Lögberg - 14.06.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.06.1917, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JúNf 1917 Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,lCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J^J. VOPNI, Business Manaa«r Utanáskrift til blaðsins: THE 03lU^8!/\ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR 10CBERC, Box 3172 Winnipeg, Ma"- VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriC. Hvar skórinn kreppir. Brot úr ræðu eftir F. B. Carvell, M. P. pað er önnur hlið á þessu máli, sem mér finst fjármálaráðgjafinn ekki taka til greina, og sem vinir mínir í mótstöðuflokknum ekki taka til greina, þegar þeir ræða um f jármálin. peir segja: “Ef þið lækkið tollana þá hafið þið engar tekjur. Eina ráðið til að hafa tekjur er að hafa háa tolla.” Eg leyfi mér að segja, að slíkt er ekki reynsla,Can- ada eða nokkurs annars lands. Vér vitum að árið 1897, þegar brezku verzlunarhlunnindin voru inn- leidd varð mikil toll-lækkun, en tekjur af tollunum minkuðu ekki, heldur uxu um 10 millionir á ári. J?að er alt mjög skiljanlegt. Undir eins og tollur- inn er lækkaður á einhverjum hlut, þá gerirðu hann ódýrri og gefur notanda heldur tækifæri að kaupa. Ef hann kaupir meira þá koma meiri vör- ur inn í landið og meiri tekjur í fjárhyrzluna. Slikt er öllum skiljnlegt. En svo er önnur hlið á málinu, vinur vor, fjár- málaráðgjafinn, gleymir að segja þinginu þó hann viti það eins vel og nokkur maður í Canada að toll- urinn með 7(4 procent herskatt bætt ofan á er í mörgum tilfellum svo hár að hann útilokar inn- flutning á nauðsynjavörum, það eru erfiðleikamir í staðinn fyrir að auka tekjur minka þær, af því tolli^rinn útilokar vöruna og á sama tíma er byrði fólkSins aukin, um 100 procent í mörgum tilfellum Notandi verður að kaupa heima tilbúna vöru, sem er að eins eitt eða tvö cent fyrir neðan innfluttu vöruna. — Eitt bezt sláandi dæmi upp á þetta er cementið. Eg varð alveg undrandi þegar eg leit yfir verzlunarskýrslumar að sjá tölumar um þetta atriði. Eftir skýrslunum höfum vér hvorki keypt eða selt cement til annara landa heldur að eins verzlað við okkur sjálfa. Hinir heiðruðu mót- stöðumenn sögðu 1911: “Við skulum verzla við ykkur sjálfa; ekki fara út fyrir landamærin; ekki rífa niður flaggið; verðið ekki ólöghlýðnir með því að verzla við aðra”. Ef að þessi hugmynd hefir nokkurn tíma komið fram í verki, þá sést hún glögt í verzlunarskýrslunum um cement kaup síð- astliðið ár. pví í allri Canada var að eins innflutt $45,000 virði af cementi og útflutt $5,000. Við borguðum í toll á þessum $45,000 af cementi $13, 227. Eg veit ekki hvað mörg million dollara virði af cementi er framleitt í Canada, en eg veit að það er stór upphæð. Eg býst við að það láti nærri að vera i'rá 20 til 30 millionir. En hvað sem það er, þá borgum við verksmiðjueigendum 60 cent meira fyrir hverja tunnu, heldur en við þyrftum að borga. ef það væri tollfrítt. Væri tollurinn tekinn af, tapaði ríkið engum tekjum, en fólkið fengi "tunnuna 60 centum ódýrari. petta held eg að sé ljótasta atriðið í verzlunarskýrslunum. En svo er annað atriði, nærri eins vont. J7að er hlutur, sem alt. fólkið þarf. J7að er ekki margt, sem fátæka fólkið notar meira en soðið maís og “tomatoes”. 'x’ekjur stjórnarinnar af þessum tveimur matar- tegundum voru $6,454. Tollurinn á könnumat er svo hár, að það er ómögulegt að panta hann að. Vér verðum aðeins að borga könnumatar-okrur- unum það. sem þeir setja upp, sem er ekki nema brot úr centi fyrir neðan það, sem það kostar að- flutt að tollinum viðbættum. Fátækur maður þarf því að borga okurverð, eg veit ekki hversu mörg hundruð þúsund eða miljónir meir en hann þyrfti að borga, ef þetta væri tolllaust. Og ef svo væri, þá töpuðust aðeins 6,454 dollarar úr ríkissjóði. priðja varan, esm eg vil nefna, er nærri því eins nauðsynleg. þó það sé kannske ekki eins slá- andi eins og hin tvö, cementið og könnumaturinn. Eg á við skófatnað. pað er ekki hægt að kaupa sér skó handa ungbami fyrir minna en tvo eða þrjá dali, og fyrir fullorðna frá 6—10 dali. Eg veit að þetta er nokkuð að kenna hækkun vinnu- launa og stríðinu. Vér borgum 37þ£% toll af skófatnaði, sem kemur til Canada. Tollurinn er svo hár að aðeins lítið eitt af þeim skóðfatnaði, sem vér notum er aðflutt. Eg veit ekki hvað mikið af skófatnaði er keypt alls í Canada. En fólkstalan er 7(4 miljón. pað er víst óhætt að reikna að hver maður eyði skóm sem svarar 5 dala virði, og gerir það þá 40 miljónir í skófatnaði. En eftir skýrslunum var aðeins innfluttur skófatn- aður, sem kostaði $2,120,000. Um 90% af skó- fatnaði er búið til hér í Canada og af því borgum við verksmiðjueigendum 37J4% toll. En tekjur Canada af skófatnaði voru $775,000. Hugsið um það; þrír fjórðu úr miljón í ríkissjóð af 40 til 50 miljónum, sem eytt er fyrir skófatnað. pó segja þessir herrar okkur að við þurfum að hafa tollana til þess að ná inn peningum, til þess að geta haldið stríðinu áfram. Fjármálaráðgjafinn veit alveg eins vel um þetta og eg, hann veit um alt þetta ósamræmi, og hvernig allur mergurinn er soginn úr fátæka manninum, til þess að geta gert þann ríka ríkari og margfalda miljónaeigendurna. En þegar ahnn talar um fjármálin, þá hylur hann þetta fyrir fólkinu. Eg gæti gefið ótal fleiri dæmi. P. E.' þýddi. Dœmafá óráðvendni I blaðamensku. Heimskringla flytur í síðasta blaði mynd af Jóni Veum þingmannsefni afturhaldsflokksins í Wynyard kjördæmi. Nokkur orð fylgja mynd- inni og þar á meðal þetta: “útnef ndur með öllum atkvæðum flokksfundarins, er haldinn var 25. júní nú fyrir þremur árum síðan. Var þá búist við að kosningar færu fram það sama haust, því kjörtími stjórnarinnar var þá útrunninn. En svo leist stjóminni að sitja og hefir setið til þessa í heimildarleysi kjósenda.” Vér teljum það mjög vafasamt að nokkru sinni hafi verið gripið til vísvitandi 1 y g i í þeim eina tilgangi að villa fólki sjónir hafi það ekki verið gert hér. Sannleikurinn er sá að kosningar í Saskatchewan fóru fram áríð 1912, er því þetta fimta árið síðan og kjörtíminn er jafnlangur í Saskatchewan og Manitoba. par sem Heimsk. ber það á borð fyrir lesendur sína að kjörtímabilið hafi verið útrunnið 1914 og sé því ekki nema tvö ár, þá er þar um bein og vísvitandi ósannindi að ræða. Og ekki gat þetta heldur verið prentvilla né yfirsjón þar, sem það er notað í næstu línu til þess að bera það fram að stjórnin hafi setið í þrjú ár í heimildarleysi kjósenda. petta dæmi eitt út af fyrir sig er svo órækur vottur um það hversu blaðið lætur sér standa ger- samlega á sama hvort það fer með satt eða ósatt, ef það heldur að ósannindin geti orðið afturhald- inu að liði. Verið vakandi, íslendingar! Kosningar eru nýlega afstaðnar í Alberta; þær voru heitari en kosningar alment gerast og eitt aðalatriðið, sem um var barist var það að afturhaldsliðið vildi taka sem mest réttindi — og þar á meðal atkvæði — af útlendingum. Alberta stjórninni, sem er liberal, var brugðið um það að hún væri útlendingum of hlynt. Félag í Alberta sendi áskorun til Borderts um það að svifta útlendinga atkvæði og félag þetta fékk þakklætisskeyti frá skrifara annars voldugs félags í Ontario, sem til þess er stofnað að vinna á móti útlendingum; segir skrifari þessa félags að félagið sé reiðubúið til þess að “halda niðri, halda aftur og setja í fangelsi” útlendingana, ef þess þurfi. En það er hvergi gefið í skyn að um neina ósvífni sé að ræða af höndum þessara út- lendinga, nema þá að þeir vilji fá atkvæði, eins og aðrir borgarar landsins. Nellie McClung hin mikla mælskukona, hefir jafnvel flækst út á þær villigötur að andmæla at- kvæðisrétti útlendinganna. pannig voru kosningamar í Alberta. Stjórnin hélt vel og drengilega uppi svörum fyrir útlend- ingana, taldi það óhæfu að auglýsa fyrst landið opið öllum þjóðum jafnt með sömu réttindum og ætla sér síðan að svifta tugi þúsunda atkvæðis- rétti, fyrir þá sök eina að þeir væru ekki fæddir Bretar. Kvað stjórnin það ekki koma til nokkurra mála að gera upp á milli borgaranna eftir þjóðerni; hér væri land jafnréttis og frelsis og allir þeir, sem ekki hefðu að neinu leyti gerst brotlegir við lögin ættu fulla heimtingu jafnréttis bæði í at- kvæði og öoru. Og meiri hluti fólksins var sömu skoðunar; hnefarétturinn og harðstjómarhugmyndin urðu að lúta í lægra haldi og stjómin var kosin með afarmiklum meiri hluta. Afturhaldsblöðin sungu hátt og samróma eftir kosningarnar og töldu stjóminni það til vansa að hún hefði notað atkvæði útlendinganna við kosn- ingamar. í Saskatchewan er sama baráttan; þar fara fram kosningar 26. þ. m. og er aðal vopnið, sem afturhaldið beitir á stjómina það, að hún hafi ver- ið og sé of hlynt útlendingum. par eins og í Alberta hafa . afturhaldsmenn viljað svifta útlendinga atkvæðisrétti, en stjómin þar segir nei, og færir fram nákvæmlega sömy ástæðu og Albertastjómin. Martin forsætisráðherra í Saskatchewan hefir lýst því yfir hvað eftir annað að eins lengi og hann hafi nokkur völd þar í fylki, þá verði ekkert gert upp á milli borgaranna eftir þ^óðerni; þeir verði allir skoðaðir jafngóðir og gildir og jafn réttháir, hvaðan sem þeir séu. pví er ekki að leyna nú fremur en áður að hér í landi er verið að reyna að mynda sundrung á milli þjóðarbrota. Englendingar láta “útlendings” nafnið klingja hvar sem er og vilja reyna að traðka rétti þeirra, sem ekki séu brezkbomir. Við þessu þarf að vera búinn; útlendingarnir — og þar á meðal að sjálfsögðu íslendingar — þurfa að taka saman höndum til þess að vemda réttindi sín, ef þeim á að traðka; þeir þurfa að sameina sig sem einn maður, þegar um löggjöf og kosningar er að ræða, til þess að tryggja sér vissu fyrir því að réttur þeirra verði ekki fyrir borð borinn. / Vér komum hingað til þessa lands, sem væri það frjálst land með sanngjömum lögum og ætl- uðum oss að búa hérísem friðsamir borgarar með jöfnum rétti við nábúa vora. Landið hefir vor meiri þörf en vér þess; landið er frá náttúmnnar hendi vel úr garði gert, gott og frjósamt, en því að eins getur framtíð þess orðið góð og glæsileg að þar sé mannafli. Ef þeir sem leggja hér fram krafta sína land- inu til framfara eiga að hljóta það í þakkarskyni að þ»im sé stjómað með fomrússnesku Síberíu fyrirkomulagi og réttindi þeirra fótumtroðin, þá eru engin önnur ráð fyrir höndum en þau að reyna að minsta kosti að neyta atkvæða sinna á móti harðstjóminni á meðan ekki hefir tekist að svifta oss þeim. íslendingar ættu að veita því glögga eftirtekt að afturhaldsflokkurinn í Saskatchewan berst með hnúum og hnefum á móti oss útlendingum, en framsóknarflokkurinn heldur uppi fyrir oss hlífi- skildi. Ef einhver vill efast um að þetta sé satt, þá látum hann gera það opinberlega. Lögberg hefir nóg gögn og sannanir til þess að sýna öllum sjáandi og sanngjömum mönnum hversu mikið, hér er í húfi og hversu ósvífnum meðulum er beitt af afturhaldinu til þess að troða oss niður í sorpið. Og Lögbergi er ljúft að birta, ef á þarf að halda, ágrip af þeim ofsóknum, sem framsóknarflokkur- inn í Saskatchewan hefir orðið fyrir vegna þess að hann vill unna útlendingum jafnréttis. Vér skorum alvarlega á alla íslendinga í Saskatchewan að athuga þetta mál og sjá til hví- líkra vandræða það gæti leitt, ef þeim mönnum væri hleypt að völdum, sem beita vilja þrælatök- um oss alla, sem þeir kalla útlendinga. Vér erum eindregið á móti því að hér sé skap- aður nokkur þjóðernisrígur, en þegar reynt er að vekja upp annað eins þjóðemislegt hatur og hér er um að ræða, þá verður að bera hönd fyrir höfuð sér af alefli. - f Munið það 26. júní að afturhaldsflokkurinn vill svifta útlendingana atkvæði. Munið eftir því 26. júní að framsóknarflokkurinn berst fyrir jafn- rétti allra, án tillits til þjóðemis og hefir sýnt það með framkomu sinni í skólamálum og öðru. Óvanalegt. I pegar stjóm er kærð um óráðvendni, stendur hún venjulega á móti allri rannsókn, en ef rann- sókn fæst, þá er oftast gert alt mögulegt til þess að hindra bæði vitnaleiðslu og framsal málsgagna. Verði rannsóknin samt ekki eyðilögð kemst það oftast upp að stjómin hefir verið sek um kæru- atriðin. Bfitish Columbia og Manitoba eru góð dæmi slíks. Fyrir alllöngum tíma kærðu afturhaldsmenn stjómina í Saskatchewan og kváðust geta sannað að stjómin sjálf væri stórsek um fjárdrátt og fleiri glæpi. En hér var engin Roblinska á ferð; hér voru engar undanfærslur hafðar, Stjómin lét tafar- laust rannsaka málið, sótti vitni suður í Banda- ríki og hvar sem á þau var vísað. Svo var farið að rannsaka. Kom það þá í ljós að samsæri hafði átt sér stað milli brennivíns- manna og afturhaldsftianna til þess að fá nokkra þingmenn framsóknarflokksins á móti vínbanns- lagafrumvarpi Stjómarinnar, og höfðu sumir þeirra látið tilleiðast og brugðist þannig trausti og embættisskyldu. En aldrei hefir nokkur stjóm sýnt það eins rækilega að hún hefði leyst störf sín samvizku- samlega af hendi og Saskatchewan stjómin gerði við þessa rannsókn. Aðalatriði þeirrar niðurstöðu, sem rannsókn- amefndin komst að er þessi. 1. pað sannaðist að hver einasti maður í stjórninni var með öllu saklaus af því, sem kær- urnar fjölluðu um og í engu riðinn við neitt það, sem skugga gæti kastað á hann. 2. pað sannaðist að ekki einungis voru allir ráðherramir gjörsamlega saklausir af þátttöku í nokkm ósæmilegu, heldur vissu þeir alls ekki um að neitt rangt ætti sér stað. 3. pað sannaðist að allir embættismenn stjórnarinnar (að einum undanteknum, sem Brown hét) voru heiðvirðir, ráðvandir og dugandi í stöðu sinni og höfðu enga yfirsjón framið. 4. pað sannaðist að enginn embættismaður né meðlimur stjórnarinnar hafði átt þátt i né haft hagnað af þeim vegafjárdrætti, sem um var að ræða. 5. pað sannaðist að þeir peningar, sem þenn- an fjárdrátt snerti, voru hvorki notaðir til kosn- inga né flokksþarfa framsóknarmanna. 6. pað sannaðist að stjómin leitaði að, fann, kærði og hegndi hverjum einasta manni, sem grun- ur lék á og sannað varð um að óráðvandni hefði haft í frammi, þrátt fyrir það, þótt afturhalds- menn hefðu látið suma þeirra sleppa, til þess að komast undan. 7. pað sannaðist að stjómin gerði skyldu sína, en mótstöðu folkkurinn neitaði að gera það sama. 8. pað sannaðist að stjómin lét fram fara fullkomnustu rannsókn, sem fram hefir farið gegn nokkurri stjóm og var vitnum og lögmönnum and- stæðinganna borgað að fullu frá stjóminni. 9. pað sannaðist aó einu yitnin, sem neituðu að koma fram, vom þau, sem nátengdust voru aft- u rhaldsf lokkn u m. 10. pað sannaðist að stjómin reyndi engu að leyna og engum að hlífa. 11. Stjómin vildi láta þingnefnd beggja flokkanna rannsaka málið til þess að spara fylkis- fé, en afturhaldsmenn kröfðust sérstakrar nefnd- ar og kostaði sú nefnd fylkið $100,000. Tvennir tímarnir. Það furðar þig aö sólin skuli skWia og skrifa drottins nafn á blóögan v'öll; þér finst hún ætti aö byrgja birtu sína er benjatárum grætur veröld öll. Nei, þá er einmitt þörfin mest aö skina og þrýsta drottins nafni á blóögan völl; það væri synd aö byrgja birtu sina er banatárum grætur veröld öll. Þá helzt lét Kristur kærleiksgeisla skína er kuldi heimsins nísti blómgan völl. Nú fela heyglar friöarkenning sína er fyrir stríði skelfur veröld öll. S-ig. Júl. Jóhannesson. * 1 ’ SÓNHÆTTIR (Sonnets). - III. Canada. Eg hugsa oft um hve hún var frjáls og kát, og hlýtt var skautið — mjúkur nakinn steinn. Og mér finst sonur hennar aðeins einn: með ör og boga, fjaðrir, tjald og bát. En ráðhöll, kauphöll: réttar fyrirsát, og ræktun landsins: okurvegur beinn. í fjötur skatta flækt hver mær og sveinn, svo framtíð skuldar það, sem nútíð át. — — En ef hún nú, er Allra-manna-fold og arfleitt hafa lögin Hvít að Rauð, mér íslenzk, rétt sem ensk, sú virðist mold, - sem óyrkt g’eymist hverjum farand-sauð. Og hvar sem byggir lífs og látið hold, sú lenda’ og gröf, sé brot af heima auð. P- P. P- 4 4- 4- 4 4 4 THE DOMINION BANK STOPN SETTTTR 1871 HöfuðstóU borgaður og varasjoour .. $13.000,000 Allar elgnir....................... $87.000,000 Bankastörf öll fllött og samvlzkusamlega af hendl leyst. Dg áherzla lögð á aö gera skiftavinum sem þægilegust viöskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaöir eöa þeim bætt viö innstæður frá $1.00 eöa meira, tvisvar á ári—30. Júni og 31. Desember. 384 Notre Dame Brancb—W. M. HAMILTON, Manager. Selklrk Branch—M. 8. BUROER, Manager. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 NORTHERN CROWN BANK Höfuðttóll löggiltur $6,000,000 HöfuðstóII greiddur $1,431,200 Varasjóðu...$ 715,600 Vara-formaður Capt. WM. ROBINSON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. J. H. ASHDOWN, W. R. BAWLF E. F. HTJTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEIiD, JOIIN’ STOVKli Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga við einstakllnga eöa Qélög og sanngjarnir skilmálar veittir. Ávlsanir seldar til hvaöa staöar sem er á Islandl. Sérstakur gaumur geflnn sparisjóöslnnlögum, sem byrja má meÖ 1 dollar. Rentur lagöar viö á hverjum 6 mánuöum. T- E. THORSTEIN3SON, Ráðsm.ður Cor. William Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg, Man. ,ÝéV rÝéS'ÝéVi ÝéV.ÝéNT^éVri ?8\i^r/8NT/>vr^TfttNT?éVr^T^\T^Nit(illr?ii\T7é\T^\T?é\T?iVr?iVr' Læknaðist án meðala eða uppskurðar ... • Um langan tíma höfum vér veriö að lækna hundruö manna, sem þjáðst hafa af ýmsum efnislegum sjúkdðmum — ekki fáa, sem taldir hafa verið ólæknandi af frægum læknum og sérfræðingum á sjúkrahúsum. Vér höfum hina einföldu og eðlilegu lækninga- aðferð, sem kallast "CHIROPKACTIC” Og vér tökum ekkert fyrir ráðleggingar og ekki einn einasta dollar fyrir verk, nema því aö eins aö oss hepn'ist þannig aö sjúklingar vorir séu algerlega ánægöir. 1930 Elgin Ave., Winnipeg 2. febr. 191«. Dr. Munroe:— Eg tel það skyldu mína að senda þér noklcrar linur til þess að þakka þér fyrir að þú veittir mér sjónina aftur, eins fullkomlega og eg hefi hana I dag. Síðan 1 april 1909 hefi eg þjáðst af þvl, sem augnalæknar kalla "diplopia”, og hafði sjón minni stöðugt farið hnignandi. Mér var sagt að fá mér gleraugu og hnýddi eg þvl. Stundum sá eg svo illa að ég varð áð láta léiða mig. Eg þekti stund- um ekki skil dags og nætur og varð að hætta að vinna og vera heima, stundum nokkra daga, stundum svo vikum . skifti. pessu fór fram I þriggja ára tlma. Loksins var mér sagt að eg væri læknuð, en þrátt fyrir það fékk eg köstin enn þá tlöari, þangað til árið sem leið að mér var skipað að hafa tvenn gleraugu á sama tlma. Eg gekk með þau I alt fyrra sumar þangað t’il I september, þá varð eg að hætta að vinna aftur. Vinir mlnir eggjuðu mig á áð fara og finna Dr. Munroe. Loksins gerði eg það. Nú eg ef orðinn svo frlskur að eg get stundáð atvinnu mína og unnið fyrir heimili mínu. Eg sé betur nú en eg hefi gert I mörg ár. Nú hefi eg sjaldan gleraugu — þökk sé “Chiropractic”. Fólk sem þekkir mig er hiása á þvl að sjá mig gleraugnalausan, og öllum ber saman um að eg hafi aldrei verið eins hraustur til augnanna. Eg á engin orð til þess að þakka þér eins og vert er, fyrir þolinmæði þlna og staðfestu og mun eg vissulega mæla eindregið með lækinngaaðferð þinni við alla, sem þjást af sömu veiki og eg gerði. pér er fullkomlega heim'ilt að nota þetta bréf til vitnisburðar eða -á hvaða hátt, sem þér sýnist. Hver sem efast kynni, þarf ekki annað en að skrifa eða koma og tala við mig 4 þeim stað, sem til cr tekinn hér að ofan. Með beztu þökkum fyrir það hvernig þér læknuðuð mlg, er eg þinn einlægur, William Harford. Skrifið eftlr upplýsingum. Drs. MUNR0 & McPHAIL, 2Ó4 CARLTON BUILDING, WINNIPEG. — Talnúml: M. 234. / Hlaðið vagna af hleðslu- ---------stöðvum----------- Fyrir nokkrum mánuðum var bann út gefið gpgn þvi að skipa út korni frá hleðslustöðvunum, þar sem korngeymslu hlöðurnar eru. petta bann hefir verið afturkallað og því geta bændur nú fengið kornvagna til kornhleðslu við hlefslustöðvarnar. 1 nokkra mánuði hafa einnig verið hindranir lagðar á flutning korns til Fort William og Port Arthur. pessar hindranir hafa verið afnumdar og vagna geta menn nú fengið til að flytja korn til vatna- hafnanna, eins og áður. Verð er hátt íyrlr allar korntegundir, en þú þarft samt að fá hvert cent sem þú getur fyrir vörur þínar. Látið þetta bændafélag höndla vörur yðar; flokkurinn verður jindir eftirliti; þér fáið hæsta verð. Sann- gjarn hluti verður borgaður, þegar kornið kemur, ef þess er ðskað. Táfarlaust verða skil gerð með pósti. öllu því, sem getur’verið bóndan- um til hagnaðar, verður nákvæmur gaumur gefinn og auk þess hafið þér þá fullvissu að það sem þér sendið er á vissum stað I höndum öruggs félags. Skrifið eftir skýringum. Vélar og áhöld Lesið skýrslu vora yfir árið 1917 og sjáið _þar lýsingu og verð á þvottavélum, saumavélum, rjóma- skilvindum, gasvélum, vögnum, kerrum og öllum tegundum búnað- aráhalda. Sömuleiðis viði girð- ingar o. s. frv. Verð eins nálægt og hægt er framleiðslu kostnaði. Kvikfjár flutningur pér borgið ekkert til kostnaðar milligöngumanna og þér fáið hvern einasta dal fyrir kvikfé yðar, sauð- fé og svín og nautfé, þegar þér sendið þáð kvikfjárdeild vorri I ‘TTnion Stock Yards”, St. Boniface, Manitoba. Annast um flutning fyrir félög og einstaklinga. Branches at REGINA.SASK. CALGARY.ALTA P0RT WIILIAM.0NT. Winnipe<j*Manitoba Atfency at NEWWESTMINSTER BrítÍBh ColumbU Hljómur skógarins. Eftir Jón Einarsson. 1 almennum viSræöum heyrum vér oft talaö um “hljóðið í skóginum” þegar “vindur hvín í skógareikunum”, eður léttur blær vaggar laufum lág- viðarins. Oft finst oss |>ví líkast, sem trén, hin stærri eður smærri, séu að ræða kjör sín. Það brestur oft í meginbjörkum þykkskógarins elns og trén skyldu kenna snöggs sár- sauka, likt og þegar örlögin svifta burt hjartfólgnum vini. Annað veifið ynuir við kvíðaþrungið lághljóð, lík- ast hljóðskrafi undirokaðs liðs, þar, sem voða sætir að láta á bera þján- ingum þeirra, sem minni máttar eru. Af og til kveður og við á öðrum streng. Hljóðið líkist þaggaðri kæti elskenda, sem náð hafa samfundum þrátt fyrir setta örðugleika og tálm- anir þeirra er v’aldráð höfðu. Vér finnum gjarnan margt í þessum dul- arhjlómum er eigi verður með orðum þýtt. Það er svipað og með vor- /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.