Lögberg - 31.05.1917, Síða 3

Lögberg - 31.05.1917, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. MAÍ 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. I. KAPfTULI. Konan. Lítið þorp í miðju Englandi var fyrir nokkrum árum síðan véttvangur sorglegs viðburðar. Eg verð að biðja lesendur mína að vera umburðar- lynda á meðan eg segi frá honum. Afbrotunum, sem orsakast af hinni vondu ástríðu í eðli voru, er alls ekki þægilegt að lýsa með orðum; en því verður ekki neitað,'að þau hafa áhrif á allmarga, já, næstum því töfrandi áhrif. Eg vona að eftir- íarandi lýsing á því, senvfram fór, muni hafa slík áhrif á lesendur mína. South Wennock, nafnið á plássinu, var næstum því að eins grein eða frjóangi af Great Wennock, allstórum bæ, sem var í hálfrar milu fjarlægð þaðan. Jámbrautarleiðirnar, sem frá London og öðr- um bæjum mættust í Great Wennock, náðu eklci til South Wennock, og þar af leiðandi varð ferða- fólkið, sem kom með lestinni, að gera sér að góðu að nota almenningsvagn, ef það vildi fara til litla bæjarins. pessi hálfrar mílu vegur, sem almennings- vagninn varð að fara eftir, var að líkindum sá allra versti vegur er mögulegt er að finna hjá menta- þjóðum. pegar almenningsvagninn hafði hossast áfram yfir þenna veg, ók hann inn í miðju bæjar^ ins South Wennock, sem heita mátti að væri að- eins ein löng gata, og stóðu húsin dreifð meðfram henni; gatan var kölluð High Street. Á síðari tímum höfðu bæzt við nokkrar byggingar við endana á gömlu götunni. önnur deildin, þar sem byggingarnar voru aðallega dreifðar og stóðu á hæðum með veggsvölum, var gatan kölluð Palace Street, af þeirri ástæðu að hún lá að skemtihöll biskupsins í héraðinu; hin deildin, við hinn enda High Streets, var kölluð “Bakkinn”, af því jarð- vegurinn hækkaði þar smátt að smátt á löngu svæði, og þar voru flestar byggingranar dreiíð skemtihús, sum lítil, önnur stór. Síðari hluta föstudags, hinn 10. marz 1848, kom almenningsvagn stöðvarinnar, fremur lítill vagn með sex sætum aðeins, hossandi eftir braut- inni, því þjóðbrautin myndaði réttan vinkil með bænum, og hefði almenningsvagninn getað haldið áfram sem jámbrautarlest án tillits til húsa eða annara ómerkilegra hindrana, þá hefði hann skor- ið bæinn í sundur þannig, að nokkuð af High Street og Bakkinn hefði orðið til hægri, en hinn hlutinn og Palace Street til vinstri. Almenningsvagninn var nú samt ekki svona ofbeldislegur. Hann ók inn í High Street gegn um hið vanalega sund, sneri dálítið til vinstri og nam staðar þar sem hann var vanur, fyrir framan greiðasöluhúsið “Rauða ljónið”. Húsmóðirin, frú Fitch, lipur og fögur kona, sem alt af hafði rjóðar kinnar og annríka, vingjarnlega framkomu, hrað- aði sér út til að taka á móti gestunum, sem hugs- anlegt var að komið hefðu með almennings vagn- inum. En hann hafði að eins komið með unga konu og koffort, og á sama augnabliki og frú Fitch varð litið á andlit konunnar, sannfærðist hún um, að hún hefði aldrei séð jafn fagurt andlit á æfi sinni. “Get eg nokkuð gert fyrir yður, ungfrú. Viljið þér setjast að hér?” “Að eins stutta stund, meðan eg neyti dálítils af víni og einnar tvíböku”, svaraði ferðakonan, sem með röddinni, hreimnum og framkomunni sýndi, að hún var af heldra fólki komin. “Mér þykir vænt um að geta fengið hressingu, því eg er afarþreytt. pað er voðalegt hvað þessi almenn- ingsvagn hoppar og hossar”. Hún sté niður úr vagninum meðan hún talaði, og eitthvað sérkennilegt í útliti hennar vakti eftir- tekt frú Fitch, þegar hún hjálpaði henni niður háu, klaufalegu tröppumar og fylgdi henni inn. “Eg bið afsökunar, kæra frú. Já, hann rykk- ist, kippist og hoppar þessi almenningsvagn — og þér eruð ekki í því ásigkomulagi að þér getið þol- að það. Og auk þess eruð þér máske komnar langt aC. pér skuluð fá hressingu áður en mínúta er liðin. Eg fullvissa yður um það, að eg áleit yður vera unga, ógifta stúlku”. “Ef þér hafið nokkuð af köldu kjöti í húsinu, vil eg heldur eina sneið af smurðu brauði í stað tvíbökunnar”, var alt, sem konan svaraði. Hún settist í hægindastól húsmóðurinnar, því frú Fitch hafði farið með hana inn í sína eigin dagstofu, leysti hattböndin sín og fleygði þeim aftur á bakið. Hatturinn var úr strái og hvítur borði saumaður á jaðar hans, kjóllinn og kápan var úr dökku silki. Aldrei hefir nokkrum hatti verið ýtt aftur á bak frá fegra andliti með litla roðann og hina yfirburða fallegu drætti þess. “Getið þér sagt mér, hvort hér fást herbergi til leigu í South Wennock?” spurði hún, þegar húsmóðirin kom inn aftur með fáeinar sneiðar af smurðu brauði og vínið. “Herbergi til leigu?” svaraði frú Fitch, “það er tæplega mikið af þeim hér; eins og þér eflaust hefið séð er þetta lítill bær — hann er að sönnu dálítið stærri en hann hefir verið”, sagði húsmóð- irin, um leið og hún strauk höku sína hugsandi. “pað er nú ekkjan Gould. Eg veit að herbergi hennar voru tóm fyrir viku síðan, því hún kom hingað og spurði mig, hvort eg vissi ekki af nein- um sem vildi leigja þau. Hún er róleg og látlaus manneskja. Á eg að láta spyrja um þau?” “Nei, eg vil heldur fara sjálf. Eg vil ekki taka herbergi til leigu án þess að sjá þau. Ef að þau, sem þér mintust á, eru þegar leigð, þá getur skeð að eg sjái auglýsingar í öðrum gluggum. pökk fyrir, eg get ekki borðað meira; eg held eg finni enn þá til hristingsins í almenningsvagn- inum, og hræðslan, sem hann olli mér, hefir svift mig lystinni. pér lítið eftir koffortinu mínu fyrst um sinn”. “Já, það skal eg gera. Má eg spyrja um nafn yðar frú. “Frú Crane”. Húsmóðirin fylgdi henni út til að benda henni á leiðina. Hús Goulds ekkjunnar stóð á hæstu hæðinni í Palace Street, og að liðnum fimm eða sex mínútum kom frú Crane þangað. Auglýsing hékk í glugganum, sem sagði að þar væri herbergi til leigu. Ekkjan Gould, lotin, lítil kona með magurt, rautt andlit, opnaði sjálf dyrnar. Frúin bað um dagstofu og svefnherbergi, og spurði hvort bún gæti fengið það. Frú Goulds svaraði, að það væri henni velkomið og nefndi fremur lága leigu og bauð henni að líta á herbergin ef hún vildi. pau voru á fyrsta gólfi; ekki voru þau stór, en hrein, þokkaleg og viðfeldin og gengið úr dagstof- unni inn í hitt. Frú Crane leizt vel á þau. “pér sjáið að eg býst við að liggja rúmföst”, sagði hún, “getur það verið yður til baga?” “N-e-i, það get eg ekki haldið”, sagði ekkjan eftir dálitla umhugsun. “pér munuð sjálfar fá yður þernu, frú ? því eg get ekki tekið að mér að annast um yður”. “pað geri eg auðvitað”, svaraði frú Crane. pær komu sér saman um alt. Frú Crane leigði herbergin fyrir einn mánuð, af því hún sagðist helzt vilja leigja þau mánuð eftir mánuð, og ekkj- au Gould tók að sér hina vanalegu þjónustu við borðið. Frú Crane fór aftur til greiðasöluhússins til þess að borga fyrir hressinguna, sem hún neytti þar, og mæltist til þess að koffortið yrði sent sér; áður en hún fór frá frú Gould, hafði hún beðið hana að hafa teið tilbúið, þegar hún kæmi aftur. Alt var tilbúið þegar hún kom; eldur lagðyr í bfninn í dagstofunni og teið stóð á borðinu, frú Gould var inni í svefnherberginu að búa um rúm- ið. pað lá vel á ekkjunni yfir því, að nú leit út fyrir að hún gæti leigt herbergin í nokkra mánuði, sem hún hélt að frúin yrði þar, og hafði hún lagt síðasta South Wennick vikublaðið á borðið hjá te- bakkanum, dálítið merki um sérstaka greiðvikni við nýja leigjandann. Undir eins og frú Gould heyrði bjölluna hringja, kom hún inn til að taka mataráhöldin af borðinu, þegar frú Crane hafði neytt matarins; núna, þegar hún var búin að taka af sér hattinn, leit hún út eins og ung, falleg stúlka með jarpt hár. Ekkjan hafði enga vinnukonu og gekk því sjálf um beina hjá leigjendum sínum. Herbergin á fyrsta lofti hafði hún leigt manni, sem þar var að staðaldri, en sem nú var ekki heima. “Gerið þér svo vel að setjast”, sagði frú Crane við hana, um leið og hún lagði blaðið frá sér, sem leit út fyrir að hún hefði lesið í. En frú Gould kaus heldur að stanad og nuddaði handarbökin á víxl, eins og vani hennar var þegar hún beið eftir einhverju. “Eg þarf að spyrja yður um ýmislegt, skeytið þér ekkert um tebakkann, hann má bíða; fyrst af öllu, hvaða læknar eru hér.í South Wrennick?” “pað eru nú Greyamir”, svaraði ekkjan Gould. Svo varð þögn; frú Crane bjóst líklega við að heyra fleiri nöfn. “Greyamir” endurtók hún, þegar húsmóðirin þagði. “Hr. John og hr. Stephen Grey, frú. pað var enn þá einn bróðir, hr. Robert Grey, sem líka var læknir, en hann þó í fyrra. peir voru allir góðir og liprir læknar, og gegndu öllum læknisstörfum hér. Faðir þeirra og föðurbróðir stunduðu lækn- ingar á undan þeim”. “Á eg að skilja svar yðar svo, að hér séu ekki fleiri læknar?” sagði ókunna frúin nokkuð undr- andi. “Eg hefi aldrei heyrt neitt líkt þessu í jafn stórum bæ og þessi sýnist vera”. “South Wennock hefir fyrst stækkað þessi síðustu ár, frú. preyamir eru mikils virtir og í miklu afhaldi hér, og þar eð þeir voru þrír, gátu þeir með aðstoð eins manns gegnt öllum lækna- störfum hér. peir hafa alt af aðstoðarmann. En nú er kominn nýr læknir hingað, maður að nafni Carlton”. “Hver er hann?” “Já, eg man nú ekki hvaðan fólk sagði að hann hefði komið, frá London held eg. Svo snotur og fallegur maður, að þér munuð naumast hafa séð annan fegurri mann, og að minsta kosti ekki eldri en þrítugur. Hann kom skyndilega hingað fyrir fáeinum mánuðum síðan, leigði sér hús í öðrum enda bæjarins og fór strax að keppa við Greyana. Eg held að honum gangi vel, að minsta kosti mun hann hafa nokkuð að gera hjá þeim, sem búa á Bakkanum, en það fólk er flest nýkomið hingað, og hann hefir sinn eigin Kabrioily”. “Sinn.......hvað þó?” “Sinn Kabrioily — skrautlegan eineykisvagn með fjórum hjólum og skýli yfir. pað er miklu viðhafnarlegra en Greyamir hafa nokkru sinni haft, frú, þeir hafa sinn óvandaða Gig, tvíhpól- aðan léttivagn, og ekkert annað. Sumir halda að Carlton sé ríkur, aðrir að hann haldi sér til, svo að ðhann fái meira að gera.” “Er hann duglegur—hr. Carlton?” “Sumir segja að hann sé duglegri en báðir Greyarnir; en frúin þekkir eflaust gamla orð- tækið: “Nýir sópar sópa bezt.” Hr. Carlton, sem er enn þá lítt kunnur hér og verður að fá atvinnu, gerir auðvitað alt sem hann getur til að sýna dugnað sinn til þess, að ná í hana.” pessi setning kom frú Crane til að hlægja. “Ef læknirinn er ekki duglegur, þá getur hann ekki sýnt dugnað,” sagði hún. “pað er nú raui^r eitthvað satt í því, sem sem þér segið,” svaraði ekkjan ígrundandi. “Hvernig sem það nú er, eða ekki er, þá fær Carlton nokkuð að gera, og það er sagt að hann komi sér vel. pað býr ein fjölskylda á Bakkan- um, þar sem hann er daglegur gestur, og eg hefi heyrt að hann falli þeim vel í geð. pað er Chesney kapteinn, sem þjáist af sífelri fótagigt, hann er gamall maður. pau komu sem nyög drambsamar og dulgjamar persónur, segja menn. par eru þrjár ungfrúr Chesney; ein af þeim er mjög fögur og yndisleg, önnur er nokkuð rosk- inn og hin þriðja er að eins barn enn þá. Hr. Carlton heimsækir mjög oft gamla mannin--------- Ó, hamingjan góða! Hvað gengur nú á?” Frú Gould hafði fulla ástæðu til að segja þetta. Veika konan—því veik var hún sjáan- lega—var orðin náföl og hné aftur á bak í hæg- indastólinn meðvitundarlaus. Frú Gould var aðð eðlisfari hræðslugjörn og kvíðandi af vana. Mjög skelkuð lyfti hún upp höfði frúarinnar, en það datt aftur á bak aftur. í dauðans ofboði hljóp hún ofan stigann og hljóð- aði svo að endurómaði um alt húsið, þaut út um bakdymar á næsta húsi. par voru tvær ungar kvenpersónur í eldhúsinu, önnur stóð og var að strjúka lín, hin sat við eldinn iðjulaus. “f guðs nafni, komi önnur hvor ykkar með mér, hrópaði ekkjan, skjálfandi. “Konan, sem leigt hefir herbergi hjá mér, hefir sezt í hæg- indastólinn til að deyja”. “Án þess að bíða samþykkis eða svars, hljóp hún til baka aftur. Unga stúlkan, sem sat við eldinn, stökk upp af sæti sinu í meira lagi skelk- uð. Hún hélt róleg áfram að strjúka línið. “Vertu ekki hrædd, Judith”, sagði hún. “pú ert ekki eins vön við gömlu Gould eins og eg. Detti tordýfill á gólfið, þá hrópar hún um hjálp. Eg hélt fyrst áð þetta væri tilgerð, en nú veit eg að hún getur ekki gert við því. En það er máske bezt að þú farir þangað og vitir hvað að er”. Judith flýtti sér af stað.. Hún leit út fyrir að vera skynsöm, ung stúlka, var fremur föl, með svart hár og svört augu og klædd nýjum, lagleg- um sorgarbúningi. Frú Gould var komin aftur inn til ákunnu konunnar. Hún hafði rifið eina fjöður úr fjaðrablævæng, sem hékk í nánd við ofninn, hafði brent annan endann hennar og hélt honum undir nefið á vesalings ungu konunni. Judith þreif fjöðrina af henni. “Verið þér ekki að þessari heimsku, frú Gould. Hvaða gagn er að þessu ? Komið þér með dálítið vatn”. Hún útvegaði vatn og Judith vætti andlit og höndur konunnar; ekkjan horfði mjög hrædd á þetta. pegar hin meðvitunarlausa raknaði við, fór frú Gould að gráta. “pað eru tilfinningar mínar, sem bera mig ofurliði, Judith”, sagði hún. “Eg þoli ekki að sjá veikindi”. “pað var ekki nauðsynlegt fyrir yður að hræð- ast”, sagði hin veika lágt, undir eins og hún gat talað. “Síðustu mánuðina, síðan heilsa mín hefir verið svo viðkvæm, hefir oft liðið yfir mig. Eg hefði átt að segja yður það”. pegar hún var búin að jafna sig, yfirgáfu þær hana. Frú Gould tók matartækin með sér, þegar hún var búin að opna koffortið samkvæmt ósk konunnar og rétta henni ritföng, sem í því voru. “Fyrir alla muni, farðu ekki burt, Judith”, bað ekkjan, þegar þær voru komnar út í eldhúsið. “Hún getur fallið í yfirlið af tilviljun þegar minst von um varir — þú heyrðir hana segja að þetta bæri oft við — og þú veizt hversu óhæf eg er til að vera ein hjá sjúklingum. pað væri sönn miskunnsemi af þér, ef þú vildir vera hjá mér, og þú ert líka vinnulaus eins og stendur”. “Eg ætla þá að fara og sækja það, sem eg var að gera og láta Margrétu vita um þetta. En hvaða vit er í því, að þér kallið þetta tilviljun, eins og þér séuð að tala um niðurfallssýki ?” sagði Judith. pegr stúlkukrakkinn kom aftur — já, það var nú líklega ekki rétt að kalla hana stúlkukrakka eða meybam, þar eð hún er meira en þrítug, — hafði frú Gould kveikt ljós, því það var farið að dimma og hún var að þvo borðáhöldin. Judith settist og fór að sauma, en hugsaði um konuna uppi í stofunni. “Hver ætli hún sé?” sagði hún hátt. “Ein eða önnur ókunnug. Frú Fitch benti henni á að finna mig — Eg sagði Margrétu frá því eftir miðdegið, þegar þú varst úti. Sýnist þér hún ekki vera ungleg?” Judith kinkaði kolli. Ætli hún sé gift?” “Gift!” svaraði frú Gould. “Ef brúðarhring- urinn á hendi hennar væri bjöm, þá hefði hann bitið yður fyrir aðgæzluleysið. Á hvað varstu að horfa?” “pað eru ekki allir brúðarhringir látnir á fing- urinn í kirkjunni”, svaraði stúlkan rólega. “Ekki af því að hún er líklega gift, hún lítur út fyrir að vera kurteis og góð kona; það var af því að hún er svo ung og kemur hingað einmana og fylgdar- laus alt í einu, að mér datt þetta í hug. Hvar er maðurinn hennar?” “Hún sagði að hann væri á ferð um útlönd. Eg var svo djörf að spyrja hana um hann”. “pví kemur hún hingað?” “pað veit eg ekki. pað lítur undarlega út. Hún hefir aldrei á æfi sinni komið hingað fyr en í dag, sagði hún mér, og á enga vini hér. Hún spurði um læknana, áður en —” “Nú hringir hún,” greip Judith fram í, þegar bjallan, sem hékk beint uppi yfir höfði frú Goulds, gaf hljóð frá sér. “Flýtið þér yður, hún vill lík- lega fá ljós”. “Hún hefir fengið það. Ljósin stóðu á arin- hillunni, og hún sagðist sjálf geta kveikt á þeim”. pað lá innsiglað bréf á borðinu, þegar frú Gould kom inn 1 herbergið. Konan lagði hendi sína á það. “Frú Gould, má eg ónáða yður með að senda þetta bréf fyrir mig. Eg hafði ekki ætlað að biðja lækni að finna mig fyr en á morgun; en eg er þreytt og vesöl og held því, að það sé réttast að tala við hann í kveld. Hann getur máske gefið mér eitthvað hressandi”. “Já, velkomið, frú. peir búa ekki langt héðan Greyarair. En, kæra frú, eg vona þó, að þér bú- ist ekki við að verða veik?” Frú Crane brosti. Hræðslugjama húsmóðirin nuddaði skjálfandi handabök sín. Efnafrœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s J. N. Sommerville, Lyfsali Horni William & Isabel, Winnipeg Tals. Garry 2370 Vér mælum meö eftirfylgjandi hressingarlyfum aö sumrinu Beef, Iron & Wine Big 4 D Compound _« sem er blóöhreinsandi meSal. Whaleys blóðbyggjandi lyf VoriS er komið; um það leyti er altaf áríðandi ^S vernda og styrkja | líkamann svo hann geti staSitS gegn sjúkdómum. ÞaS verður bezt gert með því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir það. Whaleys lyfjabúð Hornl Sargent Ave. og Agnes St. Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt pressuð meðan þér standið við................35c. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir........$1.50 Finnig viðgerðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tals. G. 67 Winnipee Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga Gemm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALONDE, 108 Marion St. Phone Main 4786 N0RW00D JOSIE & McLEOD Gera við vatns oghitavélar __I húsum. Fljót afgreiðsla. 151 Notre Dame Tals. G.M92I IASTI yflr gjafir til ekkjunnar Sigríðar GuS- mundsdóttur, sem A slðastl.. vetri misti í sjóinn eiglnmann sinn og þrjá syni. Frá Beckville P. O.: Björgvin Kjartanson ..........$1.00 Mrs. E. Stevenson . .. ....... 1.50 Mrs. S. Anderson ............. 1.00 Júlíus Kjartansson ........... 1.00 Gunnar Kjartansson ......... .... .50 Mrs. G. Kjartansson .............50 Miss J. Kjartansson .............25 Miss SigriSur S. Beek............25 Emil S. Beck .................. .25 Sigurlaug Beck ..................50 þórður Loptson ..................50 Jóhannes Loptson .... ...........50 Sverrir Bergson .............. 1.00 Jóhannes Johnson ................25 Jóhannes Baldvinson .......... 1.00 Magnús Johnson ...... .... ......25 Ágúst Anderson ..................25 Normann Oliver ..................25 Hansina SigurSson ...............25 Mr. og Mrs. J6n Sigurðson........50 Frá Amarauth P. O.: J. K. Johnson ................$2.00 Sveinn FriSbjörnson .......... 1.00 FriSbjörn SigurSson .............50 Mrs. Ingibjörg SigurSson ........50 Frá Winnipegc Mrs. p. Péturson .............$0.25 Miss L. SigurSson ...............25 Miss H. SigurSson ...... .... ...25 Miss F. Jónsson .................25 Mr. og Mrs. A. Anderson ........35 Miss Tt. J. Ardal ...............75 Eyjólfur E. Thorsteinson ........50 H. F. Bjering .... ..............25 Laufey GuSmundson ...............25 G. M. Eyjólfson .................25 O. P. Bjering ...................25 Nanna Bjering .... . .. .........25 O. S. Thorgeirson ...............25 Helgi Einarson.................. 50 O. W. Olafson ...................50 G. T. A..........................25 S. O. Bjering....................50 Miss Olga SigurSson .............50 Mrs. S. W. SigurSson .......... .50 John Egertson ........... ....,. .25 Páll Hallson ....................25 S. Thorkelson ................ 1.00 Mrs. S. G. Peterson .............25 Mrs. S. Peterson ................25 Normann Peterson ................25 Beatrice Peterson................50 Sarah Fredrickson ............ 25 Óskar SigurSson .............. 1.00 Mr. Peterson ....................25 Miss ^Jelson ................... 26 Gunnlí Johannson .... ........ 1.00 GúSm.J Sigurjónsson .......... 3.00 Snæbjöm Olson ...................50 T. Thomas ...................... 50 ónefndur ..................... 4.00 ónefnd ....................... 1.00 B. Magnússon ....................25 M. Thorsteinson ..... .... ......25 G. Kristjánsson .................50 A. P. Johanjison ............. 5.00 Eh. Oddson ................... 1.00 S. Johannson .................. 1.00 J. Thorvardson kaupm..............50 ónefndur..........................50 Mj*. og Mrs. J. Bjarnason .......100 Miks Sigurborg Benson ......... 1.00 Mrs. G. Anderson, Maidstone .... 2.00 Mr. J. Eirikson, Otto P. 0.... 1.00 paS hefir veriS keypt 200 kr. ávis- un á Northern Crown bankanum, á horni Sherbrooke og William Stræta, og send áleiSis til ekkjunnar SigTiSar GuSmundsdóttur I HöskuJdsey á ls- landi. Winnipeg, 21. mai 1917. Halldór Aniason. Vínbanns kröfur. Sunnudaginn 29. apríl var haldinn nokkurs konar vinbanns dagur í Saskatchewan. Vóru þá fluttar ræð- ur í kirkjum, bindindis- og siðbóta- félögum og var þatS fyrir forgöngu siðbótafélagsins í fylkinu. 350 bæn- arskrár voru þá byrjaðar og hafa þær verið sendar. Er þar skorað á sambandsstjórnina aö lögleiða tafar- laust algert vínbann í Canada eða aS öSrum kosti leyfa fólkinu atkvæSi um málið. TAROLEMA lœknar EGZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláðaögaðra húðsjúkdóma Læknar hösuðskóf og varnas hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK GHEMIGAL CO., 309 8omerset Block, Winnipeg Silki-afklippur til til úr duluteppr. Vér höfum ágœtt úrval af stórum pjötlum meðallt- konar litum ___Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.0. Box 1836 Winnipef, Man. BIFREIÐA “TIRES” Vér aeljum nýjar og brúk- aðar “tires . Kaupum og tökum gamlar í skíftum fyrir nýjar, gefum gott verð fyrir þær gömlu. All- ar viðgerðir eru afgreiddar fljótt og vel. Skrifíð eftir verði. Watsons T ire Service 180 Lombard St., Tal. M.4577 Williams & Lee ReiShjóI og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viSgerSir. BifreiSar skoSaSar og endurnýjaS- ar fyrir sanngjarnt verS. Barna- vagnar og hjólhringar á reiSum höndum. 764 Sherbrooke St. Hopoí Notre Oame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð Landbúoaðeráhöld, ale- konar verzlunarvörur, húshúnað og fleira. 264 Smlth 8t. T*l». M 1 781 Art Craft Studros Montgomery Bldg. 215] Portagei í gamla Queena Hotel G. F. PENNY, Artiat Skrifatofu talaimi ..Main 201 Heimilis talaimi ... Garry 281 C. H. NILSON KVENNA- og KARLA SKRADDARI Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 268 Lofan Are. í öSrum dyrum frá Main St. Wianipef, Man. Tal*. Qarry. 117

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.