Lögberg - 12.07.1917, Síða 4

Lögberg - 12.07.1917, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLí 1917 íogbciQ Gefið út hvern Fimtuclag af The Col- urnbia Preis, Ltd.,íCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMi: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor |. J. VOPNI, Business Manager Utan&skrift til blaðsins: J\\l OOLUMiBIA Lt(L, Box 3172, Winnipog, Maq- Utanáskrift ritstjórans: EDiTOR L0CBERC, Box 3172 Winniptgf ^an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. «4^-27 Hvað er stjórnin að gera? pjóðin á heimting á því að fá að vita um störf stjómarinnar, eins oft og eins rækilega og hægt er. Ekki einungis á fólkið að fá fréttir um það, þegar eitthvað nýtt er tekist á hendur, heldur einnig hvemig það gengur — hvort það hepnast eða mishepnast. Manitobastjómin er víst alveg undantekning frá því, sem þjóðin hefir átt að venjast hér í landi að því leyti að öll þau lög, sem hún lofaði fyrir kosningamar og til framfara leiddu vom samin, samþykt og afgreidd tafarlaust, undan- færslulaust og svikalaust. Vínbannslögin vora ekki einungis samin og afgreidd, heldur vora útvaldir menn til þess að framfylgja þeim, sem ekki hefðu getað verið bet- ur né heppilegar kjömir þótt bannmenn hefðu átt að gera það sjálfir; og er reynslan ólýgnust í þvi atriði. Kvenréttindin voru ekki einungis samin og afgreidd, heldur fylgt fram svo rækilega að samdar voru nýjar kjörskrár með tilliti til þess aðallega að konur gætu neytt atkvæða sinna við fyrstu kosningar, sem komið gætu í landinu. Og svona mætti tilfæra hvert dæmið á fætur öðru, sem sýnir það, að stjórnin hefir ekki ein- ungis fylgt umbótastefnu í orði, heldur einnig og öllu meira á borði; loforðin vora engin kosn- inga beita, heldur einlæg og með þeim ásetningi gefin að efna þau. Lögberg gat þess fyrir skömmu að stjómin hefði tekið upp það nýmæli að kaupa sjálf ýmsar nauðsynjavörur, sem stjómin þyrfti, og áður hafa verið keyptar með milligöngumönnum. petta var byrjað fyrir rúmum tveimur mánuðum og þykir rétt að láta fólkið vita hvemig það hepnast. Sá heitir E. A. Gilroy, sem fyrir þessari inn- kaupa deild stendur; höndlar hann vörar fyrir $2,000,000 árlega og kaupir ekkert án þess að finna út hvar vöramar séu beztar og með sann- gjömustu verði, án tillits til þess hvort þeir, er þær selja, fylgi þessum stjórnmála flokknum eða hinum. J?etta atriði er mikils virði, þar sem það var hér siður áður að kaupa svo að segja eingöngu af þeim félögum eða einstaklingum, sem stjóm- ina studdu, hvort sem þeir höfðu góðar vörur eða lélegar; hvort sem verðið var sanngjarnt eða ekki. pannig tapaði fylkið tugum þúsunda, ekki ein- ungis beinlínis með of háu verði, heldur sérstak- lega óbeinlínis, af því keyptar voru lélegar vörur. Um það var ekkert spurt og eftir því ekkert grenslast hvort varan var nýt eða ónýt, heldur hinu eingöngu hvort seljandinn væri framsóknar eða afturhaldsmaður; væri hann það síðara þá var keypt af honum, hvað sem um verð eða gæði var að segja. Sá sem fyrir kaupum stendur nú fær nákvæm- ar upplýsingar um það hvaða vörur þurfi að kaupa, hversu mikið af hverri tegund og hvenær, og kaupir hann því ekki út í bláinn, eins og áður tíðkaðist, þannig, að miklar byrgðir voru ke>T)tar af einhverjum í launa skyni fyrir trútt fylgi, hvort sem vörurnar voru allar nauðsynlegar eða eigi pegar einhverja vöru þarf, eru send eyðublöð til félaga, sem þá vöru selja, og þau látin segja þar fyrir hversu mikið þau vilji selja ákveðna uppbæð af hinni tilteknu vöru. Tilboðin útfylt eru svo send til baka og prufa af vöranni; er síð- an keypt af því félagi sem umboðsmaður álítur að bjóði bezt, en skrifað samþykki viðkomandi ráðherra þarf að fylgia hverri pöntun. Nákvæm bókfærsla er haldin yfir alt, sem keypt .er, og má þannig sjá hvenær sem er hvernig reikningar standa og hvemig þessari deild er stjómað. Manitoba er fyrsta fylki í Canada, sem þetta hefir reynt; hafa hin Vesturfylkin haft á því vakandi auga, hvernig þetta mundi takast, og eftir tveggja mánaða reynslu hefir Manitoba sparað svo mikið fé, einmitt í sambandi við þessa aðferð, að tvö önnur fylki era í undirbúningi með það að taka upp sömu aðferð. pykir ekki ólík- legt að þetta verði að reglu innan skamms í öll- jm fylkjum ríkisins. pjóeign opinberra verzlana eða fyrirtækja er að ryðja sér til rúms og til þess má þetta teljast Hrygðarefni. Vér vorum staddir niður í aðalbænum í YVinnipeg sunnudaginn 1. þ. m. Verkamenn höfðu ákveðið að halda fund um alment málefni, sem alla varðaði. Níu þúsund manns voru þar saman komnir. Einn þeirra manna, sem fólkið hafði valið sem fulltrúa sinn hóf máls, og kvaðst vænta þess, að borgarar þessa bæjar hlýddu á sanngjarnar ræð- ur stillilega fluttar, með athygli og prúðmensku. Lengra komst hann ekki; þá hlupu á hann flokkar manna með ópum og óhljóðum, börðu hann og hneptu í fangelsi. Annar borgari bæjarins hóf máls; en það fór á sömu leið, nema enn þá ver var farið með hann. Og svona fór það með fjóra menn. Einn maður var eltur inn í hús, þangað sem hann flýði, og eftir því sem blöðin segja réðust að honum 20 manns, þar sem hann ætlaði að fela sig úti i horni og forða sér, beittu við hann steinum og staurum. Til þess að reyna að verja sig tók hann upp vasahníf sinn og fyrir' það var hann tekinn og kærður, þótt sanngjarn og réttlátur dómari sýknaði hann seinna. Og hvaða menn voru svo þetta, sem þama bárust á svo að segja banaspjótum? Voru þetta óvinir? Voru það menn, sem ekkert kom hver annars hagur við? Annars vegar voru verka- menn bæjarins, hins vegar hermenn. Með öðrum orðum flestir þessara manna voru verkamenn, sem allir hafa til skamms tíma unnið saman eins og bræður, og allir verða að afloknu stríðinu að vinna saman eins og bræður, ef vel á að fara. pegar hermennimir koma aftur úr stríðinu sumir fatlaðir og veikir, sumir heilir og hraustir, þá verða það verkamennimir, sem standa og sitja þeim við hlið í verkstæðum og annarsstaðar. pað verða verkamennimir, sem reynast þeim sannastii vinimir; það verða verkamennirnir, sem mest og bezt styrkja hina lömuðu, fötluðu og veiku; það verða verkamennirnir, sem höndum taka saman við þá hraustu á móti kúgun auðvalds og óstjómar. Oss rann til ryfja að horfa á þenna ljóta leik, þar sem vinir og bræður, samstarfsmenn og sam- stéttar létu æsast til annars eins og þarna fór fram. Og vér gátum ekki að því gert að oss fanst sem þessir menn — verkamennimir í vinnufötun um og verkamennimir í hermanna fötunum, hefðu heldur átt að halda sameiginlega fundi til þess að ræða það mál er fyrir lá; ræða það með stillingu, en einurð, þar sem hver um sig héldi fram sínum málstað og reyndi að sannfæra hinn með þeim ásetningi að skilja í bróðemi, jafnvel þótt sitt sýndist hvorum. En þessi aðferð, ef hún heldur áfram, hlýtur að leiða af sér eitt, það er kulda, ef ekki óvináttu milli verkamanna og hermanna, þegar þeir koma heim aftur. En slíkt er grátlegt. Og hver er valdur að þessu? Hverjum er það að kenna? Er það að kenna eingöngu hermönn- unum? Nei, langt frá að svo sé, eftir því, sem oss getur bezt skilist. Ábyrgðin hvílir á dagblöðunum. pau hafa kveikt þennan eld, þau hafa æst hermennina, sem auðvitað eru eins friðsamir menn í eðli sínu og hinir verkamennimir. pau bera ábyrgðina á þess- um ófögnuði. í stað þess að flytja friðstillandi greinar, sem bæru hlýyrði milli þessara tveggja bræðrafylking« — hermannanna og heimamanna, hafa þau kastað út sprengikúlum mörgum og stórum við hvert tækifæri og afvegaleitt hermennina, þjóðinni og landinu til ógæfu. Hersafnaður er svo að segja enginn nú, og því er verið að grípa til herskyldu, en mun ekki þetta eiga þátt í tregðu verkamanna til þess að innrit- ast? Er ekki líklegt í þessu máli sem öðra að hægra væri að sannfæra vel gefna heilbrigða al- þýðu með friðsamlegum og skynsamlegum rökum en með hnefanum? Fari hver í sinn eiginn bafm og svari fyrir sig. Er ekki þetta líklegra til að koma inn hjá mönn- um kergju og þráa, ef ekki öðra verra? Mundi ekki hinn góði málstaður hermannanna með hóg- værum ræðum og skýringum vinna betur hugi verkafólksins en þessi aðferð? pað var oss hrygðar efni að horfa á þennan leik. Vér vonum það að ungir íslendingar í her- mannafötum taki ekki til slíkra ráða. Vér vonum að hið íslenzka drenglyndi sé enn með svo miklu fjöri að það beiti fremur röksemdum en hnefa. Vér vonum að fslendingar hafi ekki gleymt því, að vera ærlegir mótstöðumenn. Kynjalyf. í öllm löndum eru til menn sem koma fram með blekkingar, til þess að græða fé. f öllum löndum er nóg til af trúgjömu fólki til þess að hlaupa eftir skrumi óg skjalli, sem fjár- dráttarmenn og svikarar láta blöðin flytja um það sem þeir einir hafi til sölu. í öllum löndum er til fólk, sem helzt trúir því sem það getur ekki skilið og haldið er leyndu fyrir því. Eitt af því sem glöggast sýnir þetta eru kynjalyfin eða einkaleyfis meðulin svokölluðu. peir eru fáir, sem eins langt leyfa sér að fara i takmarkalausum staðhæfingum og hinii svoköll- uðu læknar, sem gera sér það að lífsuppeldi að flá menn og rýja með því að telja þeim trú um að þeir hafi fundið upp entthvað amættis kynjalyf, sem eigi við öllu. í Califomia er gefið út blað, sem heitir “Medical World”; heitir sá Taylor og er læknir, sem því stjómar. Hann hefir tekið sér það fyrir hendur að rannsaka efnafræöislega allmorg þeirra kynjalyfja, sem fjárdráttarmenn og glæfragosar svíkja inn á alþýðu fyrir ránsverð, svo miljónum dala nemur árlega. Auglýsingamar í Öllum blöðum landsins syngja þessum svikablöndum lof og dýrð á degi hverjum og skapa á þær trú fólksins, 3em eðlilega veit ekk- ert í þessu efni nema það, sem því er sagt. Alls konar glamrandi vottorð fylgja oft þess- um skrumauglýsingum; eru þau stundum frá fólki sem leigt er eða keypt til þess að ljúga; stundum blátt áfram tilbúin undir nöfnum dauðra manna; stundum þannig að fólk er narrað til þess að skrifa nöfn sín undir það sem það veit ekki hvað er o.s.frv. pessi kynjalyf eru mörg meinlaus og gagns- laus í sjálfu sér; það er oft það bezta, sem hægt er að segja um þau; en því miður eru þau það ekki altaf. . . Fjöldi þeirra er búinn til úr deyfandi efnum og svæfandi; en slík lyf era flest eitrað og veikl'’. þann, er þeirra neytir. Ástæðan fyrir því, að deyfandi efni eru höfð í þessi kynjalyf er sú, að með því móti finnur fólkið að þau hafa áhrif. Einhver hefir þrautir einhversstaðar af ein- hverjum ástæðum, og hann hefir við hendina eða nær sér í kynjalyf, sem á við öllu mögulegu, eins og þau era flest, og kvalirnar linast vegna þess að í lyfinu er deyfandi efni, ekki svo að skilja að þau hafi minstu áhrif á veikina, heldur sljófga þau tilfinninguna í bráðina. Og í þessu er fólgin aðalhættan. Einhver vildi nú ef til vill segja að það sé þó þakklætisvert að losna við þjáningar, en sá er margur, sem.flýtt hefir göngu sinni til grafar og lokað lífsleiðum sínum, einmitt á þann hátt að hann notaði deyfandi lyf í hvert skifti sem hann fann til þrauta; fór því ekki til læknis og sjúk- dómurinn sem hann gekk með náði haldi á honum. áður en við var gert á skynsamlegan hátt. Til eru þau lyf, sem sagt er að lækni alla mögu- lega sjúkdóma; innvortis og útvortis, langvinna og bráðdrepandi og ólæknandi! ! Vér munum eftir einum eða tveimur auglýs- ingum, þar sem þessir kynjalyfsalar taka stafrof- ið og hafa það sér til aðstoðar við upptalningu allra sjúkdóma sem þektir eru og óþektir, til þess að vera vissir um að gleyma engum þeirra og gera blátt áfram þá óskammfeilr.u staðhæfingu að lyf þeirra lækni þá alla. Vér viljum alvarlega og einlæglega vara fólk við þess konar skrumi, því það er ekki einungis hættulegt að því er fjárdrátt snertir, heldur einn- ig fyrir heilsuna. Engum slíkum staðhæfingum ætti fólk að trúa. pað er heilög skylda blaðanna að vara fólk við þessu, sem hverjum öðrum voða. Sannleikurinn er sá að stjórnir landanna ættu að banna það aug- lýsingaskram, sem kynjalyfsalar gera sig seka í hér í landi. pað er þjóðarplága, til þess gerð að tæla fé úr úr saklausum, veikluðum og auðtrúa mönnum og konum, sem oftast verður til þess að veikla heilsuna enn þá meira. Ekkert lyf ætti að vera selt nema því aðeins að forskriftin fylgdi með hlutfalls efnasamsetn ingu og enginn ætti að geta hegningarlaust hlaðið lognu skrumi á lyf þau er hann selur. öll lyf ættu að vera rannsökuð undir umsjón stjórnarinnar og það bannað að viðlagðri refsingu að segja áhrif þeirra önnur en þau, sem viðurkend eru aJ völdum ríkisins eftir nákvæma reynslu. En á meðan það eru ekki lög; á meðan úlfurinn fær að leika laus er áríðandi að lömbin séu sem vörast um sig og láti ekki ginnast né dáleiða sig með lognum fagurgala og glæpsamlegu skrami. “Útlendingar og atkvœðis- rétturinn.” Svenska blaðið “Norröna” hér í bænum flytur ritstjórnargrein 5. júlí, sem er eftirtektaverð og birtir sömu skoðun og fram hefir verið haldið í Lögbergi. Greinin er þannig: “Hið afar afturhaldssama málgagn “Winnipeg Telegram” á erfitt með að gera sér gott af kosn- ingarúrslitunum í Saskatchewan og óförum aftur- haldsflokksins þar. Blaðið gefur Borden bendingu eða skorar á hann að taka tafarlaust atkvæði af “útlendingum” hér í landi, vegna þess að annars séu dagar afturhaldsins í Vesturlandinu taldir. pessi “prússneska” uppástunga eða áskorun er borin fram í fullri alvöru; og þegar vel er athugað þá hefir tillagan ekki litla þýðingu. pað er hlutverk blaðsins “Telegram” fyrst og fremst að styðja afturhaldsflokkinn í Vestur Canada, og mun blaðinu ekki skjátlast þegar það heldur því fram að flokkurinn muni verða sendur fyrir ætternisstapa hér vestra, ef aðrir en inn- flytjendur frá hinum óbifanlegu afturhaldsflokk- um í Austur Canada fá rétt til þess að hafa áhrif á stjómmálin framvegis. Hinir “útlendu” innflytjendur eru ekki aftur- haldsmenn. peir brutu af sér þau bönd, sem knýttu þá við ættjörð og fortíð og fluttu til þessa nýja lands, vegna þess að þar voru meiri vonir um einstaklingsfrelsi og einstaklingsframfarir Cg híð víðáttumikla frjálsa land, sem þeir fundu, féll þeim vel í geð, af því þeir fundu þar einnig frelsi. Hér úti á hinum miklu sléttum var stétta- skiftingin ekki eins ákveðin. Hér þurfti ekki að taka ofan hattinn fyrir einkennisbúnum embætt- ismönnum hvar sem farið var; hér var ekki her- skylda, heldur ríkti einstaklings frelsi í fyllra mæli en margir þessara “útlendinga” höfðu notið á ættjörðu sinni. Einmitt vegna þess að hér var frelsið meira en innflytjendumir áttu að venjast heima fyrir. kunnu þeir betur að nota það en hinir, sem höfðu alist upp við það og því ekki veitt því at.hygli. Og vafalaust hafa þeir sem framsýnastir voru þessara “útlendinga” oft velt fyrir sér hugsuninni um það hvort þetta frelsi og frjálsræði mundi haldast framvegis; hvort flokkaskiftingln og þvingunarlögin og kúgunin mundi nú ekki verða flutt hingað inn í þetta frjálsa land, þegar það eldist og skipulag kæmist þar á. Og margir ærlegir “útlendingar” hafa strengt þess heit í hljóði að hvenær og hvar og á hvem hátt sem þvingunin og afturhaldið reyndi að teygja upp trjónuna í þessu þeirra fósturlandi og ætlaði að undiroka fólkið til hagsmuna fyrir hina fáu og sérstöku flokka, þá skyldu þeir ekki liggja á liði sínu; þá skyldu þeir sem frjálsir borgarar bjóða öllu slíku byrginn og segja því stríð á hend- ur. peir eru framsóknarmenn þessir “útlending- ar”, vegna þess, að þeir geta skilið gildi frelsisins og þýðingu þess. Sir Robert Borden og afturhaldsflokkurinn hans getur ekki vænst mikils stuðnings frá “út- lendingunum”; og þegar “Winnipeg Telegram” stingur upp á því að atkvæðisréttur sé tekinn af þeim, þá er sú uppástunga ekki fjarri sanni, ef aðeins er hugsað um hana frá sjónarmiði aftur- haldsflokksins.” pannig farast blaðinu “Norröna” orð um þetta mál. SÓNHÆTTIR (Sonnets). ■ __ __________VI. Full,_________ Ver heimtum stundum meiri munar-drykk en mannþrek vort og gætni torgað fær. En einmitt þá, er hrifning hörpu slær inn hæsta streng, svo gleymist tímans dikk, þér sjónum fyrir rofnar þokan þykk og þú sérð óskalandið færast nær — þ v sprengir af sér háband hugsjón skær og h jfir sig til flugs í einum rykk. En þ )gar geð, er aftur orðið jafnt — hver æð og taug í réttar skorður feld, í anda þínum geymist sýnin samt, er sástu fyrr við leiðslu-kyngi ramt. Og þangað sækja sýknir dagar eld, og söguþræði fálát vökukveld. P. P- P 4 4- 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4- 4 4 THE DOMINION BANK STOKVSETTUR 1871 HöfuðstóU borgaður osr varasjoour . . $13.000,000 Allar ei?nir...................... $87.000.000 Bankastörf öll fl.16tt og samvizkusamiega af hendi leyst. Dg áherzla lögð á að gera skiftavinum sem þægilegust viðskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaðir eða þeim bætt við innstæður frá $1.00 eða meira. tvisvar á árí—30. Jöní og 31. Desember. 384 Notre Ounw Branch—W. M. HAMH/TON, Maimger. Selklrk Branch—M. 8. BURGJKR, Mana^er. ♦ 4 4 4- 4 4- 4- 4- 4* 4 4 4 4- 4- 4 4- 4 4 I ■ ■ 1 !l*S£^V*£L NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu....$ 848,554 formaður ......... Capt. WM. ROBtNSOK Vice-President - JAS. H. ASHDOWN Sir I). C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWT,F E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOIIN STOVKD Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlð elnstakllnga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvuða staðar sem er á Islandl. SérstakuF gaumur gefinn sparlsjóðslnnlögum, sem byrja má meC 1 dollar. Rentur lagCar vlC á hverjum 6 mánuCum. T’ E. THORSTEINSSON, Ráðamaður Cor. William Ave. og SKerbrooke St., - Winnipeg, Man. Vatnabygð. Vatnabygðin vingjamlig, vors þig skreytir blómi; öllum þeim sem yrkja þig ertu lán og sómi. Verður mér í huga hlýtt hagsæld þína að líta, vinaböndin við þig knýtt vil eg aldrei slíta. Hjá mér lifir tiJ þín trygð trúrri en bygða flestra, eins og væri Argyle-bygð endurfædd hér vestra. pú í engu efni sést eftirbátur hinna, þeirra er fá sig búið bezt bygðasystra þinna. Hlífi guð og gæfu hönd gróðri akra þinna, fegrast bú og fríkka lönd frænda og vina minna. Vertu blessuð, Vatnabygð, vini kveð eg mína; vonir þeirra, verk og dygð vef í framtíð þína. B. Walterson. Stefnuskrá bænda. ingasjóði bæði fyrir og eftir kosn- ingar. 11. A8 hætt sé aö láta menn ganga fyrir vinnu eða embættum eftir því hvaða flokki þeir tilheyra. 12. Fullveldi fyrir fylkin að því er vínsölu snertir, bæði með tilbúning, útflutning og innflutning. 13. Að þegar konur hafi fengið atkvæðisrétt i einhverju fylki þá nái það einnig til sambandskosninga. Nokkur af þingmannsefnum frjáls- lyndaflokksins hafa þegar skuldhund- ið sig til að fylgja þessu. Nýir verkfrœðingar. 1 vetur luku prófi við fjölistaskól- ann í Kaupmannahöfn Steingrímur Jónsson og Hjprtur Þorsteinsson, Steingrimur í rafmagnsfræði og fékk ágætiseinkunn, en Hj'rtur í almennri verkfræði. Hefir Steingrimur ráðist til Kristjaniu en Hjörtur hefir feng- ið veitingu fyrir aðstoðarmannsstöð- unni hjá landsverkfræðing vega- og brúargerða og er nýkominn heim. Við fjöllistaskólann í Kaupmanna- höfn stunda nú nám að eins tveir Is- lendingar, annar í almennri verkfræði en hinn í efnafræði. Eiga þeir báðir nokkur ár enn til fullnaðarprófs. 3 landar eru nýbyrjaðir, og hafa enn ekki lokið inntökuprófi á skólanum. Hér er þegar tilfinnanlegur skortur verkfræðinga og fer sivaxandi, ett þessi viðkoma er algerlega ófullnægj- andi. Bændur vesturfvlkjanna hafa sam- þykt stefnuskrá sem þeir krefjast að allir samþykki áður en þeim sé heitið fvlgi bændafélaganna til sambands- þingskosninga. Alstaðar þar sent hvorki frantsóknar- né faturhalds- þingmannsefni fæst til að lofa að fylgja stefnuskrá þeirra hafa þeir á- kveðið að útnefna sitt eigið þing- mannsefni. Stefnuskrá þeirra er þannig: 1. Alfrjáls verzlun við Bretland. 2. Að allir tollar séu teknir af öll- um matvælum, akuryrkjuverkfærum o. s. frv. 3. Að minkaður sé tollur á öllum lífsnauðsynjum. 4. Að beinn skattur sé lagður á alt óyrkt land og landsnytjar. 5. Að lögleiddur sé hækkandi tekju skattur á allar tekjur sem fari yfir $4,000 á ári. 6. Að mikill og hlutfallslegur skattur sé lagður á alt erfðafé, er mikltl nemi. 7. Að lagður sé skattur á tekjur félaga þegar þær fari yfir 10%. 8. Þjóðeign allra járnbrauta, rit- síma og flutningatækja. 9. Bein löggjöf í öllum liðum. 10. Að birt sé skýrsla um kosn- Þegar veðrið hitnar verða menn æfinleKa fóta- veikir. Súrir þreytu verkir koma í fæturaa, en þá má auð- vclilleKn lirkna, og minka of mikinn svlta með því að nota “Penslar" lækuinini. Uátið fæturna ofan í volgt vutn. sein tvær tiiflur af “Roatl Toy” liafa verið leyst- ar npp í. Notið síðan “Tread Easy” fótaduft. pað jreiiKur na'ts krnftuvcrki hversn hæt- andl áhrif það hefir á fa‘t- iinia, Kostar 25 cents liver tafla og því 50 oent í hverí skifti. The Sargent Pharmacy 224 Sargent Ave. Sfmi S. 4630 umimmimimmnm Minning Rögnvalds Ólafssonar Stjórn V. F. í. hefir áformað í sani- einingu v'ið bekkjarbræður, vini og samverkamenn Rögnvalds heitins ÓI- afssonar húsameistara, að gangast fyrir því, að honum verði gjörö minningartafla úr bronce, er settt verði upp á Vifilstaðahælinu, og hefir fengið leyfi stjórnarráðsins til þess, Ríkharður Jónsson gerir upptlrátt að töflunni. Leiðtogi Iátinn. Eins og kunnugt er búa allmargir Kinverjar hér i Winnipeg. Iveiðtogi þeirra og ráðgjafi í öllum efnum hét Joe Kim You. Hann andaðist 27. júní úr tæringu. Hann Var útskrif- aður lögmaður frá háskóla í Massa Chusette og hálærður maður. Fylgdu honum allir Kínar hér til grafar. Hann var grafinn í Elmwood kirkju- garði á kristinn hátt. Fjórum stórskipum sökt. Fjórum stórum flutningaskipum frá Bretum sökktu Þjóðverjar nýlega, sv'o að segja öllum í senn. Þau voru að flytja korn og aðrar vistir frá Bandaríkjunum. Skipin hétu.Ultonia frá Cunnard félaginu, 6,593 smálestir á stærð, Haverford, frá Ameríska fé- la'ginu, 11,635 smálestir, Buffalo, frá Wilson félaginu, 2,586 smálestir og Manistee, frá Cttnnard félaginu. — Haverforcf er stærsta flutningsskip, sem Þjóðverjar hafa sökt. Áskorun. Eins og Lögberg hefir minst á fyr er af alefli unnið á móti bannlögum á íslandi af fáeinum mönnum. Nú hafa tnargir ágætismenn þjóðarinnar tekið saman höndum lögunum til varnar og þar á meðal hefir verið birt áskorun í ísafold 30. maí, þar sent þjóðin er eggjuð til starfs t því efni að láta framfylgja lögunutn og á hana skorað að slaka ekki til í neinu. Þess er getið í áskoruninni hvílik blessun þegar hafi stafað af hanninu og hvílík óheill það væri ef í nokkru væri þokað til. Þessir skrifa undir áskorunina: Séra Sigurður Gunnarsson, Jón læknir Rosenkranz, Jónas Jónsson frá Hriílu, Halldór Jónasson kennari, Jón Asbjörnsson lögmaður, Arni Ei- ríksson kaupmaður, Séra Eriðrik Eriðriksson, Guðmundur Björnsson landlæknir, Séra Guðmundur Helga- son fonnaður búnaðarfélagsins, Har- aldttr Árnason kaupmaður, Jakob Jónsson kaupmaður, Jón H. Hjaltalín héraðslæknir í Reykjavik, Knud Zimsen borgarstjóri í Reykjavík. Séra Magnús Helgason forstöðumað- ur kennaraskólans, O. Ellingsson kattp., Séra Ólafttr Ólafsson, Pétur Halldórsson bóksali, Séra Sigurbj. V Gíslason, Árni Jóhannsson bankarit- ari, Einar Þorkelsson skrifstofustjóri. i

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.