði síðan á drenghnokka og
gaf honum einhverja skipun, fékk honum blaðið
og sendi hann af stað. J?ar næst kom hann til
mín og bað hann mig að sjá um að hann fengi
stórt borð, sérstakt og skyldi eg hafa gát á öllum,
sem hann setti við það, því hann sagðist borga
reikninginn. Lofaðist eg til að gera það. Smátt
og smátt fór fólk að tínast að borðinu hans. par
var hópur af munaðarlausum börnum og nokkur
böm frá fátækum fjölskyldum og nokkrar ekkjur
og ein stór fjölskylda, bláfátæk. Hann hafði sent
drenginn til allra þeirra, sem hann vissi hvar voru
í nágrenninu, nær og fjær, og boðið þeim til kveld-
verðar. Hann tók á móti því öllu við dymar með
lj úfmannlegu brosi og vísaðið því til sætis við
, borðið og ítrekaði við það að borða nægju sína, því
það væri á sinn kostnað í þetta sinn. Flestum
þótti mikið til koma og veittu borðinu hans náið
athygli og lögðu honum margt hrósyrði. Og mörg-
um af okkur svo kallaða sannkristna fólkinu mun
það hafa komið til að skammast okkar fyrir að
hafa ekki gert neitt líkt þessu.
Hann hafði borgað reikninginn, eins og hann
kallaði það. Svo stóð hann kyr við hlið mér stund-
arkorn og lagði hendina á öxl mér og sagði feimn-
islega:
“Heyrðu Becker. Skyldi guð muna?”
Mér komu til hugar orð Jesú er hann sagði í
Lúk. 14. kap. og 12 vers: “Er þú tilreiðir
kveldmáltíð, þá send ei út boð til vina þinna og
bræðra, né heldur ríkra nágranna, svo þeir bjóði
þér ekki aftur og þar með endurgjaldi þér. En
ef þú býrð út veizlu þá lát boð út ganga á meðal
þeirra fátæku og þeirra fötluðu, höltu og blindu,
sem ekki geta endurgoldið þér, því þér mun endur-
goldið verða við íTpprisu hinna réttlátu.”
pað voru til enn fleiri og mikið stærri góðverk,
sem hann gerði, þó þau séu ekki hér talin eða
nafns hans getið. Hann mundi ekki hafa óskað
þess, því eftir hans eigin beiðni hvílir hann í nafn-
lausri gröf í Califomia.
pað vildi til á þann hátt: Hann hafði fengið
tæringarveiki á mjög æstu stigi, og þegar hann
vissi að hann átti ekki langt eftir, þá lagði hann
af stað til California með fylgdarmanni sínum er
átti að sjá um hann til þess síðasta, og kvacidi
hann svo fjölskyldu sína og kunningja án þess að
láta þá vita að hann væri að kveðja þá í síðasta
sinn. pannig lagði hann upp í sína hinstu feið
hér á jörðu. En þegar jámbrautarlestin kom þar
sem hæst liggur vegurinn yfir Klettafjöllin, var
kominn blindbylur svo vagnamir stönzuðu snöggv-
ast, og einmitt um sama leyti varð honum svo
þungt um andardráttin og fór að smá draga af
honum, og þar dó hann. Og síðasta beiðni hans
var að fylgdarmaður hans tæki lík hans alla leið
til Califomia og léti láta sig þar í moldu án þess
að merkja gröf sína með nokkrum minnisvarða;
“Grafðu mig undir blómumím, Bames”, sagði
hann, “eg vildi að eg væri betri maður, en máske
v að guð verði mér góður og móðir mín er í himna-
ríki, hver veit nema hún biðji fyrir mér.” Og
Bames lét gtafa hann undir blómunum og grænu
trjánum í Suður Califbrnia. Hans jarðnesku leif-
ar hvíla þar, langt frá æskustöðvunum og öllum
sínum. Hann elskaði virkilega alt það, sem fag-
urt var og gott og því á hann skilið að vera í sinni
nafnlausu gröf innan um náttúrufegurðina, hvort
sem hann var góður maður, er lifði sem vondur
maður, eða vondur maður, sem lifði lífi góðs manns.
Við'getum sagt eins og hann: “Skyldi guð muna?”
pýtt af Yndó.
Báran og steinninn.
Eg horfi’ á báru bláa
hún buldrar raunalag
við græðissandinn gráa
og grætur liðinn dag;
hann var svo blíður, bjartur;
svo broshýr, kætti lund;
nú skuggi svífur svartur
um sæ og loft og grund.
En steinn á ströndu liggur
og starir báru á,
en hann er ekki hryggur,
því hvað sem dynur á
það ekki hót hann hræðir,
hann hættum glottir að
og byrgju hryggja hæðir,
en henni sámar það.
Og upp á strönd hún stígur
og steininn lemur reið,
en loks á hauður hnígur,
en hrópar þó um leið:
“pinn styrk ei standast má eg,
því sterk er vömin þín;
en ótal systur á eg,
sem eflaust hefna mín”.
Og svo er þróttur þrotinn,
hún þagnar, stynur, deyr,
, og sigur hæstur hlotinn
er hörðum steini’ — en meir
á mátt sinn reyna má hann,
því mörg á Ægir böm,
og öll þau ráðast á hann,
svo ólm og hefnargjöm.
Og eftir langan aldur
í anda kem eg hér,
og heyri hrannaskvaldur,
þær hlægja’ og leika sér.
En steinninn ? — hann er horfinn;
nei, héma sé eg hann;
en máðan, særðan, sorfinn
og sundurmolaðan.
Ef einhvem auman sérðu,
sem illa þolir harm,
ei gys að honum gerðu,
en grátinn þerra hvarm.
pótt heilla’ og heiðurs njótir,
ef hryggir saklausan,
með andans ölduróti
þér ógnar samvizkan.
Skrítla sögð af K.N. — Hann var einu sinni
í gamla daga staddur langt vestur á Elgin Ave.
(sem þá hét Jemima) og voru kýr og kálfar þeirra
á beit þar (þá voru engin heilbrigðislög í Wpg og
engir health inspectors). Hann sat þar á steini
og var að raula lagið: “í skýjum fölleit sólin
sígur” og sat litil stúlka hjá honum (Flora) og
' varð henni að orði: “petta er ljóft’. — “Er það
ljótt að segja: ‘í skýjum fölleit sðlin sígur’?” spyr
K.N. “Já”, sagði stúlkan, “það eru bara kálfar
sem sjúga”.
i