Lögberg - 16.08.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.08.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FÍMTUDAGINN 16. AGÚST 1917 Verzlunar-erindsreki Islands kominn aftur Arni Eggcrtsson. Arni Eggertsson Hann koin frá íslandi um helgina með Lagarfossi; hafði skipiS verið óvenjulega iengi á leiðinni sökum þoku. Árni mætti sem fulltrúi Vestur- íslendinga á ársfundi Eimskipafé- lagsins; hafa störf þess fundar verið skýrð að nokkru i Lögbergi og v'eröa að fullu skýrö síðar. ÞaS eru oss gleSitíðindi að stjórn- in 4 Islandi hefir kjörið Eggertsson sem verzlunarfulltrúa sinn hér í álfu •—bæði í Canada og Bandaríkjunum •—á hann að sjá og annast um kaup á vörum og verzlun landsins yfir höfuð í Vesturheimi. Þetta er trún- aðarstaða mikil og sýnir hvílíkt álit Eggertsson nýtur heima; enda er þaS öllum kunnugt sem hann þekkja að hann er frábærum dugnaði gæddur. Eggertsson veröur framvegis á víx! í Winnipeg, New York og Ottawa, Hann fer til New York að viku lið- inni og dvelur þar um tíma. Lögberg óskar honum til hamingju með þetta virðulega starf, og efumst vér alls ekki um að hann leysi það af hendi sjálfum sér og Vestur-íslendingum til sóma og ættlandi voru til heilla. Skógareldar. Skógareldar í British Columbia, sem nýlega var getið uin í Lögbergi, hafa valdið $5,000,000 tjóni, en í Al- berta hefir tjónið numið $3,000,000, af sömu orsökum. Eldarnir eru ekki til fulls slöktir enn, þótt þeir séu í rénun. Settir í fangelsi. Þrír merkir menn í Minnesota voru teknir fastir og settir í fangelsi 8.-10. þ. m., allir fyrir það að tala gegn herskyldunni. Einn þeirra er J. O. Bentall, sem sótti um forsetastöðu við síðustu kosningar; annar er Fritz Bergmeister ritstóri að þýzku blaði og hinn þriðji A. L. Sugarmann, for- maður ungra iðnaðarmanna. Verkfall og manndráp. 1 bænum Lima í Ohio í Bandaríkj- unum gerðu strætisvagnaþjónar verk- fall nýlega. Aðrir voru fengnir til að vinna á vögnunum, en verkfalls- menn reyndu að hindra það. Lög- reglan lét skjóta á þá og meiddttst margir, en 3 voru skotnir til dauðs. Fimur glæpamaður. Maður sem Steve Honkij heitir var tekinn fastur fyrir grun um að hafa stolið fé og brotist inn í hús tií þess. Hann, beið yfirheyrslu í mið- stöð lögreglunnar hér í bænum, en kontst þaðan út 8. þ. m. þannig að hann fleygði sér út um glugga og stökk niður 20 fet. Komst hann und- an og hefir ekki fundist. ....' • t BÍiúwj-'w':. . ' ’.vk’..*' Einkennileg “réttvísi”. Bæjarstjórninn í Ottaw ákvað að afla bæjarbúum ódýrari kola og ann- ars eldiviðar með því að kaupa og selja á eigin reikning; með öðrum orðum að bærinn verzlaði sjálfur með eldivið. En járnbrautarnefnd, sem úrskurð hefir í því máli ákveður að bærinn hafi ekki rétt til slikrar verzlunar.— Einkennilegt. 80 skorast undan. Áttatíu af hundraði af öllum her- skylduðum mönnum í Bandaríkjunum hafa skorast undan herþjónustu og haft það að ástæðu að þeir hefðu skyldulið fyrir að sjá. Crawder hershöfðingi hefir farið þess á leit að strangara væri eftirlit og færri mönnum veitt undanþága en verið hefði. Hermenn útilokaðir. Samkvæmt fréttum á laugardaginn hefir stjórnin á Bretlandi gert þau ákvæði að hermönnum leyfist ekki að sækja stjórnmálafundi. MacPhersoii hermálastjóri lýsti því yfir á föstu- daginn að þessum lögum yrði strang- lega framfylgt hér eftir. Er það mjög einkennilegt, og að því er oss virðist ósanngjarnt. Dr. Liefknecht laus. Eins og lesendur Lögbergs munu minnast var Dr. Liebknecht foringi jafnaðarmanna á Þýzkalandi tekinn fastur og dæmdur í fangelsi í fyrra fyrir þátttöku í athöfnum á móti stríðinu. Nú hcfir hann verið látinn laus af þýzku stjórninni v'egna þess að hætta var talin á að hann mundi deyja í fangelsinu. Er sagt að hann sé aðfram kominn af tæringu, og sé ekki orðinn nema 84 pund að þyngd. Dr. Liebnecht er litill maður vexti, en langt hlýtur hann þó að ven leiddur ef þetta er satt. Sprenging og manntjón. Sprenging og bruni varð í lyfja- verkstæði í Lundúnaborg 10. þ. m.; fórst þar allmargt fólk og fjöldi lim- lestist. Ekki er þess getið hvernig á sprengingunni hafi staðið. púsund skip farast. Samkvæmt skýrslu sem nýlega er birt í danska blaðinu “Aftenbladet” liafa 9333 skandinavisk skip farist á tundurduflum eða verið skotin síðan striðið hófst; þar af eru COO norsk, 187 dönsk og 146 svensk. Alls hafa íarist á þessum skipum 500 sjómenn. Sviftir eftirlaunum. Blöðin segja þá frétt á fimtudag- inn að margir af Canadamönnum í hernum á Englandi séu veikir af kyn • ferðissjúkdómum, og er ráð gert fyr- ir að þeir sem þannig veikist og eigi sjálfum sér um að kenna fái engin eftirlaun. Uppskeruhorfur. Svo lýtur út sem uppskera verði i langrýrasta lagi í Canada yfirleitt i ár. Regnið kom of seint; þurkar höfðu verið bæði skrælandi og lang- v’arandi og vorið hafði verið kalt. ‘ Þegar regnið loksins kom var kom- inn kyrkingur i allan gróður og eng- in von þess að meðaluppskera geti orðið. Á stöku stöðum eru þó und- antekningar frá þessu og þar á með- al í Vatnabygðum í Saskatchewan. Þar lítur út allvel, og nema því að- eins að haustfrost komi snemma, verður uppskera góð ; en sökum þess að alt er í seinna lagi eru menn hræddir við frostin. Alt í uppnámi. RÆÐA SIR WILE RID LAURIERS Til vandræða horfir nú í Banda- rikjunum vegna þess hversu margir hafa risið upp gegn herskyldunni. I Oklahoma hefir borið einna mest á því, en talsvert einnig í mörgum öðr- um ríkjum; jafnvel í Minnesota og Norður Dakota. Andstæðingar herskyldunnar hafa náð sér í vopn og skotfæri og rísa upp í flokkum búnir til stríðs. Mörg hundruð hafa verið tekin föst af þess- um mönnum og hugsar herstjórnin sér blátt áfram að láta dæma þá til dauða sem mæla á móti herskyldu; en engar heitingar og ekkert vald virð- ist hindra þá frá áformum sínum. Dæmd til dauða. Sir Wilfrid Laurier flutti ræðu i þinginu 18. júní um herskyldufrum- v'arpið; mun mörgum lesendum Lög- bergs þykja fróðlegt að sjá hana, enda eiga þeir heimting á að heyra og sjá stefnu þess manns, sem þing alls Vesturlandsins hefir nýlega lýst á fullu trausti, svo að segja í einu hljóði. Þessi ræða verður óefað partur af veraldarsögunni, ekki síður en ræða Wilsons forseta, þótt þær séu alló- líkar. Ræðan er svo skýr og greini- lega rakið málið frá öllum hliðum að engnm er ofvaxið að skilja. Tillaga Lauries v'ar sú, að her- Japönsk stúlka hefir verið dæmd til dauða á Frakklandi fyrir það að njósna. Hún heitir Matahari, en það þýðir á japönsku “Auga morg- unsins”. Stúlka þessi hefir beðið um líflátsfrest til þess að hún geti skrif- að æfisögu sína á sex tungumálum, áður en hún sé drepinn. Málin eru: enska, franksa, þýzka, japanska, hollenzka og Java mál. Rússum bönnuð heimkoma. Mörg hundruð Rússum frá Banda- ríkjunum, sem ætluðu heim þegar frjálsri stjórn var lýst yfir, hefir ver- ið bönnuð heimkoma af ráðaneyti Kernensky. Hann heldur því fram að óeirðirnar séu að miklu leyti að kenna heimkomnum mönnum frá Bandaríkjunum. Þeir segi að þar vestra sé verra ófrelsi en nokkurn tíma hafi verið á dögum keisara- stjórnarinnar rússnesku; blöðum s’ bannað að flytja mál fólksins og skipað að þegja og aiálfrelsi þekkist ekki; þeir segi að Bandaríkin hati farið í stríðið af eigingjörnum og ámælisverðum ástæðum og forsetinn fari með fólkið eins og harðstjóri eða einvaldur. Þessar fréttir, sem Kernensky segir að séu alveg rangar segir hann samt að hafi þau áhrif að draga úr áhuga manna í stríðinu og koma inn þeirri skoðun að bezt sé að semja sem fyrst frið. Eina ráðið að koma í veg fyrir slík áhrif segir hann að það sé að banna mönnum að koma heim. brezka ríkisins og sýna heiminum, eins og í voru valdi stóð, að allir þjóðflokkar í hinu mikla ríki voru væru tengdir böndum einingarinnar í þessu mikla frelsisstríði. En mér til djúprar hrygðar verð eg að geta þess að sú stefna, sem stjómin er að taka nú, er ekki í sam- ræmi við þau atriði frjálsrar stjórn- ar, sem oss skilst að liggi til grund- v'allar fyrir siálfri tilveru hins.mikla brözka ríkis og stjórnarskrár þess rikis. Þótt eg standi hér upp í dag til þess að mótmæla frumvarpinu. þá er það mér fremur hrygðareíni en hitt; þvi skoðun mín hefir ekki breyzt skylda yrði ekki gerð að lögum fyr á Þvi niáli sem um er að ræða — stnðinu. Hjarta mitt og hugur eru Druknun. Seglskipið “George A. Marsh” frá Belleville í Ontario strandaði fyrr þriðjudag á heimleið frá New York, ar' hlaðið af kolum. 16 manns voru skipinu alls og druknuðu 12 en fjórir björguðust á sundi. Konu veitt atför. Mrs. Hjörtur Hanson í Selkirk, kona Hansons þess er vann hunda- kapphlaupið frá Headingly í sumar varð fyrir því fyrir tveim vikum sið- an að ólcunnir menn komu í bifreið þar sem hún var á heimleið frá sam- komu. Réðust þeir á hana; breiddu dúk yfir höfuð henni og andlit til þess að hún gæti ekki aðgætt þá eða þekt; tóku hana og báru út að tjörn, tóku síðan um fætur hennar og þerð- ar og köstuðu henni eins langt út i tjörnina og þeir gátu. Að þessu verki loknu fóru þeir burt i flýti, cn konan komst upp úr tjörninni og heim. Kona þessi hefir nýlega kært mann fyrir ókurteisi og er haldið að þetta sé í sambandi við það. Biðja um járnbraut. Bænarskrá kom fyrir flokksþing frjálslyndra manna á miðvikudaginn frá 500 bændum í Amarauth-bygðinni. Beiddust þeir þess að járnbraut væri lögð frá Amarauth til Winnipegosis. Hérað það sem þessir menn eiga heima í er 4000 fermílur að stærð, en þeir v'erða að flytja alt á hestum og uxum. Sprenging. Heimili Sir Hugh Graham i Montreal eða Athelstane lávarðar sem riú er, varð fyrir sprengingu 9. þ. m. Hafði einhver sett sprengikúlu inn í húsið; skemdist það allmikið þegar hún sprakk, en ekkert mann- tjón varð. Er álitið að þetta hafi verið gert í hefndarskyai fyrir rit- stjórnargrein um stríðið. en fólkinu hefði verið leyft að greiða atkvæði um málið, og var stefna hans hér í landi að þvi leyti hin sama og La Follettes í Bandaríkjunum. Hann vildi leyfa fólkinu atkvæði þar um málið, en Wilson neitaði; hefði ef til vill betur farið, ef ráðum La Fol- lettes hefð, verið fylgt og vonandi brennir Canada sig ekki á sama soð- inu, sem er að sjóða þjóðlíkama vorrar kæru og miklu systur og ná- granna þjóðar. Ræðan er þannig: “Háttvirti þingstjóri. Þegar for- sætisráðherrann fyrir rúmri viku talaði um þetta mál, lýsti hann i lok ræðu sinnar þeirri von að málið yrði rætt með sanngirni og stillingu og án allra stóryrða of heiftar. Eg get fullvissað hann um það, að svo fram- arlega, sem í voru valdi stendur hér megin í þingsalnum, skal það vera stefna vor, jafnv'el þótt vér föllumst ekki á frumvarpið, að greiða götu sanngirninnar og leitast við að finna sannleikann í málinu. Og vér munum gera það í þeim anda aö bera fram skoðanir þeirra að eins, sem ekkert Iáta sér annara um, en hag þessarar þjóðar og þessa lands; gera það á þann hátt sem guð veitir þeim sjór, að sjá réttast og skyn að skilja. Eg skal jafnvel fara svo langt í þessa átt að andmæla ekki hinum ægilegu orðum forsætisráðherrans, sem jafn- ast á við hótun, þegar hann sagði að hann hugsaði ekki svo mjög um þann dag þegar lögin ættu að samþykkjast heldur um fram alt um þá stund þeg- ar hermenn vorir kæmu heim aftur og yrðu þess varir að lögin hefðu ver- ið feld. Leyfið mér að andmæla eindregið mínum virðulega vini í þessu atriði. Canadisku hermennirnir eru borgar- ar þessa lands. Þeir hafa farið frá heimkynnum sínum til þess að berj- ast fyrir þvi málefni, sem þeir telja — og það réttilega — málefni. frels- isins. Eg er tregur til þess að trúa því að þegar þeir koma heim aftur þá gleymi þeir þeim grundvallarat- riðum, sem þeir hafa helgað líf sitt, hvaða forlögum sem þetta lagafrum- v'arp kann að mæta i höndum þeirrar þjóðar, sem enn þá er frjáls þjóð. Vér verð'um að varðveita einingu. Þegar eg byrja að tala um þetta frumvarp með sanngirni og stillingu skulum vér ekki vikja út af vegum, sem vér allir á þessu þingi höfum fylgt, og sérstaklega síðastliðin þrjú Eg beini orðum mínum til rétt- lætistilfinninga allra manna á þingi þess\i og spyr hvort vér, hinir þegn- hollu andstæðingar hér í þinginu, höfum nokkru sinni mælt eitt einasta orð sem mótmæli gegn nokkrum ráð- stöfunum sem stjórnin hefir gert til þess að framfylgja striðinu, öil þessi þrjú ár, síðan Canada var svelgd inr. í það eldhaf, er ávalt síðar hefir geisað með ohíndruðu æði. öllum slíkum ráðstöfunum höfum vér veitt fylgi vort hiklaust, með því að vér ávalt höfum fyrir augum það að halda sátt og sameining milli allra flokka og þjóðbrota í þessu landi, en sátt og sameining, er sál og hjarta þess mikfa hlutv'erks er nú liggur fyrir oss. — Ef þessi sátt og samvinna er ekki lengur til ska! það aldrei verða með sanni sagt að það sé oss að kenna hérmegin í þing- salnum. Herskylda er andstœð frjálsri stjórn. í dag kom stjórnin fram með til- lögu um það að lögleiða herskyldu í stað sjálfboðaliðs aðferðarinnar; her- skvldu, sem stjórnin hefir stöðugt lýst yfir frá byrjun stríðsins til 18. apríl 1917, að hún skyldi aldrei grípa til. En stjórnin liefir kastað frá sér hinu margítrekaða loforði, og eg ris á fætur og krefst þess af mínum veika mætti, að vér nemum staðar augnablik og íliugum hvort þessi nýja stefna geti ekki orðið til meiri hindr- unar en hjálpar máli því, er oss öllum liggur þungt á hjarta. Upp til þessa tíma höfum vér hérmegin í þingsaln- um adrei fundið að neinum fram- kvæmdum stjórnarinnar, nema þegar aðfinslur voru með öllu áhjákvæmi- legar, þrátt fyrir það þótt oss hafi oft blætt undan höggum stjórnarinn- ar, þegar hún átti að framkvæma heilagar skyldur sínar, en brást. Og jafnvel þá, þegar skyldan neyddi oss til aðíinninga, þá duldum vér alla sundrung eftir megni og fundum að í hljóði, til þess að halda uppi virðingu þar sem þau hafa ávalt verið síðan stríðið hófst; eg hefi alls ekki skifi um skoðun, og sé sá nokkur, sem hald að eg sé ekki sjálfum mér samkvæm- ur með því að taka nú þá stefnu, sem eg tek, þá þarf eg ekki að svara hon- um öðru en því að hann skuli hlusta á mig; hlusta á mig þegar eg skýri mál mitt. Landslögin á móti herskyldu. Þegar forsætisráðherrann bar upp þessa tillögu fyrir fáum dögum, kvaðst hann ekki að neinu leyti vera að víkja frá lögum landsins. 1 þessu tilliti mótmæli eg einnig gjörsamlega staðhæfingum hans. Landslögin, sem ekki eru einungis mörgum árum held- ur mörgum kynslóðum eldri en sam- bandið og sem wom endursamþykt stuttu eftir sambandið, lýsa því yfir, með ákveðnum orðum að enginn maður í Canada skuli neyddur til her- skyldu, nema til þess að standa á móti árás á Canada eða til þess að verja það. Landslögin fara svo langt að þau veita stjórninni heimild ti! þess að safna her til varnar Canada ekki einungis á aldrinum milli 18 og 45 ára, heldur jafnvel frá 18 til 60 ára. Landslögin leyfa stjórninni að standa á móti árás á landið — þannig skil eg orðin “Canada til varnar” með því að kalla til hers menn ekki ein- ungis á aldrinum frá 18 til 60 ára, heldur með því að kalla alla sjötuga og áttræða karla og börn á öllum aldri. Stjórnin getur kallað hverr. sem er, þegar óvinirnir eru á landa- mærum Canada, til þess að vernda þetta vort land. Þannig skil eg þau lög, sem vér höfum. Og lögin eru ekki einkennileg í þessu efni, að þv: er vort land áhrærir, því þannig hafa verið lög siðaðra þjóða hvervetna, þannig voru lög Frakklands þegar Canada heyrði til Frakklandi; þannig voru lög Englands þegar Canada varð eign þess lands. Þessi lög voru í gildi á Frakklandi þangað til árið 1798, þegar herskyldu var fram- fylgt í fyrsta skifti; en þessi lög voru stöðugt í gildi á Englandi, þangað til í fyrra. Ef nokkurn tíma hefir verið stefna til, sem svo að segja var landlæg á Bretlandi, þá var það sú stefna að konungur gæti ekki krafist neinnar þjónustu af þegnum sínum nema til varnar þeirra eigin landi og til þess að verjast árásum. Það er öllum Ijóst að Englands konungur gat aldrei heimtað herþjónustu af þegnum sínum i neinu öðru skvni. Enska þjóðin var æfinlega hrædd við stöðu her; enska þjóðin hefir hvað eftir annað barist gegn konungnm sínum til þess að bjarga þeirri stefnu að stórkostlegur stöðu her skyldi ekki vera liðinn á Bretlandi. Herskyldan er ný stefna. Forsætisráðherrann segist ekki vera að koma fram með neina nýja stefnu; hann segist hefði getað sent úr landi hina 400,000 manna, sem send hafa verið samkvæmt núgildandi lögum, herra þingstjóri; eg mótmæli enn stað- hæfingum míns háttvirta vinar : þessu efni; eg lýsi þvi yfir að hann hafði ekkert slikt vald; eg lýsi því yfir að samkvæmt lögunum, eins og þau eru, gal hann ekki sent neinn austur um haf til þess að fara i stríð- ið. Hann sagði það fyrir fáum dög- um, og hann hefir rétt nýlega endur- tekið það að fyrsta varnarlína vor v'æri á Flandern og á Frakklandi. Eg held því fram enn á móti honum, að aldrei hefir verið nein hætta á nokk- urri árás á Canada frá Þýzkalandi og engin hætta er á slíku enn. Þótt eg hafi fylgt þeirri stefnu, sem eg hefi hingað til haft í stríðinu, þá er það ekki fyrir þá sök að eg hafi óttast árás á Canada frá Þjóð- verja hálfu. Enginn hefir getað sagt það, með nokkurri skynsemi nokk- urn tíma, þessi þrjú ár síðan stríðið hófst, að Canada hafi verið i hættu fyrir árás frá Þýzkalandi eitt einasta augnarblik. Þótt eg hafi fylgt þeirri stefnu, sem eg hefi haft; þótt eg hafi verið, sem eg var og er, hlyntur þvi að vér tækjum þátt í stríðinu, þá var það ekki sökum þess að eg óttaðist árás heldur vcgna hins að eg hafði þá skoðun að ef Þjóðverjar ynnu, þá orsakaði það fyrir Canada eins og fyrir allan heiminn svört náklæði þýzkra áhrifa með fruntaskap sinn, grimd og skrælingjaskap. Til sönnunar því að þessi staðhæf- ing mín sé rétt, að stjórnin geti ekki samkviemt herlögunum sent hermenn- ina, eins og hún gerði, skal eg bera saman stjórnina 1914 við stjórnina 1917. Þá lét stjórnin ekki sem húr. notaði herlögin, þegar hún sendi her- inn austur um haf. Stjórnin sendi alls ekki herinn samkvæmt þeim lög- um. Hér fylgir skeyti frá hans hátign ríkisstjóranum, sem forsætisráðherr- ann sendi; það skeyti mótmælir með öllu þeirri kenningu, sem forsætisráð- herrann nú heldur fram. Skeyti þetta sendi ríkisstjórinn til ríkisrit- ara nýlendanna og er það dagsett 1. ágúst 1914. “Ottawa, 1. ágúst 1914. Vegna hinnar yfirvofandi hættu stríðs þess sem yfirskyggir ríki vort, eru ráðamenn mínir í áhyggjufullum hugleiðingum um það, hver verði áhrifamesta framkvæmd og bezta lið- veizla og taka þeir þakksamlega hvaða uppástungu eða leiðbeiningu, sem al- ríkis herstjórnin álitur tiltækilegt að koma með. Þeir eru sannfærðir um að talsvert lið mætti fá til herþjón- ustu erlendis. Talað hefir verið utn afstöðu herliðs vors, sem sent kynni að verða í þjónustu erlendis; því sam- kvæmt 69. grein herlaganna í Canada er aðeins leyfilegt að senda menn í stríð utan Canada, henni sjálfri ti! varnar.” Ef hér var að ræða um vörn Canada, til hvers þurfti þá að spyrja um afstöðu hermannanna ? Bréfið heldur áfram á þessa leið: “Upp á því hefir verið stungið að menn gætu gengið í herinn sem al~ ríkishermann til ákveðins tíma; en canadiska stjórnih gæti tekið öll nauð- synleg ráð til þess að sjá fjárhagslega fyrir hermönnunum, kaupi þeirra, út- búnaði og vistum.” ('Framh.). Um þátttöku vora í stríðinu. Eftirfarandi tillaga var samþykt : einu hljóði á flokksþingi Vestur- fylkjanna: “I þessp stríði, til varnar þjóð- stjórnar menningu á móti herstefnu einveldi, er þörf á að hver einasta þjóð sem í stríðinu tekur þátt beit: öllu afli sínu, því þannig er að eins sigur vís. Á tímum hættunnar hefir ríkið rétti- lega heimting á öllum öflum þjóðar- innar, mannafli, fjárafli, siöferðis- afli og bolmagni, til þess að ríkið geti verndað þjóðfrelsi sitt. Óhjákvæmileg skylda canadisku þjóðarinnar er sú að leggja sig af alefli fram til þess að vinna stríðið með stöðugri og sterklegri þátttöku. 1. Með því að ráða ráðum sínum við brezku stjórnina í því skyni, að ákvarða hvernig með beztum árangri verði unnið að stríðsmálum í allr: mynd af hálfu vor Canada manna. 2. Með því að halda við óskertri tölu hermanna á vígvellinum og neyta allra nauðsynlegra ráða til þess að safna liði í þessu skyni. 3. Mem þvi að skrásetja önn- ur efni er í stríðinu megi koma að liði, svo sem vistir, vopn og aðrar stríðsnauðsynjar, með þeim reglum sem tryggja beztan árangur. 4. Með því að afnema algerlega allan ágóða í allri verzlun er stríðinu heyri til eða lífsnauðsynjum þjóðar- innar, og ef nauðsynlegt sé, þá verði það gert með því að þjóðin takí í sínar hendur þessar verzlanir og iðn- að; eða með því að taka upp aðferð Breta, er takmarkar stofnanir. 5. Með því að heimta að aftur sé skilað í fjárhirzlu ríkisins öllum ó- sanngjörnum ágóða, er menn hafa haft síðan stríðið hófst, og rúið hafa fólkið og ríkið með okurverði á lífsnauðsynjum og öðrum vörum. 6. Með þeirri tvenskonar aðferð að smáhækka tekjuskatt og einnig á- góðaskatt, því til tryggingar að hver einasti borgari beri sinn fulla - skerf af stríðsbyrðinni, samkvæmt gjald- þoli hans eða liennar. 7. Með því að sameina fullkom- Iega þjóð þessa lands og framkvæma þessa stefnu á hvern þann hátt er nauðsyn kann að krefja til árangurs. Turrif þingmaður gerði þá viðauka- tillögu að bætt væri inn í orðunum: “Og með herskyldu ef þörf gerist,” en það var felt í einu hljóði. Uppástunga um frið. Páfinn hefir sent áskorun til allra stríðsþjóðanna um að semja frið með eftirfarandi skilyrðum. 1. Sjálfstæði Belgiu, Serbiu og Rumeniu. 2. Að Þjóðverjar fái aftur nýlend- ur sínar. 3. Að ekkert verzlunarstríð verði á eftir. 4. Engar skaðabætur frá neinum. 5. Jafnt frelsi á sjónum fyrir alla. 6. Minkun herbúnaðar. 7. Friðsamlegir samningar um Elsass-Lothringen, Trent, Triest og Pólland. i NÚMER 32 Hialti Ögmundsson; Sú harmafregn barst hingað vinum og vandamöunum, að G. Hjalti ög- mundsson hefði fallið á vígvellinum á Frakklandi 9. júrú síðastl. Hann var fæddur í Þingvalla-nýlendu árið 1890. Foreldrar hans voru þau ög mundur Ögmundsson og Þorbjörg Gísladóttir, s,'m lengi áttu heima á Victor str. her i Winnipeg, og eru nú bæði látin. Systkini hans eru þrjú á lifi, einn bróðir og tvær systur. — lljalti sal. fór með lOth Brigade deildinni og var í ”’d Divisioti Am- tnunition Colunm. Hann var mesti efnispiltur, gætinn og hvers manns nugljúfi. Eftirfylgjandi er bréf frá yfirmanni Hjalta sál. • France, June 11, ’17 Kæra Miss Ögmundsson. Mér þykir mjög mikið fyrir að verða að tilkynna yður að bróðir yðar féll á vígvelli síðastl. föstudag. Hann var að vinna við eina af okkar fremstu skotfærastöðvum þegar brot úr sprengikúlu, hitti hann í hjartastað og var hann látinn að fjórum mínút- um liðnum. Það yrð' máske hugfró- un fyrir yður að v'ita að bróðir yðar fékk mjög rólegan dauðdaga, það heyrðist ekki svo mikið sem stuna, og hann virtist að liða út af með bros á vörum. Hann vann verk sitt dyggi- lega og gerði skyldu sína í hvívetna og eg sem yfirmaður hans var í alla staði ánægður með hann. Vér sökn- um hans allir, og þér hafið einlæga hluttekningu okkar í sorg yðar. Eg býst við að einhverjir af vinum hans hér muni skrifa yður, en af því eg veit að í svona tilfellum langar fólk að vita sem nákvæmast um atvik þar að lútandi, og þar sem eg var yfir- maður bróður yðar þá tókst eg á hend- ur að skýra yður fra þeim. Jarðar- förin fór fram með venjulegri við- höfn hersins þfull Military honoursý og ætla vinir hans hér að setja kross á leiði lians. Með djúpri hluttekningu eg er yðar einlægur. Jno Harrison Sargeant Major 3rd C. D. A. C. B. E. F. Systkini Hjalta sál. ögmundssonar votta hér með þakklæti sitt öllum er hafa sýnt þeim hluttekning við fráfal! hans, og sömuleiðis þakka þau vinum hans og kunningjum er skrifuðu hon- um og sendu honum gjafir. Konráð Halldórsson ar fasddur 21. marz 1887 að Brú P.O., Man. Hann er sonur hjónanna Jóns Halldórssonar og Guðrúnar Kapra- síusdóttur er þá bjuggu að Brú P. Man. Könráð fluttist með foreldr- um sínum árið 1899 til Sinclair, Man. livar þau eru enn. Hjá þeim var hann til vorsins 1916 að hann fór til Brock, Sask.; þar innritaðist hann í 243 herdeildina í siðastliðnum febrú- ar mánuði og fór með henni til F.ng- lands í maí 1917. Áritan hans er; No. 1051441 Pte. K. Halldorsson 243rd Unit, 15th Res. Batt., Bram- shott Kamp, c-o. Army P.O., London F.ngland. “Minneota Mascot” segir frá því að Johanna Högnason sé nýkomin heim j sumarfríinu. Hún var kenn- ari við háskólann í Minneapolis » sumar. Blaðið segir að hún hafi ver- ið endurkosin forstöðukona Av'oka skólans í Minnesota.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.