Lögberg - 14.06.1917, Síða 3

Lögberg - 14.06.1917, Síða 3
LÖttBERG. FIMTUDAGINN 14. JÚNÍ 1917 ' 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. “Eg vil með yðar leyfi helzt segja yður erindi mitt í einrúmi, hr. minn. Án þess að bíða þangað til honum væri sagt að fara, gekk Friðrik Grey út úr læknastofunni og lokaði dyrunum. Judith sagði nú Stephan Grey hvemig erindi sínu var varið. Hann var mjög alvarlegur á svip, alvarlegri en vænta mátti af honum, og hugsaði sig um þegar hún var búin. “Judith, við kjósum heldur að skifta okkur ekki af sjúklingum Carltons, stúlka mín. pað getur litið svo út eins og við séum öfundssjúkir yfir þeim fáu sjúklingum, sem hann hefir náð í, og að við viljum ná þeim aftur. Við viljum ekkert slíkt. Plássið er nógu stórt fyrir okkur alla”. “Hvað á þá veslings unga konan að gera, hr. minn? Deyja?” “Deyja?” endurtók Stephan Grey. “Guð banni það”. “En hún deyr máske, ef þér eða bróðir yðar hjálpið henni ekki. Carlton getur ekki hjálpað henni; hann er í London”. Stephan Grey skildi gildi þessarar ástæðu. Meðan Carlton var í London, gat hann ekki orðio neinum að gagni í South Wennock. “það er alveg satt”, sagði hann og kinkaði kolli. “Eg skal verða yður samferða, Judith. Mjög ung, segið þér? Hvar er maður hennar?” “Hann er á ferð um útlönd”, svaraði Judith, “frú Gould sagði mér það. Er ekki mögulegt að fá einhverja hjúkrunarkonu, herra?” bætti hún við. “Eg hefi aldrei séð jafn ósjálfbjarga konu og frú Gould, þegar hún þarf að hlynna að veikum”. “Hjúkrunarkonu? Jú, það er áreiðanlegt. J?að er líklega nægur tími til þess. Friðrik!” kall- aði Stephan til sonar síns um leið og hann gekk yfir forstofuna, “ef bróðir minn kemur áður en eg er kominn aftur, segðu honum þá að eg hafi farið yfir til frú Gould. par er kona, sem hefir leigt herbergi hennar, orðin veik”. Judith fór að hlaupa og kom að húsinu á undan Stephan Grey. Sér til undrunar sá hún frú Crane sitja við borðið og skrifa. ‘,Yður líður betur núna, frú”. “Nei, mér líður ver. petta kemur mér alveg óvænt, svo eg varð að skrifa til að láta vinkonu mína vita um það ’. Stórir svitadropar, sem sársaukinn hafði fram- leitt, sátu á enni hennar þegar hún talaði. Hún hafði að eins skrifað tvær eða þrjár línur og smokkaði svo bréfinu í umslag. Frú Gould stóð við hlið hennar og nuddaði handarbökin vandræða leg, meðan höfuð hennar skalf af krampadráttum, eins og hún þjáðist af Vítusardans. Viljið þér fara með þetta á pósthúsið fyrir mig?” “Já”, svaraði Judith um leið og hún tók vio bréfinu, sem frú Crane rétti henni; “en eg er hrædd um að það sé of seint í kveld”. “pað dugar ekki; reynið þér að minsta kosti að fara með það þangað. Og svo gerið þér réttast í að finna annan hvom læknirinn, sem þér mintust á, og biðja hann að koma til mín”. “Eg hefi verið þar, frú”, svaraði Judith sigri hrósandi. “Hann kom á eftir mér hingað. pama kemur hann”, sagði hún enn fremur, þegar hringt var. “pað er hr. Stephan Grey, frú; John Grey var ekki heima. Af þeim bræðrum er Stephan þægilegri; en þeir eru báðir viðfeldnir. Yður getur ekki annað en geðjast vel að hr. Stephan ’. Hún fór út með bréfið um leið og hún leit a áritanina. pað var til frú Smith í London. í stiganum mætti hún Stephan Grey. “Eg kem líklega of seint á pósthúsið í kveld, hr?” spurði hún. “petta er bréf frá konunni”. Hr. Stephan leit á úrið sitt. “Ekki ef þér hlaup- ið eins hart og þér getið. pað eru enn, f jórar mín- útur þangað til lokað verður”. . Judith hljóp af stað. Hún var léttfætt og rösk, ein af þeim, sem eiga hægt með að hlaupa, og hún kom mínútu fyr en lokað var. Stephan Grey gekk, eftir að hafa sagt frú Gould að fara, einsamall inn í herbergið. Frú Crane stóð við borðið, studdi annari hendinni á það, en þrýsti hinni að síðunni; fallegu, kvíðandi augun hennar störðu á dyrnar. pegar hún sá lækninn, var sem glaðnaði yfir henni. Hr. Stephan gekk til hennar, furðaði sig á því hve ung hún var. Hann tók aðra hendi hennar í sína og leit á hana með huggandi brosi. “Segið þér mér nú alt, sem að yður er?” Hún hélt fast í hendi hans, eins og hún áliti hana vernda sig, og tár stóðu í augum hennar þegar hún leit á hann og hvíslaði að honum: “Eg hefi svo voðalega verki. Haldið þér að eg eigi að deyja?” “Deyja?” endurtók Stephan í huggandi róm. “pað gerið þér naumast núna. pér getið talað um að deyja eftir sextíu eða sjötíu ár, en ekki núna. Setjist þér nú niður, svo skulum við tala rólega saman”. "“pökk fyrir”, sagði hún; “þér lítið út fyrir að vera mjög góður maður; en áður en við tölum meira, verð eg að segja yður að eg er sjúklingnr hr. Carltons; því eg skrifaði honum og bað hann að annast mig, áður en eg vissi að hann var fjar- verandi. Eg er komin gersamlega ókunnug ti' South Wennock, og eg hafði heyrt um dugnað Carltons hjá vinum mínum”. “Nú, jæja, við skulum gera alt sem við getum fyrir yður, þangað til hr. Carlton kemur aftur, og svo afhenda honum yður. Eruð þér alveg ein- samlar ?” “Já, það vill svo óheppilega til. Eg hefi nýlega sent bréf € pósthúsið til að biðja vinkonu mína að koma hingað. Eg bjóst ekki við að verða veik fyrstu tvo mánuðina”. “Og það verðið þér væntanlega heldur ekki”, svaraði Stephan. “pegar þér hafið fengið hálfa tylft af börnum í kring um yður, þá munuð þér komast að raun um hvaða áherzlu maður ma leggja á tilgangslaust rugl. Mér er sagt að maður yðar sé í útlöndum?” Hún kinkaði kolli samþykkjandi. En það var ekkert rugl. Konan varð lakari rpeð hverri mínútu, og þegar Judith kom aftur, mætti hún hr. Stephan, sem kom út úr svefnher- berginu. “pér verðið að hjálpa mér, Judith”, sagði hann. “Frú Gould er alveg óhæf. Lítið umfram alt eftir í koffortinu hennar. Hún segir að þar sé barns- * fatnaður og ýmislegt fleira. Flýtið yður að því”. “Eg skal gera það sem eg get, herra”, svaraöi Judith, “en eg skyldi neyða hana til að vera að gagni. Eg get ekki verið þolinmóð við hana”. “Eg skal gera hana nothæfa á einn hátt, þó eg geti það ekki að öðru leyti. Hvar er hún núna?” “Hún situr úti á tröppunni, hr., og heldur hönd- unum fyrir eyrun”. “ó”, sagði læknirinn og gekk út til frú Gould. “Frú Gould, þér þekkið líklega Grotes hús?” “Auðvitað hr.”, svaraði hún skrækróma, um leið og hún stóð upp. “ó, hr. en hvað eg skelf”. “Farið þér þangað undir eins! pér megið skjálfa eins mikið og þér viljið á leiðinni. Spyrjið eftir frú Hutton, og biðjið hana að koma eins fljótt og hún geti hingað. Segið henni eins og er”. Frú Gould fór undir eins, glöð yfir því að mega yfirgefa húsið. Hún kom aftur með litla en afar gilda konu, með gráleitt hár og svört augu. Hún var klædd ljósröndóttum kjól og gekk inn í herbergið með kiprað bros, haldandi á boggli og hneigjandi sig fyrir lækninum, sem starði á hana heila mínútu fremur hörkulega, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. “Hver hefir gert boð eftir yður, frú Pepper- fly?” “Jú, hr., með leyfi, hr., kom eg”, svaraði hún og hneigði sig óaflátanlega. “pér gerðuð boð eftir Hutton, hr.; en það var kallað á hana eftir mið- degið, og eg var inni i nr. 3, svo eg hélt að eg gæti komið í staðinn hennar”. “Var Hutton beðin að koma til að hjúkra veikum?” “Já, hr., þegar klukkan sló fjögur í St. Markús kirkjutuminum, fékk frú Gilbert á Bakkanum aftur hitasótt, og hún vildi ekki hafa aðra en frú Hutton til að stunda sig”. Hr. Stephan taldi upp í huga sínum allar hjúkrunarkonumar, en gat enga fundið, sem var áreiðanleg. Hann benti konunni að koma út úr herberginu með sér. “Heyrðu nú, frú Pepperfly”, sagði hann hörku- lega, “þú þekkir þína eigin óstaðfestu, ef þú leyfir þér að láta undan henni í þetta skifti, eins og þú hefir áður gert, þá færð þú hér eftir aldrei að stunda neinn af sjúklingum mínum né bróður míns. pú getur framkvæmt skyldu þína — eng- inn getur það betur — þegar þér þóknast að vera án víns. Gættu þín nú að gera skyldu þína”. Frú Pepperfly tókst að þvinga eitt tár út úr öðru augana. Hún vildi sverja þess eið við hend- ina á biblíunni, ef læknirinn krefðist þess, að hún skyldi ekkert smakka sem væri sterkara en vana- legt öl. En Stephan tók engan eið af henni. pað var annríkt í húsinu þessa nótt; en þegar morguninn nálgaðist kom kyrð og ró á alt, og vökukonan Pepperfly, sem hegðaði sér aðdáanlega vel, gekk um gólf með ofurlítið bam, sem mjúkum ullardúk var vafið utan um. Judith hafði ekki yfirgefið frú Crane alla nótt- ina, og frúnni líkaði ágætlega við hana, og mat mikils hina tilgerðarlausu hluttekningu hennar. “pér hafið verið góð stúlka, Judith”, sagði læknirinn, þegar hann fór um morguninn og hún fylgdi honum til dyra. “Ætli henni batni, hr?” spurði Judith. “Áreiðanlega”, svaraði læknirinn. “Eg hefi aldrei orðið var við jafn óhulta tilviljun á æfi minni. Gætið þér að Pepperfly, Judith. Eg trúi henni á meðan eg horfi á hana, lengur ekki. Eg kem aftur að fáum stundum liðnum”. Alt gekk vel þenna dag. Frú Pepperfly var oftast með barnið, og sat með það við eldinn í dagstofunni; Judith gætti veiku konunnar. Seint um daginn, þegar frú Crane lá vakandi, ávarpaði hún hana skyndilega: “Judith, hvernig stendur á því að þér getið verið hjá mér? Eg tók svo eftir húsmóðurinni, að þér ynnuð í vist”. “Ekki nú sem stendur, frú. Eg hefi verið í vist, en er nú hætt þar sem eg var og er nú hjá systur minni í næsta húsi, meðan eg leita mér að nýrri vist”. “Leigir systir yðar hergergi, eins og frú Gould ?” ”1 næsta húsi býr frú Jenkinson”, svaraði Judith, “og systir mín er vinnukona hennar. Hún er búin að vera hjá henni í ellefu ár”. “pér eruð þá óháðar núna?” “Já, algerlega, frú”. “Nú sé eg hve miskunnsamur guð er”, sagði frú Crane, og lyfti höndum sínum með lotningu“. “i kveld, þegar veikin byrjaði í mér hélt eg, að enginn mundi verða hjá mér nema frú Gould, sem er svo hræðslugjöm, og það gerði mig enn þá veikari af feimni — af hræðslu er víst réttara að segja — að verða að vera ein með henni; en þá komuð þér til mín, eins og samkvæmt áformi, og gátuð verið hjá mér hindrunarlaust. Að eins þeir, sem hafa þurft hennar”, bætti hún við eftir stutta þögn, “þekkja til hlýtar miskunnsemi hins algóða Guðs”. Judith roðnaði að hálfu leyti af gleði og að hálfu leyti af því að hún skammaðist sín. Hún hafði að nokkru leyti efast um, að alt væri eins og það ætti að vera með tilliti til ungu konunnar, sem var komin svo undarlega óvænt og einsömul — að fallegi gullhringurinn á hendi hennar væri reglulegur brúðarhringur eða falskur skrautgrip- ur, að eins til að villa sjónir. Lotningarfullu og traustríku orðin höfðu sannfært Judith um að konan, hver sem hún kynni að vera og hve dular- fult sem alt henni viðvíkjandi sýndist að vera, væri jafn ráðvönd og hreinskilin eins og hún sjálf, og hún fyrirvarð sig fyrir að hafa efast um þetta. Engin stúlka, sem lifði syndugu lífi, gæti talað jafn hreinskilnislega og blátt áfram um náð guðs. pað fann að minsta kosti Judith. “Eg held, Judith, að þú sért vön við að stunda sj úklinga”. “Býsna mikið, frú. par sem eg var síðast í fjögur ár, var systir húsmóður minnar alt af veik og liggjandi í rúminu, og eg hjúkraði henni. Hún kvaldist mikið og dó fyrir þrem vikum síðan; þau þurftu mín ekki lengur, og þess vegna fór eg úr vistinni”. “pað er þá líklega fyrir hana að þér eruð í sorgarbúningi ?” “Já, það er, frú. Stephan Grey var læknir hennar, og hann vitjaði hennar á hverjum einasta degi í öll þessi fjögur ár; eg er þess vegna orðin honum mjög kunnug — ef það er annars viðei ;- andi fyrir vinnukonu að tala þannig um heldn menn”. “Hvað gekk að henni?” “pað var innvortis veiki, sem olli henni mikilla kvala. Við reyndum alt af nýju lyfin til að lira þær, en þau gerðu lítið gagn. Eg held líka að Stephan læknir hafi ekki treyst þeim; en han \ vildi reyna þau. ó, frú, við tölum um þjáningar og finnum til meðaumkvunar með þeim, þegar fólk liggur eina eða tvær vikur; en hugsið yður hvað það hlýtur að vera, að kveljast í mörg ár bæði nótt og dag!” Tár komu fram í augu Judith við þessar end- urminningar. Frú Crane athugaði hana. Hún hafði stórt, lóðrétt enni. Höfuðlagsfræðingar hefðu sagt hana hafa sterkan vilja til að skilja og þegja, tveir góðir hæfileikar, þegar þeir eru sam- einaðir réttlátu hugarfari. “Judith, hvað varð af saumaskríninu mínu?” “pað stendur héma á kommóðunni, frú”. “Viljið þér ljúka því upp? Lyklana finnið þér einhversstaðar. í litla handraðanum finnið þér nisti skreytt með perlum”. Judith gerðði eins og frú Crane bað hana um, og tók upp nistið. pað var yndislegur, lítill skraut- gripur úr bláu gleri; gullröndin utan um hann var, eins og stráð væri í hana perlum, og í miðjunni var pláss fyrir hárlokk; við þa<J> var fest smáger og fögur gullkeðja, á að gizka tveggja þumlunga löng, svo að festa mátti það við hálsmen eða arm- bard, hvort sem maður vildi heldur. “Takið þér það, Judith; það er handa yður”. “ó, frúl” “pað er lokkur úr mínu eigin hári, sem í því liggur; en þér getið tekið hann burt, ef þér viljið, og látið lokk úr hári kærastans yðar í staðinn. pér eigið eflaust kærasta”. “Jafn verðmikill skrautgripur og þetta er ekki viðeigandi fyrir mig, frú. Mér getur ekki komið til hugar að þiggja hann. “Jú, hann er einmitt viðeigandi fyrir yður;, eg gef yður hann með ánægju, og eg skulda yður miklu meira en hann er verður; því hvemig eg hefði haldið lífi án yðar hjálpar, það er mér óskilj- anlegt”, endurtók veika konan. “Geymið þér það, Judith”. “Eg veit sannarlega ekki hvemig eg get þakk- að yður fyrir þetta”, sagði Judith innilega. “Eg skal geyma það til dauðadags míns, frú, og hár- lokkurinn skal alt af vera í því”. III. KAPÍTULI. Samfundur á jámbrautarstöðinni. “Heyrðu! hvað getur klukkan verið ?” “Spumingin kom frá frú Crane, sem hafði sofið, en vaknaði alt í einu við það, að klukkan hennar frú Gould sló niðri í eldhúsinu”. “Klukkan sló átta, frú”, svaraði Judith, þar sem hún sat við rúmið. “Átta? pér sögðuð mér að lestin kæmi frá London klukkan sjö”. “Já, til Great Wennock, eða réttara fimtán mínútum fyrir sjö. Almenningsvagninn kemur hér um bil klukkan hálf átta hingað. Eg veit að hann er kominn, því eg sá hann taka farþega um leið og hann ók í gegn um bæinn”. “En hvað getur þá verið orðið af henni — þeirri persónu, sem eg skrifaði í gær?” sagði frú Crane nokkuð áköf; “hún hefir hlotið að fá bréfið í morgun og hefði getað komið hingað núna. Emð þér vissar um að það hafi komist á pósthúsið í réttum tíma í gærkveldi, Judith?” “Já, áreiðanlega, frú; en það kemur önnur lest seinna í kveld”. Frú Crane lá hugsandi um stund. Svo sagði hún: “Judith, haldið þér að litla bamið mitt lifi ?” “Eg get ekki skilið hvers vegna það ætti ekki að lifa, frú. pað er raunar mjög lítið; en því virðist líða ágætlega. Eg held að það myndi þroskast fljótar ef þér vilduð sjálf næra það á brjóstamjólkinni, í stað þess að gefa því aðra fæðu”. “En eg hefi sagt yður að eg get það ekki”, sagði frú Crane í dálítið þykkjulegum róm. “Til þess er eg alls ekki hæf. Frú Smith mun taka það að sér og annast um það, þegar hún kemur, og það er vegna þessarar veslings litlu manneskju, að eg þrái komu hennar með óþolinmæði. Mér þykir vænt um að það er drengur”. “Frú, haldið þér að það sé holt fyrir yður að tala svona mikið?” spurði 'Judith. “pví ætti eg ekki að gera það ?” sagði sú veika. “Mér líður eins vel og möfulegt er; læknirinn sagði síðdegis í dag, að hann óskaði sér að allir sjúk- lingar hans tæki jafn skjótum bata og eg. Judith, mér þykir vænt um að eg fékk Stephan Grey. Hann er svo undur vingjamlegur maður; hann huggaði mig og hresti frá byrjun til enda”. “Eg held að það sé ástæðan fyrir því, að öllum sjúklingum hans þykir vænt um hann”, sagði Judith. Efnafrœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s J. N. Sommerville, Lyfsali Horni William & Isabel, Winnipeg Tals. Garry 2370 Vér mælum mefi eftirfylgjandi hressingarlyfum að sumrinu Beef, Iron & Wine Big 4 D Compound sem er blóðhreinsandi meSal. Whaleys blóðbyggjandi lyf Voriö er komið; um þatS leyti er altaf áríSandi aö vernda og styrkja líkamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum, Það verður bezt gert með því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir það. Whaleys lyfjabúð Hornl Sargent Ave. og Agnes St. Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LÁLONDE, 108 Marion St. Phot)S Main 4786 N0RW00D Góð úrlausn. Bænarskrár hafa komið úr öllum áttum og sendinefndir syo að segja daglega, um langan tíma til Ottawa- stjórnarinnar um það að bæta úr þeirri neyð, sem dýrtiðin veldur. Hefir stjórninni verið bent á mörg ráð til þess og sérstaklega farig fram á að hún liði það ekki lengur að ein- stakir samvizkulausir fjárglæframenn notuðu sér neyðina undir yfirskyni stríðsins, til þess að fylla vasa sína af fé, meðan fólkið væri hálfsvelt. Þessum nefndum og bænarskrám hefir svo að segja enginn gaumur verið gefinn fyr en rétt nýlega; en nú hefir verkamálaráðherrann sýnt rögg af sér og gefið svar alleinkenni- legt og alveg einstakt í sinni röð. Hann segir að einungis eitt ráð sé fvrir hendi og það sé að verkamenn vinni meira og boröi minna. Þetta þykir ef til vill ótrúleg frétt, en hún er bókstaílega sönn. Já eða nei. Rússnesku verkamannafélögin hafa sent áskorun til bandamanna og kraf- ist þess að þeir segðu já eða nei við því hvort þeir hugsuðu sér að berj- ast fyrir yfirráðum og landvinning- um eða ekki. I sameiningu við verka- mannafélögin eru hermennirnir. Þeir halda því fram hvorirtveggja að bandamenn eigi að lýsa því yfir að þeir séu fúsir til friðar án landvinn-í inga eðá yfirráða. Það sem þeir segja hljóðar þannig: “Það er nauðsynlegt að svara skýrt og greini- lega með “já” eða “nei”. Verði svarið “já” þá taka bandamenn á sínar herðar jafna ábyrgð á áfram- haldi stríðsins og Þjóðv. og samherj- ar þeirra. Ekkert tvímælasvar verð- ur tekið gilt. Skýringar brezku og frönsku stjórnanna á þingum þeirra, þrátt fyrir allar þeirra heillaóskir fullnægja ekki og geta ekki fullnægt þjóðstjórnarhugmynd þeirri, sem stjórnarbyltingin á Rússlandi hefir v'akið. Ráðherrar vorir munu sjá um það, að svo skýr og ákveðin svör fáist að ekki sé alt hulið í reyk og óvissu, undanfærslu og stjórnkænsku” Svari bandamenn með “nei”, þá krefjast Rússar að þeir geri tafar- laust tilboð um friðarsamninga. éÞýtt úr “Telegram” 30. maí). Dr. Eber Crummy. Hann hefir verið forseti Wesley ikólans að undanförnu og formaður siðbótafélagsins í Ma.nitoba, en hefir nú lýst því yfir að hann muni segja af sér þeim stöðum og taka kall, sem prestur til Meþódista kirkjunnar í Moose Jaw í Saskatchewan. Innvortis bað. Eina örugga aðferðin til þess að lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. Til þess að sannfærast um að þessi staðhæfing sé rétt, þarf ekki annað en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. í Winnipeg. Hann er eini umboðsmaðurinn, sem getpr sagt yður alt um “J. B. L. Cascade”. Hann gefur yður sérstakar upplýsingar og ráðleggingar, sem gera yður það mögulegt að lækna alla læknanlega sjúkdóma. Biðjið um ókeypis bók eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn er ekki nema 50% að dugnaði. — Bókin kostar ekkert. Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt pressuð meðan 'þér standið við.................SBc. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir....... $1.50 Einnig viðgcrðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tals. G. 67 Winnipes; Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga ... ........ ) JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Læknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Winnípeg; Silki-afklippur til að búa til úr duluteppr. Vér höfum ágætt úrval af stórum pjötlum meðalls- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.O. Box 1836 Winnipeg, Man. - BIFREIÐA “TIRES” Vér aeljum nýjar og brúk- aðar “tires”. Kaupum og tökum gamlar í skiftum fyrir nýjar, gefum gott verð fyrir þær gömlu. All- ar viðgerðir eru afgreiddar fljótt og vel. Skrifið eftir verði. Watsons Tire Service 180 Lombard St., Tal. M.4577 Wílliams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. HflPDÍ HotPB Dame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð Lanóbúnaðaráhöld. als- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St Tals. M. 1781 Art Craft Studios Montgomery Bldg. 2151 PortageAv í gamla Queens Hotel G. F. PKNNY, Artist Skrifstofu talsími ..Main 2065 Heimilis talsfmi ... Garry 2821 C. H. NILS0N KVENNA- og KARLA SKRADDARI Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 208 Logan Ate. 1 öðrum dyram frá Main St. Winnipeg, Man. Tals. Garry. 117

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.