Lögberg - 14.06.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.06.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ Þ Á! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. JÚ Nl 1917 NUMER 23 Kosningarnar í Alberta. Framsóknarflokkurinn vinnur með miklum meiri hluta. Ein kona kosin á þing. ^ Ný uppfynding eftir íslending Almennar kosningar fóru frarn í Alberta' á fimtudaginn og fóru þær þannig að framsóknarmenn unnu stórkostlegan sigur. Allir ráðherrarnir voru endur- kosnir metS miklum atkvæðafjölda, og ara meiri hluti margra framsóknarmanna var frá 600 til 1,100. 35 framsókn- armenn voru kosnir og 16 afturhalds- menn, en þrír óháðir. Jafnvel leiktogi afturhaldsmanna, Michener beið ósigur. 10 þingmenn sem i hernurn eru voru kosnir gagnsóknarlaust, eða rétt- sagt, stjórnin lýsti því yfir að þeir héldu sætum sínum. Þeir eru 5 frá hvorri hliö. Ein kona lilaut kosningar og er það fyrsta kona á þingi í Canada. $30,000,000,000 skaðabætur? Maður a'ð nafni Nevvell Devight Hillis flutti ræðu í Denver nýlega þar sem hann sagði þá frétt að Þjóðverj- ar hefðu boðið bandamönnum $30,- 000 000 000 skaðabætur ef þeir vildu hætta striðinu. Skilmálarnir áttu að vera þeir að Þjóðverjar fengju að halda -her sínum og flota og hafa fult frelsi á sjónum. Þeirri staðhæfingu bætti Hillis við að Þjóðverjar hefðu haft í hyggju að fara með herinn og flotann vestur til Bandaríkjanna, til þess að “ná” þar þessum $30,000,000,000. Hvítabandsþing. Borassa eggjar menn gegn herskyldu. Henry Borassa talaði á fundi í Quebec 7. júní og fórust hotium orð á þessa leið: “Hvorki þingið né stjórnin hefir vald til þess að fyrirskipa herskyldu, því þingið er í andarslitrunum og stjórnin er rotnandi lík, setn ódaun leggur af. Vér ætlum oss að berjast gegn þessum ójafnaðarlögum, sem samin eru af vanv’ita mönnum. Vér beinum ekki máli voru til neins flokks. Vér erunt jafnvel viljugir að gleyiua þvi að vér sögðurn það fyrir, sem frani er komið. En í yðar eigin nafni; í nafni sona yðar skulum vér rísa upp og láta það skiljast greinilega að alt á takmörk; þolinmæði vor er á enda og vér ætlum oss að standa á móti herskyldu til hins síðasta með öllum lögum og sanngjörnum ráðum. Og áður en vér skiljum hér viljum vér biðja yður bónar; hún er sú að syngja í einingu “Guð varðveiti Ronunginn” og “Ó, Canada”. Já, Iátum oss'syngja “Guð varðveiti konunginn”, hann þarf sannarlega á því að halda. Hinn góði konungur vor og göfugi á sann- arlega marga óvini, og verstu óvinir hans eru ekki Þjóðverjar; það eru hinir óskammfeilnu prangarar, sem verzla með enskt guli og hinir sið- ferðisalusu stjórnmálabraskarar. Vér ætlum oss að berjast gegn herskyldu og vér líðum aldrei herskyldu, ekki vegna-þess að vér séum huglevsingj- ar, heldur vegna þess að vér höfum hlotið frá guði og konunginum þá Eitt hið sterkasta siðbótafélag í heimi er “Hvítabandið”. Það hefir deildir um öll lönd. Þetta félag ("eða Manitobadeild þess) hafði þing í Portage la Prairie í vikunni sem leið. Voru þar mörg mál til umræðu og margar samþyktir gerðar. Þingið fordæmdi með hörðum orð- um Sir Robert Borden, Thomas White og Robert Rogers fyrir þau ósannindi að kenna ensku lierstjórn- inni uni drykkjuknæpurnar í sambandi við herinn, þar sem það væri vitan- legt að Alderson og þessir menn sjálfir, sem að ofan voru taldir, bæru fulla ábyrgð á því og væru valdir að þeim. Fellibyljir halda áfram. í síðasta blaði var sagt frá tjóni á eignum og tnanndauða af völd- um fellibylja í Bandaríkjunum. Var þar þó ekki nærri alt talið. Síðan hafa þessir fellibyljir haldið áfram á ýmsum stöðum. Fyrra miðvikudag og á fimtudaginn mistu 67 manns lífið í fellibyl, sem geysaði yfir Missouri og nokkurn hluta af Ulinois. Mörg hundruð manna limlestust; hús eyði lögðust á heilum svæðum og uppskera stórskemdist. 25 rnanns mistu lífið og 200 slösuð ust á fimtudaginn af sömu orsökum umhverfis Zalma í Bollinger héraði. Smærri fellibyljir hafa komið á mörgum öðrum stöðum og v’aldið miklum skaða. þótt ekki hafi verið eins tilfinnanlegt og það, sem hér er sagt. köllun að gera þetta land hamingju- samt land, en ekki land útlegðar og eymdar; en slík yrðu afdrif 'þessa lands, ef hér yrði sett á herskylda. konunginn” og “Guð varðveiti Can- ada”. ('Þýtt úr “Free Press” 9. júnij. Sporbauga-hreyfíng. í næsta blaði kemur lýsing af þessari uppfyndingu, sem er eftir íslending hér í bænum og hann er að fá einkaleyfi fyrir. Eldgos og jarðskjálftar. Borg með 60,000 íbúum eyðilögð. Margir smá- bœir gjöreyddir og heil svæði af landi; eigna- tjón skiftir tugum miljóna og manntjón ekki minna en 100,000. FÓR MEÐ 223. HERDEIDINNI Borgin San Salvador, höfuðbærinn rikinu Salvador, eyðilagðist i vik- unni sem leið með 60,000 íbúa. Það voru límdskjálftar og eldgos, sem eyðilögðu bæinn. Alt lapdið á 30 mílna svæði í allar áttir var gjöreytt að því er akra og byggingar snerti. Auk borgarinnar San Salvador voru 7 aðrir bæir eyddir. Þeir voru þessir: Qvezaltipeqve, Nejapa, Suchichoto, Paisrol, Argenios, Mejicanos og Santa Tecla. Tjónið, sem orðið hefir af þessum | jarðskjálfta er svo ógurlegt að ekki verður lýst; og þó vita menn ekki með vissu um það til hlitar enn þá, sökum þess að allir vírar og samgöngur eru eyðilögð og fréttirnar því óglöggar og i brotum. Bæjarfréttir. Kristjana Dalman frá Glenora var skorin upp á sjúkrahúsinu nýlega af Dr. Brandssyni. Hún fór heim aftvr á mánudaginn heil heilstí. Illar horfur. Allsherjar verkamannaþing var sett i Ottawa á föstudaginn. Þar var rætt með miklum hita hversu stjórnin liefði daufheyrst við öllum bænum og kröfum verkamanna. Kváðust þeir vera orðnir leiðir á sendinefndum og bænarskrám og nú yrði að taka til áhrifameiri ráða. Því var hreyft að fara þann veg, sem í sjálfu sér væri ekki farandi nema í neyðarúrræðuin, en nú væri neyð fyrir dyrum, þegai stjórn landsins heyrði ekki mál fólks- ins. Leiðin sem hótað var að fara var sú að gera allsherjar verkfall í öllum verksmiðjum og öllum stotn- unum i Canada, til þess að neyða stjórnina til starfs i einhverri mvnd. Einn þeirra manna sem mest kvað að í þessu máli var Rigg þingmaður fyrir norður Winnipeg. Þétta er eitthvert alvarlegasta spor, sem verkamenn í nokkru landi hafa stigið, ef það verður að framkvæmd Syngjum öll saman: “Guð varðveiti urn- Nikulás stórhertogi tekinn fastur. í upphlaupi sem varð í Tiflis fyr- Kvenréttindi. ir belgina gerðust þau tiðindi að Njkulás stórhertogi og yfirhershöfð- Eins og kunnugt er hefir konumi ingi Rússa var tekinn fastur af stjórn- verið veittur atkvæðisréttur í fimm fylkjutn í Canada: British Columbia, Alberta, Manitoba, Saskatchewan og Ontario. í Saskatchewan og Alberta eru lögin þannig að þeim er ekki veittur atkvæðisréttur nema í fylkis- málum. 1 Manitoba, British Colum- bia og Ontario aftur á móti er ekkert í lögum sem hindri konur frá því að greiða atkvæði við sambandskosning- ar. Til þess að koma i veg fyrir að slíkt gæti átt sér stað lýsti Doherty dómsmálastjóri því yfir nýlega i Ottawa þinginu að konur væru ekki persónur og þess vegna gætu þær ekki greitt atkvæði í sambandsmálum. Nú hefir sú frétt flogið fvrir að sambandsstjórnin ætli að verða við bænum og kröfum þeirra nefnda og bænarskráa sem til hennar hafa kom- ið og veita konum atkvæðisrétt í allri Canada. Þessu hljóta allir jafnaðar og rétt- lætisvinir að fagna, það eru stórkost- legar réttarbætur. Málefni þjóðar- innar verður höndlað á annan veg þegar konur hafa heyranlega rödd í stjórnmálum. leysingjum. 8. Þeir sem fæddir eru 1876 til 1882 að báðum árunum meðtöldum kvæntir eða ekkjumenn og eiga börn 9. Þeir sem fæddir eru 1872 til 1875 að báðum árunum meðtöldum, eru ókvæntir eða ekkjumenn barn- lausir. 10. Þeir sem fæddir eru 1872 1875 að báðum árunum meðtöldum, eru kvæntir eða ekkjumenn og eiga börn. Með þessum lögum, ef þau ná samþykki þingsins, er því lýst yfir að allir karlmenn í landinu á aldrin- úm 20—45 séu hermenn, eru þeir skyldir án frekari aðgerða stjórnar- innar að koma og klæðast herfötuni. en þeir sem ekki koma erú taldir sem strokumenn úr hernum og má taka þá fasta sem aðra afbrotamenn. Lögin ákveða }>að einnig að þeir sem kvænst hafi eftir vissan dag 1917 séu taldir ókvæntir. Hvernig lögin fara fyrir þinginu vita menn ekki, en líklegt þvkir að á móti þeim verði allir þingmenn frá Quebec, flestir frá Nova Scotia, New Brunswick og Prince Edward Island, en flestir með þeim frá British Col- umbia, Alberta, Saskatchewan, Mani- toba og Ontario. Nokltrir í austur- fylkjunum verða þó líklega með þeim (nema Quebec) og eins nokkrir úr Vesturfylkjunum á móti. Allir Frakkar austurfrá, allur fjöldi verkamannafélaga í öllu land- inu er lögunum andstæður, en öll verzlunarfélög, bæjarfélög og mörg önnur félög eru engdregin með þeim. Arnór Árnason kom aftur frá Chicago á þriðjudaginn. Hann sagði þær fréttir að Páll Ólafsson, sonur Jóns Ólafssonar sem hefir dvalið þar að læra tannlækningar undir umsjón Dr. óial's bróður síns, hafi farið af stað, á sunnudaginn og ætl ð til íslands með Lagarfossi. Hann ætlar að setjast að heima á íálandi sem tannlæknir. Gunnar Hallsson frá Colder-bygð í Saskatchewan kom hingað til bæjar- ins á miðvikudaginn á leið til Dakota ('Cavalier). Sigurður Einarson frá Markervil! kom til bæjarins á þriðjudaginn sunnan frá Pembina; fór þang- að á sunnudaginn. Alt kvað hann hálf skrælnað þar syðra af þurki. John Gillis frá Þingvalla-nýlendu kom til bæjarins fyrra miðvikudag til þess að v’era við jarðarför stjúpu sinnar, Sigríðar Bjarnadóttur Gillis, 1 æfiminningu i næsi siðasta blaði hafði misprentast Jónas Sigurðsson fyrir Tómas Sigurðssón, þetta eru góðfúsir lesendur beðnir að athuga 102 ára gömul. Kona sem Mrs. Anderson heitir og heima á í Roseburk í Dufferin kjör- dæmi kom akandi í bifreið fyrra þriðjudag til þess að koma nafni sínu á kjörskrá: “Eg verð að lifa þangað til eg hefi greitt atkvæði að minsta kosti öínu sinni,” sagði hún. Herskyldan. Frumvarp um hana kom fram í þinginu á'mánudaginn og er það þess efnis að allir karlmenn í Canada á aklrinum 20—45 eru herskyldir. Þessum mönnur er skift í 10 flokka. Þannig eru flokkarnir. 1. Þeir séhi orðnir eru 20 ára og ekki fæddir fyrir árið 1894, ókvæntir eða ekkjumenn, sem ekki eiga nein t>örn. 2. Þeir sem fæddir eru 1889 til 1893 að þeim báðum árum meðtöld- um. ókvæntir eða ekkjumenn, sem ekki eiga börn. 3. Þeir sem fæddir eru 1883—1888 að þeim báðum árum meðtöldum, ókvæntir eða ekkjumenn og barn- lausir. 4. Þeir sem orðnir eru 20 ára og ekki eru fæddir fyrir árið 1894, en eru kvæntir eða ekkjumenn og eiga hörn. 5. Þeir sem fæddir eru 1889—1893 að þeim báðum árurn meðtöldum og eru kv'æntir eða ekkjumenn og eiga börn. 6. Þeir sem fæddir eru 1883 til 1888 að báðum árunt meðtöldum, eru kvæntir eða ekkjuntenn og eiga börn. 7. Þeir sent eru fæddir 1876 til 1882 að þeim árunt meðtöldum eru ókvæntir eða ekkjumenn og eiga ekki börn. TIL ÆSKUNNAR Flutt og tileinkað Ungmennafélagi únítara á afmælishátíð þess, 7. júní, 1917. Eg veit ei hvort þú hlustar eða hvort þú skilur mig, æskan mín vestræn, er yrki eg við þig. Og svo er eg nú utangátta á sauðahúsi því, sent komið þið úr, lömbin, — vor kynslóðin ný. Þó vil eg vera i og með þeim æskunnar hóp, sem alveran af náð sinni íslenzkan skóp. Segðu hvern sem hittir þú og hvert sem þú fer: "Islendingur er eg, og er jafnsnjall þér!” Ekkert þá í heiminum of-gott er þér. Hamingjan fylgir þér hvert sem þig ber. Vertu aldrei hornrekan hirðsölum í. Mörg hafa þin systkinin saurgast af því. Lit þá smáunt augum, sem lita niður á þig. Metnaðarlaus auðsveipnin er afturfararstig. Mundu að þú ert brot út úr berginu því, sem hreinasta á söguna heiminum í. Þótt glaumsali þú byggir þig ginna lát ei neinn. Islands brúður ertu og Islands tiginn sv'einn. Fósturland þitt heiðra, þótt falli snurður á þjóðfélagsins böndin, því þær greiðast frá. En vertu ei apinn dansandi útfarar-vals yfir eigin móður, það er argasta kals. Ef aftur-á-bak þú stígur þínum Islandsskyldum frá, mundu að hún móðir þín eins mörg fet sekkur þá. Fósturland þitt svíkur þú ef fram ei lagður er arfurinn þinn allur, sem ísland gaf þér. Þess meira græðir ísland, sem meira er gefið hér. Svo er með bezta auðinn, sem ávöxtinn ber. Ver sá íslands kongsson, sú kongsdóttir ein, er fóru út í heiminn og fundu óskastein. Þeim hallir voru boðúar og björt og mikil lönd þar aldinreitir anga, en ein var feðraströnd. Hún geymdi þeirra unað og ódauðlegu sál. Hún áttí þeirra hjarta og helgustu mál. Svo allra sinna óska þau óskuðu þar, sem föðurlandið æskuna í faðmi sér bar. Þau græddu moldarsárin — hvert melbarð og holt, með föðurbetrungshjarta og fremra móðurstolt. I Og hérna eins og heima er holt og moldafsár, sem framtaksemi biðu í fjörutíu ár. Með eldinn í augum hver unglingsins sál, nú vakni til lífs uni sín velferðarmál. Þeir eldri falla í valinn, tak æska merkið hæst, að halda í því horfi, sem heimleið stefnir næst. borstcinn t>. borsteinsson. Júlíana Friðriks kom hingað til bæjarins fyrir helgina sunnan frá Grand Forks og fór þangað aftur dag. Hún er að nema húkrunarfræði á Ðiaconesse sjúkrahúsinu í Grand Forks; hefir hún sýnt frábæran dugn að síðan hún kom heiman frá Islandi. Prédikað verður í Skjaldborg á sunnudagskveldið kl. 7, eins og vant er. Bréf kom frá Árna Eggertssyni fulltrúa Eimskipafélagsins til Jóns bróður hans dagsetfc* í Halifax 7. þ. m. Þann dag bjóst hann við að skip- ið legði af stað. Hafði fólkið verið 7 daga í New York, 4 daga í Halifax og 1 dag á hafinu v'egna þoku. Lagarfoss kom til Halifax 6. þ. m. og fékk Eggertsson ekki leyfi til bess að fara um borð í hann, þrátt fyrir það þótt hann færi þess á leit. Svona stranga aðgæzlu og skipanir hafa Bretar gagnvart íslandi eða skipum þaðan. Eggertsson hefir gengið i félag við verzlunarhús í Vesturheimi, eins og frá var skýrt í Lögbergi sið- ast. Ætlar hann að panta vörur hér vestra fyrir kaupmenn heima og spara þeim þannig kostnaðarsamar manna- ferðir i verzlunarerindum. Lagarfoss var 12 daga á leiðinni frá íslandi og komu með honum fjórir farþegar: Gísli Ólafsson, sonur Jóns Ólafssonar, Jón Sivertson, Bjarni Björnsson málari og einhver stúlka til þess að læra hjúkrunar- fræði hér vestra. H. T. A. Gíslason. Hans Theódór Ágúst Gislason, er fæddur á stað í Grindavík á íslandi 17. marz 1889. Kom til þessa lands með foreldrum sínum árið 1894. Hann hefir um síðastliðin sex ár unnið sem vagnstjóri ('conductor) hjá strætisvagnafélaginu hér i .borg- inni, eða alt þar til hann innritaðist i 223. herdeildina og fluttist siðan með henni austur um haf í síðast Iiðnum apríl mánuði. Ágúst er sonur hjónanna séra Odds V. Gislasonar, er lézt hér í hænum fyrir nokkrum árum- og konu hans Önnu Vilhjálmsdóttur frá Kirkju- vogi í Höfnum á íslandi. Ágúst er mjög myndarlegur piltur, sérlega vandaður að öllu framferði, gætinn og Stiltur. Loftskeyti frá Litla Rússlandi segir þá frétt að viðgerð hafi fengist á rúðubrotinu í austurglugga keisarans. Laurier neitar. Jón Björnsson frá íslendingafljóti kom hingað til bæjarins á þriðjudag- inn á leið suður til Bandaríkja til vinafólks síns þar. Sigurjón Jónsson frá Lundat kom hingað til bæjarins á föstudaginn á leið til Gimli ásamt konu sinni; er hún að heimsækja systur sína þar, konu Magnúsar Halldórssonar. Eins og skýrt v’ar frá síðast reyndi Hvers vegna fékk Heimsk ekki manninn í tunglinu til þess að skrifa um stjórnmálin í Saskatchewan ? Eða er j>að hann sem gerir það ? Hver sem greiðir atkvæði með aft- urhaldsflokknum í Saskatchewan 26. þ. m. greiðir atkvæði fyrir ókosnu afturhaldsstjórnin að fá fratnsóknar- 'óórnin í Ottawa. Munið eftir því hvernig Haultain var á valdi aft- Steypiregn kom hér á mánudaginn og hefir haldist öðru hvoru síðan. Var þess mikil þörf því alt var að skrælna af ]>urki. Jóhann Magnús Bjarnason, skáld var á ferð hér í bænum nýlega með konu sina, sem var að leita sér lækn- inga. íslendirigadagsnefndin vinnur stöð- ugt og sparar ekkert til þess að undir- búa hátíðina sem bezt. Þeir sem eignast vilja hnappa af Einari Jóns- syni ættu að skrifa Hannesi Péturs- syni sem fyrst. Við sölu þá, er Jóns Sigurðssonar félagið hélt 2. júní, komu inn um $200.00. Félagið lætur í ljósi sitt innilegasta þakklæti til allra, sérstak- lega utanfélags fólks, sem hjálpaði til við þetta tækifæri bæði með gjöf- um og á annan.hátt. Eftirfylgjandi peningagjafir liefir Jóns Sigurðssonar félagið móttekið með ]>akklæti: Frá kvennfélagi Glenboro $63.90, fyrir særða hermenn. Frá Miss Mary Anderson, 271 Langside St. $25.00 fyrir böggla til að senda hermönnun- um á vígvöllinn. Frá kvennfélagi fríkirkjusafnaðar í Argyle $25.00. Næsta sunnudag prédikar séra Hjörtur Leo í fyrstu lútersku kirkj- unni í fjærveru séra B. B. Jónssonar kl. 7 að kveldi. Að eins sunnudags skóli að morgni en enginn messa. Það verður enginn messa á Lund- ar eða Otto næsta sunnudag. En sunnudaginn 24. júní messar séra Hjörtur Leo á Otto kl. 12 og á Lund- ar kl. 3 e. h. Þessir prestar og fulltrúar hafa verið hér í bænum á leið til kirkju- þings sem vér höfum orðið varir við; hafa ef til vill verið fleiri: Séra Friðrik Hallgrímsson, séra Guttorm- ur Guttormsson, séra Jóhann Bjarna- son, séra Carl J. Olson, séra Harald- ur Sigmar, séra N. Stgr. Thorlakson, Halldór Jónsson guðfræðngur, Jón B. Jónsson frá Kandahár, Steingríni- ur Johnson frá Wynyard,Hallgrímur Grímsson frá Mozart, Jónas Samson frá Leslie, Sigurgeir’> Pétursson frá Sigluncsi, Tryggvi Ingjaldsson frá Árborg, Þorvaldur þórarinsson frá Riverton, Magnús Jónsson frá Vidi, Gunnlaugur Oddsson frá Árborg og Halldór Egilsson frá Swan River. menn með Laurier i broddi fylkingar til þess að mynda samsteypustjórn. Eftir nákvæmar yfirveganir neit- aði Laurier þvi. Tilboð Bordens var það að hann sjálfur héldi áfram að vera forsætis- ráðherra, ‘en af ráðherrunum þar fyr- ir utan væri helmingurinn afturhalds- menn og helmingur framsóknar- manna. Þegar þessu hefði verið þannig til lykta ráðið áttu báðir leiðtogarnir að koma sér saman um mennina, síð- an átti að leysa upp þing og ganga til atkvæða, með þeirri ætlun að eng- inn biði sig til þings nema þeir, sem leiðtogarnir hefðu þannig komið sér saman um. Fyrst ætlaðist Borden til þess að ekki færu fram neinar kosningar. heldur væri þessi grautur soðinn án þess að spyrja fólkið ráða; en það aftók Lautier með öllu; þá gaf Borden það eítir að kosningar færu fram, ef Laurier lofaði því fvrst að áður en þingið væri leyst upp yrðu herskyldulögin samþykt mótstöðulaust í þinginu. Laurier þótti ]>etta ekki sann- gjarnt; fanst bað gjörræði að aftur- haldsflokkurinn ákvæði einn um jafn mikilsvert mál. án þess að spvrja fólkið ráða, og án þess að spyrja jafnvel þingmennina ráða og kalla siðan á hann og hans fylgiend- ur rétt til þess að samþvkkja levni ákvarðanir afturhaldsmanna og taka á sig áhyrgðina að jöfnu. Þetta mál er enn óútkljáð að sutnu leyti, og ekki vert að spá neinu um afdrif ]>ess, en því trúum vér að Laurieftcrefjist þess að kosningar fari fram og fólkið fái tækifæri til þess að lýsa þvi yfir hver stjórna skuli framv’egis, hvort það sé ánægt með Borden, Rogers, Hughes og fleiri, eða hvort það trúi einhverjum öðrum betur fyrir málum sínum og fjár hirzlu. Frá sjónarrniði allra sanngjarnra manna finst oss að kosningar hljóti að vera það eina sjálfsagða og höf- um vér fært fram ástæður fyrir þess- ari skoðun, sem erfitt verður að hrekja. urhaldsins austur frá 1911. Á Heimskringlu máli eru það æs- ingar að hafa orð á móti því að vissir menn hrifsi stjórn landsins sér. í hendur með öllum hnefaréttartökum og skoði þjóðina pign sína eins og sauði eða naut. Roblinstjórnin sæli kvað það æs- ingar 1914, þegar 'I'hos. H. Johnson vildi leyfa konum atkvæði og levfa fólkinu beina löggjöf. Takið vel eftir því að öll blöð, sem nefna réttarkröfur al]>ýðu æsingar eru auðvalds- og kúgunarblöð afturhalds- ins. Eftir 15 ár.—A. er að lesa blað frá 1917; hann bendir á grein um stjórnmálin í Saskatchewan og segir: “Hvort skyldti þessar greinar vera skrifaðar í Selkirk eða Brandon?" “Hvorugt” segir B., “þær eru skrif- aðar á Litla Rússlatidi-’. “Það er eðlilegt”, segir maðurinn, “að Ólafqr Tryggvason niæli tneð hnefaréttinum. Stóru dýrin gera það flest í framkvæmdum”. Nýlega lýstu ]>eir þvi yfir stjórn- endurnir i Ottawa að konur væru ekki persónur: nú lýsa þeir þvt yfir að þeir sem gifta sig á drottinsárinu 1917 sétt ógiftir. — Hver silkihúfan upp af annari; Alt er lífsins sjónarsvið sveipað dimmu skýi; menning helzt i hendur við hnefarétt og lvgi. A. B. Alveg jafn mikill sannleikur er í brúarreikningnum í Heimsk. síðast og i þeirri staðhæfingu að kjörtínia- bilið í Saskatchewan sé ekki nema tvö ár. ' BITAR Sækir enn í sama horf, söm er Kringla og áður var: Sannleikanum sigð og orf, sverð og skjöldur Ivginnar. B. Hefst það ei i höfuð mitt hvað þeir á því græði sem láta annað auga sitt að cg missi bæði. A. B. Nú er Borden orðinn á móti hjóna- bandi, eins og ritstjóri Heimsk. b^r ritstjóra Lögbergs á brýn. Borden lýsir því blátt áfram yfir að þeir, sem kirkjan eða rikið veiti hjónaband, séu ógiftir eftir sent áður. ;— Nú má Kringla snúa við blaðinu og verða á móti hjónabandi. Einn rnaður lifjr altaf prentaður með svörtu á íslenzk sagnablöð; Mörður Valgarðsson. — Hann hefir fluzt hingað vestur. Hingað til hefir rógstönnin staðið í baki rit- stjóra Lögbergs, nú er reynt að höggva henni t hæla séra Björns Jónssonar lika. — Hver skyldi verða agj hveitið næstur! þeirri iðn. Hvert einasta atkvæði greitt í Saskatchewan með afturhaldsflokkn- ttm 26. þ. m. er til þess að styrkja Bordenstjórnina, sent er einhver sú spiltasta, sem sögur fara af. Fyrir löngu síðan byrjaði Heintsk. á því að búa til kringlur, en svo hækk- verði og þá hætti hún

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.